Heimskringla - 06.07.1932, Blaðsíða 8

Heimskringla - 06.07.1932, Blaðsíða 8
8 BLAÐStÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 6. JÚLÍ 1932. Úrvals fatnaður KARLMANNA á hinu sanngjarnasta verði bíður yðar í verzlun— Humphries Ltd. 223 Portage Ave. við Liggett’s hjá Notre Dame FJÆR OG NÆR. Séra Benjamín Kristjánsson flytur guðsþjónustu í Piney n. k. sunnudag, 10. júlí, kl. 2 e. h. * * * Kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg verður lokað til 21. ágúst n. k. * * * Herbergi til leigu með öllum tilheyrandi húsgögn- um. Sími í húsinu. Spyrjist fyrir um leiguskilmála að 604 Maryland St. * * * Námsskeið við aðal verzlunarskóla bæjar- ins til sölu á skrifstofu Heims- kringlu. Væntanlegir nemend- ur geta sparað sér mikla pen- inga í kenslugjald með því að semja við ráð^mann blaðsins. * * * Hús til sölu. í Árborg, með tilheyrandi 10 ekra lóð. Húsið er í ágætis lagi, 7 rúmgóð herbergi, á mjög lágu verði og vægum borgun- arskilmálum. Kaupendur snúi sér til K. P. Bjarnasonar, Ár- borg, viðvíkjandi söluskilmál- um. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Reparr Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, Batteries, Etc. W. H. Paulson fylkisþing- maður frá Leslie, Sask., kom til bæjarins s.l. mánudag. — Með honum var kona hans og uppeldissonur þeirra Bill; enn- fremur Thomas Paulson frá Leslie og Stefán Johnson frá Elfros. Þau komú í bifreið. Mr. Paulson býst við að dvelja um vikutíma í bænum. Hann lét vel af tíðarfari og uppskeru- horfum í Sask. * * * Scholarships til sölu með afslætti, gilda við Success og Dominion Busniness Col- leges, á skrifstofu Heims- kringlu.. * * * íbúð til leigu, 3 herbergi í nýrri byggingu, prí- vat inngangur. Á neðsta gólfi. Þægileg fyrir litla fjölskyldu, eða skrifstofustúlkur eða tvo karlmenn. Sími hjá húsverði í Norman Blk. Móti Rose Theat- re, Sargent Ave. Símið 35 443. * * * Ágúst Magnússon frá Lundar Man., var staddur í bænum í gær. * * * Dan. Líndal frá Lundar, Man. leit inn á skrifstofu Heims- kringlu í gær. Hann var í við- skiftaerindum í bænum. * * * Féhirðir Coca Cola félagsins var ræntur $1400 s. 1. laugar- dag. Hann var á leiðinni í bankann með féð, er bifreið hans var stöðvuð af tveim mönnum með byssur í höndum. Stigu þeir inn í bifreiðina og skipuðu féhirðinum að stýra ögn út úr þrönginni á Aðal- stræti og inn á Notre Dame Ave. Fyrir framan Grain Ex- change höllina skipuðu þeir honum út, en héldu sjálfir á- fram í bifreiðinni. Bifreiðin hef- ir fundist, en ræningjarnir ekki. * * * Maður að nafni John Terril, til heimilis að 984 Ashburn St. í Winnipeg, skaut konuna sína til bana, og sjálfan sig á eftir, s.l. laugardag. Hann hafði orð- ið fyrir sprengingu í stríðinu mikla og var mjög veiklaður á taugunum. Tvö börn þeirra, 10 og 12 ára stúlkur, voru í heimsókn hjá kunningjum sín- um, og hefir það ef til vill bjargað þeim úr hættu. * * # John J. Arklie, sérfræðingur í augnskoðun og gleraugna- valningu, verður að Eriksdale Hotel að kvöldi þess 14. júlí næstkomandi, og að Lundar Hotel föstudaginn þann 15. júlí. * * * Fyrirspurn. Bréf hefir undirrituðum bor- ist, ritað fyrir hönd aldraðs manns, Jóns ísfjörðs skósmiðs á Siglufirði, íslandi, er meðfram vegna væntanlegs arfs, óskar * QUtNTON’S * Sérstakt tilboð yfir sumar fríið KARLMANNA FÖT Ekki eingöngu hreinsuð og straujuð, heldur færð i lag með 6 Vaieteria vélum. 