Heimskringla - 20.07.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 20.07.1932, Blaðsíða 6
« BLADSÉÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 20. JÚLÍ 1932 Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppraianinni á Indlandi. Eftir GEORGE A. HENTY “Eg hefi nú ekki lagt beina spurningu fyrir hana,’’ svaraði doktorinn nokkuð byrst- ur. “Eg þykist vita að hún hafi álit á hon- um — er meira að segja til með að viður- kenna, að þau hafa gasprað mikið saman í meiningarleysi; en við hverju öðru er að bú- ast, þegar ung stúlka er knúð til að umgang- ast myndarlegan og karlmannlegan mann, er leggur sig fram til þess að gera henni alt til geðs og ánægju, og einkum þegar stúlkan fær ekki tækifæri til að gefa sig á tal við aðra karlmenn, og er þar ofan í kaupið gröm við sjálfa sig og alla tilveruna. Eg skal líka viðurkenna að eg var um tíma á glóðum, að hún fleygði sér í faðminn á þessum snoppu- fríða skálki, bara til þess að stríða sumum og hefna sín á öðrum, en síðan við fluttum í þetta hús, hefir sú skoðun mín tekið algerðri breytingu. En nú er eg til með að bregða mér ofan og fá mér tebolla, ef þú vilt vera hér eftir og taka við rifflinum mínum fáeinar mínútur. Eg bauðst til þess að standa einn á verði um stund, en eg bjóst ekki við að vera hér einn hálfa nóttina. Eftir á að hyggja, eg sagði Foster að þú hefðir boðið þinn hest, þeim sem færi, og eg held hann ætli að fara með hann.” “Það er velkomið,’’ svaraði Bathurst. “Hann er mér gagnslaus eign.’’ “Taktu nú eftir,” sagði doktorinn. “Hættu nú að hugsa um Miss Hannay í bráð, en hugs- aðu þeim mun meira um verkið, sem hér ligg- ur fyrir. Eg býst ekki við að þeir hreyfi sig til muna í nótt, en vftS verðum eigi að síður að vera vel vakandi og hafa eyrun opin. — Gleymdu nú ekki því, á meðan eg bregð mér ofan.’’ “Eg skal vera aðgætinn, doktor, vertu alveg viss,” svaraði Bathurst hlæjandi. En doktorinn treysti honum þó ekki betur en svo, að undireins og hann kom ofan, sendi hann Wllson upp til hans. Klukkan tólf á miðnætti voru hestar þeirra Bathursts og Fosters teymdir út og út fyrir pokavegginn, eftir að skarð hafði verið gert í hann, er skepnunar aðeins gátu troðist um, og áður en þeir voru teymdir út úr kvínni, var það skarð í pokavegginn fylt á ný. Hófar hestanna höfðu verið sveipaðir með pokum, svo ekki glamraði í, er þeir væru teymdir yfir steinruslið við végginn. Undireins og þeir voru komnir laust út fyrir steinaruslið tók Foster reifana af fótum þeirra, og stökk svo tafarlaust á bak hesti sínum. “Vertu sæll, majór,’’ sagði hann þá. “Að átta eða níu dögum liðnum vildi eg vera kom- inn hingað aftur með nægan liðsafla.” “Víst vil eg vona það, Foster,’’ svaraði majórinn. “Farðu vel! Guð varðveiti þig!” Majórinn og sumt af mönnunum stóðu í skarðinu í veggnum, þar sem Foster skildi við þá. Hann reið af stað og fór ósköp hægt, en koldimt var myrkrið. Þegar hann var kom- inn á að gizka fimtíu skref frá veggnum, var spurt hátt og hranalega hver þar færi. Undir- eins á eftir fylgdi byssuskot, er var vottur þess, að Foster hafði hleypt á sprett. Köll og háreysti reis nú upp hvaðanæfa, og skot eft- ir skot riðu af út í myrkrið. “Það er lítil hætta á, að þeir hæfi hann í myrkrinu,’ sagði majórinn, er þeir klifruðu inn yfir pokavegginn. “En þeir gætu máske slasað hestana, og fari svo er þessi tilraun okkar þýðingarlaus. Majórinn skipaði svo tvöfaldan vörð við vegginn — útvörð í skarðinu í vegginn, og innri vörð á pokaveggnum. Sjálfur flýtti hann sér og hinir allir upp á þekju. Það mátti enn heyra óp og köll úti fyrir og skotin riðu af í sífellu. Alt í einu var þeyttur lúður og blásið til riddaraatlögu, og rétt á eftir riðu af þrjú pístóiuskot. •“Þetta er