Heimskringla - 16.09.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 16.09.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 16. SEPT., 1931. HEIMSKRINLA 5. BLAÐSÍÐA iekki fundist niikið til um þær rupplýsingar, sem spiritisminn hefir hingað til þózt geta látið í té um lífið handan við dauð- ann. Kenning þessa bréfkafla, sem eg hefi hér á undan vitn- ajj til, virðist mér vera einhver áhrifamesta og gagnsamlegasta kenning þessarar hreyfingar, sem eg hefi rekist á, ásamt. annari skyldri hugmynd, sem eg mun drepa á seinna. í sjálfu sér er þessi kenning eigi ný. Ef vér látum liggja milli hluta kenninguna um “jarð- bundna anda”, sem eg tel mig ekki færan að dæma um, þá virðist mér þessi kennáng spir- itista ekki aðeins koma fiull- komlega saman við þau lög . náttúrunnar, sem vér þekkjum. heldur einnig ýms ummæli ritnángarinnar. Kunningi minn styður kenningu þessa um af- leiðingar athafna vorra, við um mæli, sem hann truir að komi handan yfir gröf og dauða. Eg styð þau við ummæli Páls post- ula, sem mér virðast engu síð- ur mikilvæg og merkileg: “VIII- ist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða; því að “það sem maðumn sáir, mun hann og upp skera.” í spádömabók Jesaja, III. kap., 10. og 11. versi, er hliðstæo málsgrein: “Heill himum rétGátu, því að þeim mun vel ~vegna og þeir munu njóta ávaxta verka sinna. Vei hinum óguðlega, honum mun illa vegna og honum mun goldið verða samkvæmt til- gerðum hans.” * * * Eg vildi fegins hugar taka höndum saman við alla þá, er hafa þessa skoðun á fram- haldslífinu, hvort sem þeir nefnast rétttrúaðir eða spirit- istar — til þess að boða hapa með krafti öllum mönnum, því að mér virðist bæði þessi skoð- un á framhaldslífinu langskyn- samlegust af öllum þeim, sem eg hefi kynst, og langlíkleg- ust til að hafa áhrif á menn til góðs lífemis. Djúpa virðingu ber eg að vísu fyrár siðgæðisvitund þeirra manna, sem á liðinni tíð þótt- ust fullvissir um það, að guð hlyti að hegna fyrir afbrot vor, ef ekki í þessu lífi, þá í því næsta. Aftur á móti getur oss ekki fundist annað en sumar hiugmyndir þessara manna hafi [ verið óskynsamlegar og stund- | um óskiijanlegar, og þegar mað ur er einu sinni búinn að snúa leáðin-gum athafna sinna, því ónauðsynlegri virðist mér sú hugslun, að vænta nokkurrar annarar hegningar. Fullkomin opinberun alls þess, sem hulið er, mun verða öllum nægil-eg refsing, og á sama hátt öllum nægileg umbun, að minsta kosti eins mikil umbun og alt sannarlega göfugt fólk mundi æskja eftir. Eg hygg að flestir menn séu þannig gerðir, að þeim þyki sér samúð sýnd, sem þeir gleðjast innilega yfir, þeg- ar aðrir skilja það og viður- kenna, að þeir hafi barist heið arlegri baráttu og viljað breyta rétt. Hins vegar mundu fáir kjósa, að það yrði opinberað, er þeir vita það með sjálfum sér, að þeir breyta ranglátlega, enda þótt þeir látist sýna göf- uglyndi, að þeir láta sjáifselsku og smásálarskap ráða gerðum sínum. Og þó er -ekkert rang- látt við að þetta verði opin- bert. En það mundi verða sár auðmýking, sem hefði þó holl og góð áhrif. • • • Ef kenning Páls postula leið- ir oss til nokkurs æðra skilnings á lífinu handan við gröf og dauða, þá virðist hún hafa það í för með sér, að vér ættum hv-er og einn að hitta einmitt fyrst fyrir