Heimskringla - 16.09.1931, Qupperneq 4
4. BLAÐSlÐÁ
HEIMSKRINLA
WINNIPEG 16. SEPT., 1931.
Heímðkringla
StofnuO 18SS)
Kemur út á hverjum miSvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS. LTD.
»JJ og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86537
VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyrirfram. Ailar borganir sendist
THE VIKING PRESS LTD.
Ráðsmaður. TH. PETURSSON
Vtanáskrift til blaðsins:
Manager THE VIKING PRESS LTD.,
853 Sargent Ave., Winnipeg.
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til rilstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ape., Winnipeg.
'•Heimskringla” is published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 Smrgcnt Avenue, Winnipeg, Man.
ÍP1 ephone: 89 994
WINNIPEG 16. SEPT., 1931.
RABB VIÐ LESENDURNA
I.
Við byrjun næsta mánaðar, Jiefst
fertugasti og sjötti árgangur Heimskr-
inglu. Eru það ekki ómerkileg tímamót
í æfi blaðs. að hafa náð þeim aldri, því
oft hefir raunin viljað verða sú, að
þau hafi ekki náð fullum hundsaldri
hvað þá meira. Litifi á allar torfærurn-
ar, sem á leiðinni eru, að gefa hér
nokkuð út á íslenzku, má Heimskringla
happi hrósa, að vera enn á faraldsfæti
eftir nærri hálfan annan mannsaldur. Á
hún það auðvitað að þakka ágætum
stuðningi ísledinga, bæði að því er kaup
snertir á blaðinu, og með því að hafa.
stutt að því, að gera lesmál þess sem
fjölbreytilegast, skemtilegast og gagn-
legast. Að teija upp nöfn allra þeirra
vina, er ókleyft vegna þess að þar þryti
fyr dagur en dæmi. En þau nöfn munu
seint gleymast þeim, er meta kunna það
starf, sem unnið hefir verið með útgáfu
Heimskringlu í fjörutíu og fimm ár í
þjóðlífi íslendinga hér vestra, fyrst og
fremst, en að talsverðu leyti einnig á
meðal íslenzku þjóðarinnar í heild sinni
sem boðberi þess, er frjálsast og djarf-
ast hefir verið hugsað og rætt til eflingar
trúarlegu víðsýni og hnekkis þeim viðj-
um, er fyr og síðar hafa átt langmestan
þátt í andlegri ánauð mannkynsins.
l:* **
II.
Þegar núverandi ritstjóri Heimskringlu
tók við ritstjóm, var ekkert á skoðanir
eða stefnur minst í því sambandi. engin
loforð gefin um hverju yrði haldið fram
og hverju ekki. Engin hátíðleg yfir-
lýsing gefin tmn undirtektir við pípu
blæstri eins eða annars flokks eða félags
Þetta hefir eflaust þótt vera, að fara
aftan að siðunum. Eg vil — — eg
ætla — — o. s. frv., er heróp ritstjóra
oftast fyrirfram, þó engar séu svo
efndírnar. í því efni ér skoðun vor, að
réttast sé, að láta skeyka að sköpuðu
með dóma lesendanna eftir að þeir hafa
kynst efni og innihaldi blaðsins. Það
getur að minsta kosti ekki kallast að
selja “köttinn í seknum”. Kaupendur
vita þá, að hverju þeir eru að ganga.
Hins skal gjaman getið, að vér álít-
um það fyrsta hlutverk vikublaðs, að
bregða einhverju ljósi á þær fréttir, sem
úr umheiminum berast og einhver veig-
ur er í. Vanalega berast fréttirnar fyrst
með símskeytum til dagblaðanna, en
eins og af sjálfu sér leiðir, er oftast
þannig frá viðburðum sagt í þeim, að
erfitt er að átta sig á hinu verulega
samhengi þeirra. Um ástæðurnar fyrir
viðburöunum og afleiðingar þeirra, er
margur, sem fréttimar les, jafnnær, eftir
sem áður. Úr þessu bæta hin betri
tímarit. í þeim er haldið á lofti skoðun-
um manna í sambandi við það sem er
að gerast í heiminum á öllum sviðum.
Eréttirnar eru í þeim krufðar til mergj-
ar, og skilningur manna með því glædd-
ur á viðburðunum. Oss virðist að verk-
efni íslenzkra vikublaða geti að miklu
leyti verið í þessu sama fólgið og tíma-
ritanna. Og með það í huga, hafa sum-
ar þær greinar verið skrifaðar. er í rit-
stjómardálkum Heimskringlu hafa birst
í seinni tfð ásamt lengstu fréttagrein-
unum á fyrstu síðu.
