Heimskringla - 04.11.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 04.11.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 4. NÓV. 1931. HEIMSKRiNGLA 5. BLAL*SÍÐA þó aðeins 10 ára gömul er hún fluttist til þessa lands. Haustið 1893 giftist Sigríður eftirlifandi manni sínum, Eggert Björns- syni frá Aðalbóli í Miðfirði í Húnavatnssýslu, er vestur futt- ist 5 árum síðar en hún, eða sumarið 1888. Reistu þau bú norðan Tunguár skamt norður af Akra pósthúsi, og bjuggu þar þangað til þau fluttust til Wyn- yard bygðar 1905, en þar hafa þau búið síðan. Af börnum þeirra eru 8 á lífi er svo heita. Björn Þórarinn; Hans; Herdís; Guðný; Ingibjörg Magnea; Eggert Páll; Nýmund- ur Rögnvaldur; Þóra Jóhanna og Pálína Guðbjörg. Sigríður sál. var jarðsungin af séra Rögnv. Péturssyni frá Winnipeg, sunnudaginn 18 okt. Fór jarðarförin fram frá heim- ilinu og frá kirkju Quill Lake safnaðar í Wynyard. Innilegur söknuður lýsti sér hjá öllum aðstandendum hennar, er þar voru viðstaddir, yfir missir henn ar, og munu þeir lengi minnast hinna iiðnu ára og samleiðar- innar með henni. Vinur. ‘EN VERRA GÆTI ÞAÐ Þó VERIÐ' Það var ritgerð í Heimskring- lu 7. þ. m. með þessari fyrir- sögn, eftir próf. M. G. O’leary, þýdd úr ensku. Höf. segist daglega hitta menn sem kvarti um að fátt gangi nú vel hér í landi. Hann játar að sönnu að óáran sé hér óvanaleg, en ekki felst hann á að “tímarnir” séu mjög þung- bærir. Hann sýnir með mörg- um tölum að það sé þó verra í öðrum löndum; og niðurstaðan sem hann kemst að verður að lokum sú, að hér sé allt á stór- kostlegum framfaravegi. Höf. segir að menn tali mik- ið um hina “góðu gömlu tíma’’. Og tekur samanburð á efnahag manna í Vestur-Canada fyrir 30 árum og nú. Hann lýsir fram förunum á þessu tímabili með mörgum fögrum orðum og glæsilegum tölum, sem eg efa ekki að séu réttar. Það er lítill vandi að sýna stórmikla fram- för hér, á þessu tímabili, en það sýnir ekki að Vestur-Canada sé á framfaravegi þessi síðustu ár. Þessi samanburður verður því villandi, og gefur ókunnug- um mönnum þá hugmynd að hér sé nú alt á framfaravegi, þrátt fyrir nokkra örðuglieika af uppskerubresti og óhagstæðri verzlun. En þrátt fyrir alla framfar- innar á þessum 30 árum, þá hygg eg að hagur fjöldans sé ekki stórum glæsilegri nú en hann var þá. Fyrir 30 árum var hér flest á góðum framfara vegi, sem nú er í afturför, þessi síðustu ár. Þá voru menn ör- uggir og vongóðir, þótt þeir hefðu lítið undir höndum; nú eru margir móðlausir og von- lausir, þótt þeir hafi mikið und- ir höndum. Uppskeran er verð- laus, og víða engin. Löndin og húseignir eru hlaðin skuldum og ómögulegt að selja þau. Verslun og viðskifti öll í mesta ólagi. Vöruhús allstaðar full af vörum sem framleiddar eru í landinu, en markaóur til út- landa áð kalla má lokaður. At- vinnulausa menn hér í landi tel ur höf. 200,000. Ekki finnst honum mikið til um það, en huggar okkur við það að þeir séu þó fleiri í öðrum löndum. Glæsilegustu hliðinni er allstað- ar lýst, eins og hún væri al- Uiennings eign. Áður ferðuðst menn á hestavögnum og hjól- hestum. Nú ferðast menn í bifreiðum og loftförum. Satt er það að vísu; en sá er margur bóndi og bæjarmaður, sem væri hetur staddur nú, ef hann hefði aldrei eignast bifreið. Höf. leggur mesta áherzlu á