Heimskringla - 13.07.1932, Blaðsíða 8

Heimskringla - 13.07.1932, Blaðsíða 8
8 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 13. JÚLÍ 1932. Úrvals fatnaður KARLMANNA á hinu sanngjarnasta verði bíður yðar í verzlun— Humphries Ltd. 223 Portage Ave. við Liggett’s hjá Notre Dame FJÆR OG NÆR. Séra Benjamín Kristjánsson flytnr guðsþjónustu í Árnesi n. k. sunnudag, 17. júlí, kl. 1 e. h., og á Gimli sama dag, kl. 3 e. h. Sunnudaginn 24. júlí í Árborg, kl. 1.30 e. h., og í Riverton kl. 4 e. h. sama dag. * * * Séra Ragnar E. Kvaran flyt- ur guðsþjónustu á sunnudag- tnn kemur, í Wynyard, kl. 2 e. h. og í Mozart, kl. 5 e. h. * * * Samkoma í Wynyard. í Wynyard er verið að undir- búa mikils háttar og fjölbreytta samkomu, er fram á að fara í kirkju Sambandssafnaðar þriðju daginn þann 19. þ. m. — Auk þess sem séra Ragnar E. Kvar- an les upp og syngur einsöngva ætlar Mr. P. S. Pálsson frá Winnipeg, að fara með heilan flokk af gamanvísum. í>á verð- ur og efnt til kappræðu, ein- söngvar sungnir, tvísöngvar og marginennir söngvar. Verður þetta alt nánar auglýst þar í bygðinni, og er ólíklegt að nokk ur sitji sig úr færi með að sækja samkomuna. * * * Mrs. Hannes Pétursson, kom fyrir skömmu til bæjarins sunn- an frá Los Angeles, og dvelur hér nyrðra yfir sumarmánuð- ina. * * * Winnipegborg greiðir $250,- á mánuði hverjum í framfærslu eyri til atvinnulausra, sam- kvæmt því er gjaldkera borgar- innar fórust orð á bæjarráðs- fundi s.l. föstudag. * * * Barn í St. James, 13 mán- aða gamalt, dó af því að drekka sódalög (Lye). Það náði í flösk una og var búið að drekka svo mikið, þegar að var gáð, að það dó eftir tvær klukkustund- ir. Foreldrar barnsins heita L. McCoughan. * * * Bæjarráðið í Winnipeg greiddi s. 1. viku, með talsvert miklum meirihluta, atkvæði á móti því að konum væri veitt leyfi til að keyra leigu-bifreiðar (Taxi). Verkamannafulltrúar sem aðrir bæjarráðsmenn, greiddu at- kvæði á móti kvenþjóðinni. — Konur reka þetta starf í þús- undatali, bæði í Bandaríkjun- um og Evrópu. I Þjóðvegalögin voru brotin af 882 bifreiðastjórum í júnímán- uði, samkvæmt því er lögreglu- skýrslur Winnipegborgar skýra frá. * * * | Ungfrú Vigdís Magnússon frá ; Winnipeg og Pétur Pétursson j frá Árnesi, voru gefin saman í i hjónaband þann 9. þ. m. í York- ton, Sask. Heimili ungu hjón- anna verður framvegis að Ár- nesi. * * * Eiríkur Hallsson frá Lundar, Man., var staddur síðari hluta • vikunnar sem leið hér í bænum. Hann var að finna fólk sitt hér og dvaldi tímann, sem hann stóð við, hjá dóttur sinni, frú Steinunni, konu J. F. Krist- jánssonar. * * * Mrs. F. B. Vopni frá Toronto er stödd í bænum. Kom hún í 3 vikna kynnisför, að sjá vini og vandamenn hér í bænum. Dvelur hún hjá systrum sínum, Mrs. B. J. Hallson, 638 Alver- stone St., og Mrs. B. E. John- son, 1016 Dominion St. * * * Mrs. Ragnheiður Magnúson frá Lundar, Man., er stödd f bænum þessa viku. Kom hún með systur sinni, Mrs. Ingim. Sigurðsson. * * * Mrs. Ingimundur Sigurðsson frá Lundar, hefir verið í bæn- um