Heimskringla - 13.07.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 13.07.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 13. JÚLl 1932. HEIMSKRINGLA 5 BLAÐSIÐA hafa áður deilt um leikhæfileika Jóns. í þetta sinni varð ekki um þá deilt. Á listmálaranum í “Tengdapabba”, náði hann, að vorum dómi, aldrei veralegum tökum. Öðru máli er að gegna með Jerry, hlutverkið, sem er þó margfalt örðugra. Það tek- ur ekkert minna en list að sýna ðll þau geðbrigði og sálarkval- tr Jerrys svo, að haldið sé at- hygli og alvöru áhorfenda, — ekki sízt á vorri tíð, er almenn- ingur er orðinn svo afvanur sorgarleikjum, að þeir vekja fremur aðhlátur en klökkva. Til þess að finna þessum orð- um mínum stað má geta þess, að í 4. þætti “Hamlets”, þar sem Ophelía verður vitskert, er talin vera ein hin átakanlegasta sorgarsýning í leikbókmentuni heimsins. “Hamlet” sáum vér leikinn af enskum Shakespeare leikendum haustið 1928 í Chi- cago. Vér degjum oss ekki meiri mann en það, að leikur Ophelíu í fyrnefndu atriði rann oss svo til rifja að oss vöknaði um augu. Samtímis glumdi í leikhölllnni af hlátrasköljlum, og var endemi á að hlýða. For- látið útúrdúrinn. — — Jerry er lengst af sætkendur og allmjög drukkinn á stund- um, og er ýmist að svífa á hann eða renna af honum. — Þetta “aðfall” og “fráfall”, eink um í 2. þætti (samtal við Sa- die), að menn furðaði á, því að Jón hefir lítið sýslað um áfengi um dagana. Er hann alvöru- maður og virðist meðferð hans á Jerry, samanborið við fyrri hlutverk hans, gefa í skyn, að hann eigi ekki að fást við venjulíeg léttlynd gamanhlut- verk, heldur þau, er krefjast geðsmunalegra átaka. Emily Bergmann, dóttir J. K. Bergmanns, lék “dóttur fang- ans” (Florence). Florence er ímynd sannrar og glæsilegrar stúlku, eins og menn litu á það mál fyrir hálfri öld síðan — fögur, lífsglöð, hæversk, góð og þó stórgeðja, full meðaumk- ar með bágstöddum, þakklát, trygglynd, skyldurækin, trúuð, bænrækin! Með öðrum orðum, lítt skiljanleg nútíma fólki, í ýmsum veigamestu viðhorfum leiksins. Eigi að síður tókst Emily að gera þessa sálarlífs- mynd liðins tíma eðlilega, og þurfti til þess allmikil leiktil- þrif. Að því leyti stendur Emily vel að vígi á leiksviðinu, að hún talar íslenzku flestum jafnöldrum betur. Þriðja aðalhlutverkið, Black- burn, vonda manninn, lék Jón F. Johnson. Hann er kallaður Jón múnkur. Hann er samt ekki múnkur — kvæntur Ást- rúnu Jónsdóttur, Jónssonar frá Mýri, og eiga þau hjón vel gefin og mannvænleg börn. En bæði er það að Jón er ættaður frá höfuðbólinu Múnka-Þverá í Eyjafirði, svo og hitt, að hér i Blaine eru þau ógrynni af Jón- um, sem flestir eru Jónssynir, að brýn nauðsyn krefur að þeir hafi aukanöfn til aðkenningar — að frónskum og fornum sið. Jón múnkur er góður leikari, og fljótur að átta sig á hlut- verkum, enda leiksviðinu van- astur þessara leikenda. Hann lék hér sjálfur “tengdapabba” í hitt eð fyrra, og gerði það vel. Þó þykir sumum að hann gerði Blackburn enn betri skii. Vrar meðferð hans á því hlut- verki að vorum dómi, eftirminni lega góð, — ekki sízt í síðasta þætti, þar sem Blackburn bíður fullan og hrakmannlegan ósig- ur. Ungur maður (um tvítugt), Maríus Kárason, lék Matthías Lee. Hefir hann aldrei leikið áð ur. Sómdi hann sér yfirleitt vel á