Heimskringla - 09.03.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 09.03.1932, Blaðsíða 2
1. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 9. MARZ 1932. ÞRETTÁNDA ÁRSMNG ÞJOÐRÆKNISFELAGSINS FUNDARCERÐ. \ Þegar forseti hafði lokið ræðu sinni, bar dr. Rögnvaldur Pétursson fram til- lögu, og Mrs. Byron studdi, að forseta væri þakkað á viðeigandi hátt fyrir aitt ítarlega og greinargóða erindi, og reis þá þingheimur upp úr sætum sínum og þakkaði ávarpið með lófataki. Tillaga kom frá'dr. Rögnv. Péturssyni studd af Mrs. Byron, að forseti skipaði þriggja manna kjörbréfanef'nd, Samþykt. Forseti útnefndi þá Ragnar Stefánsson, Guðmund Jónsson frá Vogar og Ásgeir I. Blöndal frá Wynyard. Meðan kjörbréfanefnd starfaði, var þingstörfum haldið áfram, og ritari fé- lagsins ,dr. R. Pétursson, las eftirfar- andi skýrslu sina: Ritaraskýrsla 1931—2. A þessu síðastliðna ári hefir stjórn- arnefnd Þjóðræknisfélagsins setið 13 fundi, er haldnir hafa verið á þessum stöðum: 1 fundarsal Jóns Bjarnasonar skóla, 11; að heimili ritara, 2. Fundina hafa nefndarmenn sótt eftir beztu föng- um, þegar athugað er, að sumir þeirra hafa búið utan bæjar og í nokkurri fjarlægð við fundarstað. Einn fund sátu 5 nefndarmenn, þrjá fundi 6, einn fund 7, sjö fundi 8, einn fund 9. Verður jafn- aðartala á fundarsókn sem næst 7|. Mál þau er þingið afgreiddi í hendur i nefndarinnar, hafa öll verið tekin til umræðu á fundum. Nokkur hafa verið afgreidd og frá þeim gengið eftir þvi sem nefndin átti kost á. öðrum hefir verið íylgt eftir og komið í ákveðnara og skipulegra horf enþau voru í þegar nefnd- in tók við þeim, þó eigi hafi orðið auðið að ganga frá þeim til fulinustu. Haia þessi mál sérstaklega tekið upp mikinn hluta af tíma og starfi nefndarinnar. Þá eru nckkur, er nefndin hefir eigi getað unnið úr cg skilar til baka til þings- ins aftur að mestu leyti í sömu skorð- um og hún tók við þeim. Meðal þeirra mála, er afgreidd hafa verið, má nefna þessi: 1. Verðlaunabikar, er þingið 3amþykti að gefa og fela íþróttafélaginu Fálkan- um til varðveiziu. Um bikar þenna skal kept á Hockeymótum að vetrinum, og hlýtur sá íþróttaflokkur hann ár hvert, er hæsta sigurvinninga ber úr býtum frá þeim leikmótum. Nefndinni kom strax saman um, að bikar þessi skykli vera með sérstakri gerð, er minti á gefand- ann. Þótti bezt við eiga að Þjóðræknis- félagið gæfi drykkjarhorn í fornum stíl, silfurbúið og þannig skreytt, að vel mætti sæma við hlið annara verðlaunagripa. Stóð sérstök nefnd fyrir smíði bikars- ins. 1 nefndinni voru W. J. Jóhannsson, P. S. Pálsson og forseti. Var smíðinni lokið og bikarinn formlega afhentur 15. apríl s.l. 2. Rithöfundasjóður. — Sjóður þessi var stofnaður, lagðir til hans $100 úr félagssjóði, og það gjafafá, er nefndinni hefir borist á árinu. Mun frá því skýrt i skýrslu féhirðis. 3. Fjárveitingar. — Þær fjárveitingar er þingið ákvað, hefir nefndin greitt, og er frá þeim skýrt í skýrslu féhirðis. 