Heimskringla - 09.03.1932, Side 4

Heimskringla - 09.03.1932, Side 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 9. MARZ 1932.. I^ieimskringla (StofnuB, 1SS6) Kemur ut á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 og SS5 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: S6 537 VeríJ blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáBsmaður TH. PETURSSON S53 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 653 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA ■ 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 9. MARZ 1932. HVERJUM AÐ KENNA? Hverjum var það að kenna, að spari- sjóðsbanki Manitobafylkis varð að hætta störfum? Ef til vill verður þeirri spumingu senn svarað. Andstæðingar Brackenstjómar- innar á þinginu munu fara fram á, að nefnd verði kosin til þess að rannsaka það mál. S. J. Farmer hefir að minsta kosti nú þegar látið svo mikið á sér heyra, að hann muni krefjast slíkrar rannsóknar. Við svörum frá þeirri nefnd, ef nokk- ur verður skipuð, er þó ekki hægt að búast fyr en að þre«i mánuðum liðn- um. Fyrst um sinn verðum við því litlu nær, jafnvel þó ráð sé gert fyrir, að eitt- hvað verði á rannsókninni að græða. Bollaleggingar um það, hverjum um fail bankans sé að kenna, munu því ekki úr sögunni. Sama daginn og það varð ljóst, að bankinn hætti störfum, kendu bæði ensku dagblöðin sambandsstjórninni um það. f>ó rök væru engin fyrir því færð, má búast við að á það hafi verið litið af mörgum, er þetta lesa, sem óbrigðulan sannleika. “Það stendur í ensku blöðun- um," sögðu margir við oss. Og það var auðvitað eitthvað annað, en ef það hefði í íslenzku biöðunum birzt! En hvað sem því h'ður, var þetta viturleg leið, sem blöðin fóru. Þegar ekki er hægt að kenna vissum manni um ein eða önnur óhöpp, sem orðið hafa, er ávalt vinsælasta ráð- ið að kenna stjómunum um það. Blöð hafa aldrei tapað kauppendafcölu sinni fyrir það, að bera sakir á stjómir! Síðar skýrðist samt málið ögn fyrir öðru blaðinu, því, sem ekki fylgdi Brack* enstjórninni að málum. Hélt það þá stjórnendum bankans eitthvað um þetta einnig að kenna, en það var í raun réttri hið sama og kenna það Brackenstjóm- inni. Ekki gat það heldur ýft skap fjöld- ans, svo við það var ekkert að athuga. Það var og sízt sönnu fjær en fyrri stað- hæfingin. En er nú nokkrum fleirum um fall bankans að kenna? Nei. Um það hafa dagblöðin ekkert sagt. Og þá getur það heldur ekki verið. Hvernig var það með þá, sem fé áttu geymt í bankanum. Sjaldan höfum vér eftirtektarverðari, eða oss liggur við að segja aumkvunarverðari sjón séð en þá, er almenningur var að ryðjast inn í bank- ann síðasta daginn, sem hann var opinn. Og svipuðu hafði þá farið fram næstu dagana áður, þó í smærra stíl væri. Þrátt fyrir það, að því hafði verið lýst yfir af fyikisstjóminni, að þeir sem fé ættu í Jaankanum hefðu ekkert að óttast, og fylkið ábyrgðist þeim hvern eyri, sem bankinn geymdi fyrir þá, héldu menn hugsunarlaust áfram að rífa inneignir sínar út úr bankanum. Allur hópurinn einblíndi á peningaskápinn, og hver rudd- ist á rönd sem mest hann mátti fram til þess að verða fyrstur að ná sínu. Ekkert var um það hugsað, að jafnt hlyti yfir alla að ganga, ef um tap væri að ræða. Fyrir almenningi hefir hlotið að vaka það eitt, að hinir síðustu skyldu einir tapa öllu. Annars hefði þessi sjón ekki fyrir augu borið. Af hverju stafaði þessi framkoma? Vér búumst við, að það verði ekki vin- sælt frá því að segja. En leynir sér það lengur, að þar er hugsunarleysi eða blátt áfram heimsku þeirra