bættan hag og þægindi bænda. Hann talar minna um hag bæj- arbúa, sem eflaust kemur til af því að hann þekkir betur hvað þar kreppir að. Á hinum “góðu gömlu tímum” þurftu bændakonur að vinna bæði úti og inni, og eltust því fyrir örlög fram, segir höf. Nú þurfa þær aðeins að snúa rafmagni á eld- avélina og síma eftir tilbúnum matvælum; en geta lesið blöð- in eða hlustað á útvarpið þegar þær vilja. Svo geta þær keyrt út á kvöldin með manni sínum á hreyfimyndahús. Með þess- um þægindum heldur konan æskuefgurð sinni fram á elliár. Ekki veit eg hvar þessi lýsing á við, en fá hygg eg þau bænda heimili í Vestur-Canada sem hafa þessa lifnaðarhátta nú á dögum. Höf minnist lítið á hag manna í bæjunum. Þá getur hann þess að fyrir 30 ár- um hafi flestir haft olíulampa í húsum sínum, en nú viti allir hvernig þau séu lýst. — Þá telur hann vinnulaunin ólík því sem þau voru áður. Árið 1900 segir hann þau hafi verið 37 — 40 — cent og 60 vinnutímar á viku. Nú telur hann þau 45 — 50 cent, og 48 stunda vinnutíma á viku. Hvor ug upphæðin hygg eg að sé rétt, en þó svo væri, þá er hér ekki um hagsbót að ræða, því vikulaunin verða dálítið lægri með nútíðarlaunum. En þá er þess að gæta hvort vikulaunin borga meira af nauðsynjum. Eg hefi ekki í höndum skýrslu um verðlag á nauðsynjavöru fyrir 30 árum, en eg hygg að hún hafi ekki verið í hærra verði þá en nú. En aftur mun húsa- leiga og opinber gjöld vera mun hærri nú. Þess utan er margt keypt nú, og álitið ómissandi, sem engum kom til hugar að leggja út peninga fyrir þá. Höf. leggur sterka áherslu á það hvað peningamagn hafi aukist í landinu síðan 1930. Satt er það að vísu, en að litlum notum kemur það nú þegar peningarnir liggja arðlausir í bönkum og hirzlum auðmanna. ars getur það orðið villandi fyrir lofsorði hefir verið lokið á fyrir “marmalade’’. Var það alt nesti þá sem ókunnugir eru, en til; það, er auðvitað eins fyrir það gremju þeim sem hlut eiga að | enn óendurleyst. máli. Blöðin geta haft margt þarfara að flytja en slíkar rit gerðir. —Vogar 24 okt. 1931. Guðm. Jónsson Aths. ritstj.: Svo er nú það. Getið skal þess, að tímaritið sem grein próf. O'Leeary birtist í, var sent Heimskringlu utan úr sveit, með bendingu um að greinin væri þess verð, að þýða hana. Nú kemur önnur rödd um að það hafi óþarft verk ver ið. Sannast þar að sínum aug- um lítur hver á silfrið. Vér höfum áður vikið að því, að stefna Heimskringlu sé að benda lesendum á það, sem er að gerast í hugsanaheiminum, og hún álítur þess vert, að fyrir almennings sjónir komi. Um ástandið í heiminum hefir hún flutt greinar frá ýmsum hliðum, með það í huga að gefa mönn- um kost á, að sjá hvað um þau mál er sagt, svo þeir geti sjálf- ir myndað sér skoðun um þau. Heimskringla hefir ekki skrifað undir það, og mun ekki gera, að flytja ekki nema það eitt, sem eftir farvegum eins eða annars rétttrúnaðar streymir, vegna þess, að hún álítur ekki mennina ennþá alveg óskeikula. Þetta á jafnt við um veraldleg mál sem andleg. Og vér getum fulhissað höf. ofan-skráðar greinar um það, hvemig sem honum geðjast að því, að marg- ir hafa látið þá skoðun í ljósi, að slíkar greinar væru ekki “óþarfar”. Að því er grein próf. O’ Leary viðvíkur, ætlum vér, að hún leiði menn ekki neitt háskalega afvega. Og flestu mun mega færa