Heimskringla - 13.04.1932, Blaðsíða 2
2. StÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 13. APR. 1932
ÞRETTÁNDA ÁRSÞING ÞJOÐRÆKNISFÉLAGSINS
FUNDARGERÐ.
Sjötti fundur Þjóðræknisfélags Islend-
inga i Vesturheimi var settur kl. 2.20
e. h. á venjulegum stað, föstudaginn 26.
febrúar. Fundargerð síðasta fundar vai
lesin upp og samþykt með lítilsháttar
breytingum.
Forseti benti á að lögum samkvæmt
ættu nú að fara fram kosningar em-
bættismanna, en þar sem enn væru ekki
afgreidd að fullu mál fráfarandi fram-
kvæmdarnefndar, þá taldi hann æski-
legt, ef þingið vildi samkvæmt 24. grein
félagslaga leyfa frestun á kosningum.
Jón J. Húnfjörð gerði tillögu og Friðrik
Sveinsson studdi, að kosningu embættis-
manna yrði frestað þangað til álit fjár-
málanefndar hefði verið afgreitt á þing-
inu. Var það samþykt.
Þá var iagt fram álit fjármálanefnd-
ar og lesið upp' af Ásmundi P. Jóhanns-
syni, svohljóðandi:
Skýrsla fjármálanefndarinnar.
Við sem höfum yfirfarið skýrslur em-
bættismanna, féhirðis .skjalavarðar og
fjármálaritara félagsins, leyfum okkur
að gera eftirfarandi athugasemdir við
þær:
I.
Sú prentvilla hefir orðið í skýrslu fé-
hirðis, að í stað $131.34 á að vera $151.43
í vörzlum féhirðis.
n.
Með því að nú erfitt árferði, og að
sjálfsögðu ber að gæta allrar varúðar
í öllum tilkostnaði, þá finst okkur að
útgjaldaliðurinn við prentkostnað, að
upp $68.00 í skýrslu féhirðis sé óþarf-
lega hár; þannig, að ekki ber að prenta
meira af bréfsefnum og umslögum en
bráða nauðsynlegt er fyrir hvert ár, og
að jólaspjöld séu sá hlutur, sem félags-
menn megi helzt án vera.
III.
Þá er póstgjaid undir Tímaritið, að
upphæð $51.14 næsta há upphæð, þegar
tekið er tillit til þess að allir félagsmenn
fá það endurgjaldslaust. Vill nefndin
brýna það fyrir tilvonandi stjórnarnefnd
að sem mestu af þvi sé reynt að koma
félaginu að kostnaðarlausu út til félags-
manna. En alls ekki ósanngjarnt að fé-
lagsmönnum sé gert það að skyldu að
senda burðargjald til skjalavarðar und-
ir ritið, ef þeir ekki á annan hátt gæt.u
nálgast það sjálfir.
IV.
a. Að síðustu finnum við að fjármála-
ritara- og skjalavarðalaun, að upp-
hæð $275.00, hafa verið borgaðir út
án nægilegra heimilda, samanber 9.
grein grundvallarlaga félagsins.
Leggjum við samt til að þingið
samþykki þessa upphæð sem fulln-
aðargreiðslu fyrir siðastliðið ár.
b. Aftur á móti teljum við fráleitt, að
félagið þoli slík útgjöld á komandi
ári til sinna embættismanna, þó
haldið verði áfram í sama formi
með bækur félagsins. Heldur verði
látin nægja $100 þóknun, svo framar-
lega sem menn ekki fáist til að gera
það fyrir enn þá minna gjald.
Leggjum við svo til að fjármála-
skýrslumar séu viðteknar með téðum
athugasemdum. —
Winnipeg 26. febr. 1932.
Á. P. Jóhannsson.
B. E. Johnson.
Th. S. Thorsteinsson.
Ásgeir I. Blöndahl lagði til og Hall-
dór Gíslason studdi, að nefndarálitið yrði
tekíð fyrir lið fyrir lið. Samþykt.
I. liður var samþyktur umræðulaust.
II. liður. — Séra Ragnar E. Kvaran
lagði til og Ásgeir I. Blöndahi studdi, að
þessi liður væri feldur. Tillagan var
samþykt með 28. atkvæðum gegn 24.