Að því er stjórnmáiastefnur áhræir,
höfum vér þá skoðun, að á þær beri að
líta einnugis frá hagfræðislegri hMð.
Stjórnmál eru vísindaleg í eðli sínu. Frá ,
j þeirri hlið einni ættu þau að vera rædd. i
j En þegar komið er út í hita í kosning- j
um, er sjaldnast mikil þýðing að því og j
blekkingarhindurvitnum rigriir þá niður j
eins og skæðadrífu frá öllum flobkunum
og fenna alla skynsemi í kaú Við þá
óvætt verða oft þau blöð að stríða, sem
annars væri hugleiknara að hefja stjórn- j
málin upp úr vilpunni. Um þetta eru allir
flokkar og flokksleysingjar jafnt sekir.
Með þetta fyrir augum hefir Heims-
kringla hftllast að þeim flokki, að svo ;
miklu leyti sem hún hefir látið sig lands-
pólitíkina snerta, er hún hefir álitið að
hinum flokkunum fremur liti á stjóramál-
in frá hagfræðislegri hlið. En aðeins að
því leyti til er hún nokkrum flokki fylgj-
andi.
ra.
Annað helzta verkefni Heimskringlu
en það, að benda á það, sem bezt er
hugsað og ritað af bæði enskum og ís-
ienzkum rithöfundúm, er auðvitað að
taka óskiftan þátt . þjóðræknisstarfsemi
allri. í því efni geta íslenzku blöðin hér
gert mikið gagn og eiga að gera. En
það verkefni þeirra blessast því aðeins,
að íslendingar séu einhuga og samtaka
um það mál. íslenzkum bömum þarf að
kenna íslenzku. Og það þarf að glæða
áhuga þeirra fyrir því, sem íslenzkt er.
Tilraunir deilda Þjóðræknisfélagsins í
þessa átt hafa sýnt, að þetta er vinnandi
vegur. Það þarf ekki og þýðir ekki að
bera því við, að það sé ofraun nokkuru
barni, að læra eitt tungumál, þar sem
að hvert barn lærir eitt eða fleiri tungu-
mál áður en það fer út úr tólfta bekk
unglingaskólanna.. íslenzk foreldri mega
sjálfum sér um kenna, ef slíkt fer út
um þúfur. Að börnin nema ekki ís-
lenzku, er ekki þeirra synd, það er synd
feðranna, sem þar kemur fram á þeim.
Ljóst er oss það, að sá hugsunarhátt-
ur er hér ríkjandi á meðal lslendinga, að
engin sé bættari með því að kunna ís-
lenzku, að íslenzkt félagslíf, kirkjur og
biöð og hvað annað sem eí megi deyja
drotni sínum, að enskan bæti þeim það
alt að fullu. Þeir sem þannig hugsa.
minna oss ávalt á skrítluna af Gyðingn-
um á skipinu sem var að sökkva. Hún
er þannig:
Kafteinninn: Það er alt tapað! Eg
get ekki bjargað skipinu!
Moses: Heyrirðu Aron hvað hann
er að segja Hann segir að skipið sé
að sökkva!
Aron: Látum það sökkva. Hverju
töpum við á því Við eigum ekki skipið!
Vér erum hræddir um að mörgum
íslasndingnum sjáist yfir þdð, ein^ og
Gyðingnum, að þeir* sökkvi einnig, sem
á skipinu eru, með því.
TRjtw:" % * '
~ - -— iv.
Lestrarfýsu íslendinga hefir verið við-
brugðið til skamms tíma, að minsta
kosti. Þeir virðast hafa hugsað eins og
Emerson, að bækur séu hinn æðri heim-
ur innan tilveru-heims mannanna. Þetta
má ekki síður segja um æskulýðinn
íslenzka. Hann er sí-lesandi, ensku
auðvitað af því að honum er ekki kend
íslenzka. Eg þekki. börn, sem varla er
h>egt að koma matnum í fyrir lesfýsn.