um að kenna, er fé sitt áttu geymt í bankanum? Enginn banki er svo sterkur, að hann geti straum af því staðið, ef allir, sem « fé sitt eiga geymt hjá honum, taka það á fáum dögum úr bankanum. Bankarnir lána féð út með hærri vöxtum en þeir greiða. Annars gætu þeir ekki greitt neina vexti. En það fé er ekki í bank- anum hvenær sem er. Hvað góð sem lántryggingin skoðast, er aldrei fyrir- varalaust hægt að innkalla alt lánið. Og þessi varð raunin á hér. Alt of margir af þeim, sem fé sitt áttu geymt í sparisjóðsbankanum, heimtuðu það greitt sér á mjög stuttum tíma. Það gat ekki góðri lukku stýrt. Manitobafylki ábyrgðist lánin og var það eins góð trygging og hægt var að hugsa sér. Ekkert var því að óttast, og enda þótt svo hefði verið, lsættu ekki þessar áminstu aðfarir neitt úr skák. Vér eigum enn eftir að koma auga á gleggra dæmi en þetta af því, hve húgsunarlausan ef ekki óupplýstan al- menningur sýndi sig með þessu. Flestu öðru fremur varð bankinn vegna þessa að súpa hinn súra bikarinn. Og ætli að það sýndi sig ekki í fleiru, að rekja má til þessarar sömu rótar, heimsku almenn- ings, margt sem á þessum tímum hefir úr skorðum gengið, ef gaumgæfilega væri athugað? Það væri líklega farsælast, að hafa þó ekki hátt um það. Það heyrir ef til vill ekki til kröfunni, sem almenning- ur gerir stundum til blaða um það, að segja allan sannleikann. Skal því kvæð- ið hér niður detta. LAURIER OG SAMSTEYPUSTJÓRN. Var Sir Wilfrid Laurier með samsteypu stjórnmáiaflokka á nokkrum grundvelli? Það er spurningin, sem nýtt blað, sem kallar sig “The Liberal Standard’’, legg- ur fyrir alla liberala í Manitoba. Þetta nýja blað er stofnað af þeim liberölum, sem ekki þýðast samsteypu við Bracken- flokkinn, og myndað hafa félag með sér, til verndar “hinni sönnu liberal stefnu’’. Nefnir félag þetta sig “the Liberal League of Manitoba’". Sem dæmi um afstöðu Sir Wilfrid Lauriers til samsteypu, hefir blaðið þessi orð eftir honum: “Það hefir til mín verið komið og spurt, hvort eg væri ekki fús til að taka sæti í samsteypustjórn. Vinir mínir hafa mjög einlæglega og alvarlega lagt að mér að gera það. En eg hefi ávalt verið myndun samsteypustjórnar mótfallþin. Eina rétta úrlausnin í mínum augum er sú, að leita álits kjósenda um það, hver skuli stjórna, og láta fara fram kosning- ar. Það eru allir kjósendur sem gera eiga út um það, hverjir í stjórn sitja, en ekki aðeins fáir menn. Það er sannleikur, að það er hér, eins og víða í Evrópu, t. d. á Frakklandi, ít- alíu og Þýzkalandi, til stétt eða hópur manna, sem ganga undir nafninu liberal, en sem ekki eru liberalar nema að nafn- inu til ,og eru í fylsta máta viðsjárverðir og jafnvel hættulegir menn. Þeir eru ekki í verulegum skilningi liberalar. Þeir eru byltingamenn. Stefna þeirra keyrir svo fram úr hófi, að þeirra helzta mark og mið er að tortíma eða leggja í rústir núverandi þjóðskipulag. Með þessum mönnum á eg ekki samleið. Eg er liberáli úr enska skólanum. Og eghefi hollustu við þann skóla bundið, af því, að hann hefir ávalt kent, að allir þegnar landsins eigi til þess jafnan rétt., hvort sem háir eru eða lágir, ríkir eða fátækir ,Ieikir eða lærðir, að leggja sinn skerf til, er um það er að ræða, hverjir eigi að stjóma. Þess er af þeim krafist sem þegnum ,að þeir hugsi um þjóðmál- in, ræði þau, myndi sér skoðanir um þau, og láti hindrunarlaust _ vilja sinn í Ijós. Samkvæmt kenningu hans, á ekki jafnvel sá, sem mestur er vor á meðal, neinn rétt til að taka ráðin í þeim efnum af þeim sem minstur er.’’ Þetta er aðeins ein af rúsínunum, er' þeim er gætt á í þessu nýja blaði, sem yfirgefið hafa liberal flokkinn, en sam- einast Brackenfloknum. Að öðru leyti segir blaðið, að sameining sú, sem orðið hafi, sé gagnstæð vilja liberal flokksins, eins og hann hafi komið fram á eina fundinum, sem sá flokkur hafi til athug- unar haft það mál, en það var 26. júní 1931. Ástæður þessara “einu sönnu’’ lib- erala fyrir að taka ekki samvinnu við Bracken, eru skýrðar í 13 greinum, og hljóðar sú síðasta þannig: “Liberal flokkurinn ætti ekki að binda sér á bak ok yfirsjóna og synda Bracken- stjórnarinnar.’’ KEMBUR. Eftir J. P. Sólmundsson. “Mér heyrðist detta svartur ullarlagð- ur”, og sama hefir fleirum, en karli þeim einum, líka verið stundum að heyrast. En langmest þeirra lagða, sem hér um ræðir, reynast þó að endingu hvítir. Það er ullin sú, sem vísvitandi er sem víðast látin slæðast, í von un> að einhver þiggi að kemba hana og spinna sér til sálarfata. Nú ætla eg, lesari góður, að kemba. handa okkur fáeinar kembur. Taktu svo snælduna þína, ef þú hefir ekki rokk, og sjáum til hvað okkur vinst. Hafi menn verið á smalaþúfunni síð- astliðið ái. hefir þeim getað áskotnast allmikið af gagnlegum hagalögðum. Sein- ast núna var þjóðræknisþingið, með öll- um sínum ræðuhöldum, og Frónsfundir þar á undan, og líklega einnig annara deilda fundir, víðsvegar um landið. Enn- fremur jólablöð og íslendingadagar, að ógleymdum tímaritunum að heiman og einstaka varanlegri bók, sem við kynn- um að hafa litið í, ófyrirsynju. Ef við ættum nú — eða skyldum ætla — eins og altaf lætur í öllum kömbum — að fara — að reyna — að vefa okk- ur og sauma einhvern sálarfatnað upp úr öllu þessu, þá er ekkert að vita nema við verðum, óðar en varir, komnir aftar í tímana en til er ætlast af sumum þeim, sem handa okkur hafa verið að láta reifi sín slæðast. Það. er einkis að vita, nema hvers fyrir sig, hvað sálin kann mest að þrá. “Sagan er upprisa (resurrection), sagði Michelet, og þau orð eru höggvin á legstein bans.’’ Svo hljóðar einn lagð- ur. Því heyrir maður hann detta. Seinna má greina, hvar sá lagður fanst. Það var til í fyrndinni Þorleifur “himi spaki”. Síðar Sæmundur ‘fróði’. Enn síðar Arngrímur ‘lærði’. Og loks var til ‘meistari’ Jón. Nú er alt þetta orðið ‘doktor’, en svipina ber alla að sama brunni. Traust samferðamannanna og síðari tíma — kröftulega eða veiklulega verðskuldað traust — á lifandi vörðum, sem beini sér braut, er upphaf að öllu slíku. Af því stafar svo ábyrgðarhluti allra stórra nafnbóta. Á seinni tímum hefir ábyrgðarhhit,- inn fengið sér undanþágur, svo ekki er gott að vita, í hver.ju treysta ber, þótt í einhverju hljóti það að vera. Því hefir verið slegið fram í gamni, að nútíma sér- fræðingur sé sá, sem altaf eigi að vita meira og meira um minna og minna. Og ‘flestu gamni fylgir nokkur alvara’. Nú skiftir það orðið öllu máli, hver tjóður- hællinn er, sem þau tengja sig við, spek- in, fróðleikurinn eða lærdómurinn. Sé það moldrænt mjög, viðfangsefnið, á maðurinn það á hættu, nema hann gái sín, að þrengjast og þrengjast, þang- að tU eigin hann er allur orðinn hönd. Með það getur ekki fræðimenska efnis- hyggjunnar að sér gert, að beina braut- ina svo, að hver einn verði tönn og heild- in hjól. Og þá gerir það engan mun, hvort ásinn í því hjóli sé lifandi harð- stjóri, Iögmálatöflur eða verzlunarkerfi. Eitt hið ömurlegasta dæmi upp á endi- mark þeirrar stefnu, er í slátrunarhús- inu, sá maður, sem stendur við að stinga, dag eftir dag, ár eftir ár, og á alla sína velsæld þessu eina handbragði