Heimskringla - 28.10.1931, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.10.1931, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 28. OKTÓBER 1931 KENNARINN OG SKÓLINN Frh. Svo mikið hefir verið skrifað um þessi skólamál af svo mörg- um vitrum mönnum og konum, að það situr ekki á mér að fara mikið út í þau mál. En eins og eg sagði í byrjun þessarar grein ar, er það aðeins mín persónu- lega reynsla á 15 mánaða kenslu á mínu eigin barni hér í Wynyard skóla, sem er til- efni til þess að eg rita þessa grein. Eg er alls ekki kunnug neinu skóla fyrirkomulagi hér í landi, hvorki í Wynyard né annarsstaðar, svo eg er ekki fær um að segja mikið um það, nema það sem eg hefi fengið persónulega reynslu af. Mér er það ekkert launungar mál, að eg ber lítið traust og hefi því minna álit á sumum kennurun- um hér í W’ynyard. Tek það þó fram að það er enginn dóm- ur frá minni hálfu á kennara- stéttinni hér í landi sem heild, og eg býst við og vona að það sé nóg af góðum kennurum, og einnig hér í Wynyard, að sá sem eg ætla hér að minnast á sé nokkuð sérstök undantekn- ing. Veit eg ekki hver eða hverjir ráða, að slíkir kennarar hafa stöður við skóla árum saman. Eg kom hingað til W*yn yard í febr. 1930. Setti auð- vitað dreng minn strax á skól- ann, fór hann í 4. bekk þar sem hann hafði verið í skóla þeim sem hann kom frá. Ann- an eða þriðja daginn kom hann heim ör skólanum mjög leiður yfir því að kennarinn tryði því ekki að hann væri í 4 bekk. (Kennarinn líklega ekki tekið eftir því fyr að hann var þa*' staddur). Svo eg labbaði á stað til þessa kennara, fekk tækifæri að sjá hana og tala um þetta við hana inn í for- stofu heima hjá henni. Hefði eg ratað á bak dyramegin hefði eg sennilegast komist inn í eldhús- ið, því æði kalt var úti. Eg sagði henni að drengurinn hefði áreiðanlega verið í 4 bekk. og gæti eg ekki skilið í því að hann gæti ekki setið þar áfram, með þeim vitnisburði sem hann hefði fengið hjá fyrverandi kennara sínum. Svaraði hún á þá leið að útlit hefði hann alt til þes3 að geta lært. Hefir kennarinn sennilega ekki hugsað sér að gera sér neitt auka ómak fyrir þetta aðkomna og útlenda barn. Varð það þó úr að drengurinn sat áfram í 4. bekk. Seinni hluta síðast liðins vetrar hitti eg að máli eftirlits- mann skólans hér, var það á- setningur minn að tala um skólamál og þá sérstaklega við- víkjandi kenslunni hér í Wyn- yard . Meðal annars lét eg ljóst að mér findist drengnum mín- um miða lítið áfram hvað nám ið snerti, síðan hann kom hér f Wynyard skólann. Einnig gat eg þess, að fyrir 4 árum síðan, er við komum til þessa lands, hefði þessi drengur, þá 7 ára gamall verið alt að því fulllæs á íslenzka tungu, því til sönnun- ar á hann nokkrar smásögubæk ur heiman að, sem hann kann að mestu leyti utan að. Heima er það ákvæði að börn hafi fengið undirstöðu í lestri eða að mestu læs, áður en þau ná þar skólainngöngu. Skilst mér að slíkt ætti að vera mikill léttir fyrir kennarana, þá hitt að barninu ætti að veitast ýmis legt léttara hvað náminu við víkur, ef það þarf ekki að stafa eða stauta sig fram úr bókinni sem það er að læra eða er ætlað að læra, því eins og eg hefi tekið eftir, að jafnvel börn í hærri bekkjunum í skólanum hér, er ekki að mínum dómi það eg kalla fullkomlega les andi. Barst þetta í tal milli mín og eftirlitsmannsins, o r, svaraði hann því