Heimskringla - 28.10.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.10.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 28. OKTÓBER 1931 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSÍÐA þér sem n otiS TIMBUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. Sigurdsson, Thorvaldson co. LTB. GENERAL MERCHANTS OTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS ARBORG „ RIVERTON HNAUSA rk<H 1 rk*M 1 rk.»t M. »1m M MANITOBA, CANADA. ÞÉR GETIÐ AVALT KEYPT ÓDÝRARA TE, EN BLUE RIBBON — OG ÞÉR FÁIÐ TE— EN ÞAÐ ER LÍKA ALT OG SUMT. Blue Ribbon Limited WINNIPEG CANADA loftslag. Þó hafa Portúgalar sýnt það í norðurhluta Brasilíu, að hvítir menn geta hafst við í slíku loftslagi. 1 hinum framtíðarlöndunum, Sahara-Sudan, Suður-Afríku og Ástraiíu er heitt og þurt lofts- lag, sem á val við hvíta menn. En því miður er þar lítill gróð- ur vegna vatnsskorts. Þar, sem ekki er vatn, þar er ekkert líf. Og þess vegna verður að koma þarna á áveitum, og er það hægt á margan hátt. Hefir þeg- ar verið gert nokkuð að því, en það er hverfandi lítið á móts við það, sem vænta má, að vinnuvísindin komi í fram- kvæmd, er stundir líða. Minstur hluti af eyðimörkunum þarna er sandur, heldur að eins ófrjó jörð, vegna vatnsskorts, og þess vegna þarf ekki annað en vökva hana til þess að þar verði hin mestu Gósenlönd. Slík áveitu- lönd eru mörgum sinnum betri, heldur en hin, sem rigningar vökva, því að þar er hægt að takmarka vökvun jarðarinnar eftir þörfum. Fram að þessu eru það aðal- lega Evrópumenn, sem flutst hafa að heiman til framandi landa í stórum etfl. En á seinni öidum hafa Kínverjar og Ind- verjar farið að dæmi þeirra. Nú sem stendur á fjöldi Kín- verja heima í Austur-Indlandi, Indlandseyjum Hollendinga, Nýju Guineu, Kyrrahafseyjum, Mexikó og Perú. Sægur af þeim flytst og árlega til Mongol- íu og Síberíu. t Californíu er líka fjöldi Kínverja og hafa þó Bandaríkin beitt öllum brögð- um til þess að sporna við inn- flutningi þeirra. Og Ástralía er einráðin í því að hleypa ekki inn öðrum en hvítum mönn- um. Indverjar flytjast aðallega vestur og suður, til Mesopotam- íu, Arabíu, Austur- og Suður- Afríku og hafa stofnað þar mannmargar nýlendur. Einnig flytst nokkuð af þeim til Trini- dad (Vestindia), Guayana og norðurhluta Suður-Ameríku. Oft virðist svo, að jörðin sé orðin of lítil fyrir þann fólks- fjölda, sem á henni lifir — en þó er sannleikurinn sá, að meg- inhluti hennar er óbygður eða lítt bygður. Og héruð sem áður voru talin óbyggileg hafa nú vinnuvísindi og læknavísindi gert byggileg. Hitasóttin gerir þó enn stór landflæmi óbyggi- leg, en þegar læknavísindin hafa fundið örugt meðal við henni og öðrum hitabeltissjúk- dómum, þá verður hægt að nema gríðarstór lönd. Þótt lönd þau, sem hafa upp á best loftslag að bjóða, sé fyr- ir löngu fullnumin, eru enn gríðar8tór landflæmi, bæði í hitabeltinu og kuldabeltinu, sem hafa nóg að bjóða öllum mann- anna börnum. Ef mannkynið hefði vit á því að dreifa sér um jörðina og gera sér hana undir- gefna, í stað þess að hnappast saman á litlum blettum, þá þyrfti engin fátækt að eiga sér stað. —Lesb. Mbl. STEFÁN FRÍMANN JÓNSSON 1860—1931 Hér er þá fallin sú hetjan keik; Hné fyrir hvassbrýnda ijánum Og mælti ekki æðru í mis- jöfnum leik, En mundaði saxið á hnjánum. í banahviðum. þó brakaði í rám Ei brá þér, né kvartaðir heldur. Þig bugaði neitt, unz varst brunninn að hnjám Og bolsterkur