Heimskringla - 13.04.1932, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.04.1932, Blaðsíða 1
PertKs The 4 STAR CLEANERS Men’s Suits Suí3 $1.00 Hats 50c PHONE 37 266 PertKs Th. 4 STAR CLEANERS Ladies’ Dresses $1.00 I Cloth, Wool or Jersey ..... PHONE 37 266 XLVI. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 13. APR. 1932 NUMER 29 “ÞÖKK FYRIR KOMUNA” Þetta voru orðin á vörum ís- lendinga, er á C.N.R. járnbrauta stöðinni í Winnipeg voru stadd- ir s. 1. laugardagsmorgun. En þangað voru þeir komnir til þess að kveðja prófessor Sigurð Nor- dal er var að leggja af stað suður til Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hann hefir flutt fyrirlestra í vetur um norrænar bókmentir. Það hefir áður verið minst á lcomu prófessors Sigurðar Nor- dals hingað og á flest það er fram fór í sambandi við hana. Uyrirlestra hélt hann hér tvo, annan um skáldskap, en hinn um Víkingana fornu. Má með sanni segja, að á fróðlegri og skemtilegri fyrirlestra hefir ís- lendingum sjaldan eða aldrei gefist kostur hér vestra að hlýða. Auk þess flutti prófess- or Sigurður Nordal margar samsætisræður, er eigi síður voru þeim til skemtuna er föng áttu á því að hlýða á þær. Ætlum vér komu fárra íslend- Inga, ef nokkurs, hafa verið Westur-íslendingum kærari, en homa prófessors Sigurðar Nor- dalg var. Studdu þar ekki einungis að gáfur og mentun, heldur einnig viðmót gestsins, sem var hið ljúfmannlegasta er ákosið varð. Eitt er það mál, er okkur Vestur-íslendingum er og má vera ant um. Það er Þjóð- ræknismálj|ð. Einnig á það hafa áhrifin af komu prófess- ors Sigurðar Nordals verið mik- il og heilla drjúg. íslendingar gátu því sagt, að skilnaði, af einlægum huga og góðum ástæðum: “Þökk fyrir komuna”. FYRIRKOMULAGI BREYTT Fyrirkomulaginu með fjárveit ingar til atvinnulasura er lík- legt að verði innan skamms breytt. Eins og kunnugt er, hefir fé verið veitt af stjórnum landsins til ýmsra verka, með það fyrir augum, að bæta úr atvinnuleysinu. Nú er talið víst að fé verði ei veitt framvegis í þessu skyni, heldur sem beinn framfærslueyrir til atvinnu- lausra. Þegar verkum þeim lýkur, sem nú hefir verið byrjað á, er því úti um aukna atvinnu. Sambandsstjórnin ber frá 30 til 50 prósent, af framfærslu kostn aðinum eins og áður, en fylkin og sveitarfélögin hitt. Þetta fyrirkomulag komu forsætisráð- lierrar allra fylkja landsins sér saman um að taka upp, ásamt forsætisráðherra R. B. Bennett á fundi í Ottawa s. 1. laugar- dag. Er búist við að sambands- stjórnin samþykki lög þessu viðvíkjandi á yfirstandandi þingi. , HINDENBURG ENDURKOSINN Það fór svo sem spáð hafði verið, að Hindenburg vann sigur í forsetakosningunum, sem í annað sinn fóru fram á Þýzka landi s. 1. sunnudag. Er hann því nú forseti landsins, sem áður. Alls hlaut hann 19,359, 642 atkvæði, en helzti gegn- sækjandi lians Adolph Hitler, leiðtogi fascista, 13,417,460 at- kvæði. Ernst Thaelman, kom- múnisti hlaut 3,706,388 at- kvæði. Fleiri voru ekki í vali s. 1. sunnudag. í kosningunum sem fram fóru 13 mars sóttu tveir aðrir, er nú drógu sig í hlé. Voru það Theodor Due- sterberg og Adolph Winter. Þeirra atkvæði skiftust því milli Hindenburgs og Hitlers í þess- ari kosningu. En ekki hlaut Hindenburg samt nema 705, 398 atkvæði fleiri nú en í fyrri kosningunni (13. mars.). Hiti- er hafði aftur 2,016,341 fleiri atkvæði í síðari kosningunni. Stefna Þýskalands í utanrík- ismálum verður því sú sama og áður. En óánægju með þá stefnu lýsir það