Heimskringla - 25.05.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 25.05.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 25. MAÍ 1932. HEIMSKRINGLA 5 BLAÐSlÐA Brúðvísur. (Ortar 1881 af dr. Valtý Guðmundssyni.) Ljómar sigur-sól fríð. Nú er sælunnar tíð. Nú er sorgin úr gleymskunnar djúpi. Því að ástin það er, hún er orðin sól hér, klæðir elskendur brúðsælu hjúpi. Eins og haustblóm á fold rísa hrímguð úr mold, viður haustmorgun geislana skæru. Brosir dögg þeim á brá björt, og hrímið er frá; ljóma brúðhjónin ástinni’ af mæru. Blóm er bliknað í hlíð, byrjar haustnætur tíð, býr sig lágstraumur frostrósum hreinum. Blikna bylji ei við, berast táls ei af nið; og þær buga-st af dauðanum einum. Brosir Vanadís blíð, bruggar ástarhót þíð, og hún blessar hin samtengdu hjörtu. Lifið ástar í draum viður alsælu glaum, unz þið uppvaknið dýrðinni’ í björtu. (Visur þessar eftir hinn góðkunna fræðimann, dr. Valtý Guðmundsson, voru Heimskringlu léðar til birt- ingar. Vitum vér að margur hefir gaman af að lesa þær, sem annað eftir þann góðkunna höfund. Visum- ar eru ortar að tilmælum konu dr. Valtýs, frú önnu Jóhannesdóttur sýslumanns, og sendar undir hennar nafni til brúðurinnar, ungfrú Margrétar Rósu Jóns- dóttur, frá Hólkoti í Unadal í Skagafirði, á brúð- kaupsdegi hennar , er hún giftist hr. Vigfúsi Einars- syni Deildal, frá Grindum í Deildardal. Þau Margrét og Vigfús fluttust hingað vestur irið 1887. Er Margrét dáin fyrir löngu síðan, en ekkju- maðurinn býr hér í bæ hjá dóttur sinni og tengda- syni, Mr. og Mrs. Fr. Bjamason. Magazine’’, árið 1748, að í skírnarveizlu nokkurri hefði barnfóstran orðið svo dauða- drukkin, að í stað þess að leggja barnið í vögguna, fleygði hún því svo nálægt eldinum, að það brann til dauðs á fáum mínútum. Fyrir réttinum bar barnfóstran, að hún hefði verið svo dauðadrukkin, að sér hefði sýnst barnið vera eldiviðarbút- ur. Og með það var henni slept. En um sama leyti var hver þjófur á Englandi, sem stal meiru en shilling (25 eents) umsvifalaust hengdur. Svipað þessu var ástandið í mörgum öðrum löndum. í brezku nýlendunum í Ameríku, þar sem púrítanarnir réðu lög- um og lofum, var mikill drykkju skapur, þrátt fyrir óhófl^gan strangleika í flestu, sem að siðferði laut. Við jarðarför prestkonu einnar í Boston árið 1679 drukku syrgjendurnir yfir 50 gallónur af bezta Malaga- víni, og í Philadelphia snemma á 18. öld, var áætlað að verzlað væri með áfengi af einhverju tæi í tíunda hverju húsi. Af þessu stutta yfirliti má sjá, að áfengisnautnin verður að vandamáli stuttu eftir að aðferðin að búa til eimda drykki er fundin upp, og hefir verið það ávalt síðan. II. Áhrif áfengis á menn. Mjög nákvæmar rannsóknir hafa verið gerðar viðvíkjandi álirifum áfengisins á h'kami manna og sálarlíf. Læknum og vísindamönnum ber ekki #am- an um skaðsemi áhrifanna, þó yfirleitt megi segja að allir, sem við þær rannsóknir hafa fengist, séu sammála um, að ofnautn áfengis sé skaðleg. En hvað er ofnautn? Um það má vitanlega lengi deiia. í rauninni eru engin nákvæm takmörk til þar sem hófleg nautn hættir og ofnautn byrjar. Sá sem neyt- ir áfengis daglega, án þess að verða nokkurn tíma ölvaður, er stöðugt undir áhrifum þess; en sá sem neytir þess sjaldan, er tímunum