gaflhlaðinn feldur. En hrint þér um síðir í heljar- vök. Harðsnúinn dauðans máttur. Þú barðist svo djarft við bana- tök Unz bilaði hjarta-sláttur. Þú byrjaðir lífið við barátt’u og og nauð, Á berangri norðurs hjara, Þar bergjötnar skjálfa, er brim- ið sauð, Og brúnþungir jöklar stara. En þrátt fyrir mótbyr og harð- býlann heim Hollvættir íslands þér réttu Farkostinn drjúga frá dögum þeim. Dáðrækni og handtökin þéttu. Árvarkur snemma og á fótum fyrst Framgjarn og afburða herkinn. Þér dugð’i ekki að hafa hvert dagsverk, sem styzt Svo drjúg urðu morgunverkin. Þó mörg yrðu’ á leið þinni Markarfljót er misjafnt var yfir að fara, En lyft þér sem Héðinn með léttan fót Er langstökkið tók milli skara. Mér virtist í eðli þér víkings- lund. Þú vandist fljótt svaðilförum Á gígháum öldum um Grímeyj- ar-sund Og glottir þó hrikti í knörum. Og þrátt fyrir eril og útigang Óx þinn kjarkur og móður, Og bar þfg til sigurs þó blési í fang Bjartastur manndóms hróður Og beittir þér hiklaust mót brögðóttum heim Bauðst ’onum jafnvægi mæla Er Otbýtt þér hafði ’ann af á- vöxtum þeim, Sem ýmist oss brenna eða kæla Að skilmast við lífið, ei bölsýn bar Frá barndómi lyndisglaður. í mannraun hvar, sem mættur var Að mannsliði tvöfaldaður. Þú varst minn granni nær 30 ár Og þéttur í andmælum stund- um. En hvað, sem þvi líður varð hvorugur sár Jafnvel kærleikur óx á þeim fundum. Þú leyfðir ei smjaðri að fá á þér fang; Varst fulltrúi bergsöglismála Svo röggsemd og bjartsýni reiddu þér gang Gegnum ríkið og blekking hála. Og gast verið mildur og hjarta- hlýr og hóvær, án tildur-vana, Því einu ei gildir, hvað að oss snýr Né í æfinnar hildi hvering sig býr. Þú gekst með þeim fyrstu í grafarbeð Af grönnum — jafnöldrum — þínum En þeir koma bráðum, — mun sannað og séð; Eg sá það á skugganum mínum. Og hún sem þér fylgdi á hrjóst ugri leið, Sem hetja, og taldi ekki sporin Hvort þung eða sár, — eða þau voru greið, Né þróttur við neglur skorinn Og enn, sem fyrri ei ber sér á brjóst En ber sínar raunir í hljóði, Og mun þér ei gleym’a, er við mannlífið slóst Með henni, — sæmd og gróði. • * * Er degi hallar og dimmviðris ský Depra þau ljós, sem við unnum. Vér finnum að lífkjarninn fólst þar í Og frá honum vonirnar spunn- um. Þessi dulbúni kraftur — vort dauða-hald, Er dró oss á tálar stundum, En óskorað hefir þó yfir oss vald Unz öllum er lokað sundum. Thor. Stephánsson. BRÁÐAPESTARRANNSÓKNIR NfELSAR DUNGALS f PARfS Það er ekki sérstakur gerill, sem bráðapestinni veldur. Hvernig sýkist sauðfé af bráðapest? Fyrir nokkru kom Níels Dungal læknir úr utanlandsferð sinni. — Hann fór að heiman í janúarlok. Hafði Rockefeller- stofnunin boðið honum að kosta þriggja mánaða ferðalag hans um Evrópu, til þess að hann fengi tækifæri til að kynnast mörgum helstu rannsóknastof um sem fást við gerla- og sjúk dómarannsóknir. En áður en að Dungal fór af landi burt, hafði atvinnumála- ráðuneytið ráðið hann til þess, að veita forstöðu rannsókna- stofu þeirri, í þarfir atvinnuveg- anna, sem ákveðið var fyrir nokkurum árum, að setja skyldi hér á stofn. Fól atvinnumála- ráðherra Dungal lækni að undir búa stofnun ransóknarstofunn- ar í ferð þessari. Héðan fór Dungal fyrst til Parísar, þaðan til Englands, Hol lands, Þýskalands, Tjekkósló- vakíu og Budapest; en þaðan til Parísar aftur, og þar var hann í þrjá og hálfan mánuð. Vann hann þar að rannsóknum við- víkjandi bráðapestinni, fekk