Heimskringla - 29.06.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 29.06.1932, Blaðsíða 6
6 BLAÐSÍÐA HEIMSK. RINCLA WINNIPEG 29. JÚNÍ 1932 A HASKA TIMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir CEORGE A. HENTY liann og lú-barið hann! Það er blátt áfram sannleiki, að eg verð stundum að ganga af- síðis, til að stilla mig og koma í veg fyfir illdeilur, svo reiður verð eg stundum þegar eg hugsa um að sá náungi skuli hafa leikið Bathurst þannig.’’ “Þú hefir engan rétt til að tala þannig’,, sagði Isabel. “Það er rangt. Þú hefir ekki minstu ástæðu til að segja að einn hafi leikið annan svo eða svo, í sambandi við mig. Eg veit að ykkur öilum þykir vænt um mig-, í bróðurlegum skiinningi talað, og mér þykir mjög svo vænt um þig líka, á sama hátt. En þar með er ekki sagt að þú hafir leyfi til að tala þannig um aðra. Hvað Mr. Bathurst snertir, þá hætti hann að koma til okkar fyrir sérstkar orsakir, en ails ekki vegna þess að Foster vandi komur sínar til okkar frænda. Og víst er það, að eg hefi ekki með einu orði gefið í skyn nokkuð það, er sannrýmst geti þinni tilgátu, og þó svo hefði nú verið, hefðir þú aldrei átt að minnast á slíkt.” 1 þessu varð henni litið á hann og sá hve sneyptur og eyðilagður hann var, svo hún bætti við: “Eg er þér ekki ögn reið fyrir þetta, en þú mátt aldrei framar taia þannig. Það er rangt hvar og hvenær sem er, og sérstakiega hér, 'þar sem alt er óvissa, og enginn getur sagt hvað um okkur verður.” “En eg álít nú gerlegt að tala um þetta einmitt af því að ástæðurnar eru svona,” svaraði Wilson. “Það er óvíst að nokkurt okkar komist héðan, og þessvegna finst mér að við ættum öil að auðsýna hver öðrum vin- áttu á meðan tími er til. Okkur Richards hefir komið saman um að vitleysa sé fyrir okkur að hugsa í áttina til þín, og okkur kemur þá einnig saman í því, að þá væri æskilegast ykkar beggja vegna, að þið Bath- urst næðuð saman. En eins og alt er komið, er auðvitað þýðingarlaust að tala um það, en er þá rangt af mér að spyrja hvering stendur á að þú hefir ógeð á Bathurst?”’ “Eg hefi ekki ógeð á honum, Mr. Wilson,” svaraði Isabel. “Hvernig stendur þá á, að þú kemur þannig fram við hann?’’ Isabel hikaði. Hefði einhver annar spurt þannig, mundi henni hafa þótt hann ósvífinn og reiðst honum fyrir, en þessi meinlausi, en opinskái drengur hefði undir engum kring- umstæðum viljað sýna Isabel ósvífni, — ung- frúnni, sem hann unni af öllu hjarta! Það var síður en svo, og hún vissi það. “Eg get ekki talað við hann, ef hann talar ekki við mig,” sagði hún. “Auðvitað ekki,” svaraði Wilson, “en hví skyldi hann ekki tala við þig? Þú hefir ekk- ert gert á hluta hans, nema hvað þú hefir verið vingjarnleg við Foster?” “Foster hefir þar ekkert við að gera,’’ svaraði hún og bætti við eftir litla stund: “Eg sagði einu sinni nokkuð, sem hefir sært hann og sem hann hafði ástæðu til að reiðast af, og hann hefir aldrei síðan gefið mér tækifæri til að láta söknuð minn í ljósi yfir þeim óheiila orðum mínum.” ’ “Því trúi eg aldrei, Miss Hannay, hvort sem þú sjálf eða aðrir segja mér, að þú hafir móðgað Bathurst með orðum þínum. Það er ómögulegt! Þú átt það ekki til! Eg sé nú að sökin er ekki hjá þér, heldur Bathurst sjálf- um, og þá hefi ekki einu orði meira að segia um þetta mál.” r‘Nei, Mr. Wilson, sökin er ekki hjá Bath- urst!” sagði þá Isabel. “Eg get ekki sagt þér hvaða orð eg lét mér um munn fara, en það voru óverðskulduð orð og töluð í gáleysi, mér til sífeldrar sorgar