Heimskringla - 13.04.1932, Blaðsíða 8

Heimskringla - 13.04.1932, Blaðsíða 8
' SÍÐA HEIMSKRfNGLA WINNIPEG 13. APR. 1932 FJÆR OG NÆR. Séra Ragnar E. Kvaran flytur guðsþjónustu í Árborg £ sunnu- daginn kemur, 17. þ. m., kl. 2 e. h. Safnaðarfundur verður hald- inn að aflokinni guðsþjónust- unni. * * * Home Cooking Sale Ein deild Kvenfélags Sam- bandssafnaðar, efnir til mat- sölu í fundarsal kirkjunnar á fimtudaginn þann 14. þ. m., kl. 2 e. h. Þar verðurvá boðstólum allskonar heimatilbúinn matur og seldur á lágu verði. Hið helzta sem deildin býst við að hafa er allskonar kaffibrauð, rúllu- og lyfrarpylsa, slátur kæfa og þess háttar. Komið og birgið yður upp fyrir sumar- málin. * * * Margrét Jakobsson, 99 ára gömul, dó s.l. fimtudag á gam- almennahælinu á Gimli. * * * Alt kvenfólk vill líta vel út. í The Powder Puff Beauty Shop er bezta aðstoð að fá í þessu efni. Látið íslenzku stúlkumar þar sýna ykkur, hvernig þær fara að því að fegra útlitið. * * * Sambands kvenfélagið í Riv- erton heldur sinn vanalega sum- armála bazaar í kirkjunni á sumardaginn fyrsta (fimtudag 21. apríl) kl. 3 e. h. Mesta safn af skrautsaumuðum munum til sölu með mjög sanngjörnu verði. Einnig verður selt þar kökur og kryddbrauð heima- bakað. ROSE THKATRE THUR., FRI., APRIL 14-15 MoiiMter Double I*ro«:rara Viennese Nights Also PHILLIPS HOLMES and SYLVIA SYDNEY In An AMERICAN TRADGEDY SAT.. MON., APRIL 16-18 Doulile Feaíure Prosrram DOLGLAS FAIRBANKS In “AROUND THE WORLD IN 80 MINUTES” Also SALLY O’NEIL in THE BRAT Sama félag stofnar til “Old Timers' Dance” í Riverton Com munity Hall föstudaginn 22. apríl, kl. 9 e. h. Ágætur hljóð- færasláttur, alvanur dansstjóri og þar af leiðandi bezta skemt- un. Fólk er beðið að muna þetta og fjölmenna. * * * Hinn mánaðarlegi fundur íslenzka Heimilisiðnaðarfélags- ins verður haldinn fimtudags- kvöldið 14. apríl, kl. 8, að heim ili Mrs. August Blondal, 800 Victor St. Áríðandi málefni verður bor- ið fyrir fundinn, og er því Bskilegt, að allir meðlimir, sem mögulega geta komið, séu við- staddir. Öllum þeim, er nokk- uð er ant um að íslenzkur heim ilisiðnaður lifi sem lengst hér vestan hafs, eða kynnu að vilja gerast meðlimir, er vinsamlega boðið að koma. * * * í C. N. R. verksmiðjunum í Ft. Rouge og Transcona, er nú sem annarsstaðar verið að fækka mönnum. Er sagt að þeir sem ekki hafa borgarabréf og eru því ekki^ cjanadiskir þegnar, missi fyrst vinnuna. * * * Vatnið í Rauðánni hækkaði um 3 fet á þriðjudagsnóttina. Er það nú 11 fetum hærra en áður en þiðna tók. Ekki er bú- ist við hættu af vextinum, en þeir sem á árbakkanum búa horfa ekki óttalaust á þetta. * * * Bæjarráðið í Winnlpeg sam- þykti í gær, að sækja um leyíi til fylkisþingsins að breyta svo stofnskrá bæjarins, að hægt verði að leggja á bæjarbúa eft- irfarandi skatta: 1. Fyrir notkun á raforku og gasi, $200,000. 2. Bílaskatt, $100,000. 