teiknið, sem við gerðum ráð fyrir,” sagði majórinn. “Það sýnir að hann er sloppinn út fyrir varðhringi þeirra. Þá er nú eftr að reyna þol hest^nna, því eitthvað af riddaraliði þeirra verður komið á hæla honum innan fárra mínútna.” Það hafði orðið fátt um kveðjur hjá Fos- ter. Hann hafði sjálfur verið við, er hestamir voru söðlaðir, og leit sjálfur eftir öllum und- irbúningi í því efni. Af því leiddi að hann hafði ekki tíma til að fara inn og kveðja konurnar, fyrri en brottfarastundin var komin. Hann hughreysti þær með von um góðan árangur af ferð þessari, en auðheyrt var, að honum var ekki liðugt um tungutak. Við Isabel gat hann ekkert talað einslega og kvaddi hana eins og hinar, — með handabandi, án þess að mæla orð af munni. “Eg hefði ekki trúað að hann hefði þó svona næmar tilfinningar,” sagði Mrs. Doolan í lágum rómi við Isabel, eftir að hann gekk út. “Eg sá að hoMum féll illa að skilja við okkur, en eg hélt að honum félli ekkert illa nema það, sem kynni að geta skert hans eig- in hag. Eg held hann hafi virkilega hálf- skammast sín fyrir að fara." “Þetta held eg sé nú ekki sanngjarnt,” sagði Isabel, “þegar hann er að fara í þeim tilgangi að útvega okkur hjálp og lausn.” “Hann flýr frá okkur alveg eins og rottur flýja af skipi, sem liggur fyrir að farist í næstu sjóferð,” svaraði Mrs. Doolan með á- herziu. “Eg er mest hissa á, að hann skuli hafa drenglyndi til að finna til sneypu yfir því. Það er ekki nema ein manneskja í ver- öldinni, sem honum er ant um að leysa úr nauðung, og það er — hann sjálfur. Eg var að lesa söguna af Davíð Copperfield hérna um daginn, og mér finst virkilega að lýsingin af Steerpoters, sé bókstaflega rétt lýsing á lyndiseinkennum Fosters. Maðurinn er ger- samlega tilfinninga- og samvizkulaus, sem öllu fórnar á altari nautna sinna, og þó hefir hann eitthvað það við sig, að við getum varla annað en dáðst að honum. Hvað veldur því, góða mín, að misendismenn eru svo oft miklu skemtilegri menn, en góðu mennirnir?” “Eg held eg hafi nú aldrei hugsað um það,” svaraði Isabel og brosti að alvöru Mrs. Doolan; “eg get því ekki leyst úr gátunni nema með því að geta til, að það komi af því, að við ósjálfrátt hneigjumst að því eðlisfari, sem er alveg gagnólíkt okkar." Mrs. Doolan hló þá og sagði: “Svo þú álítur okkur þá betri en karl- mennina, Isabel? En það geri eg ekki — ekki ögn betri. Starfssvið okkar er takmarkað, en hefðum við sömiu tækifæri og karlmenn, þá held eg að lítið yrði gefandi á milli, hvað gæði snertir. En við megum ekki masa svona. Við þurfum að taka til í sjúkraherberginu klukkan fjögur í nótt.” Stórskotasóknin var hafin með enda meiri áfergi en áður, undireins með degi morgun- inn eftir, og höfðu þá óvinirnir fleiri fall- byssur upp settar en áður, svo að nú stóð elds og kúlnahríðin að húsinu úr öllum áttum. Þannig hélzt sóknin uppihaldslaust í næstu sex daga og þrengdi æ meir og meir að setu- iiðinu með degi hverjum. Það var nú búið að sprengja mörg skörð í virkisvegginn. Hann var því léleg hh'f orðinn, enda buldu nú kúl- urnar á húsveggjunum sjálfum, og urðu íbú- arnir því að halda sig niðri í kjallara nærri alla daga. Veðrið hafði verið hófleysislega heitt í marga daga. Sóknin smáharðnaði, og vegna mannfærðar, var svefn nær ómögulegur. Þetta alt, hitinn, þreytan og svefnleysið, verkaði að vændum á þessa fáu Norðurálfumenn. En nú á hverjum degi óx drjúgum liðsafli óvin- anna. Sepoya herdeild frá Cawnpore kom til að hvíla “hundruðusbu og þriðju Bengal-deild- ina”, enda sú herdeild þá farin að týna töl- unni. Og á hverjum degi bættist flokkur eftir flokk af sveitalýð við óvinina. Setuliðið gat ekki lengur varið garðinn. 