Heimskringla - 29.06.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 29.06.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 29. JÚNl 1932 HEIMSKRINGLA inlandi, verðum hlezt fyrir áhrif- um frá. í rauninni skiftist öll kristin kirkja þessa meginlands og ann- ara hluta heimsins líka, þótt ef til vill minna beri á, í þrjá megin hiuta. Pyrsti hlutinn er sá, sem finnur fullnægingu fyrir trúar- hneigö sína í íburðarmiklum helgisiðum, í viðhöfn og völd- ugum ytri áhrifum, sem knýja einstaklingssálina til auðmýkt- ar og hlýðni. Öll kaþólska kirkjan og nokkur hluti mót- mælendakirkjunnar heyra ber- sýnilega þessum hlutanum til. Því ber ekki að neita, að í þessum hlutum er að finna mikið af fegurð og lotningu. Það hefir margt að bjóða, sem heillar sálir manna og veitir þeim frið og tign, sem naumast er að finna í hinu fegurðarsnauða athafnalífi nú- tímans. En þrátt fyrir það eru þeir margir, sem alt þetta gerir h'til áhrif á. Einhvern vegin er það í augum þeiira hálfgerður hégómi, eins og gylling, sem hylur ódýrt efni. Það skortir kjarnann, sem hgg- ur inst, og sem ávöxturinn, hversu girnilegur sem hann er, er þó ekki annað en umbúðir utan um. Annar meginhluti hinnar kristnu kirkju er sá, sem leggur alla áherzluna á rétt-trúnað. Hann hefir lítið af fegurðinni og viðhöfninni, sem einkenna fyrsta hlutann, en hann hefir vissuna, sem fylgir þeirri í- myndun, að menn geti í trú- máium fundið eitthvað, sem er “rétt”, og trúað því og engu öðru. í hinum stóru mótmælenda kirkjum hefir þetta verið aðal- atriðið. Hver þeirra um sig hefir þózt hafa fundið hina al- gerðu trúarregiu. Og reglan hefir verið vandlega geymd í rammgerðum trúarjátningum og sérkreddum, sem fléstum hefir fundist litlu máli skifta, nema þeim, sem hafa játað þær. En í öllum mótmælendakirkj- unum hefir reynsian orðið sú, að þetta hefir orðið að fátæk- legum og andlega lamandi rétt- trúnaði, fastheldni við eitthvert viðtekið kenningakerfi, án feg- urðar hinna viðhafnarmiklu kirkjusiða og án andlegs þrótt- ar hinna óbundnu trúarstefnu. í þeim hefir ráðið andi eins manns, Lúthers eða Kalvins, eða einhvers annars, og fyigj- endurnir hafa verið stimplaðir með marki þeirra. 1 þessum kirkjum hefir ekki verið rúm fyrir frjálslyndi, hversu ósam- þykkar sem þær hafa verið sín á milli, því að frjálslyndi getur ekki átt sér stað þar sem fyrst er að því spurt, hvað sé "rétt” kenning. Þriðji hluti kristnu kirkjunn- ar er sá hlutinn, sem með réttu getur kallast frjáls kirkja. Hann hefir verið minstur og er það enn, þessi hlutinn stendur á öndverðum meið við báða hina; hann stendur á öndverðum meið við þá kirkju, sem leggur aðal áherzluna á form og siði, vegna þess að hann viðurkenn- ir ekki, að í þeim hlutum felist nokkur grundvallar verðmæti, þótt þeir hins vegar geti óneit- anlega haft nokkurt gildi; og h§nn stendur á öndverðum meiö við hinar dogmatísku mótmæl- endakirkjur að þvi leyti, að hann mótmælir algerlega, að mönnum beri að binda sig við kenningar nokkurra manna eða bókar. Han lítur að sjálfsögðu svo á, að allar trúarkenningar og játningar fyrri alda láti að- eins í ljós skoðanir þeirra manna, sem hafa búið þær til, og að þess vegna beri ekki að skoða þær sem neitt annað en söguleg skilríki. Þótt þessi hluti kristnu