Heimskringla - 09.09.1931, Qupperneq 7
WINNIPEG 26. ÁGÚST 1931
HEIMSKRINLA
7. BLAÐSfiDA
UTAN AF LANDI
Úr SuSur-Þingeyjarsýslu.
I. ágúst.
Tíðarfar.
Vorið var þurt og kalt fram-
an af og spratt hér mjög lítið,
en seinna hluta júnímánaðar og
það sem af er júlímánuði hefir
verið ágætis sprettutíð og gras-
ið flogið upp. — Heyskapur
byrjaði samt seint víðast hvar-
vegna þess, hve seint spratt.
Byrjað var að slá 15. — 20. júlí.
þeirri ástæðu — sökum þess
að eg hefi svo oft verið í sjó-
ferðum; “mér er vel til þeirra”
sem kjósa að sigla hvernig sem
byrjar. Þess vegna óttast eg
að hlutdrægni næði undir-tök-
um á mér ef eg gerði tilraun
til þess að lýsa tilfinningum
þeirra sem aldrei sigla.
Það mun ekki fjarri sanni
að skipa þeim í tvo flokka sem
aldrei ferðast með eimskipum.
— Nokkuð fjölmennur flokkur
“kot’’-roskinna manna trúir því
að flest allir sem með eim-
Voru þurkar rétt fyrstu daga
sláttarins, en svo byrjuðu þok- j skipum ferðast geti ekki (með
ur og úrkomur og hefir ekki nokkru iifandl móti) komist
náðst inn neitt af heyi svo telj-
andi sé, þegar þetta er skrifað,
nema það, sem sett hefir verið
í votheysgryfjur.
MannaláL
hjá því að verða að minsta
kosti lasnir. — Ef ekki kvelli-
upp-sölu-sótt-veikir. — Hvort
sem að skip sigla frá landi und-
ir vínbanns lögum ellegar þá
bara undir heittelskuðum mið-
Nýlega eru látnar tvær kon- lunar Bjór lögum.
ur í Mývatnssveit, Guðrún Jó-
hannesdóttir á Geiteyjarströnd,
Líklega eru hinir þó fleiri.
- Þar á meðal margt af ungu
öldruð kona, og Hólmfríður ^ólki í lausa-mensku — sem
Guðnadóttir á Grænavatni, ' trúa því að eini vegurinn til
' kona Páls Jónssonar frá Hellu- | Þess að sannfærast um návist
vaði. Var það kona á besta aldri himna-ríkis — útan-kirkju —
og mjög vel látin af öllum, sem | sé að taka sér far með “gufu-
hana þektu. skipinu sem að nú er hérna á
pollinum” þ. e. sem sé að sleppa
Inflúensan
hefir gengið hér í sveitunum og
hafa margir legið í henni, en
ekki verið þungt haldnir. Flest-
ir 3-4 daga, en sumir lengur.
Mun hún hafa borist út í sveit-
irnar frá Húsavík, því þar hefir
hún verið síðan í vetur. Er það
margra manna mál, að gagns-
laust sé að reyna að hefta út-
breiðslu hennar, eins og gert
var í vor, því hún fer um alt á
endanum, og ekki er betra að
fá hana um hásumarið —
mesta annatímann.
Fiskafli
hefir mátt heita góður í Húsa-
vík í sumar. Þó hafa komið
haflar á milli, þegar ekkert hef-
ir aflast eða lítið. Nú er aflinn
aftur að aukast og einnig hefir
nýlega veiðst talsvert af síld.
Beinaverksmiðja
er nú starfrækt í Húsavík. Vinn
ur hún úr þorskhausum og
beinum- er til falla í þorpinu.
Veitir henni forstöðu Einar J.
Reynis og tók verksmðjan til
starfa í fyrrasumar. Var flutt
út talsvert af beinamjöli frá
verksmiðjunni í haust sem leið.
3. ágúst. — Nú hafa komið
góðir þurkar hér og allir hirt
hey sín, það sem þeir voru bún-
ir að slá.
—Vísir
PÍPUREYKUR AF
SKIPSFJÖL
Örn í beru-rjóðri
I.
Kunnug öllum úhafs veiðum
Háfleyg Örn með vængum
breiðum
Hyggj[u skörp á “Himna leið-
um”
Hefir bið á lágum meiðum.
II.