mikilli hjá þýzku þjóðinni, hvað fascista flokkurinn er efldur og virðist stöðugt að aukast ásmegin. LINDBERGH GREIÐIR $50,000. EN BARNINU EKKI SKILAÐ Síðast liðinn mánudag, skýrði Lindbergh lögreglunni frá því, að hann hefði greitt bófunum, sem barni hans stálu $50,000. fyrir nokkru, líklegast rúmri viku, en barninu hafi þeir samt ekki skilað. Hann færði þeim féð eins og þeir lögðu ráð á, og lofuðust þá til að skila barninu. En það sviku þeir. Féð færði Lindbergh þeim í 5, 10 og 20 dala seðlum. Þegar barninu var ekki skilað, var bönkum gert aðvart um, að taka ekki seðlana gilda, en þeir hafa númerin af þeim öll- um og þekkja þá. Lindbergh heldur því fram, að hann hafi átt við þá er barninu stálu. Meðal annars var skrift þeirra sú sama og sú er var á miðanum sem í glugg anum á herbergi barnsins var skilin eftir. í öðru lagi var Lindbergh sýndur náttkjólinn er barnið var í. Hann heldur því, að hann hafi ekki verið blektur á hverjir mennirnir voru. En þeir hafa svikið lof- orðið um að skila barninu eigi að síður innan þess tíma, er Lindbergh bjóst við, að þeir mundu gera það. Með því að birt hefir nú verið að seðlarnir verði ekki teknir af bönkunum, er auðvitað öll von úti um, að barninu verði skilað fyrst um sinn. Eflaust geta þeir þó svikið seðlana út í menn talsvert fyrir þessu, svo með því að birta þá fyrir ætlun hefir ef til vill verið óþarft verk unnið. Loforð þrjótanna var, að skila barninu innan “sann- gjarns” tíma. Hvort Lindbergh hefir skilið það eins og vera bar, getur verið álitamál. En þessi svik bófanna, eru þó rétt eftir annari þrælmensku þeiira. NÝ SKOZK ORÐABÓK Geinar korn það er hér fer á eftir, er tekið úr ritdómi, sem birtist í skozku blaði, um nýja orðabók, sem Skotar hafa í smíðum. Orðabókin er í 10 bindum (bókum) og er hvert þeirra 320 blaðsíður að stærð. Hún á að taka öllum eldri orða- bókum yfir mál Skotanna fram. Verð hennar er 15 sterhngs- pund. Tvö eða þrjú bindi eru komin út. Og það er um þau, sem ritdómurinn fjallar. En það sem hér verður birt, er þó aðeins það, er vér hyggjum að íslendingum þyki eftirtekta- vert í ritdóminum, og lýtur að þjóðrækni Skotans eða öllu heldur því, hve ófeiminn hann skrifar um þjóðernis mál sitt.: “Tunga vor”, segir ritdóm- arinn, “var grundvöllurinn að sameiningu hinna mörgu þjóð flokka, er til Bretlands eyja komu, í eina þjóðarheild, undir stjórn Skotakonunga. Hún hefir mótað hugsunarhátt vorn, lundareinkenni og tilfinningar. Hún hefir verið “insta þráin" í lífi þjóðar vorrar alt til þessa dags. Fyrir hana erum við sérstök þjóð, ein sérkennileg- asta þjóðin í öllu Bretaveldi. Frá dögum Bannockburns, átti hún svo sígildar og miklar bók- mentir, að á Englandi var ekk- ert til, er í samjöfnuð komist við það fyr en á dögum Elizabetar drotningar. En út úr því byrj- ar hnignunin. Eyðingaröflin umkringdu tungu vora og þjóð- erni á allar hliðar, í pólitízkum þjóðféalgslegum og bókmenta- legum skilningi. En þrátt fyrir það, koma svo sterk öfl við og við fram í þjóðlífi voru, er viðnám veita þessu öllu, að það dylst ekki, að stofninn er enn heill og ófúinn og hefir næg lífsskilyrði í sér fólgin til þess, að nýjar greinar vaxi á honum með nýju og fögru lauf- skrúði. Nægir því til sönnun- ar að nefna nöfn annara eins manna og Ramsay, Ferguson, Burns, Scott, Galt, Stevenson og Barrie. Sú þjóð sem glatar máli sínu, glatar dýrmætasta sérkenni sínu. Ef oss skortir þjóðrækni til þess, að nota tækifærin sem til þess gefast, að