Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS, LTD. ÍVIen’s Suits Suits ......... Hats $1.00 50c CALt, 37 061 *)ori DYERS & CLEANERS, LTD. Ladies’ Dresses $1.00 CALL 37 061 Cloth, Wool or Jersey .... XLVI. ÁRGANGUR. WINNXPEG MIÐVIKUDAGINN 16. DES. 1931 SÍÐARI HLUTI, NR. 12 Jólagjöfin. í>að ómar um bygðir og borgir, það birtir um lönd og um sæ, er vitjar vor helgasta hátíð og heilsar í sérhverjum bæ. Og jafnt hennar hlýraddir hljóma nm hallir sem fátækra ból. Já, hvarvetna ljósgeislar loga, að lýsa hin dýrðlegu jól. En sumstaðar hátíð er hjúpuð með hrygð, sem er nöpur og sár, og sumstaðar gleymt er að gefa, og gleðin þá snýst upp í tár. Og' sumstaðar gjafir úr gulli ei glatt hafa dapraðan hug, ef enginn er viðstaddur vinur, að víkja þar sorgum á bug. Við skygnumst í skrautlega höllu, þar skart er og auðæfi nóg. í>ar höfðingi fjármuna og frægðar í fjarlægð frá ættjörðu bjó. Við stönzum á ljósanna leiðum og lesum í hug þessa manns. J»ví sigurs þó njóti hann og sældar, þá sorg er í augliti hans. Á borðið hann horfir svo hljóður, sem hlaða af skrautúiunum bar. Já, gjafir frá höfðingjum háum, og hver þeirra dýrindi var. En hjá þessum búnka af böglum var bréf, sem var heimkynni frá, og gjöf sú var hjartkærust honum og helgust, þó væri hún smá. Og skriftina þessa hann þekkir, sem þögula vitneskju ber um ást þá og umhyggju móður, sem aldrei í heiminum þver. Og hjartað slær hraðara' í brjósti og hrygðin ei skyggir nú brá, er opnar hann miðann frá mömmu, sem minnir hans bernskutíð á. Hann hafði við heimkynni skilið og haldið í framandi lönd, þar fjársjóðu dýra að finna og frægðar að knýta þar bönd. Og nú voru óskirnar allar frá æskunnar sólbjörtu tíð að veruleik orðnar, og ekkert uú amaði þrautanna stríð. Og samt var hann hryggur í huga, og hátíðin fanst honum köld, því aleinn hann átti að gleðjast við auðlegð og gjafanna fjöld. Og glaður hann gefa nú vildi það gull, er með sveita var náð, ef heim gæti hann haldið um jólin. já, heim á sitt feðranna láð. Ó, hvað fær í heiminum jafnast við hjartað, svo blítt eins og rós, og brosið hið bjarta frá móður, Sem breytt getur myrkri í ljós. Og hvað væru gnægtir af gulli, og glitið af frægðanna sól, við hjartkæru heimilis böndin, og heima að vera um jól. Hvert orð, er hann las, var sem lampi, er lýsti upp bernskunnar ár. Og ofan á orðin svo fögur af augum hans féllu nú tár. En þó að í þoku hann sæi, hann þýddi það hjartkæra mál, er las hann í eyðunum öllum, sem ómaði djúpt í hans sál. Nú sá hann, að annað en auður, og annað en frægðanna glit, var verðugt að þreyta við þrautir og þola í lífinu strit. Og vonirnar vakna í hjarta, að velja sér ófarna braut, því enn er hann ungur, og getur í annað sinn bugað í þraut. Hann leit yfir gjafirnar glæstu og glitið er veggina fól. Og síðan á miðann, er meinti svo mikið til hans þessi jól. Og framundan björt var nú brautin. Hann bréfinu þrýsti að vör, því gjöf sú, frá móður, var mætust, og máði burt hrygðanna ör. Bergþór Emil Johnson. Vísur til Ágústu eftir Lord Byron. En alt var það þrungið þoku og reyk, og þjáning hugans biturt sveið. Þá vonir blöktu á veikum kveik, sem viltu mig af réttri leið. Er hugann næðir niðdimm nótt og neyð hið innra hjartað sker, þá samhygð dvínar hægt og hljótt, sá heiti viknar — sá kaldi fer. Er alt mér brást — já, ástin mín! og örfar bitrar særa mig, þú eina stjarnan ávalt skín á æfi minnar dimma stig. Já, blessuð, síbjört só( þú varst. þitt Seraph’s auga leiddi mig, og gegnum nótt þú birtu barst, því bjart var æ í kringum þig. Er næturský