Heimskringla - 25.05.1932, Blaðsíða 3

Heimskringla - 25.05.1932, Blaðsíða 3
WINNIPEG 25. MAl 1932. HEIMSKRINCLA 3 SÍÐA Phone 22 93.1 Phone 25 237 HOTEL CORONA 2ð Kooma Ullh Bath Hot and Cold Water in Every Room. — $1.50 per day and up. Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Main & Notre Dame Bast WINNIPBG, CANADA ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. Óglöggt og ekkert man eg eftir veginum, mannabústöðum eða mannvirkjum fyr en við vorum komnir upp á Vatns- skarð, en þaðan var ein hin á- hrifamesta útsýn sem eg hefi notið. Skagafjarðarsýsla að baki, með svipmiklu Blönduhh'ð arfjöllin á austursíðu og dalina lengst upp í land, en Drangey ©g Þórðarhöfða sem útvarðar- stöðvar á hina, en Húnavatns- Býsla fram undan, ekki eins svipmikil og fögur af Vatns- skarði, en meira óútreiknanleg, í einlægum dölum út með straumvötnum og kringum stöðuvötn. Nú stóðum. við Jakob jafnt að vigi, hverugur hafði séð vestur fyrir f jöllin sem við sfcóðum á. Við vorum að hugsun og útsjón orðnir eins- konar landsnámsmena og svo nærri stóðum við útsjón og til- finninum hinna fornu landnáms manna, að bygðanöfnin vökn- uðu eins og vábrestir í vitund okkar, einmitt þau sönnu og sömu sem þeir völdu bygðunum. Þannig fanst okkur að fyrstí dalurinn ætti að heita Svarti- dalur og þá mundum við að til var Svartárdalur í sýslunni. Það hlaut að vera hann og svo reyndist það þegar við síðar fréttum íbúana. En það var máske mest af því að sólin var orðin lágt á vesturlofti og dai- urinn, sú hliðin sem við okkur snérisls svartari en alt annað sem framundan lá. Um nóttina gistum við hjá Guðmundi í Bói- staðarhlíð. Þar var alt, við- horf, útlát og aðbúnaður mynd arlegt og sanngjarnt. Morgun- inn eftir í einkar fögru sólskini blasti við sjónum okkar beint í vestri, austan í stórri hæð, fjaskamikið og fallegt heimili og var okkur sagt að þar ríkti Erlendur Pálmason í Tungu- nesi. Við hneigðum báðir höf- uðið og báðum ekki um frekarí upplýsingar, vissum dável að hann var einn mesti fyrirmynd- ar bnódi á landinu. Búnaðar- skýrslunar báru það árlega með sér að hann einn gerði meiri jarðabætur en sumir hreppar landsins í heilu líki og gerði þó mikið meira en hann sjálfur og fjöldi annara manna hafði hug- mynd um. Hann var einskonar leiðar- stjarna og keppikefli hundruð- um manna í landinu, þeirra er aldrei höfðu séð hann. Austur á Langanesi og vestur á Snæ- feHsnes sögðu bændur snemma á morgnana: "Mér verða að standa hendur fram úr ermum f dag, ef eg á að koma eins miklu til leiðar og Erlendur í Tungunesi.'' Bóndinn gerir garðinn fræg- ann. Ódauðlegt á Islandi er bæjarnafnið Tungunes, fyrir sakir Erlendar, og þegar þeir tímar koma að Tungunes ber ekki framar af öðrum ábýlis- jörðum alt umhverfis fyrir við- halds og aðgerðarleysi seinni# tí.