4. Tímaritið. Frá þvi hefir nefndiu gengið, séð um útgáfu þesa og prentun. Verður það til útbýtingar síðar á þing- inu. 5. Innheimta. Hana hefir nefndin annast eftir þvi sem kostur var á. Samdi hún snemma á árinu um greiðslu á því bóka-andvirði, er félagið átti inni hjá umboðsmanni þess í Reykjavik. Ver iur það goldið í bókum, er scnd;<r vei sínum tima til skjalr.varðar fclagsins. Ctbreiðslumál. I eöli sínu ve þa 'ál aldrei afgreitt meðan nokkur lsl_iidingur i álfunni stendur utan við Þjóðræknisfélagið. En að svo miklu leyti sem ástæður hifa leyft, hefir nefndin gengið frá hvi, sem henni var falið að gera í því efni, á þessu ári. Tvö ei hafa verið flutt, sitt af hvorum, forseta og rítara, í þarfir þefsa máJs. Leitað hefir verið eftir þvi við einstaklinga og ýmiskonar íí-lenzk félög, að þau gengju í Þjóðrækni fólagið. Hefir það borið þann árangur, að sum þeirra standa nú nær Þjóðræknisfélaginu en áður. Tillaga hefir verið samin, er lögð verður fyrir þingið, um upptöku einstakra félags- heilda í Þjóðræknisfélagið, og ve það lagt í vald þingsins, hvað því v rð- ist að gera við hana. Ferðir í útbreiðslu- erindum hafa ekk; v?rið fartiar, og olli því aðallega hið erviða árferði, sem yfir stendur. Aftur á móti hefir nefndín sam- ið við prófessor Sigurð Nordal, er nú dvelur við Harvard University í Cam- bridge, Mass., sem Charles Eliot Ncrt.on Professor of Poetry, að hann komi hing- að til bæjar í lok næ;;ta mánaðar og flytji hér erindi á vegum félagsins. Þá hefír og nefndin látið 'prenta aramóta- k';rt 05 sent þau öllum félagsmönnum utan borgarinnar. Mál þau er nefndin hefir ekki getað gengið frá til fullnustu eru einkum tvö: 1. Viðskiftamál við Island. Tillaga afgreidd frá þinginu í fyrra, fór fram á það, að þess yrði farið á leið við Canada- stjórn, að komist gætu á verzlunarvið- skifti við Island, og að skipaður yrði héðan viðskiftaumboðsmaður, er búsett- ur væri í Reykjavik. Máli þessu hreyfði nefndin á síðastliðnu vori við Hon. H. H. Stevens verzlunarmálaráðherra Canada, og tók hann því líklega. óskaði hann upplýsinga um vörukaup og vöruút- flutning frá Islandi. Eftir upplýsingum þessu viðvíkjandi var skrifað til Hag- stofu Islands, og honum sendur útdrátt- ur úr þeirri skýrslu, er nefndinni var send. Máli þessu er ekki lengra komið, en byrjunin er hafin. 2. Námssjóðsmálið. — Mál þetta hefir verið höfuðmál nefndarinnar á þessu ári, og á það verið eytt afar miklum tíma. Það hefir verið til umræðu á hverjum fundi, og má sejjja að því haf; þokað á árinu úr vonleysi og upp í sæmilega vissu um, að Canadastjórn efni það óákveðna loforð, er gefið var í maí 1930. Farið er frarn á, að Canadaríki setji til síðu $25,000 sem stofnsjóð, er af sér gefi ár- lega sem svarar $1250.00. Sjóðurinn sé heiðursgjöf til hinnar íslenzku þjóðar á 1000 ára afmælishátíð Alþingis. Fyrverandi og núverandi forsætisráð- herra hafa báðir heitið góðu um, að ganga frá þessu máli samkvæmt óskura nefndarinnar. Langt er frá því að mál þetta sé útkjáð enn, en lengra er því komið en þegar nefndin tók við því á síðasta þingi. Helzta málið, er nefndin hefir ekki fundið úrlausn á, er hið svonefnda Bókasafnsmál. Er því nú skilað aftur til þingsins á sama stigi og það var, þegar það var fengið nefndinni á síðasta þingi. Ymiskonar fieiri mál hafa komið fyrir nefndina á þessu