Heimskringla - 29.06.1932, Blaðsíða 8

Heimskringla - 29.06.1932, Blaðsíða 8
r-lElMSKRINGLA WINNIPEG 29. JÚNÍ 1932 8 BLAÐSÍÐA Urvals fatnaður KARLMANNA á hinu sanngjarnasta verði bíður yðar í verzlun— Humphries Ltd. 223 Portage Ave. við Liggett's hjá Notre Dame FJÆR OG NÆR. Séra Guðm. Árnason messar að Lundar næstkomandi sunnu dag, þann 3. júlí, á venjulegum tíma. * * ¥ Séra Ragnar E. Kvaran flyt- ur guðsþjónustur á sunnudag- inn kemur, 3. júlí, í samkomu- húsinu í Grandibygð, kl. 2 e. h. og í Wynyard kl. 8 síðdegis. ♦ * ¥ Laugardaginn 25. júní s. 1. voru gefin saman í hjónaband þau Sigríður Guðlaug Eggert- son frá Siglunesi, Man., og Sveinbjörn Peterson frá Winni- peg. Hjónavígsluna framkvæmdi séra Benjamín Kristjánsson, og fór hún fram að heimili Mr. og Mrs. Th. Stone, 719 William Ave., að viðstöddum nokkrum kunningjum og vinum. — Að hjónavígsluathöfninni aflokinni var slegið upp ágætum mann- fagnaði, og skemtu menn sér fram eftir deginum. Um kvöldið lögðu ungu hjónin af stað í skemtiferð til Minaki, Ont. * * * Laugardaginn 25. júní voru þau George Hilton Palmer, frá Winnipeg, og Guðrún Kristín Marteinsson, frá Hnausa, Man., gefiú saman í hjónaband í kirkju Breiðavíkursafnaðar, af sr. Rún. Marteinssyni föðurbróð ur brúðarinnar. Miss Anna Mar- teinsson, systir hennar, lék á orgel, en Mrs. Schollie, systir brúðgumans, lék á fiðlu. Við statt var allmargt af skyldmenn um brúðhjónanna. Að vígslunni lokinni var farið heim að Hofi, þar sem búa foreldrar brúður innar, Bjarni og Helga Mar teinsson, og bróðir og tengda- systir, Edwin og Guðný Mar teinsson. Þar stóð rausnarlegt og ánægjulegt samsæti. Að því búnu, lagði fólkið, sem kom frá Winnipeg, af stað heim. Ungu hjónin fara skemtiferð til Clear Lake, Man. En svo setjast þau að á heimili sínu í Winnipeg. * * * Herbergi með eða án hús gagna til leigu að 762 Victor St. Sími 24 500. 4ROSE < TnEATRE Thur., Frl.. June 30, July 1 FREE TO AlL LADIES Wedgwood & Co. DINNERWARE Showing Under 18 Sat.» Mon.., July 2-4 Doomed Battalion CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Reparr Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tire«, Batteries, Etc. Fyrirspurn. Bréf hefir undirrituðum bor- ist, ritað fyrir hönd aldraðs manns, Jóns ísfjörðs skósmiðs á Siglufirði, íslandi, er meðfram vegna væntanlegs arfs, óskar að ná sambandi við son sinn, sé hann á lífi — Valdimar Johnson, er síðast dvaldi hjá systur sinni, ónafngreindri, í Mikley (Big Island, Hecla P.O.) Manitoba. Þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar um Mr. Johnson, eru góðfúslega beðn- ir að senda þær undirrituðum. Friðrik A. Friðriksson, Box 388, Blaine, Wash. * * * Mrs. Steinunn Inge frá Foam Lake, Sask., er stödd hér í bæn- um. * * * Mrs. E. Reykjalín og börn hennar, þau Miss Rose skóla- kennari, Russell og William, frá Sherwood, N. D., komu til bæj- árins á föstudaginn var, í kynn- isför til systra Mrs. Reykjalín, Mrs. Melsted og Mrs. J. Thor- vardson. Þau fara heimleiðis aftur seinni part þessarar viku. * * * Fyrra mánudag komu hingað til borgarinnar Mrs. W. G. Paul, frá Chicago, ásamt dætrum hennar þremur í kynnisför til ættingja og vina. Eftir nokkurra daga viðstöðu í Winnipeg flutti frúin til Gimli, Man., til sumar dvalar. * * * Hjörtur Bergsteinsson frá Alameda, Man., kom til bæjar- ins s. 1. mánudag. Hann kom til þess að sækja tvær dætur