Heimskringla - 25.05.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 25.05.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 25. MAÍ 1932. HEIMS&RiNi uA 7. SÍÐA BRÉF TIL HKR. 3212 Portland St., Burnaby, B. C. Herri ritstj. Hkr. Ennþá nokkrar línur með yðar góða leyfi á víð og dreif um efni blaðsins. Ekki finst mér Sánkti Páll vorra tíma taka þeim gamla fram, og vona eg hann geri betur í næsta sinn, því varla veitir af á þessum umróts- dögum, að fá eitthvað, sem heldur skerpir en sljófgar vitið. Góð og glögg skýring á orð- imi “conservative’’, hvort sem hún kemur að filjótum, tilætluð- um notum. Mjög hætt við, að í okkur, þessum gömlu þöngul- höfðum, sæki í sama skilnings- horfið. Annars held eg að okk- ur veiti ekkí af að fara að hreinsa af okkur þessi gömlu flokkanöfn, eins og hver önnur gömul óþrif, og láta þá hreins- tm vera meira en nafnið. Vit finst mér í þeirri tillögu, að láta borgir höndla sínar eldsábyrgðir sjálfar, úr því all- ur sá mikii ksstnaður, sem af því leiðir að afstýra bruna- hættu, legst á þær sjálfar. — Annars hugsa eg að fleira sé, sem létta mætti útgjöldum, í þessum mannmörgu borgum, sem ekki hefir athugað verið. Stór bót er að því, sem G. Árnason þýðir um ástæður hjá Rússum. Það er eins og fjöldan- um finnist það alveg voðaleg- ur kiaufaskapur, að þeir skuli ekki vera orðnir fullkomnir, t. d. eins og þeir, þrátt fyrir það, að nú stynja allar þjéðir undir stjórnarfars afglöpum. Gaman væri að fá bendingu um, hvar það væri komið til valda, þetta fullkomna stjórnarfar. Það er eins og okkur gleymist í þessu efnis argaþrasi, að tilveran er eilíf, ©g þar af leiðandi er fram- þróunartímabilið ótakmarkað. Að minsta kosti fyrir okkar skammsýnu augum. Ekki nær minn þröngi fjár- málaskilningur nokkurri niður- stöðu, hverjum var að kenna hrun sparisjóðsbankans í Mani- toba. Það er ekki gott að átta sig á ræðum eða ritum, þegar ekki er rætt eða ritað óvilhalt. Heimskringla efast um þjóð- eignaráhuga forsætisráðherra, John Bracken's, og getur um hans stóru Sjö-systra-fossa synd. En ætli að R. B. Bennett standi mjög nær þjóðeignar- stefnunni? Við bíðum og sjáum hvað setur. Fáir Vestur-íslendingar held eg mundu geta leikið eftir Frið- riki Guðmundssyni, að skrifa jafnlangar endurminningar, og gera það með sömu snild og hann gerir. Það er stilt svo til hófs í öllum þeim mannlýsing- um, að það er ekki einungis- unun að lesa, heldur og stór- lega mentandi, og er vonandi að þessar endurminningar eigi eftir að vera gefiiar út sein heild, því þar hefir Friðrik reist sér óbrotgjarnan minnisvarða, í vestur-íslenzk'um þókm^nt- um. Enginn af þeim, sem tekið hefir til máls um fjármála- hreppu þá, sem heiminn þjáir, hefir gert það eins greinilega rökstutt, og vinur minn Páll Bjarnason, og vildi eg óska að hann væri orðinn ritstjóri óháðs blaðs. Því það er sorglegt að vita svo bjart ljós undir mæli- keri. Og einmitt vegna þess, að Páll hefir sjálfur braskað tölu- vert á fjárglæfrasviðinu, er hann þar kunnugri en allur fjöldinn. Margt mætti fleira minnast á ,sem vel er sagt, við þessa nýbreytni að opna blaðið fyrir mismunandi skoðunum. Því þar sem allir ættu að vera að leita sannleikans, er fróðlegt að frétta hvað hver sér af sinni sjónarhæð. Eg býst við að allir hugsandi menn og konur búist við ein- hverri breyting. En hvernig hún verður, eða hvenær hún kemur, er víst öllum fjölda manna ráð- gáta. Ef hún kemur ekki fyr en allir eiga alt, og þar af leiðanai enginn neitt, þá megum við bíða nokkuð enn, því að því stefnir, þó ótrúlegt þyki. Ykkar einl. Sigurður Jóhannssón. GRÆNLANDSMÁLIÐ Rvik. 26 apríl. Danir eiga að skila innleggi sínu í Grænlandsmálinu til dóm stólsins í Haag fyrir 1. júlí. Er nú unnið kappsamlega að því að fullgera það, og verður það ekk- ert snnáræði, mörg þúsund þétt- skrifaðar síður í arkarbroti. Gert var ráð fyrir því, að hin munnlega málfærsla fyrir dóm- stólnum mundi standa yfir í 2 — 3 vikur, en nú þykjast menn þess fullvissir að hún muni standa