síðastliðna ári. Verður frá þeim skýrt annars3taðar, og því á- stæðulaust að geta þeirra hér. Frekari greinargerð þýðir þá ekki að gera fyrir störfum nefndarinnar. Er hér að því helzta vikið, er á fundum henn- ar hefir gerst ,og fundaefnin dregin sam- an. Rögnv. Péíursson, ritari. Corl Thorlnksoon gerði þá athugasemd v*ð skýrslu ritara, að verðlaunabikar sá, sem um getur í skýrslunni, hafi eigi verið afhentur íþróttafélaginu Fálkan- um. Gaf forseti þá skýringu, að bikar- inn sé eign Þjóðræknisfélagsins og verði aðeins afhentur til umkepni. Þá kom fram t'llaga frá Bjarna FMnns- syni, studd af Arna Eggertssyni, að skýrsla ritara sé þökkuð og viðtekin. Samþykt. Var þá útbýtt meðal þinggesta fjár- hagsskýrslu Þjóðræknisfélagsins, og var skýrsla Skjalavarðar og fjármálaritar. 1 lesin upp af herra ólafi S. Thorgeirssym bóksala, en féhirðir félagsins, herra Árni Eggertsson, las upp reikning yfir tekjur o"- gjöld Þjóðræknisfélagsins og yfirlit yfir sjóðeignir þess. Jón J. Húnfjörð frá Brown gerði til lögu, og Asgeir Blöndal studdi, að fjár hagsskýrslunum verði visað til væntan legrar fjármálanefndar. öamþykt. Þá las ritari, dr. Rögnv. Pétursso.i upp eftirfarandi skýrslur frá deildum f élagsins: Araskýrsla deildarinnar "Iðunn", Leslie, Sask. Þióiýræknisdeildin "Iðunn", að Leslie, Sask., hafði 4 starfsfundi á árinu og 3 stjórnarnefndarfundi. Stóð fyrir 3 skemti- komum og kveðjusimsæti fyrir hr. Björgvin Guðmundsson tónskáld. Bóka- saín deildarinnar telur yfir 300 bindi, og hafa bæzt við á árinu um 20 bindi. Má telja bókasafnið bæði gott og mikið. — T'cðlimum hefir fækkað þetta ár, aðeins 19 borguðu tillag. Deildin sá sér ekki fært að hafa Þorrablct, eins cg að undanförnu. Hefir þafl í för með sér mikla fyrirhöfn og rnikið framlag, sem aðallega hefir kom- ið á íáa meðlimi deildarinnar, sem vilj- ugasíir hafa veri5 og ir.estan áhuga bor- iV fyrir fél:i;;sskupnum. Þótti það alls ekki gcrandi, að leggja neinum það á herOar í þessu ailsieysisári. Þótt deildin hafi ekki starfað mikið fe'.ta á", & hún enn innan sinna vé- banda góða Islendinga. er unna mest því, sem íslenzkt er, en hafa þó jafn- framt reynst góðir borgarar hér i Can- ada, og starfað að hérlendum félagsskap engu síður. I.Ieð heillaóskum til Þjóðræknisfélags- ins. I umboði deildarinnar, R. Arnason, ritari. Hagskýrsla þjóðræknisdeildarinnar "SnæieH", C'hurchbridge, Sask. Deildin hefir starfað með líkum hætti og undanfarin ár. Meginstarfið lotið að því að auka og efla bókasafn félagsins, og meirihlutanum af tekjum félagsin^ varið til bókákaupa. Safnið er nú í tveimur deildum. Er önnur fyrir suður og au3turhluta bygð- arinnar, bókavörður Magnús Hinriksson, en hin fyrir norður- og vesturhlutann, bókr.vörður Gteli Markússon. Samkvæmt skýrslum bókavarðanna, höfðu verið lán- í 260 bindi úr bókasafninu á ár- inu. Tveir starfsfundir hafa verið haldnir á árinu og gengist fyrir tveim skemti- samkomum. Auk þess starfaði félagið, ásamt öðrum félögum bygðarinnar, að undirbúningi hinnar árlegu þjóðminn- ingarsamkomu (Islendingadagsins). Aðalfundur var haldinn 25. jan. s. 1. Kom þá^i ljós að deildin telur 20 góða og gilda meðlimi. Tekjur urðu $96.00, en í sjóði hjá fé- hirði við árslok $23.00. Stjórnarnefnd: Forseti, K. Jónsson; ritari, E. Sigurðsson; féhirðir, F. G. Gíslason. 