3. Áfengisskatt, $50,000. Skattinn á notkun ljósa- eða eldsneytisorku, er ætlast til að hver greiði með hverjum ljósa- eða gasrikningi. Hann nær til allra húsráðenda, eða þeirra er gas- og raforku nota, og er talað um að hann verði 10 pró- sent af upphæðinni á reikningn um. Bílaskattinn greiða bíla- eigendur og áfengisskattinn þeir er áfengi kaupa. En svo talar bæjarráðið um fleiri skatta. T. d. vill það hafa 10 prósent af eldsábyrgðum, sem greiddar eru 'yrir bruna, sem borgun til eld- liðsins. Ennfremur nefskatt, en hve háann, er enn óljóst. Einn- ig skatt af húsaleigu, sem hús- eigendur innheimta. Þetta hefir nú bæjarráðið alt í höfðinu. En hvað mikið af því verður löggilt, er eftir að vita, því út fyrir lögákveðið skattsvið bæjarins fer það alt. Fyrstu þrjú atriðin er þó lík- legt að fylkið heimili bænum að lögleiða. * * * Séra MAGNÚS J. SKAPTASON SUMARMALA SAMK0MA Hin árlega SUMARMÁLA SAMKOMA kvenfélags Sam- bandssafnaðar, verður haldin sem venja er til Á SUMARDAGSKVELDIÐ FYRSTA, 21. þ. m. í samkomusal kirkjunnar kl. 8.15 e.h. Á undan borð- haldi fer fram eftjrfylgjandi skemtiskrá upp í kirkjunni: 1. Organ Solo...........Gunnar Erlendsson 2. Nokkur Lög....... Br. Þorláksson, karlakór 3. Upplestur ......... Carl F. Kristjánsson 4. Vocal Solo..........Mrs. Lincoln Johnson 5. Ræða............Séra Benjamín Kristjánsson 6. Violin Solo..........Miss Gyða Johnson 7. Upplestur............Ragnar Stefánsson 8. Vocal Solo.................Oli Kardal 1. Ætti eg hörpu, eftir Pétur Sigurðsson. 2. Draumalandið, eftir Sigfús Einarsson 9. Leikfimissýning undir stjórn C. F. Kristjánsson, (fer fram í fundarsal kirkjunnar). 10. Veitingar í fundarsalnum. Inngangur: 35c Það er ekki hyggilegt að nota mjólk af öðrum flokki eða mjólkur afurðir. Modern MJÓLK RJÓMI og SMJÖR er það bezta sem náttúran, reynslan og nútíðar meðhöndlun getur fram- ieitt — hreinindi þeirra eru varðveitt í öllum efnum. SÍMIÐ 201 101 M0DERN DAIRIES LIMITED “Þú getur þeytt rjómann en ekki skekið mjólkina”. Hljótt er í höfðings ranni, helmyrkur ljóra byrgir. Fallinn er hér til foldar frægasta íturmenni. Sorgadís situr hnýpin, séra Magnús er liðinn. Skarð fyrir skildi er orðið, skapadís ei það fyllir. Margt um þig mætti rita, manndómi sönnum gæddur. Andans þrek stórt þig studdi, staðfastur, vinum tryggur, hreinlyndur, hjartaprúður, háar því gáfur barstu; fróðastur flestra manna, fram gekstu lífsbraut þína. Heilráður vinum varstu, veglyndur, göfugmenni; fremstur í flokki íta, fræknleik ef reyna skyldi; þar barst þú einn af öllum, enginn þér stóðst í glímu; hugdjarfur, hetja varstu; heill þér til grafar fylgdi. Lofsverð þín lifir minning lengi í margra hjörtum. Djörfung og dánumenska djúpt var á skjöld þinn ritað. Ljúft þig í lotning beygðir lifandi guði fyrir. Óskir þér fagrar fylgja fram yfir gröf og dauða. Margrét J. Sigurðsson. • • • Þann 19. apríl halda Fálkar fjölbreytta íþróttasýningu í efri sal G. T. hússins, og verður þar “tumbling" bæði af drengjum og fullorðnum og glímur og “boxing” bæði af fullorðnum og drengjum og “Pyramid Buil- ding” bæði af stúlkum, drengj- um og fullorðnum, og líkams- æfingar gerðar af stúlkum. Og svo verða þeir þar líka Bob Helgason og Karl Kristjánsson að sýna list sína. Komið og hjálpið okkur með því að fylla húsið. Svo verður dans á eftir. Pete Sigurdson. * * * Til fslendinga í