þessa viku með dóttur sína 12 ára gamla, til lækninga. Fer hún að líkindum heim aftur um helgina. ^ ^ ¥ Mr. Bergþór Thordarson frá Gimli, Man., var staddur í bæn- um í gær í verzlunarerindum. * * * TIL SÖLU Miðstöðvanhitunarvél, næstum eins góð og ný. Brennir við. — Hitar stórt hús. Ofninn er Nr. 50 “New Idea’’. Spyrjið um verð hjá C. Goodman & Co., Toronto og Notre Dame. * * * Fyrirspurn. Bréf hefir undirrituðum bor- ist, ritað fyrir hönd aldraðs manns, Jóns ísfjörðs skósmiðs á Siglufirði, íslandi, er meðfram vegna væntanlegs arfs, óskar að ná sambandi við son sinn, sé hann á lífi — Valdimar Johnson, er síðast dvaldi hjá systur sinni, ónafngreindr^, í Mikley (Big Island, Hecla P.O.) Manitoba. Þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar um Mr. Johnson, eru góðfúslega beðn- ir að senda þær undirrituðum. Friðrik A. Friðriksson, Box 388, Blaine, Wash. * * * Herbergi með eða án hús- gagna til leigu að 762 Victor St. Sími 24 500. * * * Námsskeið við aðal verzlunarskóla bæjar- ins til sölu á skrifstofu Heims- kringlu. Væntanlegir nemend- ur geta sparað sér mikla pen- inga í kenslugjald með því að semja við ráðsmann blaðsins. * * * Hús til sölu. í Árborg, með tilheyrandi 10 ekra lóð. Húsið er f ágætis lagi, 7 rúmgóð herbergi, á mjög lágu verði og vægum borgun- arskilmálum. Kaupendur snúi sér til K. P. Bjarnasonar, Ár- borg, viðvíkjandi söluskilmál- um. * * * Alt sem var við ættjörð tengt, er á leið til fjandans — ef þeir gætu aðeins hengt aðal-hátíð Landans. Fyrst hún engan fjárhags-arð færði á liðnum árum — skal hún lögð í Gimli-garð, og grátið hræsnistárum. * * * R. SL Herbergi til leigu með öllum tilheyrandi húsgögn- um. Sími í húsinu. Spyrjist fyrir um leiguskilmála að 604 Maryland St. QUINTON’S Sérstakt tilboð yfir sumar fríið KARLMANNA FÖT Ekki eingöngu hreinsuð og straujuð, heldur færð í lag með 6 Valeteria vélum. KJÓLAR 75c 98c Oagn hreinsaðir og gerðir upp samkvæmt Quinton’s ágæta verklagi. Símið 42 361 QUINTON’S Cleaners — Dyers — Furriers Dr. A. V. Johnson tannlæknir verður í Riverton þriðjudag- inn 19. júlí. BEINAFUNDUR Á GRÆNLANDI. Fyrir 34 árum fundu norskir sjómenn þar fornar beina- grindur 18 manna. Nú á að fara að rannsaka þetta nánar. í norska blaðihu “Tidens Tegn” birtist þessi grein 1. júní: Meðal þeirra manna, sem verða í Grænlands leiðangri Hoel dócents, er fer frá Ála- sundi 1. júlí á “Polarbjörn”, verður Hjálmar Breivik skip- stjóri frá Þrándheimi. Hann er nú um sjötugt og hefir farið rúmlega 50 ferðir norður í höf. Hann hefir skýrt frá, að á- stæðan til þess að hann er í leiðangrinum, sé sú, að fyrir 34 árum hafi hann fundið leif- ar af fornri mannabygð á Aust- ur-Grænlandi. Var hann þá á sklpinu “Anna’’ frá Tromsö, er stundaði veiðar þar við strend- urnar. Það voru þrír moldarkofar eða öllu heldur jarðhús, sem við fundum þar á ströndinni, segir hann. Framan við dymar á kofunum fundum við leifar af 18 beinagrindum, sem lágu þar hver við hliðina á annari. Við sáum undireins að hér var ekki um fomleifar