Heimskringla - 18.11.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 18.11.1931, Blaðsíða 6
6. BLAÐSfiDA MEIMSKRINCLA WINNLPEG 18. NÓV. 1931 nema örfáir af okkur kunna, og þá list sýnum við ekki nema við sérstök tækifæri. Þessir töfrar eru okkar elztu töfrar. Er sagt að í fyrstu hafi vitringar komið með þá frá Egyptaland, en um það kann eg ekki að segja.’’ “Eg hefi gaman af töfra- brögðum,’’ sagði Bathurst, “og hefi séð mörg þau, sem eg ekki skil neitt í. Eg hefi séð körfu-leikinn oftar en einusinni, til dæmis, og mér er ómögulegt að gera mér grein fyrir honum.” Töframaðurinn tók nú upp úr körfu sinni spítu, er var á að geta fjórir þumlungar að þvermáli og um tvö fet á lengd. “Líttu á þetta’’, sagði hann, og Bath- urst tók spítuna og skoðaði. “Það lítur úr fyrir að vera endi af telegraf-stöng”, sagði hann. “Viltu koma út, Sahib’’, sagði þá Rujub. Það var koldimt úti, en Ijósið inni varp- aði glóbirtu út um gluggann og út fjTir brautina framundan. Rujub gekk út á braut- ina og hafði með sér spítuna og að auki fer- hyrndan kubb á að geta níu þumlunga á hvern veg, og var mjúk sessa fest ofan á hann. Þegar hann kom út á brautina reisti hann þar upp spítuna og lét kubbinn ofaná. Bathurst stóð hjá, en nú bað Rujub hann að fara upp á pallinn. Gekk þá Bathurst upp að húsveggnum og hallaði sér upp að honum utanvið gluggakistuna, þannig, að hann ekki skygði á íþróttamanninn. Rabda gekk þá fram og tók sér sæti á sessunni á kubbnum. “Sjáðu nú hvað gerist, Sahib”, sagði Rujub, og jafnskjótt virtist Bathurst bæði spitan og kubburinn blása sundur og vaxa með feikna hraða. Og stöngin reis hærra og hærra, þangað til Rabda, sem sat ofan á, var komin upp fyrir ljóshringinn. “Nú skaltu koma hingað,’’ sagði Rujub, “en ekki máttu snerta stöngina. Það gæti valdið dauða barnsins míns.” Bathurst gekk fram á brautina og leit upp. Var þá stöngin orðin svo löng, að Rabda virtist vera komin hærra en hús- þekjan, og gat hann aðeins eygt hana í myrkrinu. Innan stundar var stöngin orðin svo löng, að han nsá ekki Röbdu lengur. “Ert þú þar, Rabda?’’ kallaði þá Rujub og hún svaraði, eins og úr fjarlægð: “Eg er hér faðir”. Aftur og aftur skiftust þau á, þess- um spurningum og svörum og altaf varð svar hennar óskýrara, er það leið til þeirra lengst ofan úr skýjunum. Síðar virtist sem hún væri fremur að hrópa en að svara spurning- um hans og síðustu varð ekki greindur ómur af köllum hennar. “Nú skal stöngin ganga saman”, sagði Rujub þá. Svo liðu tvær, þrjár mínútur. Bathurst horfði alt af á stöngina upp í dimmunnni. Alt í einu sá hann end- ann á stönginni og kubbinn ofaná, en Rabda sat þar ekki lengur. Stöngin sýndist líða niður með miklum hraða og á svipstundu var hún orðin eins og í upphafi, — tveggja feta langur spítu stúfur, með kubbnum ofan á. VERÐMÆTUR VERÐLAUNAHLUTUR ÚR* POSTULfNI ER í HVERJUM PAKKA AF ROBIN HOOD PRESSUÐUM HÖFRUM MEÐ ‘RED SPOT’ VÖRUMERKI. Robin hljóðum. “Þetta er orustan við Chillianvalla”. Rujub svaraði engu, en kallaði: “Sjáum nú framtíðina!” og undireins1 tók gufan lita- skiftum aftur. Bathurst sá nú háan vegg umhverfis húsagarð. Á einn var að sjá hús f garðinum. Það leyndi sér dkki að það var um sókn og vörn að gera, því í einum stað var nú gínandi gap í húsvegginn, þar sem áður höfðu verið tveir gluggar með talsverðu millibili. Húsið var flatrept og uppi á þilj— unni voru margir menn og voru allir að skjóta út fyirr virkisvegginna. Þar