oss það föTk, sem við vorinm áður kunnug hér. Það sýníst vera einföld rétt- lætisskylda, að oss væri þar gefinn kostur á að þekkja bet- ur það fölk, sem vér misskild- um hér og vafalaust einnig misskildi oss. Þetta líf er sann- | arlega einskis virði, ef oss auðnast ekki að læra eitthvað á því, en hvað gagnar sá lær- dómur oss, -ef vér höfum ekki tækifæri í öðm lífi, að leið- rétta þær misfeliur, sem urðu á sambúð vorri við aðra menn | hér. Vér mundum'verða sak- ; bitin og ófarsæl um alla ei- Iffð, ef oss gæfist -ekki kostur á að bæta fyrir afbrot óvizku vorrar með fyllra og æðra i skilningi síðar meir. Eins og öllum má vera -ljóst, I eru þetta hugmyndir, sem | krefjast mikillar þrostounar, bæði hér og annars hei-ms. Eitt atriði í tilvitnun minni [ vildi eg ennþá minnast á, af því að svo auðvelt er að mis- skilja það: Þar segir að “eng- in fyrirgefning sé til”. Mörgum bakinu Við öllum hugmyndum um eilífa ú-tskúfun, eldsvíti og hræðilegar píslir fordæmdra, þá j finst mér að hann geti hvergi annarsstaðar staðnæmst, en [ einmitt við þessar skoðanir, að; í framhaldslífinu muni maður- j inn uppskera ávöxt verka sinna hvort sem þau hafa verið góð eða 01. Þeir verða að standa « # \ augliti til auglitis við sjálfa sig. Það rmm opinbert verða sjálfum þe-im og öðrum, hvern- ig þeir eru og hvað þeir hafa g-ert sjálfa sig. Þetta skilst mér að séu meginkenningar spirit- j ísmans um framhaldslífið, að: hræsni og blekking sé þar ekki i jafnauðveld og hér — því verði, ekki viðkomið. Ef þetta er rétt, þá mundi það verða fullkominn óþarfi, að bæta á nekt sálarinnar ( nokkrum kynjafullum eða ægi- j legum eldskvölum. Flestum mundi verða nægOega hegnt án þess. Hvílíkt víti mundi slík tOvera verða þeim, sem hlotið hafa vlrðingu sökum auðs eða tignar hér og yrðu þar að fram ganga naktir í smásálarskap sínum, sjálfselsku og andlegri fátækt! Umskiftín mundu verða svipuð eins og fyrir þeim,, sem afklæddur væri í vetrarkuldan- um dýrindis loðfeldum og færð- ir í tötra etna. Því betur sem eg geri mér í hugarlund, hvílík sú tOvera væri, þar sem allir sæju leynd- ustu hugsanir hvers annars, óg þar sem allir yrðu að mæta af- mun finnas-t að hér sé hræði- lega ströng kenning á ferð- inni. En af áframhaldinu, “í þeim skilningi, að unt sé að j þurka út afleiðingar breytni j vorrar”, -sjáum vér, að þetta er ektoert annað en nákvæmlega það, sem Páll og Jesaja kenna. En samt sem áður stendur ó- haggaðulr boðskapur kristinn- ar trúar um fagnaðarerindi og líf J-esú Kri-sts, hina -eOífu fyr- irgefningu guðs, þrá hans að hjálpa os® og 1-eiða hvern viOu- ráfandi son á rétta braut. Og það, að vera frelsaður frá drambi sínu og sjálfselsku og margvíslegri fávizku inn í sam- félag guðsbarna, er vissulega svo mikil hamingja, að hverj- um manni er gott að hljóta hana, jafnvel þótt hann verði að missa fyrir hana eignir og auðæfi, heilsu og heiður, frelsi og frændur — og ganga í gegn u-m hvaða píslir vítis sem eru, bæði þessa heims og annars. Og ef guð dæmir líf vort ekki eftir frægð vorri eða frama, heldur andlegri auðmýkt vorri, trú og kærleika, þá kann samt vel að geta farið svo, að ein- hver vesæll syndari, sem margt hefir gert fyrir sér, mluni geta risið upp úr niðurlægingu ang- istar sinnar og iðrunar og sezt á hærra bekk