hann að vinn að þeim rannsókn um á hinni mikiu og veglegu gerlarannsóknarstofnun, sem kend er við Pasteur. lsafold hefir hitt Níels Dung- al að máli, og spurt hann um hinar síðustu rannsóknir hans. Eg vann við Pasteurstofnun- ina, segir Dungal í 3J mánuð, að rannsóknum mínum á bráða pestinni. Er ákaflega ánægju- legt að vinna þar að vísinda- legum rannsóknum, þar sem öll tæki og aðbúnaður er í sem allra ákjósanlegasta og full- komnasta lagi. Héðan að heiman tók eg með mér marga stofna af bráðapest- argerlum, er eg hafði tekið úr innýflum pestarkinda víðsvegar að af landinu. Rannsóknir mínar í París iutu að því, að gera samanburð á stofnum þessum. B ráðapestarsóttvei k jan. Eins og kunnugt er, var það norskur maður, Ivar Nielsen, að nafni, sem fyrstur rannsakaði bráðpest á Norðurlöndum. Hann komst að þeirrí niðurstöðu, að hér væri um sérstakan sóttgeril að ræða, er orsaki þessa bráð- drepandi veiki. Prófessor C. O. Jensen í Kaupmannahöfn, er síðar tók að sér að gera bóluefni gegn veikinni, samsinti þeirri niður- stöðu Nielsen, að hér væri um sérstakan sóttgeril að ræða, er hann kendi við bráðapestina. En árið 1924, kom skoskur vísindamður fram með þá kenn- ingu að bráðpestin orsakaðist ekki af sérstökum svonefndum bráðapestargerli, heldur stafaði bráðapestin af gerli nokkrum, sem menn hafa lengi þekt, og Pasteur rannsakaði og heitir á vísindamáli “Vibrion septique”. Rannsóknir þær, sem eg hafði studdu kenningu hins skoska vísindamnns. En spurningin var þá, hvort alt það, sem við köllum í dag- legu tali bráðapest, eigi rót sína að rekja til sömu gerlategundar. Rannsóknir mínar í París í sumar, leiddu það í ljós, að sótt- kveikjurnar úr öllum pestarinn- ýflunum, sem eg hafði safnað saman voru ein og sama gerla tegund —ekkert annað en hin löngu kunna tegund “vibrion septique”. Þó fann eg í einu tilfelli aðra sýklategund en alt bendir til að það sé hrein und- antekning, að hún valdi bráða pest. Sérstakur bráðapestargerill er því ekki til. Þessi vitneskja hefir fyrst og fremst vísindalega þýðingu. En hún hefir ekki síður þýðingu fyr ir allar rannsóknir á bráðapest- inni, því nú vita menn, að alt sem vísindamenn hafa grafið upp um geril þenna, “vibrion septique’’, kemur að notum við bráðapestarrannsóknirnar. “Vibrion septique” Gerill þessi er í þeim flokki gerla, sem ekki þolir súrefni anaéarob). Hann myndar líf seiga “spora”, er lengi geta legið í dvala. Heimkynni gerilsins er alls- konar jarðvegur, og hann er að fyrirhitta um alt í moldar jarðvegi og ýmiskonar saur. Þar sem gerill þessi nær að þróast, myndar hann ákaflegít sterk eiturefni, eins og menn þekkja af bráðapestinni. En að svona gerill, sem alls ekki þolir súrefni, getur lifað í lík- ama dýra yfirleitt, kemur til af því, að vefir líkamans taka til sín súrefni það, sem þeim berst. En því fer fjarri, að þessi skaðvæni gerill, sé aðeins hættulegur sauðfé. Þegar viss skilyrði eru fyrír hendi, getur hann einnig orðið mönnum hættulegur. Það er t d. vitað nú, að háskalegustu sárabólg- ur sem í ófriðnum hlutust af sprengikúlum, og mold komst í orsakast umfram alt af “ana érob’’ sýklum, þar á meðal “vib rion septique”, er undir vissum ástæðum getur orðið mönnum stórhættuleg. — Gotur það komið til mála, að menn sýkist af bráðapestar fé? — Eins og reyslan hefir sýnt er ekki hægt að kalla það hættulegt fyrir menn, að um- gangast pestarfénað, eða pest- arskrokka. En óvarlegt