Heimskringla - 29.06.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 29.06.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 29. JÚNÍ 1932 HEIMSKRINGLA 7 BLAÐSlÐA OPIÐ BRÉF TIL V. JÓHANNESSONAR Frh frá 3. bla. um, þú hefir rætt flest mái milli himins og jarðar, en ekki verið merkisberi nokkurarr sér- stakrar stefnu, það eg til veit. Svo það hlýtur að hafa verið «itthvað annað, sem dró þig á þenna fund. Jæja. Þá er öllu aðalefni í bréfi þínu svarað. Seinasti part ur bréfsins eru persónulegar að- dróttanir að mér. Eg býst við að sá, sem þú hefir altaf verið að snúast fyrir, hafi ætlast til þess, að þú kæmír þeim ein- hversstaðar að, því eg veit ekki til að þú eigir neitt persónulegt að saka mig um, og máttu lúra með þær aðdróttanir undir kodd anum þínum eins lengi og þú vilt. Þar sem þú dregur Mr. Brack- en inn í þetta mál, verður það þér ekki til sæmdar. En eftir á að hyggja, þá segir þú í bréfi þínu, að þú ætlir ekki að greiða atkvæði við þessar kosn- ingar, og hefir eflaust ekki gert það, þó það sé erfitt að skilja slíka afstöðu, þar sem þú lætur í ljós ánægju þínar yfir aðferð- inni, sem brúkuð var af liber- ölum eða mönnum Jónassonar, hefðir þú hreint ekki átt að skej-ast úr leik. En þeir létu samt ekki hugfallast, þótt þú gerðir það. Ef einhver glundroði hefir komið á áttir þínar í þín- um pólitísku málum, og að þú hefir ekki fylgst vel með því, sem var að gerast hjá félögum þínum, þá get eg sagt þér, að þeir sem réðu fyrir málum, voru þeir B. Lífmann, M. Royeski og B. L. Sigvaldason. Voru þeir að- al forystumenn og gengu í fóst- bræðralag, og er sagt að þeir hafi; verið svo líkir, að andlegu og líkamlegu atgerfi, að vart hafi mátt á milli sjá. Fóru þeir berserksgang og söfnuðu liði miklu sér líku. Réru þeir á gruhnmiðum og æddu yfir urð- ir og fen, svo að aur og slettur gengu í allar áttir, og sögðu bæði satt og logið. Gátu menn varla varist ófögnuði þessum, og héldu þeir berserskgang þess um þangað til degi fyrir kosn- ingar. Þá héldu fóstbræður til Árborgar, og fóru spölkorn vest- ur fyrir tjaldbúðir sínar. Lét þá foringi staðar numið og vilui íhuga mál sitt. Var hann nú ekki algerlega viss um sigur, og vildi því hafa athvarf hjá hinum helgu vættum. Og nú voru góð ráð dýr. En þar sem hann hafði gert vel fyrir sér síðastliðið vor við hina ka- þólsku kirkjuvígslu, þar sem hann mun hafa leitt biskup að kirkjustóli, og verið þveginn vígðu vatni í staðinn, þá vissi hann að hann mundi mæta hlýj um viðtökum hjá klausturkon- um, og vissi að fóstbræður sínir mundu njóta góðs af, og réði hann því af að ganga til klausturs, og er það mál manna að abbadísin hafi tekið þeim fóstbræðrum tveim höndum. Segir ekkert af ferðum þeirra fyr en næsta dag. Var það kosningadagur. Urðum við þá þess varir ,að skömmu eftir að kjörstaður var opnaður, að bíll kom með miklum hraða og flöksuðust svartar slæður í ali- ar áttir, og staðnæmdist hann fyrir utan dyr kjörstaðarins. Stigu þar út hinar svartklæddu, heilögu meyjar, og báðu um atkvæðisrétt. Voru þar fóst- bræðurnir tveir þeim til að- staðar, og báðu um eiða, svo að hinar helgu meyjar fengju atkvæðisréttinn. Er það óþekt, að þær hafi beðist þessa rétt- ar fyr. Var