Heimskringla - 28.10.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 28. OKTÓBER 1931
HEIMSKRINGLA
ó 3L.A.OSÍÐA
Myndm að ofan er af Elsu Fassnacht eins og- hún kemur fram í
gervi Maríu móður Jesú, í Píningarsöguleiknum, sem sýndur er á Play-
house dagana 28 okt. til 7 nóvember. . ■
Grænlandsmálið.
segja eða gera.
Það var að færast ofurlítill
roði í kinnamar á konunni og
þá mundi eg nú allt í einu hvað
átti að segja undir svona kring-
umstæðum; fyr er dapur en
dauður, og svo fór eg að tala
um það að miklu fleirum batn-
aði nú aftur, en hvað menn
dæu úr mislingum, og eg var
orðinn svo djarfur eg áleit að
fáir eða jafnvel engir dæu úr
mislingum heldur af því ein-
hver önnur veiki slægi sér að
eftir að sjálfir mislingarnir
væru um garð gengnir. Um-
hugsunarlaust, ósjálfrátt og á-
setningslaust sagði eg nú við
aumingja konuna svo látt að
eg aðeins heyrði eins og
hún að eg sagði: Hvort
þykir þér nú vænna um dreng
inn sem þú mistir í fyrra eða
þennan ?
Henni varð einsog illt við,
og augun urðu að tveimur stór-
um spurningarmerkjum, en
hún svaraði engu, hinsvegar
var eg nú loksins búinn að átta
mig, og fór að tala um hinn
drenginn, og hvernig honum
liði, og svo hélt eg áfram eins
og gamall erkibiskup; eg sá að
henni var farið að líða svo
miklu betur, og hún var farin
að taka fram í og fylla upp og
samþykkja og gleðjast, en þá
eins og vaknaði drengurinn í
rúminu og hún sá, að hann vildi
drekka, hann ýtti eitthvað frá
sér rúmfötunum, og eg sá að
mislingarnir voru að byrja að
koma út á honum, og að hann
var ekki eins mikið veikur og
mér hafði sýnst, svo nú gat eg
af sannfæringu hughreyst hana.
Eg minti hana á að hengja
fyrir gluggana því augu drengs
ins þyldu ekki sterka birtu,
og að láta drenginn ekki fara
á fætur fyr en hann væri orð-
inn vel frískur í rúminu; hún
varð allri hluttekning og nær-
gætni auðsjáanlega feginn.
Henni leið miklu betur þegar
eg fór eftir langa viðstöðu og
drenginn fékk hún að hafa hjá
sér. Þessi kona giftist korn-
ung hálffimtugum manni og
þótti gæfuvegur, því hann var
ríkur, en hann hafði líka lært
að leggja krónunum til kærleika
sinn og nærgætni, og átti ekk-
ert eftir af því dóti handa
konunni; hann vissi að hún
þurfti að hafa eitthvað að eta
eins og ærnar og svo ætti hún
að vera ánægð.
Eg skildi það á henni, að
hann mundi ekkert eftir því
að líta á drenginn hvernig hon-
um liði áður en hann fór á
engjamar á morgnana en að
hann mundi láta reka saman
stokk utan um hann ef hún
segði að hann væri úr sögunni.