stað í henni eða öllu. Að hér í Vesturlandinu sé ekki raf- orka notuð á neinum heimilum úti um sveitir, er rangt með farið í greininni hér að ofan. ÆFINTÝR Dl ROBILANTS GREIFA f FRUMSKÓGUM BRASILÍU. Vér höfum á mörg sveitaheimili Um 1900 var sjálfsagt lítið um ' komið í suðvestur Manitoba, peninga, en þá voru þeir starf- andi að framförum lands og lýðs. Eins og eg hefi drepið á áður í grein þessari álít eg hag manna hér í Vestur-fylkjunum heldur verri yfirleitt nú, en hann var um 1900. Það mætti gera samanburð sem liti nokk- uð öðruvísi út en sá sem höf. gerir. Þá voru ekki margir atvinnulausir svo árum skifti. Þá voru þeir teljandi sem bæja- sjóðir og sveitasjóðir þurftu að fæða, að minsta kosti ekki ein hleypir menn, á bezta aldri, eins og nú á sér stað. Þá voru ekki margir sem skulduðu meira en eignir þeirra voru virði. Þá voru ekki margir í afturför efnalega. Þá lágu ekki peningar arðlausir og ónotaðir í bönkum í miljónatali. Þá lágu ekki nauðsynjavörur óseldar svo árum skifti, svo ekki borg- aði sig að framleiða þær. — Það dylst víst engum sem um það hugsar, að alt þetta kreppir að nú. Það er kyrstaða og aft- urför í flestum efnum nú, sem voru á framfaravegi um 1900. Eignirnar eru að sönnu marg- falt meiri, en mikill hluti þerra arðlaus, og eigendunum til bvrði. Það er margt fleira athuga- vert við ritgerð þeösa, en eg nenni ekki að eltast við það. Það má kalla að hún gangi öll í þá átt að fegra ástandið eins og það er nú, en að lasta hina “góðu gömlu tíma”. Að vísu ier það góðra gjalda vert að bera sig karlmannlega, og reyna að tala kjark í þá sem eru að verða vonlausir, og síst er því hælandi að víla og væla yfir hverju sem á móti blæs. En það er jafn skaðlegt að raupa af því sem ekki er til. Það er engu betra en að hæla sér af afreksverkum, sem aldrei hafa verið unnin. Fari maður að lýsa ástandinu í landinu, þá er bezt að segja eins og er, ann- sem nota fylkisraforku, ekki aðeins til ljóss, heldur einnig til að elda við, snúa sögunarvélum og fleiri smá vélum á búinu. En miklu meira er þó um þetta í austur-fylkjunum, enda mun próf. O' Leary hafa haft þau í huga er hann reit grein sína. Próf. O’Leary neitar því ekki að ástandið sé slæmt í Canada, sem annar staðar. En þegar hann ber það saman við tímana um eða fyrir síðustu aldamót, verður ástandið ekki eins í- skyggilegt í hans augum og hann vonar að menn nú kljúfi fram úr erfiðleikunum, eins og menn gerðu þá. En höfundur ofanskráðrar greinar, er ekki þeirrar skoðun- ar að tímarnir hafi um síðustu aldamót verið hér eins erfiðir og nú. En skyldi hann, eða aðrir sem þá voru hér, vilja skifta á! glsesilegt, því að undir mér sá þeim tímum og tímunum sem j eS ekki annað en samfeldan við nú lifum á, þó erfiðir séu? i frumskóg, sem áin rann í gegn íalski flugmaðurinn di Robi- lant greifi fór í vor rannsókn- arför í flugvél inn yfir frum- skóga Suður-Ameríku. Varð sú för ekki æfintýralaus, og segir hann sjálfur svo frá henni: Eg fór frá Sao Paulo í Bras- ilíu ásamt vélamanni minum, Quaranta,í tveggja sæta Fiat- flugvél, sem smíðuð hafði verið fyrir ítalska flugliðið, og gat farið um 270 km. á klukku. stund. Við lögðum af stað upp úr hádegi og stefnudum til Motto Grosso, en ætluðum okk- ur að ná Tres Lagoas fyrir myrkur. Þar átti eg að vera