Heimskringla - 13.07.1932, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.07.1932, Blaðsíða 1
AMAZING NEWS DRESSES 95c PHONE )■ , . . o-t oej- Any kind ZDO I Beautifully Dry Cleaned Pepíh's MEN! YOUR CHANCE Begular||SUITS^- * * Ory Clean<^d 7 C C * * aid Smartly i U Service 11 Pressed PHONE 37 236 Perths XLiVI. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVTKUDAGINN 13. JÚLÍ 1932. NUMER 42 OTTAWAFUNDURINN. Samveldisfundurinn í Ottawa| hefst 21. júlí n. k. Við setningu I hans verður lesið af landstjóra heillaóskaskeyti frá konungin- um. Landstjóri Canada, Bess- horough lávarður, setur einnig fundinn. Þessi fyrirhugaði fundur hef- ir vakið svo mikla eftirtekt í Canada og á Englandi, og ef- laust innan alls brezka veldis- ins, að segja má, að um fátt hafi meira verið hugsað og rit- að nokkrar undanfarnar vikur. Fréttaritari einn frá Canada á Englandi segir nýlega: “Ottawa er á hvers manns vörum á Bretlandi. Enda eru nú fulltrúarnir héðan að leggja af stað til Canada. Aldrei hefir meira um sam- veldismálin verið hugsað en nú. Og Canada hefir áreiðanlega aldrei verið betur auglýst en í sambandi við þenna fund. . Hvert blað og tímarit ver nú nokkru af bezta plássi sínu fyrir greinar um Ottawafund- inn, um skoðanir Canadamanna, um viðskiftamagn Canada, um hina miklu náttúruauðlegð ný- lendanna, um hvernig Canada sé að búa sig undir að taka á móti gestunum, eða um fegurð höfuðborgar Canada. Hvernig skyldi Ottawafund- urinn fara? Þessi spuming hljómar í eyrum manns úti og inni. Flestir gera sér miklar vonir um farsælan árangur af fund- inum. Einstöku raddir heyrast þó um það, að fundurinn sé líklegur til að verða Englandi erfiður. Forsætisráðherra Can- ada sé af jámvilja gerður. Það hafi sýnt sig á síðasta sam- veldisfundinum á Englandi. — Þegar hann hafi ekki komið sínu fram hafi hann kallað til þessa Ottawafundar. Áhrif Ben- netts verði þar ekki minni en á Englandi, o. s. frv.” * * * Þetta, sem andstæðingar fundarins segja, virðist gefa eitthvað til kynna í þá átt, að Canada þurfi ekki að vera hug- sjúkt út af því, að eftir hag þess verði ekki litið á fundin- um. Yfirleitt munu menn hér j heldur ekki hafa verið það. Það j var forsætisráðherra Canada, j sem hugmyndinni hreyfði fyrst um nánari samvinnu þjóðanna innan brezka veldisins. Það er j hann, sem leggur hana nú fyrir samveldisfundinn. Það er hann, sem alvarlegri gaum hefir gef- ið málinu frá byrjun, heldur en líklegast nokkur einn mað- ur annar. Og það verður hann, sem veg og vanda hefir, meiri en nokkur einn maður annar, af því, hvernig alt fer. Alt er honum þetta fyllilega ljóst. — Þetta veit og almenningur. Og hví gæti hann ekki treyst for- sætisráðherra Canada öðrum fremur fyrir heppilegri úrlausn málanna á Ottawafundinum? Á þetta er minst hér vegna þess, að öflug tilraun var um hríð gerð af pólitískum and- stæðingum Bennetts, að vekja óhug og vantraust á þessum fundi og málum þeim, sem þar liggja fyrir til úrlausnar. En þegar nú er komið svo, að far- ið er að viðurkenna fund þenna sem eina hina víðtækustu til- raun til að ráða fram úr J)jóð- félagsvandræðum innan brezka veldisins að minsta kosti, þá sljákkar ögn hávaðinn í and- stæðingunum, og óskir þeirra eru nú ekki upphátt bomar fram um það, að fundurinn verði forsætisráðherra Canada til falls og minkunnar, þó vita megi, að það búi efst í huga þeirra. * * * Nýverið bárust