III. liður. — Halldór Gíslason lagði til
og R. E. Kvaran studdi, að þessi liður
væri borinn upp i tveimur greinum. —
Samþykt.
Fyrri málsgrein þessa liðs var sam-
þykt af þinginu, samkvæmt tillögu Jóns
J. Húnfjörð og Halldórs Gíslasonar; en
síðari málsgreinin feld .samkvæmt til-
lögu Halldórs Gíslasonar og Mrs. Byron.
IV. liður, málsgrein a. — Árni Egg-
ertsson mótmælti þessari málsgrein, og
taldi að það mundi bæði hafa verið
skilningur þingsins í fyrra og stjómar-
nefndar, að fjármálaritari tæki að sér
starf sitt og skjalavörzlu fyrir $300 árs-
laun, enda hefði hann lýst því yfir i
þinginu, áður en til kosninga væri geng-
ið að hann tæki ekki starfið að sér
fyrir minni laun. Urðu um þetta mál
allmiklar umræður. Ásmundur P. Jó-
hansson taldi að heimild hefði hvorki
legið fyrir frá þingi eða stjórnamefnd
að greiða þetta fé, og væri þetta því
bending um að láta slíkt ekki koma fyr-
ir oftar. Ragnar E. Kvaran taldi að
þingið í fyrra mundi ekki, að fenginni
yfirlýsingu frá ó. S. Thorgeirssyni, hafa
kosið hann í einu hljóði fyrir fjármála-
ritara, nema í því fælist sá skilningur,
að það væri ánægt með þau skilyrði er
hann setti. Sami hefði áreiðanlega ver-
ið skilningur stjórnarnefndarinnar. Væri
þingið beinlínis að svíkja af fjármála
ritara eftirstandandi laun hans 25 doll-
ara, ef það samþykti þessa málsgrein
nefndarálitsins. Séra Guðm. Ámason og
Friðrik Sveinsson tóku í sama streng.
Gerði þá séra Ragnar E. Kvaran tillögu
og Friðrik Sveinsson studdi, að þe3Si
málsgrein nefndarálitsins væri feld. Til-
lagan var samþykt með miklum meirt-
hluta.
Málsgrein b. —’ Séra Guðm. Ámason
taldi varhugavert að samþykkja þes3a
málsgrein, með því að óvíst sé að fá-
anlegur verði nokkur maður til að
gegna starfanum fyrir $100 þóknun, og
lendi þá stjórnarnefnd í vandræðum. Ás-
mundur P. Jóhannsqpn taldi að það
mundi ekki vera neinum vandkvæðum
bundið, og að jafnvel ætti að vera hægt
að fá þessi störf unnin fyrir ekki neitt
Taldi væntanlegri framkvæmdarnefnd
vorkunnarlaust að ráða þessu máli til
lykta. Jón J. Húnfjörð mæltist til að
væntanlegri stjómarnefnd yrði falið að
greiða fram úr þessu máli. Gerði þá séra
Guðm. Árnason þá breytingartillögu við
þessa málsgrein, og séra Jóh. P. Sól-
mundsson studdi, að i staðinn fyrir $100
kæmi: að væntanlegri stjórnamefnd
verði faUð að semja um þóknun fyrir
þenna starfa. Tillagan var samþykt.
Síðan var liðurinn samþyktur með þess •
um breytingum og nefndarálitið í heild
samþykt með á orðnum breytingum.
Því næst var gengið til kosningar em-
bættismanna. Forseti Jón J. Bíldfell
baðst undan endurkosningu, og sömu-
leiðis ritari dr. Rögnv. Pétursson. Áður
hafði og Arai Eggertsson neitað að gefa
kost á sér, — en skorað var á þá í einu
hljóði að taka endurkosningu. Voru síð-
an kosnir í einu hljóði:
Forseti: Jón J. Bíldfell.
Vara-forseti: séra Ragnar E. Kvaran.
Skrifari: Rögnv. Pétursson.
Varaskrifari: Benjamín Kristjánsson
Fjármálaritari: ólafur S. Thorgeirsson
Varafjármálaritari: Bjami Dalman.
