Heimskringla - 13.07.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 13.07.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 13. JÚLl 1932. HEIMSKRINGLA 7 BLAÐStÐA ENDURMINNINGAR. Frh. fr* S. bU. borginni. Eg tók þá öllu þessu vel, og það endaði með því að hún kom með milliskyrtu og alfatnað inn á þvottaherbergið til mín, en eg fékk samt að vera á bryddu skónum mínum og þóttist sleppa vel, en það heid eg að eg hafi líka haft hatt- tetrið mitt. Þegar við nú höfð- am borðað og drukkið eins og húsfrúin uppálagði, þá leyfði hún mér að eg mætti nú fara út og leika mér skikkanlega, en muna samt að vera kominn heim aftur á þeim tíma sem hún tiltók, og segja sér þá margt í fréttum, passa nú líka að taka vel eftir og villast ekki og vera kurteis við fólkið. Þetta var allra bezta mamma. Ekki bauð hún mér krókstaf í hend- ína, hefir líklega ekki treyst mér til að höndla hann. Frh. HVAÐ ER RÉTT TRÚAR- STEFNA? Skrifað í febrúar og marz 1932 Það er líklega vegna þess, að eg er farinn að gerast gamall nokkuð, að vaknað hafa hið innra í sálarvitund minni ýms- ar hugleiðingar um líðandi tíma og eilífðina. Eg hefi um æfina talið það áreiðanlega vissu, að annað lif taki við, í æðra heimi, eftir að þetta stundlega og jarð- neska líf endar. Enda fullvissa orð og kenningar Jesú um það, sem annað viðvíkjandi andlegu og veraldlegu efni. Hans orð eru leiðarljós það, er birtir al- mætti og gæzku skaparans, hvar eftir manni ber að breyta, og veita því eftirtket, hve æfi manns er fljót að líða í hinum stundlega heimi. Einnig ber að ígrunda það, hvern tilgang skapari vor hefir .haft m:eð holdgan og tilveru mannkyns- ins. Það virðist að eiga að hafa haft svipaða þýðingu fyrir annað dýrðlegra líf, og sáðkorn akursins fyrir uppskeruna. Þess er víða getið í guðs orði hvernig maðurinn þurfi og eigi að breyta til að eignast eilíft líf. Hafa menn því enga afsök- un í því efni í hinum kristna heimi. Öllum mönnum, sem trúa á einn sannan guð, ber að leiða huga sinn að eiginleikum hans og almættisverkum. Hann er góður og gæzkuríkur. Það sést á öllu sköpunarverki hans. Þar er maðurinn hið fullkomnasta. Ber honum því að sýna að svo sé, með því að breyta sam- kvæmt því, er þessum voruin góða guði mætti verða til veg- semdar, og öllu mannkyni til blessunar. Það mun mega telja víst að hann hafi ætlast til að svo mætti verða, þar sem hann hefir gefið manninum þroska- meiri skynfæri og sálargáfu, heldur en nokkurri annari skepnu, sem anda dregur. En ef vér lítum til baka, og flettum upp blöðum í bók þeirn er vér nefnum spádómsbók frelsarans, ásamt mapmkyns- sögunni, sjáum vér getið um ofbeldisverk páfaveldis og ka- þólsku. Á 52. blaðsíðu, ekki síðar en 118 eftir Krist, stend- ur skráð: Þeir kristnu mættu ofsóknum af Hetríanusi á rík- isstjórnarárum hans, til 126, og aftur árið 129. Markús Ant- oníus ofsótti einnig kristna menn á árunum 166 til 174. — Það er sannarlega óhætt að fullyrða, að í 260 ár eftir dauða Krists, mættu hinir sannkristnu ofsóknum. Nálægt 3,000,000 kráskinna manna létu lífið fyrir ofsókn- um heiðingjanna. Heiðingjar ofsóttu kristna menn í ýmsum löndum í Ev- rópu, alt fram á 11. öld, og margar þúsundir létulífið í þeim ofsóknum. Einnig þar er minst á rann- sóknarréttinn. — Hryllilegustu manndráp og níðingsverk voru framin af yfirstjómendum hins kaþólska veldis, fyrir fégirnd og siðleysi, framyfir siðabóta- tímabil, og jafnvel fram á 19. öldina. Af þessu er ekki annað sjá- anlegt en að verið hafi ríkjandi algert guðleysi og hámark fé- girndar, samfara illmensku. Þarna er sýndur spegill af kirkjulegri starfsemi eftir kross dauða Jesú. Er mönnum svo talin trú um, að hann friðþægi fyrir ill verk, ekki einungis þeirra, er krossfestu hann, held- ur og allra, sem illa breyta. — Þetta virðist vera hin mesta fjarstæða. Hvernig gat það ver- ið samkvæmt gæzku guðs og réttlæti? Hvernig gat vor góði guð elskað hið hrokafulla og sið- spilta mannkyn svo mikið, að hann ekki vissi neitt annað betra