Heimskringla - 03.02.1932, Page 6
e. SÍÐA
WJNNIPEG 3. FEBR. 1932.
A HASKA TIMUM
Saga frá uppreisninni á Indlandi.
Eftir
George A. Henty
“Eg skil ekki hver hefir ^omið þér til að
trúa þeirri vitleysu, doktor, ’ sagði Isabel
þykkjulega. “En það er satt, að Rajahinn olli
mér stórrar óánægju, og eg var rétt að kvarta
yfir því við Mrs. Hunter. Ef við hefðum ekki
verið heima hjá honum, hefði eg sagt honum
hispurslaust, að eg nyti mín betur, ef hann
vildi iáta mig afskiftalausa og lofaði mér að
reika sjálfráðri um höllina og garðinn, og
garðurinn er hreint yndislega fagur. — Hann
er auðvitað skemtilegur maður í tali, og eg
þykist vita, að eg ætti að stæra mig af að
hafa hann fyrir leiðsögumann alt kvöldið, en
samt get eg það nú með engu móti. Eða
hvaða ánægju getur hann búist við að hvít
stúlka hafi af faguryrðum hans og hrósi.
skolbrúnum eins og hann er á hörundslit?”
“Hugsaðu um auðæfin hans, góða mín,’’
sagði doktorinn.
“Hvað koma auðæfi hans því við?" svar-
aði 'Isabel. “Að því er mér virðist, eru auð-
ugir Engiendingar ekkert skemtilegri eða á-
litlegri en aðrir, og þó Nana Sahib ætti einn
öll auðæfi á Indlandi, þá væri hann ekkert
meiri eða álitlegri í mínum augum fyrir það.
Eg veit það eru til konur, sem álíta auðinn
alt, sem enda mundu giftast manni bara fyrir
peninga, en jafnvel þær hinar sömu, gætu
ekki haft tillit til auðæfa Hindúa, sem þær
gætu ekki gifst. Sá auður hefði enga þýð-
ingu fyrir þær.”
“Ekki beinlínis,’’ svaraði Mrs. Hunter.
“En víst þykir mikið til koma, ef stórauðugur
maður, enda þótt Hindúi sé, hefir sérlega
mikið álit á einhverri einni stúlku.”
“Og að auki er Rajahinn nafntogaður
dómari, er dæma skal um fegurð Norðurálfu-
kvenna,” sagði doktorinn. “Hann hefir líka
oft kvartað yfir þeim atriðum í trú hans, sem
hindra hann frá að eignast enska konu.”
“Eg sannarlega kendi í brjósti um þá
enska stúlku, sem giftist honum, að öllum
hans trúarjátningum undanskildum,” sagði
Isabel.
“Eg held að þú sért ekki sanngjörn í
dómi um Rajahinn, Isabel,” tók þá majórinn
fram í. “Hann er greiðugur og frjálslyndur,
hefir sífeld heimboð, og veitingar sparar
hann ekki. Hann hefir mikið álit á okkur sem
þjóð, er frábærlega vel lesinn maður og getur
rætt skilmerkilega um hvaða mál sem er.
Hann er í einu orði skemtilegur maður, enda
er hann hvers manns hugljúfi.’’
“Það gerir engan mun,” svaraði Isabel
með stífni. “Mér fellur hann ekki í geð. Það
er langt frá!”
“Það er nú bara af því, Isabel, að þú
reiddist við hann í gærkvöldi. Þér fanst hann
leggja þig í einelti, svo þú gazt ekki notið þín
eða skemtananna, vitandi hvaða umtal hátt-
semi hans vekti á eftir.”
“Nei, frændi, alls ekki. Hann lét eins og
flónskur unglingur í gærkvöldi, en það hefir
engin áhrif á álit mitt. Mér fanst eg altaf
vera að tala við grímumann, svo það fór
hrollur um mig. Eg get ekki fundið, að það
væri alvara í einu einasta orði sem hann
sagði. Hann var altaf að sýnast. Og eg var
altaf að velta þessari spumingu fyrir mér:
Hvernig er þessi mður? Eg veit að hann er
ekki minstu ögn líkur því, sem hann sýnist
vera. Hvernig er hann þá í virkileikanum?
Við höfum öll séð Hindúana, sem leika með
stóru höggormana og láta þá hringa sig um
sig. Það fer hrollur um mig í hvert skifti sem
eg sé það. Eg veit að alt er hættulaust, af því
að ormurinn beitir ekki aflinu, en ef hann
gerði það, þá kremdi hann á augabragði öll
bein í iíkama leikarans. Mín tilfinning í gær-
kvöldi var einmitt eins og ef Rajahinn, í högg-
ormslíki hefði hringað sig utan um mig, og
væri tilbúinn að kremja hold og bein á hverju
augnabliki.”
