Heimskringla - 24.02.1932, Blaðsíða 8

Heimskringla - 24.02.1932, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRfNGLA WINNIPEG, 24. FEB. 1932. FJÆR OG NÆR. Flóvent Jónsson, til heimilis norður í Sherridan fyrir norð- an The Pas, kom 8.1. viku til bæjarins til þess að leita sér lækninga. Hver veikin er, vita læknarnir ekki þegar þetta er ritað, en það er verið að rann- saka. Hann er á Almenna sjúkra húsinu hér í bænum. * * * Karlakór íslendinga söng s.l. miðvikudag í Sambandskirkj- unni í Winnipeg við allgóða að' sókn. Er blaðinu sagt, að söng- urinn hafi verið með bezta móti. Einsöng sungu Mrs. K. Jóhann- esson og Guðmundur Stefáns- son, og hafði verið gerður mjög góður rómur að. * * * Hallur Johnson frá VíSár, Man., kom til bæjarins síðast- liðinn fimtudag. Hann var að leita sér lækninga við kviðsliti. Var hann skorinn upp á Al- menna sjúkrahúsinu um helg- ina og líður eftir öllum vonum * * * Páll Kjernested bóndi norður við Manitobavatn, andaðist um miðja síðastliðna viku að heim- ili sínu að The Narrows, Man. Hann var háaldraður maður, um hálf-nírætt, og hefir búið stórbúi þar norðurfrá um 40 ár. Hans verður minst nánar síðar. * * * Magnús Gíslason lézt síðast- liðinn mánudag að heimili sínu að Lundar, Man. Hann mun hafa verið á áttræðisaldri. Góð- ur bóndi og dugnaðarmaður mesti. Verður nánar minst síð- ar. * * * Sæbjörn Jóhannsson, til heim ilis í Ruth Apts. hér í bænum, var í gær skorinn upp við kvið- sliti á Grace sjúkrahúsinu. Hon- um heilsast eftir vonum. * * * Guðmundur Pálsson frá The Narrows, Man., og Jón Einars- son frá Lundar, Man., komu til bæjarins í gær. Þeir gerðu ráð fyrir að vera á þjóðræknisþing- inu, er sett var í morgun. Guðmundur Jónsson bóndi við Vogar, Man., kom til bæjar- ins í gær. Hann dvelur hér fram yfir þjóðræknisþingið. • • • Uppskurður var gerður á Mrs. Páll Guðmundsson, 1852 Willi- am Ave., á Grace sjúkrahúsinu, fyrir viku síðan. Er hún á góð- um batavegi, en þó enn á spít- alanum. * * * Mrs. Tom ísfjörð, á Simcoe 3t., sem hefir legið á Grace sjúkrahúsinu undanfarið er um það að verða albata. * * * Í3lendingamót Fróns er ann- að kvöld (fimtudwgskvöldið 25 febrúar). * * * Nokkuð af ritgerðum og ým- islegu öðru, or af tll vill hefir verið ætlast til að birtist í þessu blaði, verður rúmsins vegna að bíða næsta blaðs. — Sru höfundamir beðnir vel- virðingar á drættinum. • • • Þakkarorð. Hér með vottum við okkar nnilegasta þakklæti fyrir alla >4 hluttekningu, sem okk var auð9ýnd í sambandi við veikindi og fráfall okkar elsku- ?ga eiginmanns og föður. Öllum þeim mörgu, sem heim "»óttu hann á meðan hann var eikur, og eins þeim sem heiðr- ’ðu minnngu hans með nær veru sinni við jarðarförina, þökk im við af hrærðu hjarta. Guðrún Egp,e,'tssOii. og börn. * * * Á þjóðr.þinginu urðum vér í morgun varir þessara gesta, auk þeirra, sem áður voru nefnd lr: Halldórs Gíslasonar frá Les- lie, Sask., Jóns J. Húnfjörð, frá Brown, Man., Th. Thorsteins- sons og B. Dalmans frá Sel- kirk, Man. * * * VIÐ ANDLÁTSFREGN Jóns Eggerssonar. ROSE THEATRE Thur., Fri., Sat.. This Week Febr. 25-26-27 Street Scene Comedy — Varltey — Newí Mon., Tue., Wed.. Next Week Febr. 29 and Mar. 1-2 Borrowed Wives and 77 PARK LANE Comedy — Varlety — New» ‘ Mercury ’ The New All-Weather Coal Phone 42 321 Foe a Ton Today “ARCTIC” CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Repair Servica Banning and