Heimskringla - 16.09.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 16.09.1931, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINLA WINNIPEG 16. SEPT., 1931. GRAUTUR ÚR ROBIN HOOD PRESSUÐUM HÖFRUM ER BRAGÐGÖÐUR — KOSTAR LÍTIÐ. RobinPHood Oats Rdpí ►()4M-()«»(>^»()«»()«»()-a»<)«»()<M»()«»()tH»()«»()«»()( Veróníka. Talbot snéri sér að honum bálreiður. “Eruð þér frá yður”. mælti hann fyrirlitlega, “eða eruð þér ölvaður? Farið úr augsýn minni, aulinn yðar. — Hvað á þetta að þýða?’ — Gibbon dreyrroðnaði — “Látið mig ekki heyra frekar um þessa vitleysu. Annars fleygi eg yður út”. Gibbon vætti varirnar með tungunni. “Ógnið mér ekki, Talbot Denby”, mælti hann. “Eg vil ekki vera yður til meins — eg kæri mig ekki um að segja eitt orð — eg skal þegja alla mína tíð, ef þér takið þetta til greina”. v Talbot hefði getað ráðið af þessum orð- um, að eitthvað var á seiði. En hann var í of æstu skapi til þess. Hann hreytti út úr sér blótsyrðum, færði sig nær Gibbon og gaf honum á hann. “Hundurinn yðar, þér eruð blindfullur. Snáfið á burt og látið mig ekki sjá yður fyr en runnið er af yður”. Það var svo sem auðséð á Gibbbon, að efst var í honum að ráðast á Talbot. En svo sefaðist hann. Hann hélt hendinni fyrir munninn, sem blóðið lak úr. Svo gekk hann út í þungum móð. XVII. Kapítuli. Alt héraðið var í uppnámi út af morðinu á Lynne Court. En Ralph var rólegur í fangaklefanum. Hvemig gat hann verið ann- að því að Veroníka var stillingin sjálf og sjálfur hafði hann góða samvizku. Saintsbury hafði fengið Selby, skarpasta lögfræðinginn þar um slóðir. Hann kom til að hafa tal af Ralph, rétt áður en rannsókn- in átti að byrja. “Eg get sagt yður það undir eins, Farr- ington, að eg er sannfærður um, að þér eruð ekki sekur”, mælti hann. “En mér ber að láta yður vita, að sannanirnar eru miklar. Það var mjög óheppilegt, að þér skylduð týna hnífmím, og enn verra var þó það. að þér sáust með manninum, sem myrtur var og menn heyrðu að þér voruð að rífast við hann”. , “Eg var ekki að rífast við hann”, mælti Ralph. “Auk þess drepa menn ekki aðra þó að þeir talist við fáein orð. Og hefði eg gert það, skyldi eg aldrei hafa verið það flón að grafa hann. Eg hefði getað sagt, að hann hefði verið að skjóta veiðidýr í óleyfi og eg hefði drepið hann í reglulegu einvígi”. Dyrnar opnuðust og Whetstone og Bur- chett komu inn. Ralph snéri sér skjótlega við og rétti hinum síðarnefnda höndina, en dró hana svo til baka. Burchett greip hana og þrýsti hana innilega. “Þið eruð mér víst sammála um, að hann sé saklaus”, mælti Selby. “Já, Selby”, svaraði Whetstone einlæg- lega. Burchett fanst óþarft að segja nokkurn hlut. “Eg kom til þess að vita, hvort eg gæti nokkuð gert. En þér eruð hérna og eg veit, að alt verður gert sem unt er”. Selby kinkaði kolli. “Hvern grunið þér, Burchett?” mælti hann. Burchett hristi höfuðið. “Eg veit það ekki, herra. Eg vissi ekkert um manninn”. “Hann hlýtur að hafa átt óvin”, mælti Selby. “Einn af sínu sauðahúsi. Og hann hefir verið svarinn óvinur, því að' við Eng- lendingar notum eltki kutann að jafnaði. Við verðum að