á vegi var og vonlaus næsta degi eg kveið, þá skærast ljós þitt birtu bar, sem benti mér á rétta leið. Sé andi þinn mér ávalt hjá, hann enn mitt þroski hugarfar, því máttugra er eitt orð þér frá, en útskúfun heillar veraldar. Þú stóðst sem eik við storm og brim, er stendur heil — þó beygð og sár. Og enn hún fellir laufríkt lim á lága gröf — sín þöglu tár. Er stormar hristu heimsins skaut, þá hér hún stóð í lengd og bráð. Hún feldi traust í þyngstu þraut sín þýðu lauf á alt mitt ráð. Já, þú og þitt nær heilu heim, og hvað sem verður fyrir mér, þvi guð mun launa lífið þeim, sem lifa rétt — og eflaust þér. Því slítum ónýt ástarbönd um eih'fð — þín ei slitnað fá. Þitt hjarta er traust — þín örugg önd, þín ástheit sál ei kvika má. Hvað hulið var og horfið mér, það hefir varðveizt fyrir þig. Og eg, sem harm í brjósti ber, sé blómin jarðar kringum mig. 15. febr. 1931. S. E. Björnsson. Jólaglampi 1931 Því fela í sér sinn örlagadóm, ofríkis þorsti og lieimsnautna sæla, að ei geta samkvæmst við himneskan hljóm, harðstjóra lofgei;ð og kveinstafir þræla. Falskjörin, eigingjöm fjárglæfravöld, fátækra herrar eg auðugra bjálfar, verða í réttlæti að greiða sín gjöld, því guð veit, í hófi eru þjóðirnar sjálfar. En meðan á okri vor menning er bygð, \ og marrar í kafi í auðlegðar brunni, hjartanleg samúð er helgasta dygð, og heilbrigðast fórnlíf, á bræðralagsgrunni. . Skýr eru merki og skaparans lag, skilað er manni að kvöldi haus borgun; alt, sem hann hugsar og annast í dag, á hann, í kostum til verksins á morgun. Margvísleg heimurinn vitni' þess ber, að maðurinn kann ekki að hafna og velja. — Veit ekki að það, sem hann iðkar, hann er, og engum er sjóði til gildis að telja. Því er nú framtíðar vonin svo veik, að valt er á blindaða kynslóð að treysta; en guð hefir ráð til að ganga í leik og glæða vorn skilning og þekkingarneista. Og játist hvert líf undir jólanna sið, jöfnuði og bróðerni hamlaði færra, og þá myndi bráðlega bregða svo við, að blik yrði af hátíðum fegurra og skærra. Guðmundur Stefánsson,........ Leslie, Sask. • HEIMSÓKN. Milli 50 og 60 manns heim- sóttu Mr. og Mrs. Ásmund P. Jóhannsson byggingameistara s. 1. laugardag í hið nýja hús þeirra að 910 Palmerston Ave., sem þau eru fyrir skömmu flutt í. Hafði þessi kunningjahópur Jóhannssons hjónanna komið sér saman um, að skemta sér með þeim eina kvöldstund. Urðu vinir þeirra í því efni ekki fyr- ir neinum vonbrigðum, því að móti þeim var tekið með opn- um örmum og ekki sparað neitt til þess, að allir nytu sem beztrar skemtunar. Eftir að gestirnir höfðu skoðað þetta nýja, fagra og skemtilega heim- ili um stund, kvað dr. Rögnv. Pétursson sér hljóðs. Ávarpaði hann Jóhannssons hjónin og fór viðeigandi orðum um störf þeirra í félagsmálum Islend- inga hér vestra. Töluðu svo þessir hver af öðrum: dr. B. B. Jónsson, séra Rúnólfur Mar- teinsson, Árni Eggertsson, J. J. Bíldfell, Halldór Árnason, Einar P. Jónsson og Stefán Einarsson. Að því búnu þökk- uðu Jóhanngsons hjónin vina- hótin öll með nokkrum orð- um. Mrs. S. K. Hall og Mra. C. Jóhannesson sungu einsöngva. Og svo sungu allir undir leið- sögn Mr. Paul Bardal, einum rómi, efumst vér ekki um. — Þegar svo búið , var að tala nægju sína og syngja, var sezt við spil, kaffidrykkju og sam- ræður langt fram á nótt. Til minja um skemtun þessa afhenti dr. Pétursson Mr. Jó- hannsson litla en snotra vindla- kistu úr marmara, en Mrs. Jó- hannsson blómabikar. Kvöddust menn að því búnu og þökkuðu góða skemtun. GÓÐUR FUNDUR. Frón hafði einkar skemti- legan fund