tala á vorri eigin tungu, ef við ekki berum nógu mikla virðingu fyrir feðra tungunni til þess að krefjast þess, að hún sé ekki látin ó- æðri bekk skipa í skólunum, ef vér ekki gerum þá kröfu til rithöfunda vorra, að þeir riti á máli þjóðar sinnar, til þess að varðveita lundareinkenni henn- ar, siði og andlegt atgervi, þá liggur ekkert annað fyrir okk- ur en að glata sjálfum okkur, og verða auðvirðileg eftirherma þjóðarinnar fyrir sunnan okk- ur. Þessi nýja orðabók ætti að verða tungu vorri og þjóð þau Iðunnar epli, er hvort- tveggja verndar og varöveitir eih'f-ungt.” ÝMSAR FRÉTTIR. í C. N. R. verksmiðjunum er nú verið að fækka starfs- mönnurn. Kvað Sir Henry Thornton það óumflýj<(|nlegt. Þessi atvinnumissir mun áhræra í öllu landinu um 4000 manns. * * * í grend við bæinn Mendoza í Argentínu voru svo mikil eld- gos s. 1. mánudag, að askan varð 14 þumlunga djúp sum- staðar. í loftinu barst hún um 800 mílur. Jarðskjálftar miklir fylgdu gosunum. Var rétt að því komið að íbúar borgarinn- ar Mendoza flyttu burtu, en þeir eru um 80,000. Um skemd- ir er ekki talað, en fólk varð mjög skelkað við umbrotin. * * * Á afvopnunarfundinum í Par- ís í gær, lögðu Bandaríkin til að vopnabúnaður væri mink- aður, stærstu fallbyssur væru lagðar niður í hernaði og einn- ig “tanks”. André Tardieu, for- sætisráðherra Frakklands, mót- mælti þessu. Kvað takmörkun vopnabúnaðar að engu haldi koma, heldur hitt, að vopnin væru lögð Þjóðbandalaginu í hendur. Hann minti Bandarík- in á það, að fundurinn væri haldinn að tilhlutan Þjóðbanda- lagsins, en því tilheyrðu Banda- ríkin ekki. Tillögu Litvinoff, utanríkisráðherra Rússa, um að minka her, sem færi fram úr 200,000 manns, um helm- ing, var enginn gaumur gefinn. Þannig gengur nú á afvopnun- arfundunum. * * * Inn í bakarabúð í Green- wich, Conn., kom kona í gær- kvöldi í viðskiftaerindum. Þeg- ar hún borgaði fyrir munina, rétti hún Mrs. Decornille, en svo hét konan sem bakaríið átti, $20 seðil. Mrs. Decornilie leit á viðskiftavin sinn bros- andi og sagði, að seðill þessi væri eínn af seðlum Hnd- berghs. Hún hafði númerin af öllum seðlunum. En er konan sem inn kom, heyrði þetta, hrifsaði hún seðilinn af Mrs. Decornille og þaut út og upp í bíl, er beið úti og hún hafði komið í. í bílnum var ökusveinn. Voru þau horfin á svipstundu. Bíllinn var nýlegur og grænn á lit. Mrs. Decornille g}erði lög- reglunni strax aðvart, og er nú miskunarlaus leit hafin eft- ir þessari konu. En ekki hefir hún fundist er þetta er skrifað. * * * Sambandsþingið samþykti í gær tillögu um að kjósa þriggja manna þingnefnd, til þess að rannsaka reikninga, er stjórn- endur C. N. R. kerfisins, að Sir Henry Thornton meðtöld- um, kröfðust að sér væru greiddir, fyrir ýmislegan kostn- að er þeir hefðu borgað sjálf- ir á árinu 1931. Hvað miklu reikningarnir nema, er ekki getið um, en árið 1930 námu þeir tveimur miljónum. Meðal annars á nefndin að líta inn í kaupin á $185,000 íveruhúsi, er Sir Henry Thornton keypti í Montreal fyrir tveim árum síð- an. í * * * Samkvæmt fjárhagsskýrslu Manitobafylkis, hefir alt að því $10,000 verið varið af Bracken- stjórninni á s. 1. ári, til þess að rannsaka möguleikana á raf- orkuframleiðslu við Dauphin- ána. J. T. Haig, þingmaður frá Winnipeg, æskti að þessir pen- ingar væru útfarareyrir hug- myndarinnar, við umræður um málið í þingi í gær. * * ¥ Bretar hafa þverneitað að verða við kröfum de Valera, um að afnema hollustueið írsku stjórnarinnar til