Pjölda margir menn hrósa sér
af því að þeir skilji ekki kven-
fólk, og í því á að felast á-
bending til þess, að þeir hafi
aldrei séð ástæðu til að gera
svo lítið úr sér, að eyða tíma
til að skilja það. Þetta er þó
áreiðanlega heimskulegt hrós-
unarefni blandað hroka. Þó
menn vildu hafa kvenmann-
inn, karlmanninum óæðra á
einhvern hátt, þá held eg eng-
inn maður mundi þó neita því
að konan s£ þó næst mannin-
um að allri tign. Hvað getq
þá karlemnn lagt sig eftir að
Bkilja, sem er æðra en það,
sem næst þeim stendur? Það
er nýskeð í blöðunum, haít
eftir Edison, að hann skilji ekki
kvenfólk. Eg trúi því ekki að
bann hafi talað þetta, en þó
svo væri, þá er það í allt öðrum
skilningi. Hann er ekki að
krósa sér af því. Hann undr-
ast kvennlega yfirburði í ýms-
wm greinum, blíðlyndi, fegurð-
aiiiíemi nærgætni og fórnfýsi,
s«r að með þessum hæfileilcum,
«ins og þeir eru fullkomnastir
kjá konum, þá hefði hann ver-
iö kominn ennþá lengra á yeg,
°g jafnóðum og hans eigið
þrek bilar, þá er hann fyrst
að taka eftir því, að æðst sæla
lífsins og sígurvon, á hvaða
vegi sem gengið var, er fólg-
in í hjartanlegri samúð og sam
tökum manna og konu, og þess
vegna, að það er fyrsta skil-
yrðið á gæfusamlegri þroska-
braut niannsins, að hann læri
að skilja konuna.
Nú er eg byrjaður á- seinasta
árinu mínu á Grímsstöðum á
Hólsfjöllum mínu kæra æsku-
heimili og æskusveitinni minni;
eg er þá 21 árs gamall. Eg hefi
víða farið um nærliggjandi
sveitir, eftir því sem gerist um
unglinga á mínum aldri; eg
hefi líka frá mörgu sagt sem
eg endurminnist frá þeirri tíð
þó margt sé ósagt ennþá og
mun eg á eit'thvað af því minn
ast, það er mér þykir líklegt
til gamaas fyrir lesenduma.
Þegar eg nú fer með hugan
milli allra heimjlanna í sveitinni
fyrir þenna tíma og veð hik-
laust inní baðstofu ,snemma
morguns áður en nokkur er
kominn á fætur, því alstaðar
er eg kunnugur og góni á and-
litin á koddunum, þá loksins
sé eg það nú þegar eg tel
saman á fingrunum, að það eru
ekki færri en 20 menn og kon-
ur lifandi hér vestanhafs og
lesa að líkindum blöðin, sem
eiu meira og minna kunnug
og hluttakendur i sjón eða
raun að mörgu því sem eg hefi
sagt; ekki er eg hræddur við
það, þvf eg hefi ástundað að
segja satt, samkvæmt mínum
skimingi og minni. Það er ein
göneu mér sjáifum til ánægju
að eg nefni nokkra þessa menn,
Það getur gripið mig að segja
þeim ofurlítið til syndanna um
leið og eg get um þá, en þá
er það í góða meiningu gert, því
undur er mér einlæglega hlýtt
til þeirra allra. Fyrst skal fræg
ann telja, Jón Davíðsson, lengi
bóndi að Marshall, Minnesota.
Hann er sá, sem er vitni að öll-
um mínum strákapörum í orðs
ins fylsta skilningi. Hann var
mér meira og minna áhang-
andi, nokkurn veginn eins og
skugginn, frá því eg var 7 eða 8
ára gamall, þangað til eg var
18 ára gamall. Hann gifti sig
haustið 1878 hjá foreldrum mín-
um, þá sagðist hann vera 40 ára
gamall en eg var nú hálf hrædd
ur um að hann væri kannske ári
eldri en látum það nú gott
heita; síðan eru 53 ár, svo hann
ætti þá að vera 93 ára gamall,
en móðir hans varð 102 ára
gömul. svo eg vona að hann eigi
mörg ár að baki ennþá við góða
heilsu. Mér eru tveir atburð-
ir sérstaklega minnisstæðir í
sambandi við fyrsta hjónabands
ár Jóns; það fyrst að fjölda
margt fólk var í brúðkaups-
veizlu hans. Búið hafði verið
um tvö borð eftir endilangri stof
unni, en samt þurfti að borð-
setja veizlufólkið; móðir mín
kom fram í stofuna er fyrri um
ferð gestanna hafði borðað, og
varð fólkið að standa upp svo
þeir kæmust að sem eftir væru
að borða, og allir ruddust á fæt-
ur nema gildur bóndi og góð-
ur kunningi, Hallgrímur Péturs-
son á Grænavatni; hann kall-
ar til móðir minnar. Má eg ekki
borða með báðum deildunum.