s.l. föstudagskvöld. Var hátt á annað hundrað manns á fundi. Séra Jónas A. Sigurðsson flutti aðalræðuna þetta kvöld, og var hún, sem fleiri þjóðræknisræður hans, hvöss lögeggjan til íslendinga vestan hafs, um verndun þjóð- ararfsins. Kvaðst hann hafa búist við, að allir íslendingar, sem til tslands hefðu farið á s. 1. ári, og þegið hefðu þar hin- ar bróðurlegustu viðtökur og sæmd, mundu láta það verða sitt fyrsta, er vestur kæmi, að bindast samtökum við Þjóð- ræknisfélagið um að hvetja ls- lendinga til starfa í þjóðræknis- áttina. En á því hefði ekkert | enn borið. Máli sínu til skýr- ingar brá ræðumaður blysum upp úr þjóðsögum og kímnis- sögum íslenzkum, að vanda, og fór það ekki framhjá áheyrend- um. Hvort sem vel eða illa lá á mönnum, er þeir fóru að heiman frá sér, er það víst, að þeim var orðið glatt í geði, áður en séra Jónas hafði lengi jtalað. Að loknu máli sínu var honum greitt þakklætsatkvæði 1 af fundarmönnum. Dr. Rögnv. Pétursson las upp þrjú kvæði eftir Kletta- fjallaskáldið látna, er aldrei hafa verið prentuð. Leyndi handbragðið sér ekki á þeim Þótti fundarmönnum mikill fengur í þeim. Ragnar Stefánsson las upp all-langa skopsögu, er áheyr- endum hélt hlæjandi frá byrj- un lestursins til enda. Allmikið kann nú að þykja af fundi þessum sagt, en þó er minna af látið en ástæða er til. Og enn ber þess að geta, að Mrs. Helgason hafði þarna hóp af söng- og hljómleika- fólki, er ágætlega skemti á milli þess, að menn fluttu sitt mál. Verður þar fyrst að nefna einsöng ungfrú Lóu Davíðsson. er áheyrendur höfðu mikla skemtun af. Ennfremur píanó- spil Mr. Eyfords, sem sérstaka eftirtekt vakti. Þá er og að minnast á fiðlu- og píanóspil Mr. Johnsons og Miss Eyjólfs- sonson. Einnfremur fiðlusóló Miss Beatrice Fjeldsted. Og loks má geta harmóníkuspils tveggja drengja, er fólk virt- ist hafa mikla skemtun af. Ait er söngfólk þetta, sem á hefir verið minst, íslenzkt. en fætt og uppalið hér. Þykir oss það góðs viti, að það skuli leggja fram krafta sína, með hinum eldri íslendingum, að skemta á þjóðrækniþfundum. Er það auðvitað Mrs. Helgason að þakka, því þetta eru nem- endur hennar. Gæti svo farið að þetta yrði spor til þess, að fá æskulýðinn íslenzka til að sinna þjóðræknisstarfi hér framvegis meira en til þessa. Einn af íslenzkunemendum Fróns, Lára Bjarnason, las upp gamalt íslenzkt kvæði. Af því sem nú hefir verið minst á, sjá menn hvað “Frón” hefir að bjóða á fundum sín- um. Allir eru þar velkomnir, jafnt þjóðræknismenn sem ut- anfélagsmenn. Fundimir eru öllum Islendingum opnir með þeim þjóðlegu og vönduðu skemtunum, sem þar fara fram — endurgjaldslaust. BÓKARFREGN. “Bréf frá Ingu” (héðan og handan). WSnnipeg 1931. Útg. Sófonnías Thorkelsson. Heimskringlu hefir nýlega verið sen dþessi bók til um- sagnar. Eins og nafn bókarinnar ber með sér, er efni hennar aðal- lega bréf frá stúlku, sem Ing- veldur Jónsdóttir hét og heima átti á íslandi, en er nú dáin. Bréfin eru öll til frænda henn- ar, S. Thorkelssonar í Winni- peg. Meira en helming þeirra skrifar Ingveldur, eða Inga, eins og hún nefnir sig í bréf- unum, á Vífilsstaðahælinu, því hún var berklaveik og var 4 berklahælinu bæði á Akureyri og í Reykjavík í 9 ár. En nokk- ur hluti bréfanna er skrifaður eftir lát hennar, með aðstoð Mrs. Freeman, miðils við anda- stöðina “Vörn” í Winnipeg. Vífilsstaðabréfin bera vott um góða greind og hreina og göfuga sál, stúlkunnar, sem þau skrifar. Að efni til eru þau að mestu um eilífðarmálin. Er það ekki óeðlilegt, að slík mál verði aðal umhugsunarefni þeirra, er í stríði