Heimskringla - 24.02.1932, Blaðsíða 3

Heimskringla - 24.02.1932, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 24. FEB. 1932. HEIM5KRINCLA 3 SIÐA sem því var varið, þá er víst, að fleirum hefði orðið ílt við slíka ádrepu, því gólfin sýndu, að tölverður, sjór kom inn um gluggann, og hann gekk allur yfir þær. Ekkert vissi eg um atburð þenna, fyr en næsta dag, að eg heyrði fólk tala um hann, og var eg þó í öðrum eða þriðja klefa þar frá. — Eg svaf svefni hinna réttlátu — eða þreyttu og heilsugóðu. Máske hjálpaði þetta alt til að gera mér hvíld- ina væra. Og nú, fyrst eg er að minnast á svefninn á annað borð, vil eg bæta þessu við: — Enga 5 daga s. 1. 40 ár hefir mér liðið betur — tæplega eins vel, og þessa, á Minnedosa, að því er heilsu snerti. Eg sem er talin fremur matnett — át hér alt sem eg fékk — bað oft um meira, fékk það og át það líka, — bætti það að fullu át- leysi mitt á Montcalm, og ann- að. í s. 1. 35 ár hefi eg átt örðugt með svefn, að undan- skildum þeim nóttum, sem eg var á Minnedosa. Þar gat eg sofnað þegar eg vildi á kvöldin, og sofið vært og draumlaust. allar nætur. Hafði ekki snert af sjósýki fremur en upp á heiðum íslands, — og þar leið mér ávalt vel, — þegar mér var ekki of kalt. Ágúst 7. fimtudag — Þann dag er veður hvast, sjór þung- ur og töluverð velta á skipinu. Urðu þá og margir sjóveikir, héldu sumir við rúm sín, og leið þá sæmilega. Um miðjan dag, við máltíð, eru allir diskar og ílát fest á borðum ókyr í meira lagi. Urðu menn að gæta matar íláta sinna vel ef haldast skildi á. Stúlka ein dettur með stórann matarbakka, brotn uðu diskar, matur spillist og stúlkan skarst eitthvað á brot- unum — ekki þó hættulega. Önnur datt í stiga og meidd- ist einnig dálítið. Fleiri slys kunna að hafa orðið, en engin hættuleg. — Síðari hluta dags skall yfir kolsvört þoka. Voru skipsmenn alvarlegir og kváðu slíkt veður óvanalegt á þessum tíma árs, jafnvel þar í Norður- höfum. Hvort það var þenna dag eða þann næsta á undan, sem skipsmenn höfðu hljóm- leika samkomu, man eg ekki með vissu, tók það ekki niður af því mér fanst það ekki koma Isl. beinlínis við. En betur at- hugað, snerti það okkur á sama hátt og aðra farþega, því þar var um samskot að ræða. For- maður samkomunnar — einn af yfirmönnum skipsins setti sam- komuna með ræðu um það, hve mikið ferðafólk ætti undir ár- vekni og skyldurækni kafteins- ins. Hvað hann yrði að leggja á sig til að tryggja líf þess og veijíðan. T. d. hefði kaft- einninn okkar vakað alla liðna nótt, og myndi vaka alla kom- andi nótt, ef veður og útlit ekki breyttist til batnaðar Skildist mér á þessu og öðru sem hann sagði, að fé það er inn kæmi fyrir samkomu þessa, og menn voru látnir skilja, að 50c væri ei of mikið, væri sem þakklætis viðurkenning frá ferðafólkinu til hans, fyrir slíka umönnun fyrir lífi þess og — já, vellíðan. Eg gaf auðvitað 50c og það hygg eg flestir aðrir hafi gert. Allir léku þeir, er þátt tóku í skemtiskránni vel á þau hljóð- færi sem fyrir hendi voru, sum- ir sjálfsagt ágætlega. Eitt hljóð- færið var bara venjuleg hand- sög. Eg hefi heyrt leikið á sög, gegnum útvarp, og maður sá, sem nú iék þá list, var enginn viðvaningur heldur í þeim efn- um. Hann lék og á pípu ein- falda mjög, og seinast bara á fingur sínar. Einkennilegt list- ræni, hj ámanni sem var bara óbreyttur starfsmaður. Hvað hefði ekki mátt gera úr slíku listræni ef að því hefði verið hlúð! Og svona rekur maður sig á ágæti í ýmsum efnum hjá hinum og þessum, sem aldrei eru eða verða annað en skot- spænir—mislukkaðir fyrir það eitt, að gáfum þeirra er ekki gefið tækifæri. Samkoman reyndist “success” að því er skemtiskrána snerti. Hvernig peningahliðin tók sig út, vissi eg ekki. Þess má og geta hér, því það hefi eg ekki minst á, að sam- koma svipaðs eðlis var og hald- in á Montcalm — og í svipuð- um tilgangi. En þó fanst mér arðurinn myndi ætlaður mat- sveinum, sem flestir voru finn- skir stúdentar, eða pólskir, sem í sumarfríinu unnu á skipi þessu, sér til hjálpar næsta skóla ár. Máské sé þetta ekki með öllu rétt, — en þessi var skilningur 'niinn á þessu atriði. Eg get um þessar samkomur eingöngu fyrir þá sök, að þetta var einn af útgjalda liðum þeim, sem ekki var gert ráð fyrir, en sem maður verður að mæta, sem og “tips” af ýmsu tægi á ýmsum stöðum. Það mun svo reynast við flest þesskonar ferðalög, að fargjöld, sem svo eru nefnd er ekki allur kostn- aður, sem gera þarf ráð fyrir, í mörgum tilfellum lítið, eða ekki meira en helmingur, ef maður vill ferðast svona bara sóma- samlega. Seinni hluta þessa dags, varj Canada fólkið alt kallað til að fá og taka á móti landgöngu leyfisbréfum þegar til kæmi. Bandaríkja' fólk skyjcli gera sama seinna um daginn. En það gekk í allmiklu vafstri, og margir náðu þeim ekki fyr en næsta dag eða seinna Ágúst 8. föstudag: — Er veð- ur að batna og um miðdag komið sólskin og blíðviðri. — Allir heilbrigðir og glaðir. Kl. 3. s. d. kallar Jón Bíldfell til fundar meðal ísl. Kvað hann Heimfararnefndina ætla að gera grein fyrir starfi sínu. Samkvæmt auglýsingu eða rit- gerð sem staðið hafi í Heimskr. viðvíkjandi sölulaunum far- bréfa, sem lent hafi í höndum Heimfararnefndarinnar, o g hvað gera bæri við þá peninga, sem hann kvað vera $12.00 af hverju farbréfi, (eða 12.50 man ekki hvert — tók niður $12.). Skýrir svo frá kostnaði nefnd- arinnar í sambandi við Spítal- ann, n. 1. húsgagnakaup í hann, svo hýsa mætti þar allann hóp- inn, eða svo marga sem vildu eð‘ þyrftu, af V.-ísl En vegna þess að svo mikið færri hafi notað sér þetta, en ráð var fyrir gert, sé nefndin í stór- skuld, sem hún þó vonist til að ljúka, svo að hún fari heim með hreinar hendur, þ. e. skuld lausar, með því þó að nota sölulaun nefndra farbréfa. Að öðru leyti kvaðst hann eftir- 'áta starfsbróður sínum, Ás- mundi Jóhannssyni frekari skýr ingar. Ræða Á. Jóh. Án alls gamans (sleppi eg því gamni), liti hann svo á. að Heimfararnefndin skuldi engum reikningsskap ráðs- mensku sinnar, nema tveimur málsaðilum, nefnilega Þjóð- ræknisfélaginu í Winnipeg, sem hafi fengið henni heimfararmál- ið til meðferðar og Alþingis- hátíðarnefnd íslands, sem hefði leitað um þetta mál aðstoðar og samvinnu nefnds Þjóðrækn- isfélags. Vandamál nefndarinnar var frá fyrstu það eitt, hvað gera ætti við Vestur-íslendinga þeg- ar heim kæmi. Þrjár aðferðir voru hugsanlegar. Fyrst: hvað margir Reykvíkingar vildu bjóð ast til að taka einn eða fleiri Vestur-íslendinga heim til sín. Þessu var hreyft í blöðunum, eins og menn ef til vill rekur minni til. Tilboðin urðu svo fá, að þeirri hugmynd var þegar slept. — íslenzkir blaðamenn sögðu bæinn mundi verða svo fullan af sveitafólki, sem þegaf hefði pantað húsnæði hjá frænd , um og vinum fram yfir hátíð- j ina, að fleirum yrði eigi við bætt, svo að notum kæmi. Dr. Rögnv. Pétursson vildi taka spítalann, sem stjómin hafði boðið nefndinni endurgjalds- laust og undirbúa hann til að taka á móti 300 manns. Eg vildi færa þá tölu niður í 200 aðeins. Um þessa og fleiri að- ferðir var svo þjarkað fram og aftur, þangað til komið var fram í maí. Loks fékk eg þó i komið rúmatölunni ofan í 250. j Þessi rúmatala, og það annað, I er til þess þurfti, svo sem kodd- ar, voðir og teppi í þau, þvotta- standar og kommóður í