Heimskringla - 20.07.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 20.07.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 20. JÚU 1932 HEIMSKRINGLA 5 BLAÐSÍÐA Soffía, er ung og glæsileg og hefir enn gaman af því að dansa og gera piltana skotna, — sem í sjálfu sér er nú ekki fallegt, þótt hún væri sakleysið sjálft. Ann Thorell konu sinni mjög, en er miður gefið um að hún sæki dansleiki, þótt eigi vilji hann banna henni það. Nú kemur héraðsfógetinn, Hage frændi hennar, maður glaður en göfugur, að bjóða þeim á skógardansleik. Eiga þeir Tho- rell langt og spaugilegt sam- tal um hjónaband, dans og dað- ur. Thorkell afþakkar boðið, i þeirri von að frúin geri það sama, þótt hann látist ekkert hafa á móti því að hún fari. Hage reynir að sigrast á dutl- ungum hans og fá hann til þess að koma, og tekur loks það ráð að vekja afbrýði hans; segir að glæsilegur gamall kærasti Soffíu verði staddur á dans- leiknum. Thorkell afræður með sjálfum sér að láta konu sína fara, en koma sjálfur dulbúinn og athuga álengdar háttsemi hennar. Nú kemur frúin sjálf til sögunnar. Vill hún fá mann sinn með sér í skógargildið. Hann situr fast við sinn keip. Læzt hún þá vera afbrýðissöm og gefur í skyn að hann mum ætla að nota tækifærið til að heimsækja einhverja góðvinu sína. Loks sættast þau á það, að hún fari, en hann verði að sitja kyr á skrifstofu sinni, fyr- ir blæjulausum glugga, til þess að frænka Soffíu, í næsta húsi, geti haft stöðugar gætur á hon- um. Inn í þessar bollaleggingar allar fléttast samtöl þjónsins og þernunnar. Er Kláus þjónn lítið viti borinn, en glóandi ást- fanginn í Maríu, sem von var. Biður hann hennar daglega, og hún hryggbrýtur hann án allrar miskunnar. Þarna fékk hann einn skellinn enn! En nú þarf Thorell bondi að leysa vandamálið, hversu hann má “sitja kyr á sama stað, en samt að vera að ferðast’’. Ráða- leitun hans hjá Kláusi, er skop- leg, en árangurslaus. Þá ber aö Frank stúdent, heim kominn eft ijr margra ára flakk. HeiUr hann meðferðis meðmælabréf, er sýnir að hann hefir gegnt, og skarað fram úr, í flestum kunnum embættum veraldar, og getur alt. Leysir hann vanda mál Torells samstundis, með því að gerast varaskeifa eða staðgengill stórbóndans. Skift- ast þeir nú á fötum; Thorell fer en varaskeifan sezt makinda- lega við gluggann, með rífleg- an forða af Havanavindlum og dýrum vínum fyrir framan sig. En sá friður stendur skamma stund aðeins. Húsmóðirin hefir sem sé hætt við dansferðina, og ákveðið að dvelja heldur heima hjá elskulegum bónda sínum, og gera honum kvöldið ánægjulegt. Kemur hún nú full af ástríki og vill láta vel að honum. Þetta gat Frank ekki þegið, eins og á stóð. Með ægi- legum erfiðismunum og fyrir- gangi, tekst honum að varna frúnni frá því að sjá framan í sig. Hún undrast stórlega fram- komu manns síns; hyggur að hann sé alvarlega veikur. Send ir eftir lækni. Þýzkur og víga- legur tannlæknir birtist. Látur nú lengi vel svo út, að Frank muni missa allar sínar tennar. Losnar þó að lokum með snar- ræði við Þjóðverjann. Þá kem- ur inn þeman, ungfrú Falk, og endurnýja þau Frank fornar ástir. Kláus verður þess var, og gerir húsmóður sinni að- vart. Verður Frank að loka unnustuna inni í skáp. Frúin kemur nógu snemma til þess að sjá hann loka skápnum og taka lykilinn. Nú er afbrýði hennar uppgerðarlaus. Hefst nú önnur hrynan fyrir Frank að leyna því hver hann er. Er henni nú ljóst að maðurinn hennar, sem hún hafði treyst og trúað á sem sanna fyrir- mynd allra eiginmanna, er rétt eins og allir aðrir karlmenn, í bæði kvensamur og ótrúr. — Verður hún bæði hissa, hrygg