komast eftir, hverja hann umgekst. Þið, sem eruð vinir Ralphs. verðið að komast eftir því”. “Við gerum alt, sem í okkar valdi stend- ur, Selby”, mælti Whetstone. “Mér féll hann svo vel í geð og það í fyrsta skifti sem eg sá hann”. Selby kinkaði kolli og horfði á fallega og göfugmannlega andlitið á Ralph. “Það var ekki aðeins þessvegna”, mælti Whetstone, sem skildi augnatillit Selbys, “heldur vegna þess að — að hann bar svip manneskju, er mér var hugfólgin”. Hann dró litla mynd upp úr brjóstvasa sínum horfði á hana og stundi, rétti hana svo að Selby. Hann tók við henni og skoð- aði hana nákæmlega. “Undur fagurt and- lit!" mælti hann. Rétti Ralph svo myndina. Ralph leit á hana. Honum brá mjög í brún, og hann hrópaði upp: “Það er móðir mín!” Whetstotie greip höndinni í hjartastað og stóð á öndinni. “Mér skjátlaðist ekki!” taut- aði hann fyrir*munni sér í ákafri geðshrær- ingu. Burchett náfölnaði. “Móðir yðar?” kallaði Selby upp. “Lofið mér að sjá”. Hann þreif myndina af Ralph og horfði ýmist á myndina eða hann. “Já, eg sé svipinn. Hver var hún? Núna man eg það. Janet Burchett!” Ralph hljóðaði upp og horfði frá einum á annan. ' Whetstone stundi og gekk til hans. En Ralph bandaði honum frá sér með hendinni Á slíkum augnablikum krefst sálin einveru, en ekki liluttekningar. “Látið hann vera einan með sér. Eg skal geyma myndina”, hvíslaði Selby að þeim og þeir læddust út. “Nú Farrington, berið yður karlmann- lega”, mælti Selby alvörugefinn. “Eg man eftir móður yðar. Hún var miklu' fremur beitt rangsleitni, en hún beitti henni gegn öðrum”. Honum til undrunar, vatt Ralph sér að houm reiður og móðgaður: “Hvað eigið þér við?” mælti hann. “Dirfist þér að efast um, — að gefa í skyn —!” Hann reyndi að^sefa sig og hélt áfram þýðlega: “Selby það hlýt- ur að vera einhver misskilningur. Burchett sagði mér söguna um flótta móður minnar —*■ 'Cf hún var Janet Burchett — en hún var gift- og eg er skilgetinn sonur hennar’*. Selby horfði hvast á hann. “Þér hafði sannanimar — sönnunargögnin?” hreytti hann svo úr sér. Saintsbury og Veroníku var fylgt inn —. það hafði verið leyft, að þeir sem vildu finna Ralph í fangelsinu mættu koma inn til hans. “Það eruð þér, Saintsbury. Góðan dag- inn, ungfrú Denby”, bætti hann við hlýlegri en áður. “Mér þykir vænt um, að þér kom- uð. Við höfum komist að nokkru, sem getur orðið mikilsvert”. Hann beið þar til unga fólkið hafði heilsast. — Veroníka hafði kyst Ralph. “Nú, nú, Farrington, tíminn bíður ekki. Sönnunargögnin að giftingunni og fæð- ingu yðar, — auðvitað hafið þér þau handa milli?” Ralph hristi höfuðið. “Néi”, mælti hann stilt. “Þau eru glötuð”. í fám orðum sagði hann þeim frá dauða móður sinnar og að skírteinin fundust ekki, er hann leitaði þeirra. Salby hlustaði með athygli, en áður en hann gat sagt nokkuð, tók Saintsbury fram í. Hann hafði verið að skoða myndina, er honum hafði verið fengin. • “Væri ekki best, að við skyldum þau ein eftir — tíminn er naumur. Eg — eg þarf að tala við yður, Salby". Þeir gengu út. Saintsbury tók undir hand- legg Selbys og talaði við hann í hálfum hljóð- um, en