Heimskringla - 14.10.1931, Page 7

Heimskringla - 14.10.1931, Page 7
WINNIPEG 14. OKTÓBER 1931 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐÖflÐA FLÓÐ OG FÁR (fréttabréf frá Kína) Hankow 12. ágúst. Menn verða að róa á bátum milli húsa hér í Hankow. Samn- ingar hafa verið gerðir við nokk uð á þriðja þúsund báta, sem svo eiga að annast umferðina þar, sem vatnið er dypst innan bæjartakmarka. Á stóru svæði eru reyndar flest hús í kafi, hví þar eru mestmegnis kín- versk hús, sem að eins eru ein hæð. f stóra almenna sjúkra- húsinu var alt í uppnámi í gær. Vatnið rann inn um dyr og glugga á annari hæð. Menn flýja þó ekki frá híbýlum sín- um undir slíkum kringumstæð- um, fyr en á síðustu forvöð- um. F’yrr búa menn um sig á þakinu eða í trjátoppum. Slík “krákuhreiður’’ sjást víða í bæn um, rétt fyrir ofan vatnsflöt- inn. f þessum hreiðrum er lítið um matbjörg, regnverjur og önnur lífsþægindi, en bág- indin eru naumast svo mikil, að ekki taki verra við, neyðist menn til að yfirgefa þau. Lið- lega 300,000 bágstaddra manna hafa streymt til Hankow síð- ustu viku og aukið vandræði bæjarmanna um helming. En hér var þó helst von til að ein- hver bjargráð fyndust. — Miklu er úthlutað af matvælum svo tiltöluiega fáir hafa dáið úr liungri enn þá. En hreinlætis- ráðstafanir allar virðast hafa farið út um þúfur, enda er kól- eran þegar farin að gera vart við sig. Árið 1870 urðu mestir vatna- vextir í Yantzedalnum, seni sögur fara af síðan nákvæmar athuganir var farið að gera og mælingar. En þetta flóð sem nú er, er þegar orðið talsvert meira og hefir valdið svo ógur- legu tjóni, að tjónið sem þjóð- in verður fyrir af borgara- styrjöldinni á þessu ári mun ekki verða þjóðinni kostnaðar- meira. t nágrenni Hankow er afar þéttbýlt, því sléttlendi er þar mikið og frjósamt. Tugir þús- unda manna hlaða flóðgarða til þess að stemma stigu fyrir flaumnum. Aðkomumönnum og fólki úr bænum, sem hefir neyðst til að flýja frá heimil- um sínum, þykir flóðgarðarnir ákjósanlegir aðseturstaðir. Þar úir og grúir af fólki, svo þeir líkjast afar langri mauraþúfu Svipað er að segja um járn- brautina, sem er á nokkuð upp- hækkuðu landi. En járnbrautin gefur eftir fyrir vatnsþungan- um, flóðgarðarnir bresta og hæstu stíflurnar eru hættuleg- astar. Vatnið fossar inn yfir sléttlendið, sópar húsum með sér, fólki og kvikfénaði. Þar sem áður voru blómleg þorp og gullnir akrar, er nú gárótt, gulmórautt haf, eins langt og augað eygir. Bærinn hefir orð- ið að leigja 30 báta til að safna líkum á reki, innan bæjartak- markanna. Er miklum erfiðleik um bundið að jarða þau, en það má ekki dragast lengi á þessum tíma árs. Tvo síðustu dagana hafa 60 manna druknað í Hankow. En alls hafa 8000 manna drukknað þar í flóðun- um, þegar þetta er skrifað. Frá því saga Kínaveldis hófst hefir fljótið Yangtze verið ein af lífæðum landsins. Fljótið hefir upptök sín við rætur “him- instoðanna” í Tibet, 2,400 km. frá hafsósum og klýfur því landið frá vestri til austurs, í tvo ekki mjög ójafna hluti. Stór eimskip komast nálega þriðj- ung þessarar miklu vegalengd- ar upp eftir Yangtsiðgjang. Á þeirri leið er það 30—60 feta djúpt og víða breitt eins og fjörður. Yangtsiðgjang rennur í gegnum sex fylki, sem hvert nm sig eru í rauninni