mikið lengur. —Mbl. FRÁ KALDALÓNI Er eg hafði litast um í Kalda lóni með nokkurri athygli, skildi eg á augabragði vegna hvers Sigvaldi tók ættarnafnið Kaldalóns. Hefi eg óvíða séð margbreytilegri né íslenzkari náttúru en í Kaldalóni. Er því eigi að undra, þó íslenzkasta • tónskáldið í samræmi við hinn svipmikla eyðifjörð meðan hann dvaldi langvistum í námunda við hann — og Sigvaldi mun drjúgum hafa launþroskast þar. Nú er hann farinn þaðan og er það vel farið, því endurminn- ingar hans frá Kaldalóni ^verða því fegri er lengra frá líður — en fagrar endurminningar fegra lífsstörf manna. Mun síðar sannast á Sigvalda: Hálft af naf»i — hálft af ætt. — ‘ Hlíðin norðan Lónsins er á löngum kafla skógi vaxin og hin fegursta, en Háafellshlíðin sunnanfjarðar, allt út til Ár- múla er mtklu gróðurminni. Aftur eru klettabeltin í þeirri hlíð styrkbein og fjallið minn- isstætt. — Yfir Lóninu er þessi undarlega birta, er ætíð fylgir hreinleik öræfanna. Náttúran er þama skuggbrýn í illviðri, en brosandi og þó svipmikil í góðu veðri. Fyrir botni Lónsins gnæfir Drangajökull og dylur einkenni leg fjöll. Má ráða slíkt af grjót ruðningi þeim er liggur unn- vörpum við skriðjökulsporð. Skriðjökullinn fellur niður þröngan dal, Jökuldal, og hef- ir hopað um 1000 metra síðan 1914. Dalur þessi vísar meir til norðurs en sjálft Lónáð. Snarbrattar fjallshlíðar lengjast óðum, og eru berglögin beggja megin hefilfáguð. Er einkennilegt að standa inn við jökulsporð í stormviðri og steypiregni, því grjótmylsnan skríður í sífellu niður hin fá- guðu berglög, sem eru fyrir neðan klettana, og er engu lík- ara en að klakahröngl skríði niður af húsþaki. Hleðst muln- ingurinn svo upp við rætur hlíðanna. Alkunnugt er, að jökulsár eru gráhvítar tilsýndar, en jökulsá sú, er kemur í einum streng undan skriðjöklinum í Jökul- dal, er mórauð og heitir Mórilla. Einkennislitinn tekur hún senni- lega frá leirlögum, er skriðjök- ulinn sverfur í dalsbotni. 1 Kaldalóni norðanfjarðar, í námunda við fornbýlið Kalda- lón (nú Lónshóll), er — með nokkurri fundvísi — hægt að finna “nýja” íslenzka iherg- tegund. Verður ítarlega skýrt frá því á öðrum stað. Kaldalónið er alltaf að grynna og marbakkinn að færast utar. Fyrir því fær Mórilla verri fram- rás og flæðir reglulítið yfir bakkana og brýtur gróið land fyrir heiman Hólana í forn jökul ruðningur). Fyrir innan þá eru Sandar. Átti þar fyr að hafa verið engi er Tólf karla engi hét. Hefir það verið að spiUast síðustu mannsaldra, og er nú Vor í Klettafjöllum. (When It’s Springtime in the Rockies.) Er húmið slær á hjarnið skuggafeldi og hverfa sé eg fölvan geislastraum, þá sit eg einn hjá björtum arineldi og endurkalla liðinn vökudraum. Mér finst eg sjái fjöll á vorsins degi, og fjólu skreyta litum blómknapp sinn; og, vina mín, eg veit að þú mér segir, að vorkomuna þráir hugur þinn: Þegar Klettafjöllin fríðu fegrar vorið, kem eg þá, til þín, fjalla ástmey unga, með augun skær og fagurblá. Mína ást þér endurnýja, er ómur fugla um bláloft rís. Þegar fjarlæg Klettafjöllin faðmar vorsins söngvadís. G. Stefánsson. Nafnspjöld Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd BldK. Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimill: 46 Alloway Ave Talsfmi: 3315K DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími: 22 296 stundar sérstaklega kvensjúkdðma og barnasjúkdóma. — AC hltta: kl. 10—12 « h. og S—6 e h Hetmlli: 806 Victor St. Síml 28 130 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 792 Confederation Life Bklg. Talsími 24 587 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIR LÖOFRÆÐINGAB á oðru gólfi 325 Main Street Tals. 24 963 Hafa einoig skrifstofur a8 Lnudar og Gimii og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. einskis nýtt. Auðvelt væri að rita heila bók um Kaldalón, en hér skal stað- ar numið. — Þó get eg ekki lagt pennastöngina frá mér, án þess að ráðleggja Vestfirðingum, þeim er völ eiga á nokkrum sumarfrídögum, að fara inn í Kaldalón og