Heimskringla - 06.07.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 06.07.1932, Blaðsíða 2
2 BLAÐSÍOA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 6. JÚLl 1932. SIGURÐUR BÁRÐARSON áttræður. Afmæliskveðja. í>ann 12. júní s. 1. sumar varð Sigurður Bárðarson hómó- pati, í Blaine, Wash., áttræður að aldri — eins og þegar hefir verið getið í blöðunum. Fréttist það með mjög naumum fyrir- vara, og komu færri því við að heimsækja og heiðra öld- unginn, en óskuðu. Fæstir bygð arbúar vissu um afmælið fyr en daginn áður eða samdægurs, og varð því lítt um undirbún- ing. Hraðkvað þá undirritað- ur kvæði það, er hér fer á eftir, ef verða mætti til veizlubóta. Hefir Sigurður svo sem kunn- ugt er hinar mestu mætur á fornaldarmenningu þjóðar vorr- ar, og þótti því við eiga að fornyrða kvæðið. En ljóðahátt- ur, sem hér er kveðið undir, þykir oss einn fegurstur forn- háttur. Bersk mér, Sigurðr Bárðar sunr, farins vegar frétt, ár þín at fylli átta tigi, næst er röðull rís. Slít ek því lauf af lúðum reit. — Óðnaumt es önn ok töf — Sjá þar þó, bróðir, boðna þér hönd og heillakveðju. .v; r. Es brátt göru boðnar öli höfgrar hrynjandi vant. Skylt væri þó at skýrri veigar mæltu þínu minni. ¥ ¥ * Þér hefir daga dýra ok þarfa tíminn marga talit. Þér var af gáfum geðs ok vaxtar mikillega mælt. Vart sák annan aldinn þul fremri um fas ok vöxt. Tignar erfðir Egils niðja búa í brún ok máli. Veittu þér dísir víkings lundu ok skoðun eigin skilnings; svá ok stefjayndi Sturlu-þjóðar, en ást á sögnum Svífa. Lagðir þú ungum líknsemd alkunna gestum holds ok heims. Legst þér þá eins líknsemd ærin þess, er þjónslund kendi. Græddir þú ben ok böli léttir aldrs ok elliþunga. Talit man þat á tilverunnar réttlætis rúnatöflum. Heill þér, frónsson! Heill þér, nafni Fáfnisbana ok frændi! Telji þér enn tíminn daga marga ok munglaða. Vildak erlendum áttar várrar svip ok öðli sanna; brátt mundak þá, Bárðar sunr, drepa at þínum durum. Heill þér, öðlingr, — áa þinna, velborinna, vitni! Enn búa Svífar, sifjar þínir, þögla norðrs þröm. Þess skal ok biðja þjóða dróttinn: Búi þar enn of aldir hugspakir menn með hjarta gott, efldir ægi ok snævi. Þat harmak eitt at hlut svá skarðan Frón frá borði bar, þér at týna, ok þínum niðjum vestr of víðisdjúp. Þó er hitt ok, at Alfaðir lýða rökum ræðr. Dreyfast þjóðir, deyja frændr; geymist sigr ok sál. Alfaðir hárr, sem ýta gæðir lífi ok lánsgengi, blessi þik enn ok þitt egtavíf, aldr, fé ok frændr. En er hérvist, at hinsta stig, lokast dulardurum, fagni Ijósvangr lífs ok þroska öðling. heimtum heim. Friðrik A. Friðriksson ÞÝÐINGAR Á ÍSLENSKU Eftir Kristján Albertson I. Vort unga ríkisforlag, sem hlotið hefir nafnið Bókadeild menningarsjóðs, hefir gefið út tvö^ söfn þýðinga úr erlendum málum, sem fagurlega sýna hvers menning vor og tunga mega af því vænta ef því verð- ur giftusamlega stjórnað. Hið fyrra er annað bindi af ljóðaþýðingum Magnúsar Ás- geirssonar, hins unga snillings, sem ekki verður framar í þess- um efnum til annara jafnað en þeirra höfuðskálda, er af mestri og fyrirmannlegastri orðsnild hafa þýtt á tungu vora erlend Ijóð. Hann er nú þegar í fremstu röð þeirra skálda, er neytt hafa yfirburðaljóðgáfu til þess að auðga bókmentir vorar að