stór rílci eftir Evrópu-mælikvarða. Á bökkum þess standa, auk höf- uðstaðarins, margir stórbæir, aem annast a. m. k. 60% af verslunarviðskiftum 1 a n d s- manna við erlend ríki. Er Hankow þeirra þektastur. Sam göngur eru mjög erfiðar inni í landi, en megin rás þeirra streymir öll um Yangtsidalinn. Eru fljótbátarnir enn þá helstu farartæki Kínverja. Dalurinn er víða breiður og óvenjulega frjósamur. Veðráttan er hag- stæð, þótt hitar séu miklir á sumrin. Þar er einkum rækt- að te, hrísgrjón, silki og bóm- ull. Er af þessu skiljanlegt, þótt Yangtsiðgjang sé stundum kallað gullfljótið. Rigningartím inn byrjar vanalega ekki í Mið kína fyr en í ágúst. En nú var naumast þur dagur allan júlímánuð. Vatnavextir hafa verið miklir í öllum ám, en einkanlega í Mið-kína fyrr en í ágúst. Er nú Himalaya bætt- ist við í byrjun ágústmánaðar urðu hamfarir Yangtsiðgjang svo miklar, að 60 miljónir manna hafa orðið að flýja frá heimilum sínum. Neyð þessa fólks er átakanleg, þegar tek- ið er til greina hve mikið ilt það verður að þola. En þegar það eftir rúman mánuð getur horfið heim til sín aftur eru allar líkur til að pestin verði farin að grípa um sig fyrir al- vöru, síðari uppskera þessa árs eyðilögð og öll hús úr jarð- stejrpu hrunin að grunni. Efa- laust rekur nú marga minni til þess, að Gulafljótið hefir oft áður valdið ógurlegu tjóni, enda kalla Kínverjar það “Sorg Kína”. — Flóðgarðar hafa ver- ið hlaðnir meðfram bökkunum beggja megin, alt að 20 feta háir. En framburðurinn er mik- ill og þarna niðri á láglendinu er straumhraðinn minni og sezt þá framburðurinn allur á botn- inn. Farvegurinn liækkar því jafnt og þétt og flóðgarðarnir hlutfallslega <»g verður þannig með tímanum miklu hærra en flatlendið beggjamegin fljótsins. En Gulafljótið lætur ekki þröngva sér til þess að renna eilíflega eftir þessum upphækk- uðu farvegum. Einhverntíma hljóta flóðgarðarnir að láta undan. Árið 1877 breytti fljót- ið skyndilega um rás, drukkn- aði þá ein miljón manna, og 20 árum seinna gereyddust 1500 þorp af völdum þessa mikla flaums. Ólafur ólafsson. —Vísir. ÍSLENSKUR IÐNAÐUR Á ENGLANDI. “Display” nefnist enskt mán- aðarrit, sem eingöngu fjallar um sýningar (display) í búðum og búðagluggum, en sú íþrótt, að auglýsa vörur, hverrar tegund- ar sem eru í búðagluggum, er orðið að hreinni list, eins og jafnvel hafa sést dæmi til í Reykjavík. Fáir mundu þó hafa búist við, að rit þetta, sem eingöngu flytur myndir af þeim sýningum, sem frábærar þykja, mundi birta mynd héðan úr nyrstu og minstu höfuðborg heimsins. Þetta hefir nú eigi að síður gerst, því að í sept- emberheftinu, sem er nýkomið hingað, er mynd af æðardúns- sýningunni, sem var í skemmu- glugga Haralds Árnasonar í sumar. Verður því varla neitað, að hún sómir sér vel innan um hinar myndirnar, enda fer blað- ið sjálft lofsamlegum orðum um sýninguna. Það er ánægjulegt að sjá þess merki, að íslendingar geti staðið öðrum þjóðum á sporði í þvi, sem til frama má teljast, en sérstök ánægja er það, að sjá þessa mynd birta í víðlesnu riti fyrir þá sök, að sýningar- varan er ísiensk, og fær með þessu hina bestu auglýsingu, því “Real Icelandic Eiderdown’’ stendur með stóru og fallegu letri í glugganum. Sú aug- lýsing var fráleitt óþörf, þvi ekki eru nema