Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 7

Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 7
WINNIPEG 16. DES. 1931 HEIMSKRINGLA 15. StÐA ENDURMINNINGAR. Frh. frá 11. bls. okkar, sem nú er 47 ára göm- ul, og kona ríkisráðherra eins í stjórn Hollendinga á Indlands- eyjum. Nýársdagurinn 188'5 rann upp fagur og gleðibjartur í mínum huga. Konan mín var eðlilega frísk og litla dóttirin leit djarflega upp, þegar eg gaf henni leifamar af kossunum, sem mamma hafði ekki lyst á. Þetta var blessað nýár. Nú var eg svo ánægjulega ríkur mað- ur, og nú vildi eg vera svo ó- sköp góður maður, var sáttur og þakklátur við guð og menn. Þannig hefir það altaf verið um mína æfidaga, að það góða sem fallið hefir mér í skaut, og meðlætið sjálft, hefir gert mig að betri manni. í>ar á móti hefir hið vonda, sem eg hefi rekið mig á, og mótlætið, altaf spilt mér. Eftir á hefi eg orðið þess var, að þegar eg sá, að það vonda varð ekki umflúið, þá fyltist hugur minn af varn- arvirkjum — allskonar bölvuðu rusli, hrekkjabrögðum og ill- um ásetningi, sem vafði utan um mig þykka þoku, svo lífs- geislar vísdómsins, kærleikans og máttarins, komust ekki að, höfðu ekki tilætluð áhrif S jarðveginn vegna áfrerans, ís- ingarhúðarinnar á huganum. I>að er ekki nóg að gjalla orðið hátt, það er stór vandi að gera mönnum það skiljanlegt, að mótlætingar þessa tíma hafi betrandi áhrif — beri menn upp í föðurfangið. í>eir prestar eru allir að firta menn við föð- urinn, sem stíga fram og gjalla með hálfgerðum reiðirómi, et' til vill samkvæmt lærðum regl- um, í staðinn fyrir að ljúka skilningnum upp með sannfær- andi hægð, ef þeir hafa þá sjálfir haft fyrir því að leita upp kjarnann. Ekki vissi eg á þessum ný- ársdagsmorgni, að eg væri far- inn á harðann og langan, margra ára mótlætisskóla. En strax í janúar steðjuðu að mér harðar harmahríðir úr öllum áttum, sem lömdu mig vægð- arlaust utan og innan í þrjú, og þó raunar fjögur ár, en þá var eg orðinn alveg trúlaus, og fanst það vera alveg sama, hvern fjandann maður hefðist að. Jarðlífið umsjónarlaust sleggjudómaverkstæði. Konan mín fékk ilt í annað brjóstið, sem leit mjög illa út og kvaldi hana og skapaði mér áhyggjur í fleiri vikur, og við þorðum ekki að hafa bamið á hinu brjóstinu, en það margfaldaði fyrirhöfn og dró úr eðlilegum þroska þess. í miðjum janúar lagðist faðir minn í rúmið og lá þungt og mikið þjáður þang- að til seint í febrúar, að hann andaðist. Eg reyni ekki að lýsa því, hver áhrif þetta hafði á mig. Eg skil ekki, að nokkur sonur geti elskað föður sinn meira en eg gerði. Og eg skil heldur ekki, að nokkur heim- ilisfaðir hefði getað áunnið sér meira traust og virðingu allra, sem heimilinu tilheyrðu. Það var eins og enginn þyrfti neitt hugsunarómak að hafa fyrir heimilið, aðeins að ganga eftir kurteisu og blíðu boði að vissu verki, — og nú var eg sjálf- dæmdur, tuttugu og þriggja og hálfs árs gamall, að setjast í stólinn hans, efttr að hafa grafið hann fimm fet ofan í jörðina, eins og ónýtann og einskis verðan hlut. Prestur- inn var að tala um sálina, sem lifði, en eg var