eiga við sjúk- dóm, er leikslokum getur ráðið svo að segja á hverju augna- bliki. En skýrlega er á þetta efni minst af Ingu, þó ungling- ur sé. Og gaman hefði verið að lesa lýsingu hennar á öðrum viðfangsefnum og algengari, svo hugðnæmt og vel sem hun skrifar um þetta sérstaka efni. Samhygð grípur hug og til- finningar hvers manns út af lífskjörum Ingu, er þessi bréf hennar les. Hún deyr 27 ára gömul eftir 9 ára sjúkrahúss- stríð. Hefir ekki heilsunnar vegna átt kost á að mentast, sem henni liggur þó auðsjáan- lega mjög á hjarta. Um hæfi- leika hennar til þess, hafa víst fáir efast. Bera orð Steingríms læknis Matthíassonar vitni um það í bréfi til Ingu, eftir að hún fór suður. Þar stendur meðal annara þetta: “Eg óska yður alls hins bezta á komandi ári; þar á meðal þess, að skrokkurinn verði að minsta kosti nokkurn veginn sambæri- legur sálinni að heilsu, og í öllu falli viðunandi bústaður fyrir hana.” Þetta er nú um fyrri kafla bókarinnar að segja, sem er 80 blaðsíður að stærð. Síðari kafli hennar eru bréf frá Ingu eftir dauðann. Um þau verður hér ekki rætt vegna sérskoð- ana þess, er línur þessar ritar, á þeim málum, er þar koma til greina. Ytri frágangur (bókaríninar er hin nprýðilegasti og útgef- andanum til sóma. — 1 fögru bandi kostar hún $1.50 og má ódýr heita, þegar frágangur og stærð hennar, sem er rúmar 150 bls., er tekin til greina. — Útsölu hefir Ó. S. Thorgeirsson. S. E. MÁLVERKASÝNING. Ingvar Haukur Sigurbjörns- son frá Leslie, Sask., nú í Chi- cago, heldur málverkasýningu í neðri sal Goodtemplarahúss- ins. Hefst hún miðvikudags- kvöldið 15. desember og stendr ur yfir þangað til laugardags- kvöldið 20. s. m. Þar verða sýnd allmörg málverk ýmislegs efnis — náttúru- og andlits- myndir. Haukur er að áliti margra listdómara einhver mesti mál- ari, sem íslenzka þjóðin á. Mál- verk hans eru forkunnar fögur, einkennileg og náttúrleg. Það er enginn skrípabragur né sund urgerðarsnið á þeim. 1 þeim er sameinaður ram-íslenzkur andi, kraftur, vit og fegurðarsmekk- ur við æðsta form og stefnur classiskrar listar heimsins mestu og bezt þektu málara fyr og síðar. Haukur hefir unn- ið að drátt- og málaralist frá bamdómj, því listaeðli ihans kom snemma í Ijós, og jafn- framt því sem hann óx á legg og þroskaðist. Hann hefir stund að pentlistarnám við alkunna listaskóla bæði í Canada og Bandaríkjunum. Málað hefir hann margar og margvÍ9legar myndir af mönnum, náttúru og söguatriðum. Hefir hvarvetna verið lokið á þær lofsorði af þeim sem þekkja og skilja listir og unna þeim. Nú býður hann almenningi landa sinna í borg þessari að koma og virða fyrir sér það, sem hann hefir af myndum til sýnis í þetta sinn, sem er aðeins lítill hluti mynda hans. Meðal sögulegu mynd- anna er afar fögur og mikil- úðleg mynd af Snorra Sturlu- syni. Mun mörgum sönnum ís- lendingi stars>mt á hann og þykja fróðlegt að sjá hvernig listmálarinn hugsar sér þenna höfuðþul sögu þjóðar v(orrar. Verða myndirnar til sölu og ó- heyrilega ódýrar, eftir því sem þvílík málverk gerast. Nú eru jólin á ný í nánd, og að gömlum og góðum sið munu menn minnast þeirra með gagn skiftilegum vinagjöfum, þar sem þess er kostur. Munu fáar gjafir meðal íslendinga verða kærari og til meiri og varan- legri ánægju, en einmitt ein- hver þessara mynda. Með því að kaupa þær sameinuðu menn stuðning við listamanninn, við- urkenning á listinni sjálfri og góða gjöf handa vinum sínum eða til heimilisprýjj hjá sjálf- um sér. Aðgangur sýningariunar er Frh. á 16. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.