75c KJÓLAR 98c Oagn hreinsaðir og gerðir upp samkvæmt Quinton’s ágæta verklagi. Símið 42 361 QUINTON’S Cleaners — Dyers — Furriers að ná sambandi við son sinn, sé hann á lífi — Valdimar Johnson, er síðast dvaldi hjá systur sinni, ónafngreindri, í Mikley (Big Island, Hecla P.O.) Manitoba. Þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar um Mr. Johnson, eru góðfúslega beðn-1 ir að senda þær undirrituðum. Friðrik A. Friðriksson, Box 388, Blaine, Wash. EINVELDI EN EKKI KEISARI von Gayl innanríkisráðherra hefir haldið ræðu og neitað því, að von Papen stjórnin á- formi að endurreisa keisara- veldið í landinu. Hins vegar kvað von Gayl svo að orði, að eins og ástatt væri nú í Þýzka- landi, væri einveldi heppilegasta stjórnarfyrirkomulagið. Mbl. Kona: “Úr því þér eruð að betla, þá ættuð þér að minsta kosti að vera kurteis.’’ Betlari: “Hvað — ætlið þér nú að fara að leiðbeina mér í minni sérgrein?” ÍSLENDINGADAGURINN í SEATTLE. Eins og árin að undanförnu, hafa íslendingar í Seattle á al- mennum fundi, sem haldinn var í byrjun júnímánaðar, kos- ið 9 manna nefnd, til þess að sjá um íslendingadags haldið í ár. Full sönnun er nú fengin fyrir því, að meiri hluti íslend- inga hér um slóðir, er ekki ánægður nema þjóð vorri og ættjörð sé helgaður einn dag- ur á hverju sumri, þar sem Is- lendingar geti komið saman og endurnýjað fornan vinskap og æskuminnlngar, ) m,i)nst frum- herjanna íslenzku í þessari álfu, og íeitt hugann að hinum norræna stofni, sem hingað hefir fluzt og fest rætur. Nefndin hefir haldið fundi og skift með sér verkum. Hefir hún ákveðið að hátíðin skuli haldin sunnudaginn 7. ágúst þ. á, að Silver Lake, Wash., sama stað og að undanförnu. í þetta skifti eru fleiri ungir menn starfandi í nefndinni, en nokkru sinn áður, og má því fullyrða, að skemtskráin verð- ur eins fullkomin og að und- anförnu. Ennfremur hefir eig- andinn að skemtigarðinum lof- ast til að hafa alt í góðu lagi, mál borð og bekki og hreinsa og prýða staðinn. Veitingar verða til reiðu und- ir umsjón íslenzkrar konu. Inngangsgjald í garðinn er lægra en nokkru sinni fyr. Komið allir, ungir og gamlir, og hafið góða skemtun. íslend- inga,r viljum vér allir vera þenna dag. Munið sunnudaginn 7. ágúst að Silver Lake. Nefndin. Herbergi með eða án hús- gagna til leigu að 762 Victor St. Sími 24 500. ENDURMINNINGAR. Hin fróðlega og skemtilega æfisaga Friðriks Guðmundsson- ar frá Syðra-Lóni á Langanesi, er nú komin út í bókarformi, prentuð hjá Viking Press, Ltd. Bókin er stór, 320 blaðsíður tvídáikaðar, í stóru átta blaða broti. Nær hún yfir minningar höfundarins fyrri hluta æfinn- ar, frá 1861 fram undir aldamót — viðburðaríkasta og framfara- mesta tímabilið í menningar- sögu íslenzku þjóðarinnar. Þar er ítarlega frá mörgu sagt, er gerðist á þeim árum, og var að gerast um það leyti sem vest- urferðir hófust. Mjög greinilega er þar