voru og tvær konur á þekjunni. Svo glögg var myndin að Bathurst sá greinilega andlit allra á þekjunni. Alt í einu sást rauf mikil í virkisvegginn og innum þá rauf ruddust Sepoy-fylkingar, en örfáir hvítir menn stóðu innan við vegglíkf hrófað upp úr ýmsu rusli í flýti innan við rauf- ina, og vörðust, sem bezt þeir máttu. f þess- um hóp þekti Bathurst sjálfan sig. Stóð hann þar í broddi fylkingar, beitti byssuskafti sínu sem kylfu, og stökk út yfir vegginn inn í miðja Sepoya-fylkinguna og barði á báðar hendur. Þegar hér kom eyddist gufan f einni svipan, en kolsvart myrkur var í her- berginu, þar sem Bathurst hafði staðið síðan hann slökti ljósið. Bathurst var eins og í leiðslu og vissi ekki fyrri en Rujub hafði kveikt á eldspítu og sagði með hægð. Ef þú vilt taka glasið af lampanum, Sahib, skal eg kveikja á honum”, og eins og í draumi gerði Bathurst það. “Og hvað segir nú minn herra um myndirnar?” spurði svo Rujub. “Fyrri myndin var sönn,” svaraði Bath- urst, “þó ekki hafi eg hugmynd um hvernig þú vissir að eg var með þeim sem sóttu Chillianvalla. En það sem seinni myndin sýndi getur ómögulega átt sér stað.” “Það er ómögulegt fyrir þig að segja hvað verða kann í framtíðinna, Sahib”, svar- aði Rujub alvarlega. “Satt er það”, sagði Bathurst, “en eg þekki sjálfan mig svo, að eg veit að það sem sýnt var, getur ekki átt sér stað, þó engin líkindi séu tll þess nú, dettur mér ekki í hug að segja ómögulegt að Sepoyarnir berjist gegn hvítum mönnum, en það sem myndin sýndi er alveg ómögulegt að því er mig snertir”. “Tíminn sannar það, Sahib”, sagði Ruj- ub. “Myndirnar geta ekki logið. Viltu að eg sýni þér fleira?” Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir George A. fienty “Já, en það var að troða barn mitt undir fótum sér, og auk þess mundi eg ekki eftir sjálfum mér. Þó eg hefði haft höggvopn, hefði eg ekki haft rænu á að beita því. Það eina sem eg hugsaði um var það, að barnið mitt var dáið. Um tígrisdýrið hugsaði eg ekki. Þessi litla stúlka, Sahib, er alt sem eg á, og hún er mín önnur hönd. Síðan móðir hennar dó, fyrir fimm árum síðan, höfum við altaf ferðast saman, aftur og fram um land- ið. Hún spilar og leikur á meðan eg sýni töfra mína. Hún gengur í kring meðal á- horfendanna og tekur við samskotunum og þegar tvo þarf til að sýna töfra-brögð, þá er hún meðhjálparinn. Það er hún, sem hverf- ur úr körfunni. . Við erum hvort öðru ómiss- andi. En hvað er nafn herra míns? Vill hann gera svo vel og segja þjóni sínum það, svo að hann og Rabda geti hugsað um hann og talað um hann á göngunni?” “Eg heiti Ralph Bathurst, á heima f Deennugghur’ og er þar héraðsdómari. Hvað langt ætlið þið að fara í kvöld?” “Við nemum staðar í fyrsta þorpi, sem við komum í Sahib. Við höfum gengið langt nokkuð í dag, og þó létt vara sé í kassanum þeim arna, þá dregur um að bera hann allan daginn. Við höfðum hugsað okkur að koma til Deennugghur á morgun, og hafa þar töfra- sýningu úti fyrir herramanna búðunum”. “Það er rétt,” sagði Bathurst, en eina spurningu enn: — Hvert er nafn þitt?” “Rujub”. “Jæja, Rujub, ef þú kemur til Deennugg- hur á morgun, þá segðu ekkert um þessa viðureign okkar við dýrið. Hún er ekki þess virði að gera orð á. Eg er heldur enginn böfðingi, en þarf að vinna frá morgni til kvölds. Mér er ógeðfelt að vera geröur að umtalsefni.” “Vilji herra míns er mér lagaboð. Ósk hans skal uppfylt”, svaraði Rujub. “Þú skalt koma heim að mínu húsi og