Heimskringla - 28.10.1931, Blaðsíða 7

Heimskringla - 28.10.1931, Blaðsíða 7
'WINNIPEG 28. OKTÓBER 1931 HEIMSKRINGLA VERONÍKA. (Frh. frá 6. bla.) hikandi málróm, þeim málróm er fylti hann unaði og gleði. “Ef eg má til, Ralph. Eg var að hugsa um, að ef til vilL, er alt kæmi til alls hefði mér þótt ánægjulegra. Ó, nei, eg ætla ekki að segja það. l>að myndi virðast vanþakklæti — harnalegt’’. “Talaðu, eg skipa þér!” mælti hann lágt með stældum hátíð- leik. “Eg var að hugsa um, hvernig — það myndi hafa verið — ef hú — þú munt hlæja að mér, Ralph! Þú gerir það ætíð, eins og þú veist, er eg ætla að fara að verða alvarleg”. Hann hristi höfuðið og hló — hló hlýlega. En hláturinn kom henni aftur á rekspöl. “Ef þú hefðir haldið áfram að vera einmitt “Ralph Farring- ton’’, ef þú hefðir íarið til Ást- raiíu og eg hefði fylgt þér eftir — eg skyldi hafa komið á eftir þér, Ralph. Ekkert, alls ekk- ert skyldi hafa hindrað það. í»ú veist það!" Hann kinkaði kolli. “Eg get vel trúað því, það hefir aldrei verið jafn einráð manneskja og ungfrú Veroníka Denby er hún hafði ákveðið sig’’. “Ekki ætíð, Ralph. Þú gleym ir. Eg lét einu sinni undan. Eg lét þig fara, manstu — kvöldið í laufskálanum?’’ “Ein undantekning er sannar regluna”, mælti hann. “Þig iðr- aði þess bráðlega, vina mín”. “Já’’, mælti hún og varp önd- inni. “Mig iðraði þess brátt. Eg kom á eftir þér, Ralph. En setjum svo —’ hún reis á fæt- ur, gekk til hans og hallaði höfðinu upp að brjósti honum — “setjum svo, að við hefðum gifst — við skyldum hafa gifst, Ralph’’. “Vafalaust, býst eg við”, mælti hann brosandi. “Þú ert ein af þeim, er vill hafa sitt fram”. “Og við hefðum orðið mjög fátæk og hefðum orðið að vinna baki brotnu, eg og þú “Mr. og Mrs. Farrington”. Heldur þú að þér hefði þá þótt vænna um mig?” “Bíddu! Stundum finst mér, að drottinn hafi verið mér of góður, gert lífssilyrði mín of hagkvæm. Eg lagði ekkert í sölurnar fyrir þig. Eg er komin hingað aftur’’ — hún horfði f kringum sig. “Eg á að drotna hér, þar sem eg einu sinni var þræll. Eg hefi fengið alt við það, að öðlast ást þína. Og stundum, til dæmis núna f kvöld, er allir voru famir, fanst mér að eg heldur hefði viljað — að það hefði verið ánægju- legra að hafa fórnað einhverju þín vegna, að hafa unnið með þér fyrir okkar daglega brauði, að hafa orðið að hungra þín vegna. Ó, Ralph, það myndi mér hafa þótt unaðslegt! — En örlagadísin gerði gabb að öllum mínum draumum um fórn ir og sjálfsafneitun. Þú hefir gefið mér svo mikið — alt! — og, Ralph, eg hefi eftir alt sam- an ekki gefið þér neitt’’. Hann lagði höfuðið á barninu mjúklega niður á bjarnarfeldinn stóð á fætur, tók í hönd Ver- oníku og leiddi hana upp að gömlum og fagurgljáandi spegli í einu horninu. “Sjáðu, elskan mín”, hvíslaði hann og lét hana horfa á hið fagra, fagurrjóða andlit í spegl- inum. “Þetta er það, sem þú hefir gefið mér. Metur þú það einskis? Mér eru það hin dýr- mætustu laun, hinn ómetan- legasti dýrgripur —’’ Það heyrðist fótatak að baki þeim. Jarlinn kom þá í hægð- tim sínum og studdi sig við staf- inn sinn. “Eru þeir allir farnir? Ralph! Veroníka! hvar eruð þið?” Hún snéri sér frá Ralph, lagði handleggina um hálsinn á gamla manninum og kysti hann. Hann leit á hana blíðlega og hrifinn. Svo mælti hann í mál- róm, er var orðinn svo þýður og blíður: “Ertu þreytt? Hvað — hvers vegna — þú ert grátandi. Ralph! Af hverju ertu að gráta, Veroníka?’’ Hún reyndi að brosa og horfði fagurbláu augunum á þá til skiftis. “Af eintómri hamingju", hvíslaði hún. —ENDIR— GRÆNLANDSDEILAN og dómstóllin í Haag. Alþjóðadómstóllinn, sem á að ræða um Grænlandsmálið, er stofnaður samkv. 14. grein þjóð bandalagslaganna og tók til starfa 1920. í honum eru 15 dómarar og 4 varadómarar. Eru þeir valdir til 9 ára í senn og má endurkjósa þá. Dómstóllinn er friðhelgur. Hann hefir bæki stöð sína í friðarhöllinni í Haag og kemur reglulega sam- an 15. júní ár hvert. í hon- um eru nú þessir dómendur: M. Adatschi, japanskur, dóms forseti, I. G. Guerero frá San- Salvador, taraforseti, R. Alta- mira, spánskur, D. Anzidotti, ítalskur, A. S. de Bustamente, kúbanskur, Jonkheer W. J. M. van Eisinga, hollenskur, H. Formageot, franskur, Sir C. J. B. Hurst, brestkur, F. B. Kell- ogg, amerískur, D. Negulescu, rúmenskur, barón Rolin-Jacqu- emyns, belgiskur, U. Rostnor- owski greifi, pólskur, prófessor Walter Schuking, þýskur, F. J. Urrutia, kolombiskur, Wang- Chung-Hui, kínverskur. Vara- menn eru: Prófessor R. W. Erich, finskur, prófessor J. Cas iro de Matta, portúgalskur, pró- fessor N. Novakovitsch, jugo- slaviskur, prófessor J. Radlich, austurrískur. Skrifari dómsins er Ake Hammarskjöld, sænskur, og varaskrifari L. J. Jorstad, norskur. Danir hafa nú stefnt Norð- mönnum fyrir dómstól þennan og kæra út af þvi að þeir hafi rofið samninginn frá 1924. Á dómstóllinn að skera úr því, hvort landnám Norðmanna í Grænlandi hafi verið löglegt. Málareksturinn er þannig, að fyrst leggja málstaðir fram skrif lega máisútlistun, en síðan er sókn og vörn munnleg, og fara fram annað hvort á frönsku eða ensku, líklega heldur á frönsku. Hinn munnlegi mála flutningur er opinber, nema dómstóllinn ákveði annar. Fastar reglur eru settar um það hvernig máisaðiljar skuli bera fram mál sín og hvaða fresti þeir geta fengið. Atkvæðagreiðsla dómenda er leynileg og afl meirihluta ræð- ur úrslitum. Ef atkvæði eru jöfn, sker úr atkvæði dómsfor- seta. Dóminum verður ekki áfrýjað. Það er ekki gott að segja hvenær Grænlandsmálið kem- ur fyrir dómstólinn, en líklega verður það ekki fyr en að vori. En það geta liðið 2—3 ár þang að til dómur fellur og margt getur breyttst á þeim tíma. —Mbl. þessar tíðu ferðir konunnar út í kirkjugarðinn og komst að því hvert erindi hennar var. Afréð hann að færa sér þetta í nyt, og á einhverju kvöldi faldi Tiann sig í tré, sem var skamt frá leiðinu. Konan kom þangað, eftir vanda, kraup við leiðið, og bað mann sinn hátt fyrirgefningar. Heyrði hún þá alt í einu draugalega nödd, sem henni virtist koma ofan úr skýjunum. Skipaði röddin henni að leggja 300 mörk á leiðið, þ\i að hlnn framliðni maður hennar væri í nauðum staddur, og kæmist ekki til himnaríkis, nema hann fengi þetta fé. Konan varð ákaflega hrædd, en flýtti sér heim og sótti peningana og lagði þá á leið- ið. En þótt hún væri skelk- uð, varð forvitnin óttanum yfir- sterkari. Hana langaði til þess að sjá þann, sem sendur væri að handan til þess að sækja peningana. Hún faldi sig því á bak við legstein skamt það- an. Rétt á eftir heyrði hún fóta- tak og sá hvar maður kom. Hafði hann grímu fyrir and- liti og var alls