Heimskringla - 28.10.1931, Blaðsíða 8

Heimskringla - 28.10.1931, Blaðsíða 8
8. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 28. OKTÓBER 1931 FJÆR OG NÆR. Sr. Ragnar E. Kvaran flytur guðsþjónustu á Gimli, næst- komandi sunnudag, 1. nóv., kl. 3 e. h. • • • Pólk er vinsamlega beðið að minnast fyrirlesturs hr. Jóns Ólafssonar í kirkju Sambands- safnaðar á föstudagskvöld- ið. Aðgöngumiðar kosta að- eins 25c og rennur ágóðinn í hjálparsjóði beggja íslenzku safnaðanna. Hefst kl. 8 e. h. * * • Nú er tíminn að byrja vetrar- starfsemi bindindismálanna. Og nú biðja umsjónar konur barna- stúkunnar alla foreldra og að- standendur þeirra barna, sem tilheyra barnastúkuni að senda eða koma með börn sín á I. O. G. T. Hall, næsta laugardag, kl. 2.30 e. h. til að endurnýja félags starfsemina eftir langt sumar- frí. Það er óskað og vonað að öll áður innrituð börn sæki fund- inn; og ennfremur að mörg ný bætist við. Foreldrar, hjálpið til að gera ROSE THEATRE Thur. Frt. Sat. This Week Oct. 29 - 30 - 31 Two Pictures For One Prtce NORMA TALMADGE in “Du Barry” and SLIM SUMMEKVILLE The Firstto Fight Kiddíes! Look! Free! Saturday Matinee — 500 Masks Mon. Tue. Wed. Next Week Nov. 2-3-4 Vears Funniest Picture ‘LonelyWives’ Oomedy — News — Variety NOTE PATRONS Silverware now TWO NIGHTS a week Tuesday & Wednesday Same Price both nights Exchange Furniture Bargains SAVE BY OUR CLEARANCE PRICES ON RECONDITIONED FURNITURE. EVERY STYLE AVAILABLE ON VERY EASY TERMS. 'The Reuable Home Furhismers" 492 Main St. Phone 86 667 CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Carage and Repair Servic* Banning and Sargent Sfmi 33573 Haima síml 87136 Expert Repavr and Complete Garace Serrice Gm, OiU, Rxtras, Tir«a, Batterie*. Etc. þetta félag gagnlegt og skemti- legt, hjálpið til að vernda ís- lenskan æskulýð fyrir slæmum utanaðkomandi áhrifum. Cæzlukonur Ungtemplara * * * Almenn guðsþjónusta verður haldin ef Guð lofar, sunnudag- nn 1. nóvember kl. 2.30 e. h. í Lundar kirkju. Mr. G. P. Johnson predikar Fólk er vinsamlegast beðið að jölmenna. Alilr velkomnir! • • • Rósa Ólafsson, tuttugu og fjögra ára að aldri, dóttir Þór- arins heitins Ólafssonar og konu hans, dó í gær, að heimili móður sinnar 636 Victor St. Rósa heitinn var fjölhæf að gáfum og indæl stúlka og er saknað sárt af öllum er henni kyntust. Jarðarförin fer fram á morgun (fimtudag) frá útfar- arstofu A. S. Bardals. * • • Leikfélag Sarrlbandssafnaðar er að undirbúa stóran leik, sem verður sýndur fimtudaginn og föstudaginn þann 19 og 20 nóv., í Goodtemplarahúsinu. Leikurinn heitir “Sherlock Hol- mes”, og er saminn úr sögum A. Conan Doyles. Mikill undir- búningur er samfara því að setja á stað svona mikinn leik. er 17 manns taka þátt í, en ó- hætt má treysta því að leikfél- agið geri honum góð skil. Leik- :rinn er hrífandi og þrunginn af atvikum alt í gegn. Nánari auglýsingar koma í slenzku blöðunum síðar. • • • SPILAFUNDUR OG DANS WHIST Kvenfélag Sambandssafnaðar efnir til kveldskemtunar í Good templara húsinu, þriðjudaginn 3. nóv. n. k. Spilaverðlaun hafa góðfúslega gefið: D. R. Ding- wall, Henry Birks og Mitchell- Copp Jewellers; Lyceum Photo Studio, Foote and James Phot- ographers og W. C. McDonald. Herra Pétur Sigurðsson stjórnar vistinni. ..