Heimskringla - 25.05.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 25.05.1932, Blaðsíða 2
2. SIÐA 'Tl HEIM3KRINCLA WINNIPEG 25. MAÍ 1932. HARALDUR B. EINARSSON Wynyard Fæddur 1. sept. 1882 ' Dáinn 1. apríl 1932. Haraldur sál var fæddur að Mountain N. D. 1. sept. 1882 Foreldrar hans voru þau merkis hjónin Björn sál. Einarsson frá Brú á Jökuldal í Norður Múla- sýslu og Jóhanna Jóhannes- dóttir frá Tjöm í Reykjadal ! Norður-Þingeyjarsýslu. Komu þau hingað til lands 1876. Har- aldur ólst upp hjá foreldrum sínum sem þá bjuggu á Moun- tain, og fluttist með þeim 1895 til Rouseau County, Minn., hvar þau dvöldu til 1903. Árið 1902 fór Haraldur með öðrum manni, Þorvaldi Þor- valdssyni, sem nú er kaupmað- ur í "Bank End", í landaleit hér til Saskatchewan, og tók þá heimilisfestu land fyrir sig og föður sinn í svo nefndri "Foam Lake" bygð skamt frá þar sem nú er Kristnes pósthús, og íluttu þeir feðgar þangað um vorið 1903. Þann 22 nóvember 1903 gift- ist Haraldur eftirlifandi konu sinni Elínu Guðvaldsdóttir Jack- son og Kristínar Þorgrímsdótt- ur, sem þá bjuggu í Rouseau, en síðar (1907) fluttu til Vatna bygða í Saskatchewan og bjuggu við Elfros. Við Kristnes bjuggu þau hjón Haraldur og Elín í 15 ár eða til 1918 og búnaðist farsællega, því þau voru bæði mjög sam- hent í dugnaði og þrifnaði og höfðu fengið búhyggindi að arfi í báðar ættir. Var engum i kot vísað, sem þar leitaði skjöls eða ráða, og má Kristnes bú- um vel vera minnisstæð vera þeirra þar, fyrir það marga góða, er þau létu af sér leiða. Árið 1917 andaðist Björn fað- ir Haraldar og var öllum harm- dauði, sem hann þektu, en þó einkum syni hans og öðrum að- standendum, og mun fráfall hans hafa fremur öllu öðru 'eitt til þess að Haraldur 1918 ákvað að selja lönd sín og flytj- ist til Elfros hvar hann keypti járnvöruverslun og stundaði hann hana þar til árið 1922. Eftir það tók hann fyrir að selja eingöngu jarðyrkju verk- færi, en hafði jafnhliða aðal ¦ímsjón með lýsingarvél þorps- ins. flestar og bestar íslenzkar bæk- ur og tímarit. Las hann meö kostgæfni alt sem hann náði til af nytum bókum og tíma- ritum sem í félaginu var og margt fleira og var ánægja að tala við hann um þau efni og finna hve hann gat vel sett sig inn í kringumstæður samlanda sinna heima á Fróni og eins fylgdist hann vel með í stjórn- málum íslands og framförum. Meðan hann dvaldi við Krist- nes, hafði hann ætíð ýms trún- aðar störf með höndum; þannig var hann flest öll árin í stjórn Kristnes skóla og mörg ár í sveitarstjórn fyrir þá deild, sem Kristnes tilheyrði eftir að fösc sveitarstjórn komst á í Foam Lake bygð, og þótti hann ætíð heilráður og tillögugóður til umbóta, jafnhliða því sem hann vildi í frammi hafa skynsam- VIÐ ANDLÁTSFREGN vinar míns Gunnlaugs ólafssonar Armfelds Arið 1930, þegar Saskat-. ... • .-i * a i lega sparsemi. Hann var og chewan stjornm tok að ser *æu,- , 7 „ „ emn þeirra manna, sem oflug- Ijosa og hitunar velar allar i studd. að , að símakerfi Vatnabygðmm og setU aðal-afl- stöð í Wynyard, fluttist Harald ur til Wynyard og gerðist starfs maður við þær vélar og vann þar, þar til rétt fyrir síðustu árslok að hann varð að hætta ;ökum lasleika, sem, þó hann væri flesta daga á fótum og brautalítill, mun hafa leitt til dauða hans, sem bar að hönd- um þann 1. apríl eftir fárra daga rúmlegu. Þau Haraldur og Elín eign- uðust 5 börn, sem öll eru á lífi: Anna gift Magnúsi Þór- arinssyni Bjarnarsonar