Heimskringla - 04.11.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.11.1931, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA W3NNIPEG 4. NÓV. 1931. (Stojnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 _ Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist : THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” ds published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 4. NÓV. 1931. UM HVAÐ VORU KOSNINGARNAR? Síðan féttimar af úrslitum kosning- anna á Englandi bárust hingað, hafa menn um fátt meira hugsað en þau. Sigur stjórnarinnar var svo stórfeng- legur, en tap verkamannaflokksins svo gífurlegt, að þess eru áður fá eða engin dæmi. Þegar þetta er skrifað, herma fréttirn- ar, að verkamannaflokkurinn hafi að- eins hlotið 50 þingsæti af 615 alls, og þá eru úrslit ókomin aðeins úr 5 kjör- dæmum. í kosningunum, sem fóru fram fyrtr rúmum tveim árum, eða 30. maí 1929. hlaut verkamannaflokkurinn 288 þing- sæti. Og með stuðningi liberala, sem þá höfðu 58 þingsæti, tók hann við völdum. í nýafstöðnum kosningum hefir því verkamannaflokkurinn tapað milli 230 og 240 þingsætum. Þetta er svo eftirtektarvert, að menn geta ekki gert að því að spyrja, hvað slíkum straumhvörfum valdi. Og niður- staðan, sem magir komast að, er sú, að verkamannaflokkurinn muni vera úr sög- unni á Englandi — ekki aðeins um stund- arsakir, heldur um ófyrirsjáanlega langt skeið. Fljótt á litið getur mönnum og virzt þetta svo. En séu kosningamar gaum- gæfilega athugaðar, virðist annað verða uppi á teningnum. Um hvað voru kosningarnar háðar? Ekki um flokkana eða flokkastefnumar. í hugum almennings er líklegast, að þungamiðja þeirra hafi verið sú, hvort England ætti að halda áfram að vera England, eins og það hefir verið, eða England eftir rússneskri fyrirmynd. Rt. Hon. Stanley Baldwin, foringi konserva- tíva og fjölmennasta flokksins á þingi, viðurkennir, að kosningarnar hafi ekki verið um flokksstefnur, heldur um bjarg- ráð þjóðarinnar og verndun núverandi skipulags. Svipað því farast Ramsay Mac- Donald orð. Þingmannaefni verkamanna- flokksins, og þar á meðal leiðtogi þeirra, Mr. Henderson, létu óspart á sér heyra, að þeir hygðu á stórbrotna þjóðskipu- lagsbreytingu. Slíkt er hætt við að þjóð- in hafi ekki skilið og hafi tekið því full- alvarlega. Og það hyggjum vér að skýri hin ákveðnu úrslit kosninganna. Þau úr- slit er ekki hægt að hugsa sér, að hefðu eins ákveðin orðið, ef aðeins hefði um flokksmál verið að ræða. Að þessu leyti hafa nýafstaðnar kosn- ingar því verið ólíkar vanalegum kosn- ingum. En það er ekki þar með sagt að næstu kosningar verði það einnig, hve- nær sem þær verða. Þó verkamannaflokk- urinn nú biði því feykilegan ósigur, er langt frá því að tap hans, sem flokks, sé eins mikið og' ætla mætti. Þrátt fyrir það, að stefna verkamannaflokksins í þessum kosningum virtist nær kommún- istastefnunni, en stefnu verkamanna- flokksins enska undanfarið, og sem þjóð- in var ekki viðbúin að hylla, hlaut verka- mannafiokkurinn í þessum kosningum alls 6,749,944 atkvæði. í kosningunum 1929 voru honum greidd 8,362,595 at- kvæði. Samkvæmt því hefir hann ekki tapað nema um 20 prósent af sínu fyrra atkvæðamagni. Hiutfallslega hlaut hann því miklu færri þingsæti, en ætla mætti af atkvæðamagni hans. Alt þetta ber með sér, að verkamanna- flokkurinn er ekki úr sögunni. Hann get- ur í sjálfu sér hvenær sem er náð völd- um aftur, leggist hann ekki of