Heimskringla - 25.05.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 25.05.1932, Blaðsíða 6
/ •. Stt)A A HASKA TIMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir George A. Henty Doktorinn varð að viðurkenna að majór- inn hafði rétt fyrir sér, og slepti svo allri hugs- un um háð og ávítanir, en bágt átti hann með að haida sér í stilli, og fór því venju fremur einförum. Þegar hann hafði ekkert á- kveðið að gera, tók hann sig út úr hópnum og settist niður í eitthvert hornið uppi á þekjunni, hafði ekki augun af skógarrunnun- um í grendinni, og skaut í hefndarskyni í hvert skifti, sem hann þóttist koma auga á Hindúa. Og svo var hann hæfinn, að ^>að leíð ekki langt þangað til Sepoyar lærðu að gera greinarmun á rifli hans og riflum hinna, og að flýja úr runnunum án nokkurs undandrátt- ar, þegar þeir heyrðu doktors riffilinn ávarpa þá! Þeir Wiison og Rithards urðu samt etoki sáttir aftur um stund. Þó þeir væru hvor ö'ðr- um stríðnir og glettnir, þá var það alt í bréð- erni til þessa, og hið sama mátti segja um deil- ur þeirra út af ágæti þessa hestsins eða hins. Jafnvel þeirra ímyndaða ást á Isabel gat ekki valdið sundurlyndi, en út af þeirri tillögu Richards, að þeir sendu Bathurst inn á pall til kvenna, jöguðust þeir svo alvarlega, að það leið þó nokkur tími, þangað til þeir yrtu hvor á annan, og er lítill efi að það var trega- efni fyrir báða jafnt, að þeir voru nú ekki i skólaaldri, svo að þeir gætu jafnað reikning- inn samkvæmt reglum skólapilta. 14. Kapítuli. Þó nú að doktorinn hlyti að fylgja ráð- um majórsins í þessu Bathursts máli, hafði hann samt ekki verið aðgerðalaus. Hann hafði fengið kvenfólkið alt á sitt band. Hann hafði sagt þeim hvernig stóð á taugaveiklun Bathursts, og jafnframt sagt þeim söguna af viiareign hans vi* tígrann, því til sönnunar, að það var ekhi hugurimn, sem bilaði, heldur taugakerffð. “Breytni hans í dag sannar líka hið sama, það að hann er hugmikili, stiltur og stefnufastur,” sagði doktorinn, “enda við þeim einkunnum að búast hjá manni, sem hefir jafngóða hæfileika og hann hefir. Það sannar hezt, hve fjarska mikinn viljakraft hann hefir, að þótt taugaberfi hans yrði lamað eftir fyrstu skothríðina, gekk hann samt út að veggnum og stóð þar hreyfingarlaus. Til þess þurfti jötunefldan anda og vilja.’’ Það ^r venjulega létt verk, að fá konur til að mæla með manni, sem þeim þykir mikið varið í, og þessum konum þótti mikið til Bathursts koma, og fanst meira kveða að honum síðan allir komust í þessa kví. Hann var altaf svo stiltur og svo glaður og hress í anda, og þó hann ekki gerði lítið úr hættunni, þá hagaði hann svo orðum sínum, að konurn- ar urðu vonbetri og hressari á eftir, í hvert skifti sem hann talaði við þær. Auk þess hafði hann gert þeim svo margt til þægðar og gagns. Hann hafði hjálpað til við farangurinn, hafði borið börnin þegar þurfti, og litið eftir að vinnufóikið gerði f.yrirsett verk. Hann hafði, í stuttu máli, stutt að því með ráði og dáð, að svo vel færi um kvenfólkið, sem fram- ast væru föng á. “Eg er þér þakklát fyrir að hafa sagt okkur þetta,’’ hafði Mrs. Doolan sagt. “Auð- vitað getur engum manni með viti komið í hug, að sakfella Bathurst fyrir þetta. Það er langt síðan eg heyrði sögur um það á hvaða hátt hann hefði gengið úr hernum, en mér datt ekki í hug að trúa því, enda þótt eg hefði þá engin kynni af honum, og ekki séð hann nema einu sinni eða tvisvar. En þessi saga þín, doktor, skýrir alt þetta fyrir mér. Eg sár kenni í brjósti um hann. Það hiýtur að vera meira en lítið átakanlegt fyrir hann, að vera háður þessum örlögum, eins og hér er ástatt nú. Trúirðu því, dokter, að eg afbæri held eg betur að sjá hann Jim minn borinn inn hing- að örendan, heldur en að sjá hann missa hug eða kjark. Hvað getum við gert fyrir yesaÞ ings manninn?’’ “Ekkert nema það, að umgangast hann eins og áð'ur, Mrs. Doolan,’’ svaraði doktor- inn. “Ef þið sýnduð honum minStu með- aumkvun á einn eða annan veg, þá bættuð þið stórum á byréi hans — gerðuð ilt verra. Einmitt núna er hann í hörmulegu ástandi, en sjái hann hvorki né finni nokkura breytingu á framkomu ykkar, þá nær hann sér von bráðar, að eg hugsa, eins og eg vona altaf, að áður en lýkur gefist honum tækifæri að vinna eitthvað, sem viðurkent verður sannar- legt hreystiverk, — ekki í skoteldaleik, því það er vonlaust aiveg, heldur á annan hátt.” “Vertu viss, dokfcor, að við skulum gera alt, sem í okkar valdi stendur,” sagði Mrs. Doolan með áherzlu. “Og sannarléga er nóg tii að gera annað en að skjóta Sepoya. Það HEIMSKRjNGI A WINNIPEG 25. MAÍ 1932. er t. d. bráðnauðsynlegt að einhver líti eftir hestasveinunum og vinnufólkinu í heild sinni, og auk þess væri það huggun fyrir okkur, ef einhver mætti vera að, að koma inn til okk- ar endrum og sinnum og taia við okkur stund og stund.” Þessu tóku hinar konurnar vei, og varð því endirinn sá, að samtímis og karlmenn- irnir bundust í bræðralag til þess að sýna Bathurst smán, bundust konurnar í bræðra- lag til þess að andæfa þeirri uppátekt. ‘*Þið getið gert eins og ykkur sýnist,’’ hafði Mrs. Doolan sagt við karlmennina. “En þið eruð einfaldir, ef þið ímyndið ykkur, að við gerum okkur sekar í svo flónskulegri grimd og rangsleini.” Mrs. Rintoul var engu síóur ákveðin í sín- . um svörum, og svo var Mrs. Hunter. Hún var máske ekki eins stórorð og hinar, en hún var eins föst fyrir, sagðist æfinlega hafa álitið Batharst vin sinn, og það mundi hún gera framvegis. Hún sagði sorglegt hans vegna að hann gæti ekki tekið sama þátt og þeir í sókn og vörn, en það væri jafnrangt fyrir þá að áfelia hann fyrir veiklun, sem honum væri ó- viðráðanleg. Isabel hafði engan þátt tekið í þessum umræðum við doktorinn, og gerii það ekki heldur nú við mennina, en hún hugs- aði um það engu síður en þær, og hugrenn- ingar hennar voru á þessa leið: “Það er hrópleg rangsleitni, en svo eru þeir nú ekki rangsleitnari en eg var. Eg var enda bæði grimmari og rangsleitnari en þeir eru, því þá vofði engin hætta yfir og eg hafði enga ástæðu til að fara fyrirHtlegum orðum um hann. Eg bygði minn dóm á eintómum grun, en þeir byggja sinn dóm nú á fram- komnum atburði. Ef þeir eru þá grimmir og rangiátir undir kringumstæðunum, hvað lýs- ingarorð eiga þá við mína breytni?” Nokkru seinna komu allir karimennirnir saman á fundi, til þess að ræða um ástæð- urnar. < “Mér þætti vænt um, doktor,” sagði ma- jórinn, “ef þú vildir biðja Bathurst að koma til fundar við okkur. Hann þekkir héraðsbúa betur en nokkur annar maður, og hans álit er þá um leið þehn mun meira virði.’’ •oktorinn gekk þegar til Bathursts og sa’gði honum orðsendingu majórsins. “Við þurfum að taia um ástæðurnar og langar hann til að hafa þig með í ræðum," sagði hann. “En svo verð eg að segja þér það hreinskilnislega, að setulið okkar hér er skift í tvo flokka að því er snertir álit á þér. Annan flokkinn skipar majórinn, Wilson, eg og kvenfólkið. Þessi flokkur lítur skynsamlega á mál þitt og viðurkennir, að þú hafir gert alt sem í þínu valdi stendur, til að yfirbuga veikleika þinn, og neitar svo að viðurkenna að nokkur vansæmd loði við þig í þessu sam- bandi. Því miður hafa allir aðrir annað álit á þessu enn, og munu þess vegna ætla að sýna þér kulda.” "Auðvitað,” svaraði Bathurst með still- ingu. “Hvað konumar snertkr, þá veit eg að það er þér eingöngu að þakka, að þær líta öðruvísi á málið.’’ “Svo þú ætlar þá að koma?” sagði dokt- orinn glaður í bragði, af því að Bathurst var hressari en hann hafði búist við. “Það geri eg að sjálfsögðu,’ svaraði Bathurst og settist upp. “Það versta er af- staðið — það vita nú allir að eg er bleyða, og það var sú vitneskja, sem eg óttaðist. Eg hefi nú ekkert meira að óttast, og þá er ástæðu- laust að vera í felum.’? “Við erum búnar að búa vel um okkur, þykir þér það ekki, Mr. Bathurst?’’ sagði Mrs. Doolan glaðlega er þeir gengu um. “Og eg er viss um að okkur líður öllum betur núna, heldur en okkur leið þegar þú færðir okkur fregnina í gærkvöldi. Tilhugsunin er æfinlega átakanlegri en virkileiknn, held eg." “Ekki æfinlega, Mrs. Doolan,” svaraði Bathurst. “En satt er það, að þið eruð búnar að búa yfirgengilega vel um ykkur. En sauina- verk ykkar er varla eins fínt nú eins og það var, en engu síður áríðandi samt." Og svo gekk Bathurst áfram yfir í hinn endann á setustofunni, þar sem majórinn var og flestir karlmennirnir. “Búinn að ná þér aftur, vona eg, Bath- urst,’’ sagði majórinn glaðlega. “Nú þurfum við að njóta þinna ráða, því þú ert kunnugri stórbændunum í héraðinu en nokkur okkar. Spurningin er auðvitað þessi: Snúast þeir á móti okkur líka?” “Eg er hræddur um það, majór,” svaraði Bathurst. “Eg hafði altaf vonað, að þeir yrði aðgerðalausir, en ef satt er að Rajahinn sé snúinn, og af því bréfið reyndist rétt að öðru leyti, hugsa eg að það sé rétt í því iíka, og þá er eg hræddur um að þeir þoli ekki þrýsting- inn, en berist með straumnum.” “Og þú heldur að þeir hafi ráð á fall- byssum?’’ “Eg er sannfærður um það. Fallbyssurn- ar, sem framseldar voru, voru svo fáar, að það gat ekki verið nema mjög lítill hluti af þeim fjölda, sem til var.” “Eg var að vona að Sepoyamir legðu af stað til Delhi strax eftir ráðninguna, sem við gáfum þeim í morgun,” sagði majórinn, “en að því er fram- ast verður séð héðan, er ekki minsta breyting á þeim í þá átt. En svo má nú vera að þeir ætli af stað í dögun í fyrramálið.’’ “Eg skal fara út til þeirra að fá fréttir, ef þú vilt maj- ór,” sagði Bathurst. “Eg get fengið hérlendan klæðnað hjá vinnumönnunum, og málið tala eg svo vel, að þeir þekkja mig ekki úr hóp. Ef þú viit leyfa það, skal eg týgja mig og fara yfir að her- búðunum.” “Já, en það er nú æðimikil hættuför,” svaraði majórinn alvarlega. “Eg óttast ekki hættuna minstu ögn, majór,” svaraði Bathurst. “Taugar mínar eru stiltar og sterkar á hverju sem gengur, nema í. skothríð, þá ræð eg ekki við þær, hvernig sem eg reyni, einS og þið sáuð í dag. Eg er alls óhræddur að fara í hvaða aðra hættuför sem er; en hvað þessa för snertir, þá heid eg að hættan sé nú lítil. Eina hættan er fólgin í því að snjúga í gegnum varðhringinn, sem þeir sjálfsagt hafa slegið umhverfis húsið. Geti eg smogið um þann vörð er hættan á enda, því eg held eg geti búið mig svo vel, að eg verði eins og hinir, og doktorinn hefir sjálfsagt nóg af “joði” í lyfjabúðinni, og með því getum við málað mig svo, að eg hafi rétt an hörundslit.’’ “Jæja, ef þú ert viljugur að takast þetta í fang, þá er síður en svo að eg vilji neita,” svaraði majórinn. “En hvemig ætlarðu að komast út úr garðinum?” “Eg tók eftir því í gær,” svaraði Bathurst, “að greinarnar á einu trénu hanga út yfir garðinn. Upp það tré klifra eg og fer svo niður ur á kaðli utan við garðinn. Það er vanda- laust. Þetta er rétt náiægt einu horninu á garði Hunters, og ætla eg mér að læðast þar gegnum búskana, þangað tii eg er kominn svo langt, að víst er að eg er kominn út yfir varðhringinn, og eg geri Báð fyrir að varð- mennirnir séu fáir hérna í grend við hliðið. — En eftir á að hyggja, kafteinn Foster, eg vil þakka þér, meðan eg man, fyrir að hafa lagt líf þitt í hættu mín vegna í morgun. Mrs. Hunter sagði mér að þú og doktorinn hefðuð hlaupið fram og dregið mig þangað sem skýli var.’’ “Það er ekki þakkar vert,” svaraði Fost- er galgopalega. “Þér var alvara, að því er virtist, að gera sjálfan þig að skotmarki, og þar sem majórinn skipaði ölium að leggjast niður, þá var um ekkert annað að gera en að hlaupa til og draga þig burt.” “Viltu koma og hjálpa mér til að búa mig, doktor?” spurði Bathurst. “Með ánægju,” svaraði doktorinn. “Eg skal ábyrgjast það, að eg og vikadrengurinn minn skulum gera þig svo úr garði, að það þekki þig enginn frá Hindúa um hádag, hvað þá í náttmyrkri." Að fjórðungi stundar var búið að um- liverfa Bathurst í Oude-leiguliða, að ytra út- liti. Hann fór ekki inn til þeirra majórsins aftur, en gekk út með doktornum og að trénu sem hann hafð ætlað sér að klifra. “En, heyrðu, Bathurst, þú hefir ekki einu sinni skammbyssu með þér!’’ sagði doktor- inn. “Það væri þýðingarlaust að vera vopnaö- ur,” svaraði Bathurst. “Þekki þeir mig, þá drepa þeir míg umsvifalaust. En þekki þeir mig ekki, og það er lítil von til að þeir geri það, kem eg aftur ómeiddur alveg. En bíðum nú við! Það er réttast að hnýta hnúta á kað- alinn. Eg gat einu sinni handlangað mig upp hnútlausan kaðai, en eg er ekki viss um að eg geti þad nú.” “Jæja, guð veri með þér, drengur minn, og færi þig hingað aftur heilan á húfi,” sagöi doktorinn. “Hversu lítið sem þú gerir úr því, þá er þetta engin smáræðis hættuför. En vfst þýkir mér vænt um að þú tókst þetta í fang. Það sýnir að þú ert fær í ailar mannraunir, að skotvopnaleik undanskildum. Það er nóg tii af mönnum, sem óhræddir eru í skotvopna leik, en sem ekki þyrðu að fara þessa för — spæjaraferð inn í miðja óvinaþröngina, eki- samall og í náttmyrkri. — Hvað heldurðu að þú verðir lengi?” “Tvo klukkutíma í mesta iagi.” “Jæja, að klukkutíma liðnum skal eg koma hingað,” sagði doktorinn, “og bíða svo eftir þér. Vertu sto fljótur sem þú getur, vin- ur, því eg verð á nálum þangað tii þú kemur aftur.” “Er Bathurst farinn? Því komstu ekki með hann áður en hann fór? Við biðum eftir að kveðja hann.” Þannig gekk spurningahríðin og kvart- ananöldur, þegar doktorínn kom inn aftur, og svaraði því, að Bathurst væri farinn, að hann hefði fylgt honum upp í tréð og séð hann renna sér niður utan garðs, og að það var honum heppilegast að ekkert kveðjufarg- an átti sér stað. RobínfHood FLOUR ÚR ÞESSU MJÖLI FÁIÐ ÞÉR STÆRRI BRAUÐ. “Hann fór þannig eins stiltur og rólegur eins og hann hefði ætlað að ganga eitthvað sér til skemtunar. En nú fer eg strax upp á þekju. Eg segi ekki að við yrðum þess vör,. ef hann þektist og yrði höndlaður út við búð- ir, en við hlytum