Heimskringla - 14.10.1931, Side 1
DYERS & CLEANERS, LTD.
SPECIAL,
Men’s Sults Dry Cleaned
and Pressed ..........$1.00
Ladies’ Plain Dresses Dry
Cleaned and Pressed ....$1.00
Goodw Called For and Dellrered
Mlnor Repairs, FREE.
Phone 37 001 (4 lines)
MAKE NO MISTAKES
CALL
DTBRS & CLEANERS, LTD
PHONE 37 061 (4 lines)
XL.VI. ÁRGANGUR.
WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 14. OKTÓBER 1931
NUMEK 3.
SPÁIR STRIÐI I EVRÓPU.
í Winnipeg var staddur yfir
lielgina F. J. Hammond frá
Lundúnum, ritstjóri og útgef-
andi tímaritanna “Fortnightly
Review’’ og “Review of Re-
views”. í viðtali við blaðamenn
hér dró hann engar dulur á
J>að, að hann gæti ekki annað
séð fyrir höndum í Evrópu en
stríð, stríð milli auðvaldsstefn-
unnar og bolshevisma. — Kvað
hann þær stefnur eiga eftir að
leiða hesta sína saman, ef ekki
innan eins árs, þá hiklaust inn-
an næstu tíu ára. Einhver ó-
fyrirsjáanleg atvik gætu tafið
fyrir þessu, svo sem það, að
samsteypustjórnin yrði endur-
kosin á Englandi, en fyrir þessi
forlög kæmist Evrópa ekki til
lengdar.
Vestur-Evrópu menningin og
bolshevisminn eiga glímuna
saman í Póllandi eða vestur-
landamærum Riisslands, segir
Hammond. Frakkland, sem er
og verður um skeið öflugasta
vernd Vestur-Evrópu menning-
arinnar, gengur í broddi fylk-
ingar. Hvernig glímunni lvkur
er óvíst. En kreppa og erfiðir
tímar bæta ekki aðstöðu vest-
lægu þjóðanna. Verði jafnaðar-
stefna t. d. þá komin á á Eng-
landi, eins og líklegt væri að
yrði, ef verkamenn eða jafn-
aðarmenn þar vinna þessar
kosningar, væri vegur bolshe-
vismans auðvitað miklu greið-
ari. Verkamannaflokkurinn hef
Ir heitið því í þessum kosning-
um, komist hann til valda, að
gera öll viðskifti og allan fram-
leiðslurekstur og allar járn-
brautir landsins að þjóðeign.
Hann hugsar sér með öðrum
orðum að koma á fót sósíalista
stjórn. Og þá er ekki nema fót-,
mál yfir í fullkomið kommún-
ista fyrirkomulag. En í þessum
yfirvofandi kosningum á Eng-
landi, gerir Hammond ekki ráð
fyrir að jafnaðarmenn vinni. —
Hann er þeirrar skoðunar að
samsteypustjórnin vinni tvo
þriðju allra þingsæta. •
En hvað sem smávægilegum
breytingum öllum líður, er Ham
mond á því, að um þessar tvær
stefnur, Vestur-Evrópu séreign-
arstefnuna og sameignarstefnu
Rússlands, verði fyr eða síðar
baristf, eða innan 1 til 5 ára,
eða 10 í mesta lagi. Stefnur
þessar telur hann ekki geta
farið saman eða þrifist til
lengdar hlið við hlið. Rússland
kveður hann að vísu ver und-
ir stríð búið í bráðina, en Frakk
land. En vegna kreppunnar í
Vestur-Evrópu löndunum, séu
itugir manna þar á reiki. Og
"Verði ekki úr henni bætt bráð-
lega, sé ekkert nema óvissan
íramundan.