altaf síðan. Og' hvað hann snertir, þá hefir hann giida ástæðu til að vera mér reiður og sneiða sig hjá mér, einkum af því, að......”, hér hikaði hún “........að eg hefi hegðað mér þannig síðan, að honum er ómögulegt að merkja hve einlæglega eg hefi iðrast þeirra orða minna. En spurðu mig nú ekkt meira út í þetta. Eg veit ekki af hverju eg hefi sagt þér svona mikið, nema ef vera skyldi af því eg veit þú ert þagmæl- skur og af því að mér þykir svo vænt um þig, þó það sé nú ekki á þann veg, sem þú vildir helzt. Eg vildi að þér þætti ekki vænt um mig í þeim skilningi!” “Kærðu þig ekki um mig, Miss Hannay, eg kemst vel af. Eg bjóst aldrei við neinu og verð þessvegna ekki fyrir neinum vonbrigðum. Eg er þér þakklátur fyrir þetta viðtal og geð- prýðina, að þú reiddist mér ekki fyrir afskifta- semina, og svo verð eg nú að fara. Mín vakt á þekjunni er að byrja, eins og þú veizt. Bathurst vinnur nú tveggja manna verk í göngunum, og þykir mér leitt. Mér fipst það svo þrælslegt að skilja þannig við hann, og láta hann einan um jafn mikið verk, en hann segir sér líki það vel og viiji helzt altaf vera starfandi, og það held eg nú að hann segi satt. Eg er sannfærður um að hann er altaf að vandræðast um taugaveiklun sína og aö hann getur ekki verið uppi með okkur, en þegar hann er að hamast í göngunum hefir hann ekki tíma til að hugsa um þetta. ” Þú mátt ekki gleyma því, Wilson”, sagði hann við mig aö skilnaðj(7 að noi beítrr þú byssunum fyrir okkur báða, og verður þú að vera bæði handfljótur og beinskeytur”. En þetta er nú að fara illa með Mr. Bathurst. Jæja, vertu sæl’ Miss Hannay”, og Wilson hentist af stað og upp á þekju.” 16. Kapítuli. Á fjórum næstu dögunum gerðust tals- verðar breytingar, að því er snerti tækifæri að verja þetta litla vígi. Efrihiuti húsveggjanna var nú laskaður mlög og götóttur og vegg- brúnin, sem reis yfir þekjuna, var nú víða í rústum. Hliðið á girðisveggnum var alt í molum, en inngangur var þar samt jafn ó- greiður og áður, því moldarhaugnum úr jarð- göngunum hafði verið ekið út að pokaveggn- um innan við hliðið, og mynduðu því pokamir og haugurinn skot-heldan vegg og jafnháan girðisveggnum sjáifum. En nú hafði eitt fall- byssukerfið lengi beint öllum kúlum sínum á ákveðinn stað á girðis-veggnum, og var þar nú komið gat í gegnum hann, og úr því gat var einusinni komið á var vandræðalaust að « stækka það, enda stækkaði nú sú rauf óðum ig innan skamms hlaut að verða tiltækilegt fyrir aðsækjandi lið að ryðjast þar inn. Nú fóru líka kúlurnar, er inn komu um raufina, að verða hættulegar fyrir húsið sjálft. Nokkr- ar þeirra höfðu þegar gert göt á húsið sjálft, og leiddi af því, að þá varð ekki lengur notað það herbergi í húsinu, er þar var inni fyrir. Nú fóru og að koma skörð í varnarliðið sjálft. Unglingsmaður, Herbert að nafni, var dauður. Fallbyssukúla braut gat á skotgarð- inn á þekjunni og varð honum að bana um leið. Tveir Hindúar biðu bana af fyrstu kúl- unni, sem braut húsvegginn niðri. Kafteinn Rintoul var hættulega særður og Mr. Hunter var þungt haldinn af hitasótt, — hafði ekki þolað bruna sólar-hitann, er var sérstaklega tilfinnanlegur uppi á þekjunni. Margir aðrir voru og meira og minna sárir, en vígir voru þeir enn, enda svöruðu byssur þeirra fall- byssuskotunum í sama tón og í upphafi og jafn viðstöðulaust. Og jafn skeinuhættir voru þeir óvinunum enn, því nú svarf svo að þeim líka, að þeir voru hættir að liggja í leyni i grend við girðisvegginn, — var þar ekki