Féhirðir: Ámi Eggertsson.
Varaféhirðir: Asmundur P. Jóhanns-
son.
Fyrir skjalavörð var stungið upp á
tveimur mönnum, Guðjóni S. Friðriks-
syni og Ásgeiri I. Blöndahl. Var þá
gengið til atkvæða og var Guðjón Frið-
riksson kosinn með 86 atkvæðum. As-
geir I. Blöndahl hlaut 64.
Einn yfirskoðunarmann þurfti að
kjósa. Var stungið upp á Þorvaldi Pét-
urssyni, Walter Jóhannssyni og Davíð
Björnssyni.
Kosinn var Walter Jóhannsson með
52 atkvæðum. Þorvaldur Pétursson fékk
32 og Davíð Björasson 15.
Þá var bókasafnsmálið tekið fyrir. —
Friðrik Sveinsson las upp svohljóðandi
nefndarálit:
Til forseta og þings Þjóðræknisfélagsins.
Vér sem settir vorum í nefnd í bóka-
safnsmálinu, lítum svo á að mjög æ3ki
legt væri að bókakostur Þjóðræknisfé-
lagsins sé sem allra fyrst gerður arð-
berandi fyrir félagsmenn og islenzkan
almenning, ekki sízt hér i Winnipeg,
þar sem ekkert viðunanlegt bókasafn
er til, sem almenningur hefir aðgang
að.
Leggjum vér því v til, að hinni nýju
stjóraaraefnd félagsins sé falið af þeS3U
þingi, að opna útláns-bókasafn í Winni-
peg, til afnota fyrir félagsmenn og ut-
anfélagsmenn, gegn hæfilegu gjaldi.
Að nefndin starfræki bókasafnið, eða
að öðrum kosti ,ef henni lizt það heut-
ara, leiti samkomulags við deildina
Frón, um að deildin taki við bókunum
til umráða og starfræki safnið með
þeirri reglugerð er báðir aðilar kæmu
sér saman um.
Friðrik Sveinsson.
John Asgeirsson.
Ragnheiður Davidson.
H. Gíslason.
Ó. S. Thorgeirsson.
Um málið urðu talsverðar umræður.
Jón Ásgeirsson skýrði frá hugmyndum
þeirra, er sent hefðu bréf inn á þingið
um lestrarfélagsstofnun, og kvað að þeir
mundu sáttir á að Frón tæki bóka
safnsmálið í sínar hendur.
Guðmundur Jónsson frá Vogar lagði
til og Th. S. Thorsteinsson studdi, að
nefndarálitið yrði viðtekið óbrejrtt. —
Halldór Gíslason taldi nauðsynlegt að
kjósa aðra nefnd í málið, með því að
stjórnarnefndir undanfarandi ára hefði
verið aðgerðalitlar í málinu. Fyrirspurn-
ir komu fram um það, hvort ætlast væri
til að bækur þær, sem félagið ætti nú
von á að heiman, ættu einungis að
leggjast til deildarinnar Frón í Winni-
peg, eða skiftast milli deilda út um land-
ið. Friðrik Sveinsson skýrði frá því,
að sá bókakostur, sem félagið hefði átt
til þessa, hafi verið svo fáskrúðugur,
að naumast hafi verið gerlegt að opna
bókasafn. Nú sé von á allmyndarlegri
bókasendingu af nýjum bókum, og jé
þá kominn vísir að bókasafni, sem sjálf-
sagt sé að starfrækja, eins fljótt og
bækurnar séu bundnar eða komnar i
það horf, að þær séu hæfar til útlána.
Eins og nefndarálitið beri með 3ér
sé það ekki tilætlun bókasafnsnefndar-
innar að Þjóðræknisfélagið afhendi deild-
inni Frón bækur sínar til eignar, heldur
aðeins til umsjónar og afnota, og telji
nefndin það sanngjarnt að deildir út
um land njóti sömu réttinda og geti
einnig fengið bækur til láns, eftir því
sem þær óska og hægt sé að uppfylla.
Halldór Gíslason gerði þá viðaukatillögu
og Þorleifur Hansson studdi, að kosin sé
þriggja manna nefnd af þingheimi, til
að starfa i málinu. Tillagan var feld
með 24 atkvæðum gegn 15.