Ágæt orchest ra spilar fyrir dansinum, Russ Simpson og félagar hans, sem eru alþektir fyrir sína ágætis hljómleika í betri danssölum borgarinnar. Kvenfélagið vonast eftir að fólk fjölmenni. Inngangur að eins 25 cents. Byrjað verðui að spila stundvíslega kl. 8. e. h Dansað frá 10 til 12. • • • Dr. Rögnvaldur Pétursson, kona hans, og sr. Ragnar E Kvaran komu í gærmorgun vest an frá Saskatchewan. Þaðan sögðu þau ekkert frétta utan stirða tfð og að þreskingu væri víða ólokið enn þar vestra. • • • Hákon Kristjánsson frá Wyn- yard, Sask., kom til bæjarins s. 1. þriðjudag. Hann kom til að leita sér lækninga við bak veiki, er hann hefir þjáð undan- farið. * * * Sauma-félag Fyrstu lúthersku kirkju hefir “Silver Tea” mið- vikudaginn 4. nóv. að heimili Mrs. J. Markússon 661 Ingersoli St., frá kl. 3 til 5 að deginum, og frá kl. 8 til 11 að kvöldinu. • • • Jakob Vopnfjörð frá Blaine, Wash., hefir verið staddur í bænum um viku tíma. Hann kom til að sjá son sinn Davíð, er um nokkurt skeið hefir hér á sjúkra húsi verið. Jakob leggur af stað vestur í dag. * * • Afar fjölmenn spilasamkoma (Bridge Party) var haldin að heimili Mrs. Pétur Anderson, 808 Wolsey Ave., undir umsjá linnar deildar kvenfélags Sam- bandssafnaðar. 'Vffir 20 borð voru setin og skemtu gestir sér hið bezta. Verðlaun hlutu Miss Helen Ramsay, Miss Emma Johnson og Mrs. Friðr. Kristjánsson, Mr. Páll S. Páls- son, Mr. Thorst. Borgfjörð Jr. og Thorv. Pétursson. Nálægt 100 manns tóku þátt í samkom- unni. ’ • • • Andlátsfregn Laugardaginn 10 þ. m. and- aðist að heimili sínu, í Swan River bygð, húsfrú Egilsína Sigurveig, kona Sæmundar Helgasonar. Hafði hún lengi þjáðst af sjúkdómi þeim er leiddi. hana til bana. Hún vai hin mesta myndar kona og hug- ljúf þeim er henni kyntust. Hún var jarðsungin þann 13. þ. m. af séra Reid, presti ensku kirkj unnar í Swan River. Egilsínu sálugu verður nánar minst í Heimskringju innan skamms. • • • Þakklæti Við undirrituð vottum okkar alúðar þakklæti öllum þeim er á einhvern hátt sýndu Þorbergi sál. Fjeldsted í Selkirk samúð og vináttu meðan hann átti við sjóndepru að búa; þar á meðal ekki sízt þeim er oft styttu hon- um stundir með því að lesa fyrir hann blöð og bækur. Einnig þökkum við þeim öll- um, sem veittu honum aðstoð og hluttekningu þann stutta tíma, sem hann var veikur og þeim mörgu, er heiðruðu útför hans með nærveru sinni. 25. október 1931. Arnfríður Thordarson, börn Þorbergs og tengdabörn. • • • Laugardaginn 24. okt. s. I. var framkvæmd tvöföld hjóna- vígsla af séra Benjamín Kristj- ánssyni, 796 Banning St. Winni- peg, þar sem gefin voru saman í hjónaband þau Herbert S. Eyjólfsson frá Hove, Man., og Jónína Anna Sigurðsson frá Lundar, Man., og þau Jón Ólaf- ur Olsen frá Westfold, Man., og Valdheiður Adelaide Sigurðson frá Lundar, Man. Brúðirnar eru systur, dætur Mr. og Mrs. Sigf- úsar Sigurðsson, Lundar, Man. • • • Vegna forfalla verður