þungt á sveif öfganna. Brezka þjóðin er ekki við því búin ennþá, að gerast stjórnarfars- lega jábróðir Rússlands. Hún sér bjarg- ráð sín eigi síður fólgin í viturlegri til- högun á þjóðmálastarfinu, samkvæmt því fyrirkomulagi, sem gefið hefir henni það þanþol og vöxt, að verða öndvegisþjóð heimsins. Það hefir oft minna en það vak- ið sjálfstæðisvitund einstaklinga þjóð- félagsins til ákveðinna athafna. Kosn- ingamar síðustu eða úrslit þeirra hafa eflaust átt talsvert skylt við slíka þjóð- lega hugsjónavakningu hjá almenningi á Bretlandi. Stjórnin er á Bretlandi nefnd Þjóð- stjóm (National Government), en ekki samsteypu- eða samvinnustjórn-. Verði öllum flokkum, sem hana skipa, mögu- legt að líma stefnur sínar svo saman, að ekki beri á sérstefnu hvers þeirra, getur hún vel heitið því nafni. Hún er þá nýr stjórnmálaflokkur, sem tíminn á eftir að leiða í ljós, hvort nær er eða betur sem- ur sig að kröfum tímans á hagfræðis- og stjórnmálafarslega vísu, en flokkar hafa gert undanfarið. En hvað sem um það verður, virðist þjóðin una vel kosningaúrslitunum. Og á viðskiftaheiminn virðast þau einnig hafa haft góð áhrif, og á einhverjum viðjum kreppunnar virðist þar hafa slaknað, jafnvel strax fyrstu vikuna eft- ir þau. ÞORSTI. Flestir, sem einhver kynni hafa haft af drykkjumönnum, munu hafa tekið eftir því í fari þeirra, að á þá sækir óslökkv- andi þorsti. Hver er orsökin? Sir B. Ward Richardson, M.D., mjög viðurkendum lækni á Englandi, farast orð um það nýlega í ensku læknariti á Englandi, á þessa leið: “Orsök brennivínsþorstans er eitrun í lífsfryminu (protoplasm) í líkama mannsins. Þetta lífsfrymi er í hverri einustu frumu allra lifandi vera, og er svo nefnt vegna þess, að þar verður lífs- ins fyrst vart. Uppruni þess hefir ver- ið rakinn þangað, en ekki lengra. Líkami mannsins, eins og allra lifandi vera, er úr óteljandi frumum gerður, eins og húsveggir eru af óteljandi steinum gerðir. Séu störf lífsfrymisins heft á einn eða annan hátt, verða áhrifin af því ill á frumurnar, og um leið á allan líkamann, því að hann er ekkert annað en samsafn af frumum. Og nú eru til efni, sem hafa afar ill áhrif á lífsfrymið eða eru reglulegt eitur fyrir það. Þessi skaðlegu efni eru t. d. í saltsýru, vítríól og klóróformi. Ef þessi efni berast inn í líkamann, sjúga þau vatnið úr lífsfrym- inu, en þaðan fær það næringu sína. Við það rýrnar lífsfrymið og veslast upp, eins og alt lifandi, sem án fæðu er, gerir. Það finnur til hungurs og heimtar næringu sína, vatnið, alveg eins og tómur magi kallar eftir sinni fæðu. Það þarfnast vatns og því þyrstir manninn. Alkóhól hefir sömu áhrif á lífsfrymið og þessi efni, er á var minst. Það sýgur vökvann úr því. Neytanda þess, eða á- fengis, sem alkóhól er í, fer því að þyrsta. Harin reynir að slökkva þorstann með því að drekka meira, en það er, eins og reynslan ber vitni um, hið sama og ætla sér að slökkva eld með því að hella olíu í hann. Drykkjumanninn þyrstir því meira, sem hann herðir drykkjuna. Þeg- ar búið er að blanda vatnið alkóhóli, er það óheilnæmt fyrir lífsfrymið. Vatnið, hreint og óblandað alkóhóli, sem áður saddi það hollri fæðu, er þá orðið eitur fyrir lífsfrymið. í þessu er fólgin ein mesta hættan af áfengisneyzlu. Því meira, sem drukkið er, því svæsnari verður þorstinn (eða eitrunin í lífsfryminu) og því meira esp- ast löngunin í áfengið. Þess vegna er hófdrykkjan svonefnda mjög varasöm. Vanalegur þorsti, svo