Var þá tillaga Guðmundar Jónssonar
og Th. S. Thorsteinssonar borin upp og
samþykt.
Þá lá fyrir endurskoðað og aukið
nefndaiálit útbreiðslunefndar og var
lesið upp af séra Guðm. Áraasyni:
Nefndarálit útbreiðslunefndar.
Nefnd sú, sem sett var í útbreiðslu-
málinu, leyfir sér að leggja fyrir þingið
eftirfylgjandi skýrslu.
I.
Með því að íþróttafélagið “Falcons’’
hefir farið þess á leit að komast í sam-
band við Þjóðrækni3félagið, leggur
nefndin til að það sé veitt með eftir-
fylgjandi skilyrðum: Þeir af meðlimum
“Faicons", sem kjörgengur eru i Þjóð-
ræknisfélagið samkvæmt 15. grein, b-
lið, grundvailarlaga þess, gerast félagar
í því og eru venjulegir félagar í íþrótta-
félaginu; aðrir félagar íþróttafélag3ins
verða aukafélagar (associate members'
í þvi, og hafa að sjálfsögðu hvorki at-
kvæðisrétt og kjörgengi i Þjóðræknis-
félaginu.
Nefndin er þeirrar skoðunar, að Þjóð-
ræknisfélagið og stjórnarnefnd þess ættu
að hlynna að íþróttafélaginu eftir föng-
um og hvetja það í starfi þess.
n.
Nefndin leggur til, að sjái stjóraar-
nefndin sér fært að halda fundi í bygð-
um Islendinga, eða vinna á annan hátt
að því að vekja áhuga fólks alment
fyrir islenzkri þjóðrækni, eða að að-
stoða deildtr, sem stofnaðar hafa verið,
þá heimilist stjórnarnefndinni að nota
til þess fjárupphæð, sem ekki fari fram
úr fimtíu dollurum, ef nauðsyn krefur,
og að öðru leyti það, sem upp úr 3tarf-
inu hefst.
III.
Nefndin er þeirrar skoðunar, að út-
gáfa íslenzku V'kublaðanna hér vestan
hafs sé mjög mikilsverður þáttur í þjóð-
ernisviðhaldi voru, og að það sé mjög
áriðandi fyrir tilveru blaðanna, að kaup-
endur greiði andvirði þeirra skilvíslega.
Vill hún þess vegna beina þeirri bend-
ingu til félagsins, að það, með atbeina
stjóraarnefndarinnar, leitist við að benda
mönnum á, hvér hætta vofir yfir þjóð-
ernisviðhaldi voru, ef svo skyldi fara,
að blöðin yrðl að Ieggja3t niður vegna
fjárhagslegra örðugleika.
IV.
Nefndin leyfir sér að mæla með, að
tillaga stjóraarnefndar um upptöku fé-
laga í Þjóðræknisfélagið, verði samþykt
þó þannig, að upptaka félaga, sem gert
er ráð fyrir i 2. lið þeirrar tiliögu verði
aðeins notuð, þar sem fjarlægð eða aðr
ar gildar ástæður gera félaginu ókleift
að verða venjuleg þjóðræknisfélagsdeiid.
Winnipeg 26. febr. 1932.
Guðm. Árnason.
A. P. Jóhannsson.
J. P. Sólmund3Son.
Ásgeir I. Blöndahl.
Benjamín Kristjánsson.
Viðaukatillaga.
Þar sem það er vitanlegt, að fjöldi
fólks óskar þess, að þjóðræknisfélagið
annist um útgáfu lesbóka fyrir börn og
unglinga, og slíkt fyrirtæki liggur inn
á svið þeirrar hugsjónar, að efla út-
breiðslu íslenzkrar tungu í Vesturheimi,
og þar sem ennfremur má gera ráð fyr-
ir að slík bókaútgáfa beri sig kostnað-
arlega, þá leggur nefndin til að stjórn-
arnefndin sjái um útgáfu einnar slíkr-
ar bókar á þessu ári.
Ásgeir I. Blöndahl.