En jafnvel þó að Vestur-Ev-
rópa færi halloka í þessu stríði
°g kommúnisminn kæinist á yf-
*r alla Vestur-Evrópu, mun
^ann ekki komast vestur um
^af. Bandaríkin og Canada
Verða verndarar menningar nú-
^ínians, eftir sem áður. Og
VeSha þess hve stjórnskipulag
^andaríkjanna er rúmt og
frjálst, geti sú menning vaxið
þar og dafnað og ef til vill lif-
að kommúnista fyrirkomulagið,
®ein aðeins sé litið upp til nú
í Evrópu vegna kreppunnar, en
ekki vegna kosta þess fyrir
þroska einstaklinga þjóðfé'lags-
ins.
Tombólu heldur stúkan Hekla
mánudaginn 26. október. Aug-
lýs^ nánar í næsta blaði.
KÍNA OG JAPAN.
Þjóðbandalagið er nú að í-
huga deilumál Japans og Kína
út af Manchúríu. Að öllum lík-
indum getur bandalagið jafn-
að sakirnar. Japan má ekki við
því að ganga í berhögg við
þjóðimar, sem bandalaginu
heyra til. Það mundi hafa afar
iíl áhrif á viðskifti Japans við
þær. En án þeirra má Japan
illa vera.
Þrátt fyrir það, að framfarir
hafi miklar verið í Japan á
seinni árum, er þjóðin fátæk.
Landið er lítið, aðeins 15 milj-
ónir ekra, sem til ræktunar er
hæft og helmingur allrar
akuryrkju er hrísgrjónarækt. —
Til samanburðar má geta þess
að Manitoba.fylki hefir 730 milj.
ekra til ræktunar Gull- og silfur
framleiðsla er einnig lítil í Jap-
an. Eir er þar framleiddur, en
hann þykir lélegur. Og járn er
flutt inn í landið.
Hinar 60 miljónir íbúa lands-
ins verða því að lifa að miklu
leyti á verzlun og iðnaði. En
hvorutveggja er hætta búin, ef
þjóðin leggur út í stríð við
Kína gegn vilja þjóðanna í
Þjóðbandalaginu.
Annað er og það, að jafmvel
þó Japan kæmi það vel að fá
Manchúríu bætt við land sitt,
er óvíst að því takist það með
því að leggja út í stríð við
Kína. Japan mun betur útbúið
að her sem stendur; en Kína
er ervitt að yfirvinna. Það hefir
reynst ósigrandi, þegar á það
hefir verið leitað. Það sem það
skortir á fullkominn herútbún-
að, bætir það upp með mann-
afla sínum, því hann er óþrjót-
andi. Hvaða högg sér það á
vatni, þó ein eða tvær miljónir
manna séu drepnar niður? Það
eru komnar tvær miljónir i
skarðið fyrir hverja eina sem
fellur. Það váeri ekki hægt að
drepa svo mikið niður af kín-
versku þjóðinni á ári, sem næmi
fjölgun hennar. Þetta eitt er
nægilegt tii að gera hana ó-
sigrandi. Og svo hefir hún vís-
indamenn einnig, sem brátt
mundu læra nútíðaraðferðir í
stríði, ef þeir ekki kunna þær
eins og hverjir aðrir.
Það virðist nú gert fremur lít
ið úr hótupum Kínverja um að
segja Japan stríð á hendur, ef
þeir ekki hafi sig í burtu úr
Manchúríu, og greiði meira að
segja fébætur fyrir áverka þann
er Kína hefir orðið fyrir. En
Kínverjar eru ekki gortarar. Og
það mundi Japan reyna, þegar
út í stríð væri verulega kom-
ið, að Kínverjinn væri erfiður
viðureignar. Þegar til lengdat
léti, væru mikið meiri líkindi
tU, að japanska þjóðin gereydd-
ist í slíku stríði, en Kín-
verjar.
GANDHI HYGGUR
Á FERÐALÖG
Gandhi lét það nýlega á sér
heyra að hann ætlaði innan
skamms að heimsækja Irland.
