Heimskringla - 13.04.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 13.04.1932, Blaðsíða 6
t. SHJA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 13. APR. 1932 RobínlHood FI/ÖUR TIL ÞESS AÐ BÚA TIL FALLEGAR KÖKUR OG KRYDDBRAUÐ, SKAL NOTA ROBIN HOOD MJÖL. Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. . Eftir George A. Henty ' “Eg bara vildi að Bathurst hefði verið með,’’ sagði majórinn við Isabel, er þau héldu af stað tvö saman í vagni sínum. “Hann sýn- ist vera horfinn okkur alveg. Nú í nærri mán- uð hefir hann ekki komið nema einu sinni. Ykkur hefir vænti eg ekki borið neitt á milli, Isabel? Mér finst það eitthvað svo undarlegt, að hann skyldi hætta komum sínum svona alt í einu, eins og hann var þó farinn að koma oft.” “Nei, frændi,” svaraði Isabel. “Eg hefi aldrei séð hann eða talað við hann, nema þegar þú hefir verið við. Hvernig gat þér komið slíkt í hug?’’ “Eg veit það ekki, góða mín. Eg veit bara að unga fólkið tekur þannig köst stund- um, þó engin ástæða sé til. Reyndar gæti eg nú naumast trúað þessum barnaskap á hann Bathurst. Ástæðan er líklegast sú að hann og Foster eru hugsa eg litlir vinir, og vill þess vegna sem sjaidnast verða á vegi fyrir honum.” “Ja, það þykir mér nú líklegast,” sagði Isabel sakleysislega, og beindi svo talinu í aðra átt. Það var myrkt orðið, þegar þau komu á tjaldstaðinn, svo dimt að leiðsögumaður með blys í hendi fór á undan þeim þaðan sem beygt var út af þjóðveginom. En bjart var og skemtilegt við tjöidin. Það var búið að kveikja Ijós í báðum, og tveir eða þrír eldar voru kyntir úti á balanum í grend við þau. “Hingað sýnast öll þægindi komin,’” sagði Mary, þegar hún og Isabel gengu inn í tjald- ið, sem búið hafði verið upp fýrir þær. “Eg vildi að við mættum altaf vera í tjöldum í hftatíðinni.’’ “Þau sýnast vera svalur bústaður,” svar- aði Isabel. “En þegar til kemur, hugsa eg nú að húsin séu þó svalari. En ljómandi hafa þeir búið vel um alt. Hér er baðkerið í hólfi og alt tilbúið til að dýfa okkur, enda þurfum við þess eftir svona langa keyrslu í moldviðris ryki. Vilt þú vera á undan? Mér er sama, en við verðum að flýta okkur, því Rumzan sagði að kvöldverður yrði til eftir hálfan tíma. Til allrar hamingju er ekki búist við að við bú- umst veizluskrúða.” Kvöldverðurinn var vel til reiddur og allir voru kátir. Um annað var ekki talað en dýr- ið, sem deginum áður hafði drepið kú. Nú hafði það, að sögn þorpsbúa, tekið sér bústað niðri í djúpri kvos í þéttum smáskógi, og höfðu menn verið á verði umhverfis gjótuna allan daginn. Það var talið líklegt, að tíg- urinn mundi læðast að ætinu, kýrskrokknum einhverntíma í nótt, en af því skyldi enginn skifta sér, en láta dýrið sjálfrátt, því ákveðið var að vega að því um hádaginn. “Það er rétt yfirgengilegt, hvað vel vinnu- mennirnir búa alt þetta út," sagði Isabel. “Borðið stendur hér með öllu tilheyrandi rétt eins og heima í húsi. Fólk heima á Englandi tryði því varla, ef það sæi okkur við þetta borð, að við ætluðum að vera burtu bara tvo daga. Þar dytti engum í hug að gera nokkr- um svo mikla fyrirhöfn, en gerðu sig ánægða með óvandaðasta útbúnað, og að borða sitj- andi eða standandi, eftir tilviljun — bara að eitthvað fengist til að seðja hungrið. Mér sýn- ist líka bara hlægilegt, að hafa svo mikið fyrir svo lítilli útivist.’’ “Að vísu er það, en það er líka mikils virði að hafa öll þægindi, hvar sem maður er,’’ svaraði doktorinn. “Og hvað fyrirhöfn- ina snertir, þá hefir vinnufólk okkar oftast æði lítið að gera, svo það er því sjálfu fyrir beztu að það fái að gera dálítil tilþrif ein- stöku sinnum. Þá er fiutningurinn á uxavögn- unum ekki kostbær, en sá litli kostnaður ger- ir þó allan muninn að því er þægindin snertir." “Hvað er langt héðan að kvosinni, þar sem dýrið hefir bæli sitt?” spurði þá Wilson, sem ómögulegt var að hugsa um neitt annað. “Nálægt tveimur mílum,’ svaraði doktor- inn. “Við megum ekki vera öllu nær, ekki af því að svo mikil hætta sé á að tígurinn fari að heimsækja okkur, heldur af því að hann væri vís til að finna mannaþef og leggja á flótta. Nei, majór, eg þakka, en meira tek eg nú ekki af áfengi. Við megum ekki hleypa hita í blóðið núna, ef við eigum að vera hæfn- ir í fyrramálið. En við skulum nú heldur ganga þangað sem fílamir eru og tala við fílahirðana um, hverjir fílanna séu stöðug- astir. Það er hreint undravert, hvað fíllinn er hræddur við tígrisdýr. Eg var einu sinni á einum, sem eg hafði verið fullvissaður um að hræddist ekki á hverju sem gengi, en þræliinn fældist í fyrstu atrennu og skildi mig eftir meðvitundarlausan «g rifbrotinn í trjágrein- um. Eg var hálfa stund meðvitundarlaus og það var mildi að eg braut ekki öll rifin í mér. Eg var til allrar hamingju léttur þá, því ann- ars hefði eg beðið bana af byitunni. Eg man eftir mörgum dæmum áþekkum þessum, og við verðum að vera varkárir og velja tvo að minsta kosti, sem treysta má, handa þeim ungfrúnum." Reikuðu nú allir úti í klukkustund, og fréttu alt sem frétt varð um fílana, og eftir að hafa athugað þá gaumgæfilega, úthlutaði doktorinn þeim meðal félaga sinna, svo að hver gengi að sínum ákveðna fíl morguninn eftir. Doktorinn ræddi og við innlendu veiði- mennina og frétti um niðurröðun liðsins, er fæla skyldi dýrið. Að þessu loknu gengu allir til svefns, því snemma skyldi rísa úr rekkju morguninn eftir. Undireins og bjarmaði fyrir degi, vakti næturvörðurinn doktorinn og föruneyti hans, og svo fljótir voru allir á fætur, að innan lítillar stundar voru allir seztir að kaffi- drykkju. Það var búið að söðla fílana og stóðu þeir ferðbúnir í röð hjá tjöldunum. Rétt þegar stíga skyldi á bak hinum stórskornu Indlands-fílum, heyrðist jódunur í grendinni. Var auðheyrf að maður var á ferð og reið geyst. “Við skulum bíða,’’ sagði majórinn. “Má vera að hér komi sendimaður með boð til mín.” Það reyndist rétt, því augnabiiki síðar stöðvaði Bathurst löðursveittan hest við tjöldin. “Er það virkilega Bathurst hingað kom- inn!” sagði majórinn. “Þú hefir breytt ætlan þinni eftir ait saman og afráðið að vera með. Mér þykir vænt um. Þú skalt skipa sama “há- sætið’’ og eg í dag.” “Nei, majór, eg kom ekki í þeim til- gangi. Eg kom með bréf, sem kom til þín klukkan tvö í nótt. Doolan opnaði það, og bað mig svo að færa þér það, af því eg einn vissi um tjaldstæði ykkar og rataði hingað.” Bathurst var alvarlegur mjög, og talaði alvarlega, og tók majórinn eftir því. “Eg vona að bréfsefnið sé ekki slæmt,” sagði majórinn. “En áríðandi er það sjálfsagt úr því að Doolan rak þig af stað í þrælareið um hánótt.’’ “Bréfið er mjög svo alvarlegt,” svaraði Bathurst, en svo iágt að þeir sem fjar stóðu, heyrðu ekki. “Má eg ráða þér til að lesa það inni í tjaldi? Sumt af þessum innlendu, sem hér eru skilja ensku.” “Já, komdu með mér,’’ og gengu þeir inn í tjaldið, þar sem enn voru ljós á borðinu, þó nú væri orðið lesijóst úti. Það var með kvíða og ótta, að majórinn opnaði bréfið, og það ekki að ástæðulausu. Bréfið var á þessa leið: “Kæri majór: — Hershöfðinginn' hefir á augnabliki fengið hraðskeyti með hræðilegum fréttum frá Meerut. Hindúa-hermenn þar hafa gert uppreisn og myrt alt hvíta fólkið, liðsforingja, konur og börn, en brotið upp fangahús öll og slegið lausum öllum saka- mönnum. Eru nú á hergöngu til Delhi. Sú saga fylgir að þar sé búið að myrða hvert mannsbarn úr Norðuálfu, og þó sannánir vanti, þykir það ekki ótrúlegt. Frézt hefir einnig að riddaralið Hindúa í Lukhnow hafi gert uppreisn, en Lawrence telegrafar þaðan, að hann hafi bælt þá uppreisn niður, með hvíta liðinu og tekið vopnin frá uppreisnar- mönnum. Eg vona að okkar herdeild standi stöðug, en engum er þó treystandi nú. Eg ræð þér til að .búast um í einhverju ramgerðu húsi með traustum skíðagarði umhverfis, svo að alt Norðurálfufólk í þorpinu geti flúið , þangað, ef í nauðir rekur. Úr því þeir eru i- teknir til að myrða okkar fólk, má guð einn vita, hver endirinn verður.” “Guð almáttugur! Hvern gat dreymt fyrir þetta?” sagði majórinn og var sem þrumu lostinn. “Myrða konur og börn jafnt karlmönnum! Það eru fleiri hundruð Norður- álfumanna í Delhi, og hér er gert ráð fyrír að búið sé að drepa þá alla. Getur þetta ver- ið satt?’’ “Skeytið frá Meerut er augsýnilega ó- yggjandi — er blátt áfram tilkynning til her- stjóra og allra annara embættismanna, að svona sé ástandið. Fregnin frá Delhi er efa- meira að sé rétt, en sennileg er hún, ef satt er að uppreisnarmennirnir og sahamenn allir hafi ætt þangað viðstöðulaust. Hafi þeir náð þangað öllum að óvöru, gátu þeir hvítu lítihi vörn komið fyrir sig. Þeir eru sárfáir í hern- um í Delhi, og ekki þá nema í stórskotalið- inu, svo það er vandalítið fyrir uppreisnar- menn að leika þar að vild sinni.” “En það voru hvítir herflokkar í Meerut,’’ ^^eði majórinn. “Hvað voru þeir að gera? En það er ekki spurningin nú. Það sem nú liggur fyrir er að hverfa heim að herbúðunum aftur á augnabliki. Viltu kalla á hina menn- ina, Bathurst? En segðu stúlkunum sem minst. Þær fá þessar fréttir nógu snemma samt. Þú getur bara gefið þeim í skyn að eg hafi frétt um óeirðir á óvæntum stað, og að eg álíti heppilegast að hverfa aftur viðstöðulaust.’’ Doktorinn og þeir félagai stóðu afsíðis og voru að geta á, hvaða fréttir það væru, sem Bathurst hefði á- litið nauðsynlegt, að ríða með svona gapalega í kol- svarta náttmyrkri, þegar hann kom út og sagði þeiin að majórinn langaði til að tala við þá. “Eigum við að koma inn líka, Mr. Bathurst?” spurði Mary Hunter. “Nei, Miss Hunter, majórinn ætlast ekki til þess,” svaraði Bathurst. “Sannleikurinn er, að það hafa gosið upp óeirðir á fleiri en einum stað, og ætlar majórinn að halda nokk- urskonar hermálafund með hinum. Hann ætl- ar held eg að leggja til að þeir hætti við veiðiskapinrí í bráð, og eg á von á því, að all- ir hverfi heim nú eftir litla stund. Fréttir með- al Hindúa berast furðu fljótt, en majórinn viil víst að allir liðsforingjarnir séu á staðnum, þegar Sepoyar fá fréttir af þessu nýja upp- þoti.’’ “Það hljóta að vera æði alvarlegar frétt- ir,” sagði þá Isabel, “ef' frændi hættir við veiðiferðina nú í miðju kafi og snýr heim aftur.”’ “Eg er hræddur um að hann megi tii, Miss Hannay,” svaraði Bathurst. “Það væri ótækt alveg, ef fjórir liðsforingjar væru fjar- verandi, þegar fréttin kæmi, ef okkar Sepoy- ar þá tækju í höfuðið að neita að taka við skotfærum, eða eitthvað þvílíkt.’’ “Svo þú getur ekki sagt okkur, hvernig frétt þessi í rauninni er?” spurði Isabel. “Bréfið var stutt, og sumt af innihaldinu voru tilgátur fremur en fréttir. Þó eg sæi bréfið, þá var það sendimaðurinn, en ekki eg sem borgari, sem sá það, og undir þeim kring- umstæðum, er mér ekki leyfilegt að opinbera meira af bréfsefninu.” “Skelfilegir vandræða pésar eru þessir Sepoyar,’’ sagði Mary Hunter. “Það er hörmu- legt að þurfa að missa af tígrisveiöi þeirra vegna, og við fáum máske aldrei tækifæri aftur að sjá svo tilkomumikinn eltingaleik.” “Það er nú aðeins lítilfjörlegt kvörtunar- efni, Mary,” sagði Isabel. “Nú sem stendur finst mér það, þvert á móti, æði átakanlegt,’’ svaraði Mary. “í þessu gægðist doktorinn út úr tjaldinu og bað Bathurst að koma inn. “Við höfum ákveðið að hverfa aftur und- ireins, enda er það sjálfsagt,” sagði majórinn við Bathurst. “En doktorinn álítur að það mundi kveikja ýmsar sögur og getgátur, ef við hættum alveg við tígraveiðina, og að þá mundi sú frétt fljúga eins og eldur í sinu, að eitthvert voða-tilfelli hefði átt sér stað og valdið afturhvarfj okkar. Nú eg er sjálfsagður að snúa aftur og svo eru hinir liðsforingjarn- ir, og Mr. Hunter vill að sjálfsögðu komast heim til sín tafarlaust. En doktorinn leggur til að hann sé eftir og reyni við dýrið, og þar sem það bærist nú héðan að þú sért kominn hingað, þá verði álitið að þú hafir komið í þeim tilgangi að vera með að herja á rnann- ætuna, og vill hann því að þú verðir eftir og sláist í förina með sér, því takist að drepa dýrið, þá verði allir ánægðir, og þakki það liði okkar, þó ekki verði í rauninni nema tveir menn eftir af okkar flokki, enda sama hvort tveir menn eða tuttugu sækja að dýrinu, bara að þeir vinni sigur.” “Eg er til með það,’’ svaraði Bathurst, “og álít uppástungu doktorsins mjög góða. Það er alveg satt, sem hann gat til, að hyrf- um við allir aftur nú, yrði það talin sönnun fyrir einhverjum mikilfenglegum ófriðarfrétt- um, og mundi það brátt berast um héraðið.” “Eg er þér þakklátur, Bathurst," sagði majórinn. “Og úr því þetta er nú afráöið, skulum við týgja okkur í flýti til heimferðai, og komast af stað sem fyrst.’’ Að tíu mínútum liðnum voru allir seztir í vagnana, að undanteknum doktornum og Bathurst, og heimferðin hafin. • 12. kapítuli. “Jæja, þá skulum við nú halda af stað h'ka,” sagði doktorinn. “Við getum spjallað á ieiðinni. Eg hefi tvo riffla með mér ©g get léð þér annan.” “Eg vil ekki riffil,’’ svaraði Bathurst með töluverðri áherzlu. “Rétt til málamynda ætla eg að halda á byssu eins ninlenda veiðimanns- ins, en til virkilegra nota ætla eg að fá léð eitt spjót þeirra, ef á þyrfti að halda.” “Ja, þá verð eg einn um hituna líka," svaraði doktorinn, og var ánægður með það. Tóku þeir þá tvo stöðugustu fílana og sett- ust í burðarstólana, en sögðu fílahirðunum að koma með hina fílana líka, ef á þyrfti að halda að senda þá inn í skóginn til að flæma dýrið út á sléttuna. Héldu þeir svo af stað og fóru fílar þeirra samhliða. “Þetta eru hræðilegar fréttir,’’ sagði dokt- orinn. “Eg hefði ekki trúað því að þessir menn, sem um svo mörg ár hafa verið okkur svo samrýmdir, gætu fengið sig til að vinna slík ódæðisverk. Að það mætti æra þá’ og kveikja almenna uppreisn með lygum um aö trú þeirra sé í hættu, það get eg ósköp vel ímyndað mér, en að þeir myrði ekki aðeins liðsforingjana og karlmenn yfir höfuð, heldur einnig konurnar og börnin, það er virkilega ótrúlegt. Okkur hefir æfinlega komið saman um það, að