ðar búkussa, og gyllingin er í meðvitund manna nokkurn- veginn búin af bæjarnafninu, og menn vita naumast hvi það hafði tekið svo stórt pláss í undirvitundinni, þá fara meivn að leita í landskjalasafninu og finna að enhver Erlendur Pálmason hafði fyrir þúsund árum slé'ttað þúsundir ferhyrn- ingsfaðma, grafið þúsundir af framræslu og varnarskurðum um hlaðið, þúsundir faðma í girðingum og hýst alla jörðina prýðilega. Þá rífa menn klæði sín, og bölva metramálinu, og sjá að erfðafestulögin sem Þing- eyjmgar vildu innleiða á ní- hefðu orðið gæfuvegur, því! aldrei hefði Erlendur í Tungu- nesi úrkynjast svo, að jörðin hans b»ri ekki hæfileikum hans vitni, sem forföður fyrirhyggju og framkvæmdarsemi á þeim stóð. Við höfðum kvatt konung og prest og vorum komnir að Blöndu, þar skamt frá sem Svartá fellur í hana. Ekkert íslenzkt vatnsfall ber nafn með rentu, ef ekki Blanda, og minti hún mig á gömlu visuna: "Öllu saman agar hér, illu og góðu sýnist mér, rekur mig í roga- stanz, á ruslakistu Norður- lands." Hér vorum við þá staddir i Blöndudal. Líkast til að allir Blöndalir dragi nafn sitt af dalnum, og nafninu hafi svo upphaflega, í virðingarskyni við dönskuna, verið hallað út af ís- lenzkum grundvelli til móts við höfðinglega og hljómfagra danska nafnið Gröndal. H£r var engin brú og engin ferja af nenni tegund, við urðum því að ríða Blöndu þó hún liti ekk- ert meinleysislega út. En alt gekk vel, og fórum við sem leið lá vestur að Svínavatni. Okkur hafði verið sagt að illur vegur væri umhverfis vatnið, en þó verri að sunnan og lá það hins- vegar heldur beinna við að fara norðan megin vatnsins, en nú vildi eg endilega koma að prestsetrinu Auðkúlu, sem var sunnan og vestanmegin vatn- sins. Eg vissi að prestskonan var frænka mín, náskyld móður minni og mig minnir hún héti Þorbjörg eins og allur helming- urinn af frænkum mínum í móðurætt. — Er það ekki skrít- ið hvað menn gera mikið úr þessari frændsemi, þegar þeir erti á ferðalagi, þó þeir kunoi engar ættir, — þegar þeir eru komnir heim eins og til dæmis eg. Á þessu var eg að stagast þangað til afráðið var að fara að sunnanverðu vatninu og svo komum við á Kúlu, sem þeir svo kölluðu Húnvetningar. Séra Stefán Jónsson hét presturinn, hann var kominn suður í Reykjavík og það þóíti mér gott þá mundi eg þeim mun betur njóta frændseminnar hjá konu hans, þegar ekkert skygði á mig. En hún var þá heldur ekki heima ©g þá féll mér allur ketill í eld. En það var eins og eg þekti stúlkuna sem eg tal- aði við, og heima á Islandi var það enginn ósiður að spyrja, jefnvel ungar stúlkur, hvað þær hétu, einkum ef maður byrjaði á því að segja, "með leyfi'". Eg sagði því undur kurteis: "Með leyfi, hvað heitir þú, stúlka góð?" "Þekkir þú mig nú ekki?" og hljómaði heldur stuttaralega hennar svar. "J-ú-ú-ú, mér finst eg þekkja þig, en kem þér þó ekki fyrir mig," sagði eg. "Eg er nú líklega orðin svo ljót," og nú var rödd hennar hvöss og köld. "Nei, það er nú öðru nær — mér lízt einmitt svo ljómandi vel á þig,' 'sagði eg með mikl- úm ákafa, eins og mér lægi lífið á að losast við þessa játn- ingu. "Manstu ekki eftir Hildi Ei- ríksdóttur, sem var á Hofi í Vopnafirði, þegar þú varst þar?' segir hún. "Ja, þó það væri nú! Þú sem varst þjónustan mín. En hefirðu ekki einhver ráð með að fyrir- gefa mér þetta, — það eru nú 18 ár síðan, og þú hefir nokkuð mikið breyzt, þó það sé alt á- fram.'