Að Indlandsráðstefnunni lok-
inni, kvaðst hann einnig hafa
í huga að ferðast til Þýzka-
lands, Frakklands( ítalíu og ef
til vill til Bandaríkjanna, ef
brezka stjórnin hefir ekki á
móti því.
Hann kvaðst ekki vilja fara
fram á neitt, sem ollað gæti
forsætisráðherra Bretlands á-
hyggjur.
“Eg hefi hina innilegusltu
hluttekningu með forsætisráð-
herra MacDonald” sagði Gan-
dhi. ‘‘Maðurinn er dauðþreytt-
ur. Hann hefir þá byrði á
herðum sér, er hver maður
mundi fyrir löngu vera hnig-
inn undir, sem ekki hefði það
eldfjör andans og hugrekki er
hann hefir. Þreytan og áhyggj
urnar sem lýsa sér á andliti
hans, er hræðilegt að líta.
Hvernig að hann fer að því,
að rísa undir því oki sem á
honum hvílir er meira en eg
fæ skilið. Eg held að England
hafi ekkLséð neinn hans líka
í mörg ár’’.
Gandhi hefir ávalt fvst að
læra af fríríkinu írska, síðan
að það fékk heimastjórn.
ÁGÆT SAMKOMA
Samkoman sem haldin vai
á þakkargerðardaginn í kirkju
Sambandssafnaðar í Winnipeg,
var hin skemtilegasta. • Hún
var ágætlega sótt, sem ber
vott um að fólk veit orðið
hvers það á von, á samkomum
þeim, er kvenfélag safnaðarins
efnir til. Hvert atriði á söng-
skránni var kallað fram aftur,
enda er hljómlistar og söng-
fólkið sem þarna var þaul æft
í fagi sínu og mjög sýnt um
að skemta. Sungu sr. R. E.
Kvaran og Mrs. K. Jóhannesson
bæði einsöngva og tvísöng, en
Mr. P. Pálmason og ungfrú H.
Jóhannesson léku á fiðlu. Ræðu
hélt og dr. Rögnvaldur Péturs-
son, sem sögð var norrænni i
anda en suðræn, og áheyrend-
um var óblandin ánægja á að
lilýða. Þá las Páll S. Pálsson
tvö vel ort, kvæði eftir sig,
sem góður rómur var gerður
að. Að skemtiskránni lokinni,
var sezt að snæðingi í sal kirkj
unnar.
Samkomunni stýrði Mrs. dr.
PétUrsson.
KOSNINGAR f MANITOBA.
Stjórnarblaðið Manitoba Free
Press liélt því fram í morgun,
að alt bæri með sér, að fylk-
iskosningarnar færu hér fram
einhverntíma í Nóvember. Eng-
in yfirlýsing af hálfu stjórnar-
innar hefir þó enn verið gefin
út, og forsætisráðherra Brack-
en neitar að segja nokkuð um
þetta, en þó er sem blaðið viti
að út um þetta verði gert á
stjórnarráðsfundi næstkomandi
föstudag.
Kosningar geta ekki farið
fram fyr en 35 dögum eftir að
yfirlýsingin hefir verið birt um
það. Samkvæmt því lætur
nærri, ef yfirlýsingin verður birt
næstkomandi föstudag, að kosn
ingar fari fram um 20 nóvem-
ber, því þeim mun hraðað verða
alt sem unt er.
KAÞÓLSKAN ÚTLÆG.
Þingið á Spáni samþykti með
267 atkvæðum gegn 41, í gær
þriðju grein hinnar nýju stjórn-
arskrár lýðveldisins, er að efni
til neitar að viðurkenna ka-
þóisku kirkjuna sem þjóðkirkju
landsins.
Með þessu er þá orðinn alger
aðskilnaður ríkis og kirkju á
Spáni. Er sagt að fréttinni af
því hafi verið tekið dauflega í
páfagarði.
BENNETT HEIÐRAÐUR.
