Heimskringla - 24.02.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.02.1932, Blaðsíða 2
Z. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. FEB. 1932. BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. Cloverdale, B. C. 17. febrúar 1931. Hr. Stefán Einarsson, Kæri vinur! Um leið og eg sendi þér and- virði Heimsinglu, langar mig til að skrifa þær litlu fréttir héðan, sem eg man nú í svip- inn, og verður þá fyrst að minn ast á tíðina, og er það af henni að segja, að hún hefir verið að flestu leyti óhagstæð síðan í vor, hefir mátt heita óstöðug rosatíð. í júní voru miklar rign- ingar og óx þá gras afar mik- ið, en lagðist niður og skemdist í rótinni. Slóu þó nokkrir og hraktist það hey sem slegið var, en sumt rotnaði niður með öllu. En allflestir byrjuðu ekki að slá fyr en í miðjum júlí- En þá byrjuðu góðir þurkar, er héldust fram yfir miðjan ágúst. Á þeim tíma náðist upp alt hey og var það bæði mikið að vöxt- um og vel verkað. Öðru máli var að gegna með kornuppskeruna, sem mátti segja að eyðilegðist algerlega. Eins og eg gat um í síðasta bréfi til þín í vor, gekk vorvinna afar seint sökum bleytu, og þar af leiðandi byrjaði kornslátt ur ekki fyr en seint í ágúst. En þá var byrjað að rigna fyrir alvöru, og skemdust hafrar og hveiti svo, að iltlum notum varð. Það sem slegið var, var varla mögulegt að þreskja fyrir bleytu sakir. En það sem ó- slegið var spíraði cg var ekki mögulegt að slá það. En það sem þreskt var, er svo skemt að engir vilja kaupa það, enda ekki brúklegt fyrir annað en hænsnamat. Haustið og það sem af er vetri hefir verið eitt hið rosa- samasta um mörg síðastliðin ár- Frost hefir að sönnu ekki verið mikið og snjór varla telj- andi, en regn og stormar altaf öðruhvoru. Heilsufar með bezta móti, aðeins h'tilsháttar smákvillar, svo sem kvef, sem læknar kalla nú orðið vanalega flú. Hænsna- bóla stakk sér niður sumstað- ar, en er væg. Tímar eru hér harðari nú, en nokkru sinni áður, og er ýmsu um kent, svo sem há- tollastefnu Bennetts og fleiru. Atvinnuleysi er hér mikið eins cg annarsstaðar, og þeir sem eitthvað hafa af framleiðslu, reta ekki selt það fyrir neitt. Eða með öðrum orðum, alt sem bændur hafa, er verðlaust, en flest, sem kaupa þarf er litlu ódýrara en að undanförnu, svo að mestur hallinn kemur á framleiðendur. Kaupmenn segi- ast hafa svo miklar vörubirgð- ir frá fyrri árum, og geti b’ ' ekki keypt í viðbót, og er það eðlilegt Margar uppástungur hafa komið fram um að bæta úr nú- verandi ástandi, og sýnist sitt hverjum, sem von er. Sjöunda dags aðventistar leggja til að gjalda tíund, og er það ekki svo fjarstætt, að minsta kosti ekki um þá, sem h'afa of mik- ið af fyrirliggjandi vörum, sem þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við; því gera má ráð fyrir, að ekki þurfi að borga tí- undina í peningum. Önnur tillaga kemur frá Mr. King' um að taka af allar höml- ur, sem nú eru, til þess að hægt verði að hrúga inn sem mestu af vörum frá öðrum löndum, ■ofan á töpin á okkar vörum, og tvöfalda svo það sem óseit er í landinu. Sjálfsagt heldur King að fólk sé búið að gleyma því, að Mr. King sat að völdum í meira en tíu ár, og lækkaði lítið tolla eða flutningagjald með