Áheyrendurnir hlógu að alvöru hennar,
nema doktorinn, sem sagði í jafnmikilli al-
vöru:
“Leið þér virkilega þannig í gærkvöldi,
Isabel? Mér fellur illa að heyra það. Eg verð
að játa, að eins og allir aðrir, hefi eg trúað
því, að Rajahinn sé göfugmenni og sannur
vinur Norðurálfumanna, þó mér hafi stundum
fundist óeðlilegt, að hann gæti verið okkur
eins einlægur eins og hann sýnist. Og víst
hefi eg eins -og hinir altaf treyst valdinu, sem
hann óneitanlega hefir yfir Hindúum í ná-
grannahéruðum, ef til kæmi, að á vin þyrfti
að halda til að sefa óeirðir. En eg verð að
játa, að þessi orð þín vekja nýjan efa hjá mér,
því eg trúi miklu meira á náttúruhvöt barna
og hunda, heldur en á mitt eigið hyggjuvit.”
“Eg þakka fyrir komplimentin!” sagði
Isabel hlæjandi.
“Gættu þess, góða mín," hélt hann á-
fram, “að ung stúlka og alveg óreynd í heim-
HEIMSKRINCLA
Robinl Hood
FI/OUR
ÞETTA MJÖL EYKUR STARFSÞRÓTT-
INN OG BYGGIR UPP LÍKAMANN.
inum, er í þessum skilningi barn. Það má
svíkja hana og draga á tálar á ýmsan hátt,
og hún er sífelt dregin á tálar, að því er ásta-
mál snertir, og lendir oft í klónum á argasta
þursa. En þegar hjartað er ekki snortið, er
náttúruhvötin óskeikul. Og þegar eg sé börn
og hunda láta vingjarnlega að manni, veit eg
að hann er góður drengur, enda þótt mér hafi
ekki geðjast að honum. En þegar eg sé þau
foröast hann, vantreysti eg honum undireins,
hversu alúðlegur, sem hann er. Nú, þar sem
þó Rajahinn gerði sitt ítrasta til að þóknast
þér í gærkvöldi, og þar sem þér samt leið eins
illa og þú hefir lýst, þá álít eg tíma til kom-
inn að athuga með gaumgæfni á hve traust-
um grundvelli þetta almenna góða álit á Nana
er bygt.”
“Hvaða rugl, doktor,” sagði majórinn
hlæjandi. “Við höfum átt margra ára reynslu
fyrir okkur, svo það væri hlægilegt að snúa
við blaðinu og segja reynslu okkar og álit
okkar alt öfugt við það, sem það ætti að vera,
og bara af því að Isabel fékk óbeit á honum,
og sem, að mér sýndist, stafar eingöngu af
því, að hann dró engar dulur á það, að honum
leizt vel á hana."
“Talaðu ekki svona, frændi,” sagði Isa-
bel og fór hrollur um hana. “Að segja, að
honum hafi litist vel á mig, er ekki rétt lýs-
ingarorð, en hvaða lýsing væri rétt veit eg
ekki. Það er sagt að slöngur seiði að sér
fuglana með því að hvessa á þá augun. Hans
augnatillit í gærkvöldi var held eg einna lík-
ast því.”
“Ja, ekki étur hann þig, góða mín, það
eitt er víst,” sagði majórinn. “En það get eg
sagt þér, að álit hans er þungt á metaskálun-
um í félagsskap okkar í Cawnpore, og að þú
hefir þess vegna vaxið mikið í áliti okkar leið-
andi manna síðan í gærkvöldi.”
“Þá er félagsskapurinn í Cawnpore aumk-
unarverður,” sagði Isabel. “Og hvað mig snert-
ir, þá er mér alveg sama, hvort gildi mitt eykst
eða rýrnar í augum þess heldra fólks.”
Hálfum mánuði síðar hafði Rajahinn ann-
að stórt heimboð. Þá þverneitaði Isabel að
fara, og féll majórnum það ósegjanlega illa.
“Hvað í ósköpunum á eg að bera fram
sem afsökun, góða mín?” spurði hann vand-
ræðalega.
“Hvað sem þér dettur i hug, frændi,” svar-
aði húh. “Þú mátt segja honum að eg þoli
ekki hitann og hafi höfuðverk — og það er
satt, — eða þú mátt segja honum að mér
falli ekki glaumurinn — og það er líka satt.
