Heimskringla


Heimskringla - 09.03.1932, Qupperneq 7

Heimskringla - 09.03.1932, Qupperneq 7
WINNIPEG 9. MARZ 1932. HEIMSKRINGLA 7. SÖ)A OPIÐ BRÉF TIL HKR. Frh. frá 3. bls. sem ætlaði til Seattle; frænku ferðafélaga rníns, Þorgeirs Sím onarsonar frá Blaine. Hver sá fjórði var, vissi eg ekki með vissu. Afréð eg nú að bíða þessa nótt í Montreal, ef ske kynni að úr þessu greiddist, svo að við Símonarson gætum orðið sam- ferða heim, því hann einn af öllu samferðafólkinu átti sam- leið með mér, það er með Gr. N. brautinni, svo hér varð 'þá fullnaðar skilnaður með okk ur og aðalhópnum, sem heim fór með C. P. R. og þessa nótt hélt áfram til Toronto, og það- an næsta dag til Niagara. Sá eg meira en lítið eftir að verða af þeirri skemtiför, en svo varð nú að vera. Hr. Símonarson hafði lengi von um að geta breytt farbréfum okkar, svo að við gætum farið með C. P. R. heim, og þannig orðið með í nefndri skemtiför, sem og séð fleiri kunningja þeim megin lín- unnar á heimleið. En þegar til kom, reyndist það á annan veg. Gr. N. hafði náð í nokkurn hluta af peningum okkar, og var ekki á því að sleppa þeim aftur. Vagnar komu ofan að lendingarstöðinni og fluttu fólk og farangur á járnbrautar- stöðvarnar. Þar skildum við eftir farangur okkar nema handtöskurnar, og gengum á gistihús skamt þaðan. Þar hafði Þórir Björnsson ásamt Kristj- áni Johnson frá Duluth og frú hans gist á austurleið,, og bjóst hann nú við að hitta þau þar. T»egar þar kom, voru þau þar ekki. Samt tókum við þar her- bergi. Að því búnu fór herra Björnsson að leita að þeim hjónum, en við Þ. S. fórum á kaffihús skamt þaðan að fá okkur hressingu — gott kaffi með reglulegum Kínarjóma. — Fanst mér full þörf á því, því þótt kaffið á skipinu væri full- brúklegt með mat, var lítil hressing í því — fyrir mig alls engin. Við vorum líka köld og hálf-hrakin, því nú var fyrir nokkru komin húðarrigning — -var húðarrigning, meðan við ■gengum frá járnbrautarstöðinni yfir í hótelið, og þaðan yfir á kaffihúsið. Þegar við komum aftur yfir í hótelið, var Björns- son þar fyrir, og hafði fi^ndið þau Johnson-hjón á gistihúsi rétt við hliðina á okkur. — Að öllu þessu afrekuðu fórum við að sofa — þreytt eftir langan dag. Ekki hefi eg skrifað niður nöfnin á gistihúsum þessum né heldur á kaffihúsinu, og hefi eg gleymt þeim — fanst það lítlu skifta. Eg bjóst ekki við að verða þar aftur á ferð, og þó svo færi, myndi eg kjósa önnur gistihús nær járnbrautarstöð- inni, en kafifhúsið kynni eg að leita uppi aftur. Mánudaginn 11. ágúst er veð- ur bjart og gott. Við förum snemma á fætur. Eg svaf illa í þessu Montreal gistihúsi, og varð deginum fegin. — Morg- uninn gekk í snúninga. Þórir B. kafifhúsið og fengum okkur kaffisopa og gafst það eins vel og kvöldið fyrir. Eftir það leit- aði Þ. S. uppi brezka konsúlinn viðvíkjandi frænku sinni og gekk all-langur tími í það. Þeir Þórir Björnsson og Kristján Johnson fóru og sinna ferða, , en við frú Johnson gengum fram og aftur æði tíma, og sátum svo í herbergi þeirra hjóna, þegar við nentum ekki að ganga lengur, þangað til þeir piltarnir komu aftur. Svo fór að Þorgeir Símonar- son varð að fara til Quebec eft- ir frænku sinni. Áður en við skildum, tókum við öll, þ. e. Kristján