frá El- fros, nú búsett hér í Wynyard hjá ekkjunni, Hróðný gift Valdimar Jónssyni Hörgdal nú í Spruce Lake, Valdimar, Har- ildur og Walter, allir ungir og heimahúsum. Þess utan ólu 'nu hjón upp systurson Har- ildar, Ronald Vatnsdal, son Friðriks Vatnsdal sál. frá Wad- ena Sask. Haraldur sál. var hár maður >g vel vaxinn, fjörmaður og 'irekmaður til átaka og allrar innu og sístarfandi. Þó hann æri hér fæddur, unni hann iðrum fremur öllu sem íslenzkt ar og gerði sér far um að kynnast því, sem þar var að ske. — Hann mun hafa verið einn af aðal frumkvöðlum að stofnun lestrarfélags á Kristnes sem kappkastaði að kaupa sem Árið 1914 veiktist Haraldur af illkynjaðri gigt. Leitaði hann þá lækninga til Winnipeg en fékk enga bót, fór hann þá til St. Martin's Hot Springs og var þar um tíma. Virtist hon- um batna þar talsvert um tíma en sú lækning varð skamm- vinn og náði hann sér aldrei til fulls frá þeim tíma og var oftlega sárþjáður þó að hann reyndi að fylgja fötum og vinna. í trúarefnum fylgdi hann frjálslyndu stefnunni og taldi sér "einn guð" nægja; en hann misti aldrei sjónar á kenningu "meistarans", sem kendi mest um kærleika til meðbræðra og munaðarlausra, og sýndi í verk inu að hann unni henni og var létt að breyta eftir henni. Haraldur sál var jarðsunginn bann 5. apríl af Rev. Bulley- ment, hélt hann fyrst hús- kveðju heima og svo ræðu í Elfros, þar sem Haraldur var lagður til hvíldar. Að viðstödd- um fjölda fólks, víðsvegar að úr Vatnabygð. — Er hans sárt saknað af fjölda vina og þó einkum af konu og börnum sem í honum áttu á bak að sjá ást- ríkum eiginmanni og föður. Þökk fyrir samleiðina; hún var hugðnæm en stutt. Vinur. Þú segir satt/ það borgar sig að "VEFJA SINAR SJÁLFUR" með. Þúsundir neytenda segja þetta, þvi þeir hafa reynt það, upp aftur og aftur. Þér getið vafið upp að minsta kosti 50 cígarettur úr 20c pakka af Turret Fine Cut, cígarettu tóbaki. Og yður mun geðjast að hverri cíga- rettu sem þér vefjið upp. Þess fleiri sem þér vefjið upp, þess meiri nautnar njótið þér af þeim. 15c og 20c pakkar /""" —einnig i >/2 pd. lofthelduni baukuni f~" ÓKEYPIS Chantecler cígarettu pappír fylgir hverjum pakka. TURRET F I N E Cigarett C U T To b a k Loksins er þá leiðin búin, lamaður ertu burtu flúinn, biluð hjá þér barnatrúin, brautin var svo hál og grýtt, ekki er lífið öllum hlýtt. Inn á vegi aðra snúinn andi þinn í sárum, laugaður í lífsins beisku tárum. Lífið heldur lækna fáir, ljóslaus hugur birtu þráir, myrkur löngum leiðum spáir: loksins bilar allan þrótt, dynur yfir dauðans nótt. Leiðina þessa lágir, háir, leggja út í bláinn, horfin Iífsins heilög, sterka þráin. Vissi eg af veikleik þínum, vonin brotin horfin sýnum. Vandratað á lífsins línum löngum verður oft hjá þeim, sem að missa sjónir heim. Hulin spá í huga mínum horfir á nýjar brautir, eitt mun lífið allar sigra þrautir. Ekki snertir ilt það góða, eina er það vonin þjóða, varla um annað vert að Ijóða. Víðtæk heilsu rætist spá öllum, sem að lífið þrá. Alfaðir mun öllum bjóða áframhald til gæða; ei þarf dauðinn okkur hér að hræða. ' T Sá, sem þessar lagði Ieiðir, lífslns flækjur allar greiðir; faðminn móti börnum breiðir, blíður græðir þeirra sár, þerrar sérhvert tegatár; sorgar-skuggum öllum eyðir, öllum sigur gefur, lífið alt í örmum kærleiks vef- ur. Sofðu vært á sjóar botni, seinna þó að hismið rotni; yfir þér vorsins bárur brotni brosandi við Eyjafjörð; mjúk er sæng hjá