* Hún heldur sér hafi nú ekki farið svo mikið fram. Hún væri nú komin undir fertugt. Mér hefði ekki litist svo vel á sig, þegar hún hefði verið á Hofi. Eg sagði henni að það hefði nú ekkert verið að marka, því þá Vorhoma Þú, vorgyðja, svífur að sunnan á sólargeisla vængjum; með nákvæmni blíðlega breiðir úr blómanna sængum. Það angar og fangar mig ilmurinn sætur og seiða þær heiðu sólskinsnætur. Og vorfugla-annirnar verða að vonum og draumum, er líða í lofsöngvum snjöllum með loftheitum straumum; og hýrar og skýrar á heiðum og engjum nú ómar og hljómar í elskunnar strengjum. Ó, blessaða móðir, sem börnin öll brosandi huggar, svo dreifist í ljóstbirtu dagsins þeir dulráðnu skuggar. Ó, lát þú hvern grátinn við knérunn þinn krjúpa, svo hjarta hans skarti þig hamingjudjúpa. T. T. Kalman. þér sem nottð Tl M BUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. hún var frændkona hjónanna og æðsta ráð á heimilinu, að minsta kosti innan stokks, þeg- ar hjónin voru ekki heima. En Jakobi hafði leiðst að heyra til okkar og var nú kominn til hestanna, og sá eg að hann vildi halda áfram, svo eg kvaddi hana með mestu virktum, og bað að heilsa frænku minni. En Hildur var óánægð yfir því, að við drukkum ekki kaffi hjá henni. Þetta var ljómandi stúlka þegar hún var á Hofi. Kirkjan á Auðkúlu var sjáan- lega nýbygð, en gat þó verið eins eða tveggja ára gömul. Hún var áttstrend að lögun, likt og kornhlöður eða skemm- ur eru sumstaðar hér út um landið. Mér þótti þetta óvið- kunnanlegt, og skildi heldur ekki, hvaða þægindum þetta gat valdið. Prestinn, séra Ste- fán í Auðkúlu, sá eg suður í Reykjavík. Það var fríður mað- ur, hafði mikið skegg, en rak- aði sig öfugt við alla aðra presta, skóf vandlega af hök- unni, en skildi vangana eftir. Andlitið var því alt á þverveg- inn, og skildi eg þá, hvers vegna kirkjan í Auðkúlu var eins víð og hún var löng, en fegurðartilfinning prests mundi vera jöfn á alla kanta, enda létu allir vel af honum, en kirkjan hefir samt alt af hneykslað tilfinningar mínar. Níi var þá þessi Svínavatns- vegur, helluraðir, keldur og for- ir á enda, og við komnir á greiðar götur og harðar traðir heim að Reykjum á Reykja- braut. "Þvílíkir og þessir menn, þeir geta aldrei dáið." Eftir á fanst mér að hjónin á Reykj- um hafa komið með heimilið alt á höndunum á móti okkur, eins og hlaðinn og rjúkandi kaffibakka. — Þau voru ekki montin, né með neitt uppgerðar glamur eða hávaða, og heldur engir jábræður. Það er ekki til neins að draga það lengur nema skriftast íyrir lesendunum, að eg er búinn að gleyma nafninu á konunni, en hún var systir einhvers séra Bjarna, mig minn- ir Pálssonar, sem eg ekkert þekti, en húsbóndinn hét Krist- ján Sigurðsson. Þarna töfðum við lengur en við ætluðum, af því skinið var svo hressandi og vermandi. Þegar við vorum að fara, sagði eg Kristjáni, að hestarnir mínrr væru illa færir um svona langa og harða ferð, nema eg keypti mér þann þriðja þeim til hvíldar. Hann sagðist skyldi seija mér góðan reiðhest, átta vetra gamlam, fyrir 170 krónur, hann væri heintavið og eg gæti séð hann, ef eg vildi. Ekkert sótti Kristján það fast, og sannfærði það mig um, aö hann væri hreinskiftin, eins og alt annað, er fór honum vel. Eg keypti hestinn og átti hann þangað til eg fór til Ameríku. aldrei glanna fjörugur, kvHJa- og gallalaus. Eg sá aldrei fyr né síðar hjónin á Reykjum á Reykja- braut, en þau hafa orðið mér drjúgt umhugsunarefni marga stund síðan. Kristján reið með okkur langan veg og sagði sög- ur af Birni í Öxl, sem búið hafði í myrkasta og hrikaleg- asta staðnum undir fjallaöxl- inni, er