sem af ofhita eða áreynslu einhverri, stafar einnig af þornun í lífsfryminu. En eins og allir vita, verður honum brátt svalað með hreinu, köldu vatni. Hreint vatn, eða að minsta kosti óblandað skaðlegum efnum, er lyfið við þomun í líkamanum, eða þorsta. Alt það, sem eitrun hefir í för með sér fyrir lífsfrymið, hafa menn gert sér far um að þekkja og forðast. Alkóhólið í á- fengi er eina lífsfrymis-eitrið, sem neytt er. Hvenær skyldi manninum lærast að forðast það einnig? Vér gátum þess, að lífsfrymið væri enn sem komið er talin uppsprettulind lífsins. Samkvæmt því, sem á hefir verið drepið, vegur áfengið því að sjálfri rót lífsins.’' * GAGNLEGUR FYRIRLESTUR. Fyrirlesturinn, sem hr. Jón Ólafsson flutti s.l. föstudag í Sambandskirkjunni. var alt í senn, fróðlegur, skemtilegur og gagnlegur. Fyrirlesarinn rakti sögu stálgerðar- innar frá upptökum til ósa. Hann mint- ist á öll aðalefnin í stáli, hver þau væru og hvaðan þau væru komin, og hvernig þau efni jarðskorpunnar öll væru blönd- uð, þar til stál væri úr þeim unnið. Og að lokum benti hann á þýðinguna, sem uppgötvun stálsins hefði haft á menn- ingarsögu mannkynsins. Þrátt fyrir það, að erindi þetta sé ef- laust hið fyrsta og eina, sem flutt hefir verið á íslenzku um vísindalega stálgerð, hepnaðist fyrirlesaranum vel að skýra efni sitt. Köstuðu og myndirnap, sem hann sýndi, mjög birtu á það. Þó áheyr- endurnir væru fæstir kunnir efninu, þeg- ar þeir komu inn í salinn, munu þeir flest- ir hafa farið út fróðari en þeir komu inn, og verið það ljósara eftir en áður, hvflíkt djúp þekkingar liggur að baki verkfræði- legu starfi. En það var nýung, í þessari grein iðnaðar að minsta kosti, að heyra frá því sagt á íslenzku máli. Verkfræðingar, bæði byggingamjeist- arar og raffræðingar, hafa nokkrir hinna yngri íslendinga hér orðið — með lær- dómi í háskólum þessa lands. En að þeir, sem fullorðnir koma til þessa lands sökkvi sér eins ofan í vísindalega verk- fræði, og Jón Ólafsson hefir gert, er eins- dæmi. Hann kemur á aldrinum milli tvítugs og þrítugs til þessa lands, árið 1913, allslaus eins og flestir íslendingar, að öðru leyti en því veganesti, sem í góð- um gáfum er falið, og mentun þeirri að undirstöðu, er veitt var honum á öðrum gagnfræðaskólanum heima á íslandi. En úr þessu veganesti sínu hefir Jón nú svo unnið, að hann er viðurkendur meðal hérlendra manna, sem einhver vissasti og áreiðanlegasti stálgerðarmaður í Vest- ur-Canada, og gott ef nokkur tekur hon- um fram í öllu landinu. í tómstundum sínum aflaði hann sér þeirrar þekkingar, ér með þurfti til þess að skipa honum þann sess, sem hann nú hefir hlotið. Má það heita vel að verið og munu færri leika það eftir honum. Jón flytur hér iðulega fyrirlestra um stálgerð á háskólum og í ýmsum verk- fræðifélögum, og þykir ávalt erindi hans hið fróðlegasta. Eftirsjá var að því, að fyrirlestur hans á íslenzku heyrðu ekki miklu fleiri en gerðu á föstudagskvöldið. íslendingar eru einkennilega sneyddir löngun til að kynn ast því, sem að verklegum vísindum lýt ur. Hefði fyrirlesturinn þetta kvöld ver- ið um efni, eins og t. d. eilífðargildi kreddutrúar, helztu fréttir af nýdauðum eða heimilissælu bolshevika, síðan að giftingarlögunum var breytt í Rússlandi hefði salurinn eflaust fylst fólki. GAMLA SAGAN. Það er sagt að sagan endur- taki sig. Það er hverju orði sannara, en það illa og h^imsku lega gerir það eigi síður en hið góða. Undanfarna daga eða jafn- vel