kirkjunnar sé smár, er hann áhrifamestur nú, og mik- ið af rannsóknunum, sem fram hafa farið á sviði trúarbragð- anna á nokkrum síðustu ára- tugunum, bæði sögulegum og sárfræðilegum,' eru hans verk. Flestar hinar stærri mótmæl- enda kirkjur skiftast nú á dög um í tvent: öðrumegin er hin dogmatíska stefna, sem nú á síðustu árum hefir hiotið nafn- ið fundamentalismi hér í Ame- ríku, en hinu megin eru frjáls- lyndir menn og söfnuðir, að vísu með nokkuð mismunandi trúarskoðunum, en allir sam- máia um það, að nauðsyn beri til að yfirgefa hina eldri stefnu. Nú á þessu síðastliðna ári hefir verið stígið merkilegt spor i áttina til sameiningar allra frjálslyndra manna og flokka í Vesturheimi; eg á auðvitaö við sameiningu Únítara og Uní- versalista í Bandaríkjunum, með þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið tii þess, að frjálslynd ir söfnuðir í öðrum kirkjudeild- um geti gengið inn í samband- ið, ef þeir óska þess. Bæði Únít- arar og Úníversalistar Jhafa á- valt verið frjálslyndar kirkju- deildir, og það hefir nokkrum sinnum áður komið til tals að sameina þær, þótt aldrei hali orðið af því. Hin fyrirhugaða sameining, sem hefir verið ræki- lega undirbúin, er þannig, að báðir flokkar eiga að halda nöfnum sínum, sem svo margar kærar sögulegar endurminning-. ar eru tengdar við, en við nöfn- in verður bætt orðunum: “hin frjáisa kirkja í Ameríku”. Þann- ig heldur hver söfnuður, sem nú er til, hvort sem hann er únítar- iskur eða úr flokki úníversal- ista, nafni sínu óbreyttu, en auðkennir sig um leið, sem hluta hinnar “frjálsu kirkju”. Náin samvinna er fyrirhuguð, þannig, að prestar hvorrar kirkjudeildar hafa fuli réttindi í hinni og sameining safnaða mun fara fram, þar sem sjáan- legt er að hún verði hagkvæm. Þá er þess og vænst, að ýmsir aðrir söfnuðir, sem ekki eiga heima í rétttrúnaðar kirkju- deildunum, gangi inn í þetta samband og verði hiuti af hinni frjáisu kirkju. Takist þetta vel, má búast við að innan skams verði í Bandaríkjunum og Can- ada ein öflug, frjálslynd kirkju- deild, sem allir frjálslyndir menn, er trúmálum vilja sinna, geti átt heima í. Það er óþarft að taka það fram, að þessi frjálsa kirkja verður sú kirkja, sem leggur iangmesta áherzlu á andlegt frelsi og þá tegund trúar, sem leitar að verulegum lífsverð- mætum sem takmarki trúar- lífsins. Hún iætur það afskifta- iaust, hverju hver og einn af meðlimum hennar trúir, það er hans einkamál; hún krefst þess eins af þeim, að þeir séu í sam- ræmi við hana að því er aðaltil- gang trúarlífsins snertir. Frjáls trú er í eðli sínu lífs- stefna en ekki viðtekning trú- arskoðana og kenninga, hverjar sem þær eru. Slík h'fsstefna birtist í lotningarfullri afstöðu gagnvart því, sem er ofurefli skilningi vorum og í stöðugri viðleitni til æðri andlegs og sið- gæðilegs þroska. Boðskapur hennar er falinn í traustinu á, að það sé óendanlegur gróði fyrir alt mannkyn, að öðlast i sem fylstum mæli þau verð- mæti, sem gefa h'finu tign og farsæld. Hin frjálsa trú leggur enga megin-áherzlu á hinar vitsmunalegu og heimspekilegu útskýringu á tilverunni, og hún er alveg fráhverf allri sjálf- byrgingslegri vissu í þeim efn- um. En um tilgang lífsins er hún ekki í neinum vafa, og treystir því umfram alt annað, að það, sem *heilbrigt vit bendir á að sé h'fsverðmæti hér, sé líka eihf verðmæti, ofin inn í tilveruna, hversu skamt sem skilningur vor nær til þess að greina þau lengra en þetta hf vort nær. Þessi kirkja og þessi söfn- uður er hluti af hinni frjáJsu kirkju; að vísu smár, en samt sem áður mikils verður fyrir það fólk, sem heyrir honum tii, og annað fóik, sem stendur í félagslegu sambandi við hann. Þessi kirkja var bygð í því trausti, að hún yrði, meðan hún stendur, hæli frjálsrar trúar; og í því trausti var hún gefin á þenna stað, þegar atvikin höfðu hagað því svo iil, að hún kom ekki að fullum notum þar sem hún var. Stofnendur henn- ar lögðu á sig aimlikið erfiði til þess að koma henni upp og unpu kappsamlega að málefni sínu. Verk þess félagsskapar, sem húsið reisti, hefir ekki unn- ist án áhyggju og erfiðis; og án áhyggju og erfiðis vinst það heldur ekki í framtíðinni. En eitt er víst, og það er, að verk- ið blessast, ef ekki brestur trú og traust þeirra, sem að því standa. Ef fórnfýsi, viturleg forsjá og bjartsýnn áhugi verða ráðandi öfiin í þessu starfi, get- ur ekkert hindrað sigursælan framgang þess. “Og það mun verða á hinum síðustu dögum,” segir spámað- urinn, “að fjall það, sem hús drottins stendur á, mun gnæfa upp yfir hæðirnar.’’ Nú sem stendur er vegur kirkjunnar ekki mikill, saman- borið við það, sem hann áður var. En á því á kirkjan sjálí mikla sök.. Hún hefir ekki skil- ið sitt ætlunarverk; hún er eins og tré, sem byrjað er að visna frá rótinni og upp. En ennþá lifir.þó í hjörtum manna þráin eftir að komast upp á fjaliið og til húss guðs, svo að hann megi kenna þeim sína vegu. Sú þrá mun aldrei slokna. Fullvissir þess, að hin frjálsa kirkja geti orkað því að full- nægja þessari þrá betur en nokkur önnur stofnun, og vit- andi það, að hún stendur á ijalli, ef grundvölluð á hæsta tindi hinnar andlegu menning- ar þjóðanna, helgum vér þá þetta hús þessu starfi. Megi það lengi standa sem minnismerki hins frjálsa andiega h'fs þjóð- arbrots vors, og megi héðan streyma út í hið daglega líf heilbrigt og styrkjandi traust á alt, sem er gott og háieitt og miðar til þess að skapa betra og farsælla líf fyrir komandi kynslóðir þessa lands. “Komið, förum upp á fjali drottins og til húss guðs, svo að hann kenni oss sína vegu og vér megum ganga á hans stigum.” CHEIRO. Eftir Ted Le Berthon. Frægur spámaður spáir stór- stríði, og að voldug Gyöinga- þjóð rísi til valda. Hvert ættum, vér að leita um þessar mundir, ef vér vildum fá úriausn spurningar eins og þessarar: Hvenær endar heims- kreppan? Hversu lengi á eg eftir að lifa? o. s. frv. Á liðn- nm öldum hafa verið persónur eins og eg sjálfur, sem hafa trúað því, að aðeins almáttug- ur guð viti slíkt og vilji eigi leiða það í Ijós fyrirfram. En jafnframt oss, sem trúum því, að hann dragi aldrei tjaldið til hliðar á sjónarsviði sínu, og gefi engum kost á að skygnast inn í sorgarleiki framtíðarinn- ar, hafa verið og eru menn, er trúa á tákn og merki, og að framtíð manna og þjóða sé hægt að ráða af stjömum, eða að örlög manna séu grafin i’ lófa hans. Konungar hafa um óminnis aldur haft við hirð sína stjörnufræðinga og dul- spekinga. Svo að með því að kefja niður vantrú mína, bað eg Mr. Cheiro að svara nokkr- um spurningum, sem eg mundi aldrei hafa lagt fyrir stjórnmála hagfræðing eða prest. Og hver er þá Cheiro? Svarið verður, kæri lesari, að Cheiro hefir :! hálfa öld verið talinn fremsti dulspekingur og stjömufræð- ingur í Evrópu og Ameríku. 