samþykkjandi og sagði að sumt fólk yrði aldrei vel læst. Varð eg ekki vör við að eftirlitsmanni fyndis’ neitt athugavert við það, þó fólk yrði aldrei full læst, svo eg þarf ekki að ætlast til mikil?. þó þetta barn mitt væri alles- andi þegar hann kom hér í Wyn yard skólann, bæði á ensku og íslenzku. Eftir minni áætlun átti þessi drengur, með þeim undirbúningi sem hann hafði, að ver a kominn alt að því upp úr 6. bekk, í stað þess að vera aðeins kominn upp úr 4. bekk. Það sem hélt honum til baka fyrsta árið hér var það að hann kunni ekki málið, og var þar af leiðandi settur í 1. bekk, og á fyrstu tveimur ár(unum miðaði hqnum upp 4. bekk og má heita hann sé þar en þá. 1 gömlu löndunum hefir það verið álitið undirstöðu atriði og mikið um það verið ritað og Winnipeg Community Fund Campaign — Nov. 2 to 7 GEFIÐ MEIRA 0G GLEÐJIST AF AÐ GETA GERT ÞAÐ Hvað sem byrðinni sem á bæinn legst líður, held- ur velferðar félag Winnipeg-borgar áfram! Tuttugu of fimm velferðar stofnanir, stríða við að halda hinu þarflega verki sínu áfram til að- stoðar blindum, öldnum, fátækum þurfalingum og munaðarlausum börnum. Á hjálp þeirri sem þér veitið, með því að styðja velferðarfélögin, hvílir, hve margra hag vér getum bætt, hve marga við getum glatt, sem nú eru sorgbitnir og bjargar-þurfar. Það sem við þurfum með í ár, eru $400,000. Því fé verðum við að safna. Allir sem geta vonum vér því að gefi ríkulega, og gleðjist af því að ástæður þeirra leyfi þeim það. WINNIPEG C0WMLHITÝ FUND ADMJNISTERED BYTHE FEDERATED BUDGET BOARDo/WINNIPEG.INC rætt, að kenna börnum snemma að lesa, gera þau sem fyrst læs. Að það væri undirstöðuatriði allrar mentunar. Hér er þetta máske skoðað sem gamaldags óþarfi, sem einnig kosti of- mikla fyrirhöfn og umhugsun fyrir umsjónarmenn og kenn- ara. Eg spurði eftirlitsmanninn meðal annars, hversvegna ekki væri kensla í neinu verklegu hér við skólann? Hvert það væri hvergi í Canada? Svar aði hann mér að svo væri f stærri bæjum og borgum. Ep spyr: Hvers á fólkið að gjalda í smærri bæjunum? Er ekki stúlkunum þar eins mikil þörl á að læra að stoppa í gat á sokknum sínum? — og hvað annað sem handavinnu við kemur? Eða drengjunum, ei þeim ekki eins nauðsynlegt að nema, eitthvað á verklega svið inu? Vel lítur út sem sveita- börnin þyrftu þess eins mikils með og í stórborgunum. Eg hefi hugsað að vel gæti allur sá ónotaði tími sem stúlkur og drengir verja til einkis í iðjuleysi, með öllu því sem af því leiðir, væri betur notaður til þess að kenna börnum ýms þau verk eða iðnað sem þau geta búið að í framtíðinni. Allur sá fjöldi sem í skólunum situr, er naumast líklegur til að geta notast að bóknáminu einu sem lífsframfærslu. Svo er það oftast útkoman, minsta kosti fyrir stúlkubörnunum, að þeirra verkahring verður svo varið, að full þörf er á að gera þeim skiljanlegt og hjálpa þeim og kenna þeim verklegu störf- in, því bráðlega finna þær, að lífið er ekki tómur leikur. Og er ekki heppilegast að byrja á því við börnin á skólanum? Eg orðlengi ekki þetta atriði, því flestir munu finna og skilja hvílík nauðsyn ber til að hrinda slíku í lag. Eg mintist á eitt atriði enn viðvíkjandi skólamálum við eftirlitsmanninn. Mér findist að börnin í lægri bekkjunum, ættu að hafa einhvern dálít- inn heima lærdóm á hverju kvöldi þegar þau koma heim. Eftirlitsmaður skoðaði það á annan- veg, kvað