í guðsríki mörg- um þeim, sem í skammsýni sinni -réttlátur þykist, og elskar guð lítið, vegna þess að hann heldur að sér sé ekki þörf mik- Olar fyrirgefningar. OPIÐ BRÉF TIL HKR. Tileinkað vinum mínum, Mrs. Rósu Casper, Blaine Wash. og K. N. skáldi á Mountain, N. D. ið ætlast- því við vorum ferð- höfðum náttstað á. Þar var lúnar kveldið fyrir og fegnari þá kominn, eða kom litlu hvíldinni en við gerðum okkur j seinna ferðafélagi okkar — Frh. Bjarg í Miðfirði. Þangað komum við siðla dags júlí 24, 1930. Þar búa hjónin Karl Bárdal og Ingibjörg Jóhannesdóttir. Karl er bróðir Arinbjörns Bardal í Wpg. og þeirra bæðra, besti drenguieog góður heim að sækja. Svo er og kona hans, ljúf í viðmóti og elskuleg. Hún er systir Elín- borgar Sjöstedt í Kirkland WT|n. sem þá var þar stödd. Elín- borg er fornvina mín. og eins og þið kannske munið; var ferðafélagi minn og herbergis- nautur á Montcalip á leiðinni heim. Henni hafði eg heitið að koma við á Bjargi. ef eg færi norður í land og var nú að efna það loforð, og sann- færðist þá um. eins og reyndar æfinlega, að það er gott að efna loforð sín, sé það annars mögu legt. Þessa nótt gistum við að Bjargi, enda þó við hefðum ákveðið að halda alla leið að Hvammstanga, því næsta dag áttum við von á bíl að norðan sem tæki okkur suður til Reykjavíkur. En þar eð hans var ei von fyr en um miðjan dag, létum við tilléiðast, að halda þar kyrru fyrir þá nótt. Sannaðist á okhur: Að létt er þann að lokka, sem ljúft er að brokka, enda vanalega skemtilegra að gista á góðuni bóndabæ, en greiðasöluhúsum, þó fullkomnari séu, en þar var völ á, — jafnvel þó fólkið þar væri bezta fólk þ. e. á greiðasöluhúsinu, og gerði alt sem það gat, til að láta okkur líða vel þegar við gistum þar í norður- leið. En hér að bjargi var um vini að ræða -— eða fólk. sem fór með okkur eins og vini, þó við hefðum aldrei séð það fyr. Baðstofan á Bjargi kvað vera 40 ára gömul, þ. e. bærinn all- ur. Hann hefir verið vel bygð- ur og þótt góður á sinni tíð, enda stæðilegur enn. Eins og hánn er nú, er hann nokkuð með öðru sniði en bæir voru í mína daga. í öðrum enda niðri er gott gestaherbergi, fyr- ir framan það rúmgóð borð- stofa. Uppi á lofti sefur heima fólk flest, en þangað kom eg ekki. Þau hjón eru hið mesta myndar fólk og búa þar rausn- ar búi, (þ. e. að Bjargi). Á undan þeim bjuggu þar Jó- hannes og Ólöf, foreldrar Ingi- bjargar . Mikið hafa þau hjón lagt í útvíkkun túns^ og aðrar um- bætur. Þar er nú steinsteypu- hlaða 35 x 19 álna að ummáli. en vegghæð 8 álnir, og tekur hún 1000 hesta. Innan sömu veggja í einu horninu er súr- heyshlaða 5x3 álnir og 9 á hæð sem tekur 300 hesta. Börn þeirra hjóna eru upp- komin. Vinna tveir piltarnir að búskapnum með foreldrum sínum, og þykja dugandi menn, og búmannaefni hin méstu þar um slóðir. Nú stóð heyskap- artími sem hæst, og allir verk- færir menn og konur voru að verkí, nema irm svefn, og mat- málstíma, sá eg þá bræður að- eins tilsýndar er þeir kom-u og fóru. Voru báðir stórir og mannvænlegír til að sjá. Júlí 25, 1930: Morgun hinn næsta var sudda rigning og því rennvott á grasi. Samt gengum við Marta út yfir tún- ið og þangað sem hlaðan stendur. Var mér forvitni að sjá hana, eins og öll nývirki heima á gamla góða Fróni. Ef eg er ekki* átta vilt