leiksviðinu, og átti þó sjáanlega örðugt með að sýna eðlilegar geðshræringar í síð- asta þætti. En gerfið var gott, málrómurinn öldurmannlegur, og íslenzkan góð. Mrs. Gertrude Friðriksson lék Mrs.. Lee. Hlutverkið er vellu- legt og vanþakklátt og erfitt að leggja inn í það mikið meira en gert var að þessu sinni. Hitt vakti eftirtekt margra og að- dáun, að heyra konu, danska að ætt og uppeldi, tala íslenzku svo vel, að naumast varð á fundiö, að eigi væri hennar móðurmál. Jack Worthington, hið unga ástfangna sendiherraefni, var leikinn af Ralph Bergmann, syni J. K. Bergmann. Annað er í rauninni þægilegra en að leika “ástarullu” á móti systur sinni, eigi sízt ef maður er lítið eitt stirðari í málinu en hún. Er þó Ralph einn okkar fáu ungu manna, er sæmilegt vald hafa á íslenzkri tungu. En ekkert var hann skotinn í þessu hlutverki, og mátti ilia tímann missa vegna skólanáms. Hefir hann og ieikið önnur hlutverk betur. Worthington er — engu síður en Florence — ungmenni horf- innar tíðar, og hætti Ralph til að vera nokkuð “modern” í hreyfingum sínum á leiksvið- inu. Eigi að síður bar leikur hans þess víða vott, að með iðk- un listarinnar gæti hann orðið góður leikari. Sadie, þjónustustúlku á heim ili Lee, var leikin af Önnu Johnson, dóttur J. F. Johnson. Var íslenzkan henni all-óþjái fyrst í stað, en það stóð ekki lengi. Unga fólkið okkar lærir ekki h'tið í íslenzku af þátttöku í íslenzkum sjónlekjum. Anna náði góðum tökum á Sadie og hefir þó ekki áður leikið. Enda þurfti þess með, því að Sadie leggur til bróðurpartinn af þeirri kátínu, sem fyrirfinst í þessum alvöruþrungna leik. — Sálusorgara sinn, undirritað- an, fengu þeir Jónar til að ann- ast leikstjómina. En er hann reyndist til þess lítt hæfur og slórgefinn, skiftu þeir með sér stjórninni í bróðerni. Ásannað- ist þar fornkveðin Jöklaravísa, — að undanskildum seinnipart- inum: “Eg geri alt fyrir nafna, og nafni gerir alt fyrir mig. En þegar eg bið guð fyrir nafna, þá grettir nafni sig.” En til þess að prestur skyldi ekki sálast úr iðjuleysi, fyrst um sinn, settu þeir hann í það að mála leiktjöldin. Var honum þetta spánný lífsreynsla og fremur skemtileg, því að eigi varð endir þess fyrirtækis í upphafinu séður. Ákveðið var að nota tjöldin. Leikinn sýndi flokkurinn á þrem stöðum, Seattle, Blaine og Point Roberts. Var hann yfir- leitt miðlungi vel sóttur, og fjárhagslega séð, ómengað gjald þrota fyrirtæki, miðað við hina gífurlegu fyrirhöfn. En félags- lega var hann ekki svo lítils virði. Bezt tókst meðferðin í Seattle, og mun það mest að þakka frábærri gestrisini Se- attlemanna. Því að gestrisnin var eigi aðeins í því fólgin að Fríkirkjusöfnuðurinn lagði oss til sinn ágæta samkomusal ó- keypis, svo og vinnuhjálp; né í veizluglöðum viðtökum Dr. og Mrs. Jóns Árnasonar og annara heimila; heldur og einn- ig í þeirri þroskuðu kurteisi á- horfandans, sem aðeins sumir landar hafa enn sem komið er haft tóm til, eða ráð á, að leggja sér til. íslendingar eru, sem betur fer, andlega ráðvand- ir menn, og þess vegna ekki út- ausandi á lófatak sitt, nema þeim finnist ærlega til þess unnið. Fyrir því gera þeir sér yfirleitt alls ekki far um að fagna vel leikendum í byrjun og uppörfa þá með þeirri hátt- prýði og hugulsemi, sem svo miklu skiftir