verma sér þar. —Vesturland. ARGENTÍNSKT SKIP með útlaga, er hvergi f4 friðland Rvík. 21. apríl Svohljóðandi skeyti hefir ráðu neyti forsætisráðherra borist frá konungsritara: Kaupmannahöfn, 19. apríl Varið ykkur, ef argentínskt skip, Chaco, með landræka, er hvergi hafa fengið landgöngu, skyldi koma til íslands. Svohljóðandi símskeyti hefir dómsmálaráðuneytið sent öllum lögreglustjórum í gær: “Argentinskt skip, Chaco, hef ir komið í hafnir í Evrópu með landræka menn um borð, sem auðvitað hvergi hafa fengið landgöngu. Þykir rétt að vekja athygli lögreglustjóra og hrepp- stjóra á þessu svo að þeir séu á verði gegn skipi þessu komi það hingað til lands”. Er skipið komið til íslands? Morgunblaðinu barst í gær bréf þar sem sagt er frá skipi þessu. Því miður var bréfHS nafnlaust, og seljum vér því ekki söguna fyrir dýrar en vér keyptum. í bréfinu segir svo: Spanskur togari, sem var að veiðum suður og vestur af Reykjanesi, varð nýlega var við skip eitt mikið, er hagaði sér allundarlega. Fór togarinn í námunda við það, og hafði tal af skipverjum. Kváðust þeir vera ræningjar (!) frá Argen- tínu, en flúið þaðan eftir sein- ustu stjómarbyltingu, með þeim ásetningi að finna ísland, því að þeir hefði heyrt, að þar væri gott til fanga, en landið varn- arlaust. Báðu þeir Spánverja um upplýsingar, en þeir neituðu að verða við því. Um borð í spanska togaranum voru 15—16 íslendingar og eru sumir þeirra farnir að skilja nokkuð í spön- sku. Hleruðu þeir vandlega eftir hvað fram fór milli yfir- manna á togaranum og hinu skipinu. Sé hér ekki um skröksögu að ræða, þá hefði íslendingarnir á spánska togaranum átt að til- kynna þetta yfirvöldunum hér, þegar þeir komu í höfn. Skip það, sem hér um ræðir, er með 33 glæpamenn, sem vís- að hefir verið úr landi í Argen- tínu. Er mælt að þeir sé rúss- neskir, pólskir, lettneskir og Tjekkoslovakar. Skipið hefir reynt víða um Evrópu að losa sig við þenna leiðindafarm, i ítölskum, frönskum og þýskum höfnum, en hvarvetna hefir ver- ið settur vörður um það og engum manni hleypt í land, enda óvíst hvaða þjóðir eiga að tak við glæpamönnunum, því að þeir hafa engin skilríki um það hvar þeir eiga fæðingarétt. Sein ast spurðist það til skipsins ytra, að það lagði á stað frá Hamborg og ætlaði í gegn um Kiel-skurðinn og þaðan til pól- sku hafnarinnar Gdynia. En þangað mun það hafa farið sömu erindisleysuna og til ann- ara hafna. —Mbl. HAFÍSINN er um 140 sjómílur frá landi. Siglufirði, 22. apríl. Norðanhríð í fyrrinótt og í gærdag. Nokkrir Ólafsfjarðar- bátar komu hér inn í gærmorg- un sökum óveðurs og brims og bggja hér enn. Finskt selveiðaskip, eign Elf- vings konsúls, kom inn í gær- morgun. Hafði fengið um 2500 seli. Skipsmenn segja fastaís- inn um 170 sjómílum norðaust- ur af Siglufirði, en tangi nokkru vestar gangi í áttina til lands og sé þar um 140 sjómílur norð- norð-austur í odda hans héð- an. Skipverjar hafa verið tæpa tvo mánuði í ísnum og láta illa af veðráttufari. segja sífelda norðaustan storma, en nógan sel. Afli.var hér góður í gærdag. —Mbl. GRÆNLAND OPNAÐ f HÁLFA GÁTT Stauning undirskrifaði samn- inga Guðm. Grímssonar í gær. Leyfi til undirbúnings flug- ferða veitt um tvö ár. Khöfn 27. april. Samningaumleitunum er nú Iokið milli dönsku stjórnarinn- ar annars vegar og Trans-Am- erican Airlines Corporation og Pan-American Airways hinsveg- ar viðvíkjandi stofnun fastrar flugleiðar yfir Grænland. — Danastjórn tjáir sig fúsa til þess að veita hinum fyrnefndu amerísku félögum leyfi til þess að láta fram fara veðurathug- anir í Grænlandi. Leiði veður- athuganirnr í ljós, að tiltæki- legt muni að halda áfram við á- formin, verður reynsluflug um Grænland leyft í tvö ár. Samkvæmt einkaskeytum er hingað hafa# boríst frá Guð- mundi Grímssyni dómara, vildi danska stjómin ekki veita ame- rísku félögunum flugferðaleyfi um Grænland um langt árabil, fyrri en fullreynt væri, að reglu- legum flugferðum verði hægt að halda uppi. En í tvö ár fá hin amerísku félög að hafa