ráð, til að bæta bresti þess, en að láta krossfesta son sinn, þessu sínu vonda mann- kyni til friðþægingar? Var það ekki fremur ráðleysisleg ráðstöf un, sjáandi engar betrunar- breytingar eftir sem áður? Til þess að líða hinu syndum spilta mannkyni að kvelja á krossinum lífið úr þessu sínu bezta barni, hefði vor gæzku- ríki góði guð orðið að vera sannfærður um, að honum og ríki hans væri hætta búin. — Hvar er þá almættis stjórnan hans Þessi fáránlega orðasetning er birt hér til að sýna, hve bemalega hin svokallaða end- urlausnarkenning lítur út fyrir að hafa mynduð verið, af óhlut- vöndu og grunnhygnu mann- kyni, eftir krossdauða Krists.— Um endurlausnara fyrir Krists daga mun fáum kunnugt. Samkvæmt annari breytni páfaveldisins og kaþólskra á þeim tímum er ekki ólíklegt, að þeir hafi skrásett friðþæg- ingarkenninguna til stuðnings embættisstöðu sinni og auðs- tekjulindum. Það sem eg vildi leyfa mér um biblíuna — hina svokölluðu heilögu ritningu — segja, að því leyti sem mér hefir kynst sú bók sem trúfræðisrit, þá hefi eg fyrir mínar tilfinningar komist að þeirri niðurstöðu, að hún hafi verið stílsett á ýmsum tilverutímum fyrir þeirra alda mannkyn — Gyðingalýð og ka- þólskar kynkvíslir. Það er svo bersýnilegt í mörgum greinum, þar sem ekki er ósjaldan birtur veraVilegur diðalærdómur, til ógnunar fáfróðum lýð. Virðist slíkt tilbúið lögmál ekki geta undir nokkrum kringumstæð- um tilheyrt né átt við nútíðar mannkyn og menningu. Jafn- vel í Nýja testamentinu, Post- ulanna gerningabók, er að finna hneykslanlegar frásagn- ir, í 1. kap., 18. versi, þar sem svikarinn Júdas kviðrifnar, svo innyfli hans féllu út. Einnig í 5. kapítula, 1.—11. versi, þar sem þau hjón Ananías og Sof- fía féllu dauð til jarðar, fyrir orð postulans. Margt í ritmáli Gamla og Nýja testamentisins virðast vera miður virðingarverð manna- verk, mannkynssaga í jarðnesk- um anda stíluð. Þess vegna er engin leið að hugsa sér, að guð hafi falið nokkrum holdlegum manni á hendur, að selja mönnum synda kvittun. Því síður að kvelja lífið úr saklausum manneskjum, með ýmsum upphugsanlegum pynd- ingum, og með því afla sjálf- um sér tekjugreina. Ekki er heldur auðvelt að gera sér grein fyrir, að guðs vilja hafi ávalt verið gætt, svo sem að líkum er látið, Enda er all-ljóst, að á þeim tímum hafa páfinn og valdstjórn Rómarík- is, hagnýtt sér í ríkum mæli ó- guðlegar ógnanir, er víða gæt- ir í vansköpuðum trúarritning-. um, gersneyddar guðlegum blæ. Það virðast nokkrar líkur til, að sumt fleira sé ótryggilegt 1 kenningakerfi því, er rætur sín- ar á að rekja til kaþólskra kirkjusiða, hvar flestar kirkju- deildir munu afkomendur, með kostum sínum og ókostum. Það má margt fagurt og frið- vænlegt læra af orðum og kenn ingum Jesú. En að hann hafi gert ráð fyrir að friðþægja fyr- ir allar misgerðir mannkynsins til eilífðar, er ekki ljóst af orð- um hans eftir vorum skilningi. Oss langar til að sjá það! Þegar maður yfirvegar kirkju- lega starfsemi frá Krísts dög- um alt til þessa dags, þá finst manni mörgu ábótavant hér í heimi veruleikans. Meðal þess verður fyrst á það að minnast, sem næst býr mannlegum eig- inleikum í mannfélaginu. Eftir því hvernig mennirnir koma fram og breyta hver við annan, myndast útsýnið; ann- aðhvort dauft eða dapurt, eða frjálslegt og fagurt, máske eitt- hvað þar á milli. Mér hefir ávalt skilist það vera þungamiðjan í trúarefnum, að hver maður sem kona breyti svo við aðra, sem þau vilja að við sig sé breytt í daglegri framkomu, sem er samkvæmt orðum Jesú: “Sýn mér trú þína í verkum þínum”. Ef þess væri gætt af allra stétta mönnum, þá mundi heimur vor geta ver- ið jarðnesk paradís. Til þess að framkvæma það, sem hér um getur, þarf enga biblíu til eftirbreytni. Miklu fremur ber að hafa hliðsjón af orðum og kenningum Jesú, er bera dýrðarljóma Nýja testa- mentisins. Lífsþekking mín og reynsla hefir innrætt mér þá skoðun, að kennimenn og klerkar hafi frá fyrstu tímum skorðað kenn- ingar sínar helzt til