og reið yfir ótrúlegri óskamm- feilni hans. Því að þó hann æði með ópum og stunum um stof- una, með kodda fyrir andlit- inu, og flýi frúna úr einu hom- inu í annað, þá lýsir framkoman alls ekki blygðun þeirri og sam vizkubiti, er sanngjarnt var að krefjast undir kringumstæðun- um. Frank er aðframkominn er Thorell gægist inn um dyrn- ar. Frank rýkur út. Þeir hafa aftur skjótlega fataskifti. Inn kemur sá rétti og sanni eigin- maður, og hittir konu sína yf- irbugaða af reiði og vonbrigð- um. Veit hann ekkert um ung- frú Falk í skápnum. Hann skil- ur ekki neitt í neinu. Þykir þá frúnni skörjn færast upp í bekkinn, er hann þykist ekkert vita né skilja, þar sem hún sjálf var sjónarvottur að gerð- um hans. Krefst hún að hann opni skápinn. Hann var ekki lengi að því. Út stígur María og — flýr! Frúin stendur stork- andi og sigri hrósandi í harmi sínum. Thorell tekur því samt ekki með viðeigandi blygðun, því að hann botnar alls ekkert í fyrirbrigðunum. Loksins kemst alt upp, og mönnum verður augljós sá mikli sannleikur, að hræðsla hjóna hvort um ann- að er ljóta vitleysan, og leiðir fólk í allskonar flónskupör, gönur og geðshræringar. í meðferð leiksins að þessu sinni var enginn veikur blett- ur, enginn bláþráður, og var að honum hin mesta skemtun. — Leikendurnir léku allir vel, og sumir mjög vel. Allir hafa þeir góða söngrödd, og tókust söngv arnir verulega vel—eins og líka verður að vera í leik af þessu tæi. Helzt mátti ef til vill á finna að röddin í Bjarna væri farin að ryðga, eins og verða vill um sextuga karla, og mátti þó heyra að Bjarni hefir áður haft allgóða rödd. Við hitt verð- ur að kannast, að aðdáanlegt var að sjá svo aldraðan mann leika stúdentinn svo vel sem hann gerði. Hinar hjólkviku hreyfingar mintu á tvítugan mann af hjólkvikasta tæi. — Elnda hef|r han nnú leikjiö Frank 29 sinnum, og að því er hann sjálfur heldur, í síð- asta sinni. Þessir tveir leikir Tangabúa hafa á allan hátt verið þeim til sóma, og er vonandi að þeir noti tíman vel meðan þeir hafa svo hæfan leikstjóra, og láti það ekki hamla sér, að krepp- an virðist ætla að ónýta það litla fjárhagslega gildi, sem fé- lagslíf af þessu tæi hefir hingað til haft. Niður. næst. Fr. A. Fr. FRÁ FUNDI FRJÁLSTRÚAR KVENFÉLAGA AÐ LUNDAR Ágrip af fundarstörfum. Sjötti fundur Sambands ís- lenzkra, frjálslyndra kvenfélaga var settur kl. 2 e- h-> 4. júní 1932, í kirkju Sambandssafn- aðar að Lundar, af forseta sam- bandsins, Mrs. S. E. Björnsson frá Árborg. Þingijð hófst með því að sunginn var sálmur að tilmæl- um forseta. Að því loknu benti forseti á, að allar þær konur sem mættar væru á fundinum, væru annaðhvort erindrekar frá kvenfélögum Sambandsins eða konur, sem á einn eða ann- an hátt styrktu félagsskap þenna. Fyndist sér því vel við eigandi, að þeim væri öllum veitt full fundarréttindi. Koin fram studd tillaga þess efnis, og var hún samþykt í einu hljóði. Bað þá forseti skrifara að lesa fundargerning síðasta árs, þar eð margar konur væru staddar á þessum fundi, er ekki hefðu heyrt hann. Er fundarbókin hafði verið lesin benti forseti á, að á síð- asta fundi hefði mikið verið rætt um, eins og fundargern- ingurinn bæri með sér, hvað hægt væri að gera fyrir ung- linga úr félagsskapnum, sem kæmu til Winnipegborgar og dveldu þar í lengri eða skemri tíma, en fáa þektu. Vildi hún vekja athygli á því, að Mrs. Th. Borgfjörð og Mrs. R. Pét- ursson, hefðu fyrir hönd Winni- pegfélagsins, lofast til þess að leiðbeina þeim, ef þeim væri gert aðvart um komu þeirra til bæjarins. Vonaðist forseti til að fólk notfærði sér þetla vinsamlega tilboð. Að