móður jörð. Varla held eg vonir þrotni við að digna í fætur; alheims valdið gefur að þér gætur. Sigurður Jóhannsson. Sigurdsson, Thorvaldson ltd. GENERAL MERCHANTS ÚTSÖLUMENN FYRJR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS ARBORG Phone 1 RIVERTON Phone 1 HNAUSA Phone 51, Ring 14 MANITOBA — CANADA BÚNAÐARBANKINN Yfirlit um starfsemina. Reikningar Búnaðarbankans fyrir árið 1931 eru nýútkomnir. Hér fara á eftir nokkrar tölur viðvíkjandi stafsemi bankans, sumpart teknar eftir reikning- unum sjálfum og sumpart eftir skýrslu þeirri, sem banka- stjórnin hefir sent ríkisstjórn- inni. í árslok 1931 hefir bankinn átt í útlánum, sjóði og öðrum eignum rúmlega 14 miljónir króna. Útistandandi lán sparisjóðs- og rekstrarlánadeildar námu í árslok: f skuldabréfum ........791,244.02 í víxlum ............ 1,480,654.50 Innlánsfé deildarinnar í R- vík var í árslok: í sparisjóðsbókum (438 alls) ............................ 3.... alls ................ 1,258,863.76 Á viðtökuskírteinum 248,035.80 í hlaupareikningi .... 87,241.46 Skuld deildarinnar við ríkis- sjóð (Hambro's lánið) var í árslok hálf miljón króna. Úr veðdeild hafa verið veitt lán alls um IV2 kr. til ársloka 1931. VeðdeUdarbréfin hefir rík issjóður keypt (Hambro's lán- ið). Veðdeildarlánin eru 223 alls. lánveitingar úr ræktunarsjóði eru alls orðnar til ársloka 1931 krónur 4,989,780.000. Þau skiptast svo: Til ræktunar- og áburð- arhúsa ............ 2,316,530.00 Til húsabóta ........ 1,928,880.00 Til rafmagnsstöðva 341,050.00 Til girðinga og annara framkviemda ........ 403,220.00 Tala lána alls 1648. Úr byggingar- og landnáms- sjóði hefir verið lánað alls síð- an sjóðurinn tók til starfa kr. 1,638,900,00, alls 217 lán. Með- alupphæð um 8 þús. kr. Skuld sjóðsins við ríkið í árslok 600 þús. kr. (Hambro's lánið), auk þess um 550 þús. kr. skuld við sparisjóðsdeild, sem mun eiga að greiða með eftirstöðvum al" Hambro's láninu, sem nú eru í vörzlum bankans. Skuldlaus eign bankans í árs- lok 1931 er talin sem hér segir: Sparísjóðs- og rekstrar- lánadeild ............ 21,542.02 Veðdeild ................ 16,783.99 Ræktunarsjóður 2,674,799.79 Byggingar- og landnáms- sjóður................ 491,807.55 Viðlagasjóður........ 2,041,960.08 Skuldlaus eign alls 5,246,893.43 Skuldlaus eign bankans alls hefir aukist á árinu 1931 um kr. 387,746.38. Bein framlög ríkissjðs til ræktunarsjóðs fram að þessu hafa numið: > Lögákveðið tillag.... 250,000.00 Útflutningsgjald .... 682,767.76 Auk þess andvirði seldra sjóð jarða, /og eighir híps eldra ræktunarsjóðs. Árlegt framlag til byggingar- sg iandnámssjóðs er 200 þiis. krónur. Tíminn. stúikur við samlagið. Starfrækslan byrjaði seinni- hluta febrúar síðastliðinn. Mjólk frá samlaginu er nú í þann veginn að koma á mark- aðinn og heitir "Baulumjólk'. Er hún einasta íslenzka niður- suðumjólkin á markaðnum, að undanskildum birgðum er eftir kunna að vera af "Mjallar- mjólk". ÖH önnur mjólk með íslenzk- um heitum er útlend. —Tíminn. NÝ ÍSLENZK FRAMLEIÐSLA. Á síðastliðnu vori keypti Kaupfélag Borgfirðinga niður- suðuverksmiðjuna Mjöll í Borg- arnesi. í sumar hefir verið bygð ur rúmgóður vélasalur, er rúm- ar allar gömlu vélarnar og þær nýju er keyptar voru til við- bótar til niðursuðu mjólk og til smjör- og skyrgerðar. Getur samlagið nú bæði soðið niður mjólk og búið til smjör og skyr. Kaupfélagið hefir komið upp rannsóknarstofu og keypt öil nauðsynlegustu áhöld til