þrönglega við hinar gömlu sögur, frá tím- um fornþjóða, sem yngri kyn- slóðir mannkynsins ekki finna að hafi nein heilsusamleg sálu- nærandi efni til að bera. Ef kennimaður er starfi sínu vaxinn, þá hefir hann óþrjót- andi efni í góðar ráeður, geti hann látið hug og hjarta dvelja við almættisverk drottins, sem ljómar um ríki náttúrunnar í óútmálanlega mörgum mynd- um, er sýna framþróun og full- komnun lífsins á öllum sviðum, en enga kyrstöðu. Það myndi betur samrýmast nútíðar eðli mannkynsins. Hið gamla hefir, eftir því sem veraldarsagan getur, verið af valdhöfum ó- sjaldan miður kristilega verið viðhaft, í fáfræði fjöldans, svo lengi sem syndalausnar salan og fjölgyðistrúin var á dögum. Taki maður nútíma viðhorí í trú og siðfræði, ber það sam- an við fyrri alda venjur, birtist all-ljósalega, að það á enga samleið á trúmálsviðum hins nýrri tíma, í sáluhjálplegu til- liti; er fremur til að vekja trú- máladeilur, heldur en að leiða menn í sannleika á réttari and- lega braut. Og þegar yfirvegaður er kenn ingaferill prestastéttarinnar, og borinn saman við siðfræðis- og trúfræðiskenningar guðmanns- ins Jesú Krists, þá virðist vanta mikið á að kennimenn hafi náð jafn kærleiksríkri stefnu í orði og anda, sem hann sýndi, að var lífs- og sálarskilyrðum mannsins heilsusamlegt, innan mannfélagsins. — Kennimanna- stétt og kirkja hafa án efa ver- ið stofnsett í þeim tilgangi, að efla dygðaríkt samfélag meðal mannkynsins. Þó enn hafi það ekki hepnast svo vel sé, á það að líkum ógæfu sina að kenna kaþólskri kirkju eða páfans of- ríki. Það liggur í eðli kirjulegrar og kristilegrar starfsemi, að kirkjan þarf að vera óflekkuð af hverskonar holdlegum og veraldlegum hleypidómum. Hún þarf að vera óháð öllu því, er getur undir nokkrum kringum- stæðum kallast ranglæti. Hún ætti að vera alfrjáls bústaður orðs og anda meistarans mikla, Jesú. Án þess getur hún ekki kallast Krists kirkja. Nái hún þeirri fullkomnun, getur maðurinn átt þar frjálsan og gleðiríkan aðgang að því, sem kalla má fagnaðarerindi hans, boðorðum kærleika, sann- leika, réttlætis; í einu orði sagt dygðaríku líferni. Kirkjan þarf að vera sannkölluð vermireitur og gróðrarstöð kærleikans. — Geti hún ekki náð þeirri full- komnun, er vafasamt hvort hún hefir ástæðu til að vænta stuðn ings af nokkrum safnaðarsam- tökum, þar sem hún kostar of mikið fé án gagnsemi. Það getur varla dulist nein- um manni með heilbrigðri skyn- semi, að það sem getur kallast sannkristileg trú, innifelst í kærleiksríku samfélagi meðai manna. Með því svo sé, eru menn að rækja boðorð og kenn- ingar Jesú, undir hið síðara samfélag í væntanlegum eilífð- ar heimkynnum. Þannig væru andleg og veraldleg málefni samgróin í orðanna dýpstu merkingu. Sá maður, sem leggur trún- að þá kenningu lútherskunnar, og treystir þvf, að Jesú, fyrir sinn krossdauða, friðþægi fyrír allar hans misgerðir — hve miklar sem eru, — á dómsins degi, sá mun lítið afturhald hafa á breyskleika sínum! Eg var ungur, þegar eg fór að efast um það, að þetta væri heilbrigð trúarskoðun. Eg áleit hana gefa manninum meira sjálfræði en hann væri verðug- ur fyrir, og því geta valdið létt- úð og kæruleysi. Mín skoðun er, að maðurinu verði að breyta þannig, meðan hann íklæðist holdinu, að hann geti átt vfsa von á inngöngu i sælustaðinn, án þess að leggja sína syndabyrði á herðar Jesú, sem hafði með kenningum sín- um vísað honum veg til sálu- hjálparinnar, af mildi og gæzku skaparans í heiminn sendur, til að kveikja ljós kærleikans, og niðurbrjóta öfl ranglætis og ó- guðleika. Mætti eg spyrja: Hvaða frið- þægingu hafði mannkynið á að treysta, áður en Jesús var í heiminn borinn og krossfestur? Og hvaða friðþægingu hafa þær þjóðir á að treysta, sem ekki vita um komu Jesú og kenn- ingar? Máske er margur, sem heið- inn er kallaður, kærleiksríkari I ^ ] N fafi ÍS pj iöl ld i G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bkif. Talsimi 24 587 DR A. BLONDAL 602 Uedlcal Arts Bldg