fréttir um það, að stjórnin í Ottawa hefði búið út skrá yfir vörur, sem hún ætlar að leyfa tollfrítt inn- flutning á frá Englandi. Eru um 8000 tegundir af vörum á skrá þessari. Hverjar vörur þess ar eru, hefir ekki verið birt, en ólíklegt, er að Bretland hafi ekiik neijm (hagnað af sölu þeirra hingað. Á að gizka eru vörurnar ullar- og bómullar- vara, járavara og lyfabúðavör- ur. 1 stað þeirra er auðvitað farið fram á, að Bretland kaupi héðan bændavörur. Það hefir oft verið bent á tregðuna á að selja bændavör- ur Canada. í peningum talið nemur hún minnu en áður. En í mælum eða pundum talið, er munurinn minni, en margur ætlar, á útfluttri bændavöru en áður. Það er lágverðið á henni, sem aðallega geri strikið £ reikninginn. En með vissri sölu á svo og svo miklu af bænda- vörunni, er ekki ólíklegt, að verð hennar hækki og verði jafnhærra er fram líða stund- ir. Ottawa-fundurinn snertir ein- mitt það málið, sem hér er öll- um brennandi áhugamál, að bót verði á ráðin — vissari og betri markað bændavörunnar. Alt hveiti Canada getur Bretland að vísu ekki keypt, en einn þriðja þess, til helmings, eftir uppskerumagninu, getur það keypt, og er það atriði, sem ekki er smávægilegt. En nautpening allan héðan, svínakjöt, smjör og egg, ætti það að geta keypt. Með trygg- ingu markaðar fyrir þessar vör- ur, er stórt spor stígið í hagn- aðaráttina. En meira um alt þetta fá menn að heyra síðar, eða að Ottawafundinum loknum. ÍSLENDINGADAGURINN A HNAUSUM. íslendingadagur verður hald- inn að Hnausum mánudaginn 1. ágúst, í skemtigarðinum lðavöll- um, og má búast við eins góðum viðtökum eða betri, en undan- farið. Þetta ársmót íslendinga í Nýja íslandi er orðið svo alment við- urkent, og vel þokkað, að ná- lega allir, bæði ungir og gaml- ir í bygðunum, kappkosta að komast þangað. Ein nýung fyrir næring and- ans verður að hlusta á Guð- mund dómara Grímsson, sem íslendingar þekkja af orðspoiá, en sem fæstir hér hafa séð. — Flytur hann minni ættjarðar sinnar. Aðrir ágætir ræðumenn og skáld eru á hinni margbreyttu skemtiskrá. Þar verður ennfremur flokk- ur stúlkna í íslenzkum bún- ingum, og drengjaflokkur frá Riverton (Boy Scouts) sýnir ýmsar æfingar. Vér bjóðum alla Islendinga velkomna og vonumst til að geta gefið þeim eftirminnileg- an dag. Skemtiskrá auglýst síðar. f nafni nefndarinnar, i G. O. Einarsson. ritari. ÝMSAR FRÉTTIR. J. T. Curtis, sá er bezt þótt- ist ganga fram í því, að leita uppi náunganá, er ræntu barni Lindbergh-hjónanna, hefir ver- ið dæmdur í 1 árs fangelsisvist og $1000 sekt. Dómsástæð- urnar eru taldar þær, að Curtis hafi aftrað því að ræningjun- um var náð. * * * Ein miljón og tvö hundruð þúsund dalir voru teknir inn fyrir veðmál á tveim vikum, er veðreiðarnar stóðu yfir. í Polo Park í Winnipeg og Whittier Park í St. Boniface. Skatttekj- ur fylkisstjórnarinnar námu $57,400. * * * Tekjuhalla, er nemur 7 bilj- ónum fránka, býst fjármála- ráðherra Frakklands við að fjár- málareikningarnir sýni, er þeir verði lagðir fyrir þingið. * * * Fultlrúi konungsins á írlandi, James McNeil, hefir beðið um lausn frá embætti sínu. Stöð- ugar móðganir af hálfu ráð- herra de Valera stjórnarinnar, eru sagðar ástæðan fyrir lausn- arbeiðninni. * * * Á árinu 1931 hafa 1302 menn dáið af bifreiðaslysum í Can- ada, samkvæmt skýrslum Ot- tawa stjórnarinnar. Af þessum dauðsföllum urðu 566 í Ontario, 355 í Quebec, 60 í Manitoba, 