Jú velkomið sagði móðir mín.
Þetta leit *nú hálf illa út, að
hann kynni að vera matmaður
meir en góðu hófi gengdi, entil
fellið var, að hann skrafaði svo
mikið, að hann var ekki líkt
því búinn að borða um leið og
aðrir, en var nógu djarfur til að
biðja um framhaldið. Það ann-
að er að kona Jóns næsta sum-
ar ól fyrsta barn þeirra hjóna
og var í sérstöku herbergi í
baðstofunni; henni kom hart
niður og hún hljóðaði mikið
aumingja konan, en móðir Jóns
og fleira fólk var í öðru her-
bergi; þá segir einhver: ósköp
hljóðar blessuð konan; verður
þá móðir Jóns fyrir svörum og
segir: Þetta þurfti hún? Hún
var mesta dugnaðar kerling, og
þótti víst kona Jóns nokkuð
þung á sér og stirð ,í snúning-
um seinustu dagana. Jón var
trúr og góður vinnumaður, eins
og nærri má geta að vera svona
lengi í sama stað og með af-
brygðum var hann geðgóður
maður en okkur þótti hann
sérhlífinn.
Okkur var sagt að smala með
honum ,og átti hann að ráða
öllu og hann sagði mér að fara
þetta og hitt en við fundum það
út að það var alt af styzt sem
hann gekk sjálfur; Jón var
söngmaður mikill; hann var svo
lagviss, að hann stýrði söng
þar sem hann var viðstaddur,
þó aðrir hefðu meiri hljóð; gleði
maður mikill, spilaði á harmon
iku og dansaði eins og kátur
drengur. Engir hrekkir og ekk
ert svikult í fari hans.
Albert Sigursteinsson, eða
máske Halldórsson. Faðir hans
var Sigursteinn Halldórsson,
einhversstaðar norður í Nýja
íslandi. Albert er líklega 66 ára
gamall, hann var leikbróðir
minn í tvö ár. Hann var svo
ungur þegar foreldrar hans fóru
til Ameríku, að hann man lík-
lega fátt úr okkar sveit. Sigur-
veig Einarsdóttir, ekkert man
eg hverjum hún er gift eða í
hverri íslenzku bygðinni hún
er í Manitoba. Þá Mrs. Rake!
Oddson, tengdamóðir dr. Kristj-
áns Austmanns hér að Wyn-
yard. Alt þetta fólk var hjá for-
eldrum mínum fleiri og færri
ár í æskutíð minni og sem eru,
það eg til veit, ennþá á lífi hér
vestanhafs. Alls er það sem eg
í huganum get fundið 20 mann-
eskjur á lífi hér vestan hafs úr
minni sveit, frá æskutíð minni
en ekki get eg fundið nema 7
menn á lífi heima á íslandi frá
sama tíma í minni sveit, og hef-
ir þó sjálfsagt minnihlutinn af
því fólki farið til Ameríku. En
þetta styður þá fullyrðing Jóns
bróðir míns að það fólk sem
íarið hefði til Ameríku yrði að
jafnaði eldra en það, sem heima
sat, og hafði hann veitt því eftir
tekt í mörg ár.
Frh. „
UXINN FRÁ KIRKJUBÆ
(Afbragðs vinnuskepna, er
Baldvin Jónsson á Kirkjubæ
átti.)
Hann stóð þar við bakkann og
starði á fjós,
en stöðugt hvein bylurinn;
hann þurfti hvorki leiðsögn ná
ljós,
en — losast við sleðann sinn.