Talafml: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — Atl hltta: kl. 10—12 ' h. os 8—6 e. h. Helmlll: 806 Vlctor St. Sfml 28 180 Dr. J. Stefansson 216 NEDICAL AHTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Standar elnKðngu auglia- eyrna nel- ok kvrrka-ajðkdðma Er hitta frá kl. 11—12 f. h og kl. 8—f* e h. Talnfmi t 21H34 Helmtll: 638 McMillan Ave. 42691 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFANSSON ISLENZKIR LOOFRÆÐINOAB á oðru gólfi 325 Maln Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur afl Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvfkudag i hverjum m&nuðl. Telephone: 21 613 J. Christopherson. Islenzkur Lögfræðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. Dr. M. B. Halldorson 401 Bord Bl.ta Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er ati finna & skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talefml: 3315N DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Phone 21 834 Office ttmar 2-4 Heimili: 104 Home St. - Phone 72 409 A. S. BARDAL seiur likktstur os annast um útfar- ir. Allur útbúnatSur sá. bsstl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarha og Iegsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phonei Kfl «OT WDfNIPU Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknlr 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilts: 46 054 en fjöldi þeirra manna, er kalla sig kristna. Má vera að það sé af því, að þeir hafi sjálfir skap- að sér þá trúarskoðun, að þjóð- félaginu liði betur með því, að lifa í samúð og bróðerni, sem er að feta brautir kærleikans. Hvaða gagnsemi sýnir það, að trúa í blindni fornum ritum, ef kærleikans gætir hvergi i heimi tilverunnar? Jesús sagði: Nema þér hafið kærleika, mun- uð þér allir eins fyrirfarast. Hvort sem Jesús Kristur er talinn guðs eingetinn son eða mannsins son, gerir engan mun til mín í sáluhjálplegu tilliti. Eg trúi því að hann sé frelsari minn og mannanna, fyrir fram- konííi hans og kenningar. Hann var af guði sendur til að opin- bera sánnleikann og kveikja það trúarljós, sem fullnægju veitt getur mönnum, frá vögg- unni til grafarinnar. Það dylst engum, sem af einlægu hjarta tekur orð hans sem algildan sannleika, því eng inn maður á kost á að finna annan veg beinni né betri, en hann vísaði á, til andlegrar og líkamlegrar blessunar. Maðurinn kemur nakinn inn í heiminn, og nakinn fer hann úr honum. Það sýnir, að ver- aldlegir munir, auðlegð, metorð og hvað annað, er lítils virði við endadægur. Manninum hættir við að vera helzt til jarðbundinn, stilla á jarðneska strengi, jafnvel ekki síður þeim, sem mentaðir eru en hinir fáfróðu. Það er á þá strengi, sem lítið eða ekkert snerta eilífðarmálin, vitandi að heimsvistin er ekki nema eins og eitt fótmál af allri sálarlegri tilverW mannsins. Það er básúunað um það, eða yfir þvi, hve einn eða ann- ar hafi komist vel áfram, orð- ið auðugur af jarðneskum mun um, komist til hárra metorða fyrir framsýni í veraldlegu til- liti, þó að hann hafi ekki á- unnið sér neitt lofsvert með kærleiksverkum, sem mann- kynsheildinni gæti orðið til blessunar né eilífðarmálum hans til uppbyggingar. Þar virðist boðorðum kærleikans lítill gaum ur gefinn, sem stafar af of- Frh. & 8 bb. HEALTH RESTORED Lækningar án tyfja DR. 8. G. SIHPSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TBACHEH OP PIAITO ■04 BANNING 8T. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnlpeg Gegnt pósthúainu. Slmi: 23 742 HeimUis: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— ■•((«(< •■( Piraltare MoTt.| 762 VTCTOR ST. 8IMI 24.500 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. lalenxkur lðsfrieWInarar Skrlfstofa: 411 PARIS BLDO. Siml: 24 471 I DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talafml: 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Somrraet Blnck Portaae Arenne WINNIPKS BRYNJ THORLAKSSON Söngstjórl Stilllr Pianos og Orgel Slml 38 345. 594 Alversto&e St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.