spyrja eftir mér”, sagði Bathurst, “því mér þykir vænt um að frétta hvert hræðslan hefir nokkrar illar afleiðingar fyrir dóttur þína. Hvernig líður þér núna, Rabda?” “Eg er eins og í draumi, Sahib”, svaraði stúlkan. “Eg sá voðalegt og stórt gulrönd- ótt dýr stökkva að mér, eg hljóðaði, og svo vissi eg ekki meira fyr en eg sá andlit herra míns. Síðan hefi eg heyrt hann og föður minn tala, en þó eg viti að þú reiðir mig og haldir um mig, þá finst mér samt ein9 og þið séuð langt í burtu”. “Þú þarft að komast til náða og geta sofið, bam mitt. Næturhvíldin gerir þér gott. Það er engin furða þó þú sért utan við þig og lémagna. Að kvart-tfma liðnum ætt- um við að vera komin til næsta þorps. Eg þykist vita, Rujub, að töfrabrögð séu þér meðfædd?” “Já, Sahib, það er ætíð þannig. Sá hæfileiki gengur í erfðir. Undireins og eg gat gengið fór eg að vinna með föður mínum, og smámsaman, eftir því sem aldurinn færð- ist yfir mig, kendi hann mér leyndardómana, sem við aldrei opinberum”. “Nei, eg veit það eru sannir leyndardóm- ar. Töframenn okkar heima geta gert mörg ykkar brögð, en sumt af því sem þið gerið er þeim ómögulegt að ráða”. “Enskir Sahibs hafa oft boðið mér stórfé til að gera sér skiljanlegt hvernig eg geri sum af brögðum mínum, en mér er það ómögulegt. Við erum allir bundnir óttalegum eiði, enda hefir ekki einn einasti töframaður rofið þann eið enn. Gerði einn sig sekan í því væri hann óðar og miskunnarlaust sviftur lífinu, og afdríf hans í öðrum heimi yrðu hræðileg. Hann ætti enga von á fyrirgefning, og um alla eilífð fengi sál hans ekki bústað nema í hinum auðvirðilegustu og viðbjóðslegustu dýr- um. Líf mitt vildi eg glaður láta fyrir herra minn, en leyndardóma okkar gæti eg ekki opinberað fyrir honum, hvað þá öðrum”. Litlu síðar náðu þeir Bathurst til fyrsta þorpsins fyrir handan skóginn og þar, áður en heim kæmi að húsunum, setti Bathurst litlu stúlkuna niður. Hún kvaddi lífgjafa sinn með því að taka hönd hans og þrýsta að enni sér. m “Eg vona þá að sjá þig aftur á morgun, Rujub”, sagði Bathurst að skilnaði og hleypti um leið á sprett út í dimmuna. “Hér er þó virkilega nýtt gerfi fyrir mig að birtast í”, hugsaði hann gremjufullur. “Eg þekki ekki sjálfan mig lengur! Er þetta virkilega eg sjálfur? En svo í rauninni kom þetta ekki hugrekki við. Mér bara datt hræðsla ekki í hug, en lamdi dýrið rétt eins og eg mundi lemja hund sem væri að bíta lítið lamb. Það var engin hávaði, en það er hávaðinn sem eg hræðist. Hefði tígrinn grenjað, mundi eg sjálfsagt hafa flúið, — hefði ekki getað ann- að, þó líf mitt hefði legið við. Það eru ó- skapeg örlög, að eg skuli ekki vera eins og aðrir menn, en skuli skelfast og titra eins og stúlkubarn, ef eg heyri skothvell. Betur að eg hefði fallið dauður í fyrstu skothríðinni í Punjab fyrir átta árum síðan, eða, að eg hefði haft þrek til að skjóta mig sjálfur þá um kvöldið. Guð minn góður! Hvílíkar þó þjáningar hefi eg ekki þolað síðan! En, eg má ekki hugsa um þetta. Guði sé lof! Eg hefi'altaf nóg að gera. Og meðan eg hefi hugann á vinnu minni, komast ekki aðrar hugsanir að”. Með ósviknum átökum vilj- ans svifti Ralph Bathurst þessum ógeðfeldu hugsunum burtu frá sér, en læsti huga sinn við verkið sem hann var að vinna um daginn, og sem ekki var nema hálfgert um. Töfra maðurinn kom ekki næsta dag, eins og hann þó hafði ráðgert. En seint um daginn kom Hindúa drengur með þau boð frá Rujub að Rabda væri ekki nógu