járnbrautum, og var hon- um þó hvorttveggja í lófa lagið, ef hann hefði nokkru sinni meint nokkuð með öllu sínu rausi. Sannleikurinn er víst sá, að á frjálslyndi Kings og Ben- nett er víst lítill munur, þó að annar gangi berskjaldaður, en hinn með frjálslyndisgrímu, og er furða hvað margir góðir menn hafa iátið blekkjast af því frjálslyndisnafni, sem hefir rómversk-kaþólsku kirkjuna að bakjarli. Að mínu áliti, sem eg býst nú reyndar ekki við að verði tekið mikið til greina, þyrfti að umskapa löggjöf landsins, sem í flestum tilfellum eru samin auðfélögunum í hag. Eg held að ef stjórnin setti fast mat á a’lar vörur, og bannaði þessa dagprísa, sem verzlunarstéttir landanna leika með eftir eigin geðþótta að það yrði til þess að bæta úr skák. Það ætti að vera hægt að framfylgja lögum, sem bönnuðu t. d. kaupmönnum að leggja 50 til 200 prósent á hvert dollars virði. Það ætti að vera hægt að semja lög og fram- fylgja þeim, sem bönnuðu lán- félögum og einstaklingum að lána fé út á fasteignir eða ann- að, taka síðan alt saman og gera fólk að öreigum undireins. ef ekki er hægt að standa í skilum, sem oft kemur fyrir, ekki sízt í svona árferði. Lán- takandi ætti altaf að fá eitt- hvað af þvi, sem hann hefir lagt í eignina,' hvort sem það er fasteign eða annað. Það er bú- ið að ganga of lengi, að fáir hafa orðið ríkr af óhöppum annara (reyndar oft á heimsku þerra líka). Þessi tvö atriði er nú raunar ekki alt sem á veltur. Það ei margt fleira, sem mætti minn- ast á ef rúm leyfði, og væri þarfara að rætt væri, og ósk- andi væri að fólk fari að krefj- st annars af þingmönnum sín- um, en að fylgja vissum póli- tískum flokki En það verður að líkindum nokkuð langt þar til að fólk sér að sér, og hættir að láta flokkana teyma sig á ryrunum að kosningaborðunum, að minsta kosti hér, eða þar sem líkt stendur á, að flokks- i'ylgið gengur að erfðum eins og óðalið. Hér til dæmis getur bingmannsefni verið nokkurn veginn viss um, hvað mörg át- kvæði hann fær, ef hann veit hvað margir eru á lista af sama ættbálki — og skeikar það sjaldan að stefnu forföðursins er fylgt. Eg býst nú ekki við, að þér þyki þetta þess virði, að prenta það, og skal það reiðilaust af /nér. En að endingu vil eg þakka hér og Heimskringlu margan fróðleik, sem í blaðinu hefir verið, ekki sízt ræður þeirra sr. Benjamíns og sr. Guðm. Árna- sonar, og væri æskilegt að sh'k- ar ræður birtist sem oftast — og eftir fleiri presta. Það er hressandi t. d. að lesa ræðu eins og aívopnunarræðu séra B. K. Þar er engin hálfvelgja eða '■mjaður. Það er vonandi að prestar okkar fari að prédika skýrt og skorinort, en ekki að synda á milli safnaðarmanna til að reyna að geðjast öllum /em aldrei kemur ’saman, eins og Ben. Gröndal sagði um staf- setninguna á Heljarslóðaror- ustu. Það er hinn mesti misskíln- ingur að amast við prédikun- um í blöðum og tímaritum, ekki sízt í annari eins dreif- iikgu og hér á sér stað, og T-eyndar víðar. Þær ættu að geta komið í veg fyrir ýmsa hleypi dó^na, sem oft er spunnið upp um boðskap nýrra skoðana. Það er t d. ekki langt síðan eg heyrði því haldið fram, að Únít- arar mintust aldrei á Krist nema með lítilsvirðingu, og oft með klúryrðum. En ræða séra