þrettán ár síð- an að deildarstjóri í heimsþektri stórverslun í Lundúnum var greinilega mjög vantrúaður á þá staðhæfingu þess, er þess- ar línur ritar, að æðardúnn væri íslensk útflutningsvara. Sé sá maður enn á lífi, sem hann mætti vel vera fyrir aldurs sakir, þá sér hann nú alveg vafalaust mynd þessa, og vænt- anlega nægir hún til þess að sannfæra hann hversu ríkt Tómasareðlið kann að vera í honum. Sveinbjöra Árnason, starfs- maður hjá Haraldi, mun hafa búið sýningargluggann, og má nærri geta, að honum muni hafa verið ánægja að sjá mynd- ina birta með lofsamlegum um- mælum blaðsins. í öðru nýkomnu ensku blaði segir einhver ferðalangur frá komu sinni í tvær vefnaðar- vörubúðir hér í sumar. Er ékki um að villast, að önnur er verslun Haralds Árnason, en hin virðist að vera verslun Gnð- bjargar Bergþórsdóttur. — Er hann undrandi yfir því ,sem hann sá og heyrði í báðum stöðunum, enda hefir hann sennilega ekki verið tiltakan- lega fróður um okkur, því mjög kom honum það á óvart, að í báðum búðunum var talað við hann á prýðilegri ensku. —Mbl. ALFRED JOLIVET prófessor, Hingað er kominn fyrir nokkr um dögum prófessor í norræn- um fræðum við Sorbonnehá- skólann, Alfred Jolivet að nafni. Hann hefir um 10 ára skeið verið háskólakennari í tungu- málum í Algier, en var nýlega gerður að prófessor við Sor- bonne, er hinn kunni fræði- maður Paul Verrier lét þar af kenslustörfum fyrir aldurssak- ir. Prófessorinn er hér á vegum “Alliance francaise”. Hann ætl- ar að halda 4 fyrirlestra í því félagi, og aðra fjóra fyrirlestra heldur hann hér við háskólann. Er tíðindamaður Morgunblaðs ins hitti liann að máli, fórust honum orð á þessa leið, um ferð sína hingað: — Um það leyti sem heims- styrjöldin skall yfir, var eg sendikennari við háskólann í Oslo. Þá vaknaði hjá mér löngun til þess, að dvelja sum- arlangt hér á Islandi. En heims styrjöldin kom í veg fyrir, að þær fyrirætlanir mínar kæmust i framkvæmd. Síðan hefi eg ekki haft tækifæri til þess að láta draum minn um íslands- ferð rætast. Er eg nú nýlega var út- nefndur prófessor í norrænum fræðum við Sorbonne-háskóla. varð þeSsi ósk mín alt í einu aðkallandi nauðsyn. Það gefur að skilja, að fyrsta skylda þess manns, sem tekið hefir að sér kenslu í norrænum fræðum, er að koma hingað til lands, kynn- ast af eigin sjón högum þess- arar þjóðar, sem varðveitt hefir svo mikla menningarlega fjár- sjóðu, sem hinar forníslensku bókmentir, og heyra með eigin eyrurn það tungumál talað, sem maður hingað til hefir aðeins þekt af lesti. Við kenslu mína við Sorbonne mun eg leggja nregin áherslu á hinar íslenzku fornbókmentir. Verkefni mitt, verður þar m. a. að sýna fram á, að fult sam- hengi er milli hinna foraís- lensku bókmenta, og nútímans, að hér eru nútímabókmentir, sem vert er að gefa gaum. í blöðum og tímaritum Frakk lands, er ísands að litlu getið. Úr þessu vil eg bæta, enda er þess full þörf. Mun það verða mér rnikið ánægjuefni, að bæta úr vöntun þessari. Eg er sem sagt hingað kom- inn snöggva ferð, til þess að útbreiða hér þekkingu á bók- mentum Frakka og frakkneskri tungu. Það er mér mikið ánægju- efni, að háskóli íslands hefir óskað eftir að eg flytti hér nokkra fyrirlestra. Háskólafyr- irlestrar mínir verða um Victor Hugo, Zola, Jules