fyrir alla þá, er koma fram fyrir fólk, hvort heldur eru söngvarar, ræðu- menn, leikarar eða aðrir. Af reynslunni er t. d. óhætt að fullyrða, að viðhorf áhorfenda f Kandahar er ólíkt því sem á sér stað í Wynyard, og Wynyard hefir annað snið á sér að þessu leyti en Mozart. Sama virðist reynslan segja um Seattle, Blaine og Point Roberts. En yfirleitt virðast mér íslenzkir áhorfendahópar, þungiamalegir um skör fram, og vildi eg að þeir skildu bróðurlega bend- ingu mína, og legðu kapp á að tiieinka sér alla æskilega lip- urð og háttprýði áhorfandans. Annars er það engin furða, þótt nokkur þyngsli hvíli yfir samkvæmislífinu, sem alstaðai virðist ríkja, í austri og vestri, þar sem sá siður ríkir að byrja samkomuna hálfum eða heiluin klukkutíma seinna en auglýst er. Það fólkið, sem nægan á- huga hefir fyrir samkomunni til að koma á réttum tíma, þreytist og slófgast af langvar- andi bið, í misjafnlega góðum sætum, meðan mikill hluti sam- komugestanna er að drattast á staðinn, löngu eftir áætlun. En séu þeir, er fyrir samkomum standa, valdir að seinlætinu, mega þeir sjálfum sér um kenna ef undirtektir óhorfendanna reynast daufar. Svo alvarlegum og óþörfum meinbug á félags- lífinu ættu menn að ráða bót á sem allra fyrst. Framhald í næsta blaði. Fr. A. Fr. Hvar fól Egill silfur Aðalsteins konungs? Frh. frá 1. bls. frændum neitt þar af. Og sein- ast, þá er hann fekk því eigi ráðið að sá silfrinu á Alþingi til þess að reyna að koma öll- um þingheimi í bardaga, fól hann slifrið og hefir það aldrei fundist síðan. Egill átti þá heima á Mosfelli í Mosfellssveit og var blindur orðinn. í sögu hans segir svo um það er hann fól féð: Þat var eitt kveld, þá er menn bjuggust til rekkna á Mosfelli, at Egill kallaði til sín þræia tvá, er Grímur átti. Hann bað þá taka sér hest — “vil ek fara til laugar”. Ok er Egill var búinn, gekk hann út, og hafði með sér silfrkistur sínar; hann steig á hest. Fór síðan ofan eftir túninu fyrir brekku þá, er þar verðr, er menn sá síðast. Enn um morguninn, er menn risu upp, þá sá þeir, at Egill hvarflaði á holtinu fyrir austan garð og leiddi eftir sér hestinn. Fara þer þá til hans ok fluttu hann heim. En hvárki kom aftr síðan þrælarnir né kisturnar, ok eru þar margar gátur á, hvar Egill hafi fólgit fé sitt. Fyrir austan garð at Mosfelli gengr gil ofan úr fjalli. Enn þat hefir orðit þar til merkja, at í bráðaþeyum er þar vatnfall mikit. Enn eftir þat er vötnin hafa fram fallit, hafa fundizt í gilinu enskir penning- ar. Geta sumir menn þess at Egill muni þar féit hafa fólgit. Fyrir neðan tún at Mosfelli eru fen stór og furgðuliga djúp. Hafa þat margir fyrir satt, at Egill muni þar hafa kastat í fé sínu. Fyrir sunnan ána eru laugar ok þar skamt frá jarð- holur stórar, ok geta þess sum- ir, at Egill muni þar hafa fólgit fé sitt, því at þangat er oftliga sénir haugaeldar. Egill sagði, at hann hefði drepit þræla Gríms, og svá þat, at hann hefði fé sitt fólgit, enn þai sagði hann engum manni, hvai hann hafði fólgit. Hér eru þrjár tilgátur um það hvar slifrið sé niður komið. Tvær hinar síðari tilgáturnar virðast þó tæplega geta komið til greina. Er ólíkegt að Egill hafi fólgið féð á þeim stöðum, er blasa við frá bænum um fenin og hverina. Það mun líka fremur hafa verið venja að grafa