Heimskringla - 09.03.1932, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.03.1932, Blaðsíða 1
> Tort DYKRS & CLEANERS, LTD. Men's Suits $1.00 50 c CALL 31061 Sutta Hats tttfll^ Jot\ DTERS & CLEANERS, LTD. Ladies' Dresses Cloth, Wool q-* t\t\ or Jersey ............ 9 I »UU CALL, 37 061 XLVI. ÁRGANGUR. WINNTPEG MIÐVIKUDAGINN 9. MARZ 1932. NÚMER 24 ASÍUSTRÍÐINU LOKIÐ? Það getur nú vel verið, að það sé ofsagt ,að Asíustríðinu sé Iokið. Svo mikið er þó víst, að samið hefir verið um stund- ar vopnahlé, með það fyrir aug- um að koma á algerðum friði. Enda mega Kínverjar heita tap aðir og yfirunnir. Japanir gerðu stórkostlegt áhlaup um miðja síðastliðna viku, og hröktu Kínverja eins langt til baka með vopnum eins og þeir kröfð- ust ávalt, að þeir færu. Því fylgdi feikna mikið mannfaft af Kínverjum, eða um 10,000 manns, samkvæmt því er Jap- anir segja. Að vísu féll einnie' eitthvað af Japönum, en þó ekkert svipað þessu, og líkleg- ast ekki nema nokkur hundr- uð í mesta lagi. Sigurinn er þvi þeirra nú þegar. Þjóðbandalagið hefir stöðugt verið að reyna að koma á friði. Virðast Japanir aldrei hafa gef- ið því neinn gaum fyr en n* Er það ef til vill meira af því, að nú hafa þeir komið áform- um sínum fram, en hinu, að þeir hafi nokkru sinni ætlað sér að láta að orðum' Þjóð- bandalagsins, þó fréttirnar telji þá hafa kiknað að lokum fyrir áhrifum þess og afskiftum af stríðinu. En hvað sem um það er, horf- ir nú svo við, sem stríðinu sé lokið og eftir sé ekki annað en að gera friðarsamningana og bæla um leið niður óstjórn- ina í Kína. Er sagt að róstusam ara hafi orðið þar heima eftir að vopnahléð komst á, en áð- ur, og vestlægu þjóðirnar hafi orðið að koma til skjalanna til að halda þeim í skefjum, því þeir yilji friðlaust berjast. Og nema því aðeins að innbyrðis friður komist á í Kína, er ekki líklegt að .Tapanir semji fvið. and debentures), eftir mati síð- ustu ársskýrslu $3,327,288.78. í Winnipegborgar verðbréf um (registered bonds and stocks) $480,182.14. í þjóðbrautakerfis verðbréf- um (bonds and registered stock) $1,945,353.93. 1 Manitoba bændaláns verð- bréfum $2,117,412.65. Alls nema þessi verðbréf $15,- 503,081.21. Vegna þess að mjög er lík- legt, að á verðbréf þessi verði minst í kosningunum, er fyrtr höndum eru í þessu fylki, þótti rétt að sýna niönnum til minn- is, í hverju þau eru fólgin. FRÁ ALMENNA FUNDINUM. BRIAND LÁTINN. Franski stjórnmálamaðurinn heimskunni Aristide Briand, lézt a.I. mánudag í París. Hann var 69 ára gamall. Hann var oft bæði forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra Frakklands. Og síðast var hann í ráðuneyti Lavals, er fór í vet- ur frá völdum, þegar Tardieu tók við stjórnarformensku. — Varð Briand þó nokkru fyrir stjórnarskiftin að hætta stjórn- arstörfum heilsunnar vegna. Friðarmálin voru mestu á- hugamál Briands á síðari ár- um. Var hann sístarfandi að þeim, enda var hann "friðar- postuli" nefndur. Briand-Kel- logg samningurinn var eitt af hans miklu störfum á því sviði. Briand sótti um forsetastöðu á Frakklandi í síðustu kosning- um, en tapaði með litlum at- kvæðamun. Út í frá þótti það undrun sæta, svo mikils álits sem hann naut hjá öðrum þjóð- um. VERÐBRÉF FYLKISBANKANS í hvað var fé sparisjóðsbanka Manitobafylkis lagt? Samkv. skýrslu Brackenstjórnarinní'r sem lögð var fram í þinginu nýlega, er féð niðurkomið sem hér segir: Hjá fylkisféhirði $350.