Heimskringla - 29.06.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 29.06.1932, Blaðsíða 4
i BLAÐSÉÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 29. JÚNÍ 193Z Heimskringla (Stofnuð 18S8) Kemur út á hverjum miOvlkudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIM SKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is publistoed by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 29. JÚNÍ 1932 UM EFTIRCJÖF STRIÐSSKULDA. Á alþjóðafundi, sem staðið hefir yfir í Lausanne í Sviss, hefir málið um eftir- gjöf stríðsskulda verið helzta umhugsun- arefni Evrópuþjóðanna. Þessi hugmynd hefir fyr gert vart við sig, og er meira að segja talsvert vakandi í hugum almenings. Menn tala um það sem veginn og daginn, að stríðsskuldirn- ar verði að strika út, til þess að létta böi heimsins. Þetta getur alt verið gott og blessað. En oss hefir stundum dottið í hug í sambandi við þessa hugmynd, að það hefði ekkert stríð orðið, ef Frakk- land hefði ekki tekið á móti Þýzkalandi 1914. Með því hefði einnig nokkru böii verið afstýrt. Nú sjá Evrópuþjóðirnar hamingju heims ins undir því komna, að stríðsskuldirnar séu strikaðar út. En hvað vilja þær í sölurnar leggja fyrir hugmyndina? Þeim hefir ekki enn tekist að búa hana svo að heiman, að Bandaríkjaþjóðin geti við henni litið, og á því hafa framkvæmdir málsins strandað. , í svari Bandaríkjastjórnar við tillögum Lausanne fundarins, er á það bent, að þar sem mergurinn málsins í þeim sé sá, að Bandaríkjastjórnin, eða í raun og veru almenningur Bandaríkjanna, greiði meirihluta allra stríðsskuldanna, geti stjórnin ekki samþykt þær. Bandaríkja- stjórnin verður eftir sem áður að greiða lánardrotnum sínum — og þeir eru ekki allir í Bandaríkjunum — þessar skuldir. Um eftirgjöf á þeim er þar ekki að ræða. Og féð til lúkningar þeim, verður frá al- menningi að koma, eins og ait annað fé, er stjórnir þurfa á að halda.. Vér neitum því ekki, að eftirgjöf stríðs- skuldanna hefði ekki eitthvað gott í för með sér. En hvaða sanngirni er í kröfu Evrópuþjóðanna um það, að tapið komi að mestu niður á einni þjóð, er að minsta kosti var sízt öðrum þjóðum sekari um upptök stríðsins? Er t. d. nokkuð meiri ástæða fyrir Bretland eða önnur Evrópu-' lönd, að fara fram á það við Bandaríkja- stjómina, að hún gefi eftir stríðsskuld- irnar, en þeirra eigin þjóða auðkýfinga, sem fé lánuðu einnig til stríðsins? Sú krafa virðist í meira lagi ósanngjörn. En jafnvel svo fráleit og óréttlát, sem hún er, værum vér þó ekkert hissa á því, að Bandaríkin yrðu við henni, ef Evrópuþjóðirnar og allar þjóðir heims- ins, vildu fara að því ráði Bandaríkja- stjórnarinnar, að minka herafla sinn um einn þriðja. Með því er áætlað, að á tíu árum spöruðú stjórnir allra landa heims- ins sér 10—15 biljónir dala! Stríðsskuld- iraar eru ægilegar. En er ekki einnig þessi eyðsla á almenningsfé æði viðurlita- mikil, eins og nú stendur á. Og naum- ast er hægt að segja, að tilgangurinn með henni helgi meðalið. Það er nú svo skrít- ið, að það er með öðru en eftirgjöf stríðs- skuldanna, hægt að létta útgjaldabyrði stjórna heimsins. En hemaðarspamað mega Evrópuþjóðirnar ekki heyra nefnd- an, eða hafa ekki viljað það til þessa, þó Bandaríkin hafi áður látið í ljós, að hann væri aðal skilyrðið fyrir því, að eftirgjöf á stríðsskuldunum gæti af þeirra hálfu komið til mála. Þá er og hitt í sambandi við þessa eftirgjöf stríðsskuldanna. Hvað sjá menn 8vo háleitt við stríð, að endilega verði að þurka út allar skuldir í sambandi við það, fremur en aðrar skuldir? Var stríðið það þjóðþrifafyrirtæki, að þeir, sem á- byrgð bera á að hafa hleypt því