þýðingum erlendra úrvalskvæða, en um brigðlausa vandvirkni verður honum vart til annara jafnð en Einars Benediktssonar og Sigurðar Sigurðssonar (sem því miður hefir þýtt of fátt, en alt með ágætum). Bók M. Á. hefir því orðið eitt hið fegursta kvæðasafn sem til er á íslensku, þar er hvert ltvæði gott, sum stórfögur, og hvergi þýðingarblær á einni línu. Hvort sem hájttur er kátur, léttur, lausbeislaður eða meitlaður og strangur, hvort alegið er á þýða 'strengi í mjúkum hendingum, rík og dul tilfinning byrgð í orðfáum lín- um eða spakri hugsun þjapp- að í kjarnyrði, hvergi bregst honum braglist né orðfæri, auð- ugt og hitmiðað. Hvort sem hann þýðir græskulaust gam- Þú segir satt/ þaðjborgar sig að “VEFJA SÍNAR SJALFUR” með.. A ''nrr^ 1 ^. ■* /, y/j 9 i S/jr r m/ Þúsundir neytenda segja þetta, því þeir hafa reynt það, upp aftur og aftur. Þér getið vafið upp að minsta kosti 50 cígarettur úr 20c pakka af Turret Fine Cut, cígarettu tóbaki. Og yður mun geðjast að hverri cíga-; rettu sem þér vefjið upp. Þess fleiri ’ sem þér vefjið upp, þess meiri nautnar njótið þér af þeim. 15c og 20c pakkar —einnig í i/2 p’d. loftheldum baukum ÓKEYPIS Chantecler cígarettu pappír fylgir hverjum pakka. TURRET F I N E Cigarettu C U T T o b a k an eða napurt háð, djarforða lýsing úr daglegu lífi eða ró- mantíska sögu frá horfnum tímum, lyriska aðdáun, ró eða þrá eða kvöl hjartans, blossa geðsins eða djúpa íhygli, alt er jafnlifandi, hvarvetna nær hann tón og blæ og skapi hinna fjar- skyldustu anda, hvergi bregst | þessum fjölkunnuga manni smekkur, vald né gáfa. Eg tel hann hiklaust meðal þeirra yngri skálda sem mestu hafa afrekað og fegurstar von- ir vekja. Nýsloppinn úr skóla gaf hann út lítið Ijóðasafn (“Síðkvöld”, 1923), sem hvorki var mjög þroskað né mjög sjálfstætt, en þó víða nýr hreimur í stefjum hans, hug- sanir, sem báru vott um sér- kennilegt tilfinningalíf og skáld lega lund. Síðan hefir hann numið í skóla erlendra snill- inga, og þroskað braggáfu sína á því að þýða verk þeirra. Þess verður beðið með óþreyju að hann aftur gefi út safn af frumsömdum kvæðum. II. Síðan ljóðlist vor hófst til vegs að nýju með Jónasi Hall- grímssyni, hefir aldrei alment verið eins vel ort á íslandi og síðustu áratugi. Framför í smekk og braglist er auðsæ, jafnvel andlausustu hagyrðing- ar láta nú ekki frá sér fara viðlíka hnoð og leirburð og víða má finna í bókum hinna eldri þjóðskálda. Blöð vor og tímarit eru full af Ijóðum, sléttrímuðum, lýtalausum, — og efnislausum. Sumir þess- ara hagyrðinga yrkja svo ve!, að manni finst synd að þeim skuli ekkert detta í hug, — nema gamlar hugmyndir. Sum- ir þeirra eru jafnvel svo nærri því að vera skáld, að maður gæti búist við góðu kvæði frá þeim, ef þeir af hendingu dyttu ofan á eitthvert yrkisefni, sem ekki allir aðrir eru að yrkja um allan ársins hring, eftir fyrirmyndum þeirra skálda, er farið hafa frumlega með þessi sömu efni. — Það sem hvað mest háir ljóð- list vorri nú, og ekki eingöngu hinum smærri spámönnum, er hugmyndafátækt og slitin yrkis efni. Þess vegna ætti bókment- um vorum að geta orðið hollur fengur að þýðingum M. Á., þeim margháttuðu tilj^inning- um, því fjölbreytta efni sem þar kemur fram í ólíku ljóð- formi. Þeir sem ekki geta