Mörgu er hrósað er maðurinn
kann,
sem minna eg undrast fæ:
Eg gleymi því aldrei hvert afrek
hann vann
uxinn frá Kirkjubæ.
í blindhríðar stormi, um nið-
dimma nótt,
hann nöldraði alls ekki grand;
með tvítuga dræsuna dragnaði
hljótt,
og dró alla trossuna í land.
Þó mörgum hann þætti svifa-
seinn.
hann sigraði villuna æ
og bjargaði lífinu okkar einn,
tixinn frá Kirkjubæ.
Jón Stefánsson.
Aths. ritstj.: Tilefni ofan
skráðs kvæðis, sagði höfundur
þess, að væri á þessa leið:
Frá Engey norður með Winni-
pegvatni, þar sem Jóhann heit-
inn Straumfjörð átti heima,
lagði hópur manna, eða 24 alls,
af stað fyrir dag að vetrarlagi
inn til Sandy Bar. Þeir komu
með æki norðan af Winnipeg-
vatni. Fimm hestar voru í för-
inni og eitthvað af múldýrum
og aknautum; alls voru það 6
pör (team). En þegar kom-
ið var niður í sundin (Grassy
Narrows) var skollinn á sá
blindþreifandi snjó-bylur, að
ekki sást handa sinna skil, og
frostharkan fór eftir þvi. Að
hugsa til að rata nokkuð, lét
enginn sér detta í hug. ,, En
hvað átti þá til brags að taka?
Að á þarna á ísnum var hið
sama og að leggjast til síðustu
hvíldar, með þeim útbúnaði er
menn þá höfðu til ferðalaga á
Winnipegvatni. Stakk þá ein-
hver upp á því, að leggja taum-
inn upp á uxa gamlan er Bald-
vin Jónsson frá Kirkjubæ átti
og í förinni var, teyma hann
fram fyrir lestina, og vita hvað
hann gerði. Uxinn fór af stað
og öll lestin á eftir. Ófærðin )
var svo mikil að við sjálft lá.
að þá og þegar ræki í strand.
Og öskrandi bylurinn hélzt og
frostið En áfram lötraði lestin
og engin vissi hvert haldið var.
Svo leið að kvöldi. Og þá bætti
ekki um er náttmyrkrið skall
á. Menn sáu ekki hver annan
þó þeir stæðu hver hjá öðrum
og heyrðu varla hver til annars,
fyrir hávaðanum í veðrinu. Loks
ins nam alt staðar, um klukkan
fjögur um nóttina. Uxinn sem
á undan fór alla leiðina vildi
ekki lengra fara. Héldu menn
að nú værí hann orðinn upp-
gefinn að brjóta slóðina. Allir
hestarnir í förinni voru dauð-
ir. Samt gengu menn fram
fyrir uxann sem á undan var
til að sjá hvað að var. Þegar
þeir höfðu þreifað sig dálítið
um, rákust þeir á fjósið á Sandy
Bar. Þangað hafði uxinn skilað
þeim. Mennirnir voru allir lif-
andi, en þó höfðu nokkrir þeirra
kalið. En aumingja hestarnir
uppgáfust allir og drápust. í
heilann sólar hring hélt skepn-
an sem á undan fór það út, að
brjótast áfram í ófærð og í
glórulausum byl og tapaði samt
aldrei átt, eða sló undan veðr-
inu. Sagði höf. kvæðisins, sem
með var í förinni, að engin lík-
indi hefðu verið til annars en að
þessir 24 menn er í ferðinni
voru hefðu allir farist, ef rat-
vísi skepnunnar hefði ekki
bjargað þeim.