af stað, megi ekki gjalda fyrir þá glópsku sína? Ef einhver þjóð yrði fyrir einhverju ógn- arlegu skakkafalli af eldsumbrotum eða flóðum, væri sjálfsagt að stjómir þær, er þess væru megnugar, ekki einungis hjálp- uðu henni, heldur gæfu og þá hjálp sína. En að ein þjóð þurfi að gefa Evrópu- þjóðunum stríðsskuldirnar, sem aðeins eru sjálfskáparvíti, til þess að þær geti haldið áfram hindrunarlaust að efla her- útbúnað sinn, það virðist í fylsta máta ein sú fávizkulegasta krafa, sem mönnum hefir dottið í hug. Eins lengi og þjóðir heimsins sjá sér fært að greiða árlega um 4 til 5 biljónir dala til herúthalds, má sá vorkenna þeim kröggurnar, sem vill, en að allir séu svo blautgeðja að gera það, efumst vér um. Út á afvopnunarkröfu Bandaríkjanna er síður en svo að setja, nema ef vera skyldi það, að hún tekur ekki nógu djúpt í árinni. Það hefðl verið reynandi að bjóða þjóðum heimsins að minka her- útbúnaðinn til helminga, ef sporið mátti ekki stíga alla leið. En hvað sem um þáð er, væri ekki úr vegi að í sambandi við uppgjöf stríðsskuldanna, væri einhver rönd um leið við því reist, að það yrði tii annars og meira en þess, að flýta fyrir því, að Evrópuþjóðirnar hervæddust aft- ur, eða til þess að færa oss feti nær þeim degi, að hrint yrði út í annað al- heimsstríð. SVAR. Grein þeirri, er birtist í næstsíðasta blaði Lögbergs, eftir A. Johnson frá Sin- clair, höfðum vér ekki tekið eftir, og þess vegna ekki svarað ef til vill eins fljótt og höf. hefir búist við. En Heimskringla átti sér einskis ills von úr þessari átt, og athugaði ekki "Röddina frá Sinclair’’ fyr en henni var á óminn í henni bent af öðrum. Enda þótt greinin sé um kosningarn- ar, og vér tökum oss ekki næri alt, er andstæðinagr segja, er svo stendur á, viljum vér samt minnast á hana hér, þó eftir dúk^og disk megi heita. Rauði þráður greinarinnar er um þá ósvífni Heimskringlu, að gagnrýna gerðir Brackenstjómarinnar! Það finst grein- arhöfundi svo óviðurkvæmilegt, að hann á ekki nein orð yfir það — ekkert nema hótanir um að hætta að styðja Heims- kringlu, með því víst að kaupa hana (?). Auðvitað er það afar nýstárlegt að blað taki upp þann sið að gagnrýna geröir stjórna! En dæmi eru þó til að blöð hafi gert það áður . í s. 1. tvö ár, eðá síðan Bennettstjórnin tók við völdum, höfum vér ekki orðið varir við nema eitt blað af Free Press, þess sem daglega er gefið út, sem ekki hefir morað af óhróðri um Bennettstjórnina. Ef einhver getur bent oss á fleiri, skulum vér taka því með þökkum. En ekki höfum vér orðið varir við, að Mr. Johnson hafi vandað um við Free Préss fyrir þetta, og er það þó ef- Iaust blaðið ,sem honum væri ljúfara að leggja sér við brjóst, en Heimskringlu, og ætti því að vera umhugaðra i^m, að ekki flaskaði eða syndgaði á þessu, að gagnrýna gerðir stjórna! Það kennir þarna ofurlítils ósamræmis í “Röddinni frá Sinclair.’’ ’ Annað, sem vér vildum athuga í téðri grein, er það, að vegna hinna erfiðu tíma, sé ósanngjarnt að gagnrýna gerð- ir Braekenstjómarinnar, eins og Heims- kringla geri. Vissulega er sanngjarat að taka ástandið í heiminum til greina, er verið er að dæma verk stjórnanna. Aðstaða þeirra eins og einstaklinga og viðskiftastofnana, er erfiðari vegna tím- anna. Samt ber þess að gæta, að stjórn- ir standa að því leyti betur að vígi, en einstaklingar, að þær geta lagt á nýja skatta til þess að jafna reikninga sína. Og tekjur Brckenstjórnarinnar voru furð- anlega miklar síðastliðið ár, eða á 13. miljón dala. Hafa h'klegast aldrei verið meiri í þessu fyiki. Undan því þarf Mr. Johnson því ekki að kvarta eins mikið og hann gerir, að Brackenstjórnin hafi