ann- að en stælt' fá þar að minsta kosti ný skáld til að stæla, og verða þar með aðnjótandi þess besta greiða sem þeim er hægt að gera. Aðra gætu þær losað úr fjötrum vanans, opnað þeim heima nýrra viðfangsefna. Þær ættu að geta haft þau áhrif sem kynni af ágætum erlendum bókmentum alt af hefir með öllum þjóðum: Að beina hug- um skáldanna inn á nýjar braut ir í formlist, efnisvali og við- horfi til lífsins. III. Svipaðra áhrifa má vænta af hinu öðru safni þýðinga er ríkisforlagið sendir nú á mark- aðinn, “Úrvalsgreinum”, ís- lenskuðum af Guðmundi Finn- bogasyni, dálitlu sýnishorni af bestu enskum og amerískum ritgerðum (essays). Enda kem- ur Ijóst fram í formála þýð- andans að hann ætlast til þess: “Það er mikil list að gefa í stuttri grein skemtilega útsýn yfir vandasamt efni, en engir kunna það betur en Englend- ingar. Sú list á sérstakt erindi til vor, sem getum ekki eign- ast á voru máli heilar bækur um fjölmörg efni, sem menu þó fýsir að vita um. Vér eig- um nokkurn vísi til hennar á víð og dreif í tímaritum vorum, en fá sjálfstæð greinasöfn h^fa komið út á íslensku. Þeim ætti að fjölga og snild í þeim efnum vera jafnmikils metin og Always ask for “Canada Bread Builds body, bone and musde PHONE 39 017 í öðrum greinum bókmenta’’. Þetta er vel og réttilega mælt. Ritgerðin er bókmentagrein sem nauðsyn er að nái þroska á ís- Iandi, og auk þess sérstök skil- yrði til að ritfærir menn leggi kapp á að stunda, því að hún er vinsæl, eins og best sést á út- breiðslu tímarita í svo fámennu landi (hin víðlestnustu tíma- rit vor hafa 1 eins marga kaup- endur og þær bækur sem besc seljast). Þessi grein bókmenta er ung, á fyrir sér mikinn þroska að list og fjölbreytni, og ekkert er betur fallið til þes^ að glæða áhuga fyrir henni og verða til fyrirmyndar en ein- mitt slík bók sem G. F. hefir nú þýtt á íslensku. “Úrvalsgreinar’’ ’er með af- brigðum læsileg og skemtileg bók, veigamikil bók, mentandi bók. Allar eru greinarnar eftir ágæta ritsnillinga, og efni þeirra margháttað: Gömul og ný menning, skáldskapur, tónlist, myndlist, byggingarlist, sálar- fræðilegar og heimspekllegar hugleiðingar, lærdómur og skáldlegt hugarflug. Þessi bók verður lesin af gáfaðri æsku og mentafúsri alþýðu og lærð- um mönnum um land alt, og af fleiri kynslóðum en einni. IV. En meira en alt annað gladdi mig þýðingin á bókinni. Islensk tunga stendur enn í dag á öðru þroskastigi en önn- ur evrópisk mál, svo sem eðli- legt er: íslenskt líf er annað, fábreyttara og einfaldara en j lífið úti í heimi, skilyrðin fyrir, vexti og blóma í hugsun og bókmentum og þar með alhliða j þróun tungunnar margfalt örð- j ugri og verri á flestan hátt. Kafla úr bók eða grein á þýsku eða frönsku, sem hver mentaður Dani eða Norðamður getur við- stöðulaust snarað á tungu sína, er oft svo vandasaft að þýða á íslensku, að telja má á fingr- um sér þá menn, sem til þess væru færir, stundum svo erfitt, að það virðist með öllum ó- mögulegt, ef hvort tveggja á að forðast: Brjálun eða rýrn- un þeirrar hugsunar er þýða skal, og misþyrming eða flekk- un íslensks máls. Fyrir 40 árum skrifaði Ein- ar Benediktsson í Sunnanfara (í grein um íslenska orðmynd- an) : “Það mun óhætt að full- yrða, að enginn mentaður mað- ur talar