SKÓLATELPA GENGUR
Á HÆSTA FJALLIÐ
Ensk telpa, að nafni Pamela
Wilkinson, sem er 11 ára og 4
mánaða, gekk um daginn á
hæzta fjallið í Norðurálfunni,
Hvítafjall (Mont Blanc), sem er
15,782 fet. Pamela, sem er
dóttirdóttir skólastjóra í Lund-
únum, hafði með sér tvo fylgd
armenn. Voru þau tvo daga á
leðinni, en fengu snjóveður og
urðu að vera nokkrar stundir
veðurtept í tjaldi sínu. Klukkan
tæplega tíu að morgni annars
dags komust þau upp á efsta
hnúkinn og var veður þá hið
bezta.
Fijrin niður aftur gekk ágæt
lega, og segist Pamela nú vilja
komast upp á Matterhorn, sem
er afar-bratt og miklu erfiðara
uppgöngu en hvítafjall, þó læg-
ra sé.
Fyrir fjörutíu og fimm árum
gekk piltur að nafni Charles
Stratton á Hvítafjall og var þá
11£ árs, eða tveim mánuðum
eldri en Pamela. Hann var son-
ur eins fylgdarmannsins, er
fylgdi mönnum á fjallið. Ann-
ars er fjall þetta ekki barna
meðfæri.
Þeir átu Þjóðverjann
og fylgdarlið hans
Sænskur maður, sem nú er í
fríi heima í Svíþjóð, en er kon-
súll í Nýju Guinea, segir frá
eftirfarandi:
Nokkru áður en eg fór frá
Nýju Guinea, fór einn af beztu
vinum mínum, þýskur maður,
sem á stóra gullnámu, upp í há-
lendið í rannsóknarför. Hann
hafði 18 menn í fylgd með sér.
Morgun einn er hann sat í tjaldi
sínu og var að búa sér til te,
komu nokkrir innfæddir menn
inn til hans og buðu honum á-
vexti, en í því fóru aðrr félagar
þeirra að báki honum og lömdu
hann i höfuðið svo hann hné
niður örendur. Tólf af fylgdar-
mönnum hans var farið með á
sömu leið.. Og eftir að þessir
13 höfðu yerið höggnir í smá-
spað fóru villimennirnir með
“fenginn” til “ kjötpottanna.
Hinir 6 komust eftir nokkra
daga til “höfuðstaðarins’’ Rab-
aul og skýrðu frá því, sem við
hafði borið.
Yfirvöldin sendu vopnað lið
upp í hálendið og tókst að ná
í 6 af mapnætunum, en hinir
náðust ekki. Við og við tekst
papúunum slíkt og þetta. Það
er ekki langt síðan að nokkrum
innfæddum tókst að ná í sjúkl
ing í sjúkrahúsinu í Rabaul, og
þeir bjuggu til úr honum mið-
dagsmátíð handa sér.—Alþbi.
VORU ÞAÐ RÚNIR?
Norskur skipstjóri segir frá því
er hann sá í Austur-Grænlandi.
í Trondheim í Noregi á heima
gamall selveiðarskipstjóri, sem
heitir Hjalmar Brevik og er frá
Tromsö. Hann var einu sinni
skipstjóri á skipinu “Norröna’’,
en strandaði þá á Claveringsey
hjá Austur-Grænlandi. Nú alveg
nýlega hefir hann sagt frétta-
ritara norska blaðsins “Aften-
posten” svo frá:
— Þégar við strönduðum
þarna, sé eg nokkuð, sem eg
hefi oft hugsað um síðan. Nokk
urum dögum eftir að skipið
fórst, var eg á gangi á eyjunni
með öðrum manni, sem Hans
Öste hét. Skamt frá stranda-
staðnum var klettaveggur mik-
ill, þverhníptur. Tókum við
þá eftir því, að ýmis tákn voru
höggvin í klettana. Við stað-
næmdumst og horfðum lengi á
þetta. Voru táknin höggvin í
beinum og löngum línum, og
var engum blöðum um það að
fletta, að þau voru gerð af
mannahöndum.
