Heimskringla - 13.07.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 13.07.1932, Blaðsíða 2
t} pi < npfn \ HEIMSKRINGLA WINNIPEG 13. JÚLÍ 1932. I STOFNENSK.AN. Eftir Guðm. Finnbogason Samböndin milli allra þjóða jarðar verða með degi hverjum fjölþættari og fastari. Við það ræður enginn. Hraðar sam- göngur um láð og lög og loft, símar, loftskeyti og útvarp valda þessu. Með öllu þessu aukast stöðugt andleg viðskifti þjóðanna. En þar kemur vand- inn. Hver þjóð talar sitt mál, og að eins örlítill hluti hverrar þjóðar getur lært útlent mál, og þá ekki nema eitt eða örfá, og sjaldan svo, að menn hafi fult vald yfir þeim. Öllum er auð- sætt, að það væri stórkostleg framför, ef þjóðimar kæmu sér allar saman um það að læra eitt og sama málið til að nota í viðskiftum hver við aðra á ferðum, í bréfaviðskiftum, sím- skeytum, símtölum, útvarps- fréttum, talmyndum, á alþjóð- legum fundum um hvaða efni sem er, á vfsindalegum ritum o. s. frv. Þar hefir ekki virst nema um tvent að velja: Ann- að hvort að taka upp eitthvert tilbúið mál, svo sem esperanto, eða eitthvert þjóðmálið eins og það er. En síðustu árin hefir verið unnið að því að finna nýja og afareðlilega lausn á þessu mikla nauðsynjamáli. Maður heitir C. K. Ogden i Cambridge á Englandi. Hann er kunnur sálfræðingur, gefur út merkilegt sálfræðitímarit, er “Psyche” heitir, og safn af rit- um um sálfræðileg og heim- spekileg efni. Hann hefir sið- ustu áratugina með nokkrum samverkamönnum starfað að því af miklum dugnaði, að rann saka með hverjum hætti mætti beita enskunni svo, að hún gæti orðið hentugt mál fyrir öll almenn andleg viðskifti þjóða á milli. Þar til heyrði fyrst og fremst að finna, hve mörg ensk orð mætti komast af með til þess að tala og rita á skiljanlegu og réttu máli uin hvað sem fyrir kemur í dagiegu Iífi. Niðurstaðan varð sú, að 850 orð nægja. 600 þeirra eru nafnorð, 150 lýsingarorð, og 100 orð af öðrum orðflokkum. Þessi orðalisti, ásamt helstu málfræðisreglum, kemst fyrir á venjulegri fjórblöðungssíðu, þó prentuð sé með skýru letri. Þessi enska hefir verið skýrð Basic English. Eg hefi stungið upp á að kalla hana stofnensku á íslensku. En raunar er orðið Basic í þessu sambandi sett saman af fyrstu stöfunum í orðunum British American Scientific International Com- mercial—þ. e. bresk-, amerísk-, vísindaleg-, alþjóða-, verslunar- enska. Með þessum 850 orðum segir höfundurninn að megi segja jafn mikið eins og með 20,000 orðum í venjulegu ensku máli. Til þess að skilja hvernig þetta má verða, verður að hafa það hugfast að í stofnenskuna er hvert orð valið eftir því hve nauðsynlegt það er fyrir hug- sunina, með öðrum orðum, hvort það táknar einhvem al- gengan eiginleika, athöfn, eða samband. /Jafnframt er höfð hliðsjón af því, að orðin séu auðveld að rita og bera fram, að þau myndi reglulega fleir- tölu, og séu vel fallin til að leiða af þeim önnur orð með við- skeytum og forskeytum, eða mynda af þeim samsett orð. Af orðinu name (nafn t. d. má mynda tvö önnur nafnorð með endingunum -er og -ing: namer sá, sem gefur nafn, nafngjafi, naming = nefning athöfnin að nefna. Þá