saman laus við á- hrif þess, þótt hann verði stöku sinnum dauðadrukkinn. Venju- lega er sá maður sem aldrei verður ölvaður, svo á beri, kall- aður hófdrykkjumaður; en samt er bersýnilegt að hann getur drukkið miklu meira en hinn, sem sjaldan drekkur, en er kall- aður ofdrykkjumaður, af því að hann verður ölvaður. í bindindisritum er alkóhól oft nefnt eitur, og í strangvís- indalegum skilningi er það eit- ur. En eitur er líka sumt ann- að, sem neytt er, sé of mikið tekið af því, eins og t. d. venju- legt matarsalt. Samkvæmt út- reikningi prófessors Mellanbys getur hraustur maður venjulega drukkið tvo þriðju úr mörk (pint) af áfengi, sem er hér um bil helmingur alkóhól (proof spirit), en hinn helmingurinn vatn, á sólarhring, án þess að stofna lífi sínu í hættu. Hér um bil einn sjötti hluti af þeim áfengisskamti, sem maðurinn þolir, nægir til þess að gera hann ölvaðan. Mikið hefir verið deilt um það af vísindamönnum, hvort alkóhól sé fæða. Náttúrlega er ekki um það að ræða, hvort nokkurt áfengi hafi næringar- gildi, sem setji það á bekk með venjulegum fæðutegundum, — heldur hvort það hafi yfir höf- uð að tala nokkurt næringar- gildi. Læknafélag Bandaríkjanna (The American Medical Asso- ciation), gerði eftirfylgjandi yf- irlýsingu árið 1917: “Vér erum þeirrar skoðunar, að alkóhól til drykkjar sé skaðlegt fyrir lík- amlega vellíðun mammins, og að notkun þess til lækninga, hvort heldur sem hreseingarlyf, fæða eða til styrkingar, hvíli ekki á neinum vísindalegum grundvelli.’’ En 1922 gerði stjórnamefnd sama félags þá yfirlýsingu, að óviturlegt sé, að reyna að skera úr vísinda- legum deiluatriðum með fund- arsamþyktum. Og þegar leitað var álits meðlima félagsins þá, lét meirihlutinn í ljós þá skoð- un, að whisky gæti skoðast sem læknislyf. Yfirleitt virðist það vera skoðun meiri hluta lækna, að alkóhól sé ekki gagnslaust j sem lyf, og að “líkamsþrek, sem ' leysist við bruna hæfilega stórra -kamta alkóhóls í líkamanum,! komi honum að fullum notum.’’ Sumir læknar eru þeirrar skoðunar, að aikóhól sé æski- leg fæðutegund á byrjunarstigi sumra sjúkdóma, svo sem syk- ursýki (diabetes) og lungna- bólgu. Aftur á móti er sú al- menna skoðun, að whisky sé gott meðal við inflúenzu, alger- lega óvísindaleg. Hvort sem alkóhól hefir nær- ingargildi fyrir sjúklinga eða ekki, má óhætt segja að fyrir heilbrigt fólk er næringargildi bess svo lítið, að það er naum- ast teljandi; og í samanburði við venjulegar fæðutegundir getur það alls ekki komið til greina sem fæða. Eins og allir vita, er áfengis neytt vegna hinna örvandi á- hrifa, sem það hefir á h'kam- l'ann; mönnum finst það hressa sig og gleðja, sbr.: “Guð lét fögur vínber vaxa, vildi gleðja dapran heim". En nú er það eitt af því, sem allra mest er deilt um í sambandi við alkó- hól, hvort það sé í raun og veru örvandi eða deyfandi. Ýmsir mjög nafnkendir læknar, eins og t. d. Lord Dawson of Penn, halda því fram, að hin almenna skoðun á áfenginu sé rétt — það örvi; en aðrír eru á alveg gagnstæðri skoðun, og segja að öll áhrif þess séu deyfandi. — Skoðun hinna síðari mun vera rétt, strang-vísindalega talað; _ því að örvandi áhrifin, sem menn tala um, liggja einmitt í því, að alkóhólið verkar fyrst á þá hluta taugakerfisins, sem seinast