því búnu flutti forseti á- varp sitt. Var það allítarlegt erindi um starfsemi sambands- ins og framtíðarhorfur. Þessi skýrsla forseta bar með sér, að nú eru í Sambandinu 7 kvenfélög — félög safnaðanna í Winnipeg, Gimli, Ámesi, Riv- erton, Árborg, Langruth og fé- lagið Aldan i Winnipeg. Var bent á að nokkuð vantaði á að öll kvenfélög safnaða Hins Sameinaða Kirkjufélags til- heyrðu sambandinu. Væri því valdandi, sumpart fjarlægðir, sem gerðu erfitt fyrir með alla samvinnu; en þó væri það mjög æskilegt, ef þau sæju sér fært í framtíðinni, að treysta sam- bandið innbyrðis sem mest. — Skýrði hún frá því, að stjórnar- nefnd Sambandsins hefði í vet- ur ákveðið að skifta með sér verkum og heimsækja kven- félögin. Hefðu Mrs. G. Johnson og Mrs. P. S. Pálsson, WSnni- peg, heimsótt Árborg, en Mrs. S. E. Björnsson og Mrs. Þór- unn Kvaran, heimsótt River- ton, Gimli, Árnes og Winnipeg. Hefði tilgangurinn með þessum heimsóknum verið sá, að kynn ast konunum og kynna þeiin betur starfsemi Sambandsins. í því sambandi mælti forseti á þessa leið: “Það er mjög eðlilegt, að kon- ur, sem aldrei hafa verið á fundum Sapihandsins, og lít— inn þátt hafa tekið í gerðum þess, hafi lítinn áhuga fynr málum þeim, sem fyrir liggja. Er því eðlilegt að þeim verði á að spyrja: Er það hagur fyrir smá-kvenfélögin að hafa sam- band með sér? Ef svo er, í hverju er þá sá hagur fólginn? Og ennúemur: Hver ættu að vera hin sameiginlegu málefni vor? í þessu sambandi vil eg geta þess, að á þeim fundum, sem við sátum með kvenfélög- unum, leitaðist eg við að skýra fyrir þeim tilgang Sambands- ins og samtaka tilraunir yfir- leitt. Eg lagði fyrir þær hug- myndir þær, sem mér fanst helzt ættu að vera sameiginleg málefni allra kvenfélaganna, og nefndi eg í því sambandi upp- eldismál, heilbrigðismál, friðar- mál og sunnudagaskólamál, er auðvitað er einn liður af upp- eldismálinu. Á þeim kvenfélags- fundum, er við sátum, talaði Mrs. Þórunn Kvaran aðallega um sunnudagaskólamálið. Hún benti á, með hverju móti væri hægt að hafa meiri samvinnu, og á hvern hátt væri unt að vekja meiri áhuga fyrir starfinu yfirleitt. —--------- Enn eitt atriði vildi eg minn- ast á, og tel raunar mest um það vert, að veruleg alúð verði við það lögð. Eg á við, að Sam- band kvenfélaganna gangist fyr ir því að koma bæjarbömum til sveitardvalar yfir sumartím- ann. Þetta er að vísu ekki ný hugmynd, en aldrei hefir verið eins mikil þörf á slíku starfi eins og nú. Alstaðar þar sem eg mintist á þetta mál, var því vel tekið og virtust kon- urnar yfirleitt fúsar til þess að leggja mikið á sig til þess að koma því í framkvæmd. Nefnd- ir voru kosnar i Riverton, Ár- borg, Árnesi og Gimli til að hrinda þessu máli af stað og í Winnipeg var kosin nefnd til þess að taka á móti umsóknum og tilkynna kvenfélögum út á landsbygðinni. Hefir þvi nú þegar orðið talsverður árangur af þessari málaleitun, eins og frekar mun verða skýrt frá í skýrslum fulltrúa.’’ Að endingu þakkaði forseti stjórnamefndinni og öllum félagssystrum fyrir góða sam- vinnu á liðnu ári. Þar næst flutti gjaldkeri Sambandsins skýrslu sína, sem bar það með sér, að í sjóði voru nú $26.75. Gerði gjaldkeri fyrirspurn um það til forseta, hvort lOc gjald á meðlim hvern væri lögboðið, eða hvort sér- staka samþykt þyrfti fyrir því árlega. Svaraði forseti því, að ákvæði væru engin fyrir þessu í lögunum, en sú venja hefði kom ist á, að kvenfélögin greiddu þetta gjald. Samkvæmt til- lögu frá Miss H. Kristjánsson og Mrs. G. Árnason var svo gengið frá á fundinum, að þessu ákvæði var bætt form- lega inn í lögin. Bað þá forseti