má og mynda af því tvö lýsingarorð: naming og named (hluttaksorð nútíðar og þátíðar) og atviksorð með end- ingunni -ly: namely. Með for- skeytinu un- má mynda neit- andi lýsingarorð un-named — ónefndur. Þá má fog setja name saman við önnur orð t. d. name-paper (nafnseðill). Af iýsingarorðum má mynda nafn- orð t. d. af clean (hreinn) cleaner og cleaning. Hvert orð getur þannig af sér önnur orð eftir einföldum reglum, svo að orðaforðinn felur raunar í sér miklu meira en í fljótu bragði virðist. En mest er um það vert, að í stofnenskunni eru ekki notuð nema ein 18 orð, er feljast til sagna. Þau eru þessi: '•ome (koma), get (fá), give (gefa) go (fara), keep (halda), let (láta), make (búa til), put (setja), seem (virðast), take (taka), be (vera), do (gera), have (hafa), say (segja), see (sjá), send (senda), may (má), will (vil, mun), öllum athöfn- um er því lýst með því að nota einhverja af þessum sögnum með öðrum orðum sem stofn- enskan hefir. Stofnenskan hefir t. d. ekki sögnina to sleep, held- ur nafnorðið sleep. “Hann sef- ur” er því á stofnensku ekki “He sleeps”, heldur: “He is sleeping” = hann er sofandi. Þá má og hafa hinar fáu sagnir stofnenskunnar með forsetn- Ingum eða atviksorðum í stað- inn fyrir fjölda af sögnum. Eins og vér getum sagt, að láta præ í mold í staðinn fyrir að sá, eins segir stofenskan to put a seed in the ground í staðinn fyrir to plant, eða to put the sheep in, í staðinn fyrir to fold the sheep, eins og vér getum sagt, að láta fjeð inn, í staðinn tyrir að hýsa það. Eitt aðal- ráðið til að gera sem mest úr orðaforða stofenskunnar er auð vitað að segja með fleiri en einu orði það sem ekki er sérstakt orð yfir. Stofnenskan hefir beef (nauta kjöt), en ekki veal kálfskjöt) og segir í staðinn young beef. Þá má og nota orðin í víðari eða þrengri merk- ingu þegar það skilst af sam- bandinu, eða nota líkingar. Kenningarnar í skáldmálinu okkar sýna hve langt má kom- ast í þeim efnum. Reynslan sýnir líka að útlendingar geta oft furðanlega bjargað sér, þó að þá vanti orð, t. d. konan, sem sagði: “Fáðu mér bróður sokksins" fyrir: “Fáðu mér hinn sokkinn”, og sagði “kind- arkarlmaður”, þegar hún talaði um hrút. En raunin er ólyngnust um það, hve langt má komast með stofnensku. Skáldasaga sem heitir “Carl og Anna”, eftir Leonhard Frank, hefir verið þýdd á stofnensku, og ekki not- uð, til þess önnur orð en þessi 850 og svo eitthvað 20 alþjóð- leg orð, sem tekin hafa verið í flest mál, svo sem Radio og Hotel. Með sama orðaforða hafa verið þýddar á stofnensku, smásögur, Kellogg-samningur- inn, langt bréf frá stjórn Banda- ríkjanna til Bretlandsstjórnar um takmörkun herflotans, grein argerð um málakenslu, blaða- fregnir, grein um lögfræðilegt efni, verslunarbréf o. fl., er sýnir, að stofnenskan er nothæf í öllum þesum efnum. Til þess að skrifa um vísindi þarf auk- inn orðaforða. Er þá bætt við 100 almennum vísindalegum orðum, og 50 orðum fyrir hverja sérstaka vísindagrein, t. d. eðlis- fræði eða efnafræði. Orðaforð- nn verður þá alls 1,000 orð. En auk þess er heimilt að taka upp alþjóðleg orð, sem notuð eru í felstum