Heimskringla - 08.06.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 08.06.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 8. JÚNÍ 1932 HEIMSKRINGLA 5 BLAÐSlÐA VEITIÐ FYRSTA KJÖR Mr. JOHN T. HAIG, M.P.P. Conservative þingmannsefni í Winnipeg Merkið Atkvæða Seðilinn Þannig: Merkið Atkvæða Seðilinn Þannig: Halg, John T. Hann styður flokkinn sem koma vill á sparsamari, heilbrygðari og skynsamari stjórn en verið hefir. “Eignist dollarinn áður en þér eyðið honum.” Hinn nýi fjármálaráðherra Brackenstjórnarinnar Hon. Mr. McPherson, frá Portage ia Prai- rie, var einn af þeim sem rið- inn var við hlutakaupin í Win- nipeg Electric félaginu um árið. Hann hefir því svipaða skoðun og Bracken á þjóðeignamálum, og er vel treystandi til að fylgja ekki hinni yfirlýstu stefnuskrá bændafiokksin's, sem þveröfug er við stefnu Brackens. * * * Mr. Ivens, verkamannaþing- maður, sagði nýlega: “Dóms- málaráðherra W. J. Major segir að Brackenstjórnin beri hlýjan hug til verkamannsins. Getur skeð. En hún sýnir það samt á nokkuð einkennilegan hátt. Þegar verið var að gera út um ákvæðisvinnuna við þjóðvega- lagninguna s. 1. vetur, neitaði Bracken'stjórnin því með öllu, að setja í samninginn við þá, er ákvæðisvinnuna hlutu, nokk- uð um það, að verkamönnum væru greidd sanngjöm laun. — Kaup verkamanna var því $1 á dag, en vip n u veitend urn ir tóku $4 í sinn hlut af hverju dagsverki: * * * Burt með alla pólitík, segja flokksmenn Brackens í þessum kosningum. Hvað er pólitík? Hún hefir þannig verið skýrð af Webster: “Pólitík er sú vísindagrein, er lagar og sníðir stofnanir og störf þjóðfélagsins eftir þörf- um tímans.’’ Það vilja flokks- menn Brackens auðsjáanlega ekki gera. Þeir sjá ekki neina þörf á að vera að stjórna af nokkru viti. Vér efumst ekki • um, að þeir efna þau kosninga- loforð sín, ef þeir komast til valda! * ¥ ¥ Margir furða sig á því, tii hvers Brackenstjórnin hafi var- ið öilu þvi fé, er hún hefir heimt inn í stjórnartíð sinni. Á því þarf engan að furða, sem veit, að stjórnarreksturinn hef- ir hækkað hóflaust í flestum deildum hennar. í deildinni, er Mr. Clubb t. d. hefir til um- sjónar, hafa útgjöld aukist um 53 prósent, í dómsmáladeildinni 28 prósent, í heilbrigðismáJa- deieldinni 25%, í Comptrollers- General deildinni 17 prósent. Hækkun útgjaldanna er því að miklu leyti fólgin í auknum GREIÐIÐ No. 1 ATKVÆÐI með G. S. Thorvaldson Conservative frambjóðanda í Gimli kjördæmi. Og veitið fylgi heilbrigðri og praktiskri fylkisstjorn. kostnaði í stjórnarrekstri, í hin- um ýmsu deildum stjórnarinn- ar. í almennings þarfir hefir fénu ekki verið varið, nema ef það er í almennings þarfir, að fjölga ali-haukum á stjórnar- skrifstofum fyrir almenning að fóðra. * * * Mr. A. R. Boivin, fylkisþing- maður frá Iberville, og Bracken- sinni, hefir nokkur undanfarin ár gert ákvæðisvinnu, er nemur hálfri annari miljón dala, út um fylkið, fyrir Brackenstjóm- ina. Slíka ákvæðisvinnu hefir ávalt þótt óviðeigandi fyrir stjórnir, að veita þingmönnum sínum, vegna þess að fjárveit- ingin til hennar er veitt með þeirra atkvæðum. Þeir semja um verkið fyrir hönd almenn- ings, en hafa að því er við má búast, engan lagalegan rétt til að semja við sjálfa sig um það. Það er, hvað sem því líður, hneyksli að gera slíkt. * * * Bracken ver eyðslusemi stjórn ar sinnar með því, að skuldir vesturfylkjanna séu hærri en skuldir Manitoba. En hann get- ur ekki hins„ að þau fylki hafa eitthvað að sýna sem tryggingu fyrir þeirri skuld. Manitoba get- ur ekki selt skuldabréf sín, en i Alberta seldi fyrir sex vikum | talsvert háa upphæð skuida-1 bréfa, er keypt voru öll innan! 24 klukkustunda, og getur selt J meira, hvenær er fylkið þarfn- ast þess. Það sýnir að fyikis- fénu hefir ekki verið eytt þar til óþarfa eins og hér. * * * Brackenstjórnin, sem telur sig bændastjórn, veitti á s.l. ári $290,000 til búnaðarmála í fylk- inu. Fyrir að sjá um útbýtingu þessa fjár í búnaðardeildinni, greiddi stjórnin $148,000, eða rúman helming upphæðarinn- ar. * * * Mr. Bernier: “Þetta er í fyrsta sinni í sögu þessa fylkis, að stjórn þess hefir orðið gjald- þrota. Og verði Brackenstjórn- in áfram við völd, steypir hún fylkinu einnig í gjaldþrot.’’ * * * Því er haldið fram í blaðinu Tribune, að blaðið Free Press hafi tjáð Bracken, að það gæti ekki fylgt honum að málum í þessum kosningum, ef hann ræddi um fylkismálin. Það er þá auðséð, hvemig stendur á sam- bandsmálamgli Brackens. * * * Bracken lofaði að lækka skuld þessa fylkis, þegar hann tók við völdum, og endurtók það loforð fyrir fimm árum. Þó er skuld fylkisins 40 miljónum hærri nú, en þegar hann tók við völdum. Og þetta er mað- urinn, sem mest brígslar öðrum um, að hafa ekki uppfylt kosn- ingaloforð sín! * * * Það situr illa á Bracken, að Almennings fé eytt í bruðlunarsöm stjórnar útgjöld Aríð 1Q10 veitti Conservative stjóm, með sex ráð- m,u X*,AU gjöfum forstöðu öllum fylkismálum og greiddi alls í stjórnarkostnað og <n» r\f\í\ r\r\ launauppbót ........... ..... #O0,UUU.U(J Arið 1 veitti Liberal stjórn með sjö ráðgjöfum, ™1U A forstöðu öllum málum fylkisins og greiddi alls í stjórnarkostnað og ds a /r n a r r\f\ launauppbót .......... ....... «!NT()„ / oO.UU Anð 1Q*Í1 veitti Hon. John Bracken, með sjö ráð- f*11U 1 * gjöfum forstöðu fylkismálum og greiddi tu samans í stjómarkostnað og r~ r\r\ /\f\ launa-uppbót ............. .... #65,500.00 Þingtíðindin frá 1931 og 1932, skýra frá eftirfylgj- andi útgjöldum á siðastliðnum 10 ámm, sem sýnishorn af mörgum fleirum GJöLD TIL MALAFLlTJiINGSMANNA þiis,frSBSi.nByr; er var ' kosninganefnd Mr. Bracken's fekk fyrir þjonustu sina $22,136.92. 2. Vinur dómsmálará'Sherra fékk $9,000.00. 3. Einn Winnipeg.lógmaSur fékk $24,603.00. 4. Annar Winnipeg-lBgmaSur, er var í kjöri sem Pro- gressive þingmannsefni, en nú í kosninganefnd Brac ken’s, fékk $13,830.00. 5. Nafntogaöur Winnipeg-málaflutningsmatSur fékk fyr- ir þjónustu sína $21,360.00. 6. Annar Winnipeg MálaflutningsmatSur fékk $23,127.50. 7. Pyrverandi dómsmálarát5herra fékk fyrir tvö hundr- utí daga verk $30,000.00, etSa sem svarar $150.00 á dag 8. Annar fyrverandi dómsmálarát5herra fékk $24.000.00, fyrir eitt hundrats og sextíu daga vinnu, er svarar Jil $150.00 á dag. HrackeiiMtjórníii hefir verltS kostnatiar- samasta og óhagaýnaNta rðtiuneytitS fi NitSaNtiitSnum þrjfitíu firum. Það er kominn tími til að skifta um. Manitoba þarfnast nýrra manna og nýrra aðferða Greiðið atkvæði með Conservative Þingmannaefnum Birt af H. C. Hodgson w forseta Manitoba Conservative Association Merkið atkvæðaseðilinn þannig: McLENACHEN, James 1 Conservative þingmannsefni í KILDONAN—St. ANDREWS og sýnið ósk yðar að koma hagsýnni stjórn til valda, er í veg kemur fyrir að skattar hækki og sparar, þar sem það er réttmætt. GefitS út af F. W. Newman, Agent, Selkirk. vera í þessum yfirstandandi kosningum, að bera óhróður á Bennettstjórnina, sem hann verður að sækja hvert lánið til af öðru, til þess að bjarga fylkinu frá gjaldþroti, og stjórn- arformensku sjálfs sín frá skömm. * * * Brackenliðið var ákveðið og samtaka um lækka eknastyrk- inn á síðasta þingi. Það var helzti sparnaðurinn, sem það gat hugsað sér! I sömu and- ránni greiðir það jafn samtaka atkvæði með því, að gjalda bönkunum hálfa miljón dala vaxtahækkun! Bracken þing- mennirnir aumkvuðu sig meira yfir bankana en ekkjur og mun- aðarleysingja. Skyldu þeir verða eins harðir í horn að taka, þeg- ar þeir eru nú að sníkja at- kvæði ekknanna? GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ Capt. W. V. T0BIAS Conservative þingmannsefni í Winnipeg. Hann hefir verið á þingi í Manitoba síðastliðin 5 ár, og þekkir því til þeirra starfa. Hann fylgir ráðdeildarstefnu í stjórnmál- um, og að útgjöldin séu eigi látin fara fram úr tekjum. MERKIÐ atkvæðseðilinn þannig:

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.