50 í Saskatchewan, 67 í Alberta, 110 í British Columbia, 49 í Nova Scotia, 40 í New Bruns- wick og 2 á Prince Edward Is- land. Talan er lítið eitt liærri en árið fyrir, en fullhátt meðal- tal eigi að síður. * * * Eftir tveggja daga eltingaleik við mennina, sem skutu L. V. Ralls lögreglumann í Saskatche wan, og sem sagt var frá i síðasta blaði, hafa þeir nú all- ir (þrír) náðst. Tveir náðust á lífi og eru bræður, Bill og Mike Kuruluk. Sá þriðji, Bill Miller, skaut sjálfan sig, áður en hann var handtekinn. Tveir af þess- um mönnum, “Bill”-arnir hafa áður verið í Prince Albert fang- elsinu, annar 5 ár en hinn 3, fyrir þjófnað. Þeir voru ekki fyrir löngu komnir út. * * # Séra H. F. Davidson, rektor í Stiffkey-þorpinu á Enlandi, 60 ára gamall, hefir verið fund- inn sekur af kirkjuráði ensku kirkjunnar um ósæmilegt fram- ferði. Starf prestsins var að líta eftir hrösuðum stúlkum, sem kirkjan var að reyna að hjálpa, en honum fórst það alt annað en sæmilega. * * * Tveir uppfyndingamenn, ann- ar þýzkur, en hinn brezkur, hafa framleitt skotfæri, sem geta valdið miklu meira tjóni en skotfæri þau, sem til þessa hafa verið notuð í hernaði. — Þýzki uppfyndingamaðurinn hef ir fundið upp kúlur til þess að skjóta með úr rifflum, sem eru svo öflugar, að þær tvístra þykkum plötum úr bezta stáli úr mikilli fjarlægð. Uppfynd- ingamaðurinn, Gerlich nokkur í Kiel, hefir fundið upp sérstak- lega útbúinn riffil, til þess aö skjóta kúlum þessum úr. Brezki uppfyndingamaðurinn hefir fundið upp fallbyssukúl- ur, sem geta tvístrað stálplöt- um, sem eru fet á þykt, úr 9 mílna fjarlægð. Sérfræðingar telja, að vegna uppfyndingar hans, verði sennilega herskipa- smíði í framtíðinni miklum breytingum undirorpin. Herskip framtíðarinnar verði mörgum sinnum rambygðari en nú, en ekki nærri eins hraðskreið. * * * í frétt frá Berlín er þess get- ið, að bókasafn Rússakeisar- ans sáluga, verði bráðlega selt á uppboði. Frá Madrid berst einnig frétt um það, að kon- ungshöllinni á Spáni, sé verið að breyta í hús til að geyma í listasöfn. Það er ekki hægt að segja, að allar breytingar í heiminum séu til hins verra. * * * Til Vancouver er von á 21 fulltrúa til Ottawafundarins, frá Ástralíu og New Zealand, á morgun. Þessir andfætingar vorir leggja um hæl af stað með sérstakri járnbrautarlest til Ottawa. * * * Skatt-tekjur Manitobastjóm- arinnar af sölu á gasolíu, eru ekki hærri yfir tvo fyrstu mán- uðina af fjárhagsárinu, en þær voru á sama tíma síðastliðið ár, þrátt fyrir 2 centa skatt- hækkunina á gasolíu, sem gerð var á síöasta þingi. Þetta sýnir hvað ósanngjarnlega háir skatt- ar hafa í för með sér. * * * Patricia Maguire, 27 ár stúlka í Chicago fékk svefnveikina 15. febrúar síðastliðinn vetur, og hefir ekki vaknað síðan. Hún hefir verið meðvitundarlaus ali- an þenna tíma, sem nú eru orðnir 5 mánuðir. Læknar hafa reynt með öllum ráðum að vekja hana, en eru nú orðnir vonlausir um að hún vakni. * * * Nýlega voru samþykt lög í brezka þinginu, um að leggja niður barnahýðingar. Lávarða- deildin er ófús á að samþykkja þessi lög. Segja lávarðarnir flestir, að þeir hafi verið hýdd- ir, þegar þeir voru börn, og að það hafi gert þeim'gott. VIÐURKENNING. Herra ritstjóri! Eg veit ekki hvort þér er það kunnugt, að eg hefi á yfirstand andi ári haft töluverð bréfskifti við landa hingað og þangað hér í Vesturheimi, beggja meg- in landamæranna, fyrir