hafa þroskast og eru óstöðugastir. En við það rask- ast sjálfsstjórnin, og hneigðir, sem venjulega er haldið í skefj- um, fá útrás. Af þessu er það, að mönnum finst áhrifin vera örvandi, þótt þau í raun og veru séu deyfandi frá byrjun. Catlin kemst þannig að orði um þetta: “Eftir því sem ölvunin vex, endurtekst þróun tauga- kerfisins aftur á bak. Fyrst dofnar mátturinn til að hafa hemil á sjálfum sér; síðan hverfa hugsanasamböndin og dómgreindin, síðan næm skynj- un utanað komandi áhrifa, sem berast með “aðberandi’’ taug- unum. Eðlishvatimar eru sterk- ar, en óhindraðar og stjórnlaus- ar. Síðan verða “fráberandi” taugarnar fyrir áhrifum og ó- samræmi kemst á hreyfingarn- ar. Að Jokum skerðast ihin frumstæðari störf tauganna, svo sem samstilling á hreyfing- um fótanna, þegar gengið er, og sömuleiðis ósjálfráð tauga- störf, einkanlega mátturinn til að beita augunum (focussing the eyes).” Frh. Englendingur og íri voru samferða á járnbrautarlest einu sinni og sér til tímastyttingar ræddu þeir margt saman. Gekk samræða Englendingsins mest út á það, að hæla öllu sem Englandi og Englendingum við- kemur. Meðal annars sagði hann: “Merkilegt er það, að það er aldrei dimt á Englandi nótt eða dag. Þar skín sói allan sólarhringinn út í gegn.” íranum fanst þetta nokkuð einkennilegt, en fyrir sitt þekk- ingarleysi á þeim hlutum fann hann sig ekki færann um að mótmæla beint út, og segir því: “Þetta er ósköp skiljanlegt, herra n»inn, það kemur til af því, að guð getur ekki treyst ykkur Englendingum í myrk- rinu.” ÍSLENDINGADAGUR WINNIPEG-fSLENDINGA. Það eru nú liðin 42 ár síðan íslendingar í Winnipeg tóku höndum saman úm það, að halda íslenzka þjóðhátíð einu sinni á ári, sem þeir skírðu ís- lendingadag. Þessi hátíð var og hefir æfinlega verið haldin í jeim tilgangi, að minnast föð- urlandsins og að treysta þjóð- ræknisböndin og bróðurþelið gagnvart landinu, sem vér ís- lendingar hurfum frá fyrir rúm- um 60 árum síðan. Allar þe»s- ar hátíðir hafa meira að segja næstum einungis gengið út á það, að minnast flests þess, sem íslenzkt einkenni bar og brugð- ið gat blæ yfir hátíðahaldið, sem fráskildi það frá öllum öðr- um þjóðum, sem við búum her á meðal. Winnipegborg hefir jafnan verið álitin aðal-miðstöð ts- lendinga vestan hafs, og mun það rétt vera. Fyrst og fremst er hún fjölmennari af íslend- ingum en nokkur önnur borg eða nokkur annar bær í land- inu, og svo hafa flest íslenzk fyrirtæki eða félagsstofnanir átt upptök sín hér í borg og breíðst héðan út á meðal ann- ara borga, bæja eða sveita, hvar íslendingar búa. Eitt af þessum fyrirtækjum er Islendingadagshátíðin. Hátíð þessi hefir vakið mikla eftirtekt á íslendingum hér í borg á með- al innlendra og annara þjóða, og hefir jafnaðarlega oröið ís- lendingum til sóma. Félög og verzlunarstétt borgarinnar hafa stutt hana með dygð og dáð, til þess hún gæti þrifist, bæði með verðlaunagjöfum og aug- lýsingum í prógram dagsins. Á næstliðnum vetri var kos- in nefnd eins og að undan- förnu, til þess að standa fyrir þessu hátíð.arhaldi. Það var samþykt að halda hátíðina i Winnipegborg annan ágúst á komandi sumri, eins og að und- anförnu. 