Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 16.12.1931, Blaðsíða 6
14. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 16. DES. 1931 Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir George A. Henty “Mér er farið að leiðast að búa svona einn, og yrði mér þvi sönn unun að hafa þig hér hjá mér. Frá því eg kom til Englands síðast og sá þig fyrst, hefi eg aldrei vikið frá þeirri fyrirætlun, að taka þig í dótturstað og gera þig að lögerfingja mínum. Þú ert mjög lík Jóni heitnum bróður mínum, og öll þín bréf, og alt sem eg hefi frétt um þig, ber vott um að þú hafir vaxið upp rétt eins og hann hefði kosið. Helen systir þín er alveg eins og móðir ykkar, og án þess að eg vilji á nokkurn hátt særa tilfinningar þínar, verð eg að segja, að þið eruð í engu líkar. Ég skoða þig sem eina ættingjan, sem eg á í veröldinni, og hvort sem þú kemur eða ekki, eignast þú alt sem eg á, að mér látnum. En svo vildi eg að þú afréðir að koma, þó ekki væri nema til stuttrar dvalar, því ef þér leidd- ist hér, þá gætirðu horfið heim, þegar vildi, og þá framfylgt þínum fyrirætlunum. “Ef þú afréðir að koma, þá skrifaðu um- boðsmanni mínum þess efnis. Eg legg um- slag hér í bréfið áritað til hans. Seg hon- um, hvenær þú getir verið ferðbúin. Hann sér um að þú komist í kynni við fólk, sem útvegar alt, sem þú þarft til ferðarinnar, og hann borgar fyrir það alt, útvegar þér far- bréf, svefnklefa á skipinu o. s. frv. “Hvað sem þú gerir, þá máttu ekki vera nízk við sjálfa þig. Fólkið, sem þér verður vísað til, þekkir miklu betur en þú, hvað ungri stúlku er nauðsynlegt að hafa með til Indlands. Alt sem þú átt að gera, er að láta taka mál af þér fyrir fatnaðinn, og gefa hug- mynd um hvaða snið og hvaða litur þér geðj- ast bezt. Umboðsmaður minn sér um og segir fyrir hvað mikið skuli tekið, og felur svo þessu fólki að sjá um, að ekkert vanti. “Eg sé eiginlega ekkert, sem aftri þér frá að fara af stað innan mánaðar frá því að þú færð þetta bréf, og bíð með óþreyju eft- ir miða frá þér og þeim fréttum, að þú farir af stað til mín hingað með seglskipi í síðasta lagi að mánuði liðnum frá því að bréf mitt kom.” Isabel var ekki hikandi, því hún treysti frænda sínum í það óendanlega. Hún fagnaði yfir því að fá bréf frá honum, nærri því eins mikið og hún fagnaði yfir að finna Robert í skólafríinu, á . meðan hann lifði. Hann hafði verið hennar hlífiskjöldur frá því fyrsta. Það var hann, sem fyrir hennar orð, setti Robert á heimaskóla, og það var honum að þakka, að hún sjálf hélt áfram í skólanum hjá Miss Virtue, þrátt fyrir kvartanir móður hennar. í móðurhúsum átti hún aldrei virki- legt heimili — var þar alstaðar fyrir ,að henni fanst. Móðir hennar var óánægð með hana og Helen hafði aldrei sýnt henni systurlegt viðmót. Að fara til Indlands, að mega sjálf sjá öll undrin, sem hún hafði lesið um, og að geta verið frænda sínum til ánægju, alt það var blátt áfram yndisleg tilhugsun. Daginn eftir að hún fékk bréfið frá honum, sendi hún honúm svarið, og réttum mánuði seinna steig hún um borð í Indía-fara við bryggju í London. Þessi seinasti mánuður hennar á Eng- landi var ekki skemtilegur. Móðir hennar hafði frétt frá majórnum um vilja hans, og henni féll það alt annað en vel. “Hví skyldi hann hafa kjörið þig fremur en Helenu?’’ spurði hún Isabel undireins og hún kom heim. “Líklega af því að eg geðjast honum einhvernveginn betur, mamma,” svaraði Isa- bel. “En svo sé eg ekki að þér ætti að falla það illa. Eg ímynda mér að Helen kærði sig ekki um að fara, og það veit eg, að þú hefðir síður viljað hafa mig eftir hjá þér, í hennar stað. Mér finst einmitt að þú ættir að vera fegin að losast við mig til fulls og alls, því eg man ekki eftir að þér hafi nokkurn tíma þótt vænt um að hafa mig hjá þér.” “Það hefir verið þín skuld, og þín ein- göngu,’’ svaraði Mrs. Hannay. “Þú hefir ver- ið svo þrá og stíf og í öllu farið eftir þínu höfði. Þú hefir breytt þvert á móti vilja mín- um í öllu, og ekki einu sinni hirt um að búa þig svo, að þú værir hæf til að koma fram fyrir gesti.” “Mér þykir sárt að heyra þetta, mamma. En samt finst mér, að eg hefði máske verið öðruvísi, ef þú hefðir haft þolinmæði við mig. Og ef þú vilt það heldur, skal eg setjast aftur. Eg get vel skrifað frænda og sagt, að eg hafi séð mig um hönd.” “Undir engum kringumstæðum!’’ svar- aði Mrs. Hannay. Auðvitað vildi eg gjarna hafa börn mín hjá mér, en eg efa að vera þín hér yrði okkur öllum til ánægju, og svo vil eg ekki að eignir frænda þíns gangi úr ættinni. Komir þú ekki, er hann eins vís til að gefa alt sitt einhverju sjúkrahúsi fyrir svarta kvenfólkið þarna austur frá. Samt sem áður finst mér að skyldan og siðvenjan hefði átt að knýja hann til þess að bjóða Hel- enu, elzta barninu, fyrst. En að þú tókst boði hans umhugsunarlaust og án þess að ráð- færa þig við mig, er ekki nema rétt eftir ann- ari breytni þinni, svo eg er ekkert hissa á því." Þrátt fyrir allar kvartanirnar yfir burt- för Isabellu, var bæði móðir hennar og Helen undir niðri fagnandi yfir því. Þær vildu ekki heyra að hún gengi út sem kennari, en hins vegar var það að ýmsu leyti óþægilegt, að hún væri heima. Þegar tekjumar eru naum- ar, þá er augsýnilega örðugra að fæða og klæða þrjár manneskjur en tvær. Sæti hún heima, var óumflýjanlegt að viðhafa meiri sparsemi en annars. Og svö fanst þeim hún æfinlega vera vandræðagripur. Þær skildu hvor aðra svo ósköp vel, en þær fundu það báðar, að hvorug skildi Isabellu. Þegar á alt var litið, var langbezt að hún færi. Hvað erfðaféð snerti, þá þóttust þær nú hafa hug- mynd um það, því majórinn var ekki dulur, þegar hann var heima síðast. Hann hafði nóg fyrir sig, hafði hann sagt Mrs. Hannay, en flest væri dýrt eystra, og hann hefði enga gilda ástæðu til að leggja peninga fyrir. Hann ætti nokkur hundruð pund á vöxtum, eiginlega í þeim tilgangi að geta átt þægilega daga, ef hann yrði veikur og þyrfti að fara heim til lækninga. Það væru litlar líkur til að hann kvongaðist, og entist honum aldur og heilsa til að vera í herþjónustu ákveðinn tíma út, þá yrðu eftirlaun hans nægileg til að framfleyta honum á Englandi það sem eft- ir væri. “Ef þörf gerist,” hafði hann sagt, “vil eg samt reyna að rétta þér hjálparhönd. Það er þér og talsvert gagn, að frænka mín arfleiddi dætur þínar að þúsund pundum sterling hvora. Vextirnir af því auka tekjur ykkar talsvert. Og þegar kemur til þess, að eitthvað þarf að gera fyrir Robert litla, aum- ingjann, þá áskil eg mér að bera þann kostn- að sjálfur.’’ “Eg hélt að allir menn kæmu heim stór- auðugir frá Indlandi,” hafði Mrs. Hanney sagt. “Ekki hermenirnir,’ hafði majórinn svar- að. “Við stöndum í styrjöldum og fáum við- unanleg laun fyrir. Embættismennirnir og þeirra þjónar fá fimmfalt hærri laun, og eiga alls ekkert á hættu. Hvers vegna að þetta er svona, er nokkuð, sem enginn hefir reynt að útskýra ennþá, en svona er nú þessu var- ið, systir.’’ Þó Mrs. Hannay væri þannig að kvarta yfir, að Isabel en ekki Helen var boðið að koma, þá þóttist hún vita alt um fjárhag majórsins, — vita að það gat ekki verið stór upphæð, sem hann átti á vöxtum. Auðvit- að hlaut hann að hafa dregið dálítið saman í níu ár, einkum þar sem hann var nú fyrir löngu orðinn majór og hafði þeim mun hærri laun. Viku áður en ísabel lagði af stað, kom Dr. Wade til að sýna þeim bréf frá majórn- um, þar sem honum var falið að annast um Isabel á ferðinni, ef hún kæmi. Og það var langt frá því að Mrs. Hannay litist á hann. . Satt sagt, hafði doktomum ekki þótt vænt um þetta nýja embætti sitt, og var hann því venju fremur þyrkingslegur og tannhvass, þegar hann kom. Hann var hlífðarlaus við Mrs. Hannay, og gaf sig ekkert að tilgerð hennar og faguryrðum. 1 stað þess að hlýða á það, ýfði hann geð hennar með því að finna að útliti Helenu, og ráða henni til að ganga meira en hún gerði og hafa rýmra um mittið. “Lungun í henni hafa bókstaf- lega ekkert rúm til að vinna,” sagði hann, “ og hjartað hefir ekkert svigrúm heldur. Það getur enginn búist við að halda heilsu í svona kreppu.’’ “Eg hefi húslækni, sem hugsar um okk- ur, doktor Wade,” ^varaði Mrs. Hannay drembilega. “Það efa eg ekki, frú,” sagði doktor Wiade, “en það segi eg, að ráði hann ykkur ekki til þess sama og eg, þá hlýtur hann að vera ekta þöngulhöfuð. — Jæja, Miss Hannay, við skiljum þá hvort annað. Eg ætla mér að vera kominn um borð klukkan ellefu, og eftir það fer eg að vonast eftir þér. Þú skalt koma klukkan tólf, í seinasta lagi, því klukkan eitt verða festar leystar, og miss- irðu af skipinu, er ekki um annað að gera en fara með vagnlest niður til Tilbury, og leigja þar menn og bát að róa með þig fram til okkar.” “Eg verð komin í tæka tíð, herra minn,” svaraði Isabel. “Það vona eg líka,” sagði doktorinn. “En svo hefir nú reynslan sýnt mér, að kven- fólk á bágt með að mæta á tilsettum tíma. Hafðu með þér sem minst af pokum og pynklum, því eg býst við að tvær eða fleiri stúlkur verði í káetunni með þér, og verður þá ekki mikið pláss fyrir skran. Alt sem þú þarft á ferðinni, skaltu leggja niður og raða í eina eða tvær flötu, lágu kisturnar, og geta Heldurðu að þú þær þá verið undir rúminu þínu. Ef veður verður gott, má máske takast að komast í hinar kisturnar, sem eru niðri í lest, ejnu sinni á viku, en gott væri, ef þú létir alt í eina kistu, sem þú hugsar að þú máske þurfir á leiðinni, og merkja svo þá kistu með stjörnu, eða einhverju auka- merki, því þá þurfa sjómenn- irnir ekki að lyfta nema þeirri kistu upp á þilfar. Og allan farangurinn þarftu að senda fram á bryggju tveimur dög- um áður en farið verður, að undanteknum kistunum, sem þú hefir hjá þér í káetunni. munir nú alt þetta?” “Það held eg víst, herra minn.” “Jæja, þá ætla eg fara,” og hann kvaddi Isabel með handabandi, en bara hneigði sig fyrir þeim Helenu og Mrs. Hannay. “Þetta er viðbjóðsleg mannskepna!” sagði Mrs Hannay, þegar doktorinn var far- inn. “Eg held frændi þinn hafi ekki verið með réttu ráði, þegar hann valdi þenna þursa til þess að líta eftir þér. Eg sárkenni í brjósti um þig, Isabel.” “Hann er nú held eg miklu skemtilegri en hann sýnist, mamma. Frændi minn sagði mér í bréfinu, að hann hefði beðið doktor Wade fyrir mig, því hann hugsaði að hann mundi fara af stað austur um þetta leyti. Hann sagði að hann væri stundum dálítið hranalegur. En að hann væri í rauninni allra hugljúfi og góðhjartaðri maður væri ekki til.” ’ “Dálítið hranalegur!” endurtók Mrs. Han- nay. “Ef það er sanngjarn dómur á Indlandi þá hlýtur félagsskapurinn þar að vera í ó- skaplegu ástandi.” “Frændi segir að hann sé frægur veiði- maður og sverðaleikari, og