Oft hefi eg hugsað um það
á sjóferðum— án þess að gera
tilraun til þess að set ja upp
spekings svip — að fróðlegt
væri að gera samanburð á fé-
lagslífi ferðafólks — dagfars
góðu —eins og það virkilega er
— í anda og sannleika — og
hugmyndum þeim sem þeir
sníða sér sem aldrei hafa ferð-
ast með eimskipum.
Líklega væri eg ekki vel til
þess kjörin að “meta” ímyndun
og veruleika í ferðamanna ríki,
af þeirri einföldu ástæðu að eg
hefi aldrei verið sjóveikur. —
Það er að segja eg hefi aldrei
verið svo veikur á sjó að eg
geti gefið raunverulega — á-
byggilega — frásögn um það
hvað sjó-veikt fólk verður að
líða. þegar að það tapar allri
land-elskri matarlyst. Ekki
mundi mér takast betur að
lýsa hugmyndum þeirra sem að
aldrei fyrsta tækifæri til þess
að nálgast “drottinn vorn og
himna-ríki.’’ í þessu tilfelli
sannast það líklega oft að fólk
finnur það sem Hugi og Muni
lánuðu í heimanfylgju — finn-
úr ástæður og afleiðingar af
flest öllu sem það hafði gert
sér hugmyd um. — T. d. söng
elskir menn finna (máske)
fegurð í öldufalli og tónum, sem
að þeir aldrei þektu áður. —
Listmálarar samræmi í litum.
Líklega eru þó skáld og lista-
rithöfundar fundvísastir á sjó-
ferðum. — Það er a ðsegja
þeir rithöfundar og skáld sem
una frelsi í frístundum fyrir
“lægri stéttirnar” engu síður
'heldur en fyrir sjálfa sig.
Hver gæti gert grein fyrir
því hversu mörg af fegurstu
ijóðum og æfintyýrum að öldu-
fall hafsins hefir fyrst aðstoð-
að?
III.
“Fyr má nú vera, ljósglæta
heldur en þetta sameinaða
stjörnu ijósa flóð? — Það væri
ekki mikið vit í því að kalla
þetta níðdimma nótt, þótt kl.
sé nú tólf” hvíslaði lítil “telpa”
að systir sinni þegar að sópað
og þvegið nýmálað “Pacific”
eimskipið var komið “góðan
spöl” út á fjörðin fyrir neðan
brekkuna þar sem að Seattle
borg telur sér heimili “í ár”.
* * *
Áttundi ágúst var genginn
um garð og haga — sólin fyrir
longu gengin til “viðar” —
hugspök værð hvíldi yfir út-
haga og fjallshlíð — hvað
var þá hugtækt til þess að
hindra værð — drauma, í svefni
og sælu?
* * •
Hafgúan — Ruth Alexander
lagðist hljóða laust upp við
hafnarbryggju í Victoria borg
kl. sjö — árla morguns. Nokkr-
ir mögluðu yfir því að engum
var leyft að fara í land. ■>—
skipið hafði tveggja stunda dvöl
í Victoria. Þú ótrúlegt megi
virðast, þá mun það áreiðanlegt
að ekki einn einasti borðgestur
skipsnis fór í land í Vctoria.
Skeð getur að ein ástæða fyrir
því hafi verið sú að þetta var
sunnudagur. — Það er óþarft
að minna á það að ef tilraun
er gerð til þess að kinnast
gestrisni Skota — hvort sem
þeir eru í Canada, heima eða
erlendis — ferðamenn ættu æ-
tíð að muna eftir því að velja
ekki sunnudag til heimsókna
— kinnisferða — í fyrsta skifti.
Einkennilegt er það að eldri
miðaldra menn eru oft fram-
gjarnari til landgöngu, þegar
til hafnar er komið heldur en
ungir menn. Væri ekki góð-
kunnugri menta-löngun manna
vel þjónað ef að einhver vildi
að kannast við það, að þeir
fáu miðaldra menn sem að
eg umgekkst þennan morgun
báru sig karlmannlega þrátt
fyrir það þó að þeir ekki hefðu
tækifæri til þess að sjá Victor-
1 ia borg nema aðeins af höfn-
inni. — Ekki varð eg var við að
neinum yrði skapfátt yfir því
að skipið hafði ekki lengri við
dvöl á Canadískri höfn.
Sumir af heima mönnum
snekkjunnar voru dulir og drý-
indalegir í “viðmóti”, alveg
eins og tákn og stórmerki væru
á fljúgandi ferð í loftinu. —
Rétt eins og kraftaverk og jarð-
teikn gengu einsog gráir kettir
á milli fjalls og fjöru, á þeim
heilaga drottins degi.