vikur, hafa borist allgóðar fréttir af hveitimarkaðinum. — • Síðastliðinn mánudag hækkaði verð á hveiti um 3 cent. Er það nú orðið 20 centum hærra en þegar það var lægst. Og alt virðist benda á, að það muni hækka enn talsvert. DODDS 'fj KIDNEY THEP^ii I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu Þotta mega nú góðar fréttir við bakverk, gigt og blöðru , _ „ ... , sjukdómum, og hinum mörgu kvilla, heita. En ekki er happ hlotið,, er stafa frá veikluðum nýrum. — þó hálffest sé, segir máltækið. Þær eru ti! sölu í öilum iyfjabúð- T. , .. , . .. .. I um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir Um leið Og Ogn birtir yfir $2.50. Panta má þær beint frá. hveitimarkaðinum, fer aftur á Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- stað fjárglæfraspilið með hveit- ^0' °nt ’ og senda “dvirðið þang- ið, sama spilið óg 1929, sem drjúgan þátt átti í viðskifta- kreppu undanfarinna þriggja ára. Alt, sem á daga hefir drifið síðustu þrjú árin virðist gleymt. FRIÐAR ÞJÓÐAGARDURINN Það mun mörgum góð frétt þykja, að nefndin, sem undanfarin tvö ár eða meir hefir verið að litast um eftir hæfilegum stað fyrir Friðar-þjóðagarðinn, er Banda- ríkin og Canada ráðgera að koma upp einhversstaðar á landamærunum, hefir valið stað til þess í Manitoba. Það er suður við landamærin í Turtil fjöllunum (Turtle Mountains), um 15 mílur suðaustur af þorpinu Bossevain í Manitoba, sem garðurinn verður gerður. Er það einn fegursti staður í Manitoba grasi og skógi vaxnar hæðir eða lág fell með rennisléttum b'ilum á milli.. Og útsýni allmikið og un.'.ra fagurt. Svæði þetta ef margar fermílur á stærð, og á nú að prýða það, sem þjóðargarði beggja þjóðanna sæmir. Verður garðurinn ef- laust einn af merkustu stöðum þessa fylkis, þegar hann verður fullgerður. Kostnaðuriún við að gera þarna góð an þjóðagarð, er sagt að verða muni ein miljón dala. Verður mest af fénu gefið af enstaklingum, og hugmyndin er að safna um fjórum miljónum dala og verja vöxtunum af því fé til viðhalds garðin- um. Henry Ford og fleiri auðkýfingar syðra hafa þegar skrifað nöfn á gefenda- skrána. Þetta veitir hundruðum manna í þessu fylki atvinnu. Garði þessum er komið upp í minningu um hundrað ára frið milli Canada og Bandaríkjanna. Og í framtíðinni hlýtur hann að styrkja friðarbandið milli þjóð- anna, kynslóð eftir kynslóð. Og hver veit hvaða þýðingu slíkur garður hefði, ef Evrópuþjóðirnar kæmu honum upp á landamærum sínum? á að slíkt hafi ekki kauplækk- ur verið, heldur aðeins til þess gert, að afla fleirum vinnu. Ennfremur benda þau á, að Og nú skifta þeir orð- j kaup þessara þjóna sinna hafí ið hundruðum, sem daglega ekki lækkað neitt s. 1. 10 ár, hlaupa með 25—50—75 og 100 en það hafi kaupgjald flestra dali, og sem oft er aleiga þeirra, ; annara beinlínis gert. í kornspiladýkið, og mega auð- Hafa nú þjónarnir snúið sér vitað lofa hinn sæla fyrir að til sambandsstjórnarinnar með sjá þá nokkurntíma aftur. — málið og hefir Isaac Pitblado Hveitibóndinn kemur og með K.C. í Winnipeg verið falið mál- hveiti sitt nú til markaðarins, ið frá hálfu járnbrautaþjónanna. og selur það, því sem betur fer, er sagt að alt að 90 pró- sent af hveitinu sé enn í hans | höndum, en kaupir svo aftur | hveitið upp á von og óvon framtíðarverðsins, fyrir and- virðið. Þetta fer eflaust brátt að ganga svo langt, að full á- stæða er til að spyrja, hvort langt sé þess að bíða, að öllu verði í voða stefnt