Guðm. Árnasonar, sýnir hið gagnstæða. Fyrir mitt leyti vildi eg að allar ræður hinna frjálslyndu presta okkar hér vestra, birtust sem oftast í Heimskringlu í stað sögunnar, og þá að Lögberg birti sem flestar ræður eftir lúterska klerka í sínum sögudálkum, og væri þá hægara að gera sér grein fyrir skoðanamun, ef hann er þá nokkur annarsstað- ar en á yfirborðinu. Svo þakka eg þér fyrir að birta greinina úr Iðunni, “Trúin á samfélagið’’. Hún er að flestu leyti há-kristileg. Svo kveð eg þig með beztu óskum til þín og allra aðstand- enda Heimskringlu og lesenda. Þinn einl. Þ. G. fsdal. ' TRÚIN Á SAMFÉLAGIÐ. Frh. VII. Um það verður naumast deilt, að samhygðin hafi átt mikinn þátt í framvindu lífsins og að hennar gæti ekki lítið í menn- ingarlífi vorra tíma. Það er að- eins ein mannleg eigind, sem hefir haft meira að segja. Sú eigind er sjálfselskan. 1 vissum skilningi má rekja allar athafn- ir og öll viðhorf til sjálfselsk- unnar. Dýrið er sérgott; trú- maðurinn, sem hyggur sig eiga eilífa sælu í vændum, er líka sérgóður. Ósvífinn kaupsýslu- maður, sem ekki hikar við að féfletta aðra og koma þeim á vonarvöl, og siðfræðingurinn, með samvizku svo húðsára, að hann þolir ekki að gera flugu mein, eru báðir sérgóðir, í viss- um skilningi. Móðirin, sem fórn- ar lífinu fyrir barnið sitt, er sér- góð — af því að hún finnur, að barnið er hluti af henni sjálfri. Hetjan, sem lætur lífið fyrir ættjörð sína, er sérgóð — af því að ættjörðin er hans eigin o. s. frv. Jafnvel samfélagið sjálft, sem vér eigum alt vort undir, er vitanlega ekki annað en ávöxtur hagsýnnar sjálfs- elsku. En það er augljóst mál, að í raun og veru er ekkert vit í að safna svo ólíkum fyrirbrigðum undir eitt hugtak. Vér getum agt að síngirnin sé efniviður- inn, bergblökkin, en samhygð- in meitillinn eða meistarahönd- in, sem heggur til steininn og gerir hann að listaverki. Steinn- inn hefir verið til frá alda öðli, en það skiftir mestu máli, hvað takast má að skapa úr honum. Og þegar lífvera fórnar sér fyrir æðri heild, sem hún kenn- ir sig hluta af, enda þótt frum- ræn eðlishvöt bjóði henni að neyta afls eða vopna, svifta lífi aðrar verur og sitja að krásun- um sjálf — þá getur ekki verið rétt að skipa þessum athöfnum báðum undir einn hatt. Síðan Darwin var uppi hefir hin síngjarna sjálfsbjargarhvöt verið dýrkuð alt of mikið. Víg- orðin um baráttuna fyrir tilver- unni, um að náttúran velji úr þann hæfasta o. s. frv., iíafa dómgreindarlítið verið yfirfærð frá lægstu lífsformum og yfir á mannlífið. Með sama skorti á dómgreind hefir þessi kenning verið soðin saman við aðra eldri um skefjalausa samkepni, og af samruna þessum hafa svo verið hlaðnir skjólgarðar um hvers kyns ruddaskap, yfirgang og arðrán, sem ætti að véra bannfært í siðuðu samfélagi. Munurinn á mönnum og dýr- um — það, sem skilur siðleysi og menningu, er einmitt þetta, að menningin skapar.fjölgreint samfélag, þar sem sá hæfasti getur notið sín, án þess að troða þann undir, sem er mið- ur hæfur. Án samfélags er kryplingurinn dæmdur til út- skúfunar. í samfélagi getur hann orðið afburðamaður, t. d. í vísindum eða listum, og lagt þyngra lóð á metin en hundr- uð þeirra, sem eru heilir. Jafn- vel þeir, sem