Heimskringla - 04.11.1931, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.11.1931, Blaðsíða 1
DTERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL, Men's Sults Dry Cleaned and Pressed ...........______$1.00 Ladies' Plain Dresses Dry Cleaned and Pressed ........$1.00 Goodx Called For and DellTered Mlnnr Repalra, FREE. Phone 37 061 (4 lines) MAKE NO MISTAKES CALL DTERS & CLEANERS, LTD. PHONE 37 061 (4 lines) XLVI. ÁRGANGUR. WLNNIPEG MIÐVIKUDAGINN 4. NÓV. 1931. NUMER 6 MINNINGARORÐ MR. BENNETT VEIKUR Egilsína Sigurveig Helgason Eins og skýrt var frá í síð- asta blaði, andaðist hún að heimili sínu í Swan River hér- aði 10. október, og var jarð- sungin þann 13. í viðurvist fjölda ættmenna og vina. Egilsína var fædd 22,. aept- ember árið 1885 að Mosfelli í Húnavatnssýslu á íslandi og var hún elzt af 6 systkinum er náðu fullorðins aldri. Foreldrar hennar eru hin vel kunnu og góðu hjón, Halldór J. Egilsson og Margrét Jónsdóttir, sem nú lifa við háann aldur hjá Arnóri syni sínum þar í Swan River héraði. Hún var aðeins á 3. ári er hún kom með foreldrum sínum til Ameríku. Hinn 4. júlí 1902 gekk hún að eiga Sæmund Helgason er mun vera ættaður úr Langadal í Húnavatnssýslu, og hafa þau jafnan síðan búið í Swan River dal, að undanskildum tæpum árstíma, er þau dvöldu viestur við Kyrrahaf. Þau hjón eign- uðust 9 börn, en eitt þeirra dó á fyrsta ári. Eru þessi hin 8 lifandi börn þeirra: Jóhanna Margrét, Halldór Jóhannes, Helga Jakobína, Elín Oktavía, Sigurrós Guðrún, Aðalsteinn Haraldur, Júlíus Daniel, Egill Friðrik. Eru börnin öll í föðurhúsum, nema tvær systur, er hafa at- vinnu hér í borginni. Hin látna kona þjáðist um mörg ár af sjúkdómi þeim ei leiddi hana til bana, og þrjú síðustu árin mátti heita að hún væri algerlega rúmföst. En allar sínar þjáningar bar hún með þreki og stillingu, enda naut hún fullra sálarkrafta fram að dauðastund. Það er tilfinnanlegt skarð höggvið í hóp hinnar íslenzku sveitar í Swan River héraði við fráfall Egilsínar Helgason. Hún var hin mesta myndar kona bæði í sjón og reynd, eins og hún átti til kyns að rekja. Þau hjón söfnuðu víst eigi mjög af löndum eða lausum aurum, en þau eignuðust og ólu upp stóran og fagran barnahóp, og er það ríkidæmi gulli meira. Eg veit að manni hennar og börnum, og ekki síður hinum aldurhnignu foreldrum og öðr- um frændum svíður sárt þessi missir, því að aldur hinnar látnu varð eigi hár, aðeins 46 ár, og þau höfðu gert sér fagrar vonir um samfylgd heim um mikið lengra skeið. En er það ekki bezt fyrir þann sem þjáist eífeldlega, og getur ekki fengið meina bót, að fá að sofna hin- um langa svefni og hvílast í akauti móður jarðar. Eg minnist með söknuði stuttr ar vKSkynningar af þessari látnu heiðurskonu, og er mér Ijúft að skrifa þessi fáu minningar orð. M. P. Eftirfarandi grein stóð í rit- stjórnardálki blaðsins Manitoba Free Press s. 1. þriðjudag. Fréttir frá Ottawa herma, að Mr. Bennett hafi legið rúm- fastur s. 1. viku og að heilsa hans sé að verða áhyggjuefni þeim, sem hann umgangast mest. Fréttin er jafnfram á- hyggjuefni allri