20. febrúar 1932. Einar ÍSigurðsson, ritari. Skýrsla deildarinnar "Fjallkonan" Wynyard, Sask. Wynyard, Sask., 23. febr. 1932. "Dauft er í sveitum, hnípin þjóð 1 vanda", hefir átt við um þe;;sa bygð í þessu síðastliðna ári, eigi síöur en aðra parta þessa lands. Uppskeruleysi, at- vinnuleysi og verðleysi á öllum bsenda- afuröum, hefir dregið mjög úr kröftum og framtakssemi manna, og hefir okkar íslenzka félagslíf eigi farið varhluta af þeirri lömun, sem slík vandræði og von- leysi hafa í för með sér. Þó má fullyrða, að deildin hér, "Fjallkonan", hefir verið með furðanlega góðu lífi þetta síðasta ár. Má það að miklu leyti þakka elju og árvekni forsetanna beggja, er að þessu sinni voru konur, þær frú Halldóra Sig- urjínsson, er var forseti, og frú Halldóra Gíslason, er var varaforscti. Hafa þær ávalt sýnt hinn mesta dugnað í öllum fé- lagsmálum, og það ekki sízt, þegar þær fundu, að ábyrgðinni var að miklu leyti varpað á þær. Fundir voru hafðir reglulega á hverj- um mánuði, og nefndarfundir þess á milli. Auk starfsmála var reynt að hafa eitt- hvað til skemtunar og uppbyggingar á flestum fundum, annaðhvort upplestur, ræður, kappræður, eða eitthvað því líkt, og æfinlega hinar ágætustu veitingar að endingu. Er óhætt að fullyrða, að sá lið- ur skemtiskrárinnar er metinn af öllum. Islendingadagshald, er fór fram 31. júlí, annaðist deildin eins og að undanförnu. Fór það hátíðahald sæmilega fram, þó að aðsókn væri nokkru minni en að und- anförnu. Stjórnaði hr. Björgvin Guð- mundsson söngflokki allstórum, og var það síðasta verk hans hér vestra, áður en haan flutti heim til ættjarðarinnar. Alít eg ekki úr yegi að geta þess hér, hvern drengskap Björgvin sýndi þessari bygð að skilnaði. Var nefndin, sem há- tíðarhaldið átti að annast, ærið kvíðafull yfir fjárhagsútkomu dagsins, og þorði naumast að ráðast í að ráða söngstjóra, en Björgvin fullvissaði nefndina um, að sér væri það jafnmikil ánægja að ann- ast um sönginn hér að þessu sinni, hvort sem þóknun sín yrði mikil eða lítil, eða jafnvel alls engin. Fór þó svo, að deildin gat sýnt ofurlítinn lit á að þókna honum fyrir starf sitt, $50.00, og eru það lítil laun fyrir mánaðarstarf. Gekst deildin síðan fyrir kveðjusamsæti fyrir Björg- vin, er haldið var sunnudaginn 2. ágúst. Var það hið ánægjulegasta og kom þar stór hópur af vinum og vandamönnum Björgvins, bæði innan og utan deildar. Voru allmargar ræður haldnar, og báru allar vott um hinn mesta hlýleik og að- dáun á Björgvin, bæði sem listamanni, og þó eigi síður sem bezta drengi. Nýmæli má það telja hér í deildinni. að samkepni var höfð fyrir börn og ung- linga í islenzkulestri og framsögn. Fór samkepni sú fram á samkomu, er haldin var & sumardaginn fyrsta síðastliðið vor. Tóku 16 börn þátt í samkepninni, og var þeim skipt í fjórar deildir, frá 5 til 17 ára, með þriggja ára aldursbili. Verð- laun voru veitt þeim börnum, er bezt gerðu, $15.00 alls. Má fulyrða að öll börnin leystu starf sitt sæmilega af