síu- ar, sem stundað hafa nám á J. B. skóla, Mabel og Þórunni, sem lokið hafa nú 12. bekkjar námi. Með honum komu og tvö börn hans, Gunnar og Margrét. ¥ ¥ * Th. Thorfinnsson frá Moun- tain, N. D., er staddur í bæn- um. ¥ * ¥ Kosningavísa. (Höf. var spurður hvernig honum hefði geðjast ræða ein, er hann hlýddi á í kosningun- um, og svaraði hann með þess- ari stöku) : % Eg fékk nóg — og mikið meira, mælskan var af falsi rík. Að kjafta eins og hver vill heyra er kúnstin öll í pólitík. B. S. L. ¥ ¥ ¥ Árni Eggertsson lögfræðing- ur frá Wynyrd, Sask., kom hingað til borgarinnar síðast- liðinn mánudag. Hann kom i bifreið. Með honum kom Þor- steinn Þorsteinsson bóndi við Leslie, og sonur hans Jóhann. Þeir héldu aftur vestur s. 1. sunnudag. ¥ ¥ ¥ Takið eftir! Stjórn Sambandskvenfélag- anna hefir á síðastliðnu vori gengist fyrir því, að útvega börnum dvalarstaði yfir sumar- ið úti á landi, og hafa konur innan hinna einstöku félaga út um land boðist til að taka all- mörg börn á heimili sín, að- standendum að kostnaðarlausu. Þar sem ekki hafa enn fengist börn á öll þau heimili, sem boð- ist hafa, þá er fólki, sem kynni að vilja sinna þessu, vinsamlega bent á, að það geti snúið sér til einhverrar af undirrituðum konum, sem gefa nánari upp- lýsingar. Börnin mega vera frá 8—14 ára aldurs. Winnipeg 28. júní 1932. Jónína Kristjánsson, 796 Banning St. Dóróthea Pétursson, 796 Banning St. Mrs. P. S. Pálsson, 1025 Dominion St. Mrs. Steina Kristjánsson, 788 Ingersoll St. Mrs. Gísli Johnson, 906 Banning St. ¥ ¥ ¥ Barnakerra tii sölu á mjög lágu verði, í Ste. 8 Ivanhoe Block, Wellington Ave. fbúð til leigu, 3 herbergi í nýrri byggingu, prí- vat inngangur. Á neðsta gólfi. Þægileg fyrir litla fjölskyldu, eða skrifstofustúlkur eða tvo karlmenn. Sími hjá húsverði í Norman Blk. Móti Rose Theat- re, Sargent Ave. Símið 35 443. ¥ ¥ ¥ Dr. A. V. Johnson tannlækn- ir verður að hitta á starfstofu sinni í Riverton, Man., þriðju- daginn 5. júlí n. k. MÓÐIRIN VEÐSETTI BARNIÐ SITT. Svo er sagt að stundum hafi það borið við ,að menn hafi selt konur sínar eða látið þær upp í skuldir, en að móðir veð- setji barn sitt fyrir spilaskuld í framandi landi og fari sjálf heimleiðs, mun vera fátíðara. En samkvæmt útlendum blöðum hefir þó kona nokkur gert þetta nýlega, og er hún gift stóriðju- höldi í Riga. Kona þessi hafði eftir miklar róstur fengið leyfi hjá manni sínum til þess að fara til út- ianda ásamt 10 ára gamalli dótt ur þeirra hjóna. Hún þóttist ætla að fara sér til heilsubótar á einhvern baðstað, en hún fór til spilavítisins í Monte Carlo. Hún ætlaði þar að freista ham- ingjunnar, en hún sneri alger- lega við henni bakinu, og eftir 3tutta dvöl þar hafði hún tapað öllu fé sínu, einnig því, er hún hafði fengið fyrir að veðsetja gimsteina sína og aðra skraut- gripi. Hún skuldaði mjög stóra fjárupphæð í hótelinu, þar sem hún hafði dvalið, og þó hún væri alveg orðin úrvinda út úr þessum vandræðum, þorði hún ekki að segja manni sínum frá því. Hún sneri sér til fram- kvæmdarstjórnar spilavítisins, en það var “því miður ekkert hægt að gera fyrir frúna”, — því að nú er það úr tízku, að þeir sem hafa tapað fái far- miða heim til sín. En fram- kvæmdarstjómin gaf henni það ráð að leita til manns nokkurs, sem ef til vill myndi hjálpa henni. Hún gerði það, og mað- urinn bauðst til að borga alt fyrir hana með því skilyrði, að