S.l. mánudag heiðraði Wes-
leyan háskólinn í Middletown í
ríkinu Connecticut, forsætisráð-
herra Canada, R. B. Bennett,
með því að gera hann að doktor
í lögum. Hið sama stendur til að
McGill háskólinn í Canada geri
í dag.
Haustvísa.
Náttúran er köld í kvöld.
Köldum augum starir
þögul sorgin þúsundföld,
með þúsund jarðarfarir.
S. E. Björnsson.
DRENGUR KYRKIST Á LEYND
ARDÓMSFULLAN HÁTT.
Milton Koser, 13 ára gamall
drengur, til heimilis hjá foreldr-
um sínum, að 77 Home St., Win
nipeg, fanst kyrktur s.l. laugar-
dag í herbergi sínu. Systir hans
og unnusti hennar fundu líkið
kl. 4 að deginum liggjandi á
gólfinu í herberginu. En hver
valdur er að morðinu, eða hvort
það er sjálfsmorð eða slys, eða
hvernig það hefir viljað til, veit
enginn. Lögreglan hefir verið
að reyna að komast fyrir þetta
í þrjá daga, en einskis orðið vís-
ari enn.
FRÁ ÁSTRALÍU.
Ástralía kvað vera í þann
vegin nað afnema fylkisþingin
sín sex, en láta sambandsþing-
ið eitt nægja sér. Á að fara
fram almenn atkvæðagreiðsla
um þetta um næstu áramót. —
Sambandsþingið fer einnig ifram
á að Bretland veiti því fullan
rétt til þess að breyta stjórnar-
skránni.
Heilræði.
Leik með gætni lífsins skák,
lát ei verða skammarmát.
Skeiki frægð við fum og kák,
fátið snýst í harmagrát.
Höfundar ofanskráðrar vísu
eru séra Friðrik A. Friðriksson
og Dr. S. E. Björnsson. Heyja
þeir hina grimmilegustu kapp-
skák bréflega, og láta með
hverju leiksvari vanalega fylgja
góð heilræði hvor til annars, í
hálfkveðinni vísu, sem viðtak-
andi á að botna. Hafa þeir nú
skifzt á mörgum vísum, en ekki
hefir Heimskringla náð í nema
þessa einu. Orti séra F. A. F.
fyrri hlutann, en Dr. S. E. B.
hinn síðari.
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
kominn heim.
Akureyri 17. sept.
Meðal farþega á Dettifossi,
er hingað kom í fyrradag, var
Björgvin Guðmundsson tón-
skáld, kona hans og dóttir. —
Hefir hann dvalið um 20 ára
skeið vestan hafs, en er nú ráð-
inn söngkennari hér við skól-
ana og sezt því að hér í bæn-
um. B. G. er lærður tónlista-
maður, lauk námi við konung-
lega tónlistaskólann í London
fyrir nokkrum ámm og hlaut
að nafnbót A.R.C.M. Áður
liafði hann um mörg ár stund-
að sjálfsnám af kappi miklu, og
komist ótrúlega langt áleiðis,
þrátt fyrir erfiða aðstöðu á
margan hátt. Er Björgvin mörg
um kunnur hér heima vegna
tónsmíða sinna, er hlotið hafa
almennings hylli, svo sem lag
hans við sálminn: ‘‘Nú legg eg
augun aftur”.
Vill Dagur bjóða þenna list-
fenga landa velkominn heim til
ættjarðarinnar úr hinni löngu
útivist og jafnframt óska hon-
um þeirrar hamingju, sem hann
að líkindum þráir mest, að
sönglíf þessa bæjar megi lengi
bera minjar starfs hans hér á
Akureyri.
Dagur.
Á ÞAKKARGERÐARDAGINN,
12. OKT. 1931.
Háttvirti forseti!
Heiðraða samkoma!