nú gengið að svaða- legum svardaga, og urðu til þess 44 vottar. Máttu þeir gefa eið um, að þeir þektu ætterni og heimilisfang þessara heilögu meyja. Er það mál manna, að sumir þeirra 44, hafi lítt þekt til hinna heilögu systra, því að þær eru jafnan vandlega geymdar innan hinna pallsterku klausturveggja. En sumir hinna yngri manna sögðust hafa mætt þeim í berjamó, og fræðst um ættir þeirra, og þær konur, sem eiða sóru, höfðu mætt þeim í kirkjum, og þar fræðst um kjörgengi þeirra. En fóst- bræðurnir þökkuðu hinum hei- lögu meyjum með hlýjum hand- tökum fyrir hinn mikla styrk, sem hin heilaga kaþólska kirkja hafði þeim veitt í þeirra stranga bardaga; og fara nú sögur um það, að hinir þrír fóstbræður með foringja sínum í broddi fylkingar, muni ætla í austur- veg á fund páfans og þiggja þar skírn, og fá blessun hins heilaga drottins þjóns, og fá þannig afbrot sín afmáð, ef nokkur væru. Og munu þá flestir hér vænta mikilla breyt- inga, ef þeir komast heilir til baka úr þeirri pílagrímsför. Svo kann eg sögu þessa ekki lengri. Óska eg þér, að end- ingu, Valdi minn, að þér megi nú renna reiðin, og þú verðir nú heill heilsu aftur, éftir á- reynsluna af að hafa skrifað mér þetta langa bréf, og að heilsa þín megi nú verða svo sterk, að þú fáir ákveðna póli- tíska stefnu, svo að þú getir notað rétt þinn við næstu kosn- ingar. Með beztu óskum, P. K. Bjarnason. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. GuSmundsson. Frh. Blessuð sólin skein á skjá. Það var komið langt framyfir allann vanalegan fótaferðartíma í sveit um þegar við vöknuðum við hraustlegt og ófeimið manna- mál utan við tjaldið. Heyrði eg að sagt var: “ Bónleiðir för- um við heðan ef við lítum ekki inn”. Var þá tjaldið opnað. í dyrunum kraup glaðlegur mað- ur er sagðist heita séra Sigurð- ur Stefánsson í Vigur. Við sögðum honum að við værum Þingeyingar. Hann kinkaði kollinum og sagði: “Mundi ykk- ur ekki verða strax vel við mig ef eg sýndi ykkur Skiila Tliór- oddsen, þennan sama sem Landhöfðinginn Magnús Steph- ensen leggur í einelti?” Á sömu stundu voru þeir komnir inn í tjaldið til okkar og í fylgd með þeim voru Stefán Stefáns- PELimGRS COUNTRY CLUB JPECIAL TheBEERTÍíat Guards Q.UALITY Phones: 42 304 41 lll <£ ' N afns pjöl Id | son kennari, bróðir séra Sig- urðar, og séra Amór Árnason á Felli. Allir sáu þeir á okkur þreytmörkin, en nærgætnastur varð séra Sigurður. Hann kall- aði á Stefán bróðir sinn út og komu þeir aftur eftir litla stund með kaffikönnu og heilann hlaða af pönnukökum á diski ásamt bollum og sykur og rjóma-könnum. Meðan við all- ir drukkum þarna kaffi eins og hver hafði list á þá þuldu þeir yfir okkur langann og mein- háðskann brag er þeir kölluðu Lallabrag. Þeir höfðu fært okkur fréttir af öllum tegundum og tendrað í okkur táp og fjör og framkvæmdarþrá þegar þeir yfirgáfu okkur og við fengum næði til að virða fyrir okkur sjóndeildarhringinn og innihald hans. Um nóttina höfðu verið sett niður nokkur tjöld, á miðjum völlunum, var eitt þeirra feikna stórt og auðsJáanlega ætlað fyrir fundarsal. Um hverfis það í smærri tjöldum voru seldar veitingar af öllum tegundum. Þarna voru menn samankomnir úr öllum sýslum landsins, en