færu Hindúar af stað í uppreisn á annað borð, væri ekki’gott að segja, hve langt þeir gengju, en þessi ósköp held eg hvorugum okkar hafi komið í hug.” “Eg veit ekki, doktor. Eins víst hefir ver- ið ástæða fyrir þá, sem séð hafa þenna ský- flóka dragast saman, að ímynda sér að byl- urinn yrði krappur, þegar hann kæmi, og sem stendur getur enginn sagt hver endirinn verður. Fréttin um að Delhi sé fallin fyrir uppreisnarmönnum og strádrepnir allir hvít- ir menn í borginni, flýgur eins og þrumu- fleygur um þvert og endilangt landið, og kann enginn að segja hver verður afleiðing af því. En eitt er víst, doktor, og það er, að það væri heimska að dylja fyrir sjálfum sér þann sannleika, að innan viku gætu Hindúar veri6 búnir að drepa og myrða hvert einasta hvítt mannsbarn á Indlandi, að undanteknum má- ske þeim ,sem búa í fáeinum stærstu borg- unum, og í traustu vígi eins og Agra, þar sem hvítir hermenn eru svo liðsterkir.” “Ekki get eg neitað því, að alt þetta er mögulegt, Bathurst. Nái þessi uppreisn aö breiðast út um þrjú stærstu héruðin, liggur fyrir að yfirbuga Indland í annað sinn, og verður sá leikur erfiðari miklu en sá fyrri, því öll þessi ár, sem við höfum haft völdin, höfum við kappkostað svo dyggilega að kenna þeim innlendu vopnaburð og hernaðaraðferð alla. Og nú rísa allar eggjar á móti okkur, sjálfum lærifeðrunum. Það er svekkjandi að hugsa til þess, að veldi þetta hið mikla, sem við með ósegjanlegum örðugleikum höfum yfirbugað ögn og ögn í senn, geti á einni einustu viku gengið úr greipum okkar.” — Eftir litla stund hélt doktorinn áfram: “Það er ljótt, þetta er ekki svo? Og að hugsa um að hér hefi eg verið doktor þessara þorpara nú í þrjátíu ár, að slíta þá blátt áfram úr greipum dauð- ans í þúsunda tali. Hefði eg bara vitað hvað fyrir hendi var, mundi eg hafa blandað með- ulin með ögn af málmsýru eða arsenik, og ekki hikað meira en eg mundi hafa hikað við að skjóta tígris-ketling. Það er dálítil fróun í að hugsa um það, í þessu sambandi, að maj- órinn er nú þegar búinn að gera talsvert í þá, átt að umhverfa dómshúsinu í þolanlega traust vígi, svo traust, að það hníga hugsa eg æði margir af þessum þrælum, áður en þeir taka það. *Það er að segja, ef þeim teksc ekki að koma okkur öllum á óvart. Eg hefi aldrei á æfi minni tekið þátt í stríði sem hermaður, en úr því eg hefi getað hæft tígris- dýr á stökki, skil eg ekki annað en eg ætii að geta hæft einhvem Sepoya. En meðal annars, Bathurst. Hún ætlar víst að koma fram myndin, sem Rujub sýndi þér.” “Það vildi eg að yrði, það veit liamingj- an,” sagði Bathurst þunglamalega. “Eg tæki óhræddur og glaður hverju sem að höndum ber, ef eg gæti trúað að sú mynd væri sönn og að eg gengi fram í höggorustu eins og eg gerði á myndinni.’’ “Hugarburður! Rugl! drengur minn!” sagði doktorinn. “Það er auðvitað að fyrst um sinn ræður þú ekki við taugar þínar, en, trú þú mér, þú venst við gauraganginn með tímanum. Af því eg þekki þig svo vel, þá er nú þetta föst skoðun mín.” Bathurst hristi höfuðið. “Eg þekki sjálfan mig of vel til þess, doktor, að eg fari að hafa nokkra slíka von,’’ sagði hann. “Við erum nú á ferð til að skjóta tígrisdýr, og trúirðu því, að þar sem eg væri alls óhræddur að fara einsamall og fótgang- andi þarna ofan í skóginn í kvosinni, með þetta spjót eitt til vopna, þá er eg kvíðandi af því eg veit að þú ætlar að skjóta af byssu í fárra skrefa fjarlægð frá ■nér.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.