Sargent Sfml 33573 Hafma afml 87136 Kxpert Repair and Complete Garage Service G«j, 09«. Rrtras, Tire», Batteries, Etc. Nú dimmir í huga og daprast mín lund, því dagsverkið þrotið er, vinur; það veitti mér ánægju og un- aðarstund. er á þig eg hlustaði og sótti þinn fund, og þess vegna þanki minn stynur. Hún gleymist víst engum, þótt glepji margt sýn, þín gestrisna höfðingjalundin. Sem leiftrandi sól inn í svart- viðri skín, var sögunnar þekking og kunn- átta þín, — að hlusta var helgasta stundin. Vinur. • • • Ársfundur íslendingadags nefndarinnar verður haldinn í neðri sal G. T. hússins á Sargent og McGee St., föstudaginn þann 4. marz n.k., og byrjar kl. 8 e. h. Á þessum fundi leggur nefndin fram skýrslur og reikninga fyr ir árið 1931. Þá þarf að kjósa sex menn í nefndina fyrir yfir- j Gefðu ! fjölskyldunni } daglegan skamt af heilsu- 1° og hamingjulyfinu, sem er í hverri flösku af — iCITY (MILK : Vertu viss um að fá það, j | sem reynst hefir bezt — ‘ gerilsneydd City Mjólk. Q04 Sími 87 647 ►<u standandi ár og ráðstafa ís- lendingadagshaldi á komand sumri. ialendingar hér í borg ættu allir að sækja þenna fund G. P. Magnússon, ritari nefndarinnar. * * * Munið eftir fundum stúkunr ar Heklu; ýmislegt til fróðleik: og skemtunar. Einnig verðu spilasamkepni annan hverr fund yfirstandandi ársfjórðung og verðlaun veitt. * * * Mr. John Bergman, frá Medi ’.ine Hat, Alta., kom til bæjar- ins s.l. mánudag. * • • Mrs. Hinrik Johnson frá Ebor Station, Man., kom hing- xð til bæjarins á þriðjudaginr i síðastliðinni viku. Hún er í kynnisför til dóttur sinnar, Mr? ?. E. Sipley, 607 Agnes St., or Ivelur hjá henni um tíma. * * * Brynjólfur Árnason kaupmað ír lagði af stað á mánudags- kvöldið vestur til Mozart, Sask. Rak hann þar áður verzlun um langt skeið, en seldi hana fyrir lokkrum árnm. Nú er hann að byrja þar aftur verzlun í félagi við Mr. George Sigmar. * * * John J. Arkie, R.O., special- ist on sight testing and fitting af glasses, will be at Eriksdale Hotel Thursday, March 3, and bundar Hotel Friday, March 4. • • * OFURLfTlÐ ÁVARP. Eg hefi þessa undanfarna daga sent til allra kaupenda síðustu heftin af “Iðunni’’, “Eimreiðinni” og “Perlum” fyr- ir 1931. Hafa þá allir kaupend- ur hér vestra fengið fullan ár- gang af þeim fjórum íslenzk- um tímaritum, sem eg annast um, því áður voru “Kvöldvök- urnar” allar frá mér sendar. Það er ekkert spaug að ann- ast um þessa útsölu hér, eins og nú árar, en þó má eg segja að fjöldi af kaupendum hafa reynst mér mjög vel og verð- skulda mitt bezta þakklæti fyr- ir greið skil. En það er alveg nauðsynlegt, að allir kaupend- ur borgi reiðulega, því að þess- ar smáu upphæðir mega ekki safnast saman í stærri skuldir. Eg veit að nú kreppir víða skór- inn að en mikið má góður vilji. Þessi rit flytja jafnan ágæt inn- legg um vandamál þjóðanna yf- irleitt, einnig um markverðustu nýjungar á sviði vísindanna og svo fyrirtaks ljóðagerð og góð- ar skáldsögur. Þeir, sem ann- ars vilja nokkuð á íslenzku lesa, þurfa ekki að sjá eftir smásentunum fyrir þessi rit. Svo vil eg þá biðja hvern ein- asta kaupanda, er skuldar fyrir eitt eða fleiri af þessum ritum, að láta ekki dragast að senda mér þær litlu upphæðir. Hvert korn hjálpar til að fylla mælir- inn. Og eg verð að senda út- gefendunum peninga hið allra bráðasta. Magnús Peterson. 