í ákafri geðshræringu. “Guð komi til!” hrópaði Selby. Hann tapaði nú í fyrsta skifti rólyndi sínu. “Það er óhugsandi!” “Það er áreiðanlegt! Mér skjátlast ekki. — það er eg sannfærður um. Eg tþk eftir svipnum sem var með honum, þó að eg hefði ekki orð á því. En myndin — hvað á til bragðs að taka'iA’ “Fara til jarlsins”, svaraði Selby einbeitt- ur. “Undir eins! Þetta er hentugi tíminn Vagninn minn er hérna við höndina. Eg ætla að bíða og fara með Farrington fyrir réttinn. Ef þetta reynist rétt! Eg get ekki gert mér í hugarlund, hvað úr þessu verður”. “Fáið mér myndina”, mælti Saintsbury. Hann þreif hana af Salby og hljóp ofan stigann. Jarlinn var að leggja af stað til þess, að vera við réttarhaldið er Saintsbury kom þangað. Hann skifti litum er hann sá Saints- bury koma inn. “George!” hrópaði hann og rétti honum höndina. “Þér eruð aftur kominn til Eng- lands. Hvað veldur því?” “Eg kem með — hræðilegar fréttir. Setj- ist þér niður, Lynborough, og í guðanna bæn- um verið þér rólegur”. “Þér virðist ekki gefa mér góða fyrir- mynd”, ansaði jarlinn. “Nú, nú, hvað er á ferðum?” Saintsbury lét fallast aftur í stól og þerr- aði svitann af enni sér. “Lynborough, þér munið eftir giftingu yðar?" “Er líklegt, að eg gleymi henni?” mælti jarlinn alvarlega. “Konan yðar — yndislega konan yðar — hvers vegna yfirgaf hún yður?” “Af því, að eg varð fljótt leiður á henni og skammaðist mfn dálítið vegna hennar ______ og hún komst að því”. “Hvert — hvert fór hún?” “Til Ástralíu, að eg held. Það skiftir ekki máli. Hún dó”. “Dó!” # “Já, eg fékk fregnina um andlát hennar þrem mánuðum síðar. Þetta hefir legið eins og farg á mér upp frá því. Hún dó, af því að hún varð þess vör, að eg skammaðist mín fyrir að hafa kvongast henni. Hún var góð kona, — fórnaði sjálfri sér mín vegna. Hún hafði dulið alla. að hún var gift mér — hún sagði ekki einu sinni Burchett, né Wlhetstone frá því. — Undrist þér yfir því, þó að eg iðrist framkomu minnar?” “Hún var á lífi, hún dó ekki!” mælti Saintsbury. “Mér er ómögulegt að trúa, að það sé satt”, mælti jarlinn. “Það er alveg víst. Eg sá hana. Sá hana í Ástralíu. Hún hélt að þú værir dáinn og hafði gifst aftur. Hún hlýtur að hafa lesið andláts- fregn Lynboroughs heitins og haldið, að það væruð þér”. “Þér J— þér sáuð hana? Hvenær — hversu langt er síðan?” stundi jarlinn upp. “Fjórum árum eftir gift- inguna. Seinni maðurinn hennar hafði yfirgefið hana, en hún var ekki ein”. “Ekki ein! Hver — hver —hvað eigið þér við? Barn?” Varir Saintsbury bærðust, en orðin dóu á vörum hon- um. Loks kom hann upp orði: “Já, það var drengur. Sonur yðar”. Jarlinn stöKk á fætur. “Sonur minn! Sonur minn!” endurtók hann og stóð á önd- inni. “Hvar — hvar er hann? Nú — nú skil eg! Þér ætlið að fara að segja mér að hann sé dáin, Saintsbury”. “Hann er lifandi. Eg hefi séð hann”. “Farið með mig til hans — komið með hann til mín!’ hrópaði hann æstur. “Eg — get það ekki — ekki nú sem stendur”, stamaði Saintsbury. Það var barið á dyrnar og kjallarameist- arinn kom inn. “Vagninn er til, lávarður. Eg bið yðar hágöfgi fyrirgefningar, en eg