ekki neitt svip- aður anda, eins og hún hafði hugsað sér þá. Hann gekk að gröfinni, þreif fjársjóðinn og hljóp síðan burt eins og fætur toguðu. Konuna grunaði að hér myndi vera einhver brögð í tafli, og skÝrði fógetanum frá öllum málavöxtum. Var nú hafin leit að þjófnum, með lög- regluhundum, en hún varð á- rangurslaus. Hann hefir ekki fundist. —Lesb. Mbl. SALTFISKIMARKAÐURINN A SPANI úR MÝRDAL. HJATRÚ. í Brandenburg í Þýskalandi hefir sveitarfólk enn þann sið, að leggja pening í lófa fram- liðinna, áður en þeir eru jarð- aðir, svo að þeir þurfi ekki að byrja sitt nýja líf með tvær hendur tómar. En bóndakona nokkur í þorp- inu Wiesenburg, sem er skamt frá Belzig, gleymdi þessu þegar maður hennar lést, og mundi ekki eftir því fyr en hann var grafinn. Greip hana þá ógur- legt samviskubit, og á hverju kvöldi fór hún út í kirkjugarð- inn, kraup á kné við gröf manns síns og bað hann grátandi fyr irgefningar á gleymsku sinni. Maður nokkur varð var við 13. sept 15. júlí. Tíð hefir mátt heita þurrviðrasöm um langt skeið, en mjög köld, og hafi komið úrkoma hefir það verið kalsa- hret alt fram að þessu. Ekki alls fyrir löngu gránaði til heiða og var svo vont veður, að nokkuð tjón hiaust af á fénaði, sem var nýrúinn. Vanhöld hafa verið nokkur í fénaði yfirleitt og telja gamlir menn lifrarbólgu eiga drjúgan þátt í þeim. Grasvöxtur hefir verið með minna móti. Tún víðast illa sprottin og harðlendi, en mýr- ar munu víðast í meðallagi. Byrjuðu margir slátt á mýrar- engjum, vegna þess hve tún voru snögg. Nokkuð hefir verið unnið að jarðrækt á vorinu og hefir drátt arvélin sléttað og búið til rækt- unar um 4 hektara. Heilsufar manna gott. 15. ágúst. Tíð góð, hlýindi og góðviðri, sæmilegir þurkar, svo hey hafa mjög lítið hrakist. Grasvöxtur var orðinn dágóður um miðbik ágúst víðast. Voru þá allmargir að ljúka við túnin og nokkrir búnir að heyja tölu- vert á útengjum. 5. sept. Heyskapartíð svo góð, að elstu menn muna vart slíka á þessum tíma. Stöðugur þurk- ur næstliðna viku. Rafstöðvum Ijölgar hér smátt og smátt. Er ein nýkomin á Eystri Sólheimum. Sá Bjarni Runólfsson rafvirki frá Hólmi um uppsetning hennar og mun eiga að byggja aðra stöð til hér í sveitinni í haust. —Vísir. . Torpedopóstur. Þýskur verkfræðingur, Richard Pfantz að nafni, hefir fundið upp á því að senda póst með torpedo, sem rennur eftir vír og stjórnar sér sjálfur. Er hann svo fljótur í ferðum, að bréfin komast nærri því ein fljótt leiðar sinnar og símskeyti Hefir þýska póststjómin mikla trú á framtíð þessarar uppgötv unar. —Lesb. Mbl. Norska blaðið “Aftenposten" hefir nýlega birt samtal, sem blaðið átti við norska konsúlinn í Sevilla. Auðvitað barst talið að saltfiskimarkaðurinn, og sumt af því, sem konsúllinn segi^ þar um, gæti verið oss íslend- ingum til leiðbeiningar. Blaðið spyr hvort nokkur von sé til þess að Norðmenn geti aukið saltfisksölu sína á Spáni á næstu árum. -— Já, ef vér viljum, svaraði konsúllinn. Vér verðum bara að skilja viðskiftamennina, minnast þess, að Spánverjar eru eins og Arabar í því, að þeir vilja fá að sjá þá menn, sem þeir versla við. — Norsku papp- írsverksmiðjurnar hafa t. d. fengið ágætan markað fyrir blaðapappír á Spáni, vegna þess, Hroar Olsen, forstjóri Norsk Avospapir Kompani, ferðast iðu lega til Spánar og nær í