innheimt lítið. En það er hveraig hún eyddi tekjunum, sem athugaverðara er. Hún eyddi ekki einum skilding af þeim til að bæta úr atvinnuleysi, eða til bjarg- ar allsleysingjum. Féð til þess tók hún alt að láni, — bæði sinn hluta þess og sveitanna — frá sambandsstjóminni. Það er sambandsstjórain, sem kreppan hefir leikið harðara, en fylkisstjórnir landsins, því hún hefir bæði sjálf lagt fram og lánað féð, sem á hefir þurft að halda til að8toðar atvinnulausum mönnum og ó- sjálfbjarga. Fyrir þessu hefir Heims- kringla áður gért ítarlega grein, og er reiðubúin að verja staðhæfingar sínar í því efni. Að fráskildri þeirri hækkun á skuld Manitobafylkis, er atvinnubjargráð snertir, hækkaði skuldin síðastliðið ár samt um 7 miljónir dala! Brackenstjóm- in eyddi með öðrum orðum, auk árstekn- anna, þessum rúmum 12 miljónum dala, öðrum 7 miljónum dala — án þess að eyrir af því gengi til líknar, er veita þurfti vegna kreppunnar. Vér tókum því kreppuna til greina í gagnrýning vorri um Brackenstjórnina. En hvenær hafa gagnrýnendur sambandsstjórnarinn- ar tekið kreppuna til greina, í dómum sínum um hana? Vér verðum ekki varir við að Mr. Johnson eigi neitt við það. Hann færir Bennettstjórninni ti lskuldar, alt sem af heimskreppunni hefir leitt, og hlífist ekki við það. Ef það er sanngjarnt og sjálfsagt, að verja Brackenstjórnina með því, að bera kreppunni við, er þá ekki einnig sanngjarnt að taka hana til greina, er um verknað sambandsstjórn- arinnar er að ræða? Hér vottar fyrir öðrum hjáróma streng í “Röddinni frá Sinclair”. Um sölu á hveiti, er Mr. Johnson minn- ist á, er það að segja, að verð þess er tilfinnanlega lágt. En hvaða stjórn get- ur ráðið við markaðsverð? Jafnvel þó Mr. Johnson haidi því fram í grein sinni, að lágverðið á hveiti út um heim sé Bennettstjórninni að kenna^ efumst vér um að hann meini það. Þó að vér séum ekki ófúsari en hver annar að kannast við, að Bennett sé býsna þéttur á velli, efumst vér um að hann geti sagt heims- markaðinum fyrir verkum. Vér erum jafnframt sannfærðir um þetta vegna þess, að þó svo væri, að hann gæti ráðið verði á heimsmarkaðinum, væri ekki þar með sagt, að hann hefði það endilega sem allra lægst, þó Mr. Johnson geri nú ekki meira úr innræti stjórnarformanns Canada en það, að slíks eins væri af hon- um væntandi. Af hveiti er ávalt talsvert sent út úr landinu. Hveitiforðinn hefir ekki s.l. 2 ár aukist neitt meira í Canada, en hann gerði á tveimur næstu árum áður. Það er því ekki það, hvað seint að hveitið selzt, heldur hitt, hve verðið ey lágt, sem hörmungunum veldur. Og þó er eitt undarlegt, og það er að eanadiskt hveiti hefir um nokkurt skeið selzt með “pre- míu’’, sem kallað er, eða 3 til 6 cents hærra en markaðsverðið er, eða það sem hveiti úr sama flokki frá Bandaríkjunum og öðrum löndum selzt fyrir. Segja oss fróðir menn, að þetta hafi ekki áður átt sér stað. Eins er með verð á smjöri og eggjum og nautpeningi, að sagt er. Þrátt fyrir lágverðið á þessu, er það ofurlítið hærra en markaðsverðið er, eða bændur eru annarstaðar að fá fyrir þessar vörur. Gæði canadiskrar bændavöru eru að vísu kunn. En það hefir gengið illa að fá það viðurkent, svo að á verði munaði. Nú virðist það þó gert, hverju sem það er að þakka. Þarna stendur þá Canada gagnvart heiminum og kreppunni, borið saman við önnur lönd, undir stjórn Bennetts. Vér vitum að Mr. Johnson hefir orðið þessa alls var, og að hagfræðingarnir, sem um viðskifti og markað skrifa í dagblöðin — ekki frá pólitískri hlið — heldur hag- fræðisiegu sjónarmiði, draga engar dulur á, að sá samanburður Canada í vil sé stefnu Bennettstjórnarinnar