gengur norður á milli Svíndals og Vatnsdals. — Við söknuðum Kristjáns, þegar að hann hvarf heim aftur, þó við- kynningin væri ekki lengri. Frh. ÁSRÚN II. Tímarnir hafa neytt okkur til að taka þátt í þjóðfélagsmálum. Enginn viti borinn maður seg- ir nú: "Hvað koma mér vi* þessi mál? — Látum þá sem vitið hafa ráða þeim til lykta." Þýðingarmikil atvik og atburð- ir gerast nú með undarlegum og oft alveg nýjum hætti. Mál- efni, er áður var lítill gaumur gefinn, koma nú fram á sjón- arsviðið og krefjast úrlausnar. Óþreyja hefir gagntekið menn. Allir vænta stórtíðinda á hverri stundu. Óþreyjan gerir vart við sig á ýmea lund. — Indriíi Ein- arsson segir: "Það þarf að skapa nýja þjóð" — og þann sannleika grípa óþreyju-slegn- h- tímamenn fegins hendi, og nota hann í eigingjörnum til- gangi. Það þarf að skapa nýja þjóð. Þjéð, sem réttir úr sér og lít- ast um með skjóttu og vitru augnaráði. Þjóð, sem veit að birtan yfir komandi árum fer alveg eftir því hvernig hún elur upp börn sín, og hversu hlýtt og fagurt umhverfi móðurinn- ar er. Það er alkunnugt,, að ó- þrifalegar götur spilla skap- lyndi manna, og að glaðlyndur náungi getur komið öllum til QUINTON'S að eg seldi hann seinastan af hefði eg verið trúlofaður tveim m{num hestum. Hann var jarp- öðrum stúlkum. Nú var hún I ur ag ut og hét ögði. Hann farin að hlæja og vildi að við' reyndist eins og Kristján sagði unda tug tuttugustu aldarinnar drykkjum hjá sér kaffi, því að hann, alt af vel vakandi, en HVAR GEYMIÐ ÞÉR Loðkápuna yðar þegar mölurinn fer aS ^ unga út eggjunum • Ef hún er geymd í hinum nýju geymsluklefum vorum, er hím alveg óhult. Vér höfum fullkomin tæki til að CEYMA HREINSA (grávöru eftir fyrirsögn helztu grávörusala—ekki meS gasólín) GERA VIÐ SNÍÐA UPP SIMIÐ 42 361 QUINTON'S Cleaners — Dyers — Furriers að brosa. — Hvort haldið þið þá, að engu máli skifti, hvernig um konuna móðurina er búið. Það er sannara en frá verður sagt, að barn á brjósti teygar annað en móðurmjólkina. ís- lenzk alþýðureynsla er fengin fyrir því. — Barnið teygar hreysti, líkamsfegurð, lífsfjör, vizku, og góðgirni eða sjúkar tilhneigingar, skuggalegt yfirlit, leti, heimsku og hatur til ann- ara manna. Hvernig skaplyndi og fram- koma barnsins verður, fer því að nokkru leyti eftir hugsunar- hætti móðurinnar meðan barn- ið skapaðist og hún hafði það á brjósti. — En hugarlíf kon- unnar er aftur háð framkomu og viðmóti föðursins. — — Margar stoðir rísa að hverjum m'anni, og víða stendur ætt hans - og skaplyndi f ótum. — Allir eiga að láta þjóðfélags- mál til sín taka. En menn verða að hugsa, svo góðgjarn vilji þeirra til að bæta og fegra hug- arlíf barnanna fái notið sín. Til þess eru skólar settir, að skerpa næmi, vekja athygli nemandans á hinni fagurlyndu vizku og sterka vilja, er stjórn- ar hverju náttúrulögmáli. Kennarastétt landsins ber því allmikla ábyrgð á því, hvernig næstm kynslóðir komandi ára hugsa og haga störfum sínum, hvort þær ryðja sér til ríkis eða ekki. Eg á ekki við landvinninga utan íslenzkrar landhelgislínu. Það er landnámið í hugheimi er mestu máli skiftir. Einu sinni var góður sjó- maður. Huldukona hafði fellt hug til hans. — Kom hún til hans á hvorri nótt og sagði honum frá öHum veðrabrigð- um. Nótt eina kom hún til hans og