þjóðinni. Forsætisráðherrarai hefir lit- ið á skyldur sínar með strangri alvöru og hann hefir fórnað þeim tíma sínum og kröftuni án þess að taka nokkurt tillit til hvað sjálfum honum leið. Hann hefir ofboðið líkamsþrótti sínum með starfi sínu, og það er nú að koma í Ijós í vanheilsu hans. Mr. Bennett hefir unnið star? sitt af svo mikilli einlægni og eldlegum áhuga, að til slíks eru fá dæmi. En heilsubrestur hans, er viðvörun um, að svo megi ekki halda áfram. Byrðin sem á herðum forsætisráðhelrrans hefir hvílt hefir verið svo þung, að ofætlun er nokkrum manni, að bera hana til lengdar. Og enda þótt canadiska þjóðin gleðj ist af því, að sjá þjóna sína beita öllum lífs og sálarkröft- um sínum í þjónustu hennar, er henni það ekki neinn fögnuð- ur, að vita þá stofna heilsu sinni í hættu með því. En það er einmitt það, sem Mr. Benn- ett hefir verið að gera Vegna alheims kreppunnar, hafa hér verið erfiðir tímar. Tímabilið sem Mr. Bennett hef- ir verið við völd, hefir því verið mjög erfitt stjórnartímabil. En hann hefir með óbilandi trú á flokkstefnu sína, færst þá erf- iðleika í fang og ótrauður breytt eftir henni í stjórnar- starfi sínu. En hvað sem um ágæti flokks- stefnu hans er að segja, er hitt víst og áreiðanlegt, að hann hafi beint huga og starfi að því einu, er hann áleit Canada fyrir beztu. Um það getur eng- inn verið í vafa. Canada þjóðin í heild sinni æskir og vonar, að forsætisráð- herrann komist sem fyrst til heilsu aftur. Hún veit að fram- kvæmdalíf þjóðarinnar þarfnas*- manns með sem hans. Haust í ljósaskiftum dags og dimmrar nætur mig dreymir hljótt að náttúran sé' feig; eg veit að hauðrið höfgum tárum grætur, minn hugur fyllist undarlegum geig. Eg veit að sumrið hefir hausti sungið sín hörpuljóð í djúpri þakkargjöð, og loftið drúpir daggarmóðu þrungið, og dapurleiki hvílir yfir jörð. Eg sé að haustið huliðsblæju skýlir heimi öllum, sorgum hans og neyð; og foldin fögur frjóefni sín hvílir í faðmi þess á sinni þroskaleið. Eg veit að það er margs frá sumri að sakna, með söngvakliði, er dýpstum tónum ná; og það er eins og ótti við að vakna, að vonir nn'nar kanske dæju þá. t Er lít eg skóg í haustsins helgiskrúði, minn hugur reikar langt til fjalla inn; þar fossinn vekur sína bjarkarbrúði, er brosi haustsins kveður vininn sinn. Mér finst eg heyri 'ann klökkum rómi kalla sín kveðjuorð með djúpum saknaðs hljóm, og náttúrunnar sál um eilífð alla mér opni sýn í lífsins helgidóm. Er norðurljósin lýsa um land og frera, og leiftra stjörnur yfir fjallaskörð, þá guð er sjálfur oss að opinbera að eilíf fegurð lifir hér á jörð. Því þegar leysist vetrar kyngi-kraftur, og kiakajöfur sleppir tökum þeim, þá er það víst að vorið kemur aftur með vakning lífs og þúsund radda hreim. C. Stefánsson. vel fyrir og hafa nú þegar þess- ar þjóðir tekið áforminu vel: Frakkland, Bretland, Bandarík- in, Japan, Rússland, Holland, Ungverjaland, Ástralía, Nýja- Sjáland. Egyptaland, Albania, Latvia, Danmörk, Svíþjóð, Norð ur-Slóvakia, Svissland og fleiri smáríki. Er í raun og veru gott útiit með, að þjóðbanda- lagið komi áformi sínu