frísk orðin til að ferðast, en að þau væru væntanleg undireins og hún væri búin að ná sér. Leið svo vika. Að þeim tíma liðnum, þegar Bath- urst kom heim að kvöldi, eftir langt og strangt dagsverk, var honum sagt að töfra- maður biði hans á pallinum fyrir utan. “Eg sagði honum, Sahib”, sagði þjónninn, “að þú værir ekki gefinn fyrir sýningar hans, og að honum væri betra að fara eitthvað annað. En hann stóð á því fastar en fótunum, að þú sjálfur hefðir sagt sér að koma, svo eg leyfði honum að bíða.” “Er unglings stúlka með honum, Jafur?” spurði Bathurst og játti þjónninn því. Bath- urst gekk þá tafarlaust út og kringum húsið þangað til hann sá hvar þau Rujub og Rabda sátu, og var hún enn sveipuð í sömu bláu skikkjunni. “Mér þykir vænt um að sjá að dóttur þinni líður betur”, sagði Bathurst. “Miklu betur, Sahib”, svaraði töframað- urinn. “Hún fékk megna hitaveiki, en hún er búin að ná sér aftur”. “Eg hefi engan tíma til að sjá sýningar þínar í kvöld, Rujub. Eg hefi haft mikið að gera í dag, á mikið ógert enn, en er þó upp- gefinn nú” ,sagði Bathurst. “Þér er þess- vegna bezt að fara til einhverra af hinum húsunum, þó eg satt sagt hugsi að þú hafir lítið upp úr því í kvöld, því það er heimboð hjá skattheimtunarmanninum og þar verða allir helztu mennrnir. Vinnufólk mitt skal gefa ykkur að borða og gaman hefði eg af að sjá ykkur í fyrramálið áður en eg fer af stað, en eg fer klukkan sjö. En ertu ekki peninga lítill, Rujub?” og hann fór ofan í vasa sinn. “Nei, Sahib”, svaraði töframaðurinn. “Við höfum næga peninga til allra okkar þarfa. í kvöld ætlum við ekki að hafa neina sýn- ingu. Rabda mfn er naumlega fær um það. Fyrir sólaruppkomu á morgun verðum við að fara af stað. Eg þarf að flýta mér til Cawnpore, — hefði átt að vera kominn þang- að nú. Getur ekki minn herra gefið okkur hálftíma einhverntíma í kvöld, okkur er sama hvenær það er. Við vildur sýna þér hluti sem fáum Englendingum hefir auðnast að sjá, — ekki nein almenn brögð, Sahib held- ur leyndardóma, sem fæstir af okkur jafnvel kunna að sýna. Segðu ekki nei, Sahib, segðu ekki nei”. “Jæja, Rujub, ef þér er svo ant um það, þá skal eg horfa á sýningu þína. Látum okkur nú sjá. Klukkan er sjö núna og mat- urinn bíður mín. Svo þarf eg að skrifa af kappi í þrjá klukkutíma, ef ekki lengur, en klukkan ellefu verð eg búinn. Þá skalt þú koma. Þú munt sjá Ijós inni fyrir gluggan- um á herbergi mínu. Glugginn verður opinn og þið skuluð koma þaugað.” “Við komum þangað, Sahib”, svaraði töframaðurinn. Svo kvöddu þau Bathurst og gengu burtu. Fáum mínútum fyrir tilsettan tíma lagði Bathurst frá sér pennann með gleðibragði, því dagsverki hans var lokið. Lýsing hans á málsatriðunum, sem hann hafði verið að skrifa, var svo glögg og röksemdir hans svo góðar, að hann gat ekki séð hvernig dóms- máladeildin gæti neitað að viðurkenna fram- burð hans réttan. Síðan hann .settist niður við að skrifa hafði honum ekki dottið töfra- maðurinn í hug einusinni. Honum varð þess- vegna hálf hverft við, er hann alt í einu sá mann ganga að glugganum- “Ó, það ert þú, Rujub”, sagði hann. “Eg var rétt að enda við verkið. Komdu inn. Er Rabda með þér?” “Já, en hún bíður úti þangað til eg þarf hennar”, svaraði Rujub, og um leið steig hann inn um gluggann og settist á gólfið. “Eg ætla ekki að sýna neinar íþróttir, Sahib”, hélt hann áfram. “Töfrabrögð okkar eru tvennskonar. Fyrst eru brögðin sem sýnd eru með missýningum. Við