Borðgestir skipsins létu sér
fátt um finnast þótt að fréttir
væru tregar. — Það var ekki
til neins að fárast um það —
ekki fyrir neinum að kvarta.
Kl. átti eftir } í tíu þegar að
eg kom inn í borðsalinn næsta
morgun. Var þá nærri því hvert
sæti skipað. Morgun matur
var vel tilbúin, og sæmilega
vel um beina gengið af son-
um suðurlanda. Mér sýndist
að þeir vera dálítið þreitulegir.
— Máske að þeir hafi ekki sof-
ið mikið s. 1. nótt.
Skútunni miðar (sæmilega)
vel áfram út á Kyrrahafið þó
ekki sé hægt að merkja það ]
að kindarar eða kolamokarar
séu að flýta sér til næstu hafn-
ar — ÞEIR UM ÞAÐ.
IV.
Skipi fylgja skeglur máfar
Skignast eftir bráð í leynum
En Örnin flýgur út til sjávar
Aldrei spök í skógar greinum.
Aðalsteinn Kristjánsson
P.S.
Eg hélt kannske að eg væri
að gera íslenzku blöðunum
greiða — og íslenzkum “almenn
ingi’’ — með því að senda
þeim línu stöku sinnum —
hvort sem að eg er staddur í
Canada U.S.A. eða Mexico.
mætti eg byðja hátt-virtan rit-
stjóra að viðurkenna eða af-
neita þeirri “tillögu”?
A. K.
FRÚ GUÐRÚN KJARTANS-
DÓTTIR
kona Stefáns bónda Guðmunds-
sonar í Skipholti, andaðist
þann 15. ágúst á heimili sínu
eftir þunga legu, tæplega þrí-
tug að aldri.
Guðrún var kona fríð sýnum,
hvers manns hugljúfi og mikl-
um mannkostum búinn. Hún
var dóttir Kjartans heit, pró-
fasts Helgasonar í Hruna oé
konu hans, Sigríðar Jóhannes-
dóttir, sem eftir lát manns síns
er til heimilis í Hvammi, hjá
Helga syni sínum, og þar hefir
að undanförnu hjúkrað annari
dóttur sinni, þungt haldinni.
Guðrún heitin lést frá fjór-
um börnum, öllum á unga aldri
og er mikill harmur að þeim
og manni hennar kveðinn, og
öllum sem kynni höfðu af þess-
ari ágætu konu.
—Vísir
KAPPREIÐAR OG
HESTASALA
aldrei ferðast út fyrir land- | gefa ástæðu fyrir því?
steina um hina sjóveiku, af Það er ekki nema sanngjarnt
f Nationaltidende 5. apríl þ.
á er skýrt frá að hestasölu-
maðurinn Westergaard í Kaup-
mannahöfn hafi þá á hiisi og
heyi 65 íslenzka hesta, og muni
bráðlega því nær tvöfalda þá
tölu, og verði svo allir hestarn-
ir fluttir til göngu út á Ermel-
sundsléttu*. Ennfremur segir í
sömu grein, að þar séu þeir
til sýnis og sölu, en á meðan
þeir ekki seljist geti unga fólk-
ið fengið þá til leigu ásamt
fylgdarmanni.
Eg hefi mörgum sinnum
(auðvitað árangurslaust) ritað
um að, við sjálfir ættum að
hafa samskonar starfsemi með
höndum erlendis, því eg efast
ekki um að við erum mörgum
sinrium betur fallnir til að
kenna útlendingum að ríða og
fara með okkar hesta heldur
en þeir menn, sem ekkert skyn
bera á hvað ísl. hestur getur
gert reiðmanninum til þæginda
og ánægju sé hann rétt notað-
ur.
Nú stynur íslenzkra þjóðin
undan heimskreppunni, eins og
flestar aðrar þjóðir gera; af-
'urðir landsmanna lítt seljanleg
ar og það sem af þeim selst,
selst það lágu verði, að fram-
leiðendur bíða stór hnekki. Hér
eru því góð ráð dýr, og vitan-
lega ber þjóðinni að grípa hvert
tækifæri, sem býðst til að selja
afurðir sínar, ef hún á ekki að
dragast ofan í gamla sultinn
og seyruna.