fé, iheldur en að sökkva því í fen eða hveri*). *) Þó er sagt um Geirmund heljarskinn, að hann hafi sökt fé sínu í keldu. En venju þá, að grafa fé, má rekja til lagasetningar Óðins, j er sagði “at með þvílíkum auð- æfum skyldi hverr koma til Val. hallar, sem hann hafði á bál; þess skyldi hann og njóta, er hann sjálfur hafi í jörð graf- it.” Þótt Egill væri primsignd- ur, mun nokkuð af fornum á- trúnaði hafa loðað í honum, ) og eins sennilegt, að hann hafi trúað því, að hann mundi fjár- fns njóta eftir dauðann, ef hann græfi það í jörð, eins og hitt, að hann hafi fólgið það af illkvitni, vegna þess að hann hafi ekki unt öðrum að njóta þess. Ekki var honum svo sárt um það, hvað af fénu yrði, er hann ætlaði að fleygja því fyrir almenning á ÞingvöHum. En um átrúnað Egils má benda á, að það var löngu eftir að hann lét primsignast, að hann reisti Eiríki konungi blóðöx og Gunn- hildi níð og skoraði á goð og landvætti að reka þau frá lönd- Svo var röm í honum forneskjan, og má af því ráða að hann hafi trúað því að hann mundi njóta silfursins dauður, ef hann græfi það í jörð. Til- gátan um, að hann hafi fólgið það í gilinu “fyrir austan garð að Masfelli”, er því ekki ó- sennileg ,og styðst hún auk þess við það, sem sagt er um ensku peningana, er þar hafa fundist.*) Hér getur varla verið nema um eitt gil að ræða. Er það nú kallað Kýrgil eða Kúagil. Það er spölkorn fyrir austan garð á Mosfelli og nær alveg upp i háfjall. Er það víða djúpt og grýtt og í því katlar eða skorn- ingar, þar sem auðvelt mundi hafa verið að fela kisturnar og bera á þær grjót svo ekki sæist nein verksummerki því að lækj- arsitra rennur eftir gilinu og skolar grjótið, svo að ekki mundi sjá stundinni lengur, þótt einhverju væri hróflað í gil- botninum. Líklegt er að Egill hafi fólg- ið féð fjarri bænum, eða upp í fjallinu, þar sem engin hætta var á að menn kæmi að þeim, meðan þeir störfuðu að því að fela silfrið. Hafa þeir sá senni- lega farið upp með gilinu að austan og svo niður í það ein- hvers staðar upp í fjalli, þar sem þrælunum hefir þótt felu- staður góður. En ekki hefir Egill drepið þrælana þar, og ber margt til þess. Fyrst og fremst það að eigi myndi hann drepa þá svo nærri felustaðn- um, að lík þeirra gæti bent til hans. 1 öðru lagi er óvíst að Egill blindur hefði haft sig upp úr gilinu, en þótt honum hefði tekist það, hefði hann ekki ratað á hestinn. í þriðja lagi má geta þess, að lík þræl- anna hefði hlotið að finnast, ef hann hefði drepið þá ein- hversstaðar á fjallinu. Hitt er sennilegra, að Egill hafi sagt við þrælana, er þeii hö'ð^ fólgið féð, að nú vildi hann fara til laugar. Hafi þeir þá farið niður með gilinu aftur og suður yfir á, þangað sem laugarnar og hinar stóru jarð- holur voru, og að þar hafi Egila séð fyrir þrælunum á þann hátt að stinga þeim í ein- *) Að fela fé í fjöllum, gilj- um, eða undir fossum hefir ekki verið óvenjulegt. Má þar til nefna þrjú dæmi: Valsfé sótti Gull-Þórir í gljúfur undir fossi, Ketilbjörn hinn gamli á Mosfelli í Grímsnesi ók silfur sitt “upp á fjallit á tveimur öxnum, og Haki, þræll hans, ok Bót, ambátt hans; þau fálu féit svá at eigi finst. Síðan drap hann Haka í Hakaskarði, enn Bót í Bótarskarði”. (Svip- ar þessari sögu all mjög til sögunnar um Egil, og það þó