getið ýmsra hinna merk- ustu manna, er fyrir málum stóðu á þeim tímum, sem og hinnar almennu vakningar til sjálfstæðis og framfara meðal þjóðarinnar. Sagt er frá upp- tökum kaupfélagsskaparins, fyrstu brúa- og vegagerðum, húsaskipun, atvinnubrögðum, sveitasiðum o. fl. Á æfisögukafla Friðriks, er birzt hafa í Heimskringlu, hef- ir verið minst í öllum helztu blöðum, sem nú eru gefin út heima, og á þá lokið lofsorði. Þeir eru prýðilega vel samdir og bera vott um óbilandi minni og smekkvísi höfundarins. Það sem þó sætir mestri furðu, er að höfundurinn skuli hafa ge't- að annað þessu verki og vera blindur. Hvern staf hefir hann skrifað sjálfur — á ritvél, sem hann lærði að nota eftir að hann misti sjónina. Endurtekn- ingar eru engar, og hefði þó mátt búast við þeim, er hann eigi getur lesið saman handrit sín. Bókin er í 31 kapitula, sem flokkaðir eru þannig: Inngangur — 1.—2. Minning- ar bernskuáranna — 3. Sveita- siðir og menning — 4. Dyngju- fjallagosið — 5. Útivist og upp- eldi — 6. Hof í Vopnafirði — 7.—8. Kaupstaðarferð, Vopna- fjörður o. fl. — 9. Kristján Jóns- son skáldi — 10. Séra Benedikt í Múla og Jakob á Grímsstöð- um — 11. Þingeyingar og þjóð- menning — 12. Einræði og á- rekstur — 13. Reimleikar og fyrirbrigði — 14. Kjörþing 1880 — Norður-Þingeyingar og sveita menning þeirra — 15. Austur á Fljótsdalshérað. Páll Ólafsson. Næturgisting á Hallfreðarstöð- um — 16. Harði veturinn, Sælu- húsbygging. Ný vinnutæki, framför í búnaði — 17. Júlíus Havsteen. Skólavistin á Möðru- völlum, Matardeilan mikla, Höfðingjar Eyfirðinga, o. fl. — 18. Mislingavorið. Síðasta árið á Grímsstöðum. Nokkrir sveit- ungar. — 19. Upphaf framfara, kaupfélagsskapar og samvinnu Þingeyinga — 20. Giftist og fer að Syðra-Lóni á Langanesi — 21. Séra Vigfús á Sauðanesi og Staðarbúar aðrir — 22. Fæð- ist dóttir, missi föður minn, systkini og eiginkonu. Harð- inda- og erfiðleikaár — 23. Þistilfirðingar og Svalbirðing- ar — 24. Prestskosnng í Sauða- nesi — 25. Séra Arnljótur Ólafs son kemur í Sauðanes. Sveita- mál o. fl. — 26. Háttsemi presta á fyrri árum — 27. Kvongast öðru sinni. Frá séra Arnljóti — 28. Benedikt sýslu- maður Sveinsson — 29. Enn frá séra Arnljóti. Sveitamál, deilur o. fl. — 30. Nágrannar og vinir — 31. Kjörinn Þingvalla- fundar fulltrúi. Ferðalagið suð- ur. Höfuðstaðurinn o. fl. Sem efnisskráin ber með sér, er víða við komið. Bókin er skemtileg aflestrar, og munu margir, hinna eldri að minsta kosti, kannast við margt, sem þar er sagt frá. Eftir venju- legu bókaverði íslenzku, mun láta nærri að blaðsíðan sé seld á 1 cent, eða 320 bls. bók á $3.25. Nú hefir verðið á bók þessari verið sett svo lágt, að það er réttur rúmur þriðjung- ur af vanaverði, eða $1.25. All- ur arður, sem verður af sölunni gengur til höfundarins. Bókin fæst hjá höfundinum, á af- greiðslu Heimskringlu og hjá bóksölumönnum hér í bæ og út um bygðir. $1.25 er vel varið fyrri bókina, og vafasamt hvort þeim peningum verður jafnvel varið fyrir neitt annað er menn myndu kaupa. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. fr& 7 bla. eins og það væri einhver vegur til að skifta um. Við sáum að þingstaðurinn forni var kanske ekki neflaus, eins og Danmörk, og augabrýrnar sáum við, en ekki nógu síðar og svipmiklar. Þá kemur gamli Jón á Hóli svo hjartaprúður, með nokkurnveg- inn sömu ofanígjöfina, sem eg fékk hjá Jakob tengdaföður mínum í Biskupsbrekku daginn áður: “Þið viljið breyta öllu, ungu mennirnir,” sagði hann. “Þið gleymið að standa í þátíðinni, og horfa út frá henni, mig vant- ar engan annan svip á þenna stað. í hverju sýnir sig feg- urðarnæmi þjóðarinnar nú á dögum? Hún þykist skilja feg- urðina og heimtar af náttúr- unni glitábreiður. En hvað gerir þjóðin sjálf til að prýða landið? Hvar eru skógamir? Hví leyfið þið ykkur skraut- klæðalausir að standa á Lög- réttu, hinum helgasta stað for- feðra vorra? Stöndum við feðr- unum framar um þá fegurð, sem mennirnir geta lagt til ? Sáuð þið skikkjur og mötla þeirra Guði’újiar, Gunnhildar og Þorgerðar hér í dag?” Þannig hugsaði þá karlinn litli á Hóli. Eg held að flestir á fundinum um daginn hafi furðað sig á því, að Dalasýsla skyldi finna svona gamlan og lítinn stubb, í fórum sínum, til þess að senda á Þingvallafund. En Það var kanske innihaldið fremur en umbúðirnar, sem átti að gilda fyrir þá sýslu. Eg var hættur að hyggja á karlpeðið. Hann gat verið botnlaus. En eg góndi á Tómas á Barkar- stöðum. Hann var okkar stærst- ur og fallegastur, en í þessum umbúðum, sem mér fundust til- heyra mest Rangárvallasýslu, eins og mennimir væru aldir upp á hörðustu ferð á hestbaki, svo að þeir þektu ekkert logn eða nærgætni. En gæfi manni tækifæri að sjá inn undir yfir- höfn Tómasar frá Barkarstöð- um, þá var hann alstaðar hreinn,, sem bar þá líka vitni um það, að kona hans hefði verið alin upp í logni. Seinna heyrði eg að þau hjón og þeirra heimili væri hreinasta fyrirmynd í þeirra sveit. Það var sem Tóm- as héldi upp á það, að þögn yrði ekki á þing borin. En þá leit eg á Halldór á Rauðamel. Mjög myndarlegur bóndi og skýlaus. Hann varð auðsjáan- lega var við hvern smáþyt, eins og honum væri allur kroppur- inn sár, og skildi eg það svo, að hann hefði staðið mörg stór og þung högg af Skúla, með öðrum orðum, verið hollur Björn að baki Kára. En nú var liann að kasta mæðinni, jafn- ráðalaus eins og við hinir, og gamli Jón á Hóli hafði vaxið okkur öllum yfir höfuð. Eg leit engum vonaraugum til hans og kærði mig ekki, að hann segði neitt meira á minn kostn- að. Eg hafði verið nógu lengi í þessu nágrenni, og gerði nú svo lítið úr mér sem eg gat, og laumaðist burtu frá þeim félög- um til þess að sjá meira. Nú var mér í mun áð hitta tengdaföðúr minn Jakob, og fiyátta, hvað fyrir hann hefði borið. Þá gekk eg þar skamt frá, sem hópur karla og kvenna sat eða lá á grænum bala, MESSUR OG FUNDIR f kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum simnudegl kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld i hverjum mánuði. Hjálpamefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngfiokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. kringum hvítan dúk, er breidd- ur hafði verið á jörðina, og var fólkið að borða ávexti, skrafa saman og hlæja, eins og gerist á vinafundum. Eg var kominn