menningarmálum. Og okst eru að auki töluorðin, nöfn viku og mánaðardaga. Til þess að sýna, hvað stofnenskan get- ur í þessum efnum, hafa verið þýddar þungar greinar um eðlis fræði, efnafræði og líffræði, og tekist svo vel, að höfundarn- ir hafa verið ánægðir með grein ar sínar í þessum búningi. Meðalnemandi mundi til jafn- aðar geta lært 30 orð í stofn- ensku á klukkustund, eða 850 orðin á rúmum 28 klukkustund- um, með öðrum orðum lært orðaforðann á hálfum mánuði með tveggja stunda námi á dag. En svo fer auðvitað lengri tími í að verða leikinn í að nota þennan orðaforða í ræðu og riti. En það ætti að vera hægt með eins til tveggja mán- aða námi. Ætlast er til að menn læri framburðinn af hljóð faraplötum og hins vegar er verið að búa út ýms önnur hjálpargögn við námið. Auö- vitað verða enskumælandi menn, sem ætla að tala eða rita fyrir þá, sem að eins kunna stofensku, að halda sér við orða forða hennar, enda er nú komin út orðabók, er sýnir hvemig má þýða nauðsynlegustu ensk orð með orðum stofnenskunn- ar. Hingað til hafa komið út níu bækur á ensku um stofnensku og ritaðar á henni, en svo er ætlast til að samdar verði kenslubækur í henni á sem flest um málum. Eg vakti athygli á þessu máli með stuttri grein í “Fálkanum’’ 20. júní árið sem leið, og varð var við það, að margir höfðu undir eins mikinn áhuga á þessu. 30 september í haust skrifaði Dr. Vilhjálmur Stefáns- son mér um það, og skal eg leyfa mér að setja hér bréf hans í þýðingu. Hann segir: “Eg heyri að þú hefir áhuga á stofnensku, svo að vera má, að þú hafir gaman að vita um mína reynslu um hana. Eg hefi rætt um stofnensku við prófessora í ensku og ýmsum öðrum málum við marga há- skóla, og hafa þeir allir verið sammála um það, að hún sé eina málið, sem líkindi eru til að verði í raun og veru al- þjóðamál með því að verða tek- in upp víðsvegar. Flestir þeirra telja henni meðal annars þetta þrent til gildis: 1. Ef maður fyndi einhvers staðar rit eins og “Carl og Anna”, án þess að vita hvernig þýðingin er til komin, mundi maður lesa það án þess að gruna að það væri neitt annað en skáldsaga rituð á einföldu og ijósu ensku máli. 2. Maður, sem kynni hvaða ensku sem væri og fengi bréf á stofnensku mundi lesa það jafnauðveldlega, hvort sem hann hefði nokkurn tíma heyrt stofnensku nefnda á nafn eða ekki. 3. Menn, sem kunna hina venjulegu flóknu ensku, og allir geta undireins skilið og notað stofnensku, eru þegar dreifðir víðs vegar um heim allan og eru því stærsti og víðtækasti málfélagsskapur, sem til er. Stofnenskan hefir frá upphafi vega þetta geysilega aðstöðu- hagræði fram yfir öll mál, sem hingað til hefir verið stungið upp á að gera að alþjóðiegu máli. Mér er sagt, að talað sé um það að taka upp kenslu í stofn- ensku í íslenskum skólum. Eg vona að það sé satt, því að það verður ykkur til frægðar ef þið gangið þar á undan, sem aðrar þjóðir hljóta að fylgja. Eg sendi þér bréf þetta þeirri von, að þú getir eitthvað notað það. Vilhjálmur Stefánsson” kynsins. Ekkert mál í heimi er jafnútbreitt. Enska er kend i skólum allra menningarþjóða. Sá sem talar og ritar stofn- ensku