skrifara að lesa upp bréf, er fundinum hafði borist frá Mrs. Þóru Jónsson, Gimli. I bréfinu skoraði hún á fundinn að taka til íhugunar, hvort Sambandið mundi ekki geta gengist fyrir að á stofn yrði sett baraaheimili þar sem tekið væri við fátækum íslenzk- um bömum til sumardvalar. Voru töluverðar umræður uin þetta og allar í þá átt að félags- skapurinn væri of lítill og of ungur til þess að ráðast í það stórvirki. Að endingu var stjórnarnefndinni falið að svara bréfinu og skýra frá afstöðu fundarins. Því næst voru skýrslur kven- félaganna lesnar og báru þær allar þess vitni að starfsemi kvenfélaganna hafði verið rek- in af kappi á árinu og yfirleitt með mjög góðum árangri. Eftir að fulltrúar kvenfélagsins á Lundr.a, sem ekki höfðu neina formlega skýrslu að flytja, og er Mrs. G. Árnason hafði talað um starfsemi kvenfélagsins á Oak Point, sem enn hefir ekki gengið í Sambandið, höfðu tek- ið til máls, tók forseti fyrir þau mál, er hún hafði minst á í á- varpi sínu. Voru fyrst tekin fyrir uppeldismál. Samkvæmt tilmælum forseta tók Mrs. Emma von Renesse til máls um sunndagaskólahald. Hún skýrði frá sinni reynslu við kenslu og á hvað sér fyndist ætti að leggja mesta áherzlu og hvaða bækur hefðu reynst heppilegastar þar, sem hún þekti til. Hefði öll kensla fyrst farið fram á íslenzku, en vand- kvæði verið með bækur. Meðal annars hefði svo reynst með Barnabiblíuna, að börnunum væri ekki eingöngu erfitt með skilning tungunnar vegna, held- ur væri það á fæstra kennara valdi að skýra svo sögurnar að að haldi kæmi. En nú fyrir þremur árum hefði verið byrj- að að nota bækur, er nefndar væru “The Beacon Series”. Væru það bækur við allra barna hæfi. Byrjuðu á einföldum efn- um en þyngdist eftir þroska barnanna. Auk þess fylgdu skýringar með fyrir kennarana og gerði það þeim kensluna bæði ánægjulegri og léttari. Kvaðst hún vilja ráða þeim, sem ekki hefðu reynt þessar bækur, að byrja á þeim nú þegar. Taldi hún það að vísu miður farið, að ekki væri unt að nota ,slenzku eingöngu í sunnudagaskólunum, en foreldrar yrðu að hafa það hugfast, að þeir yrðu að vinna með skólunum. Ein klukkustund á sunnudögum nægði ekki til þess að kenna börnunum, hvort heldur væri íslenzku eða frjálsar og fagrar hugsanir. En ef frjálstrúar-hreyfingin ætti að lifa og dafna, þá yrðu sunnu- dagaskólar og heimilin að vera í náinni samvinnu og nota við- eigandi bækur, sem víkkuðu sjóndeildarhringinn og kæmu inn virðingu hjá bömunum fyrir því sem gott .væri og fagurt, hvort sem þær bækur væru á á að kynnast betur starfsemi íslenzku eða ensku. hinna stærri friðarfélaga. Kom Miss Björg Hallsson og Mrs. j fram tillaga frá Mrs. G. Árnason Jónína Kristjánsson skýrðu frá' studd af Mrs. E. L. Johnson, í Winnipeg, á- góðum liðsafla og ánægjulegu starfi skólans gætri aðsókn, við kensluna starfi. Ennfremur tóku til máls Mrs. Guðmundsson frá Borg, Lundar, Mrs. K. Bjarnason, Langrutn, og Mrs. G. Árnason, Oak Point. Forseti gat þess, að hvað sem Sambandið gerði í sunnudaga- skólamálinu, þá væri eðlilegt, að það væri gert í samráði við kirkjufélagið, sem nú héldi þing sitt á þessum sama stað. Hefði forseti þess þegar skipað nefnd til þess að íhuga sunnudaga- skólamálið, og hefði hann jafn- framt getið þess, að kvenfélögin nnundu hafa það mál á sinni dag skrá og því líklegt að einhverjar tillögur kæmu frá þeim. Gerði Mrs. K. Bjamason, Langruth, tillögu um, að nefnd yrði skipuð í sunnudagaskóla- málið og ynni hún í samráði við kirkjufélagsnefndina. Var till. studd af Mrs. J. F. Kristjánsson, Winnipeg, og samþykt. Varð nú hlé á fundarstörfum um stund, meðan