1 nefnd þessa virtust vera valdir margir af þeim fæt- ustu og álitlegustu mönnum af yngri kynslóðinni, og hugðu flestir gott til, að nú færi í hönd nokkurskonar endurreisn fyrir íslenzkm þjóðhátíðina Win- nipegbúa. En hvað skeður? 1 íslenzku vikublöðunum, Heimskringlu og Lögbergi, sem út komu 4. maí, er auglýstur fmndur, sem haldinn verði í Goodtemplarahúsinu á Sargent stræti þann 10 maf, til að ræða um flutning þjóðhátíðar Winni- peg-íslendinga norður að Gimli, á þessu sumri, og því borið við að ekki sé fáanlegur staður i Winnipegborg til að halda há- tíðina. Á öðrum stað í sömu blöðum birtist lastgrein gagn- vart River Park, þar sem ís- lendingadagurinn hefir oftast baldinn verið, og er slíkt mjög illa til fundið, einkanlega frá öllum þeim árum, sem hr. Niku- lás Ottenson var umsjónarmað- ur þess staðar, og sýndi hann það allajafna, bæði í orði og verki, að ekkert væri ógert lát- ið til þess að hátíðin yrði sam- löndum hans til sóma. Svo var þessi fundur haldinn eins og til stóð og var mjög laklega sótt- ur. Jafnvel sumir af nefndar- mönnunum voru þar ekki stadd ir. Tillaga er þar samþykt þvert ofan í samþykki það, sem gert var þegar nefndin var kosin, — “að halda íslendingadaginn í ár að Gimli, en ekki í River Park.” Með tillögunni, eftir því sem Heimskringla skýrir frá, voru 50, en 35 á móti. Það er hálf spaugilegt, að það skuli koma í ljós, að það er aðeins um tvo staði að ræða, einn í Winnipeg og hinn norður á Gimli. Engan stað þar á milli er hægt að finna, og bara einn í allri Winnipegborg. Getur það komið til greina, að Gimlibúar séu svo farlama orðnir, að þeir treysti sér ekki til að halda ís- lendingadag upp á sitt eindæmi en þurfi að fá Winnipeg-íslend- inga til að standa fyrir hátíðar- haldinu hjá sér? Slíkt er vart liugsandi, enda munu þeir alls ekki vera orsökin að þessari tii- breytni. Líklega heldur verið því mótfallnir, þar sem ákvarð- að hefir verið að halda íslend- ingadag nokkrum mílum norð- ar í bygðinni, og mundu þeir sízt vilja láta spilla fyrir því hátíðarhaldi. Hitt er því það eina hugsan- lega, að meirihluti íslendinga- dagsnefndarinnar í Winnipeg, hafi viljað eyða sem minstum tíma í að undirbúa hátíðina í Winnipeg, samkvæmt settu ætl- unarverki hennar, og tekið því það lokaráð að flytja hana burt úr bænum, og þar með afnema íslendinagdaginn í Winnipeg eftir 42 ára tímabil. Eða getui það átt sér stað að jafngreind- ir og mentaðir menn, sem eru í nefnd þessari, hafi svo mis- skilið stöðu sína að það gerði engan mismun, hvar Winnipeg íslendingadagur vseri haldinn, þó það væri Iangt í burtu frá borginni, þá yrði það Winnipeg íslendingadagur, bara ef meiri- hluti nefndarinnar og nokkrar íslenzkar hræður úr Winnipeg færu þangað? Þeim er þetta skrifar, og eg hygg mörgum fleiri, — finst að heppilegast væri fyrir nefndina að segja nú þegar af sér þessu starfi, ef hún finnur vanmátt sinn að geta leyst það verk af hendi, eins og fyrir hana var lagt, þegar hún var kosin, nefni- ^ega að halda daginn í Winnipeg eins og að undanförnu. Eg vil aðeins beina nokkrum orðum að því, hvað óhugsanlegt það er að flytja daginn burt og gera hann að fararkerlingu. Fyrst: — íslendingar eru fjöl- mennari í Winnipegborg en á nokkrum öðrum stað vestan hafs, og er það á meðvitund allra Vestur-íslendinga, að þar séu aðalstöðvar vestur-íslenzkra bókmenta og