bækistöðvar sín- ar í Grænlandi, og gera þá allar þær tilraunir og allan þann und- irbúning, er þurfa þykir áður en reglubundnar flugferðir hefjast. Hér á dögunum var viðhorf dönsku stjóraarínnar til máls- ins þannig, að hún kvaðst ekki geta veitt fullnaðarleyfi, nema samþykki ríkisþingsins fengist til þess. En samkvæmt ofanrit- uðu skeyti verður ekki séð, að til þingsins kasta komi. Guðm. Grímsson hefir verið í Höfn við samningagerðina fyrir hönd hinna tveggja ame- rísku flugfélaga. Hann símaði hingað í gær að nú hefði Staun- ing undirritað samninginn. — Sjálfur flaug hann í gær til Lundúna. —Mbl. Dr. J. Stefansson 216 MBDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Standar elnKðngu autfna- eyrna nef- ok kverka-sjAkdOma Er aT5 hitta frá kl. 11—12 f. h og kl. 3—6 e b Talnfmi: 21K34 Helmill: 638 McMillan Ave 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Office timar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tanniæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilis: 46 054 BÍLFERÐIR YFIR FRÓÐARHEIÐI Fróðárheiði á Snæfellsnesi hefir löagum þótt ill yfirferðar; ligg- ur hún hátt yfir sjávarmál, og er víða allbrött, en snjóþungi mikill á henni um vetra, en aur ar miklir haust og vor. Lítt hefir hún verið sæmd að vega- bótum og fram að síðustu ár- um hefir hún verið talin ófær bílum. En sumarið 1930, réðist ungur maður til þess að brjót- ast á bíl yfir heiðina og tókst það, en fór þó fáar ferðir. En síðastliðið sumar hóf hann ferð ir yfir heiðina og norður til Ólafsvíkur, mun hann hafa ráð- ist í þetta með fram fyrir hvat- ir Ólafsvíkinga og Sandsbúa, er mjög hafa að þessu, verið utan- veltu um samgöngur og póst- ferðir. Sá er leysti þessa þraut og Fróðárheiði úr læðingi en Ólafs- víkinga úr samgöngubanni, er ungur maður, Kristinn að nafni Guðmundsson frá Straumfjarð- artungu í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi; er hann nú 23 ára að aldri. Hann fór síðast- liðið sumar frá því í öndverð- um júní og til þess er snjóa lagði síðast í október, 40 sinn- um yfir Fróðárheiði, eða 20 ferðir til Ólafsvíkur og þaðan aftur og flutti póst og farþega. Urðu Ólafsvíkingum og öðr- um þaraa næsta, þetta mikil og góð viðbrigði. Kristinn er hinn röskvasti maður, mun og slík- um mönnum einum hent að ráð ast á svo háan garð, sem Fróð- árheiði er. Má vel á lofti halda því, er slíkar dáðir eru drýgð- ar; er eg þess og fullviss að Fróðárheiði er mesta torfæra hér á landi, sem farin hefir verið á bíl. Ritað 29. mas 1932. Egill. —Mbl. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islemkur Lögfreeðingur 845 SOMBRSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL s,elur Ukkistur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaDur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarba og iegstelna. 843 SHERBROOKB ST. Phonei 86 807 WISMPBQ HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. G. SIMPSON. N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. i Kona ein kom inn til blaða- ianns og bað hann að birta ánarfregn mannsins síns. Já, sjálfsgt, sagði blaðamað- rinn. Fyrir þess háttar setj- m vér 50 cents á þumlinginn. Það verður mér býsna kostn- ðarsamt, að birta þessa dánar ægn eftir því að dæma, því íaðurinn minn var full 6 fet á MARGARET DALMAN TEACHKR OF PIANO 804 BANNIN6 ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., .Winnipeg Gegnt pósthúðinu. Simi: 23 742 Helmilis: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— BagKagf and Pnrnltarc Morlag 762 VICTOB ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bælnn. J. T. THORSON, K. C. telenxkiir löKfrieTVIngur Skrifstofa: 411 PARIS BLDQ. Simi: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talofml: 28 888 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 814 Somcriet Block Portagc Arcnue WINNIPE'G BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri Stiliir Pianos og Orgel Siml 38 345. 594 Alverstone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.