Hestaeigendur kveina og
kvarta, eins og aðrir framleið-
endur, yfir að þeir geti ekki selt
hesta sína. en þeir hreyfa hvorki
hönd né fót til að afla sér nýrri
markaða fyrir þá, heldur kasta
áhyggjum sínum í því efni yfír
á kaupfélagsstjóra og kaup-
menn, og ef þeir kaupa ekk'
af þeim, þá láta þeir “reka á
reiðanum”. — Selja einn og
einn hest að vorinu og ef tii
vill afsláttarhest að haustinu,
setja svo afganginn á til næsta
árs í von um að þá gangi bet-
ur með söluna. Svona hefir
það gengið og svona gengur
það enn ef ekkert er aðhafst.
Mér fnnst gerlegt fyrir þá
bændur, sem marga hesta eiga,
að þeir slæju sér saman og
sendu upp á eigin reikning
nokkra fallega og þægilega
hesta til Danmerkur og sjá
hvort ekki mætti takast að
selja þá þar sæmilegu verði.
Að sjálfsögðu þyrfti . að hafa
þar nok.kurn undirbúning, t. d.
með útvegun lands handa þeim
að ganga á ásamt ýmsu við-
víkjandi sölunni, sem eg hirði
ekki um að taka hér fram.
Hér innanlands geta bænd-
ur éinnig aukið heastasölu, að
minnsta kosti á gæðigum, ef
þeir vilja gefa því gaum.
Eitt af því, sem gæti lyft und
ir reiðhestasöluna hér innan-
lands er það, að stofna félag í
hverri sýslu, sem miðaði að því
að halda uppi árlegum kapp-
reiðum innan sýslunnar. Það
myndi auka áhuga unga fólks-
ins til að eignast góða hesta
og þá myndi það hætta að
bunka sig á brettunum á upp
og ofan útötuðum flutnmgabíl-
um, þá það sækir skemtanir
innan sinnar eigin sveitar eins
og nú á sér" all oft stað.
Bændur hafa til þessa gefið
kappreiðum Fáks alt of lítinn
gaum, því að það get eg sagt
þeim, að þeir fáu bændur og
bændaefni. sem árlega hafa
sótt þær kappreiðar hafa ein-
att getað selt við þau tækifæri
góða hesta hafi þeim á annað
borð leikið hugur á því.
Enn fremur hafa sumir af
þeim mönnum, oft farið með
nokkra peningafúlgu héðan,
sem þeir liafa fengið í verð-
laun fyrir hesta sína.
Áhugi fyrir kappreiðum * er
nokkuð að aukast, ekki ein-
ungis hér heldur á þeim stöð-
um upp til sveita.'sem nú þeg-
ar hafa myndað með sér félags
skap í því augnamiði. í því
hefir Dalasýsla orðið fremst,
þar eru nú árlega háðar kapp-
reiðar. Um síðustu kappreið-
ar þar ritaði Lúðv. C. Magnús-
son nú fyrir skömmu í “Vísi”,
enda má aðallega þakka
honum þann félagsskap, því
hann átti mikinn þátt í mynd-
un hans. Lúðv. hefir mikinn
áhuga fyrir hestum og hesta-
íþróttum og hefir oft um það
efni ritað.
Flóamenn hafa einnig mynd-
að hjá sér hestamannafélag og
heyja nú árlega tvennar kapp-
reiðar. — Væntanlega koma
fleiri á eftir, enda er víst, að
því fleiri sem fél. verða, því
fleiri verða gæðingarnir og því
betur verður farið með hest-
Nafns pjöld •* 1
rJ |
—J
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd BldK- Skrlfatofusimi: 23674 Stundar sérstaklcgra lungrnasjúk- dóma. i Er atS finna á skrtfstofu kl 10—12 t. h og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. TalsSmli 33138 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfræðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587
DR A. BLONDAL 692 Medical Arts Bldg Talsiml: 22 296 Btnadar sárst&klega kvensjúkdóma »f barnasjflkdíma. — A8 hitta: kl. 10—12 « h. og 3—6 e. h. Helo&tll: 806 Victor St. Slmi 28 180 W. J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON ISLEN/KIK LÖGFRÆÐINOAR á öðru gólfi 325 Main Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur aO Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði.
Dr. J. Stefansson
11« NGDICAl, ARTS Bl.DG.
Hornl Konnody og Graham
■ tnodar elnrttngu auKOia- rjrnn
aaf- o( krerka-olflkdAma
Kr atl hltta frá kl. U—12 f. h
og kl. 3—6 e. h
Talalml i 21834
Hotmllt: «18 McMlllan Avo. 42691
ana, því þá fara menn að
setja stolt sitt í að eiga góða
og vel með farna hesta, enda
eru ekki aðrir hestar líklegir til
að sigra á kappreiðum.