messu frestað að Hayland Hall frá 25 oktober til 1. nóvember n. k. Hlutaðeigendur eru beðnir að veita þessu athygli. • • * “Fálkarnir” hafa Whist Drive and Dance í G. T. húsinu á hverju laugardagskvöldi. Félag þetta vinnur sleitulaust að því að halda uppi íslenzku íþrótta- lífi í þessum bæ. Það á skilið aðstoð allra íslendinga við það verk. • • • Hinn heimsfrægi leikur “The Passion Play”, verður sýndur í ‘Playhouse Theatre’ bæði þessa og næstkomandi viku. Eins og kunnugt er, þykir leikur þessi einn af fremstu leikjum heims- ins. • • • Lesið auglýsingu á öðrum stað í blaðinu frá Winnipeg Community Fund-félaginu. Mál efnið sem hún lítur að, er þess virði að því sé hinn alvarleg- asti gaumur gefinn. hélt hann að hann gæti gripið það hjá kirkjuvöldunum. Er farið var að líta eftir í bókum kirkjunnar, kom það upp úr kafinu, að maðurinn var í raun og veru ógiftur. Þá rifjaðist upp einkennilegur atburður, er átti sér stað í “brúðkaupinu” fyrir mörgum ár um. — Hjónaefnin ætluðu að láta gifta sig í einni af kirkjum borgarinnar og alt fór fram með venjulegum hætti. En svo þegar hjónin stóðu frammi fyrir altarinu og prestur inn átti ekki annað eftir en að spyrja þau hinum lögformlegu spurningum, þá segir hann alt í einu: “Eg verð að biðja yður að fyrirgefa, að eg þarf að bregða mér frá.’’ Og í því rauk presturinn frá altarinu, út úr kirkjunni, yfir götuna, heim í íbúð sína. En síðan hefir aldrei til hans spurst. Nú var haldið að hjónavígsl- an væri um garð gengin. En þegar farið var að rannsaka málið, kom það upp úr kafinu, að þau höfðu aldrei verið lög- lega gift. —Lesb. Mbl. FRÆGIR DEMANTAR ÞAU VORU EKKI GIFT í Par.s viidi það til fyrir nokkru, að maður einn ætlaði í ferðalag til Ameríku, og þurfti að fá vegabréf. Til þess þurfti hann að sýna hjónavígsluvottorð því hann ætlaði í erfðafjárerind um vestur. Hann hafði, eftir því sem hann best vissi, lifað í hamingjusömu hjónabandi í mörg ár, og hélt því, að það væri hægðarleikur að framvísa hjónavígsluvottorðinu. En þetta fór á annan veg. Hann hafði aldrei neitt vottorð fengið, er hann gifti sig. En nú Á hverju ári eru grafnir ú jörðu demantar, sem eru um 1! miljóna sterlingspurída virð (um 265 milj. íslenskra króna) Stærstu demantanámurnar eri í, Suður-Afríku, en þó eru ti ýmissir fræfeir demantar, sen menn vita ekki hvaðan eru. — Stærsti demantinn, sem fundis hefir, er hinn svonefndi “Culin an”. Hann vegur 5.2 kg. oí fanst í Suðug-Afríku. Árið 1668 keypti Lúðvík XIV Krakkakonungur hinn fyrst! bláa demant, sem sögur fara af í stjórnarbyltingunni í Frakk landi var honum stolið, og hanr brotinn sundur í þrjá hluta Einn hluturinn af honum ei hinn illræmdi “Hope”-demantui sem einu sinni var seldur fyrii 32000 sterlings pund (um 70( þús ísl. krónur), en talið ei að sú ógæfa fylgi, að allir sem eignast hann, bíði voveif legan dauða. Og þótt undar legt kunni að virðast, haR I allir eigendur hans farist vov eiflega. Frægur er Koh-i-noor dem- anturinn. Hann er nú eigr Englands-drotningar. Um hanr ganga þau munnmæli, að ári? 1304 hafi Aladdin soldán rænl þessum kostagrip