Mér líkar miklu betur að öllu leyti hérna
heima.”
Huntersfólkið var nú komið heim aftur,
svo þeir majórinn og doktor Wade voru tveír
einir í vagninum yfir til Bithoor um kvöld-
ið, og það var hrein tilviljun, að doktorinn var
með, því hann heimsótti Rajahinn sjaldan.
“Eg fer ekki til að njóta skemtananna,”
sagði doktorinn, “en eg ætla mér að athuga
herrann sjálfan einu sinni enn. Mér líður ekki
neitt vel síðan Isabel sagði mér álit sitt á
honum. Hann hefir mikið vald yfir lýðnum,
og sé nokkuð í sögunum öllum um óánægju
meðal Sípojanna, getur vinfengi hans orðið
okkur nokkuð þýðingarmikið.”
Doktorinn var þess vegna hjá majórnum,
þegar hann flutti afsakanir sínar fyrir fjar-
veru frænku sinnar, er hann sagði að stafaði
af vesöld. Rajahinn tók þeim mæta vel, en
lét í ljósi söknuð sinn að Miss Hannay væri
vesöl, og lofaði, með leyfi majórsins, að koma
strax næsta morgun til að fregna um líðan
hennar.
“Honum þótti miður, þó hann væri kurt-
eisin sjálf,” sagði doktorinn, er þeir reikuðu
einir sér. “Eg sá að hann var reiður. Eg
hugsa að hann hafi efnt til þessa gildis henni
til heiðurs, eða að það hafi verið aðal augna-
mikið. Hann er ekki vanur að hafa heimboð
svona þétt.”
“Það nær engri átt, doktor,” sagði maj-
órinn.
“Það held eg nú samt. Hann hefir gert
þetta nokkrum sinnum áður, einkum hafi
honum litist sérlega vel á stúlku nýkomna frá
Englandi.”
Doktorinn var ekki sá eini, sem tók eft-
ir að Rajahinn var ekki með sjálfum sér um
kvöldið. Hann var kurteisin sjálf við gestina,
að venju, en hann var hranalegur og stuttur
í spuna við landsmenn sína og þjónana. Það
gekk auðsæilega eitthvað að.
Morguninn eftir kom Nana, og sat þá
Isabel úti á palli hjá majórnum og Wilson,
því majórinn hafði ekki sagt henni frá vænt-
anlegri komu hans. Hann hafði óttast, að hún
mundi stökkva yfir til Mrs. Doolan, ef hún
frétti af komu hans, svo karl gat ekkert um
það.
“Mér þótti sorglegt að heyra um lasleika
þinn,” sagði Rajahinn, “og mér þótti óvenju-
lega leiðinlegt, að þú gazt ekki komið með
frænda þínum í gærkvöldi.”
“Eg hefi varla þolað hitann nú um
nokkra undanfarna daga,” svaraði Isabel, “og
undir öllum kringumstæðum er eg lítið hneigð
fyrir að ferðast nokkuð í þessum steikjandi
hita. Eg var lítt vön sam-
kvæmum og félagslífi á Eng-
landi, og þess vegna ætlar
nú fjöldinn, og hitinn og
ljósagangurinn í samkvæm-
um hér að gera út af við
mig í höfuðverk.”
“Útlit þitt er þó hratistlegt,
Miss Hannay,” sagði Rajah-
inn; “en eg veit að hitinn
er ákaflega þreytandi fyrir
kvenfólk, nýkomið af Eng-
landi. Mér er æfinlega á-
nægja að heilsa enskum kon
um að Bithoor, og sannar-
lega vona eg að þú getir
komið, þegar eg býð nokkr-
um vinum næst.”
“Eg þakka auðmjúklega,” svaraði hún.
“En víst væri það meiri góðgirni að lofa mér
að sitja heima.”
“Nei, svo eigingjörn máttu ekki vera,
Miss Hannay," sagði Rajahinn. “Þú mátt til
með að hugsa ögn um annara ánægju jafn-
framt þinni eigin.”
“Eg er ekki nógu stærilát til að ímynda
mér, að það gerði nokkum hlut til eða frá,
hvort eg er eða ekki á einhverri samkomu,”
sagði Isabel. “Þetta eiga víst að vera kompli-
ment, Rajah; en eg er komplimentum óvön
og fala þau ekki neitt vel.”