hendi og sum ágætlega, og hefir deildin því fullan áhuga á að halda þessari sam- kepni áfram, ef möguleikar leyfa. Markverðasta sporið, er stigið hefir ve'rið á árinu er það, að byrjað var að segja börnum til í íslenzku. Var það starf byrjað með nóvembermánuði, og er einni klukkustund á hverjum laugar- degi varið til þess. Sýndi skólastjórn bæjarins þá velvild ,að lána tvö her- bergi í skólahúsi bæjarins til kenslunn- ar endurgjaldslaust. >ðsókn að skólan- um er nokkuð misjöfn, og mun fara nokkuð eftir því, hvað er um að vera í bænum um það leyti, sem skólinn stendur yfir. Flest munu börnin hafa verið í einu um 80, en fæst um 20. Steinþór Giltinlaugsson er var mörg ár barnakennari heima á gamla landinu, hefir yfirumsjón með starfinu, og er það drjúgur starfsauki að leggja á sig fyrir ekkert. Naumast er að búast við miklum sjáanlegum árangri af þessu starfi eftir fáeinar vikur. En ef hægt væri að halda því áfram í tvö eða þrjú ár, myndi hér verða mikið af ungu fólki, er væri reglulegir hestar í Ts- lenzku. Bókasafn hefir deildin allstórt, en lít- ið hefir verið fengið af nýjum bókum á árinu. Aftur á móti hefir nokkru fé verið varið til bókbands, og á þann hátt ýmsar góðar bækur varðveittar frá glötun. Ekki man eg eftir fleiru að sinni, er sérstaklega snertir deildina hér. Sendir svo deildin þinginu sínar kær- ustu kveðjur, með von um friðsama og heillavænlega starfsemi. Jón Jóhannsson. Skýrsla fjármálaritara "Fróns". 5. febr. 1932 Meðlimatala 1. febr. 1931................ 239 Nýir meðlimir ...................................... 5 244 Sagt sig úr deildinni ............................7 Dánir á árinu .................................... 3 Skuldað sig úr deildinni .................... 7 — 17 Meðlimatala 5. febr. 1932 ................ 227 Hagskýrsla yfir meðlimagjöld. Fyrir árið 1932 hafa borgaS ............ 18 Fyrir árið 1932 skulda .................... 109 Fyrir árin 19331—1932 skulda ........ 40 Fyrir árin 1930-1931-1932 skulda .... 49 Fjjrir árin 1929-1930-1931-1932 skulda .................................................. 11 Félagatal ............ 227 Innheimt fé og skilað féhirði frá 3. febrúar 1931 til 5. febrúar 1932: Meðlimagjöld ....................................$142.60 Kennaralaun frá foreldrum ............ 43.50 Agóði af Islendingamótinu............ 110.71 Barnasamkoma ....................!........... 4.80 Meðtekið frá Þjóðræknisfélaginu 200.00 Samtals ........................$501.61 Jón Asgeirsson. Skýrsla umferðakennara þeirra er þjóðræknis- deildin "Frón" í Winnipeg réði til far- kenslu barna og unglinga hér í borg á þessum yfirstandandi vetri. Leggist hún með öðrum starfskýrsluni "Fróns" fram fyrir forseta og stjórnar- nefnd aðalfélagsins á næsta ársþingi. Kensla þessi hófst ekki að þessu sinni fyr en þann 1. desember 8.1., og er það hálfum öðrum mánuði seinna en ætlast hefir verið til undanfarið, og ákveðið var í fyrstu að kenslan ætti að hefjast með byrjun nóvembermánaðar, og standa til marzloka. Horfir það sízt vænlega, ef svo skal stytta kenslutímann ár frá ári, og er tæplega of mikils árangurs að vænta, þótt honum væri haldið í því