ný sambönd í hÝerri ferð. Og svo verðum vér að minn- ast þess, að framleiða vöruna eins og Spánverjar vilja hafa hana. Það er enginn efi á því, að Spánverjum þykir vor fisk- ur betri en sá íslenski. Inn- flytjendur í Sevilla borða sjálf- ir norska fiskinn, en selja þann íslenska, sem er útgengilegri vegna þess, hvað hann er drif- hvítur. Það gerði ekki svo mikið til um litinn á fisknum, meðan hann var seldur í skran búðum, en nú er fiskurinn hafð- ur til sýnis á marmaraplötum, í búðargluggum, og það er ekki svo undarlegt, að kaupendur velji þann fisk, sem er falleg- astur á að sjá. Innflutningurinn til Sevilla er um 9000 smálestir á ári, eða tæpur fimti hluti af öllum salt- fiskinnflutningnum, en þar af hefir verið tiltölulega lítið af norskum fiski. Nú er þetta að lagast. Nýlega kom sýnishoma- sending af sérverkuðum fiski frá Noregi, og féll hann Spán- verjum ágætlega í geð. Er í ráði að önnur stærri sending komi bráðlega, og er vonandi að það stuðli til þess að vér náum þeim markaði, sem vér höfðum fyrir 30 áruni. Norsk yfirvöld hafa hjálpað hér mik- ið til, bæði með því að sjá um sendingar á þessum reynslufiski og láta menn fyigja honum til Spánar. Innflytjendur hafa sagt við mig, að þeir væri fúsir til að kaupa heila skipsfarma. ef fiskurinn væri jafngóður og sýnishornin, og verðið ekki hærra en almenningur gæti borgað. Það verður líka að auglýsa vöruna vel — senda Spánverj- um prentaða bæklinga um fisk- inn, ekki á ensku, heldur á spánsku. Þið ættuð að sjá hvað Svíar gera til þess að ná mark- aði á Spáni fyrir sínar vörur. Þeir hafa öll spjót úti, og þeir ná sambandi við Spánverjann. Það sést best á því, að fjöldi spánskra kaupsýslumanna fer á hverju ári í sumarleyfi sínu til Svíþjóðar, og þar heimsækja þeir viðskiftavini sína, sem þeir eru málkunnugir. En til Nor- egs koma þeir ekki. Hann gat • þess, að á næsta ári stæði þó til, að gerður væri út leiðangur spánskra blaða- manna til Noregs með skipinu Stella Polaris. — Eg vil líka ráða norskum ferðamönnum að fara til Spán- ar. Þar er ódýrt að lifa og land ið er guðdómlegt. —-Mbl. NafnsDÍöld ^ 1 Dr. M. B. Halldorson 461 1«t4 Ulirn 6krlf.tofu.lmi: 28674 ■tun4&r .4r.tnkl.cn luncna.Jók- 44mn. ■r n« flnnn & akrlf.tofu kl 10—12 f. k. oc 2—C «. h. B.lmlll: 46 Allownjr Avo. T.i.ia.ii inm G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. LögfrteSingur 702 Confederation Life Bld*. Talsimi 24 587 DR A. BLONDAL 601 M.dlcnl Art. Bldc Tnl.tmt: 22 2«6 ■ tnadnr .4r.tnkl.ca kvon.Júkdómo oc hornasjdkdóma. — Atl blttn: kl. 10—1» • h. oc 8—6 o. h. H.lmllt: 808 Vlctor St. Slml 18180 W. J. LINDAL BJÖRN STEFANSSON fSLENZKIB LÖQFRÆDINOAI & oðru gróifi 325 Main Street TaJs. 24 963 Hafa einnig skrifstofur a0 Lnudar og Gimli og eru þnr að hitta, fyrsta miðvikudaj I hverjum mánufll. Dr. J. Stefansson 11C MKDICAL ARTS BLDO. Roral Konnody oc Qraham Stnadar elaKCufrm auKun- eyrna nof- og kvrrka-.JUkdóma Br aC hltta fr4 kl. 11—12 f. h. oc kl. 8—6 e b. Tal.lomt i 81834 H.lmlll: 688 McMlllan Av« 42691 Telephone: 21 613 J. Christopherson, tslenskur Lögfrœðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitob*. MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donald and Graham. 