vært. Það sem virkisbúum fanst mest um, og sem úttaugaði þá öðru fremur, var óskapa liitinn allan daginn á þekjunni, og sífeld elja og vökur. Þeir voru of liðfáir tii að geta notið hvíldar eða svefns. Heiisa og kraftur kvenfólksins var nú einnig að bila, í hita- svækJunni og loftleysinu í húsinu. Fram- tíðarhorfurnar voru líka svo bágar, að það útaf fyrir sig hafði lamandi áhrif á heilsuna, enda voru nú konurnar þögular og daufar, er þær gengu að vinnu sinni/er áður voru svo kátar. Verk þeirra óx nú líka dag frá degi. Þær þurftu að annast um þá sem sárir voru og sjúkir. Börnin mörg voru nú að veikjast, og voru þá þeim mun erfiðari viðfangs. Auk þessa þurftu þær nú að' taka til við að sauma poka á ný, því nú biluðu þeir óðum, sem fyrst voru gerðir. Það var nú ekki lengur tilhugsandi fyrir mennina að koma alla í senn til máltíða, en þeir sem komu í senn gerðu sér að skyldu að vera glaðir og kátir, og hið sama gerðu kon- , uranr. Þannig reyndi hver fyrir sig að hug- hreysta hinn með góðum vonum, en sem enginn þó trúði, með sjálíum sér, að væri til. Doktorinn var þó kátastur allra, enda minst uppgerðin hjá honum. Þó heitt væri þreyttist hann ekki að lúra á þekjunni og senda óvin- unum kveðju sína og riffilsins, og það skjátl- aðist varla að sú kveðja kæmi að tilætluðum notum. Á kvöldin stundaði hann sjúklingana, og gladdi kvenfólkið með kýmnis-sögum af því, er gerst hafði um daginn. Yfirleitt báru konurnar sig vel, ,en engin þó betur en Mrs. Rintoul. Hún kvartaði aldrei, né möglaði frá því umsátið byrjaði, en var altaf boðin o gbúin að hjálpa Mrs. Hunter við að þjóna sjúklingunum, og nú var hún nótt og dag yfir manni sínum og kvartaði aldrei eða vilaði. “Eg get ekki annað en dáðst að henni Mrs. Rintoul”, sagði Mrs. Hunter einu sinni við Isabel. “Mér leiddist hún ósköp hér fyrrum, með öllu möglinu og veikinda-sögun- um, en nú leynir það sér ekki, að hún er göfug kona. Það er ekki fyrri en mótlætið ber að dyrum, að maður lærir að þekkja sumt fólk til hlítar.” “Já, en það sama má segja um alla”, svaraði Isabel. “Mér finst allir vera svo glaðir, veglyndir og hjálpfúsir, og enginu kvartar.” Einn dagur enn leið stór- tíðindalaust, en að kvöldi var raufin í vegginn orðin svo stór, að allir töldu áhlaup siálfsagt morguninn eftir. “Þú doktor, og Farquar- son, verðið að vera uppi á þekju, hvað sem í skerst,’’ sagði majórinn. “Það er ekki ánægjulegt, að nokkrir leili á að komast yfir vegginn, eftir stigum og köðlum, á meðan við stöndum og verj- um raufina, og ríður þess vegna á að tvær góðar skytt- ur séu uppi til að aftra þeim. Við þurfum h'ka góðar skytt- ur uppi, ef svo fer að þeim tekst að brjótast inn í garðinn, því hjálparlaust kæmumst við þá ekki lifandi inn í húsið. Eg ætla að hafa tólf riffla hlaðna handa hvorum ykkar og leggja þá á poka-vegginn uppi andspænis RobinHood FLOUít ÞETTA MJÖL KOSTAR MINNA, VEGNA ÞESS AÐ FLEIRI BRAUÐ FÁST ÚR POKANUM. hægri hendi. Byssunum skilið þið hálf spent- un, og ef svo tækist þá til að skot hlypi úr þeim, gerir það engum mein ef þið látið þær horfa beint fram með okkur og eru ekki of nærri.” raufinni svo þið þurfið ekki annað en ganga á röðina og hleypa af, ef til kemur. Þurfum við að flýja inn í húsið ætla eg að blása í hljóðpípu; og skal það merki þess, að þið byrjið að skjóta af þessum sérstöku rifflum, og eg held ykkur takist að halda þeim í skefj- um með þeim tuttugu og fjórum skotum, svo lengi, að við komumst inn í húsið og getum bygt poka-vegg fyrir