Torvelt ætti ekki að verða, að kenna
þeim íslenzku. Þetta er einn af erfða-
kostum Íslendingsins. Hann er alinn
upp við bóklestur. Það mun eins dæmi
í sögunni, að stjórn nokkurs lands hafi
lagt eips mlkla rækt og veitt eins mikinn
stuðning öllu er að því hefir lotið, að
glæða hugsanalíf alþýðunnar og íslenzka
þjóðin hefir gert. Og með jafnvel alt
það í huga, sem sagt hefir verið um
veitingar til skálda og rithöfunda af
opinberu fé> er óvíst að íslendingurinn
hefði við það orðið maður að meiri
eða' göfugri, þó að því andlega starfi
hefði enginn sómi verið sýndur. Oös
minnir það vera John Ruskin, sem sagði,
að auður þjððana væri ekki falinn í
skildingunum, sem. hún hefði I hand- u
raðanum, heldur i því, hve þegnarair
væru hæfir tH að hugsa. Meðan löngun
Íslendingsins til lesturs ekki dvínar, mun
hann reynast góður þegn þess ríkis sem
hann tilheyrir.
V.
Það sem nú hefir verið minst á, er
eitthvað af hugsjónum þeim, sem Heims-
kringla álítur þess verðar að beita sér
.fyrir. Eitthvað af þeim mun hiin bera á
borð fyrir yður lesendur sína, og það
sem frá penna þeirra manna kemur, í
því efni, er eins eru ritfærir og prest-
amir spra R. E. K., séra B. Kr., dr. R. P.
og séra G. A., auk ótal annara afbragðs-
ritfærra manna og kvenna, ásamt hend-
ingum við og við frá okkar beztu skáld-
um, þorum vér hiklaust fyrirfram að
mæla með. Vonum vér jafnframt, að sem
flestir verði til að færa sér það í nyt með
«
því að lesa það.
VI.
Við kaupendur sína er Heimskringla í
skuld um þrjú hálf blöð síðan á nýári.
Vegna j|tundar anna í prentsmiðjunni.
varð í þessi skifti ekki komið við að
prenta alt blaðið. En það er nú ætlun
Heimskringlu, að bæta þennan skaða
upp áður en árinu lýkur. Vonar hún að
kaupendur erfi það .ekki, þó. svona yrði
að vera.
VII.
Með áskriftagjaldi sínu fyrir komandi
árgang Heimskringlu, lét nýlega einn
kaupandi hennar fylgja þau ummæli, að
heldur vildi hann, ef með þyrfti, herða
dálítið á sultarólinni, en að vera eina viku
án blaðsins.
Um leið og þetta er áreiðanlega að
hugsa og breyta rétt samkvæmt því
góða og gilda orði, að maðurinn lifi
ekki á einu saman brauði, ber hinu sízt
að neyta, að það gerði sjö hjörtu sæl,
eins og presturinn sagði, sem gifti þrenn
hjón á einum degi, og bætti því við,
er hann var mintur á að á þessu hlyti
að vera einhver reikningsskekkja hjá
honum, því að þrenn hjón hefðu þó ekki
nema sex hjörtu, að menn byggjust lík-
legast ekki við, að hann hefði gift þau
fyrir ekkert,
, Nokkrir af kaupendum Heimskrijnglu
eru í skuld við hana. Hafa reikningar
er hag þeirra sýna við blaðið, verið send-
ir umboðsmönnum. þar sem þeir eru
nokkrir, og munu þeir innan skainms
heimsækja þessa vini blaðsins. Vonar
Heimskringla, að þeir bregðist vel við
að greiða áskrifta gjald sitt. Oft er
þörf, en nú er nauðsyn, má þar um
segja. Allir vitum vér hve erfitt er í ári.
En lupphæðin er ekki mikil hjá hverjum
og munar áskrifandann minna, en
Heimskringlu öll útistandandi áskrifta-
gjöld sín. Vonar blaðið því góðra undir-
tekta frá þeim við beiðni sinni, er mál-
efnum þeim unna, er það flytur og
velferð þess og heill vilja stuðla að. Og
heill þess er alt sem gott er og ís-
lenzkt, og það vitum vér að allir íslend-
ingar vilja sjá lifa.
ORÐ MERKRA MANNA.