“En þá verðurðu samt að venjast þeim,
Miss Hannay,” sagði Rajahinn brosandi. Svo
veik hann talinu til doktorsins og fór að
segja honum frá mannskæðu tigrisdýri, sem
stöðugt væri að gera spellvirki í smáþorpi
einu þrjátíu mílur í burtu, og endaði með því
að bjóða doktornum að safna nokkrum fílum
í veiðiferð, ef hann vildi koma og reyna við
tígrana; og þess háttar boðum datt doktorn-
um ekki í hug að neita. Litlu síðar kvaddi
Rajahinn og fór.
“Þitt álit á Nana, er gersamlega rangt,
Isabel,” sagði doktorinn. “Eg er kominn á þá
trú á ný, að hann sé ágætis drengur.”
“Það er nú bara af því að hann bauð þér
í þessa veiðiferð,” svaraði hún með þykkju.
“En því hefði eg ekki trúað, hefði eg ekki
séð það, að hægt væri að kaupa þig jafnlitlu
verði.”
“Þar náði hún tökum á þér!” sagði maj-
órinn hlæjandi; “en vænt þykir mér að þú
hættir þá að ala upp í henni þetta slæma álit
á Nana.”
“En því þáðir þú heimboð hans fyrir eft-
irmiðdagskaffi, frændi?” spurði Isabel, og var
auðheyrt að hún var full af gremju yfir því.
“Af því góða mín, að eg hafði ekki allra
minstu ástæðu til að neita. Það er algengt
að bjóða þannig nokkrum vinum. Hann sagði
að það yrðu fleiri en við, og að nokkrar kon-
ur yrðu í hópnum. Það er ekki margt að því.
Hann sýnir okkur um alla höllina og alt sitt
gimsteinasafn, og það er sjáandi. Eg efa ekki
að það verður skemtileg dagsstund.”
Og á eftir varð enda Isabel að viðurkenna
að þessi koma hennar til Bithoor var skemti-
leg. Rajahinn hafði boðið flestu af heldra
fólkinu, svo Isabel hitti þar flestar af konun-
um. 1 raun réttri umhverfðist eftirmiðdags-
kaffið í stórveizlu. Að henni afstaðinni var
gestunum sýnd öll dýrð hallarinnar, úti og
inni, og konunum leyft að koma í kvenna-
búrið. Að þessu loknu var gestunum boðið að
koma út í hesthúsin, að líta á gæðingahóp
Rajahins, og að síðustu stigu allir í skraut-
vagna og keyrðu aftur og fram um hinn mikla
og fagra lystigarð umhverfis höfðingjasetrið.
Rajahinn sá fljótt að Isabel vildi láta bera
sem minst á sjálfri sér, og hann var nógu
hygginn til að koma svo fram, að henni þótti
óaðfinnanlegt. Þetta viðurkendi hún á heim-
leiðinni, og einnig það, að Rajahinn væri
sannasta prúðmenni í allri framkomu.
“SanL breyti eg í engu áliti mínu á hon-
um, skal eg segja þér, frændi,” sagði hún að
endingu. “Hvað Rajahinn í raun réttri er,
læt eg ósagt, en er sannfærð um, að brosið
og velvildin er honum ekki eiginlegt, en að
hann þvert á móti, einhverra orsaka vegna,
er að leika ákveðið hlutverk.”
“Eg hefð ekki trúað því, að þú værir
svona full af fordómum," svaraði majórinn.
“En þú ert svo þrá, að það er gagnslaust að
þræta við þig. Við skulum því sleppa þessu
alveg.”
Það var kyrlátt og eins og doði í öllu í
Cawnpore, mánaðartíma eða svo, á eftir veð-
reiðafundinum. En ekki skorti þó umtalsefni,
því dag frá degi jukust sögur um óánægju
meðal innléndra hermanna. Þó allir teldu sér
trú um að það væri hæfulaust, þá var það
málefni samt svo alvarlegt, að það var helzt
ekki um annað talað.
8. Kapítuli.
“Nú hefi eg leiðar fréttir, Isabel; að
minsta kosti býst eg við að þér þyki það,”
sagði majórinn einu sinni að morgni dags, er
hann kom inn utan úr sendiboðaskálanum. Þú
manst að eg var að tala um að fjórir liðsflokk-
ar ættu að fara til Deennughur, til að hvíla
þá sem þar eru. Eg á að fara með þeira. —
Hershöfðinginn hefir þá skoðun, að eins og
útlitið er óheillegt, sé nauðsynlegt að einhver
valdameiri maður en kafteinn sé með í
Deennughur, svo eg verð að fara. Sjálfs mín
vegna er mér alveg sama, en eg er hrædd um
að þér leiðist þar, góða mín, eftir glauminn
og gleðina í Cawnpore.”