óttast að yðar ^Jiágöfgi komi ekki í tæka tíð”. Jarlinn brá hendinni yfir ennið. Talbot stóð í dyrunum. Jarlipn horfði á hann ein- kennilegu augnaráði. “Eg vildi gjarna fá eitt glas af víni , mælti Saintsbury. En þetta gerði hann vegna gamla mánnsins, því hann sá, að hann þurfti hressingar við. Hann helti nú í glas handa honum. Jarl- inn skildi þetta, hneigði höfuðið hægt og drakk vínið. “Við verðum að fara — eg get ekki beð- ið„’ mælti hann svo. “Þér verðið að segja mér alt að yfirheyrslunni lokinni”. Saintsbury vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Gamli maðurinn staulaðist' út að vagninum og studdi sig við handlegg Talbots. Þegar jarlinn kom inn í ráðhúsið og hafði fengið sér sæti, á dómarabekkjunum, varð honum litið á fangann. Augu þeirra mætt- ust. Gamla manninum brá, og hann horfði lengi á föla en rólega andlitið á Ralph. Svo varð honum litið á Veroníku. Hún horfði á hann döpur í bragði. Tárin komu fram í augu henni. En hún leit skyndilega á Ralph, þegar Grey bar fram skýrslu sína. Kliður heyrðist um salinn meðan hann skýrði frá því í má linu, er honum þótti við þurfa. Það virtist þegar sem sekt fangans væri sönnuð. Hnífurinn, orðasennan og flótti Ralphs þessa nótt! Menn snéru sér óþolinmóðlega að Selby, en þó næstum því eins og þeir kendu í brjósti um hann. Hvaða vörn gat hann svo sem borið fram? Hann stóð upp rólegur. “Eitt Augnablik, Grey, ef yður þoknast. Við viljum gjarnan fá skýringu um handtökuna!” Sá, er tekið hafði Ralph fastan, kom fram. “Alveg rétt. Þér funduð fangann, er hann var nýlega staðinn upp úr veikindum, er hann hafði bakað sér við að bjarga litlu barni úr eldsvoða?” “Já, herra. Það er sami maðurinn”. “Þakka yður fyrir. • Hann veitti enga mótspyrnu?” “Nei, herra. Hann hegðaði sér eins og göfugmenni”. “E nmitt rétt. Eg geri ráð fyrir, að ykk- ur sé kunnugt um, hvílíkt frægðarverk fang- inn hefir unnið. Faðir barnsins er hér við- staddur”. Allir horfðu á Saintsbury og síðan á Ralph. Þeir bæði dáðust að honum og kendu í brjósti um hann, því að hann varð ygldur á svip, er farið var að tala um ‘frægðarverk’ hans. “Nú, Grey”, mælti Selby. “1 öðru lagi. Þér funduð þó hnífinn hjá líkinu. Hnífurinn er sagður að vera eign fangans. Það kem- um í sama stað niður. Við könnumst við að svo sé. Þér þekkið fangann. Fékk hann gott orð meðan hann var á Lynne Court?” “Já herra, mjög gott orð. Hann var ein- hver sá allra vinsælasti skógarvörður, er þar hefir verið — ” “Nú. Mynduð þér hafa grunað hann um lymskufult morð, hefðuð þér ekki fundið hnífinn og heyrt um orðasennuna?” “Við getum naumast tekið skoðun Greys gilda sem vitnaframburð”, tók réttarritarinn fram í. "Nú", mælti Selby samsinnandi. “En viðvíkjandi orðsennunnL Hvar er Fanny M&son?” Talbot, sem var einn á meðal áhorfend- anna, tók upp vasaklút og snýtti sér í sama bili. “Nei, herra. Eg get ekki fundið hana. Húsið, sem hún sagðist búa í, fundum við mannlaust og á leigu. Það er verið að leita hana uppi, herra”. “Nú með öðrum orðum, þér byggið grun- inn aðeins á hnífnum”. “Já, herra”. Selby snéri sér snögt að dómurunum. “Eg verð að