Johnson og kona hans frá Duluth, Þórir Björnsson, Þorgeir Símonarson og eg, — morgunverð á kaffihúsinu okk- ar. Með lest, sem fór í kring* um kl. 11, fóru þau hjónin frá Duluth. Við gengum þá yfir á annað hótel, þar sem William Johnson hafði haldið til síð- ustu nótt, ásamt konu sinni og föður. Hafði Johnson þessi ver- ið að braska í því að koma emigranta í gegn, sem með hon um ætlaði til Spanish Fork, og það tafið för hans. Þetta fólk minnir mig að komið hefði í bíl sínum frá Utah, en skilið hann eftir í einhverjum bæ fyrir sunnan línu. Seinna frétti eg, að tilraunir Johnsons með að koma emigrantanum í gegn, hefðu strandað eða orðið á- rangurslausar, og maðurinn verið sendur aftur til íslands. Vegna óvissunnar um aftur- komu Þorgeirs Símonarsonar félaga míns, afréði eg nú að' halda ferðinni áfram heim eins fljótt og eg gæti. Áður höfðum við ákveðið að vera einn eða tvo daga um kyrt í Montreal, og sjá það sem við gætum af borginni. Ein kærði eg mig ekki um að dvelja þar, og sá því lítið af henni — sama sem ekkert. Urðum við þrjú enn þá samferða ofan á C. P. R. stöð- ina. Þaðan fór Þ. S. aftur til Quebec með lest, er fór kring- um klukkan 12 á hádegi, og við með annari um sama leyti á- leiðis til Chicago. Fallegt þótti mér landið nærri Montreal. Skiftust þar á, sem annarsstaðar, bæir og bæ'nda- býli, akrar og blómskrýddir bal- ar, smávötn og skógarbelti í dýrð hallandi sumars. Eg ósk- aði einhverjum hluta þeirrar fegurðar heim til gamla lands- ins okkar — eða öll'u heldur nokkrum hluta hitans, sem hér var óþarflega mikill, en þar alt of lítill. Með nógum hita væri ísland eins gott og nokkurt !and og fegurra en flest. Þá mætti klæða landið skógum og hvers konar skrauti, og gera það að búsældar landi. Allmikill hluti þessarar leiðar gegnum OnUriofylki, liggur eftir hrjóstrugu klappalandi og skóglausu að kalla. Kringum klukkan 9 um kvöldið fórum við framlijá Toronto, og sáum auðvitað ekkert af þeirri stóru borg. Einhvern tíma eftir mið- nætti fórum við yfir línuna. Rétt áður komu bandarískir embættismenn til að skoða I vegabréf okkar. Gekk það vel fór strax til þeirra Johnsons- hjóna, en við Þ. Símonarson á PCLimERS COUNTRY CLUB J-RECIAU The BEERTÍiat Guards dUALITY Phones: 42 304 41 111 og vafningslgust. Þessa nótt svaf eg í sæti mínu, þótti of mikið að borga $9.00 fyrir rúm eina nótt. Eg var ekki sú eina, sem það gerði — sætin í þessum dagvögnum voru full af sofandi fólki og eng inn kvartaði. Það kostar pen- inga, að bera sig ríkmannlega, og nú var eg að verða peninga- stutt. Nú, jæja. Sælt er sam- eiginlegt skipbrot, segiF gamall málsháttur. Mér var ekki vand- ara um en hinum öðrum, sem þarna sváfu — konur með börn, auk heldur aðrir. Frh. HEIMSKREPPAN OG SKAÐABÓTAMÁLIÐ. I. Alilr kannast við söguna af Sisyphos. Vegna ódæðisverka sinna á jarðríki, var honum bú in sú refsing í undirheimum, a? bisa við að velta stóreflis bjarg' upp bratta brekku, en jafnan veltur steinninn aftur á hann ofan. Stjórnmálsögu Evrópu eftir ófriðarlokin 1918 má vissu lega líkja við refsingu Sisyphos Stöðugt hefir dregið sorta fyri Sól þá er menn ætluðu að rofa tæki til. Friður er þráður, en samt hervæðast þjóðirnar í óða önn. Samstarf og reglubundir iðskifti með