þjóð- ræknisfélagið, með góðum á- rangri. Eg get ekki nógsamlega þakkað næstum undantekning- arlaust, þan nhlýhug, sem eg hefi orðið var við í þeim bréf- um, sem eg hefi fengið, til fé- lagsskapar okkar, sérstaklega sunnan landamæranna. Rétt sem sýnishorn set eg hér orðrétt kafla úr einu bréfi af handahófi. Það hljóðar svo: “Eg er Þjóðrækniqfélagiinu þakklát fyrir margt, sem það hefir gert — sér í lagi fyrii hvað það gengur fyrir, að kenna unglingum að lesa og skilja ís- lenzkt mál. Sýnist mér útlit fyrir að þess sé ekki langt að bíða, að Þjóðræknisfélagið verði aðal “sverð og skjöldur” ís- lenzkrar tungu og bókmenta hér vestan hafs. Óska eg og vona að þið aukið starf ykkar í þá átt, og að það starf blessist.” Eins og heyrist á þessum bráfkafla er það kona sem skrifar. Hún ber það með sér að vera mentuð og vel að sér ( íslenzku, enda er hún kona eins af beztu lslendingunum sunnan landamæranna. Þessi frú hefir svona mörg orð um álit sitt á félaginu og gerðum þess, en eg hefi frá mönnum tugataíli bréf, sem láta í ljósi sama álit, þó með færri orðum sé skýrt frá því. Og nú finst mér að við þjóð- ræknismenn verðum að gera alt, sem í okkar valdi stendur með að kenna íslenzka tungu og hlúa að bókmenta áhuga, svo að við ekki svíkjum það álit, sem fólk út um álfuna hefir á okkur. Og það sýnist að það ætti að vera sómaspursmál fyr- ir hvem íslending — hvort sem hann er í Þjóðræknisfélaginu eða ekki — að stuðla að því að þetta kenslustarf blessist. Svo enda eg þessar línur og bið Heimskringlu, að bera öll- um, sem hafa skrifað mér, kær. ar þakkir fyrir góðar og alúð- legar undirtektir við málefni Þjóðræknisfélagsins. Wpeg 11. júlí 1932. Guðj. S. FriSriksson. ÍSLEN DINGADAGURINN í blöðunum síðast liðna viku var ekki getið um það, á hvaða tíma að morgninum fólkið þarf að vera komið á biðstöðvarnar, meðfram Ellice og Sargent strætum. Nú er búið að ákveða það, að kl. 7.15 verður Bus kom ið að Sherbrook eftir Ellice, og verður svo aðeins nokkrar mín- útur þar til það stanzar á næstu stöð og svo áfram, því að hringferðin tekur aðeins 20 mínútur. Einnig fer bus vestur William Ave, hjá Isabel St. kl. 7.15. Þetta er fólk beðið að athuga svo það verði komið í tíma á hinar mismunandi stöðvar. Gert hefir verið ráð fyrir að fólk geti haft meðferðis matar- körfur, og smáböggla, ef það vantar. Frú Sigríður Olson, kona dr. B. H. Olsons, hin góðkunna söngkona hér í borg, hefir lof- ast til að koma fram sem Fjali- konan á deginum. — Nokkur breyting verður á þeirri athöfn frá því, sem verið hefir undan- farin ár, að því leyti, að nú mælir Fjallkonan fram ljóð til gesta sinna, og syngur þau svo á eftir ásamt nokkrum fleirum íslenzkum lögum, sem öllum slendingum eru kunn og kær, verður hún aðstoðuð af hljóð- færasveit héðan úr Winnipeg. Skrúðganga verður hafin á Gimli út í lystigarð bæjarins, iá er prógrammið hefst kl. 2 e. h., með eitt af hinum stærstu bus-um Winnipeg Electric fé- lagsins skrautbúnu, hlaðið söng fólki, í broddi fylkingar. Það verður reynt að gera það til- komumikla athöfn. Bygður verður að þessu sinni sérstakur pallur í lystigarðin- um fyrir Fjallkonuna og lið hennar. Verður sá pallur skreytt ur með hinum ljómandi fögru tjöldum, er listamálarinn Fi-ið- rik Sveinsson hefir málað af Almannagjá á íslandi. Gefst þar hinum yngri íslendingum, sem aldrei hafa til íslands kom- ið, að sjá hina fögru og marg- umtöluðu