má því heita fleygur og fær, hvar sem hann kemur. Hann getur fengið hugsunum sínum búning, sem allir ensku- kunnandi menn skilja, hvar í heimi sem er. Ekkert annað mál verður lært til slíkra nota á jafnstuttum tíma. Og sá sem er leikinn í stofensku hefir ekki aðeins eignast tæki til að gera sig skiljanlegan fyrir öll- um, sem ensku kunna, heldur og lagt traustan grundvöll und- ir framhaldandi enskunám og getur því alt af bætt við sig, eftir því sem hann hefir tíma og tækfæri til. Hér á landi er enska kend í öllum unglings- skólum, karla og kvenna, og í mörgum barnaskólum líka. Er þá ekiki auðsætt að taka ber þá aðferðina, sem gerir menn sjálfbjarga í ensku, en leggur þó góðan grundvöll undir fram haldsnám. Mér finst ekki að .það ætti að orka tvímælis. Hvort sem aðrar þjóðir verða fljótar eða seinar að fara inn á þess braut, ættum vér að gera það undir eins. Aðferðin yrði sú, að láta beztu enskumenn vora sem fyrst semja góðar kenslubækur í stofnensku, og byrja svo alt enskunám á því að gera menn sem leiknasta í henni.. Síðan yrði bygt ofan á þann grundvöll eftir því sem tími ynnist til f hverjum sikóla. Eg vil ljúka máli mínu með þeirri ósk, að fræðslumála- stjórn vor taki þetta mál sem fyrst til meðferðar, og að vér mættum verða þjóða fyrstir til að sanna, hvílíkt snjallræði stofnenskan er. Fyrir þá, sem kynnu að vilja kynna sér þetta mál, skal eg nefna þær bækur, sem út eru komnar um það. (Fást hjá Snæ- bimi Jónssyni). Eru þá fyrst 6 bækur eftir C. K. Odgen: Basic English, The Basic Vo- cabulary, Debabelization, Brigh- ter, Basic, Basic English Ap- plied, The Basic Dirtionary. 3 bækur, sem L. W. Lockhart hefir búið út. The Basic Traveller, Word Economy, þýðing á Carl og Anna. (Lesb. Mbl.) í HORNINU á milli suður- og vesturglugg- anna. Hugsanahrafl. Eftir J. P. Isdal. 2. Eg hélt því fram á málfræð ingafundi í Uppsölum fyrir 30 árum, að enskan ætti að vera það málið, er menn af öllum þjóðum alment töluðu og rit- uðu, er þeir þyrftu að snúa sér til annara en samlanda sinna. Nú eru ástæðurnar til þess að taka upp ensku í þessu skyni orðnar margfalt ríkari en áður, þegar stofnenskan er fengin. Hún er eflaust merkilegasta lausnin sem fundin er í þessu mikla nauðsynjamáli, og hún á sammerkt í því við margar miklar uppgötvanir að hún er afar einföld, þegar menn loks hafa komið auga á hana. Ensk- an er nú að minsta kosti stjóm armál um 500 miljóna manna, eða nálega þriðja hluta mann- * ,-Æ Ég var að horfa á mynd, eða þó öllu heldur tvær myndir, er sýna tvær greinar eða tvo kapí- tula í sögu heimsmenningar- innar. Á fyrri myndinni sést maður, sem bjarndýr hefir ráð- ist á. Maðurinn er að sjá næst- um eins loðinn og bjarndýrið. Og niður eftir bakinu á honum er loðnan svo mikil, að hún er eins og fax á hesti. Á bak við manninn og bjam- dýrið er kona mannsins. Hún er eins hárprúð frá hvirfli til ilja, eins og maðurinn. Hún hefir séð bjarndýrið ráðast á manninn sinn, og í hræðslu- fáti hefir hún hent frá sér bami þeirra og þrifið upp það eina varnarvopn, sem menning- in hafði þá fundið upp, en það var þanng, að nokkuð stór steinn af harðri