hún skildi dóttur sína eftir hjá honum. Og þessi góða móðir gekk að þessu. Eiginmaðurinn og faðirinn varð bæði undrandi og líræddur þegar frúin hans kom aftur heim til Riga, án þess að hafa dóttur sína með sér, en hann varð rólegri er hún sagði hon- um, að hún hefði skilið barnið eftir hjá ágætisfólki í Vínar- borg. Þetta nýja kunningjafólk kvað hún vera svo hrifið af litlu stúlkunni, að það væri á- reiðanlegt, að hjá því myndi henni líða betur heldur en' í hinu óholla loftslagi í Riga. En síðan byrjaði hún með leynd að nurla saman aurum hjá ættingj um sínum, vinum og kunningj- um. Alt hefði líkast til farið vel fyrir vesalings frúnni, hefði ekki faðirinn fengið alt í einu bréf frá dóttur sinni, og bréfið var ekki sent frá Vínarborg, held- ur frá Monte Carlo. Litla stúlk- an skrifaði að sér liði mjög vel, þar sem hún væri, en að hana langaði ákaflega mikið til að fá að komast aftur til foreldra sinna. — Og svo varð vesalings mamman með allar skuldirnar að viðurkenna alt. Alþ.bl. Hergagnaframleiðsla Frakka stendur með miklum blóma. í fjölda mörgum verksmiðj um Frakklands, sem annar landa, hefir orðið að fækk starfsfólki að miklum mun sök um kreppunnar. Sumum verk smiðjum hefir verið lokað. - Fjöldi verksmiðja í Frakkland kvað þó hafa komist hjá því ai segja upp starfsfólki vegm þess, að í þessum verksmiðj um er nú unnið að framleiðsh allskonar hernaðartækja fyrir frakknesku ríkisstjómina, ríkis- stjórnina í Japan og fleiri er- lendar ríkisstjórnir. Unnið er að smíði flugvéla, brynvarðra bifreiða og skriðdreka fyrir frakknesku stjórnina, ennfrem- ur að framleiðslu á gasgrímum og fallbyssukúlum. Þessi fram- leiðsla er þó sögð í smáum stíl. í verksmiðjum þeim, sem um er að ræða, er vanalega unnið að bifreiðaframleiðslu, fram- leiðslu ýmiskonar efna o. s. frv. Stjómir verksmiðjanna hafa eigi fengist til þess að játa, að unnið sé að framleiðslu hernað- artækja í verksmiðjunum. Fyr- irspurnir hafa verið gerðar um þetta í þinginu, og er umræður fóru fram, skýrðu þrír kom- múnistar frá pöntunum á hem- aðartækjum frá erlendum ríkj- um. Þannig héldu þeir því fram að í Hotchkiss verksmiðjunum væri unnið að vélbyssu smíði fyrir Japan, segja þeir að Jap- anir hafi pantað vélbyssur frá Frakklndi fyrir 20 miljónir franka. Ríkisstjómin neitaði að svara fyrirspuminni og opin- berar skrifstofur neita upplýs- ingum um þessi efni. — Með fullri vissu verður því eigi sagt, hvað hæft er í fregnum þeim, sem um þessa framleiðslu hem- aðartækja hafa verið birtar. Alþbl. SÆMUNDUR FRÓÐI. Sæmund fróða muna má, mestum lífs í vanda Kölska gamla seggur sá sigidi milli landa. Af Odda-klerk var undir kynt, ólgaði strauma-flúðin, eg hefi’ heyrt ’ann hafi synt harðara- en Súðin. Prestar núna máske meir mannkyninu fórna, en betur ekki allir þeir andskotanum stjóma. G. Ó. og K. F. —Lesb. Mbl. HARMSAGA ÚR DÝRARfKINU Blaðið Times birti nýlega eft- irfarandi frásögn: Þegar storkurinn kom aftur á þessu ári til Esebæjar í Tyrk- landi, settust sömu hjónin sem áður í gamla hreiðrinu sínu á þakinu á húsi Mehmets Effen- dis. Kvenfuglinn varp eggjum og ungaði út eftir nokkurn tíma. Alt lék í lyndi þangað til núna fyrir fáum dögum. Þá gerðust hörmuleg tíðindi. Hjón- in voru nýkomin heim úr að- fangaferð og tóku þá að hnakk- rífast. Karlfuglinn var sýnilega óður og uppvægur, en kven- fuglinn varði sig hraustlega. Eftir