dyrnar. Okkur er ekki vorkun að komast fyrir húshornið áður en þeir komast yfir poka-vegginn, sem við byggj- um innan við raufina undireins og myrkt er orðið í kvöld. Ráðst þeir hvergi á vegginn, nema á þessum eina stað, getið þið líka veitt okkur meir en litla hjálp, með látlausri skot- hríð ofan af þekjunni. Isabel og Mary Hunter hafa lengi beðið að lofa sér að hjálpa til, og nú skal þeim veitt sú bæn. Þær eru báðar æfðar við að hlaða byssur og geta því hlaðið fyrir ykkur bæði fliótt og vel, að eg vona.” Eftir tveggja tíma vinnu var poka-vegg- urinn innain vi|ð rauína fullgerður. Var hann skeifu-myndaður, og vissi táin að hús- inu, en hælarnir að giröis-veggnum, sinn hvöru naegin við raufina. Alls var skeifan fimtán feta löng, þrjár poka-breiddir á þykt og níu feta há, og þar ofan á komu svo tvö poka-lög á vegg-röndina næst raufinni, er þéna skyldu sem skotgarður fyrir virkisbúa. “Eg trúi naumast að þeir komist yfir þennan vegg”, sagði majórinn þegar verkinu var lokið. “Eg efa að þeir vilji reyna það, þegar þeir koma að raufinni og sjá umbúnað- inn innifyrir.” Áður en þeir byrjuðu að byggja úr pok- unum tóku þeir alt grjót og múrsteins ruslið burtu frá rafinni, og báru svo upp á poka- vegginn þegar hann var fullgerður. “Því,” sagði majórinn, “steinarnir þeir arna eru eins gagnlegir og byssukúlur þegar þeir koma í kreppuna í skeifunni. Hvor okkar hefir fimm riffla og það er óhætt að trúa mörgum af þjónum okkar og bustasveinum til að hlaða þá fljótt og vel. Auk þessa höfum við allir marghleyptar pístólur á beltinu. Með öllum þessum skotvopnum og þessu grjótrusli er okkur engin vorkun að verja okkur fyrir heiiii herdeild.” Skipaði nú majórinn hverjum manni á- kveðinn stað á veggnum, og hlaut Bathurst annan skeifu-hælinn og var Wilson næstur honum. Bathurst hafði sagt majómum fyrir löngu, að þegar til virkilegs áhlaups kæmi, þá ætlaði hann að taka þátt í vörninni. “Eg þekki sjálfan mig svo vel, að eg lofa ekki að vinna nein stórvirki,’’ hafði hann sagt, “en eg hefi rétt til* að ganga eins nærri dauðanum og þið”. “Eg vona að þeir ráðist ekki til uppgöngu á poka-vegginn”, hafði maJórinn sagt við Wilson, “en geri þeir það, skalt þú grípa um annan handlegginn á Bathurst og draga hann burtu með þér, þegar þú heyrir mig blása í hljóðpípu. Eg efa að hann heyri til pípunnar sjálfur, eða muni hvað það þýðir, þó hann heyrði það.” Fjórir menn í senn voru á veði á poka- veggnum alla nóttina, og í bládögun gengu virkis-búar allir út og tóku sæti, hver á sínum ákveðna reit. “Nú verðið þið að gera alt eins og eg segi fyrir, góðirnar mínar”, sagði doktorinn, er þær Isabel og Mary komu upp' á þekjuna, “annars gerið þið meira ógagn en gagn, því eftir að leikurinn byrjar höfum við Farquar- son engan tíma til að líta eftir öðru en okkar verki. Til að byrja með, verðið þið að liggja kyrrar þangað til skothríðin byrjar, en þá verðið þið að færa ykkur og liggja altaf fyrir aftan okkur, eða sitja, og hlaða þar byssurn- ar jafnótt og þær tæmast, og gæta þess að höfuð ykkar rísi aldrei hærra en pokavegg- urifin sá arna þar sem hann er þykkastur. Þegar þið hafið hlaðið byssunar, þá þurfið þið að ýta henni fram með hægri hhð okkar og svo nærri, að þægilegt sé að grípa um hlaup- ið þegar við réttum hendina eftir henni, tómu byssunum ýtum við til ykkar með vinstri hendinni, á meðan við tökum þá hlöðnu með Ungfrúrnar báðar voru fölar og alvarleg- ar, en doktorinn sá að þær voru óhræddar og að alt mundi vel