fram hjá, þegar talað var til mín: ‘Heyrðu, maður, máttu ekki vera að því að stanza hér augnablik?” Eg færði mig nær og hneigði mig fyrir fólkinu. Þar sem eg stóð hjá fólkinu, svo sem faðm frá dúknum, virti eg fyrir mér andlitin, sem eg þekti ekki neitt. Þar hinumegin við dúkinn var fyrirferðarmikil kona, og stóð mér hálfgerður stuggur af henni fyrst í stað. Hún var eins og konur, sem hafa innunnið sér óbilandi kjark, með því mörg hundruð sinnum að blóð- roðna og náfölna á milli. Hún var svipmikil og hlaut að vera skapkona, og eg hefði helzt kosið að vera innan handar hjá henni áður en eg settist niður. Þetta held eg að hún hafi séð á mér. Hún hálfkastaði ávexti, sem hún kallaði appelsínu, yfir á þá röðina á dúknum, sem að mér vissi, og bað mig að gera svo vel; en til allrar bölvunar bætir hún við: “Þetta vildi enginn þiggja, af því að það var seinasti bit- inn.” Eg var bundinn í þröngan skó. Þenna ávöxt hafði eg aldrei áður séð, qg kunni ekki nema hneykslanlega að hagnýta mér hann, en verstur var þó eftir- máli konunnar. Þenna bita hafðí enginn viljað þiggja af því að hann var síðastur, og mátti þá eins vel vera, að hann hefði verið keyptur umfram af ásettu ráði til þess að hafa þann að fífli, er gerði sér hann að góðu. Eg stóð hreyfingarlaus, var víst að hugsa um, hvaða króka- spjóti eg ætti að bregða, eða hvort eg vanhelgaði ekki þenna stað með því að vega að konu. Þá segir. fallegur maður, liggj- andi til vinstri handar við mig, með uppsnúið yfirvarar skegg: “Þannig launið þið kvenfrels- ishetjum ykkar’’. Það er . þó alt af skemra að hjartarótum konunnar, þó hún sé margt búin að reyna og siggin þykk. “Ó, doktor Valtýr,” sagði konan og stóð á fætur. Það losnaði pláss fyrir gilda tvo menn á hina síðuna, og það var furða, hve rösk hún var á fæti. Hún var komin alt í kring á augabragði, og hafði sett upp alt annað andlit á leiðinni. Hún heilsaði mér eins og systir, settist niður og bað mig að setj- ast hjá sér; tók appelsínuna, fló börkinn af henni, leysti vöðvana hvern frá öðrum og raðaði þeim á rósóttan silki- pappír, og bað mig, sem var þá seztur niður hjá henni, að gera svo vel. Við höfðum miðl- að málum og vorum alsátt. Nú hafði eg líka náð mér til fulls. Eg var sannfærður um að það gengi, eitt yfir okkur bæði, hvað sem fyrir kæmi; og þó eg kysi heldur að vera vorið væna en veturinn kaldi, þá mundi hún hafa sætasklfti við mig. Konan var Bríet Bjarnhéðins- dóttir. Eg veit hún reiðist ekki við mig, þó eg hafi gert hana svipmikla, hún kom mér svo fyrir Sjónir. Frh. Auk þess sem The Royal Bank of Canada hefir jafnan uppfylt hin fullkomnustu viðskifta skilyrði og öryggi hefir hann ávalt reynt að vera viðskifta mönnum sínum til þjenustu. Þér munuð komast að raun um að öll banka viðskifti á The Royal er ekki eingöngu sanngjörn • heldur og Kka skemtileg, sem orsakast af því að samfara allri þjónustu fer þægilegt viðmót og kurteisi, sem hver kynslóðin eftir aðra hefir kunnað að meta síðan 1869. The Rpyal Bank of Canada HöfutSstoll og varasjóöur $74,155,106 Samtals eignir yfir $730,000,000

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.