Á tuttugustu öldinni verða stríð úr
sögunni, höggstokkurinn brendur til ösku
og hatrið horfið. Orus.a völlurinn verð-
ur ekki framar til og kirkju kreddur
verða allar útdauðar. En maðurinn
heldur áfram að liía. Og hann hefió
þá eignast það, sefh er betra en alt
þetta, — hann hefir eignast jörðina
að föðurlandi og himininn kvaðarlaust.
og óskiftan að vonar- og framtíðarlandi
Victor Hugo
# * *
Að mér dauðum, æski eg að um mig
mættu þeir segja er þéktu mig bezt, að
eg hafi ávalt reynt að uppræta þistilinn
en planta blómi, þar sem eg hélt ,að
blóm mundi vaxa. —
Abraham Lincoln
* * *
Eg neyti aldrei áfengis. Mér hefir ár
valt fundist sem nota mætti hfuðið til
einhvers þarfara.
Thomas A. Edison.
* * ¥
Hyer eiiiasti maður hefir (>skiftan rétt.
til einhv^rs eins staðar á þessari jörð,
þar sem hsann getur. fyllilega verið hann
sjálfur. f
Henrik Ibsen.
DR. SALEM C. BLAND
OG RÉTTRÚNAÐURINN
Flestir íslendingar, er einhver
kyr.ni hafa haft *a.f háskólan-
um hér í fylkinu, kannast við
Prof. Salem G. Bland. Hann
var um langt skeið kennari í
kirkjusögu við Wesley College,
höfuð mentastofnun Meþódista
hér í Manitoba og kennari í al-
rnennri sögu við Manitoba há-
skólann. Jafnframt þjónaði j
hann ýmsum kirkjum hér í j
bænum. Hann er gáfumaöur
mij^ll og var talinn afbragðs
kennari. Lengi framan af var
hann töluverður íhaldsmaður
í trúarefnum, og andæfði ýms- j
um niðurstöðum biblíuskýring-
anna. Þótti honum þær ganga
of mjög í öndverða átt við Jiip
ar viðteknu skoðanir kirkjunn-
a.r og ekki hættulausar fyrir
almenning að kynnast. Þó
vroru það einkum kennisetn-
ingarnar, er ekki mátti hrófla
við, svo sem friðþægingar- og
fordæmingarkenningin. Áfeld-
ist hann Únítara og aðra frjáls
lynda kirkjuflokka fyrir að
draga þær í efa. Fóf honum,
sem svo mörgum, sem inni á
því sviði eru staddir, að hon-
um fundust játningarnar vera
aðal hornsteinar kirkjunnar og
í sér feia megin sannindi allra
ikenninga Krists.
Eftir margra ára dvöl hér við
háskólahn tók hann fasta
prestsstöðu í borginni Toron-
to, og hefir búið þar síðan.
Síðari ár hefir hann ritað ýms-
ar fróðlegar ritgerðir í blöð
og tímarit þar eystra. Lúta
þær flestar að umbótum á at-
vinnu og mentamálum þjóðar-
innar. Bera þær með sér djúp-
tækan skilning á þessum efn-
um og jafnframt. mjög ein-
dregna samúð með alþýðu
manna.
Nú síðast hefir hann ritað I
f
um kennisetningar kirkjunnar
greinar í blaðið “Toronto Star’
er út hafa komið síðastliðnar
vikur. Bera ritgerðir þessar j
það með sér, hverjum augum
hann lítur á gildi þeirra og j
þýðingu fyrir framtíð kirkjunn-í
ar sem og fyrir víðtækari!
skilning alþýðu manna á and- j
Iegum máhim.' Niðurstöður
hans eru þær að kenningar!
jæssar sem og játningaraar, J
gangi mjög í öfuga átt við all- j
ar trðar- og síðfræðiskenning- |
ar Krists, þær séu af alheiðn-
um uppruna og eigi rætur að
rekja til hindurvitna og hleypi- j
dóma fornaldarinnar. Ritgerðir
þessar hafa verið þýddar; birt-
ist sú fyrsta í þessu blaði, og
verða hinar birtar nú í næstu
blöðum.
* * *
HIMNARÍKI OG HELVÍTI.
eftir S. G. Bland, D. D.
kKIDNEY J
K>. PILLS
.,1
APdER TROH.'h
RhIR TRtiSM
UHEUMATjí
THEPfia
:1
í bréfi, sem eg fékk nýlega
frá vini mínum, hugsandi
manni og sannfærðum spirit-
ista, er ofurlítill kafli, sem eg
finn ástæðu til að fara nokkr-
um frekari orðum um.