Norður Dak. Á þriðjudaginn þann 19. þ. m. 8.30 e. h., flytur A. S. Bar- dal fyrirlestur að Mountain, N. D. um ísland og sýnir myndir, og þar fær fólk að heyra marg- ar hljómplötur beggja karlakór- anna frá þjóðhátíðinni 1930. — Aðgangur ókeypis en öllum verður gefið tækifæri til að sýna velvild sína til Jóns Bjarnasonar skóla, með því að leggja eitthvað á diskinn. Einnig verður séra Octavius Thorlaksson þar viðstaddur, og ávarpar þá sem koma. Þeir sem sitja heima, heyra ekki til þeirra Bardals og Thor- lakssons, og vita því ekki hvað þeir missa. Fimm atriði sem athuga ber í öllum kaupum. R. S. Rider, varaforseti Can- adian Steel Corporation Ltd., segir að þetta sé það sem hver maður, sem einhver kaup gerir, þurfi að hafa í huga: Þektu vöruna sem þú kaup- ir eða þarfnast. Vittu hvers vegna þig vantar hana. Vertu viss um hver býr hana til. Gáttu úr skugga um verðið. Og lærðu að nota hana rétti- lega. Af langvarandi reynslu veit eg það að bændum er það öllu öðru ljósara, til hvers að þá vantar vöruna, sem þeir kaupa. Þeim er einnig innan handar að vita um efni hennar og gæði af reynslu hvers annars. En eigi að síður eru menn oft á þessu blektir. Þeim er selt það sem verra er en annað, vegna vanþekkingarinnar á hlutunum sem þeir eru að kaupa. Annað er að gera sér sem Ijósasta grein fyrir notkun vör- unnar. Að menn geri það ekki ávalt, sést bezt á því, að menn borga oft of fjár fyrir muni, sem undur lítil not eru að, inn- an húss og utan, en vanhaga svo hlutina, sem mest er þörfin fyrir, vegna þess að peningun- um er eytt fyrir óþarfann. Að vita hver býr til vöruna, er í raun og veru mjög áríðandi. Það fær enginn góða uþpskeru úr ónýtu landi. Og svo er með það að kaupa vöru, sem ekki er þekt að því, hvernig hún reynist. Hún getur reynst góð, en það er vissara sem vissara er, með að eyða ekki af sínu í ónýti, með því að nóg er til af góðum vörum í öllum greinum. Um verð hlutarins er sjálf- sagt að vita og vera viss, því á því er ending og not hlutar- ins reiknað út. Að vita hvernig nota á hlut- inn, er annað, sem stundum 1'þykir ekki þess vert að minn- ast á, en hefir samt sína þýð- ingu. Þeir sem þekkja eins mik- ið til girðingavírs og við ger- um, sem seljum “Ojibway’’ vír- inn alkunna, vitum vel að það eru oft staurarnir, sem vírinn slíta, og hvernig þeir eru sett- ir niður, eins og hitt, að vírinn endist ekki. Með réttri með- höndlun endist “Ojibway” girð- ingavírinn um aldur og æfi. * * * Ungfrúrnar Willa Anderson og Dísa Nordal, opna næstkom- andi mánudag, 18. apríl, snyrt- ingarstofu er þær nefna The Powder Puff Beauty Shop, að 806 Sargent Ave., beint á móti Rose leikhúsinu. Viðskifta ís- lendinga í nágrenninu er æskt. Verkið.. ábyrgst... Verð.. sann- gjarnt. Permanent Waving g specialty. * * * Herbergi til leigu að 408 Mc- Gee St. Sanngjörn leiga. Bjart herbergi. MERKILEGAR UPPGÖTVANIR sem engum koma að notum. um hin nýju “eilífðareldfæri”. Það er austurrískur maður sem fann þau upp, og er uppfinning- in fólgin í því, að hann hefir búið til kveikiþráð, sem geymd- ur er í skafti og skrúfaöur fram jafnharðan og þarf að nota hann, líkt