frá Rajaha anum í Malva, er hann vanr gersigur á honum. Þegai Austur-Asíufélagið enska lagð Punjab-héraðið undir sig árií 1849, var Koh-i-noor demant- urinn geymdur í Lahore, en þá tekinn þaðan og sendur drotn- ingunni í Englandi. Var hann hafður á sýningunni í London 1851. Indverskur demantur, sem kallaður er Orloff-steinninn, eT líka víðfrægur. Katrín II. Rússa drotning keypti hann af Drloff prinsi, og síðan var steinninn settur í veldisstaf Rússakeisara, og var þar þangað til bolsar tóku völd. Steinn þessi var einu sinni auga (augasteinn) í goðlíkneski í Mysor hofinu í Indlandi. Franskur hermaður stal honum þaðan, og komst hann svo til keisaraættarinnar í Rússlandi. -Lesb. Mbl. PÓLSKA HLIÐIÐ Nýjar tillögur til lausnar á þ> vandamáli.' Samband Evrópuþjóða, ser hefir aðsetur sitt í Vín, hefi nýlega sent þýsku og pólsk Ragnar H. Ragnar pianist and teacher Studio: 566 Simcoe St. Phone 39 632 Palmi Palmason L. A. B. violinist and teacher Studio: 654 Banning St. Phone 37 843 Joint Studio Club Every Month Pupils prepared for examination stjórnunum tillögur um það hverjar breytingar verði að gera á hinu svonefnda “pólska hliði”, landræmunni sem Pólverjar fengu þvert í gegn um Þýska- land að Éystrasalti. Segir þar meðal annars svo: — Af þeim-'vandamálum álf- unnar, sem enn eru óieyst, ber fyrst og fremst að nefna pólska hliðið. Eins og gengið var frá því máli í Versalasamningnum, eru allir óánægðir með það, Þýskaland, Danzig, Austur- Prússland og Pólland. Það verð ur því að reyna að finna ein- hverja lausn, sem allir málsað- iljar geti sætt sig við. Lagt er til, að fríríkið Danzig og austurhluti hliösins falli að nýju undir Þýskaland, en Pól- verjar haldi vesturhlutanum og þar á meðal skipaskurðinum frá Gydnia til Dirschau. En Weich- selósar skuli vera alþjóðaeign. Auk þess þurfi að nást samband milli Austur-Prússlands og Þý9kalands. Tveir svissneskir verkfræð- ingar Jules og Charles Kaeger hafa verið fengnir til þess að ráða fram úr því hvernig þetta sé unt. Þeir leggja til, að gerð verði járnbraut og bílvegur sam hliða milli Austur Prússlands og Þýskalands. Þessar brautir ætti að byrja hjá þýska landa- mærabænum Stolp og liggja til skagans Hela. Þaðan skuli þær liggja eftir uppfyllingu yfir Putz iger-víkina og koma á land skamt frá Gydnia. PJn þaðan og til Danzig yrði þær að liggja f jarðgöngum, 7—8 km. Væri lögð einföld braut og bílvegur, áætla þeir að mannvirki þetta muni kosta 22 miljónir gull- franka, en sé brautin höfð tvö- föld þá 34 milj. gullfranka. Er talið að þessi lausn á málinu mundi verða mjög þýðingar- mikil fyrir hina aðskildu hluta Þýskalands og þó sérstaklega fyrir Danzig og Austur Prúss- land. Að lokum er þess getið, að þjóðirnar í Evrópu verði í öll- um atriðum að reyna að fylgjast með kröfum 20. aldarinnar, og finna nýjar lausnir á þeim vandamálum, sem að steðja. Og ef hægt verði að sætta Þjóðverja og Pólverja nógu snemma þá sé miklu meira unn ið við það heldur en 19 afvopn- unarráðstefnur. Pólland gæti þá dregið úr vígbúnaði sínsm, og þá lægi beint við, að F’rakkar og Þjóðverjar