313 Horace St., Norwood, Man., Can. * * * Almenna guðsþjónustu held eg undirritaður sunnudaginn 28. febrúar kl. 3 e. h. í G. T. húsinu á Sargent Ave.. Aðal- umræðuefni, hin fullkomnasta lífsreglugerð sem allir geta skilið. Gerið svo vel og hafið kirkjusálmabókina með. Allir velkomnir. G. P. Johnson. TREGÐAN AÐ LÁNA. (Frh. frá 1. bls.) Til þess að glæða aftur eðlilegt starfslíf, þarf að veita rífari lán og með betri kjörum. Það eina, sem læknar kreppuna, er að leysa peningana úr læðingi. Það lítur margt ósennilegar út en þetta, sem sagt hefir ver- ið um kreppuna. En hverjum er lántregðan að kenna? BRÉF TIL HKR. Frh. frá 7 bls. og leiða mann og konu út ú ópnum að uppbúnu borði, C' )á gall við giftingarmars frá djóðfærinu. Maðurinn og kon m eru þau heiðurshjónin Jór Laxdal og Ruth kona hans, ei eiga heima í National City, og eru þau elskuð og virt af öli- jm okkar íslenzka hóp. Jór hefir verið forseti okkar félags- skapar í mörg ár og hróku- allra félagssamtaka og fagn aöar. Hann er greindur og skýr maður, og hún er ein af þess- um indælu, greindu og gætnr ag kærleiksríku íslenzku kon- im. Þau lijón eiga þrjár dæt- ur, allar fullorðnar; sú elzta er gift, en þær yngri (tvíburar) \ inna, önnur er útlærð hjúkrun- arkona en hin vinnur á skrif- stofu. Mr. Orr gat þess, að 22 des- smber hefðu þau Mr. og Mrs Laxdal verið búin að Vera í íjónabandi í 25 ár. Hefði sére Einar heitinn Vigfússon gefið bau saman í hjónaband að þá- verandi heimili Jóns, við Mo- :art, Sask. Þakkaði hann þeim fyrir samferðina á umliðnum árum, og óskaði þeim fyri hönd sína og alls hópsins ti1 allrar hamingju og blessunar á komandi æfiárum. Svo að end- ingu afhenti hann þeim fyrit alla mjög vandaðan silfurborð- búnað. Einnig afhenti lítill drengur, Jónas Melan, silfur- brúðurinni blómvönd. Sömu- leiðis afhenti Snorri Kristjáns- son þeim blómakörfu úr silfri frá systkinum Mr. Laxdals, og las upp aðkomandi Iukku- og blessunar-ávörp frá systkinum Jóns, þeim Þorsteini Laxdal í vlozart og ínu systur hans í Mo- zart, og Þóru Sigurðsson og Margrétu Laxdal frá Winnipeg, Sigmundi Laxdal að Garðar, N. D. og Guðrúnu Laxdal í St. Louí9. Ein systir hans, Elín Kristjánsson, var hér viðstödd enda á hún sér heima. Einnig voru lesin upp sérstök ávörp frá Sigmundi og annað frá Guðrúnu. Líka var lesið upp gullfallegt kvæði, er skáldið aldna, Friðrik Guðmundsson að Mozart sendi Jóni við þetta tækifæri. Hann hafði verið ná- granni og vinur Jóns þegar hann bjó þar nyrðra. Margar ræður voru fluttar og stökum kastað fram við þetta tækifæri, því ekki fer Í9- lenzku hagmælskunni neitt aft- ur í loftslaginu hér í Californíu. og til að sanna þetta flutti Jón Jónsson Yukonfari frá Seattle, sem var hér staddur, heilt brúð kaupskvæði, fyndið og fjörugt, eins og hann er sjálfur. Einnig barst þeim lukku og blessunar- ósk frá Mr. Einari Scheving, sem býr hér í San Diego, en gat ekki verið viðstaddur 9ök- um þess, að hann iá mjög hættu lega veikur, en er nú, sem bet- ur fer, kominn til góðrar heilsu. Og svo bárust þeirn fleiri skeyti sem ekki vanst tími til að lesa UPP. og þó hélzt veizlan til kl. 2 á sunnudagsmorgun. Að endingu þökkuðu silfur- brúðhjónin hvort í sínu lagi með mjög vel völdum orðum, þá góðvild og alúð sem, sam- kvmæið sjálft lýsti og bæri með sér, og báðu þau góðan guð að launa okkur þá ánægjustund, sem við veittum þeim nú. ' «• Svo héldu allir til heimila sinna mjög ánægðir með kvöld- stundina. Núna rétt um jólin kom frá Comox, B. C., Páll Guðmunds- son frændi minn. Hann er gam all Winnipegmaður, faðir þeirra Björgvins Kerúlfs Guðmunds- sonar og Humphreys. Ætlar hann að dvelja hér yfir vetur- inn hjá sonum sínum. Eg bið þig að birta í blaði þínu þau minningarstef, er eg læt innan í þetta bréf. Sömu- leiðis legg eg með 3 dali, 9em borgun fyrir Heimskringlu fyrir 1932- Og að endngu óska eg öllum góðs og farsæls nýárs. Þinn vinur, Sigfús Paulson. San Diego, Calif. 