Bretaveldis, og að gefa eftir að hætt sé að greiða jarðaskattinn. Segja Bretar að þetta sé ekki hægt nema að rjúfa samning írlands og Bretlands frá 1920. En de Valera situr við sinn keip. Og útlit er fyrir að hann ætli ekki að hika neitt við að leggja málið fyrir írska þingið. Að vísu er stjórn de Valera ekki í stórum meirihluta, en líklegt er þó að málið verði þar sam- þykt. Og hvað skeður þá? Efri deildin er talin á móti því. En eru ekki afleiðingarnar af því að neita málinu staðfestingar of alvarlegar til þess, að það verði gert? Um þetta alt frétt- ist síðar. * * * Sir Josiah Stamp og með- nefndarmenn hans í rannsókn kornsölumálsins s.l. sumar, tóku engin laun fyrir starf sitt, að því er sagt var í sambands- þinginu nýlega. * * * J. T. Haig, K. C., hélt því fram í Manitobaþinginu s. 1. mánudag, að Brackenstjórnin hefði getað komið í veg fyrir það að Manitoba Paper félag- ið lokaði upp Pine Falls myln- unni. Segir hann að samning- arnir væru þeir, að ef félagið hætti störfum, væri hægt að svifta það viðartökuleyfinu. En Bracken hefði ekkert skeytt þvi þó félagið hefði brotið samn- ing sinn, og léti það hafa við- artökuleyfið eftir sem áður, til þess að enginn annar hefði tækifæri að hefja þarna starf. * * * Upphæðin, sem sambands- stjórnin hafði greitt bændum i Vestur-Canada, með því að borga 5 cents af burðargjaldi hvers mælis af hveiti, nam 31. des. 1931, $8,483,384. * ¥ * Til fiskiklaks í Manitoba ætl- ar Brackenstjórnin ekki að veita á komandi fjárhagsári nema $4,000. Síðastliðið ár nam þessi veiting $20,500. * * * Kínverjar hafa selt Rússum 10,000 tonn af hveiti og önnur 10,000 af hveitimjöli nýlega, en Bandaríkin lögðu hveitið til svo það var í raun og veru selt fyr- ir {?au. Gera Bandaríkin sér vonir um að selja talsvert af hveiti framvegis á þennan hátt. Það er vegna skilmálanna á sölunni, sem Kínverjar reka þessa verzlun við Rússa fyrir Bandaríkin. “TENGDAMAMMA”. Leikfélag Sambandssafnaðai hefir ákveðið að sýna leikinn “Tengdamamma”, eftir Krist- inu Sigfúsdóttur, þriðjudaginn 26. apríl n. k. Mun varla nokk- ur leikur, er sýndur hefir verið hér vestan hafs, hafa orðið vinsælli, enda er efni hans ram- þjóðlegt og gripið beint úr ís- lenzku sveitalífi, og leikritið sjálft snildar gott. Efni leiksins er barátta milli tveggja tímabila, bændamenn- ingarinnar gömlu, sem gerði ekki miklar kröfur, en vildi búa að sínu og sjá sér vel far- borða, og undi glöð við sitt hlutskifti — og hinnar nýrri framfara aldar, sem öllu vill umbylta, er stórhuga og miklu vill afkasta, en reynist stund- um ekki eins affarasæl. En uppi staðan er hin æfagamla saga afbrýðinnar milli tengda- móður og tengdadóttur. Björg, húsmóðirin á Heiði, fær einka- syni sínum, sem er nýútskrifað- ur búfræðingur, og tengdadótt- ur sinni, dömu úr höfuðborg- inni, búið í hendur. Báðar eru konurnar skapmiklar og ráð- ríkar, og þykjast eiga ærið til- kall til sama mannsins, sem er sonur annarar, en eiginmaður hinnar. Þannig skapast átök- in í leiknum. Allar persónurnar eru mjóg skýrt mótaðar og samræðurnar víða þrungnar af andríki og viti, og leikurinn vel bygður i hvívetna. Svo fer að lokum að sambúð- in við tengdamóðurina verður óbærileg, og unga konan ákveð- ur að flytja burt til foreldra sinua í höfuðstaðnum. En þeg- ar bóndi hennar er að fara á pósthúsið með bréfið, sem gera á út um þessa hluti, skellur á blindhríð og hann er nærri því orðinn úti. í örvæntingunni, sem grípur konurnar báðar, bráðn- ar