þjóðrækni. Þar eru þær einu íslenzku prent- emiðjur, sem til eru vestan hafs og þar eru gefin út þau einu fréttablöð og tímarit, ásamt öðrum íslenzkum bókum, sem prentaðar eru vestan hafs. Annað: — íslendingadagur- inn var fyrst stofnaður í Winni- peg og breiddist þaðan út um íslenzku bygðirnar. Það væri því mát-yfirlýsing fyrir Winni- peg-íslendinga, að flytja hátíð- ina burtu úr bænum. Þriðja: — Ef hátíðin væri flutt norður að Gimli, gætu að- eins sárfáir af þeim, sem há- tíðina vildu sækja, farið þang- að, svo langt frá heimilum sín- um, og yrði því hátíðarhaldið meira líkt “picnic” en þjóðhá- tíð. Fjórða: — Það væri ósómi fyrir Winnipeg-íslendinga að fara þangað, sem spilia mundi fyrir öðru hátíðarhaldi af sama tæi. Fimta: — Það væri ekki rétt- látt gagnvart iðnaðarfélögum og verzlunum, sem styrkja mundu hátíðarhaldið nú sem að undanförnu, með gjöfum og auglýsingum í prógram þess. að útbýta prógramminu sextíu mílur í burtu úr borginni, þar sem meirihluti Winnipeg-íslend inga mundi aldrei sjá það. Það er óefað margt fleira sem hægt væri að benda á, til að sýna hvað vanhugsuð þessi fundarúrslit, sem gerð voru í Goodtemplarahúsinu þann 10. maí, voru, gagnvart þeim mörgu msundum íslendinga, er búa hér í borg. Eg vil því leyfa mér að skora á nefndina að yfirvega gerðir sínar á ný, eða þá að kalla ann- an fund á meðal íslendinga hér en láta ekki 50 atkvæði móti 35 ráða úrslitum um mál það, sem svo mörgum kemur við. W’innipeg 24. maí 1932. B. Pétursson. ÝMSAR FRÉTTIR. Frh. frá 1. bls. Hermt er að Lindbergh-hjón- in muni flytja tii Evrópu yfir sumarmánuðina. Setjast þau að í sumarhöll einni í hlíðum Pyr- eneafjallanna, Frakklands meg- in. Bankaeigandi í New York á þessa sumarhöll, og hefir boð- ið Lindbergh-hjónunum hana til gistingar. Mun hann þeim kunn ugur, því hann á einnig bústað nálægt heímili Lindbergh’s við Hopewell, N. J. * * * Eins og flesta mun reka minni til, erfði bóndi einn í Al- berta fyrir þrem árum jarldóm á Englandi, og flutti þangað með syni sínum 16 ára göml- um. Jarlinn af Egmont var hans nýja nafn. Þ. 16. þessa mánað- ar dó hann af bílslysi. Tekur nú sonur hans við jarlstigninni. Var sagt að gamli maðurinn hefði aldrei kunnað rétt vel við sig í þessum tignarsessi, sem hann erfði. Hann rak alt vinnu- fólkið frá sér eftir að hann settist að í höll sinni, og hann og sonur hans gengu að eldhús störfum sjálfir, eins og þeir höfðu áður gert. Er nú líklegt talið að breyting verði á heim- ilinu, því sonyr hans samdi sig fljótt að hinum „“nýja sið’’. * * * I Thrums, B. C., hafa nýlega verið teknir höndum 254 “syn- ir frelsisins”, fyrír að ganga í fylkingu naktir þrjá sunnu- daga í röð um lystigarða borg- arinnar. * * * Átta af kommúnistunum, er voru handteknir og fluttir aust- ur til Halifax, hafa verið dæmd- ir til burtreksturs úr landinu. Einn þeirra, Orton Wade frá Winnipeg, var undanskilinn og er hann nú kominn til Winnipeg aftur. Þessum dómi innflytj- endastofunnar eða nefndarinn- ar, sem hún skipaði til að rann saka málið, hefir verið áfrýjað til hæsta réttar. Mennimir voru allir fundnir sekir um tilraunir í þá átt, að kollvarpa stjómar- skipulaginu í Canada. Gengur í þjónustu The London Life

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.