tengda. Sé viðfangsefnið sálrænt, horfir und- arlega mikið öðruvísi við. Hinn fyrnefndi sérfræðingur í efnisheimi hagleikans, verður að æfa og gerá. Sérfræðingur í sálheimi þekkingarinnar verður að skoða og lýsa. Þegar hann fer að lýsa, þarf hann altaf að skoða betur, eins og hinn maðurinn þarf altaf að æfa betur og betur. Hagleikinn verður að stilla vöðv- ana svo, að ekki sé of hátt né og lágt, ekki til hægri né vinstri, ekki fram né aftur. Hann hafnar umhverfinu, miðar við strik og depil, svo hann hitti hnoð- una rétt eða naglann á hausinn. Aftur á móti fer engin þekking að lýsa neinu fyrir öðrum, án þess að hafa fyrst sem mestu Ijósi frá sjálfri sér brugðið yfir það, sem hún þarf að skoða, en eftir því sem hún herðir á þeirri birtu, hlýtur um- hverfið að stækka. En í því byrjar vandi þess sérfræð- ings, sem á þar hlut að máli. Við íhugun hverrar einnar sálar verður umhverfið, óðar en varir, eilíft takmarkaleysi. Þar kemur það til sögunnar, að vera greind- ur eða skilningsgóður. Það er svo margt, sem þarf að greina hvað frá öðru, að- skilja það, sem ekki á saman. Af þessu stafar það orðfæri, sem um það er haft, hvernig að því sé farið, að hugsa. Þegar þekkingu notast svo þann veg að sér, þá má hún teljast vizka eða speeki; og sá, sem ratvís er um hugsjónanna heima, frá hverri þeirra sem hann leggur upp, má nefnast “hinn spaki”. Sýnilega erum við þá búnir að snúa við í kömbunum, komn ir að upphafinu aftur. Ekki er það nema íslendingum líkt. Þeir hafa frá alda öðli síður átt andlegt ætterni við sér- fræðinga naglasláttarins og knattspilaborðsins, heldur en hinn hópinn, sem hnýsnastur hefir verið á hið eilífa of eða van í manns eigin sál. í kembunni var svo eiginlega ekki nema einn lagður: “Sagan er upprisa’’, og nafnið fylgdi, en viðbótin um legsteininn, sem sannindamerki þess, hvað mark verð þessi staðhæfing hafi ein- hverntíma þótt, er náttúrlega frá öðrum. Það var dr. Sigurður Nordal, sem dró að því athygli, þegar hann tók orðin upp í rit sitt um Snorra Sturiuson. Af því mönn- um er það kunnugt, að dr. Nordal er nú prófessor við IJar- vard háskólann, og innan sfcund- j ar væntanlegur hingað vestur, getur vel skeð að það sé mörg- um manni kært, að fá einmitt nú ofboðlítinn útdrátt úr riti þessu. “Oft má af máli þekkja,” og ritið er varanleg bók, svo líklega mætti okkur við þetta verða samstæ'ðari nöfn þeiiTa, Sigurðar og Snorra, og báðir kunnari eftir en áður, sá eldri af frásögn hins yngra, og sá aftur af því, hvernig hún er af hendi leyst. En ef við þá snú- um okkur að því, að leita þar að lögðum, svona eftir því, sem “Heimskringlu’’ þykir hæfilegt nöfnu sinni, þá verður bezt að kalla þetta, sem komið ér, inn- gang, og láta sem mest við það sitja nú um stund. I. Snorri Sturluson. Bók dr. Sigurðar Nordal um Snorra Sturluson er gefin út í Reykjavík 1920. Hún er VIII og 266 blaðsíður að stærð. í sex þætti er efninu skift, og sjö- undi þáttur til yfirlits. “Verk Snorra voru kjörsvið mitt til meistaraprófs (1911),” segir höf. í formála bókarinnar. “Doktorsritgerð mín (1914) fjallaði um flóknustu spurning- arnar viðvíkjandi heimildum Heimskringlu og uppruna henn- ar,’’ bætir hann við, og lætur í ljós, að ætlun sín hafi verið, “að semja rækilegt rit um Snorra og verk hans”. Senni- lega mun flestum öðrum koma þetta rit svo fyrir sjónir, sem það sé allrækilegt, þótt höf. sjálfum finnist það mætti vera fullkomnara, enda er hann tal- inn merkisberi íslenzkrar tungu og bókmenta á yfirstandandi tíð. Þótt við þannig vitum, lesari góður, að skjólgóður