um nóttina, en fljúga næsta dag til Corumba, sem er rétt hjá landamærum Bolivíu. Erindi mitt var að rannsaka flugskil- yrði á leiðinni milli Sao Paulo og Bolivíu. Þegar er við höfðum hafið okkur til flugs, fór eg upp í 120 metra hæð og flaug í þeirri hæð með 150 km. hraða á klukkustund. Þegar við vorum komnir um 400 km. frá Sao Paulo, skall á okkur ofviðri og urðum við að hækka flugið tii þess að komast upp úr mesta hvassviðrinu. Eg flaug nokk- ura hringa til þess að forðast mesta storminn, en svo rak á dimmviðri og kólguský, og varð eg þá að stýra eftir áttavita. Svona gekk í eina klukkustund. en þá lægði storminn og gerði besta veður. Eg sá þá mér til mikillar undrunar, að við vor- um staddir yfir stóru fljóti. Eg leit á landakortið til þess að reyna að átta mig á því hvar við værum, og komst fljótt að raun um að stormurinn hafði borið okkur afvega, eða suður á bóginn og að þessi á gat ekki verið önnur en Parana, eða þá Parana Panena, sem rennur í hana. Við vorum alls óhræddir, þótt okkur hefði borið úr leið, því að við höfðum næga olíu til átta stunda flugs, en höfðum ekki flogið nema fjórar stundir. Eg athugaði landabréfið aftur til þess að komast á rétta stefnu, og gerði ráð fyrir því, að eg niundi ná ákvörðunarstað mínum eftir hálfa aðra stund. Um leið og eg sneri við norð- ur á bóginn, byrjaði hreyfillinn að hvæsa og frísa og stóð blár loginn út úr honum. Og rétt á eftir stöðva«ist hann alveg. Við vorum þá í 1200 metra hæð, en lækkuðum nú óðfluga á lofti, og sá eg, að mér var nauðugur einn kostur að nauðlenda sem allra fyrst. En það var ekki Vér efumst um að gömlu menn irnir sem þá voru hér æsktu margir eftir þeim skiftum. Höf minnist ennfremur á að bændavara hér sé nú verðlaus. Ætli að hún hafi verið í hærra verði fyrir eða um aldamótin? Með því að renna augum yfir verðskýrslur frá þeim tímum, verður það Ijóst, að þá var ekki nema lítið eitt af algengustu bændavöru nú, markaðs-vara, og um verð á þeim var því naumast að ræða. f niðurlagi ofanskráðrar grein ar kemst höf. svo að orði, að blöðin ættu að hafa eitthvað þarfara að flytja, en þessa grein próf. O’Leary. Þetta getur satt verið, þó langt sé nú síðan að svipað því hafi áður heyrst! En Heimskringla vonar samt, að vera í eitt skifti að minsta kosti leyst frá þeirri synd, að liafa birt óþarfa, með því að flytja ofanskráð andmæli gegn próf. O’ Leary. En McLean’s JVlagazine, sem grein hans flutti upphaflega, og vér sjáum, að um eins og silfurblátt blikandi band. En er við vorum komn- ir í 200 feta hæð, sá eg alt í einu lítið rjóður, nokkur hundr- að metra frá árbakkanum, og þótt það væri ekki nema 40 fet á lengd, afréð eg að lenda þar. En þá var eg orðinn of lágur á fluginu og lenti því ekki í rjóðrinu. Hamingjan var mér þó hliðholl. Lenti eg í runna af smátrjám, sem brotnuðu undan flugvélinni, en tóku jafn- framt alla ferð af henni, án þess að hún skemdist hið min- sta. Þegar svona gæfusamlega tókst til, sneri eg mér að Quar- anta og störðum við um stund hvor á annan. Svo rákum við báðir upp kuldahlátur út af því hve makalaust hefði tekist vel um lendinguna. Var nú ekki um annað að gera en yfir- gefa flugvélina. Tókum við með okkur alt hið nauðsynlegasta af áhöldum okkar og settum það í bakpoka, og þar á. meðal dálítinn