aftur. Það er að vísu gott útlit, sem stendur, með að hveitiverð fari eitthvað enn batnandi. Rúss- land hefir hætt að flytja hveiti á markaðinn, hvað sem því j veldur. Uppskera brást þar lík- ( legast að nokkru. Ef til vill | mega þeir því ekki vera án þess sjálfir. Að hinu leytinu er þess ( þó getið til, að Frakkar hafi lánað Rússum fé, sem þeir j þörfnuöust mjög, og að það hafi [ með þeim skilyrðum verið gert, I Uftir langvarandi sjúkdóms- að Rússar ekki spiltu markaði strið. andaðist að heimili sínu fyrir þeim. En að það þurfi að j við Kandahar, Sask., húsfreyja snerta markað annara landa. Sigriður Björnsdóttir, aðfara- er þó erfitt að koma auga á. ' nðtt fimtudagsins hinn 15. þ. En sé nú hækkun verðsins á j Hún var búinn að liggja SIGRÍÐUR BJÖRNSD6TTIR 12 marz 1873 — 15 okt. 1931. hart nær tvö ár rúmföst og löngum mjög þjáð. Var það krabbamein er dró hana til dauða. Sigríður sáluga var fjölhæf kona og einkar vinsæl; kom það í Ijós, ekki eingöngu við útför hennar, sem bygðarlagið svo að segja alt tók þátt í held- ur og yfir hinn langa veikinda tíma, er nágrannar hennar og ættingjar vildu sýna henni hina mestu hluttekningasemi, og á ýmsan hátt hlynna að henni og aðstoða börn hennar og eigin- mann í mótlæti þeirra og ervið- leikum. Sigríður sál. var fædd á Þorp- hveiti þessu að þakka, hver getur þá sagt um, hve lengi það helzt? Og mundi ekki einnig á sama standa hvort væri. Sækir al- menningur nokkurtíma gull í greipar héðnanna í kornkaupa- höllinni? Á hann nokkum kost á að vinna taflið á móti þeim, sem hann á þar við? Sú hefir að minsta kosti sjaldnast orð- ið raunin. Væri því ekki forsjálla fyrir menn að fara varlega í þetta fjárhættuspil fyrst um sinn? Og er það ekki undarlegt, að alt það, sem á undan er farið,, skuli um hæl gleymt, er ofur-1 lítið rofar til? Og svo þegar í( um í Tungusveit í Strandasýslu vörðurnar rekur aftur, er und-; 12 marz 1873. Foreldrar hienn- ireins stjórnunum, óeðlilegum ar voru þau hjón, Björn Jósephs tímum, guði eða náttúrunni son og Þóra Guðmundsdóttir er um allar torfærurnar kent, er síðustu búskaparár sín á ís- einstaklingurinn sjájfur Jiefir j landi, bjuggu á Þorpum og kepst við að leggja á leið sína. fluttust þaðan vestur um haf -------T— sumarið 1883, og námu sér JÁRNBRAUTAÞJÓNAR land í íslenzku bygðinni í N.- MÓTMÆLA KAUPLÆKKUN Dak., skamt frá Mountain. Voru --- þau bæði ættuð af vestfjörðum, Vélfræðingar, kindarar og Björn fæddur við Breiðafjörð og símaþjónar beggja járnbrautar-j alinn þar upp að nokkuru leyti, félaganna í Canada (CNR og en Þóra í Strandasýslu. CPR) hafa mótmælt 10% kaup- í Dakota bjuggu þau hjón 22 lækkuninni, sem félögin höfðu ár, en fluttust þá til hinnar ný- komið sér saman um, að fara stofnuðu bygðar við Wynyard, fram á við þá. Halda þjónarn- árið 1905, ásamt nokkurum ir því fram, að kaup hér sé 6-7c börnum þeirra. Þar andaðist lægra en í Bandaríkjunum. Auk | Björn hið sama sumar, en Þóra iess hafi þeir vegna kreppunnar af fúsum vilja tekið kauplækk- un mikla með því að mínka mílufjöldann, sem hverjum manni sé ætlaður á mánuði, sem gefi þeim nú ekki nema 26 vinnudaga í mánuði í stað 30 eða 31 áður. En félögin benda kona hans er enn á lífi, og hiefir dvalið til skiftis meðal barna sinna. Börn þeiira Björns og Þóru voru mörg — 18 alls — og dóu nokkur í æsku, svo að eftir eru nú aðeins 7 á lífi. Sig- ríður var með þeim eldri, og

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.