fundarkonur þáðu góðgerðir frá kvenfélaginiu á Lundar, en að því hlé af- stöðnu skipaði forseti þessar konur í nefnd fyrir þetta mál: Mrs. Jónína Kristjánsson, Win- nipeg, Mrs. Þórunni Kvaran, Ár- borg, og Mrs. B. Guðmundsson, Lundar. Þá voru friðarmál tekin til umræðu. Hvatti forseti mjög konurnar að taka þátt í þeim málum. Brýndi hún það fyrir fundarkonum, að þær mættu ekki láta það aftra sér, hve fá- mennur þessi hópur væri. Yrði friðarhugsjónum aldrei hrund- ið í framkvæmd fyr en öllum fyndist þetta þarfa mál vera sitt mál. í þessu sambandi gat hún þess, að Mrs. E. L. John- son, Árborg, ætlaði að flytja erindi um friðarmálin á sam- komu, er Sambandið efndi til í kirkjunni þá um kvöldið. Urðu all-langar umræður um friðarmálin og létu margar kon- urnar í ljós, að þeim léki hugur Árborg, að erindrekar kven- félaganna mæltust til þess við heimafélögin, að ein kona i hverju félagi kynti sér friðar- málin og talaði svo um þau við og við á kveinfélagsfundum. Voru allar konurnar þessu mjög fylgjandi. Þá var rætt um sumardvöl barna í sveit. Gat forseti þess, að eins og hún hefði tekið fram í ávarpi sínu, hefði þetta mál verið ítarlega rætt á fundum þeim, er hún hefði setið með kvenfélögum Sambandsins. Hefðu nefndir verið kosnar 1 það mál í hverju félagi. Fulltrúar frá kvenfélögunum tóku nú ýmsir til máls og skýrðu frá hvernig málið horfði við í helmahögum hvers fyrir sig. Kom það í ljós af umræðunum, að líkindin voru mikil fyrir því, að þetta starf gæti tekist á farsællegan hátt, því að undir- tektir höfðu þegar orðið hinar beztu um viðtöku barna. Var málinu að lotoum ráðstafað á þann hátt, að Mrs. J. F. Kristjánsson, skrifari Winnipeg- nefndarinnar, var beðin að aug- lýsa heimilisfang sitt í Heims- kringlu, svo að landkonur gætu náð sambandi við nefndina þar. Var þá síðasta málið tekiö fyrir: heilbrigðismál. Forseti gat þess, að fundurinn væri svo heppinn, að Miss R. Vídal, hjúkrunarkona, væri þar stödd, en hún hefði áreiðanlega meiri reynslu og þekkingu á heilbrigðismálum en nokkur önnur kona, er fundurinn ætti kost að hlýða á. Hefði Miss Vídal fyrirhugað að flytja erindi um þetta efni á samkomunni þá um kvöldið, en samt langaði sig til þess að biðja hana að á- varpa fundarkonur nokkurum orðum. Varð Miss Vídal við þeim tilmælum, fundarkonum öllum til ánægju og fróðleiks. Kvað hún það gleðilegt tákn tímanna, að þessi féagsskapur skyldi láta sig þetta mál skifta. Að vísu væri þetta ekki fyrsta Frh. á 8. bls. “Ennþá það bezta” Drewry’s öl, lager, bjór og stout gert úr bezta byggt og malti sem framleitt er í Vestur-Canada — “ennþá það bezta” — þrátt fyrir 50 ára aldur. Pantið það í næstu vinsölubúð stjórnarinn- ar eða símið 57 221 fyrir skjóta afgreiðslu. DREWRYS DRY Ginger Ale Crystal Soda bjóða velkomna alla sem í félögum eru og gildi halda. Drewry’s uppáhaldsdrykkur á alstaðar við og er eftir allra smekk. — Pantaðu stærri flöskurnar, “Big Boy” flöskur, af hinu ágæta Dry Ginger Ale. Fimm glös í einni flösku. 15 aðrir viðurkendir Drewrys drykkir Drewry’s Pop af öllum tegundum er við hvers manns smekk. Börnum þykja Drewry’s óáfeng- ir drykkir hinir beztu — og eldra fólki þykja þeir svalandi.. Hvar og hvert sem þú ferð, sérðu að Drewry’s drykkir eru í uppáhaldi. Drew- ry’s eru seldir í öllum stærstu Soda foun- tains, í matvörubúðum og lyfjabúðum. Biðjið um þá þar eða símið 57221 THE DREWRYS UMITED STOFNAB 1877 The Government Liquor Control Commission is not responsible for any statemént made herein as to the quality of the liquor referred to.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.