kexkassa og glas af okkar. Jörðin var þarna raklend og vaxin frumskógi og fléttijurtum. Áttum við því fult í fangi með að brjótast niður að ánni, og voru þó ekki nema um 200 metrar þangað. Þegar við kom um að lokum niður á árbakk- ann og bað eg Quaranta að ljá mér áttavitann og landabréfið, sem hann hafði tekið. En hann fann þá hvorugt og hafði týnt því á leiðinni. Fórum við nú að leita og vorum að því fram í myrkur, en sú leit varð á- rangurslaus. • Fyrstu nóttina lágum við á árbakkanum. Snæddum við nokkurar kexkökur áður en við lögðumst til svefns. Vorum við hvergi smeikir og hentum gam- an að óhappi okkar. En er fram á nóttina kom, og almyrkt var orðið, fór af okkur hlátur- inn. Komu þá öll villudýr skóg arins á kreik og sáum við að ekki var neitt gaman á ferðum. Náttmyrkrið var kolsvart og áður en varði fyltist loftið af baneitruðum, fljúgandi skor- kvikindum. En innan úr skóg- inum heyrðust hræðileg öskur villudýra, og fór okkur þá ekki að verða um sel. En þá brá okkur þó fyrst alvarlega er Quarai\te sá alt í einu sjálflýs- andi augu í tveimur villudýrum, sem stóðu að eins fáa metra frá okkur. Var í augun að sjá eins og maurildi. Við afréðum þá að kveikja eld, og með því móti gátum við haldið villu- dýrunum í hæfilegri fjarlægð frá okkur, því að þau óttast eld. Við sváfum til skiftis um nótt- ina, og eina vopnið, sem við höfðum, var Colts-marghleypa og 40 skot. Okkur fanst nóttin aldrei ætla að líða, en að lokum rann þó dagur. Við bjuggumst þegar til ferðar, og eg tók nestið okkar, nokkur hundruð af kexkökum. En um leið og eg þreif það, kom fljúgandi út úr kassanum að minsta kosti biljón rauðra skorkvikinda, og er eg gætti betur að voru að eins fáir brauð molar eftir í kassanum. Hitt höfðu skorkvikindin etið. — Þarna var alt nestið okkar far- ið, og áttum við nú ekki eftir nema eina litla dós af “marma- lade”. Við hófum göngu, en það var hér ym bil ómögulegt að kom- ast neitt áfram í gegn um skóg- inn. Svo var hann þéttur, og náði alveg út í fljótið. Allan daginn börðumst við í gegn um myrkviðinn, en er kvöld kom, höfðum við aðeins komist þrjá kilómetra, og vorum vita upp- gefnir. Daginn eftir byrjaði sama sagan. Var þó votlendi enn meira og skógurinn þétt- ari. Við brutumst áfram í þeirri von að komast að ármótum Parana og Parana Panene. En þegar að kvöldi kom vor- um við algerlega matarlausir og algerlega uppgefnir. Við lögðumst til hvíldar, en höfðum engan frið fyrir skorkvikindum og eiturflugum og alls konar pöddum, sem héldu fyrir okkur vöku alla nóttina, með ofsókn- um sínum. Þegar birti um morguninn, og við litum hver á annan, sá- um við að andlit okkar voru svo bólgin undan stungum eitur kvikindanna, að við vorum al- gerlega óþekkjanlegir. Þriðja daginn kvöldumst við af hungri og reyndum, eins og við gátum að finna eitthvað ætilegt í skógunum, en þektum ekki ætilega ávöxtu frá eitruð- um. Fyrst átum við þó nokkuð að berjum, sem okkur sýndust sakleysisleg, en fáum mínútum síðar veltumst við um á jörð- unni ineð óþolandi iðraverki og bólgnar varir og tungu. Seinna komumst við upp á það að eta sérkennilegt hvítt gras, aðal- lega instu og mýkstu stráin. Síðan urðu þau, og mergurinn úr kaktustrjám, eina fæða okk- ar upp frá því. Um miðjan dag komumst við j í svo miklar ófærur af