að hann hafi lík- legá banað fleiri tígrisdýrum, en nokkur ann- ar hvítur maður á Indlandi.” “Eg get nú ekki séð að það séu með- mæli, Isabel, því að það verða líklega ekki tígrisdýr um borð á þessum Indíafara. En svo lízt okkur nú sjaldan einn veg á málið, svo eg er ekkert hissa þó þú dragir taum þessa manns. Eg bara vona að þú hafir rétt fyrir þér, og að mitt álit reynist rangt, því annars yrði sjóleiðin þér sérið leiðinleg. Hvað mig snertir, þá vildi eg eins vel hafa Bengal tígrisdýr laust á skipinu, eins og þenna dónalega doktor Wade.” Mrs. Hannay og Helen fylgdu Isabel til London og fóru með henni um borð, og þar var doktorinn við borðstokkinn til að taka á móti Isabel. Það lá mikið betur á honum nú, því hann hlakkaði til að komast til Indlands aftur. Hann fór með þær niður í borðstofu og útvegaði þeim bita að borða, og svo sýndi hann Isabel káetu hennar, gerði hana kunn- uga nokkrum konum, sem hann var kunnugur, og hann var yfir höfuð að tala svo þægileguv og lipur, að jafnvel Mrs. Hannay var nokkrn- veginn ánægð. Þegar þær voru að enda við' að borða, hringdi skipsbjallan til brottferðar, því hafn- sögumaðurinn hafði sagt að útfallið væri byrjað, þó með fyrra móti væri, og þyrfti því að losa skipið frá bryggjunni tafarlaust. Var þeim mæðgum þá ekki til setu boðið. Þær flýttu sér að kveðja Isabel og komust upp á bryggjuna. “Ef þú vilt nú fara að mínum ráðum, Miss Hannay,” sagði doktor Wade við hana, þegar búið var að snúa skipinu í áttina, úti á miðju fljótinu, “þá fer þú nú ofan í káetu, tekur upp úr kistunum það sem þú þarft, og býrð um þig eins þr^'nlega og þú getur. Fyrst og fremst er gott fyrir mann að hafa eitthvað að hugsa og gera, þegar maður er að fara af stað, og svo er æfinlega bezt að setja alt í röð og reglu strax í byrjun, því að þá er maður viðbúinn, ef vont veður kemur, eða eitthvað því líkt. Eg útvegaði þér stól. Eg bjóst varla við að þú mundir hugsa um það. En farþegi á langri sjóferð, sem ekki hefir stól með sér, er aumkv- unarverð tilvera. Þegar þú ert búin að hrinda öllu í lag í káetunni og kemur upp á þiljur, þá verð eg einhversstaðar aftarlega á þilfarinu. Fari svo að þú sjáir mig ekki, þá leitaðu að stól með þínu nafni á, og taktu hann hiklaust, en eg hugsa að þú sjáir mig.” Áður en hálfur mánuður var liðinn, var Isabel farið að falla mjög vel við herlæknir- inn. Hann var kunnugur fjölda mörgum far- þegum, og skorti hana því ekki kunningja til lengdar. En gaman hafði hún af því, hvernig doktorinn lýsti sumu þessu fólki. “Nú ætla eg,” sagði hann einu sinni, “að gera þig kunna konunni þarna yfir frá, í ósmekklegu kápunni og með Ijóta hattinn. Hún er kona “Residentsins" í Rajputana. Eg kyntist henni þegar maðurinn hennar var “Kollektor”. “Kollektor?" tók Isabel upp. “Hverju safnaði hann?” “Kollektors hjá okkur safna engu og inn- heimta ekkert, góða mín,” svaraði doktorinn, VERÐMÆTUR VERÐLAUNAHLUTUR ÚR POSTULÍNI ER f HVERJUM PAKKA AF ROBIN HOOD PRESSUÐUM HÖFRUM MEÐ ‘RED SPOT’ VÖRUMERKI. Robin “hvorki skatt eða annað, en þeir hafa á hendi áríðandi og mikilsverð stjórnarstörf. Eg man það, að einu sinni, þegar maður hennar var í Bhurtpore, þurfti eg að draga úr henni tönn. Mér er það minnisstætt af því, að hún gat hljóðað hærra og meira en nokkur kona, sem eg hefi kynst, fyr eða síðar. Ekki svo að skilja, góða mín, að kvenfólkið hljóði meira en karlmenn, það er þvert á móti. Þær þola meiri sársauka en þeir. En hún er undantekn- ing. Hún var tólf árum yngri þá, og hugsaði þá meira um klæðnað og móð, heldur en hún gerir nú. Þessi kápa og þessi hattur eiga að gefa hverjum til kynna, sem vill, að hún sé á of háu stígi í félagslífinu til þess að eyða tíma í hégómlegt útflúr á fötum sínum. Hún nefn- ir aldrei mann sinn, svo að hún ekki segi: ‘Maðurinn minn, residentinn!’ En þrátt fyrir þetta er hún góð kona, greiðasiöm og viðkvæm. Eg læknaði dreng, sem hún átti í Bhurtpore. Hann var langt leiddur, en raknaði þó við, og hún hefir aldrei gleymt því. Þegar hún heilsaði mér fyrst núna á skipinu, minitist hún á það og komu tárin í augun á henni. Eg sagði henni frá þér og bauðst hún þegar til þess að gera fyrir þig alt, sem hún gæti og þú vildir þiggja. . Það er trúföst vinkona, hún Mrs. Resident, og hún getur máske komið þér að liði áður en ferðinni lýkur.” Kona þessi tók Isabel mikið vingjarnlega og hafði síðan eftirlit með henni á leiðinni. Það reyndist líka að hún kom Isabel að miklu liðí á þessari löngu siglingu. En svo hefði nú Isabel samt vel komist af án hennar ráða, því hún var svo greind stúlka og æfidagar hennar höfðu verið svo alvarlegir, að henni var ekki svo mikil hætta búin. Hún var blátt áfram og hispurslaus, og það aftraði piltunum frá að tala við hana eintómt rugl. Færu þeir að hæla henni hlóg hún að þeim, og vildu þeir smjaðra reiddist hún. Doktorinn sagði líka majórinum seinna, að hann hefði ekki trúað að eftirlit með stúlku á svo langri leið hefði getað reynst eins létt og lítið eins og reyndin varð á. “Þegar eg las bréf þitt, majór,” sagði hann, “þá risu mér hár á höfði! Og hefði frí- tími minn verið úti, hefði eg sezt aftur og ekki farið með þessari ferð. Satt sagt var eg langt frá ráðinn í að halda áfram ferðinni þeg- ar eg fór að heimsækja Isabel og tala við hana. En mér leizt þá svo á hana, að gerlegt væri að halda áfram og sem sagt, reynslan varð svo ágæt, að mér væri ekki neitt óljúft að hafa eftirlit á henni á annari slíkri sjóferð.” 5. Kapítuli. Tveim dögum eftir að hann kom til Cawnpore, útvegaði doktor Wade sér sama stað og flutti svo þangað. “Mér þykir vænt um doktor Wade, frændi,” sagði Isabel, “en samt verð eg fegin að við verðum nú einsömul eftir. Eg á þá hægra með að koma mér fyrir og búa um mig.” “Jú, Isabél mín,”svaraði majórinn. |“Við þurfum endilega að fara að kynnast hvort öðru.” “Heldurðu það frændi? Mér finst eg þekkja þig og skilja þig, rétt eins og ef eg hefði alist upp hjá þér, og það veit eg að í bréfum mínum sagði eg þér alt sem eg kunni að segja um sjálfa mig. Eg sagði þér auk heidur frá því, í hvert skifti sem eg var óþæg í skólanum, eða komst í einhverja klípu, af því þú baðst mig altaf að segja þér frá öllu, og að þú vildir vita um það illa ekki síður en það góða í fari mínu.” “Það er satt, góða mín. Eg þykist líka hafa ljósa hugmynd um hvar þú ert sterkust fyrir og hvar þú ert veikust fyrir, en þó mað- ur viti það, þá veit maður ekki hverju maður mætir hjá hinum í hversdags umgengni. Það eru smámunirnir, hvernig menn tala, hvernig menn hlýða á annara tal, sem mestu ræður í að afla manni vinsælda. Fólkið er ekki að grufla í því hvert þessi eða hinn sé glóandi eldfjall, sem í svipinn liggi niðri, en sem gjósi þegar minst vari og eyðileggi vini og brenni borgir. Það lítur bara á yfirborðið og dæm- ir um mann aðeins, eftir því hvort hann er glaðlegur og þægilegur og kátur, til með aö taka þátt í hverju sem er, fagna með þeim sem fagna og syrgja með syrgjendum, í einu orði, að gerast óaðgreinanlegur hluti af okkar smávaxna félagsskap.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.