og blý í vasa- blýant. Þráðurinn er svo lang- ur, að það mun vera hægt að kveikja á honum 4000—5000 sinnum, því að við hverja kveik ingu eyðist ekki nema svo sem einn millimeter af honum. Þessi uppgöt.vun getur haft alvarleg- ar afleiðingar fyrir eldspýtna- iðnaðinn, og hugvitsmanninum hafa því verið boðnar 20 milj- ónir marka fyrir einkaleyfið, en hann hefir ekki viljað selja það. Þess er því að vænta að bráðlega verði farið að fram- leiða “eilífðareldfærin’’ í stór- um stíl. Ef hugvitsmaðurinn sjálfur hefir ekki efni á því að hagnýta uppgötvunina, verður líklega stofnað félag til þess og fær það þá einkaleyfið. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að af venjulegum eldspýtum fer vanalega önnur hvor eða þriðja hver forgörð- um vegna þess, að kveikiefnið er ekki nógu gott. Yfirlýsing framleiðenda um það, að ekki sé hægt að fá betra kveiki- efni, er röng. Þeir liggja á • mörgum uppfinningum um betra kveikiefni, en þeir vilja ekki nota þær, vegna þess, að þeir vilja alls ekki að eld- spýtnaeyðsla minki. Um rafmagns glóðarlampa er það að segja, að þeir endast yfirleitt illa, en ótal uppfinn- ingar hafa verið gerðar til að bæta þá, og hefir verið tekið einkaleyfi á mörgum þeirra. En þau einkaleyfi eru ekki notuð. Þó er það áreiðanlegt, að hægt væri að framleiða glóðarlampa, er entust þrisvar eða fjórum sinnum lengur, heldur en þær perur, sem nú eru notaðar. Þá má minnast á svefnlyf og kvalastillandi lyf, sem nú eru seld dýrum dómum. Það hafa fundist aðferðir til að fram- leiða meðul þessi mjög ódýrt. Og sérstaklega má neina eina uppgötvun um að búa til svefn- lyfs-töflur á framúrskarandi ó- dýran hátt. Uppfinning þessi er þýzk, en hún er ekki notuð í Þýzkalandi, heldur hefir ame- rískt félag keypt hana og fleiri slíkar uppfinningar fyrir stór- fé, aðeins í þeim tilgangi að hindra það, að þetta ódýra Flestar umsóknir um einka- leyfi fyrir nýjum uppfinning- um, koma frá iðnaðarfyrirtækj- um, og eru aðallega til þess að fá uppfinningarnar verndaðar fyrir stælingum. En þó kemur fjöldi einkaleyfisumsókna frá einstökum mönnum, er annað- hvort hafa fundið upp nýja hluti eða nýjar aðferðir, eða endurbætt hið eldra, og^ á það aðallega við hluti, sem notaðir eru í daglegu lífi þjóðanna. En fæstir uppfinningamannanna gefa sjálfir hagnýtt einkaleyf- ið, vegna þess að þá skortir fé til þess. Þeir eru því neyddir til að selja einhverju félagi upp- götvanir sínar, en hvort þau vilja kaupa þær, er undir því komið, hve miklar líkur eru til að hægt sé að græða á þeim. Oft er það líka svo, ag félög þykjast hafa meiri hagnað af því að uppfinningar komi hvergi fram, heldur en að hag- nýta þær. Þegar svo stendur á, er það venjulega vegna þess, að hin nýja uppfinning gæti stór- um skaðað, eða jafnvel koll- varpað iðnaði, sem nýlega hafði verið stofnað til með ærn- um kostnaði. Þá er farið að semja við hugvitsmanninn, og vanalega tekst það að kaupa uppfinningu hans ekki alt of dýru verði. Um uppgötvanir, sem gerðar eru án þess að nokkur viti af og eru þýðingarmiklar, horfir málið öðruvísi við. Svo er t. d. MESSUR OG FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Mcssur: — á hverjum sunnudegk kl. 7. e. h. Safnaðamefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálpamefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. svefnlyf verði framleitt í Ev- rópu og spilli fyrir markaði amerískra svefnlyfja. Hugvits- maðurinn hefir skuldbundið sig til þess að láta engan lifandi mann vita í hverju uppfinning- in er fólgin, 'og einkaleyfið liggur lokað í skjalaskáp ame- ríska félagsins. Danskur hugvitsmaður hefir fundið upp ákaflega einfalda saumavél, sem bæði má stíga eða snúa með rafmagni, og selja mætti með góðum hagn- aði fyrir 30—40 mörk. Þessa uppfinningu hefir saumavéla- verksmiðja í Bandaríkjunum keypt fyrir of fjár, og einkaleyf ið liggur læst í hirzlum henn- ar. Ef þessi saumavél kæmi á markaðinn, mundi hún útrýma öllum öðrum saumavélum, og það vildi versmiðjan ekki eiga á hættu. (Þýtt úr þýzku blaði.) Lesb. Mbl.... QUINTON’S ^ÓD Þurhreinsun ER BEZT FYRIR FÖTIN EN HÚN VERÐUR AÐ VERA GÖÐ Símakall til Quinton’s og hin bezta þurhreinsun sem pen- ingar geta keypt á hinu rými- legasta verði er til boða. ALFATNAÐUR Jj QQ KAPUR......$1.25 með loðbryddingum aukagjald KJÓLAR.....$1.25 úr alsilki I 1 eða 2 lagi FLÓKAHATTAR .. QQ QUINTON'S Cleaners — Dyers — Furriers SIMI 42 361 TENDEHS FOR COAL gEALED tenders addressed to the Purchasing Agent Department of Public Works, Ottawa, will be re_ ceived at his office until 12 o'clock noon, (daylÍKhi Haviner), Friday, May 1JK52. for the supply of coal for the Dominlon Buildings and Experimentai Farms and Stations, throughout the Provinces of Manitoba, Saskatchewan, Alberta and British Columbia. Forms of tender with specifications and conditions attached can be obtain- ed from H. F. Dawson. Acting Chief Purchasing Agent, Department of Public Works, Ottawa; H. E. Matthews District Resident Architect, Winnipeg, Man.; G. J. Stephenson, District Resi- dent, Architect Regina, Sask.; Chas. Sellens, District Resident Architect, Calgary, Alta.; and C. F. Dawson, District Resident Architect, Victoria, B. C. Tenders will not be considered un- less made on the above mentioned forms. The right to demand from the suc- cessful tenderer a deposit. not ex- ceeding 10 per cent of the amount of the tender, to secure the proper ful- filment of the contract, is reserved. By order N. DESJARDINS, Secretary. Department of Public Works, Ottawa, April 8, 1932. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Repair Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, Batteries, Etc. Mikil Niðurfærzla á farbréfum með C.P.R. Gengur strax í gildi með öllum skipaferðum austur, hvort keypt er fyrir aðra leið eða báðar, til ISLANDS og annara evrópískra staða. Niðurfærslan nemur: TUTTUGU PRÓSENT En til vesturferðar TIU PRÖSENT Ef þú hefir í huga að ferðast til ættlandsins eða koma íjöl- skyldu þinni vestur til Canada, unnustu eða venzlamanni, þá haf tal af næsta umboðsmanni félagsins, eða skrifa eftir öllum upplýsingum og nauðsynlegum skírteinum til W. C. CASEY, 372 Main St.( Winnipeg, Man. CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.