mest að hvor tveggja sagan gerist á Mosfelli.) Hermundur á Gilsbakka fól fé sitt þar i gilinu og gerði það svo vand- lega, að hann gat ekki fundið það sjálfur. hverja jarðholuna (hverinn). Er þá ekki undarlegt þótt þeir fyndist ekki. Egill hefir verið vel kunnugur þarna og vitað hvar hinar stærstu jarðholur voru, og látið þrælana leiða sig að einhverri þeirra. Hefir honum síðan verið létt verk að stinga þeim þar niður, og hest- inn gat hann haft bundinn við sig á meðan. Síðan hefir hann stigið á bak og látið hestinn ráða ferðum, en hann hefir leit- að sömu leið og hann var kom- inn. — Egill hefir orðið þess var, er hesturinn fór yfir ána, en þegar hann er orðinn úr- kula vonar um að hesturinn fari heim að bænum, hefir hann farið af baki og rölt fram og aftur með hestinn í taumi á “holtinu fyrir austan garð”. Er það sennilega holtið þar sem nú stendur sumarbústaður Hjalta Jónssonar. Á. Ó. —Lesb. Mbl. DRAUMUR. Mig dreymdi að eg var stadd- ur í húsi, og þar vera saman komið nokkuð af fólki, þó ekki margt, og -eg man ekki eftir að eg þekti neitt af því. En eg vissi, að maður ætlaði aífhalda ræðu um ástandið í heiminum. Og svo heyrði eg hann byrja að tala, en eg sá hann ekki, því hann var á bak við eitthvert tjald. Hann talaði á ensku, en eg skildi alt á íslenzku. Og þeg- ar hann byrjar, segir hann: Eg stend hér á takmörkum fortíðar og nútíðar. Eg get séð héðan fortíðina að baki mér langt aftur í aldir, en nútíðina fyrir framan mig. Svo get eg litið til beggja hliða, og þá myndar útsýnið kross. Og á þenna kross hefir margur góð- ur maður verið negldur, sem vildi kenna fólkinu siðfræði og lífsspeki og rétta hugsun. En af því að fólkið skildi þá ekki rétt, þá rann blóð eftir öllum álmum krossins, og um leið táknaði hver álma fjórar heims álfur, með ólíkum hugsunar- hætti. En út frá þessum ólíku hugsunarháttum runnu blóð- straumar. En upp úr þessum blóðstraumum myndaðist þó menning og framför í heimin- um hröðum skrefum, og upp- fyndingar á öllum hlutum urðu hraðfleygar, og vísindin að sama skapi urðu stórstíg, og lögmál náttúrunnar betur þekt, svo heimurinn sýndist vera kom inn að hámarki frægðar, að minsta kosti í sumum pörtum hans. En þetta hámark, sem heimurinn var kominn á, varð til þess að koma rugli á hugs- unarhátt fólksins, svo enginn gat hugsað það sama, svo þetta varð undirstaða meira en nokk- uð annað — þó margt fleira gæti hjálpað — til að þessi kreppualda rann yfir heiminn. Svo bætir það ekki um, að stjómarvöld landanna geta ald- rei hugsað það sama eða kom- ið sér saman um, hver aðferð sé bezt til að sjá fram úr vand- ræðunum. Því hjá flestum gríp- ur inn í sjálfshagnaðar hug- mynd. Og þó þeir gangi til at- kvæða, þá er minni hlutinn með allan huga á móti því, og má vera að hann hafi verið á betri leið, þó hann yrði í minni hluta. Heimurinn er ekki enn — þó að hann sé kominn á hátt menn ingarstig — búinn að þekkja til hlítar, hvað hugsanakrafturinn geti orkað miklu til góðs, ef hugur fjöldans stefnir að sama marki, og eins til ills, ef hann stefnir í þá átt. Við getum tekið dæmi úr náttúrunnar ríki. — Ef nógu margir lækir renna á einn stað, þá geta þeir myndað straum- hart fljót með mörgum fossum sem má nota til hags og um- bóta fyrir þjóðfélagið. Og al- veg eins er í