að þakka. En auðvitað hefir það hvorki tii né frá, nein áhrif á sjálft markaðsverðið, það sýnir aðeins, að hagsmuna landsins er vel gætt í höndum Bennejts. Þetta stingur alt í stúf við kenningar hins pólitíska lærimeistara Vestur-Canada, stjórnanda blaðsins Free Press. En án þess að nokk- ur pólitík komi til greina frá vorri hálfu, sjáum vér ekki að ástæður blaðsins Free Press fyrir árásum sínum á Bennett- stjómina, frá neinu sanngjörnu sjónar- miði skoðað, hafi við neitt að styðjast, annað en flokkspólitík blaðsins. Hvað hefir Bennettstjórain hneykslanlegt af sér gert? Hvar er hennar Sjö Systra fossasala? Hvar er hennar Beauharnois hneyksli? Heimskringla hefir aldrei ann að getað séð í árásunum gegn Bennett- stjóminni, en pólitískan rógburð. Ef Mr. Johnson veit af einhverju glæpsamlegu í fari hennar, væri honum nær að koma með það rökstutt fram í dagsljósið, en að vera að ala á sama róginum og póli- tískir andstæðingar hennar hafa látið sér sæma að gera. Mr. Johnson minnist á fylk-1 isbankamálið. Ef honum er það dulið, hver gróf undirstöðuna undan honum, vildum vér vísa honum á skýrslu Mr. Browns,- fyrv. fjármálaráðherra, sem auk þess er liberal og þar af leið- andi einn af trúnaðarmönnum hans. Hann er ekki í efa um að Brackenstjórnin steypti bank anum, með því að taka trygg- ingarfé bankans, sem voru skuldabréf sambandsstjórnar, og eyða þeim á annan hátt. Brac- kenstjórnin sá fyrir fylkisbank- anum á sama hátt og hún hefir séð fyrir Rural Credit stofnun- inni, Farm Loans og fleiri þjóð- félagsstofnunum, sem liberal- stjórnin sæla kom á fót. — Ef Mr. Johnson vildi líta nær sér en til Ottawa, getur hann sann- fært sjálfan sig um þetta. Að endingu viljum vér bæta því við, að Heimskringla mun birta sínar skoðanir á hverju efni sem er, og leggur það ó- hrædd undir dóma lesenda, hvort þær séu á rökum bygðar eða ekki, hvort sem þær snerta stjórnmál eða önnur mál. Hvað um þá stefnu hennar er fleiprað af pólitískum andstæð- ingum, liggur henni í léttu rúmi, ekki sízt þegar hljóm- samræmið er ekki fullkomnara en í “Röddinni frá Sinclair”. RÆÐA flutt við vígslu kirkju Sambands- safnaðar á Lundar 5. júní s.l. af séra Guðm. ÁmasjTii. Og það skal verða á hinum síð- ustu dögum, að fjall það, er hús drottins stendur á, mun grundvallað verða á fjallatindi og gnæfa upp yfir hæðirnar, og þangað munu lýðirnir streyma. Og margar þjóðir munu búast til ferðar og segja: Komið, förum upp á fjall drottins og tii húss Guðs, svo að hann kenni oss sína vegu, og vér megum ganga á hans stígum. — Mika, 4:1. Fyrir nokkrum mánuðum, þegar vér héldum vora fyrstu guðsþjónustu í þessu húsi á þessum stað, mintist eg með fá- um orðum á starf þessa félags- skapar, sem bygði húsið, og sömuleiðis á nokkur atriði í sögu hinnar frjálslyndu trúar- bragðahreyfingar með þjóð vorri hérna megin hafsns. Án þess að fara nokkuð út í það efni aftur í dag, vildi eg mega minna yður á það, sem eg þá tók fram, að þrátt fyrir alla erfiðleika, fámenni og fátækt þess hóps af mönnum og kon- um, sem að þessari hreyfingu hafa staðið, er hún eiett af því merkilegasta, sem gerst hefir í sögu íslenzka þjóðarbrotsins í þessari heimsálfu, á þeirri rúmri hálfri öld, sem það hefir dvaiið hér. Vér getum sagt þetta án alls stærilætis og sjálfshóls — það er sögulegur sannleikur. Sa'gan dæmir allar hreyfingar, alla flokka og alt, sem mennirair taka sér fyrir hendur að framkvæma, réttlát- um dómi, fyr eða síðar. Þéss er að vísu oft langt að bíða, að hinn réttláti dómur sé feld- ur; það líða stundum ár, og jafnvel aldir, áður en að óhlut- drægir menn sjá viðburðina í réttu ljósi, og í þeim