þau þurfum við aðstoðarmenn. Það eru þessi brögð sem við sýnum úti fyrir húsum hinna hvítu herra, og á götum og torgum í stórborgunum. En það eru til aðrir og æðri töfrar, sem ekki “En hvar er Rabda?” spurði Bathurst. “Hún er hér, minn herra”, svaraði hún sjálf og reis á fætur. Hún hafði setið á pall- inum rétt hjá Bathurst. “Yfirgengilegt”, sagði þá Bathurst. “Eg hefi heyrt talað um þennan leik, en ekki séð hann fyrri. En má eg skoða spýtustúfinn?” “Þó það væri nú,” svaraði Rujub. Bathurst tók spítuna, bar hana upp að glugganum og skoðaði með gaumgæfni. En þar voru ensin brögð, þar var ekki að tala um neinn járnhólk innan í járnhólk, eins og kíkir, en sem Bathurst hafði dottið í hug. Nei, þetta var ósvikin spíta og ekkert annað. Nú skal eg sýna þér nokkuð annað, Sa- hib”, sagði Rújub. Hann tók þá ker eitt úr eir, lét í það nokkra höggspæni og afkvisti af trjám og ögn af viðarkolum. Svo kveikti hann á eldspítu og slóg eldi í eldsneytið og físti svar þar til spíturnar voru brunnar, og voru þá viðarkolin komin í glóð. Þá dreifði hann einhverju dufti yfir glóðina og reis þegar upp þétt, hvítgrá gufa. Slöktu nú ljósið, Sahib”, sagði Rujub og gerði Bathurst svo. Kola glóðin kastaði bjarma út frá sér, svo að reykjargufan sást vel og varð æ gleggri og gleggri, að Bathurst sýndist. “Sjáum nú liðna tímann!” sagði þá Rujub. Gufan varð bjartari og gleggri og tók ýmsum litbreytingum. Alt í einu kom fram' mynd af landslagi, er Bathurst sá að var á Indlandi. Hann sá þorp nokkurt á brekkubrún, og reykjargusur þutu upp á milli húsanna hér og þar. Svo kom fram fylking af rauðklæddum hermönnum, er sóttu að þorpinu og skutu í sífellu á göngunni. Þeir staðnæmdust augnablik, en tóku svo á sprett heim að þorpinu og hurfu á svipstundu í reykjarmóðuna mUU húsanna. “Herra trúr,” sagði Bathurst í lágum “Nei, Rujub, þú hefir sýnt mér nóg. Þú hefir gengið fram af mér alveg. Nei, eg vil ekki sjá meira af slíku núna.” “Far vel þá, Sahib,” sagði Rujub. “Eg efa ekki að við hittumst aftur og ekki ómögulegt að mér takist að launa þér lífgjöf Röbdu”, Rujub tók körfu sína, steig út um gluggan og gekk út í myrkrið. 3. KAPÍTULI Sjö eða átta flokksforingjar sátu við borð í mötuskála “hundrað og þriðju” her- deildar Bengal fótgönguliðsins í Cawnpore. Þar hafði verið gestaboð um kvöldið, en gestirnir voru allir farnir. Það var búið að slökkva ljósin í billiard-salnum og spilamenn- imir allir, sem þreytt höfðu vistarspil um kyöldið, voru nú hættir, en sumir spilamanna tóku sér þá sæti hjá þremur liðsforingjum, er sátu í mötuskálanum og reyktu. Það var glaða tunglskyn og svo bjart að út um gluggan var að sjá eins og snjó-föl lftið hafði fallið á grænu grufidirnar. Tveir eða þrír mötuþjónar sátu úti á palli og skröf- uðu í hljóði. Varðmaður gekk hægt og seint aftur og fram fyrir innan hliðið sem leiddi að mötuskála-garðinum. Fyrir utan garðinn tók við lág, flöt slétta alt að hin- um lágu kofum innlendu hermannanna. “Svo doktorinn er væntanlegur á morg- un, majór,” sagði Aðjútant Prothero, sem hafði verið að spila vist. “Það þykir mér góð frétt. í fyrsta lagi er hann ágætis drengur og hefir lag á að halda manni vakandi. í öðru lagi er hann miklu betri læknir, en sá sem hér hefir verið síðan við komum, og í þriðja lagi, þyrfti eg sjálfur læknis með vildi eg heldur vera undir hans hendi en nokk- urs annars læknis, er eg þekki. I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.