að heyra óp og köll, ef varð- maður í grend við garðinn sæi hann.” “Hafði hann ekki vopn með sér?” spurði majórinn. “Hann vildi ekkert hafa,” svaraði doktor- inn. “Eg bauð honum skammbyssu, en hann neitaði.” “Eg skil ekki í öðru eins og þessu,” sagði Foster. “Eg er hræddur um að eg hefði tekið þó ekki væri nema tvær skammbyssur me* mér í svona ferð. Eg er ólatur að leggja líf mitt i hættu, þegar þarf, en vopnaður vil eg vera og selja líf mitt eins dýrt og auðið er, og það álít eg hvers manns skildu. En að fara vopnlaus í lífsháska og láta þrælana krassa úr sér lífið, ef þeim gefst tækifæri, það er meira en eg vildi gera." “Já, þar gægist dýrseðli þitt fram,” sagði doktorinn kaldhranalega. “Þó er nú líkast að eg mundi verða þér samdóma. Eg er helzt á því, að Bathurst hafi bæði meira og göfugra hugrekki en við.” “Getur verið,’ ’svaraði Foster, “en eg öfunda hann ekki af því.” Doktorinn svaraði þessu engu, því hann var þá gengina upp á þekju. “Er alt kyrt, Wilson?” spurði hann þe»ar upp kom; þar var Wilson og annar maður til á verði. “Já, við höfum ekkert heyrt nema hávaða og köll út við búðir,” svaraði Wilson. “Við höfum ekkert heyrt hér í grendinni, nema þrusk hérna í garðinum áðan.” “Já, eg var að fylgja Bathurst út að trénu,“ svaraði doktorinn. “Hann er farinn út að búðum að leita frétta.” “Já, eg heyrði umtalið um það. Eg er ný- kominn u-pp og þóttist vita að hann væri á ferðinni, þegar eg heyrði þruskið.” “Eg vona að hann sé sioppinn út fyrir var&hringinn,” sagði doktorinn. “Eg kom til að hlusta.” “Það vona eg líka,” sagði Wilson. “Eg vildi eg hefði mátt fara með honum, þó það hefði auðvita® verið gagnsiaust. — Ljómanii er veðrið gott, þykir þér það ekki, Miss Han- nay? Það er varla nokkurt döggfall.” “Sona, Wiison, burt með þig út í þitt horn. Þú ert hér til að hlusta og segja til, ef grunur er á að Sepoyar séu að læðast heim að garðinum. Eg kom ekki til þess að tefja þig frá vinnu og því síður til að masa.”’ “Richard og annar maður til eru á verði niðri í garðinum,” sagði Wilson, “en samt muntu segja satt. En ef þú hefir komið til að hlusta, Miss Hannay, þá mátt þú eins vel koma yfir í mitt horn og sitja þar. Þar erum við næst herbúðunum.” “Það er satt, Isabel,’ ’sagði doktorinn, “þér er bezt að setjast niður ef þú ætlar að standa nokkuð við hérna uppi.” Og þau gengu með Wilson yfir að horninu. “Viltu ekki fá einn pokann til að sitja á?” “Þakka þér fyrir, en eg vil heldur standa, svaraði Isabel, og svo stóðu þau þögul og hreyfÍHgarlaus, og horfðu á varðeldana úti hjá búðum. “Þeir svei mér spara ekki viðinn,” sagði doktorinn ergilegur. “Það er drjirgum meiri viður á eldunum þeim arna en herreglurnar leyfa. Eg sé heiia hópa af mönnum að ráfa kringum eldana. Það er líkast að s’veitafólkið sé farið að koma líka.” “Heldurðu að Bathurst sé kominn út fyr-ir varðhringinn ?’’ spurði Isabei. “ Já, og langt út fyrir hann — var ef til vill kominn út fyrir hann, þegar við komum upp,” svaraði doktorinn. “Eg ímynda mér að varðmennirnir séu ekki yfir tuttugu og fimna til þrjátíu faðma hérna frá skíðgarðinum. Og Bathurst mun hafa getið rétt til um það, að vörðurinn er ekki þéttskipaður nema fram af hliðinu. Þeir hugsa um það eitt, að við sleppum ekki úr gildrunni. Eg hefði sagt að Bathurst væri nú kominn yfir undir herbúð- irnar." Isabel færði sig svo fjær þeim aftur 0& stöð þar svo þögul og híustandi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.