Það er þarfleysa að taka það
fram, sem öllum er Ijóst, að
eg vona, að mér er vandi á
höndum að þessu sinni, með
verk það, sem mér er ætlað að
gera hér í kvöld, að flytja er-
indi um boðskap þessa hátíðis-
dags — dagsins, sem öðrum
fremur á að vera hinn almenni
bænar- og þakkargerðardagur
allra stétta manna innan þjóð-
félagsins. Nú fyrir nokkrum
dögum síðan, þegar þess var
farið á leit við mig, færðist eg
undan því, þó að árangurslausu
yrði. þóttist eg hafa nægar af-
sakanir fram að færa þó ei væri
aðrar en þær, að svo margsinn-
is væri eg búinn að freista
þessa verks, að ekki þyrfti oft-
ar að reyna. En afsakanir þess-
ar voru ekki teknar til greina;
reynt skyldi enn — og í sjö-
unda skifti — ef til einhverrar
hlítar kynni að koma. — Með
ráðin þannig tekin af mér, get
eg tekið mér í munn orð prests
nokkurs, er hér var eitt sinn á
meðal vor og um var sagt, að
eigi hefði verið óljúft að láta
til sín heyra á samkomum, er
við hátíðleg tækifæri byrjaði
ræður sínar margar á þessa
leið: “Nauðugur kom eg í þetta
hús, nauðugur fór eg upp á
þenna pall, nauðugur tek eg til
máls.’’ Uggir mig um úrslitin,
og eigi sízt ef svo skyldi fara,
að þetta yrði nú í síðasta skift-
ið sem mér gæfist tækifæri að
hafa upp sömu töluna, sem
vel getur hent, því svo má sóa
tækifærunum, að hvert verði
síðast og eigi gefist dnnur
fleiri.
Þó er það nú annað, sem
öllu fremur sækir á hugann að
þessu sinni og torveldir ræðu-
gerðjna, en þó “mælskusam-
kepni’’ þessari við sjálfan mig
ætti nú loks að linna, en það
eru hinir yfirstandandi tímar
og þau vandamál og þeir erfið-
leikar, sem þeir hafa hvarvetna
skapað manna á meðal. Það er
ervitt að leiða í ljós þýðingu og
gildi þessarar hátíðar, sem frá
fyrstu tíð hefir svo mjög verið
tengd við hin ytri kjör og af-
komu manna, með einu saman
orðinu: þökkum. Það er því
frá þessu sjónarmiði, sem ræðu
smíðin vandast. Fólk er ekki
í því skapi nú, að hugur þess
hnegist að hinum viðtekna boð-
skap hátíðarínnar, sízt 'með
þeirri sömu aufýsi og oss var
sagt um árið, að hugur ís-
lenzkra bænda hneigðist til Vest
ur-Canada. Það óma ekki innra
fyrir hjá því strengir lofsöngva
og þakkargerðar, heldur miklu
fremur þeir strengimir, er radd-
ir vekja, sem blandaðar eru ó-
vissu og kvíða.
Þá veitir áríerðið slíkum boð-
skap tæpast stuðning. Ef það
ekki með öllu auglýsir fánýti
þess tilgangs, sem hygst að gera
hin breytilegu ytri kjör lífsins,
er sjaldnast standa í stað, að sí-
gildu og ævarandi fagnaðarer-
indi, þá styrkir það hann ekki.