5 BLAÐSÍÐA Spádómar hans hafa verið á- reiðanlegir. Hann kveðst hafa ^tílaða sönnun fyrir því, aö hann hafi spáð fyrir heims- stríðinu mikla, einnig fyrir dán- ardægrum slíkra manna sem Játvarðar VII. og Leopolds Bel- gíukonungs, Humberts á Italíu, Nikulásar II. síðasta Rússa- keisara og annara. Hann kveðst hafa spáð fyrir morðtil- raun við þjóðhöfðingja Persa, og hafa spáð fyrir, hvenær o'g með hverjum hætti bæri að höndum dauða slíkra manna eins og Kitcheners lávarðar og Mata Hari. Hann hefir lesið í lófa ailra þessara manna. Hann hefir einnig spáð fyrir persónum eins og Bernhardt Duse, Julia Ward Howe, Melba Nordica, Calve, Gladstone Grover Cleveiand, Robert G. Ingersoll, Lady Paget, Gordon Selfrigde, Sir Hamilton Harty, John McCornish, Admir- al George Dewy, Mary Pickford, Douglas Fairbanks, Serge Ein- stein og Ramon Navarro. Hann hefir ekki aðeins lesið í lófa á öllu þessu fræga fólki, en flest af því hefir gefið honum eigin handar viðurkenningu fyrir dulspeki hans og framsýn- isgáfu. Hann býr í Hollywood. Fyrir skömmu síðan heimsótti eg hann. Það var síðdegis í hellirigningu. Húísið hans er stórt og rúmgott, húsgögnin einföid en þægiieg. Marcella Burke rithöfundur hafði gert okkur kunnuga nokkru áður, Cheiro, þá sem Louis Hamon greifa. Það sem eg þá hafði furðað mig á, var hinn írski framburður hans. Og nú heyrði eg hann aftur mr sem hann var að segja mér sumt af síðustu spádómum sín- um. Hann er vænn að vallar- sýn, hár og karlmannlegur. Fæddur í Dublin fyrir 65 árum. Og þó að nokkur silfurhár sjá- ist á höfði hans, þá ber • hann enn auðsæ merki æskuþrótts og hraustleika, fríður sýnum með fjörleg augu og fyrirmann- legan málróm og framkomu. Fyrir fjórum árum kom út fyrsta bók hans: “Cheiro’s World Predictions.” Innan fárra mánaða kemur önnur bók hans úr prentsmiðjunni. Og úr þess- um síðustu stjörnuspádómum einstaklinga og þjóða var hann að segja mér: “Bandaríkin verða sein að rétta við eftir kreppuna, en eft- ir hér um bii 5 ára tíma hefst þar velmegun aftur. Innan þess tíma verður ófriður milli þeirra og Japan og Mexico á móti. Bandaríkin verða sigursæl gegn þessum bandaþjóðum, og krefj- ast yfirráða yfir Mexico, svip- uðum sem England hefir nú yfir Indlandi. Jápan fær yfirráð yfir Philippseyjum. Auðvalda fyrirkomulagið helzt áfram. En verkamannafélögin ávinna ó- fyrirsjáanleg réttindi og hlut- deild í arðinum. Kristnu trúar- brögðin eru í afturför, og held- ur áfram að hnigna, unz um 2150 verða þau aðeins sértrú smárra deilda og gætir lítt á- hrifa þeirra. Gyðingar komast til meiri valda heldur en þeir hafa áður haft síðan á dögum Gamla testmentisins. Nútíma jafnað- ar- og vísindastefnur eiga rót sína að rekja til Gyðinga. Og kunnugt er að höfundar að hug sæisst^fnum vorra tíma eru þrír Gyðingar: Marx, Freud og Einstein. Það er hin máttuga hugsunarstefna þeirra, er veld- ur trúarbyltingu á Rússlandi, Spáni og Mexico á þessum tím- um. Máttur annara trúarbragða er að þverra. Framför Gyðinga í listum og bókmentum og út- breiðsla umskurðarins og byrj- un 5 virkra