“Ekki kvíði eg bústaðaskiftunum þess
vegna, ekki ögn, frændi,” svaraði Isabel, “þvf
mér finst eg ekkert gefin fyrir þessi eilífu
samkvæmi. En það verður leiðinlegt mas við
að flytja sig. Hér er öllu svo haganlega nið-
urraðað, og öll þægindi, og það verður leiðast
að yfirgefa það. Hvað lengi verðum við þar?”
“Sex mánuði, ef alt hefir sinn vanagang,
þó eitthvað geti komið fyrir, er stytti þessa.
útlegð,” sagð majórinn. “En svo verða nú
ekki svo mikil vandræði með flutninginn,.sem
þú hyggur. Á meðan verið er að hrinda öilu
í lag, þegar til Deennughur kemur, getur þú
fengið húsnæði hjá Huntersfólkinu. Eitt veit
eg að þér þykir vænt um, og það er að dokt-
orinn verður með okkur. Honum þykir vænt
um þig, og þess vegna hugsa eg að hann verði
með. Að minsta kosti brá hann við undireins
og hann vissi að eg ætlaði, og sagði óberstan-
um, að ef honum væri sama, vildi hann skifta
við M’Alister, aðstoðarlæknirinn í Deennug-
hur, lofa honum að koma til Cawnpore, en
fara sjálfur til smáþorpsins og bregða sér á
veiðiferðir, þegar tækifæri gæfist. Því það
er mikið af skóglendi og hrísi nálægt Deen-
nughur, miklu meira en hér, og doktorinn,
eins og þú hefir heyrt, er fyrirtaks skytta og
veiðimaður. Óberstinn auðvitað sagði já und-
ireins.”
“Já, það þykir mér vænt um að heyra,
frændi,” sagði Isabel. “Manni finst ekki eins
mikið til að vera í ókunnu þorpi, ef nokkrir
kunningjar og vinir eru með. Það verður þá
hann, Huntersfólkið og eitthvað af liðsfor-
ingjunum og þeirra fólki héðan. Hverjir fara?”
“Báðir drengirnir þínir,’ ’sagði majóinn
og hló, “með öðrum orðum, þeir Wiison og
Rirhards, og kafteinarnir Doolan og Rintoul.”
“Og hvenær eigum við að fara?”
“Á mánudaginn kemur. Eg fæ menn til
þess að búa um farangurinn á föstudaginn og
koma honum af stað á uxavögnum, og með
farangrinum sendi eg vinnufólkið, svo að það
hái til Deennughur á mánudaginn. í millitíð-
inni sendi eg Hunter bréf og bið hann að velja
skársta húsið handa mér, og að sjá um að
vinnufólkið taki til að verka það og búa um
okkur undireins þegar þangað kemur. Sjálf
förum við á mánudag og verðum tvo daga á
leiðinni, svo vinnufólkið verður búið að koma
töluverðu í lag, þegar við komum þangað.’
“En hvar gistum við á leiðinni?”
“í tjöldum, góða mín, og þú reynir að þau
eru ágæt skýli. Rumzan verður með okkur, og
má trúa honum til að ráða svo fram úr, að þú
finnir ekki til óþæginda fremur en hér heima.
Það er bara yndislegt að búa í tjaldbúðum á
Indlandi. Og næsta ár hefi eg hugsað mér að
fara með þér í einhverja skemtiferð og búa þá
í tjaldbúðum, og eg þori að segja, að þér þykir
það skemtilegt, ef við förum áður en mesti
hitinn kemur. Heima á Englandi hefir enginn
hugmynd um, hvar hér er gott að vera í
tjaldi..’’
“Skil eg það þá rétt, frændi, að alt sem
mér ber að gera, sé að ganga í kring og
kveðja kunningjana?”
“Alveg rétt. Eg á einhversstaðar heilan
hlaða af nafnspjöldum, og er rétt að þú takir
svo mörg með þér, að þú getir skilið eitt eftir
í hverju húsi. Viltu að eg sendi eftir vagni
handa þér í dag?”
“Nei, frændi, eg held ekki. Eg fer ekki
nema milli okkar næstu kunningja í dag. Eg
þarf að tala við Mrs. Doolan, frétta hvað hún
og hinar konurnar segja um þessa breyt-
ingu.” •
Það var margt manna komið hjá Mrs. Doo-
lan, og þar á meðal var Mrs. Rintoul, sem
var nærri grátandi yfir þeim óhöppum, að
þurfa að slíta sig burt frá Cawnpore. Þar voru
og “drengirnir” Wilson og Richards, og ýms-
ir aðrir, er eingöngu komu til að aumkast
yfir Mrs. Doolan.