þjóðunum eri1 þráð, en eðlileg, fjárhagsleg þróun er rofin af pólitískum flokkadráttum og gífurlegum tollmúrum. Ef spurt er, hver sé orsök þessarar öfugsnúnu þróunar, þá verður að vísu sagt, að hún sé ekki ein, en þr má tvímælalaust fullyrða, að ein af aðal orsökunum sé skaða bótamálið og hernaðarskuldirn- ar yfirleitt. Þjóðverjar hafa sjálf ir fyrir löngu bent á, að jafn- vægi geti aldrei komist á á heimsmarkaðinum, meðan þeir eru neyddir til að greiða hinar gífurlegu hemaðar skaðabætur og þýzka þjóðin eigi jafn erfitt uppdráttar og raun hefir verið á eftir ófriðinn mikla. Lengi vildu þjóðir þær, sem skaðabætur fá, ekki viðurkenna þessa staðreynd. Hin síðasta og lang alvarlegasta fjárhags- kreppa, sem dunið hefir yfir heiminn síðan 1918, hefir loks fært þeim heim sanninn um það. Þar sem alheimskreppan hefir þanið út klærnar alla leið- til okkar afskekta lands, þá hygg eg að íslenzkum lesend- um muni þykja fróðlegt að kynnast nánar einni af böfuð- orsökum hennar, skaðabótamá1 inu og sögu þess. Skal hún hér rakin í stórum dráttum. II. Hernaðarskaðabæturnar byggj- ast á 232. grein Versalasamn- inganna. Segir þar eitthvað á þessa leið: “Þýzkalandi ber að bæta að fullu það tjón, sem það hefir unnið borgurum í löndum bandamanna og samheri”^- þeirra, alt það tjón, sem þeir hafa unnið eignym borgara þessara landa og hér verður nánar tilgreint’* o. s. frv. Ti1 framkvæmdar þessari grein samningsins var skaðabóta- nefndin mynduð. Franski fjár- málaráðherrann Klotz samdi uppkast að hinni fjárhagslegu hlið Versalasamningsins, og lagði það fram til samþyktar 12*. apríl 1919, og var þar með myndað hið langvarandi deilu- mál hernaðarskaðabótanna. — örlögunum hefir þóknast að haga því svo, að einmitt þess- um fjármálaráðherra, sem upp- tök átti að þessu óhappa-máli, var síðar varpað í fangelsi fyr- ir víxlafölsun. Slapp hann þó seinna úr fangelsinu með lækn- isvottorð um það að vera “sinn- isveikur’’. Samkvæmt áætlun Klotz skyldu Þjóðverjar greiða 100 miljarða marka á fyrstu 10 áruum. — 8. okt. 1920 fegu .26 lönd, sem menn ætluðu að orð- ið hefði fyrir tjóni af Þjóðverj- um, áskorun um að leggja fram skaðabótakröfur á hendur þeim og færa sönnur á þær innar þriggja vikna (!). Loks var frestur þessi framlengdu rtil 20. febrúar 1921. — Lögðu þá þessi 26 lönd fram skilríki sín. Meðal þessara landa voru til dæmis Cuba, Equador, Guatemala. Haiti, Honduras, Nicaragua, Panama, Peru, Uruguay og lest- ina rak negralýðveldið Liberir á vesturströnd Afríku. Margar voru kröfurnar bæði fjarstæð- ar og fáranlegar. Frakkar t. d kröfðust 1.25 miljarða gull franka fyrir sendingar, er vinir og ættingjar höfðu sent frönSk- um herföngum í Þýzkalandi og aldrei höfðu komist til skila. Er óþarfi að taka það fram, að skaðabætur þessar renna ekki í hendur sendenda, því ómögu- legt væri nú að hafa upp á þeim öllum, heldur renna þær í franska ríkissjóðinn. Þjóð- verjar eiga að greiða lífeyri 1.5 milj. franskra uppgjafaher- manna og nemur sú upphæð um 60 miljónum gullfranka Ekki hefir tjóað, þó Þjóðverjar bentu á, að hermenn gætu aldrei talist til friðsamlegra borgara og þeir féllu því ekk’ undir 232. grein í Versalafriðn- um. Frakkar segja að hermenq þessir hafi nú látið af herþjón- ustu