dýjum og votlendi, að við neyddumst til i þess að synda yfir fljótið og vita hvort ekki væri betra að komast áfram hinum megin. Quaranta var ekki vel syndur og varð eg að draga hann yfir fljótið. En það var svo sem ekki að þar tæki betra við, og þenna dag urðum við að synda fjórum sinnum yfir ána, og eyði lögðust eldspýtur mínar við það, svo að næstu nótt gátum við ekki kveikt eld, svo að við urðum að sofa í myrkri. Fjórði og fimti dagurinn liðu eins. Við vorum alveg örmagna og komumst ekki nema hálfan kílómetra á dag. Að kvöldi hins fimta dags kvartaði Quar- anta um það, að hann hefði hitasótt og hneig hann niður þar sem hann var kominn. Urðum við að hafast þar við um nóttina. Var þar raklent og alla nóttina var, úrhellis- rigning. Ekki var þur þráður á okkur, og Quaranta elnaði hita sóttin eftir því sem á leið. Rétt undir morgun, þegar eg ætlaði að festa blund, tók Quaranta að æpa og öskra í óráði, eða brjálsemi. “Eg get aldrei gleymt þeim hljóðum þarna í myrkrinu og frumskóginum. Þegar dag- ur rann versnaði honum enn l^itasóttin og hann var orðinn magnþrota. Eg færði honum vatn að dekka, talaði við hann um konuna hans og börnin og brýndi það fyrir honum að þeirra vegna yrði hann að herða upp hugann og gefast ekki upp. Þetta hafði þau áhrif, að hann staulaðist á fætur og við lögð- um af stað, en lentum þá í feni og sukkum í það upp í mitti. Gátum við með naumindum dregið okkur upp úr því, en svo gugnaði Quaranta aftur og fór að tala í óráði um það að það væri alveg þýðingarlaust að reyna að halda áfram. Það lá líka við að eg léti hugfallast. En svo sá eg stórt dýr sem líktist svíni, og hafði afar breiða fætur, svo að því tókst að kom- ast yfir kviksyndið. Eg minti Quaranta aftur á fjölskyldu hans og kom honum á fætur. Röktum við nú slóð dýrsins og skriðum mest á fjórum fótum, hálfir á kafi í forarleðjunni. í þrjá daga skreiddumst við á- fram á þenna hátt, og um næt- ur sváfum við í forinni þar sem við vorum komnir. En jafnan þegar myrkrið skall á, varð Quaranta brjálaður og æpti og hljóðaði svo hryllilega, að eg hélt að eg mundi missa vitið líka. Að kvöldi hins sjöunda dags komumst við á harðvelli á fljótsbakkanum. Þar varð Qua- ranta enn óðari en áður og veltist um á jörðinni veinandi og æpandi. Alla nóttina lét hann á þessu ganga; og þess á milli ákallaði hann dauðann og bað hann að sækja sig. Þó bráði einstaka sinnum af hon- um; bað hann mig þá fyrir- gefningar á veikleika sínum og grátbað mig að skilja sig eftir og reyna að bjarga sjálfum mér. Að morgni hins áttunda dags sá eg flugvél á sveimi yfir okk- ur. Veifaði eg þá eins og eg framast gat og lét sem óður væri, til þess að reyna að vekja athygli hennar á okkur. Hélt eg því áfram þangað til eg féll úrvinda af þreytu til jarðar. — Flugvélin hvarf úr augsýn. Þá er eg hafði jafnað mig dálítið, reyndi eg að koma vitinu fyrir Quaranta, en nú tókst það alls ekki. Hann var algerlega brjál- aður. Eg vildi ekki yfirgefa hann og reyndi að bera hann, en hafði ekki orku til þess. Eg þóttist vita að við ættum skamt eftir til ármótanna, og þess vegna afréð eg að halda áfram einn. Hugsaði eg sem svo, að ef eg gæti náð í hjálp, þá væri okkur báðum borgið. Skógurinn var svo þéttur á Frh. á 8 bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.