hafa þegið minna en meðalhlut af líkamlegu sem andlegu atgervi, geta orðið nýtir meðlimir samfélagsins, ef þeir eru settir á réttan stað. Að reyna afl sitt og þol í kepni við aðra, er vissulega öfl- ug driffjöður til afreka. En það er mikill munur á kappraunum villidýra og siðaðra manna. Ef A og B ætla sér að ná vissu marki báðir, er hyggilegt fyrir þá að þreyta með sér kapphlaup því að með því móti verða þeir fljótastir að markinu. En ef A fyndi nú upp á því að ráðast á B á miðju skeiði og gera hann óvígan, næði B alls ekki marki og hefði til einskis barist. Og A færi sér að líkindum rólega það sem eftir væri hlaupsins, þar sem keppinauturinn væri úr sögunni og hann ætti ekkert á hættu lengur. Niðurstaðan yrði tap fyrir báða. — Sú kepni er samir siðuðum mönnum, er kepnin iHn að ná sem beztum árangri — ekki sú, að standa yfir höfuðsvörðum keppinauts- ins eða hrifsa bitann frá munni hans. Það er vitað, að sumir eru á þeirri skoðun, að hreinræktuð síngirni sé aflvaki framvind- unnar, öflugasti sporinn á af- reksmennina — hugvitsmann- inn sem kaupsýslumanninri, stjórnvitringinn sem skáldið. — Sérdrægni þessara manna er í fyrsta lagi harla aðstæðubund- in og engan vegin hreinræktuð Þeir verða eins og aðrir að sætta sig við, að samfélagið leggi margskonar hömlur á vilja þeirra, setji starfsemi þeirra vissar skorður. Og í öðru lagi: Er það nú víst, að frumlæg sín- girni sé eini sporinn, sem knýr þá fram? Voru ekki einmitt sumir hinna allra fremstu rekn- ir áfram af óhemjandi starfs- hvöt, sem ekki er rétt táknuð með orðinu síngirni — mátt- ugri hvöt til mikilla verka, er sýndu framtíðinni hvar spor þeirra lágu, enda þótt þeir sjálf- ir nytu að engu ávaxtanna af starfi sínu? Traust og virðing samborgaranna, sem er algert samfélags-fyrirbrigði — er það ekki oft jafnvirkur spori til at- hafna eins og vonin um að sitja að efnislegum krásum þessa heims? En jafnvel þótt einhverjir af- burðamenn hafi unnið sín stór- virki án þess að vera innblásn- ir af félagsanda — myndu stór- virki þeirra ekki vera enn stærri, ef þeir hefðu með vitund og vilja unnið í þágu samfélagsins? Finnast þess ekki mörg dæmi, að menn fómi sér fyrir annara heill? Og er þá nokkur fjarstæða að ætla, að þeir geti orðið enn fleiri, er stundir líða? Það er algengara en flestir trúa, að menn leggi í sölurrtar fyrir heildina — fjölskyldu, ættjörð, eitt eða annað samfélag, lítið eða stórt. í sögunni lesum vér um þjóð- lietjur og píslarvotta. Sagnarit- arar og skáld syngja þeim lof og dýrð. Ótal margir fórna, án þess að eftir því sé tekið eða orð á gert. En fórnir þessara manna og samúðaröflin hjá hin- um, sem ekki leggja jafnmikið í sölurnar — það er þetta, sem byggir upp samfélagið og gefur því viðnámsþrótt. Ef frjóangi samúðar og sam- starfshneigðar hefði ekki verið oss í blóð borinn og síðan — með auknum vitþroska — dafn að og orðið að sterkum eðlis- þætti — ef vér hefðum haldið áfram að hlíta leiðsögn hinn- ar frumstæðustu hvatar, er læt- ur lífsvonina háða vígtönnum og sárbeittum klóm, værum vér ennþá dýr. Ekkert samfélag gat orðið bygt, engin menning þróast, fyr en oss lærðist að Iáta heill heildarinnar sitja í fyrirrúmi fyrir eigin óskum. Þeim, er