sex stunda vinnu nóga fyrir þau á hverj- um degi. Það má satt vera, ef um vinnu væri að ræða, en eg lít svo til að þau komi ó- þreytt heim og mundu þola það að líta í bók að kvöldum stund og stund. Eg er viss um að ekki mundi nokkurt barn saka, þó því væri ætlað að kynna sér hlutverk þau sem þeim er ætlað næsta dag í skólatíma. En einnig þetta myndi kosta umhugsun og fyr irhöfn af hálfu kennaranna að láta börnin taka bækurnar heim með sér og ganga eftir því að þau kynti sér næsta dagsverk. í Evrópu er sama ákvæðið á þessu og með lestur inn. Börnunum er fljótt gefin lexia sem þau eiga að læra heima, einhverskonar utanlær- dómur; er álitið að það auki og styrki minnið og flýti fyrir sálarþroska barnsins. Andleg störf vinna á sama hátt á sál- arhæfileika barnsins, framkalla meiri og meiri hugsun og vits- muni, eins og góðar líkams- æfingar gefa líkamanum meiri styrkleik og þol. Úr heimsókn hjá eftirlits- manni fór eg heim léttari í huga, með von um að ferð mín þangað hefði einhvem á- rangur í framtíðinni. Var hann mjög kurteis og þolinmóður því eg sat þar lengi. Enn sem komið er hefi eg ekki séð neinn árangur af heimsókn minni, er hálfhrædd um að það hafi fallið úr minni hans þessi koma mín og alt samtalið um leið, að öðruleyti en því, að eg þykist þess full- viss að eftirlitsmaðurinn hefir sagt hinum áminsta kennara, einhvernvegin lagað, að eg værl óánægð með framfiör drengsinr við skólann og ætti þar kenn- arinn sök að máli. Þessi á- lyktun mín stafar af þeirri á- stæðu, að næst þegar drengur- inn kom heim með einkunnar- bók sína stóð þar þessi athuga- semd frá kennaranum: ‘‘Byrgir is very careless”. Þetta er i eina skifti, sem nokkuð hefir af nokkru tagi staðið, viðvíkj- andi hegðan hans eða háttsemi síðan hann kom hér í skólann. Skal eg ekki neitt um segja. því eg veit ekki hvaða mæli- kvarða kennari þessi hefir “carelessness” í þessu sam- bandi. Eg er kennara alveg samþykk í því tilfelli, ef hún hefir átt við það, að hann lærði ekki af sjálfum sér, er eg fyllilega með henni f því að honum sem öðrum börnum þarf að kenna svo að hann geti lært, svo það verður álitamál hjá mér, og kannske einhverjum fleirum, sem til þekkja, hvert þeirra muni vera meira “care- less” kennarinn að kenna eða drengurinn að læra, en út yfir tekur að honum fer altaf aftur við hvern rnánuð, og óskandi væri að sama tilfellið ætti sév ekki stað með kennarann. I marzmánuði er einkunn drengs- ins frá kennara í stöfun 85, í lestri 92, í landafræði 46. í apríl mánuði í stöfun, 84, í lestri ekkert, í landafræði 50. í maí engin einkunn. Við vorpróf í stöfun 65, í lestri 86. í landafræði 12. Eg læt þetta nægja sem sýnishorn á aftur- för drengsins í skólanum, aðal- einkunn drengsins við vorpróf eru 49 stig. Og við einkunnar- skýrteini drengsins þessi athuga semd: “Byrgir has got the abil- ity, but does not apply it”. Nokkru eftir vorpróf tók eg mér eina ferðina enn á hendur Fékk mér upplýsingar um næsta skólaráðsfund og hvar það kæmi saman og lét skóla nefndinni í ljósi óánægjju mína yfir kennara þeim sem drengur inn hafði haft. Voru þeir þar 5 samankomnir. Einn landi minn var þar á fundi svo eg gat brugðið fyrir mig því máli sem eg kunni. Lagði eg fram fyrir þá klögun þá sem mér fanst réttmæt í garð hins áðurminsta kennara, en að því var lítil! gaumur gefin, kvað einn þeirra þá ekki