er það, því verður ekki neitað, að fara með pestarskrokka, ef menn t. d. hafa sár á höndum, sem sóttveikjan getur komist í . Þó að möguleikinn sé á hinn veginn altaf til, að menn geti hlotið hættulegar bólg- ur af þeim, ef "skilyrðin eru fyrir hendi, hjá þeim sem smit ast, nefnilega, ef aðrir sýklar komast í sárið, einkum mold- argerlar og graftarsýklar. Annars er það mjög á huldu, hvernig sauðféð smitast, hvern ig það tekur bráðapestina. Þó menn gefi kindum inn hreinan gróður af bráðapestarsóttkveikj um, þá sýkjast þær að jafnaði ekki. Sóttkveikjan fer að jafn- aði ekki úr meltingarveginum út í líkamann, í blóðið, nem- a þegar inhver skilyrði eru fyrir hendi. Og hver eru þau skilyrði? Það er ráðgátan. Hvað er það þá.sem veikir svo mótstöðuafl fjárins í sum um árum, eða eykur bolmagn sóttkveikjunnar, svo féð, óbólu- sett, hrynur niður úr bráða- pest? Þeirri spurningu er ekki svar að enn. En af reynslu manna og athugun, er hægt að gera sér ýmsar tilgátur. Eins og kunnugt er, sýkist helst það fé af bráðapest, sem beitt er. Pestartíminn versti er, þegar jörð fer að frjósa, og grös að falla. Féð fer þá að ganga nær gróðrinum og má gera ráð fyrir, að mold slæðist fi^ekar upp í það með beitinni. Nú er það vitað, að sótt- kveikjan fyrirhittist í mold, í jarðveginum. Hugsum okkur, að talsvert af sóttveikju meng aðri mold slæðist niður í kind, en jafnframt svelgi hún í sig mikið af fsköldu beitargrasinu, er hún rífur frosið af jörðinni. Hinsvegar vitum við það, að bráðapestin kemur aðallega fram sem svæsin bólga í vin- strinni. Og einkennilega oft er það, sem þessi bólga er «in mitt þeim megin í vinstrinni, þar sem hún liggur upp að vömbinni. Hugsanlegt er því, að ef innihald vambarinnar er óvenjulega kalt, eins og t. d. ef kindin hefir etið af köldu eða frosnu fóðri, þá ofkælist sá hluti vinstrarinnar, er að vömbinni snýr, en eins og al- kunnugt er, dregur ofkæling ætíð úr mótstöðuafli ifffær- anna. Þetta gæti verið orsök þess, að gróður þessa gerils, sem kominn er niður í vinstur, og annars ekki kemur að sök, nær að framkalla bólgu, og komast inn í blóðið. Rannsóknaáhöldin. Gjöf Þjóðverja. Á heimleiðinni kom Dungal við í Berlín, til þess að taka út verkfæri þau til vísindalegra rannsókna, sem Þjóðverjar gefa íslandi í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis. Verkfæri þessi, sem ætluð eru í stofnun, sem á að rann- saka sjúkdóma, eru liin ágæt- ustu. Þau verða send hingað í næsta mánuði. En hvar þau komast undir þak, er blaðinu ekki kunnugt. Heyrst hefir að komið hafi til orða að koma hinni vænt- anlegu rannsóknastofu í þarfir atvinnuveganna fyrir í góðrar stöð Búnaðarfélags lslands við Laufásveg, eða þar sem nú er gróðrarstöðin, því hana mun eiga að flytja. Sýnist það að ýmsu leyti vel ráðið. —Mbl. X A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large sta/ff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress acoording to his capacity for study. In; tvrenty-one years, since the founding of the "Suc- cess’’ Business College of Winnipeg in 1909, approxi- mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this College. The decided preference for “Succeas” train- lng is significant, because the Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students show an increase. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREBT. PH0NE 25 843

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.