<>0<í no 1 Manitobafylkis verðbréfum (exchequer bonds), $7,008,- 0000.00. í Canadastjórnar verðbréfum (refunding loan bonds) $70,- 966.50. í Manitobafylkis sveitaverð- bréfum (registered stock, bonds Hann var haldinn samkvæmt því, sem auglýst hafði verið, í efri sal G. T. hússins þann 4 þ. m., til að ræða um íslend- ingadagshald á komandi sumri. og nefndin fyrir árið sem leið skilaði þar af sér til almennings skýrslum og reikningum. Forseti nefndarinnar, séra R Marteinsson, stjórnaði fundin- um, og G. P. Magnússon. ritari nefndarinnar, skrifaði fundar- gerning. Prentuð fjárhagsskýrsla frá nefndinni var afhent fundar- mönnum, og sýndi hún tekju- afgang, þá er allar skuldir voru borgaðar. Forsetinn gaf heildaryfirlit yfir starf nefndarinnar á árinu og kvað búskapinn ekki hafa gengið svo illa, er nefndin gæti sýnt tekjuafgang, þrátt fyrir alla þá örðugleika, er hefðu mætt henni á árinu og þá kreppu, sem landið væri í fjár- munalega. Kvaðst hann hafa góða von um framtíð dagsins, ef fólk vildi sýna dálítinn áhuga á málinu og aðstoða nefndina í verki hennar. Ákveðið var að halda íslend- ingadag á komandi sumri. — Komu fram raddir um það að tilhlýðilegt væri að færa daginn til og halda hann þann 26. júní í stað 2. ágúst, eins og að uir' anförnu. Urðu deildar skoðanir í því máli, og margir tóku til máls með og móti hugmynd- inni. Ekki tók fundurinn neina ákvörðun, en skildi málið eftir í höndum væntanlegrar nefnd- ar. Hefir því nefndin óbundnar hendur til að ráða, hvorn dag- inn hún tekur fyrir íslendinga- dagshald á komandi sumri. Þá lá fyrir að kjósa sex menn í nefndina fyrir yfirstand andi ár, í staðinn fyrir þá, sem búnir voru að vera tvö ár í nefndinni, en það voru þeir* Séra R. Marteinsson, séra J. P. Sólmundsson, Ágúst Sædal, Einar HaraJds, Stefán Einars- son og Fred Swanson. Það var mælst til að þessir menn yrðu áfram í nefndinni. en þeir séra R. Marteinsson, Fred Swanson og Ágúst Sædal. báðust undanþágu, og voru svo þessir kosnir í þeirra stað: Th. Hansson, Guðjón Hjaltalín og Ásbjörn Eggertsson. Skipa því íslendingadagsnefndina fyrir yf- irstandandi ár þessir: Dr. A. Blöndal Dr. J. T. Thorson G. S. Thorvaldson G. P. Magnússon Jón Ásgeirsson Björn Pétursson Séra J. P. Sólmundsson Th. Hansson Stefán Einarsson Guðjón Hjaltalfn Ásbjörn Eggertsson Einar Haralds Nefndin tekur strax til starfa SÉRA MAGNÚS J. SKAPTAS0N dáinn Séra Magnús J. Skaptason lézt í gær (þriðju- dag) um kl. 2 e. h., að heimili tengdasonar síns, dr. M. B. Halldórssonar, í Winnipeg. Hann veikt- ist fyrst s.l. laugardag, en var á fótum á sunnudag- inn. Á mánudag klæddist hann ekki. Þótti þá auð- s»*ð til hvers draga mundi, því jafnvel hans nánustu rak ekki minni til, að séra Magnús hefði ekki fötum klæðst, enda þótt heill heilsu væri ekki. - Hann var karlmenni, sem hann átti kyn til. Séra Magnús er fæddur 4. febrúar 1850, að Hnausum í Húnavatnssýslu á íslandi. Hann var því fullra 82 ára að aldri. Foreldrar hans voru Jósep Skaptason héraðslæknir og Anna Margrét Bjöns- dóttir (Olsens á Þingeyjum) Hann gekk 4 ár á lærða skólann í Reykjavík og 2 ár á prestaskólann og vígðist 1875. Árið 1876 giftist hann Valgerði Sigurgeirsdóttur, Jónssonar, prests frá Reykjahlíð. Komu þau hjón til Ameríku ásamt þrem börnum sínum árið 1887. Hann var lengi starfandi prestur Únítara hér vestra, og um þriggja ára skeið rit- stjóri Heimskringlu. Kona hans dó fyrir 26 árum síðan. en af bÖrnum þeirra lifa: Ólöf, gift dr. M. B. Halldórssyni, Anna (Mrs. Adams), Fanney (Mrs. Cook) og Jósep, öll hér vestra. Jarðarförin fer fram frá kirkju Sambandssafn- aðar á föstudaginn í þessari viku, kl. 2 e. h. Á æfistarf séra Magnúsar er hér ekki tækifæri til að minnast. í því komu fram bæði skarpar gáf- ur og sterkt viljaþrek. Það væri nóg efni í heila bók að rita um og hefir ákveðið sinn fyrsta fund miðvikudaginn 9. þ. m. G. P. Magnússon, ritari. ÝMSAR