Skrælngja að ræða. — Þétta voru beina- grmdur af háum mönnum, og þóttumst við vita að þarna hafi norrænir veiðimenn borið bein- in. Þökin á kofunum voru úr rostungs’núðum, en kofarnir voru hrundir fyrir löngu. á s^einhellum, sem þar voru, sá- um við einhverjar áletranir. Við vorum 11, sem komurn þarna að, en engum okkar fanst þetta sérlega merkilegt. Þegar við komum heim til Noregs, skýrðum við frá þessu, en mái- inu var ekkert sint. Við höföum tekið með okkur til minja pott úr s^eini (tálgusteini?), og spjótsoud úr steini, og er það nú hvorttveggja geymt í safn- inu í Tiomsö. Þremur árum seinna, eð& 1901, kom eg aftur til sama staðar i Grænlandi, og lágu þá beinagrindumar enn með sömu ummerkjum. Eg reyndi ekki fremur en áður að athuga þetta neitt nánar. Ekki er gott að segja, hve gamlar þessar beina- grindur eru, en eflaust eru þær mörghundruð ára gamlar. Breivik er alveg viss um það að hann muni finna staðinn aftur. Hann heldur að hér sé um leifar , norskra veiðimanna að ræða, er þarna hafi yfirbug- ast af erfiðleikum. Fram að þessu hafa yfirvöldin ekki vilj- að skifta sér neitt af þessu, en nú virðist svo sem gátuna eigi að leysa. Af þeim 11 mönnum, sem beinin fundu, er Breivik nú einn á lífi. * * * Það er sennilegt, að þaö standi eitthvað í sambandi við Grænlandsdeiluna, að Norð- menn ætla nú að fara að rann- saka þetta. Að minsta kosti virðast dönsku blöðin líta svo á, sem þeir ætli sér að reyna að fá sönnun fyrir því, að Norð menn hafi haft bækistöð sína á Austur-Grænlandi löngu fyr en sögur fara af. Segir eitt blaðið að þessi fundur mum ekki koma þeim að miklu haldi, því að hér sé sennlega að ræða um skipbrotsmenn frá mann- skaðaárinu mikla 1777. Þá fór- ust við Austur-Grænland 25 hvalveiðaskip, aðallega frá Hol- landi og Hamborg, og fjöldi manna týndist. Við þessa getgátu er það að athuga, að flest skipin munu hafa farist nliklu sunnar við ströndina en eru beinagrindur þær, er Breivik fann. Meðal Eskimóa eru sagnir um afdrif skipbrotsmanna. Segja þær, að þeir hafi sezt að í hellum og gjótum á eyjum meðfram lanai og orðið hungurmorða. En af staðarnöfnum má sjá, að það hefir ekki verið norðar en á 60° 10’ norður breiddar. Mörg skipin fórust og miklu sunnar eins og sjá má af því, að skip- brotsmenn komust á bátum suður fyrir Hvarf, og norður me$ vesturströndinni til Frede- rikshaab og Julianehaab. Mbl. FJARSKYGNI Á KVIKMYNDA- HÚSI I LONDON. Veðhlaupunum í Epsom “varpað þangað. Um tíma hefir lítið frézt af fjarskygninni. En hugvitsmenn imir hafa ótrauðir haldið á- fram að gera tilraunir með það að varpa kvikmyndum milli fjarlægra staða, að láta atburði sjást í fjarlægð, jafnóðum og þeir gerast. Nú hefir kvikmyndahús í London undtrbúið stórfeldari tilraunir í þessu efni, en áður hafa gerðar verið. Varpa á veðhlaupum í Ep- som í kvikmyndahúsið, svo á- horfendur þar geti séð alt hvað fram fer á skeiðvellinum, og jafnframt heyrt alt sem þar heyrist, hljóðfærasláttinn og hávaðann í áhorfendunum þar. Þessi tilraun kvikmyndahúss- ins á að standa yfir í 2 mánuði, og á að sýna ýmiskonar inn- lenda viðburði, en bíógestirnir eiga að dæma um það, hvemig þeim líka þessar nýjustu kvik- myndir. Lesb. Mbl. SKRÍTLUR Jón mætir kunningja sínun húsasmið, á götu og er han draghaltur. “Hefirðu meitt þig?’’ spurc Jón. “Já.” “Hvernig vildi það til?” “Eg datt niður af þaki.’’ “Er það ekki hræðilegt a detta þannig? “Ónei, það er nú ekki sv voðalegt að detta, en það e vont að koma niður.” * * * Herra Hansen er kominn yf ir um og kemur þar á einhver: stað sem hann veit ekki gerl, hvort vera muni himnaríki eð kvalastaðurinn. Dyravörðurinn spyr hann a nafni. “H. G. Hansen. “Nú, veitingamaður. Jú, þé eigið að vera í 68, frúin bíðu þar.” “Jæja, þá veit eg í hvor: staðinn eg er kominn.” BRÉF TIL HKR. (Frah. frá 5. síöu) að fé. Því að það er einmitt gróðinn, sem freistar, eins og sýnir sig sjálft. Frakkar væru ekki að smíða hergögn fyrir Japan, ef þeir vonuðust ekki eftir að fá það borgað. Eg hefi ekki séð ágirndina í ógeðs- legri mynd, en þegar hún geng- ur upp’á búin, ljúgan^i og rægj andi, en þó með réttlætisgrímu, sem hún kallar sannleikans, til að kveikja stríð í gróða- skyni. Eg vona að þú sért ekki búinn að gleyma, hvað alt varð afar dýrt — alt nema manns- lífið. Þeir sem ættu að borga stríðsskuldirnar, eru þeir pri- vat menn og félög, sem græddu á stríðinu. Mönnum eins og syrtir fyrir augum, þegar þeir rifja upp fyrir sér öll þau meðul, sem notuð voru; og manni getur óað við að hugsa sér nokkurn mann eða menn, sem halda því fram, að halda eigi áfram að kúga fé út úr þeim þjóðum, sem fyrst voru blindaðar, og síðan reknar blindar út i það víti, sem aðeins fáir vitfirtir hrokabelgir heims- ins stofnuðu til. Og á þessu máli getur maður séð réttlætistilfinningu, sem rík- ir í fleiri málum. Og þarna er aðal frækornið, sem hungur í allsnægtum gat sprottið af, nefnilega af guðlausri og blindri fjárdráttarsýki. Eins og þú sérð, er þetta bréf stílað til þín. Þar af leið- andi heimta eg ekki að þú setj- ir það í blaðið, fremur en þú sjálfur vilt, enda þótt lesendur blaðsins hafi margt vitlausara séð. Hér koma tvær ferhendur, sem blaðið máske getur birt. Heimur þessi haltur ber hættulega byrði, höfðafjöldinn orðinn er ekki mikills virði. Ríkari er sögu sjón, sögðu málsnillingar; hávaðinn var hungruð flón, hinir auðkýfingar. Með vinsemd og virðingu, Sigurður Jóhannsson. Hvað er rétt trúarstefna. Frh. frá 7, bls. trausti á veraldlegum og stund legum heimsgæðum! Eftirmáli. Eftir að eg nú er búinn að svala hugrenningum mínum með skriftamálum, þeim er við koma trúfræði og kirkju hins liðna tíma, berst mér næstum ósjálfrátt í hendur hin ágæta bók Haraldar prófessors Níels- sonar: “Kirkjan og ódauðleika- sannanirnar”. Fæ eg ekki með orðum lýst, hve mikils vert gleðiefni sú bók hefir að færa mér, og öll- um trúhneigðum manneskjum. Einnig styrkir hún þá trúar- skoðun mína, er ritgerðin sýn- ir, og virðist í megin atriðum hallast í líka stefnu. Það er eins og hinn sami andi hafi veriö í verki með mér, enda