sagði: "Þegar netaský eru á lofti og þoka í miðjum hlíð- um, vil eg vita af ljúfling mín- um á sjó'". Nú, þegar erfiðleikar, fá- tækt og skuldir ásækja okkur, dugar ekki að sofa þungum, draumlausum svefni. Við verð- um að hafa andvara á okkur, svo við getum heyrt þær ráð- leggingar er allar hollvættir landsins hvísla að okkur: Starfaðu. Rýmka verksvið þitt. Gæt skyldu þinnar. — Á þessum erfiðu tímum á þjóðin að bindast samtökum um það, að forðast að vinna þau verk eða taka þá stefnu er leiðir til ríkisgjaldþrots og langvarandi þrælkunar. Eg hygg, að ekki verði um það deilt, að þjóðin vill heldur eiga ísland, en vera bláfátækur og ánuðugur leiguliði erlendra auð manna. — Hvert ætlar þú? (Vesutrl.) nokkuru frábrugðnir og að kyn- ferði er bundið við þá. Þeir eru því nefndir kynlitningar. í kven- frumunum eru kynlitningarnir af sömu gerð, og þær mynda egg, sem öll eru eins. í karl- frumunum eru kynlitningarnir tvens konar, og þær mynda tvær tegundir frjóa og er önnur karlkyns, hin kvenkyns en jafn- mikið af báðum. Eins og kunnugt er, er það upphaf fóstursins, að egg og frjó renna saman í eina frumu, sem vex síðan og verður að fóstri. Ef karlfrjó hittir eggið vex úr því karldýr, en sé það kvenfrjó vex úr því kvendýr. Má því heita að hending eín ráði kyninu, án þess að menn fái nokkuru um það ráðið. Eftir sömu dýratilraunum að dæma, er það þó ekki óhugs- andi, að fleira komi til greina en hér er sagt, en ekki hafa menn fundið nein veruleg lík- indi til þess á mönnum, síst með nokkurri vissu. Nýlega hefir verið gefið út kver um þetta efni (Afkomend- ur eftir eigin vali). Það er í alla staði ómerkilegt, þýö- ingin bágborin og kenningar þess allsendis óáreiðanlegar. G. H. —Mbl. Fierðamaður: "Mig vantar stykki í bílinn minn. HafiO þið nokkra lausa parta fyrir Ford bíla hér í þessum bæ. Bæjarmaðurinn: "Já, þarna yfir frá, þar sem þjóðvegurinn fer yfir járnbrautina er stór hrúga af alskonar bílastykkj- um. Eg veit að þú munir geta fundið þar, það sem þig vantar. EFÞÉR Vefjið yðar sjálfir Þá er Chantecler sá cíga- rettu pappír sem þér ættnð að nota. Þúsundir skynsamra reykjenda hafa komist aS því, aS úr þessum betri pappír eru vafðir betri vindl- ingar. líovnið Chantecler papplr 120 blóð á 5c. VINDLINGA PAPPIR HVAÐ RÆÐUR KYNI BARNA , Þrátt fyrir miklar og marg- víslegar rannsóknir veit enginn þetta með fullri vissu, og engin ráð þekkjast til þess að ráða því, hvort barn verður piltur eða stúlka. Hið helsta, sem kunnugt er, er þetta: í öllum frumum líkamans koma í ljós einkennilegir staf- ir eða korn, sérstaklega er þær skiftast. Þeir eru nefndir litn- ingar (krómósómar) og eru jafnmargir í öllum líkamsfrum- um hverrar dýrategundar. Það vita menn um stafi þessa að þeir ráða mestu erfðum og eig- inleikum afkvæmanna. Nú hafa menn fundð að í æxlunarfrumum flestra dýra, eru tveir af litningunum að CITY MILK LEYSIR ÚR MATARMÁL- UM AÐ SUMRINU. Nú er rétti tíminn til þess að skifta um yfir á City Milk, áð- ur en hinir miklu sumarhitar, og meðfylgjandi matarvandræði byrja. Hin jöfnu gæði og geril- sneyddu hreinindi City Milk, eru heilsutryggjandi fyrir alla fjölskylduna. Pantið þaS sem þér þurfiS af mjólk nú strax frá WÍ&ÍLM Sími 87 647

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.