ekki sannfærð- ur, og að minsta kosti var hún þá skelfing langt í burtu. Það var eins og guð hefði sofnað eða gleymt. Grenjandi stórhríðar á hverjum degi, og snjórinn orðinn svo mikill, að ómögulegt var að ganga um fjárhúsin, nema ofan stromp- ana á mæni þeirra. Heyin sýndu sig, að þau myndu ekki hrökkva, og leiðir eru lang- þurfamennirnir. Líka eitthvað annað að mæta mér, með per- sónugerfið mitt í lífsnauðsyn, eða að semja við útsjónina og staðfestuna, sem faðir minn var altaf klæddur í. Grátinn að sofna, vonlaus að vakna. Eg átti áreiðanlega bágt. Um vorið þegar dró úr fyrstu harmahríðinni, bjó eg til kvæði sem er gleymt og týnt, en í því var þetta erindi: “Þar sem hafaldan svall, þar sem kafaldið skall, bjó oss veturinn armæðu og stríð. Ýmist hlátur og org, eða grátur og sorg er vor skammvinna lífdagatíð.” Nágranni minn, Gunnlögur Þorsteinsson á Ytralóni, gerði þessa vísu, þegar hann frétti lát föður míns: “Skuld h^fir fyrir skildi skarð höggvið, það vér glöggv- um. Frökkum úr bændaflokki fallinn er einn, til vallar, mannkostum æ sem unni, Árnakundur Guðmundur. Tugir manna þig trega tjónið á Syðralóni.’’ Vel af sér vi|kið. Gunnlögur þessi var bróðir Dómhildar, konu Ólafs Briem á Grund í Eyjafirði, og móðir Valdimars vígslubiskups Briem og þeirra bræðra. Margar fallegar vísur bjó Gunnlögur til, og getur ver- ið að eg komi nokkuð við það seinna. Frh. ”ÞESS SKAL GETIÐ, SEM GERT ER. Silfurbrúðkaupssamsæti þeirra vinsælu hjóna, Árna Ólafssonar og ísafoldar konu hans, var þeim boðið til af fjölmenni 24x nóvember, sem bar upp á 25 ára hjónabandsafmæli þeirra, sem þá var verið að minnast og þakka. Eins og jafnan á sér stað við slík tækifæri, þegar fólk kemur saman að minnast lið- ins tíma, þá vakna margar at- hugaverðar og mætar endur- minningar á taflborði lífsins; með teningskasti um tap og happ, sem endurborin reynslan ein væri fær um að jafna. En líðandi stund er snæljós, sem aldrei kemur til baka. Heiðursgestir samkomunnar, Árni og ísafold, eru fyrstu ætt- liðir þeirra atorkusömu manna, er fyrstir íslendinga lögðu exi á tré og hönd á plóginn fyrir 33 árum í þessari bygð, 'on ekki gafst þeim óðal í aðra hönd. Svo frumbýlislíf land- nemanna reyndu þau sjálf í þeirri hörkulegu mynd, sem því fylgir. Samróma hróslausar ræður hnigu allar á einn veg, að þau j hjón stæðu framarlega í sinni Sem er hagkvæm en ánægjule og kemur sér áreiðanlega vel En því gefið þér yður sj« ekki slíka jólagjöf? stöðu, með börnum sínum sjö, sem öll eru fríð sýnum og góð, greind og mannvænleg. Það væri ekki háa staðan, sem gerði manninn, heldur það, hvernig hann stæði í stöðu sinni. Og þau hjón væru samhent í allri fórnfýsi, þar 9em hjálpar þyrfti við, án langrar umhugsunar. ‘“Það sem fljótt er gert, er sem tvisvar gert.” Mælt var að segja mætti um Árna Ólafsson, eins og 9agt var í fornsögunum um væna menn- “Hann var hinn göfugasti mað- ur, og hafði fylgi hinna mæt- ustu manna; var ráðhollur og réttsýnn. Mælt var einnig, að enginn maður hefði gert eins mikið fyrir þessa bygð og Árni. Hann er meðráðamaður í sveit- arstjórninni, og