hafa tíma til slíkra mála því þeir hefðu í öðru að snúast Hefir sá hinn sami að líkindum ekki setið við lögmannskaup þessum fundi. Hann gekk þó æði vel fram í að verja kenn arann, sem um var rætt, meðal annars er hann sá einkunnar skýrteinið drengsins, vildi hann víst hugga mig með því að segja að útkoman væri mjög svipuð því sem sinn drengur hafði fengið, en bætti því við að ekki dytti sér í hug að kenna kennaranum um þó ekki væri hann betri til náms, eða eitt- hvað á þá leið. Eg vissi raun- ar ekki þá hve mikill sá mað ur var er við mig talaði og hefði víst átt að verða yfi»* mig kominn af gleði yfir því að drengurinn hans og drengurini minn skildu vera svona líkir. Ætli drengurinn hans hafi setið eftir í bekknum? Ólíkt þykir mér að kennarinn hafi ekki vitað betur? Af þessum skólaráðs- fundi bar eg lítið út býtum. Hvernig hinir skoðuðu þessa kröfu mína, eða hvort þessi kenn ari er átrúnaðargoð þeirra allra veit eg ekki, enda situr ekki á hverjum einum að tala eða að vera að gefa orð í belg þegar slíkir menn tala. íslendingur- inn þagði ekki með öllu, virtist furða 9ig mest á að mér skildi ekki falla þessi kennari. Sagði eg eitthvað á þá leið, að eg vildi heldur vita drenginn minn 5. bekk hjá góðum kennara, heldur en í 12. bekk hjá léleg- um kennara eins og eg áliti jennan áminsta kennara vera. Virtist landinn verða mjög hrærður við slík hrotta ámæli i garð kennarans, og segir: “M]rs Lindal, Do you know her?” Eg svaraði því víst ekki, því tím- inn var naumur að tala um slík mál á skólaráðsfundinum. Eg sagði skólanefndinni, að sem kennara míns barns gæti eg ekki notast við hana. Ætli það yrði ekki einhver í W)yn- yard sem vildi skrifa undir það með mér? En hvað getur fólk- ið gert? Eg hefi talað við skóla eftirlitsmann og skólaráð við engan árangur. Eg var að því komin að skrifa mentamáladeild stjórnarinnar þegar eg sá greinina: “Parents and the School”, í W]ynyard Advance. Datt mér þá í hug að skrifa fáein orð í “Advance” Mér er ljúft að hreifa þessu máli, það er fjöldans og heild- arinnar og tilheyrir engri sér- stakri klikku: Reynið að vera á verði, þið foreldrar, að þið sendið bömin ykkar á skóla til þess að hafa not af skólagöngunni og gagn fyrir lífsferilinn sem þau eru að halda út á, en ekki til þess að verja þriðjung æfinnar á skólabekkjunum, með þeim á- rangri, að verða ónýtur og gagn slausir letingjar með enga getu til nokkurs heiðarlegs starfs á plífsbrautinni. Við förum héðan og skiljum bömin okkar hér eftir. Hvað skiljum við þeim þá eftir? Peninga þurfa þau ekki. Þau þurfa að eiga heil- brigða sál í hraustum líkama þora að berjast fyrir réttlætið og sannleikan. Vilja vinna verk sín samúðarfull og störf sín með trúleik og dygð. Eg lofaðist í byrjun til þess að vera fáorð en finn nú að á- fram megi halda óravegi. Eins og störfum mínum er háttað er hvorki tími né tækifæri fyr- ir mig til ritstarfa, ,bið eg því lesendur þessarar greinar að af saka þó að í nokkrum molum sé, en óska að einhverjir megi tína eitthvað úr þeim sér til gagns. Ingibjörg Lindal —Wynyard 11. sept. 1930. NÝRNA VEIKI Af henni leiðir að eitur safnast fyrir í líkamanum sem orsakar óþolandi glgt í baki, lendum og fótum. Takið inn Gin Piils til þess að baeta nýrun aftur og losast við eitrið úr líkam- anum. 217 Atvinnuleysi á Akureyri Bæjarstjóm Akureyrar telur fyrirsjáanlegt