1 hverju einu áhlaupi æddi hinn dökki lýöur inn um skörðin og upp að húsveggjunum, eins og fossandi flóð eftir þröngum farvegi. En útstraumurinn þaðan varð þó æfinlega eins harður eins og í aðfallinu, því púðurhylkin á allri stærð er majórinn lét gera og henda of- an yfir hópinn af þekjunni, voru svo ofboðs mannskæð, að Hindúar gátu ekki haldist við þar inni. Hestana hefði nú ekki lengur verið hægt að hirða eða verja, enda sá majórinn það fyrir og lét sleppa þeim öllum út fyrir girðisvegginn daginn eftir að Foster fór. Mann- fallið í garðinum og grendinni olli því, að ó- bærileg fluguplága gaus nú upp. Lík þeirra, sem féllu, voru að vísu dregin burt úr garð- inum og grendinni á hverri nóttu og grafin, en jörðin var svo sósuð í blóði, að flugnavarg- urinn fór þar aldrei frá, en sótti inn um allar smugur á húsinu. Þessi plága jók stórum á þjáningar hvítu mannanna. Nú fækkaði líka setuliðið á degi hverjum. Það voru ekki nema sex vopnfærir menn eftir. Þeir Hunter, Rintoul og Richards voru komnir undir græna torfu — höfðu látist úr hitasótt. Farquharson, skyttan, var kominn sama veg — hafði orðið fyrir fallbyssukúlu og fengið bana. Margt af börnunum var og dáið, og tveir af borgurunum lágu í sáruin og nær dauða en lífi. Amy Hunter hafði og orðið einni kúlunni að bráð, sem smogið hafði inn á milli pokanna og í gegnum gluggann inn f sjúkraherbergið. Hinar konurnar voru enn á ferli og ósjúkar, en úttaugaðar gersam- lega af þreytu, vökum og kvíða. En þótt svona væri Jtomið, heyrðist ekk- ert möglunaryrði, og enginn inti í þá átt að gefast upp. Hefðu karlmennirnir verið einir um hituna, hefðu þeir gengið út allir í senn og brotist um á meðan nokkur var á lífi, en til þess var ekki hugsandi vegna kvenfólks- ins. Bathurst var fyrir nokkru hættur við göngin, enda kominn með þau, að þeir héldu út undir þéttan skógarrunna, nálægt áttatfu faðma fyrir utan vegginn. Þar hafði Bathurst grafið upp fyrir sig þangað til klasa af grönnum trjá- rótum tók við, er sýndi að lítið meira þyrfti að gera til þess að gat kæmi á jarð- skorpuna. Þar við sat, enda ekki lengur minst á að strjúka burtu. Það var lítil vonin um sigursælan árang- ur af flótta, í fyrstu meðan allir voru frískir og óþreytt- ir, og sú litla von var þó miklu minni nú. Það var satt vit í að hugsa til eða tala um RobínlHood FI/OUR ÞETTA MJÖL ER ÁBYRST AÐ GERA YÐUR ÁNÆGÐA, EDA ÞÉR FÁID PENINGANA TIL BAKA. að segja ekkert flótta nú. “Vin!” endurtók doktorinn hissa. “Já, eg held að töframaðurinn sé í Á sjötta deginum eftir að Foster fór, særðist majór Hannay hættulega. Um kvöldið eftir að myrkt var orðið, varð hlé á sókninni, og hagnýttu konurnar þá stund til að fara upp á þekju, og fá sér ferskt loft, en karl- mennirnir söfnuðust þá saman umhverfis rúm majórsins, til þess að ræða um ástandið. “Nú nálgast endirinn, doktor,” byrjaði majórinn. “Það er auðsætt, að við höldum ekki svona út mörgum klukkustundum lengur. Það er þýðingarlaust að reyna að dylja það fyrir okkur sjálfum. Nú, okkur hefir ávalt komið saman um það, að þegar öll von sé úti, þá skyldum við reyna að semja við þá, að ganga slyppir héðan, en að þeir gefi okkur líf og ljái okkur fylgd, sem þarf til þess að komast niður um landið til brezkra herstöðva. En neiti þeir þessu, þá að við gefumst aldrei upp, en sprengjum að lyktum húsið í loft upp, meö öllu sem í því er. Mér finst mál til komið að reyna þetta.” “Það finst mér líka,” svaraði doktorinn. “Við erum búnir að gera alt sem í okkar valdi stendur. Auðvitað hefi eg litla von um að'þeir gangi að nokkrum viðunanlegum samn ingi, því þeir eru víst búnir að frétta um á- stand okkar frá vinnufólki okkar, sem strok- ið hefir frá okkur. Eða hvað heldur þú, Bathurst?" “Það er mitt álit, að það sé talsverður flokkadráttur á meðal þeirra,” svaraði