ganga. “Þetta er svaðalegt vopn, Bathurst”, sagði Wilson, er þeir höfðu búið um sig út viö girðis-veggin. Vopn þetta var Indverskt að uppruna og var gaddakylfa lítil, úr járni. Skaftið var um fimtán þumlunga á lengd og vafið gaddaleðri, en fram af skaftinu gekk hnúður all-mikill og var þéttsettur járngödd- um. Ólarlykkja var fest á skaftendann, til að smeygja hendinni í og hékk þá kylfan á lilfliðnum, ef þurfti. “Óiá, eg rakst á þetta verkfæri í Hindúa- búð í Cawnpore, þegar eg var þar seinast, og keypti eg það að gamni mínu, af því það var svo einkennilegt, en ekki kom mér þá í hug, að eg mundi nokkumtíma beita því. En nú síðan þessar óeirðir hófust hefi eg altaf haft það við hendina, því í höggorustu held eg að það sé nokkuð öflugt vopn, og óþarft að biðja um betra.” “Já það er trollslegt vopn”, svaraði Wil- son, “og ekki vildi eg ganga nærri þér og sækja á móti þér, ef þú hefðir það í hendinni, af því eg er búinn að sjá hvernig þú >sveiflar jarðöxinni niðri í göngunum. Nei, þú gætir varla fengið traustara vopn, og ekki óttast eg að Hindúar hlaupi yfir vegginn hérna hjá okkur.” “Eg er nú ekki hræddur við Hindúana’V svaraði Bathurst, “en eg er hræddur við mig sjálfan. Núna sem stendur finn eg ekki meira til hrolls eða kvíða, heldur en eg mundl gera, ef Hindúarnir væru í þúsund mílna fjar- lægð, og eg er vissum að æð mín slær ekki örar en venjulega. Eg get hugsað mér allan leikinn, sem fyrir liggur, og finn ekki meira til efasemi en óborið barn. Það eru dynkirnir og hvellirnir, sem hafa áhrif á taugar mínar, en hættan ekki. Eg sé það svo ósköp vel fyrir, að eg verð utan við mig og aflvana undir eins og fyrsta skotið ríður af. Það er eina vonin að eg nái mér að nokkru leyti aftur þegar högg- orustan byrjar.” “Eg efa ekki að sú von rætist”, svaraði: Wilson, “og þá þyrði eg líka að etja þér á móti efldasta liðsmanninum okkar, og meira til. Hana, þar byrja þeir!” Um leið og hann endaði orðin riðu skot af öllum fallbyssunum í senn. “Þar koma þeir, majór,” hrópaði doktor- inn niður af þekjunni. “Sepoyar eru á undan,. en á eftir stór þvaga af sveitalýð.” Samstundis sáu þeir, er fyrir skeifutánni voru, hvar óvinirnir komu æðandi og létu mikið. Varnarliðið sýndi sig ekki og lét ekkert á sér bera, því mnjórinn hafði lagt mönnum sínum fyrir, að hleypa ekki af fyrri. en allir í senn og ekki fyrri en óvinirnir fremstu væru komnir að raufinni. Hindúum leist augsýnilega illa á umbúnaðinn og þögn- ina, því þeir fremstu staðnæmdust um fimm- tíu skref frá veggnum og hleyptu af byssum sínum, en bæði var það að leiðtogar þeirra. eggjuðu þá til framgöngu, og hitt, að þyrpingar fyrir aftan þá knúði þá áfram, enda sigu þeir af stað aftur von bráðar. Ekkert gerðist fyrrL en þeir fremstu, með tvo leiðtoga á undan,. voru að klöngrast yfir steina röð, sem fólkið hafði í hrúgu meöfram útbrún veggsins, en þá riðu af tvö skot uppi á þekju og féllu þar báðir leiðtogarnir dauðir. Æptu þá Sepoyar ógurlegu heiftar-ópi og ruddust um fast og inn í kvína. Þegar þeir fremstu sáu að hér var gildra, gerðu þeir sitt ýtrasta að stemma inn-strauminn um skarðið í veggnum, en þeir sem aftarlega voru í fylkingunni hugsuðu um ekkert nema komast áfram og hrundu þeim framundan áfram, og svo koll af kolli. Og nú, þegar búið var að stappa í kvína og veggraúf- ina, eins og þéttast varð, riðu skot af öllum rifflunum er gægðust út á milli moldarpok- anna, ofan yfir mann-kösina í kvíinni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.