3951 Gamma St. R. 3. Box 540 MINNING. f orðastað Páls Guðmundssonar eftir konu hans Dorothy Guðmundsson. Nú sezt er blessuð sólin, eg sé ei nema ský, og fokið flest í skjólin, mér finst eg rökkri í; því hana mist eg hefi, sem hlúði að mér bezt. * Eg óska að guð mér gefi, við getum bráðum sézt. Eg krýp við kaldan náinn, eg kyssi á föla kinn, því Dóróthea er dáin, nú dvínar kjarkur minn; hún ama stundum eyddi, hún alla mýkti þraut; hún bezt mér lýsti og leiddi á lífsins huldu braut. » Þig syrgja maki og synir og sonabörnin kær; þig kveðja vildu vinir, sem voru álengdar fjær. En minning mæta geyma MESSUR 0G FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegl kl. 7. e. h. Safnaðamefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálpamefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl.,8 að kveldinu. Sönrflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudíioiskólinn: — Á hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. meðan hjörtu slá. Þér aldrei, aldrei gleyma, þig aftur fá að sjá. % Þú kunnir ekki að kvarta né kvíða sárri und; til himins hug og hjarta þú hófst á dauðastund. Og drottins dásemd prísa þín dagleg unun var. Nú fegurst ijós þér lýsa á landi sælunnar. Draumur. Mér heyrðist klukkur hringja, og hljóminn berast mér, með englasveit þig syngja, eg sá þig álengdar, fjær. Hve rómur þinn var þýður; eg þekki sönginn þinn, eins og fyr unaðs blíður. Endar svo draumur minn. PENINGARI í sparisjóðs reikningi falla aldrei í verði Hvað sem öðrum fyrirtækjum yðar líður, ættuð þér að hafa nægilega upphæð á sparisjóði. Það er sú ábyggilegasta og handbærasta eign sem þér getið haft. Ef allir peningar yðar eru í veðskulda eða hluta- bréfum eða öðrum eignum, getur farið svo, að þér neyðist til að selja yður í skaða, er þér þurfið á pen- ingum að halda, því jafnvel öruggustu veðskulda- bréf geta fallið í verði. En peningar í sparisjóði eru ávalt handbærir, — draga 3% í vexti — og falla aldrei í verði. Á móti sparisjóðs reikningi yðar, hvort sem hann er stór eða smár, verður tekið á öllum útibúum The Royal Bank of Canada, er varðveitir hann og veitir yður kurteisa afgreiðslu. Þessi útibú mætti tilgreina meðal hinna 22 er vér höfum í Winnipeg bæ. Portage & Arlington Portage & Good Sargent & Arlington Sargent & Sherbrook Sherbrook & Portage William & Sherbrook Th© Royal Bank of Canada Höfuðstóll og viðlagssjóður Eignir samtals rúmar — - $74,155,106. $750,000,000. |)'M»-o-<Ba»(>'^V'(>'«a»'(>'^»(>'«a»(>4aa».(>'«»().^»()4aB»(>'«a»(g I ÍSLENDINGAMOT | Þjóðræknisdeildarinnar “Frón FIMTUDAGSKVÖLDIÐ 25. FEBRÚAR 1932 I GOODTEMPLARAHÚSINU SKEMTISKRÁ: 1. Ávarp forseta. 2. Píanó Sóló 3. Kvæði 4. Ræða 5. Einsöngur 1\ 6. Fiðluspil 7. Ræða 8. 9. Einsöngur Kvæði 10. Píanó Sóló 11. Veitingar. 12. Dans til kl. 1 f. h. ar P. Jónsson B. B. Jónsson K. Jóhannesson i S. Pálmason Ragnar Inngangseyrir 75c — Byrjar kl. 8 e. h.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.