stoltið og afbrýðin úr sál þeirra. Svo að þegar Ari kemst heim að lokum við illan leik, fyrir atbeina Sveins vinnumanns er alt fallð í ljúfa löð. önnur ástarsaga er í leiknum milli Sveins vinnumanns og Rósu fóstursystur Ara, sem einnig er prýðilega farið með. Allar persónurnar eru ósvik- ið íslenzkt fóllk, sem öllum þykir gaman að að sjá framan í. Jón vinnumaður og Þura eiga bæði sína sögu, og yfir- leitt er þannig með efnið far- ið, að það bregður upp ákaf- lega skýrri mynd af íslenzku sveitalífi. Enginn vafi er á því að marga mun fýsa að minnast gamalla tíma og sjá inn í íslenzka sveitabaðstofu, þann 26. apríl n. k. í fundarsal Sambands- kirkju, og njóta um leið þeirr- ar andlegu hressingar, sem að því er að sjá farið með óvenju gott og göfugt skáldrit. KVELDSTUND MEÐ NORDAL Síðast liðið fimtudagskvöld komu saman nær fjörutíu ís- lendingar að heimili Mr. og Mrs. W. J. Lindal hér í borg. Fund- armenn tilheyrðu allir þeim hóp landa, sem hér voru fædd- ir eða sem hingað voru fluttir börn og hér hafa alist upp. Voru hér saman komnir jafnt þeir, sem lítið hafa látið sig varða íslenzk málefni, eins og þeir, sem mikinn þátt hafa tekið í félagsskap landa. Heiðursgesturinn var dr. Sig- urður Nordal. Var svo til ætlast af þeim, sem boðuðu til fund- ar, að dr. Nordal gæfist tæki- færi til að kynnast fundarmönn- um og áliti þeirra á þjóðernis- málum íslendinga vestra, eins og t. d. viðhaldi íslenzknar tungu og bókmenta, afstöðu þeirra gagnvart Austur-íslend- ingum, og fleira af því tæi Landar í Winnipeg hafa sjaldan háð fjörugra málþing en þetta. Hver fundarmaður eftir annan talaði af krafti og mælsku, og mælti hreinskilnis- lega það, sem honum bjó í brjósti. Skoðanamunur var lít- ill sem enginn. Það er vel lík- legt, að dr. Nordal hafi aldrei þurft að hlusta á jafnmargar ræður á einu kvöldi. En fund- armenn vona, að honum hafi ekki orðið meint að, og að það hafi heldur orðið honum til ánægju. Til þess var leik- urinn gerður. * Flestir ræðumenn könnuðust við að íslenzkan, sem mælt mál, væri að leggjast niður hér vestra. Sumum fanst að yngra fólkið hafi farið of geyst í því að gleyma málinu og þvf, sem íslenzkt er. Öllum kom saman um, að erfitt væri að reisa rönd við þessu, en eitthvað mætti þó gera til þess að þekk- ing á íslenzku og íslenzkum bókmentum liði hér ekki alveg undir lok. Fanst ýmsum að málinu yrði bezt borgið með því, að v settur væri kennari í íslenzku við fylkisháskólann. Þá voru aðrir, sem bentu á að margir unglingar hefðu nú þegar glatað íslenzkunni, og spurðu þeir þá um leið, hvort þeir unglingar hefðu öðlast það nokkuð af menning þessa lands, sem bætti þeim tapið. Hvort það reyndist ekki satt, að um leið og íslenzkunni væri slept, þá sleptu þeir einnig þeirri framtakssemi og löngun að hafa sig áfram — og að skara fram úr, sem hefði ein- kent íslenzka innflytjendur. Dr. Nordal benti á, viðvíkj- andi því, sem sagt var um ís- lenzkukenslu við háskólann, að heppilegast væri að slík kensla færi fram í sambandi við ensku- deiljd skólans. Svoleiðjs yrði íslenzkan no^uð til undirstöðu við enskunám, eins og nú er víða gert við háskóla og aðrar mentastofnanir á Englandi. — Þyrfti því sá, sem þetta verk tæki að sér, að vera sérfræð- ingur í ensku og íslenzku. Ennfremur * hélt dr. Nordal að óþarfi væri að leggja árar í bát þó íslenzkan ætti eftir að leggjast hér niður, eins og sagt hefði verið. Betra væri að Frh. á 5 bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.