hvert herbergi — (ef mig minnir rétt, gaf hann tölur yfir alt þetta, en þær tók eg eigi niður, hugs- aði meira um ræðuna sjálfa) — var svo pantað. Leyfði ísl. stjórnin innflutning á öllu þessu tollfrítt. Konur voru ráðnar til þess að matbúa á öðrum stað fyrir allan hópinn (þ. e. skild- ist mér, þá, er tækju sér hús- næði í spítalanum). Þegar til kom, voru aðeins 121 rúm tek- in, í stað 250, er var búist við. Við höfðum svo reiknað, að væru öll rúmin tekin, eða flest, myndi hvert bera sig sjálft sem og annan tilkostnað í því sam- bandi. Þegar mi þess er gætt, að minna en helmingur af þess- um rúmum var notaður, verður það brátt auðsætt, hver hall- inn varð. Til að mæta þessum halla, álitum við okkur hafj uillan rétt til að nota farbréfa- sölulaunin, sem Bíldfell mint- ist á, og búumst við að lúka á þann hátt skuldum okkar, þ. e. þeim, sem hér um ræðir, og eins og hr. Bíldfell tók fram, skilja heiðarlega við ísland. — Ef það hrekkur ekki til, verð- um við að finna ráð til að jafna reikninginn — borga það, sem til vantar. Okkur dettur ekki í hug að fara ofan í'Arasa ykkar eftir þeim peningum, fremur en jið þurfið að vonast eftir end- urborgun á farbréfum ykkar, ar nemi áminstum sölulaunum, pó einhverjum kynni að hafa komið slíkt í hug, sökum áður- nefndrar Hkr. ritgerðar. Þetta var kjarni þeirrar ræðu — nokkuð orðfleiri, en kjarninn sámt, að þessu viðbættu: Frá byrjun ásetti Heimfararnefndin sér, að afhenda íslandSStjórn húsbúnað þann, er hún lét í spítalann. sem þakklætisvott fyrir lánið á honum, sem og aðra aðstoð og velvild af henn- ar hálfu — gagnvart nefndinni. Sumt af húsmunum þessum var aldrei úr umbúðum tekið, og sendi íslandsstjórn það þá strax á einhverjar þjóðnytjastofnanir, sem ræðumaður nefndi með nöfnum. Eg tók nöfnin ekki niður, og nú eru þau mér gleymd. Urðu nú margir til að láta í ljós ánægju sína yfir þessari heppilegu meðferð nefndarinn- ar á þessu máli. Hr. Þorgils Ás- mundsson frá Los Angeles, — áður í Blaine, Selkirk og fleiri stöðum — hélt snjalla en stutta ræðu þess efnis, að yrði nefnd- in stutt með gjaldeyri til lúkn- ingar nefndri skuld, gerði hún vel í að kunngera fólki það, annaðhvort í blöðunum, eða skrifa sér og fleirum persónu- lega. Mundi þá ekki skorta menn, er fúslega færu ofan í vasa sína, til að rétta skarðan hluta hennar, þ. e. Heimfarar- nefndarinnar. Tóku fleiri í sama streng. Að því búnu greiddu menn Heimfararnefnd- inni þakklætis- og trausts-at- kvæði að tilhlutan góðra manna — með því að standa upp og húrra fyrir henni. Séra Jónas A. Sigurðsson þakkaði fyrir hönd nefndarinnar. Og lauk svo þeim fundi. Seinna um kvöldið var dans- að. — XJm miðjan dag sáum við Labradorstrendur. Þykir land- sýn æfinlega ærinn atburður, þeim er dægrum saman ekki sjá annað en samgróin himinn og haf — hvorttveggja úfið og grátt. Hefði mörgum þá verið kærara að eyða þeim stund- um, sem gengu í fundahöld, uppi á þilfari, því að allan síð- ari hluta dags var gott veður. En allir voru í góðu skapi, og á heimleið — svo forvitni og samhygð réðu, enda fróðlegt þér sem notiS T I M BUR KA VPIÐ AF The Empire Sash & Door Co, Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ gæði ánægja. að fá þessar upplýsingar. Með fl_5„; „ * „„„ ,. r rv j. o tieiri en emn a sama skýi, var alvóru held eg að fáum, ef nokkrum, hafi komið til hug- ar að fá nokkra endurborgun af farbréfum. Eg get og ekki skilið, hví sumir landar tóku sér svo nærri örlög sölulauna farbréfanna, eins og raun bar vitni um snemma á árinu 1930. Værum vér Islendingar eins þjóðræknir og orð er á haft, hefði okkur átt að vera það gleðiefni en ekki gremju, að þau lentu í vösum landa okk- ar — hverra sem var, fremur en einhverra annara, úr því að við sjálf ekki gátum haldið þeim, þ. e. við sem einstakling- ar. Og hér, samkvæmt ofan- skráðum skýrslum var þeim vel varið — svo betur gat tæp- lega farið. Frh. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. Eg þóttist vera staddur á hárri og fagurri hlíðarrbúi: austan megin við djúpan op talsvert breiðan dal. Yfir dal- inn sá eg hlíðarbrúnimar á hina síðuna, rennsléttar og regluleg- ar, og alstaðar var dalurinn grasi vaxinn upp á efstu brún- ir. Svo þykk og mikil heiðblá móða fylti dalinn, að eg sá alt óglögt niðri í honum. Sýndist þó að það liggja fögur og reglu- leg skógarbelti, er gat þó verið skuggi í neðri höllum hlíðanna, og meira þóttist eg vita það en að eg sæi merki þess, að á rynni eftir dalbotninum Mér jótti þetta vera snemma á degi. um klukkan 9. Sól var á suð- austurlofti, og önnur sól var lág á lofti í norðvestri. Þóttist eg þá vita, að á þessum stað værl engin nótt og jekkert myrkur, og mér fanst landið eða jörðin vitna um það, að engin eyðing ætti sér stað, af vatni eða veðrum. Langt til vinstri handar í hásuðri blám- aði fyrir himingnæfandi háu fjalli. Þóttist eg vita að það væri mikið hærra en Öræfajök- ull, en auðséð var að enginn ;ökull var á þessu fjalli, op ávergi axlir eða stallar, er bæru vott um hamrabelti. Fanst mé7’ að fjall þetta mundi vera gafl í dalnum, sem eg stóð við. Þá sá eg til hægri handar og lengst í norðri óljóst annað fja.ll. Út frá því á allar síður var móða. eins og það væri girt vötnum, og svo var að sjá sem á því væri jökull, en það gat líka verið ský á fjallinu. Dýpra nið- ur í dalnum og hærra upp en hlíðarbrúnir, liðu frá suðri til norðurs og frá norðri til suðurs, einlæg fyrirbrigði, sem eg ætla að kalla ský. Þau voru með mismunandi hraða og voru misjafnlega skær. Öll streymdu þau hraðara fram hjá er til suðurs runnu. Skýin voru mis- jafnlega stór og ekkert stærra en lítill róðrarbátur. Svo mikið var af þeim, að altaf sást eitt* hvert þefrra á ferðfonrii, ög stundum komu nokkuð mörg í einu. Þau voru af ýmsum lit- um og jafnvel fleiri litir sama skýi. Flest sýndust mér þau vera með látúnslit eða hálfgylling, að sjá á hlið þeim en þau er neðar voru í dalnum og eg sá ofan á, voru með slétt- um silfur eða nikkelgljáa, og sýndust aðeins málmplötur eða útbreiddur dúkur. Á sumum þessum skýjum, æm næst mér komu sá eg menn, þó sjaldnast það ýmist að þeir sýndust sitja, á skýinu, eða þeir sýndust standa í því alt upp á brjóst, eða þeir lágu á hliðinni eins og með skýhnoðra eða kodda. — Mennirnir sýndust vera af öll- um stærðum, jafnt unglingar sem fullorðnir, jafnt konur sem karlar Ekki sá eg einsömul börn á skýi, en í fylgd með eldra fólki, einkum konum.. — Það var aðeins á stuttum vegi yfir dalnum, að eg gat séð ský- in, norður og suður hurfu þau á bak við huliðstjöld loftsins og litbrigðanna. Alt mitt at- hygli var vakið og hrifið til eft- irtektar og aðdáunar. Lítið sunnar og nokkru neðar í hlíð- inni sá eg eitthvað áhreyfingu, sem smá þokaðist inn í minn sjónddildarhring, og fljót^ega kom það í ljós, að þetta voru fáeinar kindur, sem héldu sam- jn og komu kroppandi upp eft- ir hlíðinni og stefndu lítið fyrir norðan mig. Þær færðust óð- um nær, þangað til þær gættu að mér. Þá litu þær allar upp eins og undrandi, en stiltar og athugular. Kindina, sem aftast stóð, þekti eg strax mjög glögt. Það var ær, sem eg hafði átt og hét hún Miðfjarðar-Hvít, eg hafði keypt hana frá Miðfirði á Strönd. Nú var hún feitari, og fallegri, en eg hafði nokkurn- tíma séð hana áður. Hún var fjarskalega