Ekki gátum við ráðið tákn
þessi, en þau voru mjög skýr,
höggvin djúpt og Býnilega mjög
gömul. Löngu seinna sá eg
rúnaletur í bók, og þá rifjaðist
undir eins upp fyrir mér, að
þetta voru samskonar tákn og
eg hafði séð á klettaveggnum í
Grænlandi árið 1901. Þau
klettabelti eru kölluð Carpe
Mary.
—Mbl.
DANSKA ÞINGIÐ
kvatt saman hálfum mánuði
fyr en ætlað var.
Ríkisþing var sett á fimtudag-
mn 24 sept. 14 dögum áður en
venja er, til þess að geta rætt
sem allra fyrst hin svokölluðu
kreppufrumvörp stjómarinnar.
Stauning forsætisráðherra hélt
þar ræðu og skýrði stefnuskrá
stjórnarinnar. Ræddi hann um
heimskreppuna og áhrif hennar
í Danmörku. Enn fremur tal-
aði hann um Grænlandsmálið
og mælti þar á þessa leið:
— Því miður hefir komið
upp deilumál milli Norðmanna
og Dana út af Austur-Græn-
landi. Þegar norska stjórnin
staðfesti í júlí landnám norsku
veiðimannanna, varð að vísa
málinu til dómstólsins í Haag.
Hefir hann nú tekið það til
meðferðar, og þótt leitt sé til
þess að vita, að slík deila sem
þessi skyldi koma upp, er það
þó bót í máli, að hún verður
jöfnuð frimsamlega. Þess verð-
ur að vænta af norsku stjórn-
inni, að hún forðist alveg eins
og danska stjórnin, meðan á
málinu stendur, að gera neitt,
sem getur aukið þann óróa,
sem af því hefir þegar stafað.
Danska stjórnin vonar, að með
úrskurði dómstólsins í Haag
verði endir bundinn á deiluna.
Fjárhagur Dana.
Á föstudaginn lagði Brams-
næs fjármálaráðherra fram
ríkisreikninginn og fjárlaga-
frumvarp. Ríkisreikningurinn
fyrir síðasta fjárhagsár er mjög
glæsilegur, því að útgjöldin hafa
verið 317 miljónir kóna, en tekj-
nar farið um 26 miljónir króna
fram úr þeim. Ríkisskuldirnar
hafa verið minkaðar um 40
miljónir króna á árinu. Fjár-
málaráðherran gat þess, að tekj
ur innheimtust enn ríkulega ,og
að fjárhagurinn mundi verða
góður á þessu ári líka. í fjár-
lagafrumvarpinu fyrir næsta ár
er gert ráð fyrir lækkuðum tekj
um og þess vegna eru gjöldin
færð niður í 290 miljónir króna.
—Mbl.
KRÓNAN FALLIN
í dag (2. okt.) var gengi ís-
lenzkrar krónu ákveðið þannig,
að hún er fallin í 65.99 gullkr.
hverjar 100 kr. Jafngilda 100
kr. danskar kr. 80.81 íslenskum
Bitnar þessi ráðstöfun á öllum
almenningi, en stórútflytjendur
græða. —Alþbl.
Englendingar selja “R. 100”
Samkvæmt útlendum blöðum
hafa Englendingar ákveðið að
selja eina loftskipið, sem þeir
eiga, “R—100”. Gera þeir það
af sparnaðarástæðum. Loftskip-
ið kostaði 450 þús. sterlings-
pund. —Alþbl.
Hlöðver Sigurðsson
kennari frá Höfn í Hornafirði
er staddur hér í bænum. Hann
fer héðan eftir helgina til Súða
víkur, en þar tekur hann við
skólastjórn. Hannibal Valdimars
son, sem verið hefir skólastjóri
þar, er nú starfsmaður Sam-
vinnufélags ísfirðinga. —Alþbl.