á næstliðnu hausti gaf hann mörgum mönn um vinnu á brautum úti, og jafnaði vinnunni sem bezt nið- ur, svo að sem flestir nytu hennar. Og nú í þessu harð- æri leita margir ráða til Áma. Og þangað var ekki í geitar- hús ullar að leita, því allra kvöð var heyrð og uppfylt á einhvern hátt. — Og Menónít- arnir klöguðu fyrir Árna um engispretturnar, sem átu gras og garðmat fyrir þeim. Þá er nú kvöðin farin að verða nokk uð frek, þegar farið er að klaga náttúruöflin fyrir Árna, og er það eins dæmi í mann- kynssögunni. Sagt var það um þau sæmd- arhjón, að ekki hefðu þau bor- ið gullpyngjur á armi, er þau reistu sér framtíðarheimili á nær því húslausu landi. En verkin tala: Steinsteypubygg- ing rúmmikil með heyhlöðu og hið dýra íveruhús, bygt úr múr- steini, sem óvíða sést í sveitum langt frá kauptúnum. Víkur þetta dæmi ekki að gömlu land námssögunni, sem kímnisskáld- ið K. N. Júlíus bendir á: “Þeg- ar allir áttu ekkert, en öllum leið þó vel. Sameign allra var vorgróður vonanna í óðali hins forna spakmælis: “Guð hjálp ar þeim, er sér vill bjarga." Þá var bræðralagið og samtök- in svo almenn og innileg. Hver rétti öðrum hjálparhönd, og sá velvildarandi vakti ánægju, eyddi þreytu og sársauka, og varð að þeirri lyftistöng at- hafnamanna, er nútíðin ber vitni um. Og það er þáttur málsins, að þessi göfugi andi er ríkjandi meðal Islendinga í þessari bygð, og svo mun víðar vera. Meðal annars flutti J. H. Húnfjörð kvæði til [heiðurs- gestanna. Talað var á ensku nokkrum sinnum, því margt annara þjóða fólk heiðraði samkvæm- ið, og hefði ve^ið Jangtúm fleira frá nærliggjandi þorp- um og sunnan frá Norður Da- kota, ef brautir hefðu ekki lok- ast af snjó. Þau hjón eru svo víðkunn og metin, eins og sjá má af því sem áður er sagt. Brúðargjafir voru te-set úr silfri, frá vinum og vandamönn- um ,og lokuð bifreið frá Þor- keli og Gísla Bergvinssonum, frændum ísafoldar, var sú gjöf hagkvæm, því eldur gerði mik- inn skaða í ágúst s.l. sumar á heimili nefndra hjóna. — Þá brunnu tvær kornhlöður, flutn- ingabíll, geymsluskáli með lok- aðri bifreið og margt fleira. Veizluborði, brúðarköku og hörpuspili og dansi er óþarft að lýsa, nema að væri dansinn hennar litlu Margrétar, sem er á 7. árí, yngsta barni silfur- brúðhjónanna, er dansaði við Sylvíu, sem er tveimur árum eldri og tveimur þumlungum hærri. Þær dönsuðu finasta meyjadans og fylgdu svo vel takti og tónfalli í sveifludansi fólksins í barnslegri gleði, brugðu fyrir augu eins og stjörnur á undan hraðfara skýi, eða í líkingu við smá- fugla, ef það ætti sér stað, í fylgd með syngjandi svönum. Ekki heyrðist skóhljóð þeirra. Dr. M. B. Halldorson 401 Bord Blds. Bkrlf»t4(u«lml: S8«74 Stundar »4r«takl»sn lunffnaajúk- dðma. ■r aú flnna á skrlfstofu kl 10—1J f. k. oo 3—6 a. h. ■almlll: 40 Allovsr Av« Talalm.li 331X8 DR A. BLONDAL «tt Madlcal Art« Bld*. Talslml: 22 29« ■tkkíkf «4r«taklaoa kvenajúkddma a* barnasjúkdðma — AC hltta: kl. 10—1« « h. o« 8—5 a. h. ■almlll: 80« Vlotor St. 8Iml 18 180 Dr. J. Stefansson 81« MBDIOAL. ARTS BLDQ. Hornl Kannady o| Oraham staadar Hi«li«g auama- eyraa- aef- o« kverka-aJAkddma ■r a« hltta frá kl. 11—11 f. h. o« kl. 8—5 e. h. Talalmli 31834 Halmlll: «88 McMUlan Ave. 41681 MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donald and Graham. 