Hvað stoðar það þó landstjórar
og ríkisþing heiti á allan al-
menning að fagna og vera glað-
ur? Þótt stjórnendur heiti á
bændur og búalýð að færa fram
þakklæti og lofgerð fyrir ervið-
islaun, sem þeir ekki hafa hlot-
ið, eða skipi atvinnulausum
borgarmúg að lyfta huga sín-
um í bæn fyrir þau gæði, sem
þeim voru ekki veitt? Þrátt
fyrir slíka skipun, ætli þær
spurningar verði ekki efstar á
baugi, sem eðlilegastar eru, og
hugurinn spyrji ósjálfrátt: Hver
eru launin; hver eru gæðin;
hvað er að þakka, og boðskap-
urinn komist svo ekki nær hjart
anu en það. Líklega hefir ó-
samræmi árferðisins og þessa
boðskapar, sem hátíðin er venju
legast látin flytja, aldrei verið
meiri en einmitt nú. Sumarið
hefir verið happaslept, rýrt til
atvinnu og fanga. Jörðin hefir
ekki borið ávöxt að sama skapi
og hún hefir oft og mörgum
sinnum áður gert. Grassvörð-
urinn hefir visnað og brunnið
í sólarsterkjunni, sveiti erviðis-
ins fallið til ónýtis ofan í mold-
ina, og á stórum svæðum þessa
mikla meginlands haustarður-
inn skroppið saman, svo að úr
hinni venjulegu kornhlöðufylli
hefir naumast orðið meira en
hnefafylli hismis og feyskinna
smákorna. Og héðan af getur
þetta komið fjTir aftur og aft-
ur.
Hvað er að þakka? ekki ein-
göngu nú, heldur og á komandi
árum, er orðið geta þessu lík?
Eg ber engan efa á, að úr huga
alvörugefinna manna er að
hverfa sá misskilningur, sem
hvíla vill sígildi hátíðarinnar
á mælikvarða áts og ætis, al-
veg á sama hátt og horfið hefir
trúin á hinn óbrigðula gull-
mælikvarða þjóðbankanna og
ríkismyntanna. En hvað verður
þá eftir hátíðarboðskaparins?
Að því skal vikið síðar, en geta
má hins að það verður eftir,
er nú naumast sést og yfir er
límt matarmerkið.
í hérlendu þjóðlífi, eins og
vér öll vitum, er það einkum
ein mynd, eitt tákn, er látið er
merkja anda hátíðarinnar, þýð-
ingu hennar í framfarasögu
mannkynsins, túlka hið andlega
innihald hennar. Táknmynd
þessi er einskonar kenniteikn
hinnar almennu tilfinningar og
lýsir sér í hátíðargleðinni, eins-
konar skýring lífsgæðanna á
almanna vísu, en sem brýtur
mjög að vorri hyggju, í bága
við hina upprunalegu hugsjón,
er fyrir þeim vakti, er fyrstir
efldu til þessa hátíðarhalds. —
Myndin er næsta fráleit, að
manni finst, og snertir hvergi
hina fornu framtíðardrauma
mannkynsins. Hún er ekki
mynd varðhaldsengilsins, sem
heldur vörð við gröfina, gegn-
um næturmyrkrin, og biður þess
að mannkynið rísi upp af
dauðadvalanum til lífsins, með
árgeislum hinnar upprennandi
sólar. Ekki er hún heldur hin
hugstæða mynd framtíðarinn-
ar, hinna komandi kynslóða —
mynd meistarans, er tekur böm
in sér við hönd og leiðir þau
og stýrir þeim inn á eilífðarinn-
ar veg. Hún er ekki mynd ljóss-
og gleðigjafans, er snillingur-
in nnorræni táknaði fyrir oss,
mynd dagsins — engilsins, er
stígur upp af sævardjúpinu með
fangið fult af blómum, er hann
stráir yfir hina sofandi jörð.
Hún er ekkert þessara mynda.
Eg veit að yður verður eigi bylt
við þó eg bendi á myndina og
segi yður hver hún er, því vér
erum öll orðin ýmsu vön. Þessi
táknmynd hátíðagleðinnar, andi
bænarinnar og innihald þakk-
argerðarinnar, er — kalkún —
tíðast sýndur í sínu eðlilega
gervi, með ýfðar fjaðrir og upp
brett stél. Stöku sinnum gæð-
ir hugvitið hann máli, og lætur
hann þá varpa fram dulspök-
um goðspám, er lúta að áti og
ofmettan.
Frh. á 4. bls.