stendur hlaðan í N. A. horni túns. Er þar hæð eða hóll og útsýni þaðan allgott — betra en ann- arstaðar. Þegar við komum úr þeirri göngu stóðu hestar okkar á hlaði söðlaðir. Urðum við síðbúnari en til haföi ver- grein fyrir. Nú var þó lagt af stað. Gengu þau hjónin og frú Sjóstedt með okkur fram á Bjargið — klettahæð allmikla fyrir norðan bæinn, sem bær- inn að líkindum tekur nafn sitt af. Daginn áður, á leið- inni heim að Bjargi benti Björn bróðir minn, okkur Mörtu á nokkrar minjar Grettis, s. s. Grettis-tök, er munnmælin segja, p,S Grettir hafi lyft, — Björg svo mikil, að auðsætt er að enginn mannlegur mátt- ur mætti hreyfa. Og nú var okkur og bent á ýmsar aðrar minjar hans. Hvað sem um sannindi þeirra sagna er að segja, þá er hitt þó nokkurn- vegin víst, að hér var Grettir fæddur og uppalinn. Og hér kvaddi Ásdís drei^gina sfna, hinn vasklega giftusamlega ungling Illuga og hetjuna og ógæfumanninn, sem lengst lifði í útlegð á ísladi, og leið fyrir synd'r annara, mest, þó hans eigin komi og að nokkru til greina. Hér, að Bjargi, urðu hinar fornu sagnir fyrir mér ljós-lifandi og fengu nýja og skýrari þýðingu. Mun svo jafn -Garðræktarstúlkan, sem eftir var á Lækjamóti. Nú var hún á leið vestur í Hrútafjörð, og bjóst við að verða okkur sam- ferða þangað. Björn tbróðir minn átti prívat erindi að Hvammstanga og rak |hann það. Vorum við Marta ýmist með honum, -eða þá biðnm hans. Svo stóð á, að verið var að leggja víra um bæinn — eða þorpið, þ. e.’ mál-víra, setja upp staura og koma nefndum vírum upp. Bílar voru og á ferð — þó ekki margir. En þetta m. fl. nýjungum gerði hesta bróður míns óró- lega, svo við Marta tókum að okkur þann starfa að gæta þeirra. Kom okkur þá vel eins og oftar, að vera í regn- fötum, kápum og Rubber- stígvélum, því eftir því sem á leið daginn ágerðist rigningin, veður kólnaði, og undir kvöld féll á þoka, og var veður ömur- legt í meira lagi, það sem eftir var dags, þ. e. fram að mið- nætti, og lengur. Þessi hálfi dagur var leiðinlegastur allra þeirra daga er eg nú átti yfir að ráða á íslandi. Þó komu «.an verða öllum þeim er íslands i ýms smá atvik fyrir til þess sögum unna. Þarna á Bjarg- inu, kvöddum við þessa nýju vini og velgerðaménn. sem þeg- ar snöru heim aftur — ef til vill, sömu slóðina og Ásdís forðum. En við stigum á hesta okkar og héldum ferðinni á- fram. Frá Bjargi riðum við að Hvammstanga, og komum hvergi við á þeirri leið. Sé eg nú eftir því mest fyrir þá sök, að þar var um bæi að ræða, sem frægir eru frá fornu fari, af því að þeir koma við sögur ísl. Enda reyndist tími nógur, sem betur hefði verið varið á þann hátt, en að ramba fram og aftur um Hvamms- tanga, eins og víð gerilum meginið af síðari hluta þess dags í húða rigningu. En að við þyrftijm að hafa þar svo langa viðdvöl vissum við þá ekki. Bíllinn átti að vera þar hádegi. Á tangaffm komum við kringum kl. 2 e. h. eftir skaplega reið. Af því að bíll- inn okkar var enn ókominn tókum við okkur aðseturstað á gistihúsi því, er við áður tómur, og hann vissi, að Péturs bíll væri nálega fullskipaður. Finnst mér það drengileg að- ferð gagnvart keppinaut, og spurði þá sjálfa mig, hvort svo myndu þeir hafa gert — bíl- stjórar okkar Ameríkumanna og fannst það fremur vafa- samt. Svo fór Jón sína leið suður í