50 Cents Taxl Frá etnum stað tll annars hvar aem er 1 bsenum: 5 manns fyrlr sama og . elnn. Alltr farþegar á- byrgstlr, alllr bllar hitaSlr. Sfml 33 80« (8 llnur) Klstur, töskur o ghúsgagna- fl utnlngur. Vera má að hér sé um að ræða spá framtíðarinnar, yngjandi krafta þjóðfélagsins. 1 smá- mununum felast oft ókomnir tilburðir tíðarandans. Að endingu ávarpaði silfur- brúðguminn samkomuna á nesku, með þakklæti fyrir sig og konu sína, fyrir heiður og vinagjafir og góða samvinnu og samhug á liðnum og yfir- standandi tímum. Þakkir og handtök og vina- kveðjur skiftust á til að treysta vináttuböndin, : hverfandi stund, sem var upplýst af stjörnuljósum á heiðskírum himni, eftir skugga- og storm- daginn áður, er tálmaði margra för til þeirrar samkomu. Brown 28. nóv. 1931. S. B: • * * * ÁVARP TIL MR. OG MRS. A. ÓLAFSSON, BROWN, MAN. (Flutt í silfurbrúðkaupi þeirra 24. nóv. s.l.) Nú aldarfjórðungs eyktamót hér enn í kvöld vér sjáum. Það skyldi vera búningsbót, að bindast snót vér þráum. Með ísafold og Árna um stund, hvar eining býr, sem dáum, er gott að eiga gamanfund, svo gleymt vér næðing fáum. Og aldarfjórðungs liðna leið hér lifa í kvöld tD baka, — frá því, er ást um æskuskeið lét ykkur sambúð taka. Æ félagshópinn hafið krýnt með hugulsemi staka. t orði og verki sóma sýnt, — því sízt er löng sú vaka. Þó hausti að og hrímgi grund, er hlýtt í ykkar ranni. Og birta nóg að létta lund og lífið hverjum manni. Þið mannfélagsins rósa-reit á — ræktuð — vegi förnum, og endurvöktuð unga sveit með efnilegum börnum. Já, iðjusemin aldrei brást, þess augljós sjáum merki, því sigurvon og einlæg ást var altaf með í verki. Og gnóttir þars að glæða dug og geyma fjörga lundu, og til að örva framþrifs flug með félags traustri mundu. Hér annað fjórðungs aldar mót með ykkur sitja þráum. Það skyldi vera búningsbót þeim bekkjast með sem dáum. Nú sitjið heil, og þakkar-þel í þúsundfiöldum kjarna. Æ njótið, eins og unnuð til, á aftni, meðal barna. Jóh. H. Húnfjörð. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfratingur 702 Confederation Life Bldc- Talsítni 24 587 HEALTH RESTORED Laekningar án lyfja DK. 8. G. 8IMP90N, N.D., D.O.. D.O. Chronie Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somertet Blk. WINNIPEG —MAN. I MARGARET DALMAN TBACHBR OF PIAHB 804 BANNING 8T. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Simi: 23 742 HelmlUs: 33 328 Jacob F. Bjaraason —TRAN SFER— B.««««e uá F«r«D«re M.vtaa 782 VIOTOR ST. S1MI34.5M Aanaat aUskonar flutnlnga fram og aftur um bmlnn. J. T. THORSON, K. C. tsleaskar llcfrellaaar Skrlfstofa: 411 PARIS BLDO. Slml: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wjrnyard —s— Sask. Talalaalt 18 889 DR. J. G. SNTOAL TA8NLÆKNIH •14 Seu.reet Bloek P.rt.c AT.ru. WINNIPBO BRYNJ THORLAKSSON Söngstjórl Stillir Pianos og Orgel Simi 38 345. 594 Alverstone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.