vikudaga, svo að hvildardagur þeirra njóti helgi sinnar, eru fáein auðsæ merki. Innan fárra ára hefst Istríð stríðanna, og hin mikla orusta á hersvæðinu (Armageddon) eins og spádómar biblíunnar bera með sér, verður háð á sléttum Palestínu. Að henni lokinni rís upp voldug Gyðinga- þjóð, og sameinar ættkvísiirn- ar 12 og sannar þannig spá- dóminn: “Eg mun leita barna ísraels á meðal heiðingja, þar sem þeir eru, og safna þeim saman hvaðanæfa óg flytja þá tifl ættlands þeirra.” Or,sök að þessu stríði stríðanna, verður sú, að ísraelsmenn og nágrann- ar þeirra í Palestínu, hefja árás á Egyptaland, með sín miklu náttúruauðæfi. Gegn þessu risa Múhameðstrúarþjóðir og Tyrk- land, með aðstoð Rússlands, leitast við að hertaka Palest- ínu. Ráðist verður á allar Mú- hameðstrúarþjóðir undir yfir- ráðum Breta. Þeir munu sieppa yfirráðum yfir Indlandi, en trú- arbragöastríð mun geysa yfn- alt landið og skifta því hlut- fallsiega milil Múhameðstrúar- manna og þeirra, er dýrka Bramha og Buddha. Þýzkaiand og ítalía fara bæði af mismunndi ástæðum í stríð gegn Frökkum. Spánn mun eiga í hættulegu stríði í Norður- Afríku. Þjóðvferjar og Eng- lendingar munu að síðustu gera bandalag, og senda stór- heri til Palestínu og Egypta- iands gegn Tyrkjum og Rúss- um. Rússar draga að sér fjölda Kínverja og Tartara, og allar Múhameðstrúarþjóðir lenda í stríðinu. England mun bíða stórtjón. Stór hluti Lundúna- borgar og aðrar borgir á austur- strönd Englands, verða fyrir eyðileggingu frá sprengikúlum Rússa. Á írlandi verður borgara- styrjöld á milli Suður- og Norð- ur-íriands. Og írskar flugvélar gera stórtjón í borgum á Eng- landi, eins og Liverpool, Man- chester, Birmingham og fleiri bæjum. Við upprof styrjaldar- innar rís upp voldug Gyðinga- Þ.ióð. Eftir spádómum Cheiros, er timabil hinnar kristnu trúar að- eins 2150 ár. Á undan því var tímabil Gamla testamentisins, og sólin þá í merki hrútsins. Hann fullyrðir að Kristur sé fæddur undir fiskamerki, og hafi því valið fiskimenn fyrir postnla. Næsta tímabil verður í Vatnsberamerki, og á því munu konur ná miklum rétt- indum. Cheiro skiftir hinu útreikn- aða snúninga hreyfingartima- biii jarðar, 25,800 árum, í 12 tímabil á sólmerkalínunni. — Þannig kemur hvert tímabil, eða 2150 ár, undir áhrif hinna ólíku sólmerkja. Hann bendir á í sambandi við áhrif reikistjarna á málefni ein- staklinga og þjóða, að svo al- menn fáfræði eigi sér stað á fornum frumvísindum, að shk tákn verði ófróðum leikmönn- um að dularfullum fyrirbrigð- um. Samt sem áður geta þessi sömu fyrirbrigði ef til vill ver- ið það, sem oss birtist í draum- um. Spádómur Cheiros um eyð- ingu kristindómsins og endur- ris Gyðingavaldsins gæti verið gerhugsuð skoðun. Því kunnugt er, að bæði kaþólska kirkjan og mótmælendakirkjurnar hafa haft horn í síðu stjörnufræðinn- ar, sem trú á illa anda eða ör- lagatrú, og því andvíg frjálsum trúarskoðunum, eða heimsku- leg hjátrú. Og síðan kristnin náði útbreiðslu hefir stjörnu- fræðin aðallega verið stunduð meðal Gyðinga eða vantrúar- manna, sem hafa talsvert stuðst við vísindi Araba og Fora-Gyð- inga. Eg spurði Cheiro hvort «kki væri hugsanlegt, að allir þeir, sem hneigðust að stjörnufræði væru ekki fæddir undir og ó- líkum áhrifúm, gagnstæðum kristinni trú, svo