rann- sóknar á mjólkurafurðum. Tilkostnaðnrinn er nú orð- inn um 120 þús. kr., þó er eft- ir að bæta við húsum og vél- um. Sérstaklega vantar hús- næði fyrir dósagerð, þegar nið- ursuða á kjöti fer fram, og vél- ar fyrir ostagerð og kælitæki til kælingar á mjólkurafurðum og verður þetta gert þegar möguleikar eru til framkvæmda Samlagið sýður nú niður frá 1400 til 2000 lítra á dag, og með örlitlu lengri vinnutíma eða auknum starfskrafti mætti koma af 3000 lítrum á dag. — Pasteur-hitunartæki öll, skil- vinda og vélar til smjör- og skyrgerðar eru miðaðar við 2 milj. lítra á ári. Til samlagsins er flutt mjólk úr öllum héruðum innan Skarðs heiðar að undanskildum Háls- hreppi, Álftaneshreppi og Hraun hreppi. En búist er við, að þeir verði með, og jafnvel þrír næstu hrepparnir úr Snæfellsnessýslu. Forstöðu fyrirtækisins hefir á hendi danskur maður N. Ras- mussen. Hefir hann beztu með- mæli þess, að veita niðursuðu- verksmiðju forstöðu frá K. Jen- sen prófessor, sem kennir þá grein mjólkurfræðinnar við landbúnaðarháskóla Dana. Auk hans vinna við samlag- ið þeir Sigurður Guðbrandsson frá Hrafnkelsstöðum er Iokið hefir námi við mjólkurskóla í Noregi og Ásbjörn Jónsson véla- maður. E-nnfremur starfa 5—6 BRÚIN Á ÞVERÁ Eftir því sem horfur eru á nú, verður Þverá í Rangárvalla sýslu brúuð á sumri komanda. Væri þar með yfirstiginn ein- hver versti og tilfinnanlegasti samgönguörðuglekinn, sem nú er hér á landi. Hér er um mik- ið og dýrt mannvirki að ræða. En að öðru leyti er þessi fyrir- hugaða samgöngubót merkileg með tililti til þess á hvern hátt til hennar er stofnað og fram- kvæmdin gerð möguleg á þessu erfiða ári. Þegar kreppan skall á síðast- Iiðið ár, þótti ýmsum þeim, er mikinn áhuga höfðu á því að Þverá yrði sem fyrst brúuð óvænlega horfa, og fóru að bera ráð sín saman um, hvað hægt væri að gera málinu til framkvæmdar. Kom þá fram sú hugmynd, að reynandi væri að fara þess á leit, að héraðs- búar sjálfir legðu fram bygg- ingarkostnaðinn, sem lán tii ríkissjóðs, í því skyni, að hægt væri að hefjast handa þegar í stað. Þessi uppástunga var þvínæst færð í tal við ríkis- stjórnina og vegamálastjóra. Eftir að vissa var fengin fyrir því að ríkisstjórnin eða vega- málastjóri myndu ekkert hafa á móti því, að þessi leið yrði farin, var boðaður almennur fundur á Stórólfshvoli, til að ræða málið. Fundarboðendur voru þeir Björgvin Vigfússon sýslumaður á Efra Hvoli og Páll Zophóníasson ráðunautur í Reykjavík. í samræmi við ályktanir þessa fundar var sent út um héraðið rétt eftir áramótin boðsbréf til þátttöku í láninu ásamt hvatningu til héraðsbúa uni að taka höndum saman um þessa mikilsverðu framkvæmd. Bréfið undirrituðu Páll Zop- hóníasson ráðunautur, Björgvin Vigfússon sýslumaður, sr. Sveinbjörn Högnason alþm. og Ágúst Einarsson bóndi í Hemlu. Árangurinn er sá, að tekist hefir að safna innan héraðsins fjárupphæð, sem nemur uiö 120 þús. kr. Mun nú engin fyrirstaða vera á, að framkvæmd geti hafist í sumar í samræmi við löggjöf þá og áætlanir um lausn vatna málsins, sem nú er vel á veg komið á Alþingi. Samtök Rangæinga í þessu máli eru eftirtektaverð og hér- aðinu til sóma. —Tíminn. Nýgift kona: 'Hveraig líkaði þér maturinn hjá mér í dag, góði minn?" Ný gifti maðurinn: "Hann var góður, hjartað mitt. Mér smakkaðist hann vel. En eg er ósköp hræddur um að það sé slæm prentvilla í matreiðslu bókinni þinni."

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.