biðja yður um, að sýkna þann ákærða”. mælti hann kuldalega. “Skjólstæð- ingur minn týndi hnífnum, einhver maður óvinveittur honum finnur hann, maður, sem átt hefir í erjum við myrta manninn og hef- ir svo sennilega myrt hann. Sannanirnar eru harla léttvægar, lávar|ur”. Hann leit hvast á jarlinn. “Það er ungur maður, er hefir á sér besta orð. Maður í blóma lífs- ins og um leið fílefldur, hann er ákærður fyrir að hafa stungið — stungið — mann, sem var nægilega gamall til þess, að geta verið faðir hans”. “Já", hélt Selby áfram, “mann, sem var veiklaður af ofdrykkju og slarki. Eg hefi áreiðanlega rétt til að krefjast sýknunar. Hverjar eru ástæðurnar? Engar — alls eng- ar. Orðasenna milli skógarvarðar og manns, sem grunaður er um að vera veiðiþjófur. Það er þá best að sanna það. Þessi ungi maður hefði getað lagt hann að velli með einu höggi. Hvers vegna átti hann að nota hníf? Lýsir það manni — Englendingi, og það hraustum manni, munið þið nú — að fremja heiguls- legt og óþarft — óþarft — morð?” Samsinnandi fagnaðarkliður heyrist um salinn. Er hann var þaggaður niður. Tveir eða þrír af dómuruum fóru að tala saman í hálfum hljóðum. “Vér álítum að það sé nægileg ástæða til þess, að senda hann aftur í fangelsið að minsta kosti”, sagði einn þeirra. Jarlinn virtist vakna af draumi. “Fanginn er sendur af mér í fangelsið”, mælti hann. “Hefir hann ekkert fram að færa?" Hann horfði á Ralph. Hann mælti í skil- merkilegum en lágum róm: “Eg er saklaus, lávarður. Við rifumst —” Selby stökk á fætur eins og til að taka fram í. en lét aftur fallast niður og ypti öxlum. ‘“En eg gekk á burt. Eg vildi ná í lest- ina. Eg var að fara alfarinn frá Lynne Court. Eg misti hnífinn niður er eg var að skera bandið er eg bar baggann minn í”. Allir stóðu á öndinni. En alt í einu, í miðri ræðu fangans, stóð jarlinn á fætur fölur sem liðið lík. Hann rétti út hendurnar til fangans, sem hafði hætt að tala, er hann sá jarlinn standa á fætur og sá hvernig hann var útlits. “Hver — eruð þér?” mælti hann loksins hásum og hljómlausum rómi. Áhorfendurnar stóðu á öndinni og horfðu hver á annan. Talbot stóð á fætur og ávarp- aði jarlinn, en hann bandaði við houm með hendinni. “Ralph Farrington”, mælti Ralph lágt og undrandi. “Fanginn er sendur aftur til fagelsisins”, mælti einn af hinum dómurunum. “Ryðjið dósalinn. Lyborough lávarður er veikur”. * , Meðan Ralph var fluttur burt og verið var að ryðja salinn, beygði Talbot sig yfir jarlinn. Höfuð hans lá niðri í bringu hon- um. Meðdómendur hans söfnuðust um hann og lýsti sér bæði samúð og ótti í svip þeirra. “Hann hefði ekki átt að vera hér — hann er orðinn svo gamall og heilsuveill”. En jarlinn heyrði til þeirra. Hann stóð á fætur, benti Saintsbury að koma. Hann stóð þar ekki langt frá. “Hefi — hefi eg getið mér til um sann- leikann?” spurði hann ákveðipn. Hann átti erfitt með andardráttinn. “Segið þér mér það. Verið óhræddur. Sannleikann — allan sann- leikann! Eg vil það núna — undir eins — hérna! Þér segist hafa séð son mhm.. Er______ er —það — hann?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.