I. Uður hafði áður verið samþyktur.
II. liður. — Dr. Rögnv. Pétursson lagði
til og Jón J. Húnfjörð studdi, að þessi
liður væri samþyktur með þeim breyt-
ingum, sem nefndin hefði gert við hann.
Samþykt.
III. liður hafði áður verið samþyktur.
IV. liður var nýr í nefndarálitinu. Jón
J. Húnfjörð lagði til og Mr3. Bergþór
Jónsson studdi að liðurinn væri viðtek-
inn. Samþykt.
ViðaukatUlaga vdð nefndarálitið frá
Asgeiri I. Blöndahl var þvi næst tekin
til umræðu. Ásgeir I. Blöndahl gerði
grein fyrir tillögunni, og kvaðst hafa
orðið var við þær óskir, meðal annars
hjá þeirri deild, sem hann hefði umboð
fyrir, að einhver hentug lesbók væri tii
fyrir unglinga. Kvað lesbækur að heim-
an tæplega fullnægjandi, sökum breyttra
staðhátta hér. Tillaga kom frá dr. R.
Péturssyni, studd af Áraa Eggertssyni,
um að forseti skipaði þriggja manna
milliþinganefnd í þetta mál. Samþykt.
Forseti skipaði:
Ásgeir I. Blöndahl.
Séra Guðmund Áraason.
Ragnar A. Stefánsson.
Halldór Gíslason gerði þá tillögu, og
Ámi Eggertsson studdi, að nefndarálitið
væri samþykt í heild með á orðnum
breytingum. Samþykt.
Næst var borin upp stjórnarnefndar-
tillaga um upptöku islenzkra lestrarfé-
laga í Þjóðræknisfélagið. Séra Guðm.
Árnason lagði til og Halldór Gíslason
studdi, að tillögurnar yrðu viðteknar í
heild, og var það samþykt.
Ný mál.
Forseti bað um, samkvæmt tilmælum
Fálkans, að þingið kysi íþróttanefnd til
að hafa eftirlit og umsjá með íþróttum
og leikkepni Fálkans.
Árni Eggertsson stakk upp á, og Th.
S. Thorsteinsson studdi, að þessir menn
yrði kosnir í milliþinganefnd í þessu
skyni:
Jack Snædal.
Carl Thorlaksson.
Walter Jóhannsson.
Var það samþykt.
Með því að fleiri mál lágu ekki fyrir
þinginu, var fundi frestað til kl. 8 að
kvöldinu.
* * *
Skemtifundur hófst að kvöldinu kl. 8,
með fiðlusóló Miss Pearl Pálmason. —
Fór því næ8t fram leikfimissýning
kvenna úr stúlknadeild Fálkans. Miss
Lóa Davíðsson söng einsöng. Séra Ragn-
ar E. Kvaran flutti erindi um skýringar
á mannkynssögunni. Lúðvík Kristjáns-
son las upp gamankvæði. Björg Krist-
jánsson fór með kvæði, Lilly Bergson
lék á píanó.
Samkoman fór hið bezta fram og var
fult hús.
Þegar skemtiskránni var lokið, var
settur fundur að nýju. Fundargerð síð-
asta fundar var lesin upp og samþykt.
Flutti þá ritari félagsins, dr. Rögn-
NÝRNA VEIKI
Af henni Ieiðir að eitur safnast fyrir
í likamanum sem orsakar óþolandi
gigt í baki, lendum og fótum. Takið
inn Gin Pills til þess að bæta nýmn
aftur og losast við eitrið úr líkam-
anum. 217
valdur Pétursson fram svohljóðandi
Þingyfirlýsing
út af andláti séra Kjartans Helgasonar
prófasts i Hruna í Arnessýslu
á tslandi.
Snemma á siðastliðnu sumri báru3t
þær sorgarfréttir hingað vestur, að and-
ast hefði á páskadaginn, hinn ágæti og
þjóðkunni fróðleiksmaður, séra Kjartan
Helgason prófastur i Hruna í Árnes-
sýslu. Hann var ekki eingöngu í hópi
þeirra leiðtoga þjóðarinnar, er almenn-
astra vinsælda hafa notið á þessum síð-
asta mannsaldri, heldur var hann og
líka hvers manns hugljúfi. er honum
kyntust, því sjaldan hefir þjóðin eign-
ast víðsýnni, hugsjóna-auðugri, hjarta-
hreinni og drenglundaðri mann, er bor-
ið hafi meiri samúð til allra stétta
manna innan þjóðfélagsins en hann.