horfi, sem fyr3t 'var. Stjórnarnefnd "Fróns" ákvað þá, er svo var málum farið, að ráða þrjá far- kennara í stað tveggja, er ávalt hafa verið undanfarið. Var með réttu svo á.litið, að þeir mundu geta haft stærra starfssvið oj komið fram meira verki til framfar i Hafði það þá, eins og að líkum lætur, nokkru meiri kostnað í för með sér. Þó hefir sú raun á orðið, að tala barnanna hefir síður en svo aukist I ár. Eru jafnvel nokkru færri börn nú, en verið hefir áður með aðeins tveimur kennurum. Má sjálfsagt telja með öðr- um ástæðum deyfð þá og kreppu, ssm öllum er kunnugt um að ríkir nú hér á öllum sviðum, og er líklegt að það valdi meira en þverrandi áhuga fyrir máli pes3u. Hvað kenslu þessari viðvíkur að öðru leyti, er þess að geta, að hún hefir hald- ist í líku formi og áður. Sömu erfiðleik- arnir, er stafa, eins og áður hefir verið á minst, af skorti á hentugum kenslu- og lestrarbókum fyrir börn, og yfir höf- uð tilfinnanlegum skorti á íslenzkum bókakosti meðal íslenzks almennings hér vestra. Winnipeg 23. febr. 1932. Virðingarfylst, Ragnar Stefánsson. Skýrslii deUdarinnar "Brúin", Selkirk, fyrir árið 1931. Deild þesis telur nú 73 meðlimi. Af þeim eru 68 fullorðnir, 3 unglingar og 2 börn. 8 starfsfundir og 5 skemtifundir hafa verið haldnir á árinu, og hafa þeir fund- ir verið dável sóttir. 80 unglingum hefir verið kend Is- lenzka undir stjórn frú Rakelar Maxon, og samkvæmt skýrslu kenslunefndai- deildarinnar, þá hafa þessar kenslustund- ir verið dável sóttar og árangur af því starfi sérstaklega góður. Nú í vetur hefir deildin aftur ráði5 Mrs. Maxon til að kenna íslenzku, jj; hefir hún álíka marga nemendur og i fyrra. Samkvæmt skýrslu féhirðis deildarinn- ar, þá eru inntektir og útgjöld á árin 1 sem fylgir: Inntektir: Iðgjöld .....................................*.........$ 50.50 Inntektir fyrir tombólu ................ 105.Qi Tillag frá aðalfélaginu ................ 50.00 Aðrar inntektir ................................ 9.90 I sjóði frá fyrra ári ........................ 41.55 Aus ..................................$257.58 tttgjöld: Húslán...............................................$ 4300 Kostnaður við tombólu ................ 22.85 Meðlimagjöld ......... "33.15 Islenzkukensla ................. 68.00 Annar kostnaður ............................ 32.25 AUs ............$199.25 I sjóði 1. jan. 1932 ............................$ 58.33 Th. S. Thorsteinsson, skrifari. Jón J. Húnfjörð flutti munnlega skýrslu fyrir deildina Island í Brown. Lýsti hann hag deildarinnar þolanlegan og bar kveðju til þingsins. Asmundur P. Jóhannsson gerði tillögu og Sig. Vilhjálmsson studdi, að skýrslur deildanna væru viðteknar, og var það samþykt. Þá bar Asmundur P. Jóhannsson fram tillögu um það, samkvæmt tilmælum fjármálaritara og féhirðis, að þeim væri leyft að innheimta aftur fjárhagsskýrslu sína áður en hún færi til væntanlegrar fjármálanefndar, og gera við hana ýms- ar nauðsynlegar leiðréttingar, með þvi að bersýnilegt væri að ýmsar prentvill- ur væru í skýrslunni. Taldi hann þetta mundi verða til fyrirgreiðslu störfum OF MIKIL ÞVAGSÝRA er mjög algeng orsök fyrir gigt, Sciatica