og lifi nú borgaralegu lífi. Það, sem gerir kröfu þessa enn ósanngjarnari, er það, að Frakkar telja 60 prósent þess- ara uppgjafa hermanna sinn" örkumlamenn, en samskonar skýrsiur allra annara þjóða telja 330 prósent. — Þá voru og kröfur hinna landanna marg ar mjög vafasamar, þó þær væru teknar góðar og gildar. Tjekkóslóvneska ríkið t. d hafði verið myndað 28. októ- ber 1918 og vopnahléð var sam- ið eins og kunnugt er, 11. nóv- ember sama ár. En þetta nýja ríki kom fram með kröfu er nam 7 miljörðum gullfranka, fyrir þennan hálfa mánuð. Ep þess skal þó getið, að krafan var seinna færð niður. — Brátt varð mönnum ljóst, að Þýzka- land myndi ekki fært um að standa við allar þessar fjar- stæðu kröfur. Leiddi það til nokkurra alþjóðlegra ráðstefna á árunum 1920 og 1921. Var meðal annars reynt að fast- ákveða skuldina. Á ráðstefnu þeirri, sem kend er við Bou- logne, var t. d. ákveðið að skuldin næmi 269 miljörðum gullmarka og skyldi greidd á 42 árum. Á ráðstéfnum í París og London var skuldin færð niður í 226 miljarða gullmarka, er greiðast skyldu á 42 árum. Loks færði skaðabótanefndin kröfuna niður í 132 miljarða gulmarka og skyldi hún greið- ast sumpart í vörum og sunr part í peningum. Sat við þeíta , 3 ár, nema hvað Frakkar og Belgir tóku Ruhrhéraðið her- námi 1922—23. með því að þeir þóttust hafa orðið varir við ó- nógar afhendingar1 viðar og kola. — 16. ágúst 1924 var enn komið saman á ráðstefnu í London. Ráðstefna þessi var að því leyti háð á öðrum grund- velli, að nú voru Þjóðverjar sjálfir spurðir ráða, en ekki beinlhiis skipað að skrifa und- ir samþyktir lánardrotna sinna. Árangur þessarar ráðsteínu var hin svonefnda Dawes-sam- þykt. í henni var upphæð skuld- arinnar ekki beinlínis ákveðin. né í hve mörg ár Þjóðverjum bæri að greiða hernaðarskaðg bæturnar. Samþyktin átti að vera nokkurskonar tilraun, er skyldi leiða í ljós, við hve háar skuldbindingar Þjóðverjar gætu staðið. Á fyrsta ári, 1924—25, skyldu Þjóðverjar greiða einn miljarð marka. Eftir föstum. hækkandi talnastiga, (miðað var við aukna neyzlu þjóðarinn- ar á þessu árabili og fólks- fjölgun), skyldi ársgjaldið hækka í 5 ár, og á 5. áni, 1928 —1929, að vera 2.5 miljarðar marka. Skyldi þetta ár gilda Dr. M. B. Halldorson 44)1 Ro> «1 HIiIk SKrifstofusími: 23674 8tundar sérstaklega lungnasjúk dóma. Er tö flnna & skrifstofu kl 10—1; f. h. og 2—6 e h. Heimlll: 46 Alloway Ave Talnfnil: 331.%k DR A. BLONDAL 602 Medical Árts Bldg. Talsimi: 22 296 Btund.r sérstaklegei kvensjúkdóma og barnaslúkdóma — AS hitta kl. 10—12 • h og 3—6 e h Helmiil: «0« Vlctor St Simi 28 130 Dr. J. Stefansson 11« 3KDIIAL AHI'S 111,1)1. Hornl Kennedy og Graham AtH.ilar fl»«i>H*u auaSia- ejrn. neí- og kverka-ajúkilóma Br ah hltta fri kl. 11—12 f. h og kl. 3—e h Talnlrm t 21N34 Helmlll: 638 McMillan Ave 42691 MOORE’S TAXI LTD. C«r. Donald and Graham. 50 Centa Taxl Frá einum stat5 ttl annars hvar sem er í bænum: 6 manns fyrir >ama og einn. Allir farþegar á- byrsrstir, allir hllar hitaóir. Slml 23 <8 llnar) Kistur. ttfskur o ghúsKasna fl utnlnf ur. DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medic&l Arts Bldp. Phone 21 834 Offlce timar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 sem ‘:‘normal’’-ár. Skaðabæt- urnar átti að taka úr 4 tekju- lindum: 1. Úr þýzka þjóðarbúinu, á 1. ári 250 miljónir og hækka upp í 1250 miljónir á 5. ári. 2. Úr skuldabréfum í iðnað- arfyrirtækjum, 300 miljónir marka í “normal!’