50 Centa Tazl Frá elnum atatJ til annars hvar sem er í bænum; 5 manns fyrlr sama og einn. Állir farþegar á- byr*stir, allir bílar hitaT5ir. Sfnt 23 S06 (8T llnur) Klstur, töskur o BhúsgraBna- flutninjur. A. S. BARDAL 1 gelur llkklstur og &nn&st um útfnr ir. Allur útbún&óur sá b.atl. Ennfremur selur h&nn all.konnr mlnnisv&rt$& og legst.lna. 843 SMBRBROOKE 8T. Phonei 86 607 WI.NNIPB6 ÍSLENSKA KRÓNAN Deginum í gær 30. sept. lauk þannig, að engin breyting varð á því ástandi, sem hér skapað- ist í banka- og peningamálum við fall sterlingspundsins. Bank- ajnir skráðu ekkert gengi og heildsöluverslanir voru lokað- ar. Eftir síðustu erlendu fregn- um að dæma, virðist svo sem meiri kyrð sé að komast á aft- ur í peningamálunum. Hinar stóru gengissveiflur eru að hverfa, og jafnvægi smámsam- an að skapast. Norðurlönd virtust í fyrstu ætla sér, að halda gjaldeyri sín- um í gullverði hverju sem taut- aði. En sá góði ásetningur þeirra stóð ekki lengi, því nú hafa öll Norðurlönd horfið frá gullinnlausn seðlanna, og gjald eyrir þeirra er fallinn með sterl- ingspundinu. Danska og norska krónan fylgja svo að segja al veg sterlingspundinu, en sænska krónan er ofurlftið hærri ennþá. Þessir atburðir tala all skýru máli um forlög íslensku krón- unnar, þótt ekki hafi enn ver- ið ákveðið gengi hennar opin- berlega. —Mbl. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DH. 8. O. SIMPSON, N.D.. D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TBACHBR OF PIANO BANMING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Wlnnipeg Gegat pósthúsinu. Simi: 23 742 HelmiUs: 33 S2S Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— ■>n*C* f.rmh.r. M.rlmi 762 VICTOR ST. SIMI 24.566 Aanaat allskonar flutninga fmm og aftur um belnn. Helen Keller í Evrópu. Helen Keller, rithöfundinum blinda og mállausa, var boðið að ferðast um Evrópu, og var það félag í Jugoslavíu, sem bauð henni það. Helen flutti fyrirlestra víðs vegar og þar á meðal í ýmsum borgum Jugo slavíu. —Alþbl. ENSKUR LEIKARI misþyrmir austurrískum greifa Fyrir skömmu sat enski kvik myndaleikarinn Charles Lincoln ásamt kærustu sinni, hinni fögru Hilde Zimmermann, sem er þýsk, í einhverju skrautleg- asta veitingahúsinu í Karlsbad. Skamt frá þeim sat Czrenin greifi, sonur fyrverandi utanrík- isráðherra Austurríkis. Czernin sendi ungfrú Zimmermann kort, með einum þjónanna og bað hana að hitta sig á ákveðnum tíma og stað. Ungfrúin þekti greifann ekki neitt, og fékk kærasta sínum kortið? Daginn eftir fór Lincoln heim til greifans og lumbraði duglega á honum. Segir hann svo sjálf- ur frá, að hann hafi tvívegis barið greifann um koll. Héldu nú allir að þar með væri þessu máli lokið. En 1. september kemur Czrenin greifi fljúgandi til Lundúna, til þess að skora Lincoln á hólm, ann- að hvort í hnefaleik í Englandi, eða með vopnum í einhverju því landi, þar sem einvígi eru leyfð. Kvaðst hann ekki vilja liggja undir þ>eirri lýgi, að Lincoln hafði tvívegis barið sig niður. —Mbl. J. T. THORSON, K. C. Mcmikir llffrnklmgar Skrifstofa: 411 PARIS BLDG Siml: 24 471 DR EL J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. T.lilnl i assss DR. J. G. SNIDAL TAIVNLÆKNIR •14 Soaernct Block Portago Atm«« WINNIPBG BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri Stilllr Pianos og Orgel Simi 38 345. 594 Alveratone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.