aragrúinn allur var þó frá Reykjavík. Heima í sýslunum kemur fjöldi manna saman í góðri tíð á sérstökum tyllidögum, kjör- þingum og aldamótahátíðum. Úr fjarlægustu hreppum, efstu dalabotnum og af ystu annesj- um vinna gamlir karlar og kerl- ingar það til að sækja slíkar samkomur þó íllur sé vegur og farskjótar ekki vakrir, en eigi að síður unir hugurinn þakk- látur lengi eftir á við endur- minningarnar af því, sem fyrir augun og eyrun bar og veldur það margra stunda ánægju og gleði á myrkum og tilbreytinga- lausum dögum heima fyrir. Á alþjóðarsamkomu á Þingvöll- um þegar mest hefir verið lagt í sölurnar og flest áður óþekt verður séð, þá kemur og líka hugsvölunin öllu hinu yfir- sterka til endurgjalds einmitt þegar mest á liggur, og heldur í fleiri tugi ára á jafnfögrum sýningarmunum. “Af hölum þeim sem eg hefi séð, eg helst vil dansa Bensa með.” Þannig var einhver stelpuspjátrungur í Þineyar- sýslu látinn segja á gázkastund. Á Þingvöllum sá eg menn af öllum stéttum fast upp að kon- unginum, menn sem árin í kring, var stagast á í blöðum og bókum, og aðra tilkomu- mikla öldunga sem eg hefi naumast eða alls ekki heyrt getið, en sem hrifu mig við fyrstu sýn. En þó fór það eins og oftar að einn var sá er öll- um tók fram, og sem eg alltaf síðan flý til í huganum þegar eg á bágast, ef eg á annað borð œtlast til aðstoðar af mönnum þó eg aldrei sæi hann áður og aldrei síðan, nema snöggvast á hafnarveggnum í Reykjavík haustið 1919, þegar Lagarfoss var að leggja frá landi með mig og aðra áleiðis heim til Canada. Þessi svip- hreini og mér geðfeldi og ást- úðlegi maður var séra Magnús Helgason, þá á Torfastöðum í Ámessýslu, seinna formaður kennaraskólans í Reykjavík, og bróðir séra KJ'artans í Hruna sem við þekkjum öll. Séra Magnús var annar full- trúi Árnessýslu á fundi þess- um. Hinn fulltrúi þeirra var ungur maður Sigurður Sigurðs- son, seinna Landbúnaðar ráða- nautur. Hann var fyrir mínar tilfinningar annar viðfeldnasti fulltrúin af landinu. Oft hefi eg hugsað um það og ekki getað varist þeirri skoðun, að andinn í framkomu fulltrúanna og til- lögur þeirra var eins mismun- andi og margbreyttur eins og sýslumar voru margar á land- inu. Þegar ungir útkjálkabændur koma í fyrsta sinni á alsherjar mannamót eins og Þingvalla- fund, þá verða þeir allir að aug- um og eyrum, tilfinningin og næmið fyrir öllum utanaðkom- andi áhrifum þúsundfaldast, aflþættir hugsunarinnar skjálfa slakir í auðmýkt og aðdáun aðra stundiiia, ^en eru líka þandir fast að sliti þess á milli. Útkjálkabóndinn hefir í falslausu sveitakyrðinni lesið og ályktað valið og hafnað um menn qg stefnur í öllum merkustu mál- um og aðsteðjun og viðhorfi lands síns og þjóðar og verður því á svona fundi eins og með tíðum og1 þungum höggum á steðja, að þola sámstu von- brigði af eium og fyllast að- dáun til annars, úr öfugri átt, af því lýgin hafði alstaðar rutt sér veg til hliðar við sannleik- ann. Hreinlyndi og fölskva- lausi útkjálkabóndinn hefir ekki við að hafna og velja, hversu mikla þræikun sem dómgreind hans tekst á hendur. Hann verður að raða atburðunum upp í háa hlaða og athuga þá heima hjá sér og dæmir þá oft um seinann. Hann var náttúrunnar bam, skyldi