losað hafa sig úr viðjum fornra trúarbragða og siðakenninga, hættir til, sum- um hverjum, að gera sjálfs- ^yggjuna að einasta áttavita í lífinu, að minsta kosti í bili. Þeir þykjast finna fullnægju í kenningunni um baráttuna fyr- ir tilverunni og rétt hins sterka til að troða fótum þann mátt- arminni. Slíkum manni skuld- um vér eina áminningu og eitt heilræðí: Lífsviðhorf þitt er villidýrum samboðið en ekki mönnum. Hverf þú til frum- skóganna og seldu örlög þín kjafti og kló! Kaldrifjaðir sérgæðingar, sem njóta allra hlunninda lífsins, en virða að vettugi siðareglur þess, jafnskjótt og það getur gagnað persónulegum hags- munum þeirra, segja sem svo: Látum þessa einföldu skýja- glópa bjástra við umbætur og hjala um hugsjónir. Verði ein- hver árangur af striti þeirra og starfi, sem reyndar er ólíklegt, þá verða það engir aðrir en við, sem hirða ávextina. — En þess- ar afturgöngur frá löngu liðn- um frumöldum myndu brátt læra að hafa hægt um sig, ef enginn léti blekkjast til að dást að þeim, en allir sæju þá í hinni sönnu mynd — sem blóðsugur og sníkjudýr, er ættu að vera útlæg úr hverju samfélagi. En þeir eru svo fáir, svo hverf andi fáir, sem nokkuð verulegt vilja leggja í sölurnar fyrir aðra, mun verða sagt. Trúin á samfélagið gæti því aldrei náð almennri útbreiðslu. — Það er rétt, að hetjurnar, hálfguðirnir, píslarvottarnir — þeir, sem líf- inu fóma, eru tiltölulega fáir. Vér þörfnumst heldurx ekki margra slíkra. Allflestir vinna samfélaginu meira gagn með því að lifa, en deyja. En þeir eru margir, sem þrá leiðsögn til þess að lifa í samfélagi — lög- mál um samstarfið, þar sem lagðar eru hæfilegar skefjar á sjálfselskuna. Það er engin of- dirfska að fullyrða, að þeir eru fáir, sem kjósa að lifa ein- göngu sjálfum sér. Ekkert mun erfiðara en að vera fastráður sérgæðingur. — Jafnvel þeir, sem hyggja sig vera það, víkja iðulega frá sinni eígin stefnu. Þeir gera það í viðskiftum við sína nánustu, við vini og kunningja, við fá- tækt barn, sem verður á vegi þeirra. Hver er svo stakur, að hann hafi aldrei rétt bágstödd- um hjálparhönd? í nálega öll- um mönnum býr hvötin til að gleðja aðra, og þeir fórna allir meira eða minna á altari þeirr- ar hvatar. En höfum vér ekki ákveðna siðaskoðun eða trú að bakhjarli, erum Vér oftast tví- ráðir um, hvenær vér eigum að fórna og hvað miklu. Tilviljun og slembilukka ráða því, hvern- ig vér snúumst við þeim málum, er varða samskifti vor við aðra menn. Vér getum ekki verið heil ir sérgæðingar, og svo verðum vér óheilir mannvinir. Trúin á samfélagið á að hjálpa oss út úr þessu öng- þveiti. Það verður auðvelt að sýna fram á, hver styrkur oss er að hagrænu siðakerfi, ein- földu og óbrotnu, án víðtækra bollalegginga um hluti og heima sem vér vitum ekkert um. Og þó vér gætum ekki gert ráð fyrir þeim félagSanda, sem hin nýja trú hefir að forsendu, hjá öllum fjöldanum, mættum vér að minsta kosti búast við honum hjá leiðtogunum. Þeir, sem að viti og dug standa fjöld anum framar og telja sig til forustu fallna — af þeim ætt- um vér að geta krafist þeirrar göfgi og þess siðlega þroska, að þeir legðu fram krafta sína í þjónustu samfélagsins, án þess að vænta nokkurra sérstakra fríðinda