Almannagjá, þar sem þúsund ára minningarhátíð Al- þingis var haldin árið 1930. Fólk hér í bæ, sem ætlar til Gimli með bus-unum þann 1. ágúst, er beðið að kaupa far- seðla sína sem fyrst, svo nefnd- in geti vitað hvað margt fer. Auk þeirra, sem áður hefir verið auglýst að hefðu farseðla til sölu, hefir Mr. Ásbjörn Egg- ertsson, að 614 Toronto St., útsölu á þeim. G. P. Magnússon. ritari. Scholarships til sölu með afslætti, gilda við Success og Dominion Busniness Col- leges, á skrifstofu Heims- kringlu.. KÚLUMYNDAÐ SÓLKERFI. — í stjörnumerkinu Herkules mátti í aprílmánuði eygja lítinn Ijósdepil og ógreinilegan, milli stjarnanna Zeta og Eta. Það er hinn nafnkunni stjarnahópur M 13 (sem svo er nefndur vegna þess að hann er nr. 13 í stjörnuskrá Messiers). Ef horft er á þenna ljósdepil í kíki, er hann ógleymanlega fagur. Þar eru þúsundir stjaraa hver við aðra í hnapp, gular, rauðar og hvítar og í miðju eru þær svo þéttar, að þær verða ekki greindar sundur. Hér er um heilt sólkerfi að ræða og er það gríðarstórt. í því eru sem sagt þúsundir sólna og margar þeirra hundrað sinnum stærri heldur en vor eigin sól. Þetta kalla menn kúlumynduð sólkerfi, því að vegna fjarlægðarinnar, líta þau út eins og stjörnuhnappur, héðan frá jörðu. Þessir stjörnu- hópar eru margir og þekkja menn um 80 þeirra. Það er amerískur stjörnufræðingur, Harlow Shapley, sem manna best hefir rannsakað þá. Hefir hann varið mörgum árum til þess, hefir reiknað út hve langt þeir eru frá jörðu, hvað þeir eru stórir og hver er afstaða þeirra til vetrarbrautarinnar. Með því að taka myndir af sól- kerfum þessum og rannsaka þær, telst mönnum svo til, að • í hverju þeirra muni vera um 50,000 sólir, sem allar snúast um einn miðdepil. En sjálfsagt eru þær miklu fleiri, því að þaö eru að eins stærstu sólirnar, sem Jtoma fram á ljósmyndun- um. Og þær eru svo stórar, að væri vor eigin sól komin i hóp þeirra, mundi hún ekki sjást á ljósmynd, vegna þess hvað hún er lítil, enda þótt notaður væri sá sterkasti stjörnukíkir, sem til er í heimi, og myndatökutíminn sé margar klukkustundir. En þetta stafar aftur af því hve vegalengdin er geisimikil. Næsti stjörnuhnapp- urinn er 21,000 ljósár frá jörðu vorri, M. 13 er 36,000 ljósár héðan og sá fjarsti er svo langt í burtu, að ljósið þaðan er 230,000 ár að komast til jarðar. Ljósár er talin sú vegalengd, sem ljósiö fer á heilu ári, en það fer með 300,000 kílómetra hraða á sekúndu. Á þennan hátt eru allar fjariægfWr í himingeimnum reiknaðar. Til samanburðar má geta þess, að fjarlægðin frá jörðu til sólar er 8 ljósmínútur. Frá sólu til Neptúns er fjarlægðin 4 ljós- tímar. Frá sólu til næstu stjörnu (Alfa í Kentaur-merkinu) er fjarlægðin 4 ljósár. Á sama hátt hafa menn reiknað út víðáttu hinna kúlumynduðu sólkerfa og komist að raun um, að milli ytstu stjarnanna í þeim sé um 100 ljósár. Lesb. Mibl. HVAR FÓL EGILL SILFUR AÐALSTEINS KONUNGS? Þau munu hafa komið mest manngjöld fyrir íslending, er Aðalsteinn Englakonungur galt föður og frændum Þórólfs Skallagrímssonar, kistur tvær fullar af silfri. Til marks um það, hvað kistur þessar hafa stórar verið, segir sagan að tveir menn hafi borið hvora inn í höll Aðalsteins, þá er hann afhenti Agli féð. Eins og kunnugt er, kom fé þetta engum að notum. Egill kastaði sinni eign á það, og galt hvorki föður sínum né Frh. á 5 bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.