ekki frost af suðri og hláku úr norðri. Skeifumyndað borð hafði ver- ið sett niður frá einum enda til annars, í stóra tjaldinu. Það minnir mig að fundur væri settur á hádegi, og var forseti fundarins kosinn séra Benidikt Kristjánsson í Landakoti full- trúi Reykvíkinga, áður prófast- ur í Múla í Þingeyarsýslu. Kjörbréf fulltrúanna voru öll samþykt umtalslaust nema eitt. Kvennfélag Reykjavíkur hafði kosið fulltrúa er það sendi a fundinn, og krafðist jafnréttis fyrir sinn fulltrúa við allá aðra fulltrúa landsins. Fulltrúi kvennféagsins var ungfrú Ólafía Jóhannsdóttir, seinna mikið þekt hér í bygðum ís- lendinga í Canada. Hún var þá alþíóðinni heima fyrir ó- kunnug en þarna flutti hún sjálf mál kennfélagsins með að- dáanlegri hógværð og skilnings- ríki. Fyrstur bað um orðið full- trúi Hafnfirðinga og talaði mik- ið um kvef og andvökur og dragsúga er þjakaði sínum vel- gefna manni. Kvaðst hann þessara þjáninga vegna, koma miklu ver fyrir í sjón og raun en sér væri eðlilegt. Loksins komst hann að málefninu og það var, að fyrirbyggja bæri þenna giæpsamlega tilgang og framhleypni kvennfélagsins í Reykjavík. Nú var eg fæddur með þeirri andlegu tilfinningu og meðvitund að systurnar mín- ar væru eins vel af guði gerð- ar og eg, og mér jafnréttháar, og svo voru þessar viðtökur gagnvart eina kvennfulltrúan- um af landinu, þessari ungu hógværu og fallegu stúlku. Það var meira en eg gat afstaðið. Mér fanst heilög skylda að kasta sér í sjóinn og bjarga stúlkunni, hvað sem yrði um Skúla Thoroddsen þar á eftir. Eg bað um orðið fullur af hrein- um anda. Eg gleymdi að af- saka kvefið sem eg hlaut að hafa fengið á Kaldadal, og eg fann það að af gnægð hjartans mælti munnurinn. Eg var sjálfur mjög vel ánægður þegar eg settist niður, en nú var eftir að heyra og sjá áhrifin. Ann- aðhvort eg eða Hafnfirðingur- inn hafði kveikt í öllum þing- heiminum, því margir báðu um orðið í einu. Þetta varð snarp- ur orðaskúr sem endaði með því, að fulltrúi kvennfélagsins var tekinn gildur og góður, en mér voru sárir og rjóðir vang- arnir að élinu afstöðnu, því margar meinlegar hnútur fékk eg fyrir frammistöðu mína. Þegar eg daginn eftir kom inn í hús það í Reykjavík, þar sem Ólafía átti heima, þá varð eg alveg hissa af því, að hún skyldi ekki falla upp um háls- Dr. M. B. Halldorson 401 Boýd Bld«(. Skrifstofusími; 23674 Stund&r sérst&klega lungnasjúk dóma Er &T5 flnna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h Heimili: 46 Alloway Ave Talnfmi: 33I5N DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arts Bldg Talsímt: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkddma og barnasjúkdöma. — AtS hltta kl. 10—1.2 » h, og 3—6 e h Heimlll: 806 Vlctor St Siml 28 130 Dr. J. Stefansson 21« MBDICAL AHTS BLDG Horni Kennedy og Graham Stnndar etnadngu mm'na- eyrna nef- og kverka-sjðkddma Er aTJ hltta frá kl. 11—12 f. h og kl. 3—6 e h Talnlmi: 21K34 Heimili: 638 McMillan Ave 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 884 Offlce tímar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL, AKTS BLDG. Simi: 28 840 Heimilis: 46 054 inn á mér. Hún var þá nógu stór til þess að standa ekki i þakklætisskuld, fyrir viðurkent Jafnrétti, og