hlutföll- um í rás atburðanna, sem gera þá skiljanlega og skýra bæði orsakir þeirra og afleiðingar. Enn verður þess ef til vill nokk- uð langt að bíða, að hreyfing þessi verði rétt metin, en samt getur engum blandast hugur um það, að skilningur manna yfirleitt á henni er ólíkt gleggri nú og matið ólíkt sanngjarnara en það var fyrir tveimur til þremur áratugum. Hreyfingin hefir staðist hina fyrstu árás misskilnings og fordóma. Sé nokkuð aðdáunarvert í fari þjóðflokks vors, þá er það táp og þrautseigja vorra fyrstu landnámsmanna. Hvar sem menn fara með tvðer hendur tómar til þess að aflá sér brauðs úr skauti náttúmnnar, situr 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodd’» nýrna pillur verið hin viðurkenndut œeðul við bakverk, gigt og blöðna Bjúkdómum, og hinum mörgu kvilla„ er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúO- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frfe Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. traustið í öndvegi — þar er fólkið trúað. Trú er ekki fyrst og fremst það, að hafa fyrir satt, að eitthvað, sem er huli® skynjum vorri, sé f eðli sínu þetta eða hitt, heldur er þafS trú, að finna lífs-verðmæti, sem maður er reiðubúinn að leggja mikið, jafnvel alt, í sölurnar fyrir. Slíkt lífs-verðmæti höfðu þeir af þjóðflokki vorum fund- ið, sem fyrstir bygðu landið, því þeir höfðu óbifandi trú a því, að þeir gætu orðið sjálf- stæðir og farsælir menn með því að beita orku sinni að því að draga lífsviðurværi sitt og sinna úr jörðinni. Þeir voru í orðsins fyrstu skilningi trú- aðir menn, fullir af trausti og von um það sem þeir vissu að væri gott og ríkt af blessuu fyrir alda og óborna. En þessum mönnum var líka ljós sannleikur hinna fornu orða, að maðurinn lifir ekki af einu saman brauði. Og þess vegna var það líka, að strax áður en að fyrstu moldar- og bjálkahreysin voru í rústir fall- in, fóru þeir með áhuga og kappi að gefa sig við andlegum málum. Nýtt umhverfi og ný áhrif settu hugina í hreyfingu; hinni miklu og gegngerðu ytrí breytingu fylgdi innri breyting skoðana og hugsunarháttar. Það var sem þeir vöknuðu og fengju meðvitund um vaxandi andlega orku við það að verða að beita líkamlegri orku sinni í það ýtrasta. Margir fundu, að þeir gátu ekki lengur aðhylst margra alda gamlar arfteknar skoðanir, sem feður þeirra og mæður í hjartans einlægni höfðu kent þeim að bera lotningu fyrir. Nýjar hugmyndir, sem stundum voru að vísu óljósar og fálmkendar, fyltu hugi þeirra, og gáfu þeim ný andleg verðmæti og takmörk til að keppa að. Hver getur efast um það, að þegar tímar líða, verði það talið glæsilegt fyrir- brigði andlegrar menningar, að allslausir frumbyggjendur ger- ast forgangsmenn að því, að veita nýjum straumum andlegs lífs inn á ófrjóan jarðveg erfi- kenninganna og vanabundins hugsunarháttur? Og margföld þökk og heiður sé þeim, sem höfu þetta starf, hvort sem þeir voru fátækir landnemar eða verkamenn, sem áttu fult í fangi með að lifa — og öðrum stéttum var ekki til að dreifa. Þeir eru nú margir gengnir til sinnar hinstu hvíldar, eða eru sem óðast að hverfa burt úr tölu lifandi manna; en sagan, sem er ógleymin mun minnast verka þeirra. Frá þessum örstuttu hugleið- ingum um liðna tímann skulum vér nú hverfa að nútímanum og framtíðinni. Hvernig er trú- málunum háttað nú þegar fyrsti þriðjungur hinnar tuttug- ustu aldar er að heita má lið- inn? Eg á ekki eingöngu við það, hvernig þeim sé háttað meðal vor íslendinga báðu meg- in hafsins, heldur líka meðal annara þjöða, og þá helzt þeirra , seœ yfe„ er ftúum á þessu meg-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.