hugsanaheimin- um: Ef hugsanastraumar fjöld- ans renna í sömu átt, að góðu takmarki, þá gera þeir meira gott en fólk getur ímyndað sér. Við getum litið langt til baka í tímann, og fengið sönnunar- gögn um, að óárunaröldur hafa komið yfir heiminn, eða part af honum, og komið í ýmsum myndum, þótt náttúran hafi unnið sitt verk vel og trúlega. En áður en þessar þrengingar runnu á, var hugsanaheimur þjóðanna rangur, og hver þjóð upp á móti annari, í hugsun- um. Og í gömlu kristninni voru þessar óárunaröldur skoðaðar sem refsidómur guðs, fyrir gerðir þeirra, og má vera að það sé skoðað svo enn sum- staðar. Því þá kom engum til hugar, að það kæmi frá fólk- inu sjálfu, af röngum hugsun- um og rangri skoðun á lífinu. En aIt fyrir það urðu þó þess- ar öldur til þess, að koma fólk- inu um tímabil á betri hugsana feril. Og þessar öldur hafa gengið yfir heiminn, meira og minna undir sömu skilyrðum. En þessi alda, sem hefir ver- ið og er enn að renna yfir heim- inn, er örðugri fyrir það, aö margt af fólkinu er orðið svo kærulaust og sjálfselskt, að það vill að heimurinn gefi sér alt, sem það langar til, og það fyrir ekkert. Og þetta er orðin svo víðtæk hugsun. En það er brot á náttúrulögmálinu, því líf- ið sýnir manni það, að allar skepnur jarðarinnar, sem frjáls ar eru, verða eitthvað að hafa fyrir lífinu. Og allar hugsanir, sem eru á móti lögmáli náttúr- unnar, verða að sveíflum f ethernum, og koma niður á jörðina stöku< sinnum, þegar að þær eru orðnar of miklar, alveg eins og regnið kemur úr skýjunum, þegar þau eru orð- in of þung fyrir loftið að halda þeim. Því er það það fyrsta, sem þarf að gera, er að láta fólkið breyta hugsunarhætti sfnum. Þá fæst vellíðan, því náttúran er altaf jafnörlát. Og stjómar- völd landanna verða að breyta til með stjórnaraðferðir, sem eru hagkvæmari, og sem ekki fara í bága við náttúrulögmál- ið, og fáum við þá eins nýja og góða veröld, sem við getum glaðst yfir að lifa í. Svo varð draumurinn ekki lengri. Eg kom til sjálfs mía og vaknaði. Gamli Nói, BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. 3212 Portland St.t Bumaby, B. C. Herra ritstj. Hkr. Stefán Einarsson, Winnipeg, Man. Kæri vinur! Eg get ekki stilt mig um sem lesandi blaðsins, að gera at- hugasemd við ritstjórnargreiU! þína, þar sem þú tekur stríðs- skuldimar til umræðu. Mér finst þú talir um þessar skuld- ir, eins og stríðið væri alþjóð- ar vilji. Þú spyrð, hvað þjóð- irnar vilji leggja í sölurnar. — Finst þér ekki að þær hafi þeg- ar lagt nóg í sölumar? Eða hvað sýnist þér þær geta? Mér finst engin bót mælandi því að græða á stríðum. Og heimurinn stæði sig betur i dag, hefðu allar stríðsskuldir verið látnar falla niður. Allir vita, að Bandaríkjaþjóðin vildi vera laus vð stríðið. Og Wilson komst að í annað sinn sem forseti, fyrir það að hann lof- aði að fara ekki í stríð. Hvað lengi á það að ganga, að nokkrir svokallaðir stjóm- endurendur, geti steypt þjóð- unum út í álíka alheims hörm- ung, eins og raun varð á árið 1914? Og svo eiga óbornar kynslóðir að vera að halda á að borga í það óendanlega. Það ættu að vera alþjóða lög, að hver þjóð, sem styrkir aðra tii þess að byrja stríð og að halda áfram ófriði, ætti að vera tap- Frh. 4 8. bk um.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.