nokkrar mínútur flaug karlfuglinn í burtu og safnaði að sér mörgum storkum í þorp- inu. Allur hópurinn kom fljúg- andi á vettvang, og allir athug- uðu þeir hreiðrið. Síðan viku þeir sér frá og hringsóluðu yfir hreiðrinu, og þar fóru fram harðar umræður. Eftir hálfa klukkustund tóku sig þrír stork ar út úr hópnum, pabbinn og tveir aðrir, flugu aftur að hreiðr inu og drápu ungamóðurina umsvifalaust. Þegar þessari hörmulegu athöfn var lokið, sá fólkið í húsinu, að ekkillinn tók einn úngann úr hreiðrinu og lagði varlega frá sér niður á jafnsléttu. En þá urðu áhorf- endurnir heldur en ekki for- viða, því að unginn reyndist ekki vera storkur, heldur kal- kúnn. Móðirin hafði orðið ber að ótrygð, og hegningin var líf- lát. Þorpsbúar voru uppnæmir út af þessum hörmulega atburði á storkaheimilinu, og það var ekki fyr en eftir margar klukku stundir, að upp komst, hvernig í öllu lá. Það kom á daginn, að smástrákur hafði klifrað upp að hreiðrinu, rétt eftir að kven- fuglinn hafði orpið og skift á einu egginu og kalkúnseggi. — Ungarnir höfðu komið úr eggj- unum eftir fyllingu tímans, og í byrjun hafði karlfuglinn ekki orðið neins var. En þegar heim kom úr aflaferðinni, hafði hann alt í einu séð, að hann átti ekk- ert í kalkúnsunganum, og af- leiðingin varð þessi hryllilega harmsaga — mjög að manna- dæmusn. Lesb. Mbl. SKRÍTLUR Maður nokkur var ákærður fyrir að hafa stolið tveim lömb- um, og varð að mæta fyrir sýslumanni. Þegar hann kom frá yfirheyrslunni, var hann spurður hvernig farið hefði. Hann svaraði þá: “Það er að segja, það fór vel. Það er að segja, hann laug mannf jandinn, og eg laug nokk- uru, og svo reyndist alt vera lýgi.” ¥ ¥ ¥ Eiginmaðurinn: Heyrðu góða, í ár geturðu óskað þér hvers sem þú vilt í sumargjöf. Konan verður himinlifandi. MESSUR 0G FUNDIR { kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum Hunnudegl kl. 7. e. h. Safnaðamefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálpamefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngfiokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. Maðuriim: Því að á þessum tímum hefi eg ekki efni á að gefa þér nokkurn skapaðau hlut. * * * Hinn heimsfrægi málari Whist- ler, var einu sinni spurður að því, hvort hann héldi að snildin væri arfgeng. “Um það get eg ekkert full- yrt,” sagði hann, “eg hefi ekkl eignast neitt afkvæmi enn.” Innköllunarmenn Heimskringlu: r CANADA: Árnes.................................................F. Finnbogason Amaranth ......................... .... J. B. Halldórsson Antler.................................... Magnús Tait Árborg...................................G. O. Einarssoa Baldur................................Sigtr. Sigvaldason Beckville ............................ Björn Þórðarson Belmont ................................... G. J. Oleson Bredenbury.................................H. O. Loptsson Brown................................ Thorst. J. Gíslason Calgary.............................. Grímur S. Grímsson Churchbridge.........................Magnús Hinriksson Cypress River.......................................Páll Anderson Dafoe, Sask., ........................... S. S. Anderson Ebor Statlon........................................