-ári. 3. Úr skuldabréfum í ríkis- járnbrautunum, í “normal”-ári 660 miljónir marka. 4. Samgöngutollar, 290 milj- ónir í “normal”-ári. — Eftir Dawes-samþyktinni áttu Þjóðverjar þannig að greiða 2500 miljónir marka í “normal” ári. Frá 31. sept. 1924 til 31 ág. 1929 greiddu Þjóðverjar 1970 miljónir marka í hernaðarskaða bætur. Um framkvæmdir Dawes samþyktarinnar sá sérstök skaðabótanefnd, sem banda- menn. skipuðu og eftirlitsmenn voru settir til umsjónar með rekstri iðnaðarfyrirtækja og ríkisjárnbrauta Þýskalands. -l En þar sem samþyktin gilti ekki til neins ákveðins tíma, þá var að undirlagi Parker Gilberts, framkvmædastjóra skaðabóta- nefndarinnar, kvatt til fundar með bandamönnum og Þjóð- verjum í París, 11. febrúar 1929. Eftir langar bollaleggingar komu fundarmenn sér loks sam an um tillögur ameríska hag- fræðingsins, Owen Young’s, forseta fundarins. Samkv. til- lögum hans skyldu Þjóðverjar greiða árlega 1.7—2.4 miljarða marka, í 37 ár og að þeim liðn- um um 1.65 miljarða marka árlega í 22 ár. — Eftir Youngsamþyktinni koma hernaðarskaðabæturnar aðeins úr tveim tekjulindum: 1. Úr þýska þjóðarbúinu. 2. Úr þýsku ríkisjárnbraut- uuum eða réttara sagt rekstri þeirra, 660 miljónir árlega og ber ríkið ábyrgð á greiðslu þeirrar upphæða. Eftir 1966 eru ríkisjárnbrautirnar undan- þegnar greiðslunum. — Merkasta nýjung Youngsam- þyktarinnar var sú, að hún gerði ráð fyrir stofnun alþjóðá- banknas í Basel. Banki þessi skyldi takast á hendur hlutverk skaðabótanefndar: Veita ^' töku skaðabótagreiðslum Þjóð* verja og sjá um skiftingu þeirra Frh. á 8 bia. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Coníederation Life Bldg. Talsími 24 587 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐIN G AR á oðru gólfi 325 Main Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur að Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikud^g i hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson. íslenskur LögfræSingur S45 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur likkistur og ann&st um útfar- ir. Allur útbúnabur sá bestl Ennfremur selur hann allakonar minnisvarfia og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phoae: Kfl «07 WINNIPIO HEALTH RÉSTORED Lækningar án lyfja DK. 8. G. 8IMPNON, N.D., D.O.. D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAJS TBACHBR OF PIANO «54 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sfmt: 23 742 Heimllis: 33 8*3 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Hatcaafe and Parnttnre Mavlni 76* VICTOR ST. SIMI 24.566 Ann&st allskonar flutninga fratn og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. til.nr.knr IðKfræölHKnr Skrlfstofa: 411 PARIS BLDG. Siml: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talafml: 28 88» DR. J. G. SNIDAL TA NNLÆKNIR 614 Homeraet Klock 6 Portage Aveaue WINNIPEG BRYNJ THORLAKSSON Söngstjérl Stillir Pianos og Orgel Sfmi 38 345. 594 AlverstMM St. afnspjö ld ** 1 * — ——4

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.