löt og æfinlega langt á eftir öðrum mínum kindum, og ennþá var hún á eftir. Eg verð að segja með hverjum hætti hún kvaddi þenna heim, þó það lýsi mér sem þrælmcnni. Eg var á köld- um haustdegi að reka kindurn ar mínar úr haganum ofan að sjó. Miöfjarðar-Hvít var langt á eftir, að hennar siðvenju. Eg hélt á priki í hendinni og datt í hug að láta hana nú taka viðbragð. Sló eg þá prikinu aft- an á hana Það lenti á öðrum afturfætinum, og eg hafði brót- ið legginn. Blessuð skepnan fann eðlilega sárt til og féll afl- laus niður að aftanverðu, og leit angistarfullum augum á mig. Eg stytti kvalastundir hennar svo fljótt sem eg gat. Nú var auðséð að hún þekti mig og aldrei þessu vant gekk hún hnarreist fram fyrir hinar kindurnar eins og til þess að áfram í loftinu beina leið til mín, unz hann stígur á hliðar- brúnina laust frá mér, svo að við náðum ekki hvor til annars. Ekkert hljóð heyrði eg hann gefa af sér, en eg vissi jafnt með öllum mínum skynjana- færum, og skildi að hann sagði: “Þú ert hingað kominn fyrir náðaráhrif þér til viðvörunar.’’ Eg hugsaði hjartans þakkir til guðs, hann hneigði sig, og var auðséð að hann skildi það. — “Er eg ekki á mínum hnetti?” hugsaði eg, og fanst eg segja það, án þess að gefa af mér hljóð. “Um stund ert þú mjög fjarlægur honum, en fyrir því er séð eins og hérkomu þinni,’’ var svarið. Maðurinn var frem- ur grannvaxinn, í fullkomnu meðallagi hár, klæddur Ijósblá- leitri skikkju, er náði ofan á kálfa, girtur snúru í mittisstað. Á endum hennar héngu litlir, silfurlitir skúfar. Ilskó hafði hann á fótum. Andlit 'hans minti mig á mynd þá, er eg hafði séð af séra Tómasi Sæ- mundssyni, en þó ólíkt öllum jarðbúum, í því hvað svipurinn var hreinn og skýr, og bar meö sér bróðernið, skilninginn og líknarlundina. Þá þóttist eg segja, og þó hljóðlaust: “Hvað- ari ertu kominn?’’ Svarið: “Sendur frá landinu helga til að fullnægja tilganginum með hérkomu þinni,” og leit hann þá á fjallið í suðri Eg spurði: “Er guð á fjallinu helga?’’ — Svarið: “Hann er alstaðar, en liugsun hans ályktun og máttur gengur út frá fjallinu til allra hluta tilverunnar. Maðurinn er lítil ímynd guðs meðan hann býr á jörðinni, hugsun hans, vilji og máttur nær skamt, en mikill þroski er honum fyrir- búinn, sem guðsbarni.” Eg spurðl: “Get eg fengið að koma að fjallinu helga?’’ Svar: “Gott var að þú baðst um það, af því færðu að komast upp að því eins og þitt ástand leyfir.” Mér fanst hann færa sig fast að mér. Fann ekkert til hans, en naut mjög þægilegra áhrifa. Varð á svipstundu þiggjandi blíðra gleðivona, fulltreystandi og hugrakkur. Þá hófumst við á loft og svifum samhliða í geimnum út yfir miðjan dal- inn, og til suðurs, stefndum á fjallið helga. Nú sá eg engin vara þær við að koma ekki ský yfir miðjum dalnum, en eitt nærri mér. Svo starði hún djarf- lega á mig dálitla stund, stapp- aði niður hægra fætinum og gekk þá á undan hinum kind- unum, líklega í fyrsta sinni, og stefndi frá mér. ofan hlíðina, og eitt til beggja hliða naer hlíðarbrúnunum, sem nú sáust glögt á báðar hendur, og þótti mér að við værum hærri þeim í loftinu. Óðum skýrðist útsýn- ið til fjallsins, og hinnar hríf- og norður í móðuna, þar sem i andi fegurðar þess. En eftir því kindurnar hurfu mér sjónum. sem nær dró, fanst mér við Þá sá eg að frá suðri rann lækka flugið og blámóðan verða fagurt ský inn á mitt sjónar- meiri og hlíðarbrúnirnar okkur svið, og á því sat maður. Óðar hærri. Að lokum stigum við af stígur hann af skýinu og líður b'rh. á 7. bls. x\\\W II/7/WW EXTRA PALE ALE WINNIPEG TELEPHONE—4IIII - 42304

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.