að það væri beinlínis vilji þeirra að hún liði undir lok. Hann hló góðlátlega, og sagði að það væri aðeins einlæg við- leitni stjömufræðinga, að út- skýra tákn himnanna. Þeir héldu alls ekki að kristnin stæði Gyðingdóminum að baki, en litu á stjöraufræðina sem dul- arfull rökfræðisvísindi, sem að- eins leituðu sannleikans. Og eftir þvu að skoða, hefði Jvrist- indómurinn einn tólfta hluta af 25,800 áratímabili af sporgöngu jarðar. Að því timabili enduðu yrði afstaða jafndægralínanna hin sama í stjörnukerfinu, og er hún hófst, og því gæti alt byrjað að nýju á sama eða ann an hátt. Cheiro segir, að stjörnufræðin sé algerlega háð sögu mann- kynsins hér á jörðu, og leitist ekkert við að hnýsast í eilífðar- málin. Hann neitar ennfremur að hún sé forlagatrúar. Það gæti átt við fyrir heilar þjóðir eða kynstofna, en ekki við einstak- linga. Því stjörnufræðin leitast við að finna undir hvaða merki maður er fæddur, þar eð hún hefir sannanir fyrir, að hann getur verið í hættu staddur fyrir dauða og veikindum frek- ar í einn tíma enn annan. Hér er ekkert tækifæri að setja niður mikið af æfisögu Cheiros. Hann er fæddur í Dublin á írlandi 1. nóvember 1866, sonur Guilamese re Ha- mon, greifa af Norðurlanda- ættum. Móðir hans var af frönskum og« grískum ættum, og las dulspeki alla æfi sína. Þá er hann var 10 ára gamall, gaf hún honum alt bókasafn sitt. Þegar hann var 12 ára gamall ritaði hann bók um lófa- lestur og dulspeki. Þá er hann var 16 ára kom einkennilegt atvik fyrir hann niður við Tilbury höfnina. “Eg hafði reikað niður að höfninni í hugsunarleysi,’’ seg- ir hann, “og fann alt í eniu ó- mótstæðilega þrá til að læðast út í gufuskip, er þar lá, og strjúka að heiman. Þó að eg vissi ekki hvert það væri að fara, framkvæmdi eg þetta, og fanst of seint, til þess að Kægt væri að skila mér heim. Skipið fór til Indlands. Og þar dvaldi eg tvö einkennilegustu ár æfi minnar hjá Bramhatrúar þjóð- flokki, er hafði trúað á stjörnu- fræði og dulspeki kynslóð eftir kynslóð. Að þeim tíma liðnum sneri eg heim. Stjörnufræði og lófalestur höfðu verið skoðuð sem hjátrú og hleypidómur hjá ýmsum hærri stéttum. Eg þekti ættar- dramb föður míns, og vildi því eigi nota ættarnafn mitt í sam- bandi við atvinnu mína. 1 sann- leika vaknaði eg af draumi eina nótt og hafði þá dreymt nafnið Cheiro. Næsta dag festi eg nafn- spjald á hurðina á íbúð minni með hinum einföldu orðum: Cheiro; kl. 10—6, og innan klukkustundar fékk eg heim- sókn. Það var karlmaður sem óskaði eftir lófalestri, og bað eg hann að lofa mér að gera uppdrátt að lófalestri hans, svo að eg gæti byrjað safn af því tæi. Hann samþykti það, og skrifaði undir stafina A. J. B.. Hann sagði mér að hann væri Rt. Hon. Arthur James Balfour, forseti neðri deildar og for- maður sálarrannsóknafélagsins. Um kvöldið sagði hann nokkr um vinum sínum frá uppgötv- unum mínum um æfiatriði sín. Næsta dag heimsóttu mig ýms- ir málsmetandi menn Lundúna borgar og mér var borgið.” Síðan er liðin nálega hálf öld, og vér verðum að bíða á- lykta, hvað af spádómum hans kemur, þ. e. a. s., eins lengi og vér getum fylgst með þeim, þvi að það er mjög efasamt, að nokkur af oss, sem nú lifum, verði uppi árið 2150. C. Stefánsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.