svo eða ritar á íslensku máli nú á dögum, að hann finni ekki sárt til þess, að tunga vor hefir ekki auðgast að orð- um, að því skapi, sem nýjar hugmyndir og ný orð hafa orð- ið til úti um heiminn.......... Svo ramt kveður að þessari orðafátækt að varla er hægt, án þess að beita hjákátlegum dönskuslettum eða “evropisku”, að orða nokkra hugsun á ís- lensku, sem gengur út fyrir al- faraveg daglegrar ræðu . . . .” Svo sterkt verður ekki leng- ur að orði komist um vanmátt tungu vorrar. Hún er enn að verða til, en henni hefir fleygt fram á síðustu áratugum, hún hefir “aukist að íþrótt” og á bersýnilega fyrir sér að verða heimsmál að nýju, þ. e. mál, sem getur tjáð, eðlilega og glæsilega, æðstu hugsun og þekking samtímans. Fáar bæk- ur veit eg sanna þetta betur en þessar nýju þýðingar G. F.t sem eg hiklaust tel í fremstu röð þeirra verka, sem birta ný- íslenska ritsnild. En bók hans er ekki einasta fagur vottur um vaxandi vald tungu vorrar til þess að flytja, réttilega, skarplega og með látlausum karfti, andríka og mentaða hugsun um hin fjarskyldustu og erfiðustu efni. Það eru í henni kaflar íslenkaðir af þeirri list, að Ieit mun á fegurri stíl í bókmentum vorum. Þýðingar G. F. brýna fyrir ríkisforlaginu eina af höfuð- skyldum þess við menning vora og tungu. Það hlýtur að vera eitt af fremstu hlutverkum þess að gefa ritfærustu mönn- um kost á að fást við að þýða erlend afbragðsrit, meðal ann- ars vegna þess, að þróun tungu vorrar er það nauðsyn. Við frumsamning skrifa allflestir, og líka oftast hinir ritfærustu og mentuðustu menn, á þeirri íslensku sem þegar er tiL Hugsunin samlagast eðlilega þeim orðaforða, sem tiltæftur er við skjóta umhugsun, og fer á mis við nákvæmni, fyll- ingu og kraft, vegna þess að það mál sem hún leitar sér búnings í er ófullkomið. En vandaðar þýðingar á úrvalsrit- um úr nútímabókmentum verða ekki af hendi leystar án mik- illar leitar að orðum og orða- tiltækjum, án þess að orðaforði tungunnar sé prófaður fram og aftur, af fylstu þekkingu, og án þess að hugkvæmni og skapandi málgáfa komi til og auðgi tunguna þar sem henni er áfátt. Gildi þýðinga fyrir þróun tungu vorrar hefir alla tíð ver- ið önnur höfuðhvöt pkálda vorra og rithöfunda til þess að leggja út í íslenskun erfiðra verka. Þannig kemst t. d. Einar Benediktsson svo að orði í formála fyrir þýðing sinni á Pjetri Gaut: “Eg vildi reyna að koma einmitt þessu riti á ís- lenska tungu, iþví eg hefi aldrei séð neitt erlent skáldrit, sem betur gæti reynt og treyst á hæfileika tungu vorrar til þess að vera lifandi þjóðmál, jafn- hliða öðrum málum heimsins, fært í allan sjó og fallið til þess, að taka öllum þeim fram- förum vaxandi menningar, sem nútíminn heimtar og veitir”. Það er haft eftir Konráð Gíslasyni, að honum hafi þótt íslenskan meiri tunga og magn- aðri eftir Manfredsþýðingu Matthíasar Jochumssonar. Svip að hefir vafalaust mörgum fundist við lestur þýðingar E. B. á Pjetri Gaut. Og mér finst íslensk tunga meiri og færari, en eg vissi hana áður, eftir lestur “Úrvalsgreina” G. F. Allar þroskaaðstæður ís- lenskra skálda og rithöfunda, og þá líka allrar sjálfstæðrar innlendrar ritmenningar, eru þannig, að vonlaust er að tung-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.