“Ef allur þorri manna,’’ seg-
ir í bréfinu, “gæti aðeins skil-
ið það, að engin lifandi leið er
til að losna við afleiðingai’
breytni sinnar á jörðu, að þeir
verða ávalt að þjást á einn
eða annan hátt í næsta lífi fyr-
ir afbrot sín hér, að það er eng
in friðþæging til í vom stað,
og að sérhver einstaklingur
kemur inn í næstu veröld ná-
kvæmlega á því þroskastígi og
með þeirri skapgerð, sem hann
hafðf, er hann kvaddi jarðlífið
— ef mönnum aðeins gæti skil
ist þetta fullkomlega, er eg
alveg viss um að menn mundu
lifa betra Iífemi en þeir gera
nú yfirleitt, og að þjóðfélögin
mundiu verða betur komin. —
Mörg vesalings sál kemur til
okkar á tilraunafundium og
andvarpar: ‘Hefði eg aðeins
vitað!” eða ‘Hvílíkt flón gat eg
verið að hugsa aldrei út í það,
í fullan aldarfjóðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurkenndu meðul við bak-
verk, gigt og blöðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfja-
búðum á 50c askjan eða 6
öskjur fyrir $2.50. Panta má
þær beint frá Dodds Medicine
Company, Ltd.. Toronto, Ont..
og senda andvirðið þangað.
sem mér var sagt um fram-
haldslífið —!’ Þeir segja okkur
að það sé auðveldara að bæta
fyrir yfirsjónir sínar meðan
menn eru ennþá í jarðneskum
líkömum sínum, en eftir að
þeir komi yfir um, og að það
sé engin fyrirgefning til í þeim
skilningi, að unt sé að þurka
út afleiðingar breytni voirax.
Við verðum að starfa sjálf að
sáluhjálp vorri, en okkur veit-
ist hjálp til þes§. Jafnskjótt og
vér förum að þrá meira ljós,
veitist oss það, og að þann-
ig séum vér stöðugt leidd inn
á veginn til fullkomnuiiar.
Þroski vor nemi hvergi staðar
við gröfina, heldur haldi stöð-
ugt áfram, svo lengi sem vér
sjálf höfum þrá til þess að
taka framförum. En mikla á-
herzlu verður að leggja á þaö,
að ef vér höfum enga viðleitni
til að komast vel áleiðis meðan
vér erum á jörðinni, þá erum
vér illa stödd að halda áfram
í næsta lífi. Vér verðum erfið-
lega jarðbundin. Miljónir af
jarðbundnum öndum þeirra, er
skipuðu veglegar stöður með-
an þeir voru í líkamanum,.
verða nú að þjást í myrkrun-
um krinigum jarðsviðið, af því
að þeir gættu þess aldrei að
leita neins andlegs þroska, eða
neins annars en þess, sem jarð
neskt var. Hér fer því svo, að
mörgum slíkum sálum bregður
alvarlega í brún, þeim ágjömu
og sjálfselskufullu, þeim rang-
látu og grimmu og drambsömu,
er þær hittast á furðuströnd
hinnar eilífu tilveru. Hvað
verður úr iðnkóngum og milj-
ónamæringum hins jarðneska
lífs, er þeir verða að horfast
í augu við ljós hinnar eilífu
vizku? Ef aöeins væri hægt að
fá menn til þess að gera sér
það í hugarlund, að einhvem-
tíma verða þeir að horfast í
augu við sjálfa sig, þegar jarð-
neskir hlutir koma þeim að
engu haldi framar, þá kynnu
þeir að snúa við blaði í lífs-
sögu sinni og reyna að fara að
gera eitthvað til að hjálpa með
bræðrum sínum, í stað þess að
gera ávalt tilraun til þess að
hafa eitthvert gagn af þeim.”
Eg vænti þess, að það spiri-
tismabragð, sem er að þessum
setningum, verði ekki til að
skaða álit þessa blaðs hjá les-
endunum. Eg vænti hins frek-
ar að þeim finnist eins og mér
orð þessa kunningja. míns eft-
irtektarverð, og að þau hafi
mjög skynsamlega hugmynd
að geyma.
Eg er ekki spiritisti og finst
ekki fyrir mitt leyti eg þurfa á
vitnisburði andatrúarinnar að
balda til styrktar óbifandi trú
minni á áframhald lífsins, en
eg álít að einhver raunvenuleiiki
standi að baki hinum spiritisku
fyrirbrigðum, sem setti grand-
gæfilega að rann&aka, og til
þess þyrfti að fá hæfa og
hleypidómalausa rannsóknar-
menn. Yfirleitt: hiefir mór þó