fram. Enda er ekki ólíklegt, að flestar þjóðir geti með sjálfum sér fund ið, að þær hafa á heldur litlu fé að halda til her- eða vopna- útbúnaðar sem stendur, ef þær annars geta vegna hernaðar- anda hætt eitt augnablik að Ijúgja að samvisku sinni. MAN SJÚRÍUMÁLIÐ. "SHERLOCK HOLMES" AUDITORIUM. Eitt af því sem tilfinnanlega hefir skort í þessum bæ um langt skeið, er samkomuhöll, sem svarar til þarfa félags- eða samkomulífs bæjarins. Þegar ýms stórmenni hafa komið hingað, eins og t. d. Ramsay MacDonald, Lloyd George, eða slíkir karlar, sem allir þekkja og öllum leikur forvitni á að hlýða á eða sjá, hefir þess eng- inn kostur verið vegna sam- komuhússleysis. Stærstu salir hér ríima aðeins 6 til 8 þús- und manns. En hér er þörf á samkomuhúsi fyrir slík tæki- færi — og þau eru tíð — sem rúmar frá 25 til 35 þúsundir manna. Nú á loksins að'bæta úr þess- ari þörf. Og við "The Mall", eitt mesta stræti bæjarins, kvað eiga að reisa höliina, sem hér verður auðvitað ávalt nefnd "Auditorium". Hún á að kosta eina miljón dala, og leggur sambandsstjórnin fram helm- ing þess fjár, en, bærinn og fylk ið einn fjórða hvort. Auk þess, sem með þessu er, eins og á hefir verið bent, bætt úr brýnni þörf að því er sam- komuhús snertir, aflar þetta afarmörgum atvinnu í vetur. Kvað eiga að byrja eins fljótt og unt er á verkinu. v Leikurinn, er Leikfélag Sam- bandssafnaðar hefir í undir- búningi, er nú ákveðið að verði leikinn í Goodtemplarahúsinu við Sargent Ave., fimtudaginn og föstudaginn 19 og 20 nóv. n. k. Líklegt er að marga muni fýsa að horfa á þennan leik, með, því að hann er saminn upp úr hinum afar vinsæla og spenn andi leynilögreglusögum A. Conan Doyle, sem margar hverj i ar hafa verið þýddar á íslenzku og eru gamlir kunningjar Is- lendinga, eldri sem yngri. Sher- lock Holmes er persóna, einstök í sinni röð, og sem leynilögreglu maður á hann engan sinn líka að skarpskygni og nákvæmri eftirtekt. Eitt hár, eða fingra- far eða blóðblettur getur sagt honum langa sögu, þannig að hið ríka ímyndunarafl hans og hin sterka ályktunargáfa er undireins búinn að setja atvik og ytri ummerki í eðlilegt sam- band hvað við annað, svo að samhengi hinna flóknustu glæpamála rennur upp i huga hans eins og hann læsi það af opinni bók. í viðureign við hina slungnustu þrjóta og glæpa hlunn, vinnur hann sigur í hólmi hversu nauðuglega sem hann er kominn og hversu mjög sem setið er um líf hans. Þó að hann tefli altaf á fremsta hlunn, vinnu rhann sigur í hverjum leik með snarræði sínu, dirfsku og hugviti. Brögð hans eru svo smellin og viturlega hugsuð að menn hljóta að dást að þeim jafnframt því hvað þau koma mönnum á óvart. En hversu vel sem-honum lætur þó það, að glíma við útilegu- menn mannfélagsins, og koma spillvirkjum og óhappamönnum í svartholið, þá slær þó í brjósti hans mjög samúðarríkt og göf- ugt hjarta, sem hvergi þolir að neitt ranglæti sé viðhaft eða lítilmagnar órétti beittir. Hin æfintýralega barátta hans við þorparana í skuggahverfum Lundúna, er í.raun og veru af- þreying friðlausrar sálar, sem verður að hafa eitthvað mikið