FRÉTTIR. Líberal flokkurinn nýstofnaði í þessu fylki (Liberal League of Manitoba) hefir lýst því yfir, að hann ætli að hafa þing- mannsefni í hverju einasta kjör- dæmi í fylkinu í næstu kosn- ingum. * • • Barn Lindbergh's hjónanna hefir enn ekki fundist. Ræn- ingjunum hefir í blöðunum bæði verið heitið fé (um $50,- 000) og frelsi, ef þeir skili því. en ekkert hefir frá þeim heyrst og enginn veit hvar þeir eru niðurkomnir. • * » Ákveðið hefir verið að opna Friðargarðinn, suður af bænum Boissevain í Manitoba, 14. júlí næstkomandi. Verður því sam- fara viðhöfn mikil. Stórmenni hefir verið þangað boðið, svo sem prinsinum af Wales, Hoo- ver forseta, R. B. Bennett, öll- um forsætisráðherrum fylkj- anna í Canada og ríkisstjórum Bandaríkjanna. — Friðargarður þessi er gerður af Canada og Bandaríkjunum til minningar um hina löngu og friðsamlegu sambúð landanna. Samkvæmt skýrslum frá Ot- tawa, voru tekjur sambands- stjórnarinnar yfir 11 mánuði, talið tii loka febrúar lf>32, $298,008,394. Á sama tíma ár- ið áður voru þær $322,729,407. Útgjöldin voru yfir þetta tíma- bil nú $319,170,507, en ári áður $331,243,180. Tekjurnar eru með öðrum orðum rúmum 24 miljónum dala minni en ári𠣕* ur, og útgjöldin um 12 miljón- um dala lægri. • • • Skuld Canada var 29. febrú- ar $2,336,680,273. Á sama tt'ma árið 1931 var hún $2,207,895,- 964. bréfum, með 6% prósent vöxt- um. Innan þriggja klukkustunda nam upphæðin, sem menn höfðu skrifað sig fyrir, 20 milj- ónum dala, eða fjórum sinn- um meira en farið var fram á. DAGLEGAR FERÐIR UM ÍSLAND MILLI AMERÍKU OG EVRÓPU l'm 3000 atvinnulauslr menn gerðu í gær aðsúg að Ford verkstæðunum í Dearborn í Detroit. Varð bæði bæjar- og ríkislögreglan að koma til sög- unnar, að skakka leikinn. Lauk onum þannig, að 4 af upp- hlaupsmönnum voru drepnir. — Nokkrir meiddust einnig íir liði hvorstveggja, og voru 8 af þeim lögreglumenn. Hvernig á því stendur að atlögunni var beint að Fordfélaginu, er ekki ljóst, en fána báru þó uppþotsmenn, er á var letrað: "Vér krefjumst vinnu". Fylgir sögninni, að nokkrir alkunnir kommúnistar hafi verið með í förinni. • * • Albertafylki reyndi síðast- NorSurleiSin sigrar. (Juðmundur Grímsson dómari frá Norður-Dakota, kom hing- að um daginn með Brúarfossi, ásamt frú sinni. Erlndi hans hingað er að fá leyfi til þess hjá þingi og stjórn að ameríska flugfélagið Trans- American Airlines Corporation, megi byggja hér flughöfn, loft- skeytastöð og allan hinn full- komnasta útbúnað fyrir flug- ferðir. Fái félagið slíkt leyfi hér og jafnframt leyfi hjá dönsku stjórninni til að gera flughafn- ir í Grænlandi og Færeyjum, þá er ákveðið að hefja dag- legar flugferðir milli Bandaríkj anna og Evrópu þessa leið. Um erindi Guðmundar Gríms sonar hingað, og fyrirætlanir flugfélagsins, hafa honum far- ist orð á þessa leið í viðtali við Morgunblaðið. Vilhjálmur Stefánsson er frumkvöðullinn. Fyrir löngu síðan hefir Vil- hjálmur Stefánsson bent á, að mjög væri vel hægt að halda uppi flugferðum í norðlægum löndum. Hann hefir í ritum sínum fært sönnur á, að flug gæti eins komið að notum í norðlægu loftslagi, eins og þar sem veðráttan er mildari, og þar sem reynslan hefir sýnt, að flugsamgöngur eru til hins mesta hagræðis. En Vilhjálmur hefir jafn- framt bent á þá augljósu stað- reynd, að vegaleyndin milli Bandaríkjanna og Evrópu er ekki meiri þegar farin er norð urleiðin um hafið, en þegar farið er yfir þvert Atlantshaf. En noðurleiðin er, að því leyti aogengilegri, að hægt er að hafa marga viðkomustaði á þeirri leið, því enginn áfangi yfir hafið er lengri en 500 enskar mílur. Smátt og smátt hafa menn farið að veita þessum bending- um