til þess að sanna mér að óeigingjöm var ekki framkoma nún ef eg ætlaðist til launa, þá fann eg að eig- ingirnin leynist með flest öllum kærleiksverkum mannanna. Þó eg hafi nú getið um þenna sérstaka viðburð eins og for- spil að aðalfundinum, þá er það ekki fyrirætlun mín að skrifa hér fundargerð, ætti þó máske vel við að geta þess um aðaltilefni fundarins, að á fund- inum var samin og samþykt gagnorð áskorun til Alþingis að koma í veg fyrir allar árásir á hendur sýslumanni og bæjar- fógeta Skúla Thoroddsen á ísa- firði af hendi landsstjórnarinn- ar. Forseti fundarins bað uin það að menn forðuðust langar umræður um málin sem lögð yrðu fyrir fundinn, en aðeins að gefa stuttar skýringar og stýla skýrar uppástungur og tillögur. Það var og auðfundið að flestir fulltrúanna litu svo á að undir kringumstæðunum væri alt mælsku-kapp óheppi- legt. Einkennilegt, og seinna mikið umtalað, fyrirbrigði átti sér stað á fundi þessum. Mann- fjöldi mikill var í tjaldinu um- hverfis borðin alt í kring og þegar talað var um ofsóknirn- ar gegn Skúla, þá stökk alt í einu lágur maður rauðskeggj- aður upp á bekkinn milli full- trúanna öðrumegin við borðin og, bar fljótt og sköruglega fram þá tillögu að Magnús Stephensen landshöfðingi yTði gerður að sýslumanni í Rang- árvallasýslu, en Skúli Thorodd- sen að landshöfðingja. Að þessu erindi loknu, hvarf mað- urinn, þó allra augu stæðu á honum, eins og jörðin hefði gleipt hann með húð og hári og enginn viðstaddur þóttist hafa séð hann fyr. Ýmsir héldu að þessi viðburður hefði verkað meira á suma þingmennina, þó það væri ekki bókað, heldur en áskoranir fundarins. Fólkið var óðum að hverfa af vett-i vangi og það var komið lengst fram á kvöld þegar fundarstörf- um var lokið. G. S. THORVALDSON b.a;, l.l.b. Lögfræðingur 702 Confederation Life Bklf. Talsími 24 587 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAB á oðru gólfi 325 Main Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur aS Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvrkudag I hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenzkur Lögfræðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur Hkklstur og ann&st um úifar- tr. Allur útbúnatSur sé beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvartta og legstetna. 843 SHERBROOKE ST. Phooe: K6 607 WINNIPBO HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DH. S. O. SIMPHON, IV.D., D.O., D.O. Chronic Diseasea Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. I MARGARET DALMAN TBACHBR OF PIANO 8M BlNmVO ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sími: 23 742 Helmilis: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— B.gBMt and Farnltare Morlnc 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutnlnga fr&m og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. fnlenr.kur lögfræblngnr 0 Skrifstofa: 411 PARIS BLDO. Slmi: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talatmtl 28 88» DR. J. G. SNIDAL TANBÍliÆKNIR 614 Somemet Blocfc Purtace Avenne WINNIPœ® BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri StUllr Planos og Orgel Slmi 38 345. 594 Alverstone St. Frh.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.