fyrir stafni til þess að sökkva ekki of djúpt niður í þunglyndi og eiturnautnir. Leikurinn 'gefur mjög skýra heildarmynd af Sherlock Hol- mes og leiðir sömuleiðis fram á sjónarsviðið ýmsar algeng- ustu persónurnar úr leynilög- reglusögum Conan Doyle. En öll rás viðburðanna mjög hríf- andi og þrungin af atvikum frá upphafi til enda. Leikurinn er í fimm þáttum, og taka alls seytján manns þátt í honum, og mun standa yfir í nærri þrjá kl.tíma. Má nærri geta að mikinn undirbún- ing og fyrirhöfn þarf til þess að koma svona stórum leik a og verður ekkert til þess spar- að að gera hann sem bezt úr garði. Hinn vinsæli og ágæti leikari, herra Árni Sigurðsson frá Wynyard, hefir séð um æf- ingarnar og leikur sjálfur aðal- hlutverkið, Sheriock Holmes, og má hiklaust búast við, að honum farist það snildarlega vel úr hendi. Sömuleiðis leik- ur Jakob F. Kristjánsson dr. Watson, vin Sherlock Holmes; Ragnar Stefánsson, Moriarty, glæpakónginn, og margir aðrir vinsælir eldri og yngri leikend- ur Leikfélagsins, sem munu hjálpast að því að gera leik- inn sem beztan og skemtileg- astan. Með því að leikurinn verður líklega ekki sýndur nema þessa tvo daga, sem auglýstir hafa verið, ætti enginn, sem langar til að sjá hann, að láta tæki- færið ganga sér úr greipum. SAMVELDISRÁÐSTEFNA Forsætisráðherra Canada bef- ir sent skeyti til Bretlands við- víkjandi samveldisfundinum, sem frestað var s. 1. ágúst. Fer hann fram á það í skeytinu, að fundurinn sé hafður sem fyrst og í Canada eins og áður var áforma"ð. Það sem fyrir vakir með fund þessum, er að sam- veldisþjóðirnar reyni að mynda með sér nánara og öflugra við- skifta samband, en áður hefir verið til. í Magnsjúríumálinu gerir hvorki að reka né ganga. Jap- anir neita að hverfa' burtu með herinn og auka jafnvel við hann. Bera þeir nú að Kín- verjar hafi gert leynisamning við Rússa um ásjá, ef í hart færi, og fullyrða sómuleiðis að Rússar hafi sent Kína vopna- birgðir. Og þá fer nú að vera ljóst, hvað þarna er á seyði. Kína með Rússland að bak- hjalli (eða er það Rússland með Kína að bakhjalli?) teflir skákina á móti Japan með margar Evrópuþjóðirnar að bak- hjalli. Öllu er þessu fyrirkom- ið með leynisamningum og svik um (?) við Þjóðabandalagið. Menn hafa átt bágt að gera sér grein sem stendur fyrir öðru heimsstríði. Er ekki þarna skammmlaust í pottinn búið fyrir það? MR PAUL BARDAL ráðsmaður A. S. Bardal útfar- arstofnunarinnar hefir verið út- nefndur sem bæjarráðsmanns- efni í næstu bæjarkosningum af Civic Progress Association. Mr. Bardal sækir i Ward 2, þar sem flestir íslendingar í þess- um bæ eiga heima, og horfir bæði í því efni og öðrum mjög vel fyrir honum til þess að ná kosningu. Bæjarkosningarnar verða 27. nóvember. BRETLAND STENDUR í SKILUM Síðast Uðinn laugardag, sendu Bretar Frökkum 75 milj- ónir dala í gulli til þess að grynna á skuldum sínum við Frakkland og Bandaríkin eða láni sem England fékk frá þess- um þjóðum s. 1. ágúst, að upp- hæð 250 miljónir dala. Eru lánveitendur ekki aðeins ánægð ir með þetta, heldur jafnframt hissa, að Bretland skyldi geta nú þegar