Dan. Danielsson.
—Vísir
— Það var ekki fyr en eftir
tólf ár að eg uppgötvaði það
að eg er ekki skáld.
— Og þá hættuð þér að
yrkja?
— Nei, því að þá var eg
orðinn frægur.
ÍSLENSK GESTRISNI
Alveg eins í Vesturheimi.
Fyrir mörgum árum síðan
ferðaðist eg nálega yfir alt ís-
land í kirstilegum erindagerð-
um, og alstaðar var mér tekið
með sérstakri alúð, vinsemd og
gestrisni. Síðan eg kom til
Canada hefi eg nokkuð oft
heyrt að það væri alt öðru
máli að gegna hér vestra, hvað
gestrisni við kæmi. Eg hefi
lítið starfað að trúmálum hér
í Canada á meðal íslendinga,
heldur aðallega á meðal ann-
ara þjóða fólks. Þó hefi eg
haft samkomur eiiistaka sinn-
um hér í Winnipeg fyrir íslend-
inga og einnig Biblíulestra og
Bæna-samkomur, sem virðast
hafa orðið til blessunar þeim
sem komið hafa.
Þar til nú fyrir 14 dögum
að eg tók mér ferð á hendur
og fór út til nokkra íslenzku
bygðana svo sem Lundar og
Otto og héraðana þar um kring,
einnig til Oak Point á baka leið
til Winnipeg. Á þessu ferðalagi
hafði eg tvær guðsþjónustur í
lútherskum kirkjum eina í sam-
bandskirkju og tvær í skóla-
húsum. Einnig kom eg til
fjölda íslenzkra heimila. Alls-
staðar mætti eg þessu góða
gamla alíslenzka hugarfari, all-
ir voru boðnir og búnir að
greiða fyrir ferð minni á allar
lundir, frammúrskarandi gest-
risni hvar sem eg kom, og vin-
gjarnlegt viðmót. Flestir virt-
ust mjög glaðir að heyra aftur
á ný þessi dýrðlegu sannindi um
Drottinn vorn Jesús Krist, sem
lifandi Guðs son og frelsara
mannana.
Eg hefi fengið marga nýja
vini í þessu 14 daga ferðalagi,
sem eg minnist með sérstöku
þaklæti til Drottins. Eg bið
svo Eilífan Guð að blessa alt
þetta yndæla íslenzka fólk,
sem eg gat heimsótt í þessari
ferð. Eg er nú aftur í Winni-
peg og minnist okkar allra með
virðingar og fullvissu um að
íslenzka gestrisnin er alveg eins
lifandi í eVsturheimi eins og
heima á gamla fróni.
Yðar einlægur,
G. P. Johnson.
Telephone: 21613
J. Christopherson,
tslenskur Lögfrœðingur
845 SOMERSBT BLK.
Winnipeg, :: Manitoba.
A. S. BARDAL
selur llkklstuG og ann&st um fltfar-
lr. Allur útbúnatSur sá beatl.
Ennfremur selur hann allskonar
mlnnisvarba og legstelna.
843 SHERBROOKE 8T.
Phooei 8« «ot WINNIPBG
HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja
DR. 8. G. glMPSON, N.D., D.O., D.O.
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Somerset Blk.
WINNIPEG —MAN.
í
MARGARET DALMAN
TEACHBR OP PIANO
854 BANNING ST.
I
PHONE: 26 420
Dr. A. V. Johnson
fslenzkur Tannlæknir.
212 Curry Bldg., Winnipeg
Gegnt pósthúsinu.
Síml: 23 742 Hcimilis: 33 328
Jacob F. Bjarnason
—TRANSFER—
Raggasr ■ nd Fnrnltnre Movlif
762 VICTOR ST.
SIMI 244100
Annaat allskonar flutninga fr&m
og aftur um bœlnn.
J. T. THORSON, K. C.
Iilcnzkur lögfræftingur
‘ Skrifstofa: 411 PARIS BLDG.
Sími: 24 471
DR. K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Sask.
MESSUR OG FUNDIR
í kirkju Sambandssafnaðar
Messw: — á hverjum sunnudegt
kl. 7. e.h.
Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4.
fimtudagskveld í hverjum
mánuði.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskvetd 1 hverjutn
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan þriBju
dag hvers mánaðar, kl. 8 aB
kveldinu.
SöngflokkurÍMM: Æfingar á hverju
fimtudagskveldi.
Sunnudagaskólinn:— A nverjum i
sunnudegl, kl. 11 f. h.