og bakverk. Séu nýrun í ó- lagi, safnast fyrir of mikil þvag- sýra. Takið inn Gin Pills, er strax veita bót, meðan nýrun eru að kom- ast aftur í lag. 218 oxisr TOTT Y Ær JiJuui vmm r'»M*k-.'iiniir. c ' þingsins. Séra Jóh. P. Sólmundsson tók í sama streng. Tillagari var studd af Halldóri Gíslasyni frá Leslie, Sask., og samþykt í einu hljóði. Þá kom fram tillaga frá Rögnvaldi Péturssyni, studd af séra Benjamín Kristjánssyni, að forseta sé falið að skipa dagskrárnefnd og fjármálanefnd, þrjá menn í hvora. Samþykt. Skipaði þá forseti í dagskrárnefnd: Dr. Rögnvald Pétursson, Arna Eggertsson og Hjálmar Gíslason. I fjármálanei'nd: Asmund P. Jóhannsson, Bergþór E. Johnson og Bjarna Dalman. Með því að liðið var fast að hádegi, kom frarn tillaga frá dr. Rögnvaldi Pét- urssyni, studd af séra Benjamín Kristj- ánssyni, að hafa fundarhlé til kl. 2 e. h. Samþykt. » * » Fundur hófst að nýju kl. 2 e. h. mið- vikudaginn 24. febrúar 1932. Fundar- gerð siðasta fundar var lesin upp og samþykt. Þá hafðl kjörbréfanefnd lokikð störf- um sinum og lagði hún fram svohljóð- andi álit: Kjörbréfanefndin hefir yfirfarið heim- ildarbréf fulltrúa, sem mættir eru á þingi frá hinum ýmsu deildum Þjóð- ræknisfélagsins, og hefir fundið þessa kosna, samkvæmt lögum félagsins: Fyrir deildina "Island" í Brown, Man., Jón J. Húnfjörð, 9 atkv. Fyrir deildina "Fjallkonan" í Wyn- yard, Sask., Asgeir I. Blöndal 16 atkv. Fyrir deildina "Iðunn" i Leslie, Sask., Halldór Gíslason 7 atkv. Frá dei\dinni "Brúin" í Selkirk, Man, eru mættir þrír fulltrúar, með heimild til að fara með 19 atkvæði hver, þau Bjarni Skagfjörð, Mrs. Sigurbjörg Johnson og Th. S. Thorsteinsson Nefndin leyfir sér að benda þinginu á, að heimildarbréf síðast nefndra full- trúa, eru eigi undirskrifuð af forseta og skrifara deildarinnar "Brúin", og því eigi í samræmi við 21. gr. grundvallar- laga Þjóðræknisfélagsins. A þjóðræknisþingi, 24. febr. 1932. Asgeir I. Blöndahl, Ragnar Stefánsson Guðm. Jónsson. Eftir að nefndin lauk starfi, bættust . við til þingsetu frá deildum: Séra Guðm. Arnason, Oak Point, Jón Einarsson, Lundar, Hjálmur Þorsteinsson, Gimli. Mrs. Halldóra Gíslason, Wynyard. ^ Dr. Rögnvaldur Pétursson gerði tillögu um að álit kjörbréfanefndar væri sam- þykt, og að fundurinn samþykki einnig heimildarbréf fulltrúanna þriggja frá Sel- kirk, með því að bersýnilegt væri, að það væri einungis af misgáningi, að bréf þeirra væri ekki undirrituð af forseta og skrifara deildarinnar. Jón J. Húnfjörð studdi tillöguna, og var hún samþykt. Þá hafði dagskrárnefnd lokið störfum og lagði til að eftirfylgjandi dagskrá sé fylgt á hinu yfirstandanda þjóðræknis- þingi: 1. Þingsetning. 2. Skýrslur embættismanna. 3. Ko3ning kjörbréfanefndar. 4. Kosning dagskrárnefndar. , 5. Kosning fjármálanefndar þingsins. 6. Skýrslur frá standandi nefndum. 7. Crtbreiðslumál. 8. Fræðslumal. 9. Sjóðstofnanir. 10. Tímaritið. 11. Bókasafn. 12. Ný mál. 13. Kosning embættismanna. 14. ölokin störf. Jón J. Húnfjörð lagði til, og Friðrik Sveinsson studdi ,að þessi dagskrá væri viðtekin, og var það samþykt. Frh.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.