hjúpur mætti sumra sálum vinnast úr fl-DODDS '/ ÍKIDNEY I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndU' meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu i öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. þurfa að beina öllum kröftum sínum að einu marki tH þess að geta komið nokkru í verk, því að trauðla hefur nokkur ís- lendingur lifað svo fjölbreyttu lífi sem hann. Hann var lög- sögumaður, eigandi margra goðorða, átti í sífeldum deilum, bæði á alþingi og í heraði, og reisti rönd við mestu höfðingj- um, sem honum voru samlend- ir. Hann fór tvívegis utan, sóttí heim stórhöfðingja bæði í Nor- egi og Svíþjóð, og þá þar naín- bætur, gjafir miklar og marga sæmd aðra. Hann átti ekki ein- ungis hlut í, hver afskifti þeirra Hákonar konungs og Skúla her- toga urðu af íslandi, heldur virtist hann hafa verið ráðinn í að taka sinn þátt í deilum þeirra konungs og hertoga, eftir að sundur var dregið um samþykki þeirra. Hann lagði mikla stund á að safna auði, átti bú á mörgum höfuðbólum, var hinn “mesti fjárgæzlumað- ur" (Sturl. II, 31), “hagur á alt það, er hann tók höndum til, og hafði inar beztu forsagn- ir á öllu því, er gera skyldi” (Sturl. II, 73). Að því skapi var hann heimsmaður. Hann var skartsmaður í kiæðaburði, hélt miklar veizlur og glæsilegar og hefur unað sér vel við góðan drykk í dýrum kerum. Og hann var eins og Jón Loftsson fóst- urfaðir hans “mjög fenginn fyr- ir kvennaást”, og átti börn með mörgum konum. Þó er sagan enn ekki.nema hálfsögð. Snorri var helzta skáld íslands á sinni tíð, og hefur varla nokkur maður ann- ar haft slíkt vald á tungunni til bragþrauta. Hann samdi Elddu, Ólafs sögu helga, Heims- kringlu, og ef til vill fleiri sög- ur. í ritum hans haldast frá- sagnarlist og vísindaleg dóm- greind fastar í hendur en í nokkrum öðrum íslenzkum forn ritum, og þau bera þess ó*æk vitni, að Snorri hefur haft djúp- tæka þekkingu á öllum sviðum þjóðlegra fræða íslenzkra. Má því vel kalla hann andlegan brennidepil aldar sinnar.” (Bls. 44—45). því efni, sem við nú höfum fyr- ir okkur, bregður samt til beggja vona um það, hvernig okkur farnist vinubrögðin. “í höndum sumra höfunda tekur alt á sig Ijóma,” stendur þar sem stíll Snorra er ræddur í bókinni sjálfri, “aðrir fella móðu jafnvel á það, sem þeim hefir verið fengið skínandi í hendur”. Hugsa eg með mér! En hætta verður þó til þess, hversu takast kann, að gera höf. sem minst rangt til með því, að tæta hugsanir hans úr tengslum. Skal þá fyrst snúið að heild- ar-ummælum höf, um Snorra sjátfan, bæði þeim', er framar- lega standa í bókinni og öðr- um undir það síðasta, þegar færð hafa verið rök að þeim staðhæfingum er gerðar voru. Hljóða þau svo: “Snorri Sturluson var ekki einn af þeim mÖHnum, sem “Snorri Sturluson kemur fram á sjónarsvið íslenzks þjóð- lífs um aldamótin 1200. Á þess- ari fjölbreyttu öld er hann fjöl- breyttasti maðurinn. Auður þessa lífs er furðu- legur. Það er eins og nornirnar hafi kepst hver við aðra yfir vöggu hans að velja úr and- legum og veraldlegum fjársjóð- um þjóðar hans og samtíðar handa honum. Kyn Sturln og Guðnýjar, höfðingjaætt, skálda- ætt, ætt Egils og Snorra goða, í einu forngöfug ætt, og þó ungur og framgjarn knérunnur, fóstur Jóns Loftssonar, menn- ing Oddaverja, nágrenni við Skálholt og Hruna, ríki Mýra- manna, Tungu-Odds, Hafliða Mássonar, Snorrunga, fé Bersa auðga og Kolskeggs auðga, meiri auður en nokkur lslend- ingur hefur átt fyr eða síðar, úrval úr íslenzkum höfuiból-

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.