sér til handa. Og þess- ir menn, sem fjöldinn er vanur að líta upp til, gefa fordæmið til eftirbreytni. Utan um þá safnast fleiri og fleiri, og hreyf- ingin vex eins og veltandi snjó- kökkur í þýðviðri. Áður en varir hefir santhyggjan breiðst út og sýrt alt deigið. Frh. VISS MERKI kemur af því aS nýrun hreinsa ekki eitraðar sýrur úr blóðinu. Gin Pills veita lækningu með því eyðileggja sýrur þessar og koma nýrunum aftur til að starfa eðlilega. — Kosta 50c í öllum lyfjabúðum. OPIÐ BRÉF TIL HKR. Tileinkað vinum mínum, Mrs. Rósu Casper, Blaine Wash., og K. N. skáldi á Mountain, N. D. Frh. Á heimleið. Yfir hafið: — Ágúst 5 ber upp á þriðjudag. Eg fer á fæt- ur kl. 8. samkvæmt ísl. síma- tíma. En skipsmenn hafa fært tímann klukkustund til baka, svo skips kl. er ekki nema 7. Þá eru enn fáir á fótum af far- þegum. Enda fóru allir seint að sofa. Veður er’bjart og gott. Við erum í regin hafi svo að hvergi sér til lands. Himin og haf fallast í faðma. Fólki er skipað á stalla þ. e. fengin sæti við matborðin, sem hver skal hafa meðan ferðin stendur yfir. Þenna dag er og fólk kallað út, til að læra að láta á sig björgunar hringa og bera þá. Ágúst 6. miðvikudag- — Skýjafar mikið, þykt loft og fremur kalt, og hvessir, er á daginn l.íður. En þetta skip er vel upphitað svo öllum líður sæmilega — flestum vel. Viður- gerningur allur mun betri en á Montcalm. Þó matskráin sé ná- kvæmlega sú sama, er matur allur góður, því hér er hann vel til reiddur. Munaði þar svo miklu, að matur sem á Mont- calm var meira og minna skemd ur og oft með öllu óætur — einkum þeim, sem ekki voru því matlystugri og betur tentir, var nú lostætur, jafnvel þeim, sem urðu að bjargast við misjafn- lega góðar tennur og hvort sem þær voru fastar eða lausar. Að öllu leyti leið nú fólki vel, því er C. P R. gat aðgert. Þegar leið á daginn, tók að hvessa, og undir kvöld var kominn allmik- ill sjór. Svo virtist mér, sem vín mundi hér og betra en á fyrra skipinu okkar. í það minnsta bar meira á notkun þess. Hafði nokkuð af ungu fólki setið að sumbli fram eftir kvöldinu. Snemma nætur þ. e. snemma eftir miðnætti vöknuðu flestir á því farrými sem eg var á, við illann draum. Tvær konur — eða stúlkur — komu æpandi úr herbergi sínu og fram í gang- inn. Hljóðaði önnur: — skipið er að sökkva, skipið er að sökkva! Hin:—Ó, barnið mitt! — barnið mitt. — Varð flestum felmt — en enginn vissi enn örsök þessara hljóða. Fólk fann eða sá ekkert óvanalegt. Skip- ið hélt áfram nálega óhöllum kili, og skrúfurnar gengu með jöfnum hraða. Þetta fundu menn brátt, svo óttin sjatnaði af sjálfu sér. Komu þá og skipsmenn til sögunnar þ. e. herbergisþjónar, og tókst brátt að kyrra þann' sjó — sem sé, hræðslu þeirra sem hræddir voru. En ástæðan var þó ærin fyrir ótta stúlknanna sem hlut áttu að máli Þær hrukku upp af fartta svefni við. það, að sjór gekk yfir þær, sem kom til af því, að gluggi hafði annað- hvort ekki verið látinn aftur kvöldið áður, eða svo illa, að hann hrökk opinn, þegar versna tók sjór. Sumir sögðu að ein- mitt þessar konur hefðu sopið drjúgan á kvöldið fyrir, og því orðið meira um þessa óvæntu vatnsskúr en ella. Hvernig

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.