Vilhjálms Stefánssonar eftirtekt. Rannsóknir Trans-American Airlines Corporation. öllum er í fersku minni flug Cramters í sumar, er ihann flaug yfir Grænlandsjökla, og hingað, en fórst nokkrum dög- um seinna við Orkneyjar. Það var þetta félag, Trans-Ameri- caö Airlines Corporation, sem gerði Cramer út. Seinna sendi sama félag Preston til að rann- saka þessa flugleið. — Preston fór aldrei lengra en til Norður- Canada .Stjórn félagsins fanst óþarfi að láta hann fara lengra, því Cramer hafSi fært sönnur á, að leiSin væri fær. Um 50,000 dollara hefir fé- lag þetta eytt í að rannsaka flugleiðir þessar, og skilyrði fyrir flugsamgöngum þessa leið. Og nú er þeirri rannsókn svo langt komið, að félagið telur fullvíst ,að flugsamgöngurnar séu framkvæmanlegar. T"~~- félagið valið Vilhjálm Stefáns- son sem einn meðráðamann sinn viðvíkjandi flugferðum þessum. Það kom til orða, að hann kæmi hingað, til þess að leggja þetta mál fyrir þing og stjórn. En hann hafði ekki tíma til þess, er til kom. Rannsóknum lokið. Nú er flugfélagið tilbúið til verklegra framkvæmda til und- irbúnings flugferðunum milli Bandaríkja og EvTÓpu, um Canada, Grænland, Island og Fræeyjar. Undir eins og feng- in eru leyfi þessara landa til að byggja flughafnir, verður byrjað á að gera hafnirnar og önnur nauðsynleg mannvirki. Búist er við því að flugferð- irnar geti hafist þessa leið, eftir 2—3 ár. LeiSin. Flugleiðin á að vera þessi: Frá Detroit, skamt frá Chi- cago, norður eftir Canada, beina leið, langt frá austur- ströndinni, yfir Hudsonsund, Baffinssund, yfir Davissund til Grænlands, yfir Grænlands- jökul nokkru norðar en ís- land, til fslands, Færeyja og Shetlands, en þar eiga leiðir að greinast til Englands og Noregs, en aðalleiðin fær enda- stöð í Höfn. Er Höfn valin sem endastöð, vegna þess hve miðsvæðis hún liggur við ferð- um til meginborga álfunnar. Með því að leggja leiðina norður Canada, langt frá aust- ur ströndinni og nokkuð norð- arlega ylfir Grænland, Josna flugmenn svo vel sem unt er við þokur. Millistöðvar Ætlast er til, að leið þess- ari verði skift milli 10 áfanga- staða, og verði fullkomin flug- höfn á hverjum stað, með öll- um þeim útbiinaði, sem að gagni getur komið. Veður- stofur verða bygðar, þar sem þær eru ekki fyrir, og loft- skeytastöðvar. Ætlast er til þess, að skift verði um flug- vélar og flugmenn í hverri stöð, svo hver flugmaður fljúgi aðeins einn áfanga. Frá veðurstofunni fá flug- menn veðurfregnir meðan þeir eru á flugi, enda verða þelr í stöðugu loftskeytasambandi við stöðvar félagsins. Ætlast er til, að ávalt sé flugvélar til taks á hverri stöð til hjálpar, ef einhver flugvél barf að setjast milli áfanga- staða. — Vélarnar verða með þrem mótorum, og með flot- holtum, þær sem yfir sjó fara, en með hjólum og skíðum, þær sem fara yfir land. Að sjálf- sögðu verða aðeins notaðar Menn veita því alment ekki I liinar öflugustu og bestu flug- eftirtekt, að leiðin milli Chi- cago og London er um það bil hálfnuð, þegar flugmenn- irnir leggja upp-^rá Ameríku- strönd yfir til Grænlands. En um leið og rannsökuð er norðurleiðin milli Ameríku og Evrópu, er og rannsökuð norð- urleiðin milli Ameríku og Asíu. — Lindbergh hinn frægi fór liðna viku að taka 5 miljón norðurleiðina til Asíu í sum- dala lán, með sölu á fylkisverð- ar. vélar, og alt gert sem hægt er, til þess að sjá farþegum og flutningi sem best borgið. Daglegar ferSir. Flugferðir þessa leið eiga að verða daglegar, þannig, að fluga leggi upp á hverjum degi frá hverri endastöð. Flugið milli Detroit og Hafnar, á að taka um 48 klst. En ef það Prh. á 5 bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.