Romains og um stjórnmálaflokka og stjórn málalíf Frakklands nú á tímum. En sem sagt. Aðaltilgangur minn með ferðinni hingað er ekki að fræða aðra, heldur hitt, að leita fróðleiks sjálfur um íslensk efni. — —Mbl. UNDIR SNJó TÓLF ÁR Á tindi Schwartzenstein, sem er eitt af hæstu fjöllunum í Tyrólölpunum í Austurríki fundu menn 11. þessa mán- aðar lík tveggja nafnkunnra austurrískra vísindamanna, dr. Kobans og dr. Aulauf, sem hurfu á fjallgöngu fjrrir 12 ár- um. Þeir voru báðir prófess- orar við háskólann í Vínarborg. Á fjallgöngu sinni fyrir 12 árum brast á þá stórhríð og fundust þeir ekki, hvernig sem leitað var. En í sumar hafa verið þama óvenju miklir hitar og snjórinn í fjallinu bráðnað með mestu móti, og komu þá líkin upp úr fönninni. Voru þau algerlega óskemd. Þeir höfðu verið þarna í tjaldi, og hélt annað líkið á hálfbrunn- um kertisstúf, en á milli þeirra fanst spil. Er það því ætlun manna að þeir hafi reynt að stytta sér stundir með spilum undir það seinasta, áður en þeir sofnuðu svefninum langa. —Mbl. TILBÚIÐ GULL. í ensku stáliðnaðarborginni Sheffield hafa verið gerðar til- raunir í þá átt að búa til málm- blending, er líti út eins og gull, og hefir það nú tekist. Málm- blendingur þessi er aðallega úr kopar og alúminíum og hefir nákvæmlega sama lit og gull, en hnífapör og annað, sem srníðað er úr honum, verður ekki dýrara en sams konar áhöld úr nikkelsilfri, sem nú eru mjög notuð á hótelum. Þessi nýi málmblendingur er rnjög haldgóður, og það fellur ekki á hann fremur en gull. Búist er við að hann verði mjög not- aður til skrauts á bifreiðum og skipum. —Alþbl. Nýr sendiherra á Spáni Frá nýári verður Helgi P. Briem sendiherra íslands á \ Spáni, en Helgi Guðmundsson, sem verið hefir sendiherra, verður bankastjóri í Útvegs- bankanum. —Alþbl. LANDLÆKNIR sækir um lausn Guðmundur Björnson, land- læknir hefir nýskeð sótt um lausn frá embætti sínu vegna vanheilsu. — Hafði þingið á- kveðið að hann haldi fram- vegis fullum launum. Varð enginn ágreiningur um það, enda sjálfsagt eftir öllum atvik um. Hefir hann nú gegnt Iand- læknisembættinu í 25 ár, og breytt mörgu til batnaðar við það sem áður var. Það er ekki heiglum hent að gegna landlæknisstörfum svo vel sé, því svo má heita að stjórn flestra heilbrigðismála hvíli á landlækni einum, og auk þess sem hann er ráða- nautur stjórnarinnar, þarf hann að geta haft góða samvinnu við lækna og almenning. Til alls þessa þarf fjölbreytta þekk- ingu, mikla stefnufestu og enn meiri lipurð. Guðm. Björnson var alt þetta gefið flestum fram ar, enda hefir hann notið mik- ila trausts, bæði hjá læknum og almenningi. Dr. M. B. Halldorson 401 Bord Blds. flkrlfatAfuaiml: 33674 Btundar aérstaklagra lunfnaajúk- dóma. ■r a« flnna 4 akrifatofu kl 10—12 f. h. of 3—6 o. h. Haimlli: 46 Alloway Ave. Talafmli S815N DR A. BLONDAL (01 Medlcal Art« Bldg. Talsfml: 22 296 ■tandar •drataklosa krensjúkdóma o« barnasjúkdóma. — A» hltta: kl. 10—1A « k. og 3—6 e. h. Helaalll: »0« Vlctor St. Sfmi 28 180 Dr. J. Stefansson 11« HBDICAL AKTS BLDO. Rornl Kennedy o; Gr&h&m ■ tuadar rfaaiaau iuaai- eyraa- ae(- >■ krerka-sjúkdóasa Br &« hltt& frá kl. 11—12 f. h • g kl. 3—6 e. h. Talsfmt i 2IS34 Hslmlll: (88 McMlllan Are. 42691 MOORE’S TAXI LTD. Cor. Dnnald and Grakaas. 