tæki höndum saman. Það væri því jafnframt meiri líkur til þess, að eitthvert veru legt gagn yrði að afvopnunar- ráðstefnum. —Mbl. FORSETA TENNUR Hoover Bandaríkjaforseti var í sumar á ferð í St. Louis. Þar fekk hann tannpínu. Tann- læknir dróg úr forsetanum tönn. Þetta vitnaðist. Tann- læknirinn fékk bréf nokkuru síðar, þar sem maður nokkur biður hann að selja sér tönn- ina úr forsetanum fyrir 10 doll- ara. Tannlæknirinn gerir það. En brátt fekk hann fleiri tilboð í tönnina, og var boðið mikið hærra verð. Nú sá tannlæknirinn, að hér var að opnast gróðavegur. Hann seldi brátt forsetatennur út um öll Bandaríkin. Menn, sem hafa gaman af að safna sjaldgæfum gripum, lögðu sig í iíma til að fá slíkan merkisgrip. En svo vildi til óhapp. Sami maður fekk í sína eigu tvo vís- dómsjaxla úr forsetanum, sem báðir áttu að vera úr neðri góm, vinstra megin. Hér hlaut eitt- hvað að vera bogið. Tannlæknir MESSUR 0G FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegá kl. 7. e. h. Safnaðamefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálparaefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. I Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. inn var kærður fyrir svikin. Honum taldist til, að hann hefði þá selt 884 forsetatennur. —Mbl. BRÚÐKAUPSVEISLA sem endaði með skelfingu í þorpi nokkru í héraðinu Czernowitz í Rúmeníu, hélt rík- ur bóndi brúðkaup dóttur sinn- ar hinn 1. september. Brúður- in var fegursta stúlkan í þorp- inu og hafði hún hryggbrotið marga biðla. — Eftir hjónavígsl una í kirkjunni söfnuðust flest ir þorpsbúar til veislu í húsi föður brúðarinnar, en er veislan stóð sem hæst, komu inn tveir piltar, sem brúðurin hafði áður hryggbrotið og tóku að skjóta á veislugestina. Skutu þeir brúðhjónin, foreldra brúðarinn- ar og annan svaramanninn. Síð an hlupu morðingjamir á burtu og þorði enginn að reyna að hafa hendur í hári þeirra. Gömlu hjónin og svaramaður- inn biðu bana, en brúðhjónin voru með lífsmarki og flutt þeg ar í sjúkrahús. —Mbl. Guðmundur Kamban Símfregn frá Kaupmannahöfn hermir: Konunglega leikhúsið hefir keypt leikrit Guðm. Kamb an9, “Stjörnur eyðimerkurinn- ar”. Verður það líklega leikið í nóvember. —Alþbl. TIL SöLU 314 ton Sterling Truck $300.00; Sögunar milla $450.00; 22 h.p. Steam Tractor $450.00; 25-50 Kerosene Tractor $1200.00; 9 h.p. Case Portable $200.00; 20 in. Planer $475.00; One Team Horses $200.00; One Black j Heavy Horse $125.00. P. O, BOX 102 WINNIPEG BEACH, MAN. r • ......... . The \ Playhouse í kvöld kl. 8.15 og daglega fram ttl 7 nov. Eftirmiðd. sýningar miðv.d. og laugard. 2.30. Fyrir börn föstud. kl. 3 e. h. FREIBURG PÍNINGAR SAGAN ADOLPH FASSNACHT SEM KRISTUB, og hinir upphaflegu 33 þýzku leikendur. 200 manns á leiksviðinu_ Kór og hijömsvcit 250 manns BOX OFFICE I PLAYHOUSE Símar 88 301-2 Kveld: 75c, $1.00, $1-50, $2.00. Stúkur $2.50. Miðv. og laugard. eftirmiðdagssýningar 50c, 75c, $1.00, $1.50. Stúkur $2.00. Fyrir böra föstud. 50c fuUorðna $1.00 (engin föst sœti.) Leikstjóri Fred M. Gee »— - /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.