Þetta gat engum dulist, er honum kynt-
ust. *
Fyrir tólf árum síðan var hann stadd-
ur hér á meðal vor, á þingi Þjóðræknis-
félagsins, sem fulltrúi lands vors og
þjóðar, hingað sendur til þess að vera
hinu unga og nýstofnaða félagi til leið-
beiningar og styrktar I köilun þess og
starfi. Ákjósanlegri og ágætari styrkt-
armann og vin gat Alþingi tslendinga
ekki sent oss. Árið sem hann dvaldi
hér, ferðaðist hann, sem næst um alla
álfuna, heimsótti flest hin dreifðu bygð-
arlög vor, og kynti sig hvarvetna, með-
al allra þeirfa, er náðu að hlusta á hann
éða snerta hönd hans, að hinni stökustu
ástúð og ljúfmensku. Fregnin um and-
lát hans snart því djúpt huga vor allra
Islendinga hér vestan hafsins. Vér viss-
um að þar með áttum vér á bak að sjá,
hinum ágætasta vin, talsmanni og sam-
tíðarmanni.
Ct af fregn þessari viljum vér því, fé-
lagar Þjóðræknisfélags tslendinga í Vest-
urheimi, staddir á hinu 13 .ársþingi
voru, lýsa yfir hrygð vorri og söknuði
út af missi hans, og tjá ástvinum hans
og skyldmennum vora innilegustu sam-
hygð og hluttekningu í söknuði þeirra
og missi, við burtför þessa ágæta sonar
vorrar kæru þjóðar.
Þingheimur tók undir yfirlýsingu þessa
og mintist hins látna ágætismanns með
því að standa á fætur.
Séra Guðm. Árnason gerði tillögu og
Halldór Gislason studdi,' að yfirlýsing
þessi yrði bókuð og að forseta og ritara
Þjóðræknisfélagsins yrði falið að senda
ættingjum og vandamönnum séra Kjarf-
ans Helgasonar samúðarbréf frá þing-
inu. Samþykt.
Þá skýrði forseti frá því, að von væri
á góðum gesti til Winnipeg bráðlega, dr.
Sigurði Nordal frá Islandi, sem nú í vet-
ur gegndi Charles Eliot Norton prófessors
embætti við Harvard háskólann í Banda-
ríkjunum. Mundi hann koma til Winni-
peg á vegum Þjóðræknisfélagsins seint l
marzmánuði n. k., og bar hann fram
þá tillögu af hendi stjómarnefndarinnar,
að hann yrði gerður að heiðursfélaga
Þjóðræknisfélagsins. Var sú tillaga sam-
þykt á þann hátt, að þingheimur reis úr
sætum sínum með lófaklappi.
Að lokum ávarpaði forseti þingheim
nokkrum orðum, þakkaði þinggestum
komuna, og las svo upp bréf, sem
þinginu höfðu borist frá fjarverandi vin-
um og velunnurum.
Að því búnu sagði hann þessu þrett-
ánda ársþingi Þjóðræknisfélags Islendinga
í Vesturheimi slitið.
Benj. Kristjánsson J. J. Bíldfell
ritari. forseti.
*•*, FRÉTTABRÉF.
. .»'*•' -----
VTogar 1. apríl. ‘32.
Þá fer nú veturinn bráðum
að segja af sér. Flestir munu
fagna vorinu, sem von er, en
þó munu margir kvíða því sök-
um atvinnuskorts og örðugleika
að sjá fyrir sér og sínum. Þó
eru engir verulegir örðugleik-
ar fyrirsjáanlegir í þessari bygð
í nálægri framtíð, nema ef
vera skyldi fyrir búlausa menn
sem hvergi hafa heimili, því
ekki verður hér mikið um vinnu
á komandi vorj, nema fyrír
fasta heimilismenn. Nú dugar
ekki að fara til bæjanna eða
vestur í land, til að leita at-
vinnu, eins og flestir fiskimenn
hafa gert á vorin.