50 Cente Taxl Frá einum sta® tll annars hrar sem er I bænum; 5 m&nns fyrir sama og einn.- Allir farþesar á- byrgrstlr. alllr bilar hitatllr. Sfml 23 80« (8 llnur) Kistur, töskur o «húsg;a«na- flutningur. Talelral: 28 88» DR J. G. SNIDAL TANIf LÆKNIR •14 S»mer«et Block Portage Areaue WINNIPBU BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri Stilllr Pianos og Orge! . Sími 38 345. 594 Alverstone St. Það gleður eflaust marga kunningja hans að heyra að nú er heilsa hans allgóð. Er hann daglega á fótum, les margt og ræðir við komumenn um alla heima og geima, með sama fjöri og góðu greind og fyrrum. Ef vel hefði átt að vera, hefðum vér nú átt að fá ræki- lega sérmentaðan mann í hans stað, sérstaklega í heilsufræði. Því miður er þar >ekki mörg- um á að skipa, að undanteknum dr. Skúla Guðjónssyni og dó- sent Mels Dungal. Þó hefir Steingrímur Matthíasson geng- ið á all-langt námsskeið í þeim fræðum í Englandi. Það er bót, að nú þarf líklega ekki um annað að spyrja en hverju meg- in maðurinn sé í pólitíkinni. —Mbl. SPÍTALI FYRIR HÆNUR hefir verið settur á stofn í Goring í Oxfordskíri í Eng- landi. Hænsnarækt er eina tegundin af landbúnaði í Eng- landi, sem getur kept við út- lönd um innlenda markaðinn. Afurðir alifuglaræktarinnar í Englandi síðastliðið ár nam 38 milj. sterlingspunda. —Alþbl. SKRITLUR — Tvær ungar stúlkur hafa mist vitið af ást til mín, en nú segið þér að þér elskið mig ekki. — Já, það segi eg. — Þá eru þær þrjár, sem hafa mist vitið. ♦ ♦ * Hann: Hvernig stendur á því að þú ert svona gröm við lækn- irinn? Hún: Hann var óforskamm- aður. Þegar eg lýsti því fyrir honum hvað eg er þreytt, þá bað hann mig að lofa sér að sjá tunguna. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. LöfffrcrSingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 W. J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LOGFRÆÐINGAB á öðru gólfi 325 Main Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur a8 Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson. Islenskur Lögfrceöingur 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL • elur likklstur og ann&st um útf&jr- lr. Allur úthúnabur sá baatl. Ennfreraur selur hann allakonar minnisraröa og legstoina. 843 SHEKBROOKE 8T. Phoaet 8« BOT WIN3IPM HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. G. 8IMPSON. N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TKACHKK OP PIAKO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegat pósthúsinu. , Simi: 23 742 HeimiUs: 33 328 Jacoh F. Bjarnason —TRAN SFER— B.gf.gc aad Parattare H.Ttag 762 VICTOR ST. SIMI 24.506 Annast allskonar flutninga fram og aftur um beinn. J. T. THORSON, K. C. Isleaskar IdglrseDiagar Skrifstofa: 411 PARIS BLDG. Sími: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. MESSUR OG FUNDIR 1 ktrkju Sambandssafuaöar Messur: — & hverjum suunudegi kl. 7. e.h. Safnaðarnefndin'. Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hyerjtiai mánuCi. Hjilparnefndin: Fundir fyrata mánudagskveld i hrcr jtrai mánudi. KvenfélagiO: Fundtr aanaa þriVjB dag hvers raánaSar, kl. I aB kveldinu. SingfUkkurÍMni Æfingar 4 krerja fimtudagskveldi. SunnudagtukiUun:— A itrarjnaa i ■naBBdaft, kl. U f. h.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.