Ásm. Johnson Elfros..............................J. H. Goodmundsson Eriksdale ............................... ólafur Hallsson Foam Lake...........................................John Janusson Gimll...................................... K. Kjernested Geysir...................................Tím. Böðvarsson Glenboro...................................G. J. Oleson Hayland.................................Sig. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa..........n vro .................Gestur S. Vídal Hove....................................Andrés Skagfeld Húsavík.................................John Kemested Innisfail ........................... Hannes J. Húnfjörð Kandahar ................................ S. S. Anderson Keewatin...................................Sam Magnússoa Kristnes............................... .. Rósm. Árnason Langruth, Man............................. B. Eyjólfsson Leslie................................................Th. Guðmundsson Lundar .................................... Sig. Jónsson Markerville ......................... Hannes J. Húnfjörð Mozart, Sask....................................... Jens Elíasson Oak Point.........................................Andrés Skagfeld Otto, Man...................................Björn Hördal Piney.....................................S. S. Anderson Poplar Park....................... .. .. Sig. Sigurðsson Red Deer ............................. Hannes J. Húnfjörð Reykjavík...................................Árni Pálsson Riverton ........................... Björn Hjörleifsson Silver Bay ......................... ólafur Hallsson Selkirk.................................... Jón Ólafsson Siglunes...........................................Guðm. Jónsson Steep Rock ................................ Fred Snædal Stony Hill, Man.............................Björn Hördal Swan River.............................. Halldór Egilsson Tantallon......................... .. .. Guðm. ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir.....................................Aug. Einarsson Vogar....................................Guðm. Jónsson Vancouver, B. C ..................... Mrs. Anna Harvey Winnipegosis............................ Winnipeg Beach..........................John Kernested Wynyard................................................F. Kristjánsson í BANDARÍKJUNUM: Akra ...................................Jón K. Einarsson Bantry................................. E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash........................ jQhn W. Johnson Blaine, Wash............................... k. Goodman Cavalier ............................. Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg.............................Hannes Björnssoa Garðar..................................S. M. Breiðfjörð Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson..................................Jón K. Einarsson Ivanhoe....................................G. A. Dalmaöa Milto^....................................F. G. Vatnsdal Minneota....................................G. A. Dalmana Mountain.............................Hannes Björnssoa Pembina...............................Þorbjöm Bjamarson Point Roberts........................... Ingvar Goodman Seattle, Waslh........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svoid ............................... jðn k. Elinarsson Upham................................... E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.