atvinnuleysi í bæn um í haust og komanda vetri og hefir skorað á atvinnuveit- endur að láta menn búsetta í bænum sitja fyrir vinnu, og að- varar utanbæjarmenn að koma þangað í atvinnuleit. —-Mbl. ÞÉTTBÝLI OG STRJÁLBÝLI. Jörðin óbygð enn að mestu leyti Það er talið að 1.9 miljarðar manna lifi á jörðinni, og hafa sumir haldið því fram að þeim megi ekki fjölga til þess að jörð- in geti framfleytt þeim. En í eftirfarandi grein sýnir þýskur maður Ulrich v. Riet fram á hver fjarstæða það er. Mann- kynið hefir hópast saman á til- tölulega litlum blettum, en lang- stærsti hluti heimsins er ákaf- lega strjálbygður, eða óbygður með öllu. Á þrem svæðum á jörðinni er léttbýli mest: í Mið-Evrópu og nágrenni hennar, Indlandi og Kína. Á þessum tiltölulega litla hluta jarðar vorrar lifa um tveir iriðju hlutar alls mannkyns. En sex gríðarstór svæði eru mjög strjálbýl, eða óbygð með öllu, sem sé Canada, Síbería, norður- íluti Suður-Ameríku, Sahara og Sudan, norðurhluti Suður-Af- ríku og Ástralía. 1 þessum lönd um er ekki nema einn íbúi á mörgum ferkílómetrum, en í Mið-Evrópu eru 150 og jafnvel 250 íbúar á hverjum ferkíló- metra, og í sumum héruðum Kína eru jafnvel 1000 íbúar á hverjum ferkílómetra. Aðalástæðurnar til þess að fólkið hefir þannig safnast sam- an á vissum stöðum, er átthaga- ást, erfið leikarnir við að setj- ast í framandi landi, ferða- kostnaður og fleira. Að vísu hafa ótölulega margir yfirgefið ættjörð og óðul, eins og best sést á því að meginþorri ajner- ísku þjóðanna er kominn frá Evrópu, en í samanburði við fólksfjölgunina heima fyrir var útflutningurinn alveg hverfandi lítill. — Af hinum sex strjálbýlu svæð- um jarðar, eru tvö köld og fjög- ur heit. í Canada og Síberíu eru vetrar til dæmis mjög kald- ir. Þar eru 40 stiga frost al- geng og auk þess grimdar stór- hríðar. Auðæfi þessara landa liggja aðallega í því, að þar er mikil loðdýraveiði, en auk þess eru þar miklir barrtrjáfrumskóg ar, sem nýskeð er byrjað að höggva. Það sést á því, hvað norðurhluti Canada byggist nú óðum að menn geta vanist kuld anum. Ýmis héruð, þar sem nú eru komnar stórar borgir (t. d. Wrinnipeg) voru um eitt skeið talin óbyggileg vegna kulda. En nú hafa menn komist upp á að rækta kvikfé, sem þolir vel kulda, og sérstaka hveititegund sem þrífst vel og þroskast á hinum stuttu en heitu sumrum. Þess vegna hafa nú stór land- flæmi orðið byggileg, og þess vegna er Canada nú mesta hveitiland í heimi. Eins gæti farið um Síberíu, ef hún væri ekki lokuð af þólitískum ástæð- um. Bandaríkin hafa fyrir nokk- urum árum takamarkað mjög aðstreymi innflytjenda.en þó eru stór landflæmi í vesturríkjunum enn mjög strjálbýl og lítt rætk- •uð. Norðurhluti Suður-Ameríku má heita algerlega óbygður, og þar eru geisilegir frumskógar og SVO þéttir að það kostar á- kaflega mikið fé og erfiði að rækta landið. En þó gæti þar verið hin frjóvsömustu héruð og þau gætu hæglega framfleytt hverju mannsbarai á jörðunni. Hið sama má segja um hita og rigningabelti Afríku. Þó eru skiftar skoðanir um það, hvort hvítir menn geti verið þar bú- settir, því að hvfti kynþáttur- inn þolir mjög illa heitt og rakt fjölskyldunni —daglega pott af heUsu og saelu í tiUuktri fiösku af— CITY MJÓLK Verut viss um aö hiðja um hlð hezta—en það er geril- sneidd City mjólk. Sími 87 647

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.