tegund, var lagaður til í sporöskjulögun, en þó eins og oddmyndaður til beggja enda, og var svo steinn- inn rækilega bundinn á sterkan spítuenda. Með þessu verkfæri gat hún rotað bjamdýrið. En í fátinu, þegar hún kastaði frá sér barninu, hafði hún ekki gáð að því, að annað bjamdýr var á bak við hana. En ekki sést á myndinni, að það hafi grandað barninu. menningin er komin á það stig að hafa þræla til að vinna hörðustu verkin undir týranna- legum svipuhöggum. Jörðin er meira en fjórtán hundruð miljón ára gömul, eft- ir því sem náttúrufræðingar segja, og þeir geta sannað. Menn af einni eða annari teg- und hafa lifað á jörðinni hér um bil eina miljón ára. Og það sem vér köllum menning (ci- vilization), er aðeins á bernsku skeiði hjá mannkyninu. Sólin, sem tapar af geislakasti sínu minna en 1 prósent af stærð sinni, í 150 miljón ár. Hún mun halda áfram að hita og upp- lýsa jörðina, og gera mannkyn- inu mögulegt að vaxa upp til verulegrar og sannrar menn- ingar, í mörg hundruð miljón- ir ára lengur. Það er ekki nema 17,000 ár síðan seinni steinöld leið hjá. Á lífsskeiði reikistjörnu og mannskynsins, er það ekki nema eins og einn dagur, sem aðskilur aldur okkar frá mynd inni af viðureign mannsins og bjarndýrsins. Að sjá hvað við einu sinni vorum og hugsuðum, hversu langt við höfum komist á nokkr um þúsund árum, er í raun og veru uppörvandi, og á sama tíma gleði- og þakklætisvert Það hjálpar okkur til að trúa því, að á næstu miljón árum sem framundan liggja, mun mannkynið komast á verulegt og alfullkomið menningar- og siðfágunarstig, og geta ráðið fram úr öllum hugsanlegum viðfangsefnum, og þar á með al viðfangsefninu um fátækt ina, hatrið, kynflokka- og trú arríg, stríð, hallæri og hungur og öll önnur vandkvæði vorra tíma. Á hverjum einasta áfanga á framþróunarstiga manpkynsins — frá hella- og jarðholubúum og upp — hafa menn álitið sjálfa sig á fullu menningar og siðfágunarstigi. Það er næsta mikið hrífandi að sjá myndina af bardaga mannsins og bjarndýrsins, á aðra hlið, og þrælameðferðina á Egyptalandi, þegar þeir eru að byggja pýrmídana, á hina hlið. Maðurinn í bardaga við bjarn dýrið, álítur sjálfan sig og sína kynslóð mannaða og fágaða Og í samanburði við bjarndýr- ið átti hann yfir menning að ráða. Maðurinn átti þá að mestu leyti aðeins í höggi við bjarn- dýr og önnur dýr merkurinn- ar, um hvað viðkom yfirráðum yfir jörðu vorri. Hann hafði sína eigin konu og hann hafði lært að festa oddmyndaðan stein á spítuenda Með því áhaldi gat hann greitt banvænt högg, eins og konan hans bráðlega sannaði, miklu kraftmeira en nokkrar Villi- dýrstennur; já, nógu kraftmik- ið til þess að mola hauskúpu bjarndýrsins. Hann hafði fundið upp að hvetja tinnustein, þar til hann varð egghvass, læddist upp að hinu feikilega stóra mammútli- dýri, skar með tinnu-sveðju sinni knésbótarsinar dýrsins, og fæddi svo sjálfan sig og fjölskyldu sína með kjöti skepn- unnar, meðan hún lá deyjandi á jörðinni. Að hans skoðun var þetta fullkomin menning. Það er nú byrjun á menn- ingu mannkynsins, þarna í stríðinu við bjarndýrið, þar sem móðirin fleygir frá sér