Borgarnes. En vi?f Marta löbbuðum fram og aftur í rigningunni. Á því labbi sá- um við lækni þann. sem fræg- astur hefir orðið á íslandi fyrir að yngja upp gamla menn. Þótti mér það þó nokkurs virði. En ekki talaði eg neitt við hann — sá hann aðeins á ferð með öðrum. Þegar hér var komið sögu, hafði Björn bróðir lokið erindum sínum, og segir okk- ur frá konu einni — man nú ekki hvað hún hét, — sem langi til að sjá mig. Fórum við til hennar og fengum góð- ar viðtökur og gott kaffi. Þeg- ar til kom reyndist -eg ekki sú Margrét, er kona þessi hélt mig vera, og sem hana hafði svo mjög langað til að sjá. Svo stóð á, að kvæði hafði ný- Frh. á 8 bls. að gera hann mér minnisstæð- ann. Hér hittum við fornvin okkar Jón Þorsteinsson bíl- stjóra, þann er við fórum með norður. Var hann nú á Suð- urleið og hafði.meira en nóg rúm fyrir okkur Mörtu. Höfð um við hálft um hálft óskað fars með honum suður, ef hann yrði á ferð um það leyti sem við yrðum ferðbúnar. Var okk- ur það freistni mikil, að sæta svo góðri ferð. En við vorum heitum bundnar öðrum bíl — bílnum hans Péturs Guðmunds sonar á Sauðarkrók. Honum símuðum við frá Lækjamóti, og hann myndi óefað ætla okkur rúm. Þá samninga vidum við ekki rifta þ. e. a. s. ef hann kæmi. Nú var hann orðinn á eftir tíma og eitthvað gat hafa komið fyrir hann. Samt réðum við af að bíða. Alt þetta sögðum við Jóni. Lét kl. 12. þ. e. um eða rétt eftii^ hann sér það vel líka. Kvaðst þó staldra þar við í tvo kl. tíma. Yrði Pétur þá ókominn væri okkur vei komið far með sér ef við vildum, án þess þó að hvetja okkur, með einu orði til þess, þó bíll hans væri Þessi Náungi var ekki að spara!! Athvarfslaus, kominn á vonar- völ, skorti hann og hans líka allan fjárstyrk til þess að kom- ast yfir stundar erfiðleika, er svo urðu að varanlegum vand- ræðum. Sparisjóðs inneign, stöðugt aukin á hverjum borgunardegi er yður bezta verja gegn skorti í framtíðinni. Skrifstofa þessi er stofnuð til þess að hjálpa yður til að spara. 3>/2% Vextir Skrifstofutímar 10—6 Laugardaga 9.30—1 $1.00 byrjar sparisjóðsreikning. Province of Manitoba Savings Office Donald St. við Ellice Ave. og 984 Main St., YVinnipeg. Hitunin kostar minna-'-- Hita vandræði eru engin — í húsum þeim sem nota RED HOT . Furnace (1 t0í.,íSlíírtS Red Hot kostar furðanlega lítið í fyrstu — en þar með er ekki n-ema hálfsögð sagan. Viöhaldskostnaður er lítill líka — efni vélarimlar er evo gott, en svo er hún þannig gerð, að nást skuli sem mestur hiti úr sem minstu eld-sneyti. Glóðarpotturinn er steyptur í mörgu lagi svo hann skuli ekki verpast. Ristarjárnin má setja i með hægu móti og til allra staða er létt að ná, sem þarf að hreinsa. Símið ofnadeildinni og látið umboðsmann vom koma og gefa yður áætlun á innsetningarkostnaði. Þér munuð sann- færast um að verðið er sanngjamt, og svo ábyrgjumst vér ofninn, að * toann skuli hita húsið svo þér séuð ánægð með hann, ef vér látum setja hann upp. 18% þml. glóðarpottur og jámþynnubol- ur. Kostar ... 20 þml. glóðarpottur og jám þynnubolur CQ"7 Cfl Kostar #0 I .OU 23 þml. glóðarpottur og járn Kostar . $101.25 $65.50 1 ofnadeildinni á þriðja gólfi við Portage Lánsskilmálar veittir gegn sanngjarnri aukagreiðslu. >T. EATON C° UMfTBD

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.