greitt einn þriðja þess arar skuldar. HLÉ Á VOPNA-ÚTBÚNAÐI Þjóðbandalagið hefir verið að vinna að því, að sem flestar þjóðir heimsins semji með sér að hafa eins árs hvíld frá vopna útbúnaði. Hefir tillagan mælst SENN 93 ÁRA. "Ern og frískur ennþá, og 93 ára 14. desember n.k.!" — Þessum orðum fer blað frá Langdon í Norður Dakota, sem einn vinur Heimskringlu þar hefir verið svo góður að senda henni, um Islendinginn Svein- björn Björhsson við Vang P.O. N. D. "Þéttur á velli og þéttur í lund'' segir blaðið ennfremur, "gekk, eða öllu heldur hljóp, Mr. Björnsson hér á milli búð- anna í dag (í Langdon) í verzl- unarerindum. Og hefði það ekki verið fyrir snjóhvíta skegg ið og hárið, hefði oss aldrei grunað neitt um hinn háa ald- ur hans. Vér höfðum tal af Mr. Björns- syni. Og ef þú heldur, að hann sé uppgefinn af lífinu, ertu illa svikinn. Búskap sagði hann enn borga sig í Cavalier County. Og hann ætti að vita hvað hann segir. Hann er einn af elztu mönnum bygðar sinnar. Hann er fæddur á íslandi árið 1838, en kom til þessa lands 1882. Árið eftir byrjaði hann búskap hér á jörð þeirri, er hann býr enn á. Á henni var skógur nokkur, og honum varð að ryðja burtu, áður en uxaparið með gamaldags plóginn aftan í sér, komst nokkuð áfram. — Þetta tafði svo fyrir fyrsta ár- ið, að Mr. Björnsson gat ekki þreskt uppskeru sína og stakk- aði henni því það haustið. Landareign sína heimafyrir hefir Mr. Björnsson fært út, svo að hún er nú 400 ekrur að stærð. i Canada á hann eina Section af landi og býr sonur hans Ólafur á henni. En yngsti sonur hans Louis rekur búskap inn með föður sínum heima. Sveinbjörn er eflaust með elztu Islendingum vestra og mun ættaður af Austurlandi. Kona hans dó fyrir h. u. b. tveim árum. NÝ SAGA. í þessu blaði Heimskringlu byrjar ný saga eftir enskan höfund, George A. Henty að nafni. Hefir Eggert heitinn Jó- hannsson þýtt hana, er um eitt skeið var ritstjóri Heimskringlu og ölium íslendingum er kunn- ur fyrir ágæta rithæfileika. — Sagan nefnist á íslenzku: "Á háskatímum". Er hún auðvit- að hrífandi ástarsaga, en styðst þó við dagsanna viðburði, er á Indlandi gerðust á fyrrihluta 19. aldar. Höf. hennar var sjálf- ur á Indlandi enda eru lýsing- ar hans af ýmsum atburðum þar með afbrigðum næmar og lifandi. Annars eru sögur Hen- ty's víðfrægar fyrir þetta. Þær eru ávalt um það, er hann sjálf- ur sá og ef til vill reyndi víðs- vegar út um heim, þvi hann var á eilífum ferðalögum í ýms- um erindum. Hann var háment aður maður og skrifaði fyrir ýms beztu blöð og tímarit sinn- ar tíðar. Fæddur var hann ár- ið 1832, en dó eftir síðustu aldamót. Þegar íslendingar eru búnir að kynnast frásagnarstíl hans í sögu þessari, sem Eggert heit- inn þýddi eftir hann, og sem Heimskringlu hefir nú verið sent handritið af, eigum vér von á því, að þeim geðjist að honum, og að saga þessi verði eins vinsæl meðal lesenda, og það sem þýðandinn hefir áður valið að þýða, eða birta, íslend- ingum til skemtunar og fróð- leiks. Og það vita allir eldri íslendingar hér, að var margt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.