barninu sínu — hún sá ekki annað bjarndýr, sem var í nánd — flýtandi sér með uppreiddu vopni, til þess að hjálpa og vemda mann sinn. Hann hafði á baki sínu stríð- hært fax, og allur var líkami vorra fyrstu forfeðra hulinn rauðu hári. Ef eitthvað óvin- veitt kom að honum óvörum, þá barðist hann með berum Hin myndin sýnir, þegar höndum og beittum tönnum. I ReyniðV* Hann..F> Hann er voldugur! Þunnur, sterkur og þvalur . . . Eiginlega betri vind- linga pappír fyrir þá alla “er vefja þá sjálfir”, en þó á sama verði og venjulegur vindlinga pappír . . . lím borinn. 120 blöð á 5c (%0Íe^£)^ VINDLINGA-PAPPÍR Það var ekkert óvanalegL við það. Það var hið verulega líf vorra fyrstu forfeðra, fyrir 5 þúsund öldum síðan. Þeir stríddu alt, sem þeir gátu til að verja hella sína eða jarðholur, gagnvart öðrum mönnum; börðust til að verja konur sínar og börn, og stríddu og börðust fyrir hverri munn- fylli, sem þeir átu. Alt þetta sýndi framför. Og af þeirri á- stæðu er það hluti af ferðinnl til menningar. Miklu hærri og voldugri menning er það, sem sést á hinni myndinni, er eg gat um að framan, þar sem vér sjáum mennina vera að byggja pýra- ipídana; þrælana vera að draga gríðarstóra steina, og aðra æðri þræla og yfirmenn hagnýta slöngukeyrin tilfinningarleysis- lega. Sú mynd sýnir stórmikla breytingu á mannlífinu, og langt spor í áttina til menning- ar. Nú voru mennimir að mestu hættir að lifa í hellrum, skút- um og jarðholum. Vatnið í Nílá bar með sér gróðurríki jarðleðju, í regluleg- um skömtum, og gaf það af sér vissar fæðubirgðir á hverju ári, og gerði það mögulegt fyr- ir vissan mannfjölda, að lifa saman í stórum hópum, á sama stað eða svæði, í staðinn fyrir að rangla um í leit eftir veiði og haglendi. Allareiðu höfðu borgir risið upp. Stjórnendur eða konung- ar Egypta voru kallaðir Faraós. Það er egypst orð og þýðir “húsið”. Þeir lifðu í höllum, mjög svo fögrum og vönduð- um að utan og innan, eftir því sem þá var mögulegt, og sýndu þær áþreifanlega, að listfengi mannsins var þá þegar á all- háu stigi. Konungar þeirra fóru á ljónaveiðar í mjög skrautleg- um vögnum, allavega útflúruð- um með gulli. Og þeir létu reisa myndastyttur af sjálfum sér, svo stórar, að heimurinn er enn undrandi og aðdáunar- fullur út af stærðinni á þessum líkneskjum. Og sem grafhvelf- ingu yfir sig létu þeir byggja ákaflega stóra pýramída, er enn standa og eru taldir meðal heimsins mestu undra, sem maðurinn hefir framleitt. Mörg lúsund ára ráðagerðir, hugsan- ir, kænska og framþróun, eru sýndar í myndinni af þrælun- um, undir svipuhöggum yfir- mannanna. Mörg þúsund ár eru liðin yf- ir manninn, áður en hann komst á það þroskaskeið, að geta myndað sér tungumál, er gerði þeim mögulegt að láta hugsanir sínar í ljósi hver fyr- ir öðrum, og fá frá hver öðr- um upplýsingar um hitt og annað. Margar aldir liðu eftir að maðurinn hafði lært að tala, iar til hann komst á það skeið, að geta skrifað hugsanir sín- ar, o% þannig látið öðrum í té jekkingu sína, sem gat geymst handa eftirkomandi kynslóðum. Myndin, sem sýnir Egypta-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.