Þessi vetur hefir mátt kall-
ast góður yfirleitt. Þó hefir tíð-
arfarið verið nokkuð ólíkt því
sem maður hefir vanist hér. —
Fram að hátíðum mátti kallast
bezta tíð; mjög frostavæg og
snjólétt, en nokkuð storma-
söm. Sama tíð var í janúar þar
til síðustu vikuna; þá tók að
snjóa. Febrúar var kaldur og
skiptust á stormar og hríðar,
þar til síðustu dagana. Þá gerði
leysingar svo miklar í þrjá
daga, að þvi var líkast sem
komið væri að sumarmálum.
Suma morgna var 40 stiga hiti
um sólaruppkomu. Seig þá
snjórinn mjög, svo að víða
komu upp auðir flákar, en sleða
færi spiltist. Þó entist þessi bati
ekki lengi, því að með marz
kólnaði snögglega. Síðan hefir
tíðarfar verið umhlepingasamt,
oft góðviðri annan daginn, en
stórhríð eða stormur hinn dag-
inn. Það er því með meira móti
snjólag eftir þenna vetur, þótt
hann hafi rifið nokkuð á slétt-
lendi.
Heilsufar manna hefir verið
í góðu lagi hér í vetur. Engin
umgangsveiki eða slysfarir. —
Einn maður hefir látist hér í
bygðinni í vetur, Páll Keme-
steð, bóndi við Narrows P. O.
Hann var einn af elztu frum-
byggjum þessarar bygðar, mun
hafa verið nálægt hálfníræður
að aldri. Páll var dugnaðarmað-
ur með afbrigðum, og búhöldur
góður. Hans verður eflaust
minst rækilega i blöðunum.
Fiskiveiðum er nú bráðum
lokið, og margir eru þegar
hættir. Það er annars eitthveri
það góðæri hjá stjórninni, að
hún framlengir einlægt fiski-
tímann, án þess nokkur hér
um slóðir viti til að um það
hafi verið beðið, fyrst um 15
daga, svo um 10, og nú er sagt
að hann sé enn fremlengdur
um 15 daga. Þetta þykir mörg-
um kynlegt, því áður hefir þaö
verið talið með veiðispjöllum
að veiða fisk um þetta leyti,
því nú má búast við að hann
fari að ganga á grunnmið til
að hrygna. Ekki hafa fiskiveið-
ar verið arðsamar hér f vetur.
Að vísu munu flestir hafa afl-
að í meðallagi, en verð hefir
verið lágt og samkepni engin
meðal fiskikaupmanna. Þeir
kunna betur að vinna í félags-
skap heldur en bændur og
fiskimenn. Svo má auðvitað
búast við að fisksala sé daufari
í Bandaríkjunum nú en áður,
þegar öll verzlun er í kreppu.
Fáir útgerðarmenn munu hafa
gert stórum betur en að afla
fyrir tilkostnaði, ef alt er talið,
en þó hefir það hjálpað nokk-
uð með peningaveltu.
Gripahöld hafa verið hér ali-
góð í vetur. Minna borið á veiki
í gripum en oft áður. Heybirgð-
ir hygg eg að séu sæmilegar yf-
irleitt, því þótt nokkurir bænd-
ur séu tæpt staddir, þá eru aðr-
ir aflögufærir, sem geta miðl-
að þeim er með þurfa.
Guðm Jónsson frá Húsey.
Blaðasamsteypa.
Tveimur af stærstu blöðun-
um í Stokkhólms Dagblad” og
“Stockholms-Ti'dningen" hefir
nú nýlega verið slegið saman
í eitt dagblað og gengur það
undir nafninu “Stockholms-
Tidningen — Stockholms Dag-
blad’’. Aðalritstjóri þess verður
Ewald Stromberg ,fyrverandi
ritstjóri “Stockholms Dagblad”,
en blaðamenn verða hinir sömu
og áður. “Stockholms Dag-
blad" var 108 ára gamalt, en
“Stockholms Tidningan’’ 42
ára. Bæði þessi biöð hafa
jafnan verið áhrifamikil og í
miklu áliti.
—Mbl.