vona eg og óska að vor góði guð leiði mannkynið, á nálæg- um tímum, smátt og smátt á réttar brautir í trúarefnum. — Það virðist eins og nu sé að birtast ljómaroði af nýjum sól- ríkum degi, með þekkingu á andlegum etnum, í trúfræðilega MESSUR OG FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegl kl. 7. e. h. Safnaðamefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálpamefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngfiokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. straumur tímans geti engin á- hrif haft á trúaratriðis stefnu manna. En vel má þó ráða af ræðum og ritum prófessors Har aldar Níelssonar, að hann (ef eg skil rétt) muni hafa haft aðrar skoðanir um þau efni, áður en hann var burtu kall- aður. Þeir, sem nú veita eftirtekt rás tíma og viðburða, geta ekki annað en séð, að nú eru alvar- legir tímar á ýmsum sviðum, og verða trúmálin sízt eftir, vegna þess að innri partar sál- arlífs manns og konu, eru mjög áþreifanlega háðir líðan lík- amans. Ekki getur nokkur holdlegur mannslíkami lifað lengi án jarð neskrar fæðu. Þokukend trúar- skoðun stoðar lítið til viðhalds andlegum líkama, sízt margra alda gömul mannkynssaga. G. Jörundsson. stefnu. Enda væri ekki ólík- legt, að hin mikla framför á mentunar sviðum, gæti aflað mannkyniinu hdillaríkrar sið- menningar, ekki síður andlega en líkamlega, í þessum vorum stundlega heimL Ekki er mjög Iíklegt, að það sé af mentunarskorti, að fjöldi nútíðar kynslóðar furðar sig á því, hve megin þorri presta- stéttar manna, er skorðum bund inn við fornaldar kenningar- feril kirkjusiða, kvartandi um andlegan doða og deyfð manna innan safnaða sinna. Hlýtur slíkt ástand að vera þeim á- hyggjuefni, þar eð þeirra verk- svið er að leiða hjörð sína í orði og anda, hamingjusamasta veg heim á leið til föðurhúsanna. Hljóta þeir að kannast við, að þeim hvílir ábyrgðin í því efni, Þegar þeir prédika um guðs- ríki., komast þeir ekki hjá þvi að minnast á anda og ódauð- leikaverur aðrar en sjálfan guð, sem er andi og ósýnileg vera, því heilög ritning er þrungin af þesskonar málefni. En nútíðar andarannsóknir lít- ur út fyrir að þeir óttist, eða geta ekki trúað því að góðir andar geti. opinberast holdleg- um mönnum, uta’n guðs andi og Krists hins krossfesta, sem sumir álíta aðal guðinn. En aðrir halda að almáttug- ur guð, sem er óumbreytanleg- ur, eftir orðum ritningarinnar, hafi ekki vikið frá fornri venju, fyrir aldurs sakir. Muni jafnvel nú á tíð geta innblásið mönn- um heilagan anda, og látið birt- ast engla sína og anda, eins vel og nokkru sinni á dögum Gyð- ingaþjóðarinnar eða ísraels- manna. Fullkomið útlit er fyrir, að sumir lúterskir prestar álíti, að Vort aðal umhugsunarefni er að halda við vörugæðunum í öllu sem vér meðhöndlum “MODERN” Mjólk og Rjómi eru í við betri en “hið bezta” sem þær hafa keypt annarsstaðar — segja margar Winnipeg húsmæður. M0DERN DAIRIES Ltd. Phone 201101 “Þú getur þeytt rjómann, en ekki skekið mjólkina”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.