Bat- hurst. “Þó bændahöfðingjarnir og þeirra iið sé með í uppreisninni, þá leggja þeir ekki sama hatur á okkur og Sepoyar gera. Eg er líka viss ium að þeir eru orðnir leiðir á þessu þófi, og víst sakna þeir margra liðsmanna sinna sem fallnir eru. Eg hefði sagt að þeir mundu fúsir til að semja um frið, ef þeir fá því ráðið fyrír Sepoyum, nema þeir séu háðir valdi Rajahins, Nana Sahib. Eg er nákunnug- ur mörgum þessum mönnum, og eg held eg hafi máske áhrif á Por Sing, sem spursmáls- laust er valdmesti höfðinginn í þessu ná- grenni, og sem eg gæti bezt trúað að hinir bændahöfðingjarnir allir álitu sinn sanna leið- toga. Ef þú ert því samþykkur, majór, skal eg fara út til þeirra og reyna að ná tali af Por Sing. Hann er ærukær höfðingi, og ef hann lofaði að veita okkur fylgd og sjá okk- ur borgið, hika eg ekki við að segja, að hann efndi það loforð. Mér sýnist þetta reynandi. Komi eg ekki aftur, megið þið vera þess full- vissir, að eg er þá dauður, og að þá er ekki um nein grið að gera, og þess vegna óhætt fyrir ykkur að taka þá til örþrifaráðanna.” “Það er þess vert að reyna þetta undir öllum kringumstæðum,” svaraði majórinn. “Það er hættuferð þetta, en eg sleppi því al- veg, því það getur varla verið meiri hætta en sú, sem nú vofir yfir okkur.” “Eg skal fara af stað undireins,” sagði Bathurst, “en ekki vil eg að þú búist við mér aftur fyr en eftir sólarhring, því eg get varla búist við að ná tali af Por Sing í kvöld." “Hvernig hugsarðu þér að komast út héðan, Bathurst?” “Eftir göngunum," svaraði hann. “Eg skal nú undireins fara og brjóta gat á jarð- skorpuna. Það er eini vegurinn, því varðhring- urinn er nú æði þéttur og alveg upp við veggi okkar.” “Þú ert líklega orðinn vonlaus um liðs- afla frá Lukhnow?” Vita vonlaus, majór,” svaraði Bathurst. “Eg var nú æfinlega veiktrúaður í því efni. Hefði nokkur möguleiki verið til að senda lið þaðan, þá hefði það lið verið komið nú, þvi •þaö hefði farið af stað undireins og Foster kom þangað.” “En hvað sem því líður, þá getum viö með engu móti beðið lengur,” sagði majcjrinn. Bathurst gekk þá út og doktorinn með honum. Fengu þeir sér lampa, járnkarl og önnur verkfæri og gengu inn göngin, og bar doktorinn með sér litla stiga gerða úr bamb- usstöngum. “Hefirðu nú von um góðar unditektir?’ spurði doktorinn. Eg er nokkum veginn viss um, að mér gengur vel,” svaraði Bathurst öruggur. “Eg held við eigum vin í þeirra flokki.” grendinni," svaraði Bathurst. Núna í tvær undanfarnar nætur, þegar eg hefi staðið á verði á þekjunni, hefi eg, eg veit ekki hvað oft heyrt þessum orðum hvíslað í eyra mér: “Hittu mig hjá húsinu þínu!” Þú hugsar má- ske að eg hafi fest svefn og að mig hafi dreymt þetta, en eg var eins glað vakandi og eg er núna. Eg get ekki sagt, að eg þekti röddina, en orðin voru borin fram á mállýzk- unni, sem töframaðurinn talar. Og víst ætla. eg að vita hvað orðin þýða, með því að ganga heim undir rústirnr af húsi mínu, undireins og eg kem út, og skal jafnvel bíða þar alla nóttina, ef þarf, í þeirri von að hann komi. Mér finst það ekki nema samsvarandi öðru töfravaldi hns (og sem okkur er vel kunnugt um, að hann geti haft þau áhrif á mig, að eg heyri, eða finnist eg heyra, hugsanir hans, og komistþannig að því, að hann vill hafa tal af mér.” “Eg er þér samdóma í því, og það skil eg, að hans liðveizla gæti verið ómetanlega góð,” svaraði doktorinn. “Þú ert svo laus við hégiljur og ímyndurarrugl, Bathurst, að eg hika ekki við að segja, að þú hafir heyrt rétt. Eg er vonbetri nú en um langan, langan undanfarinn tíma.” Jarðskorpan og rótavefurinn, sem Bat- hurst var að böggva, var um þrjú fet á þykt, en að klukkustund liðinni var gatið komið á — gangnagerðinni lokið. Fór það og að tilgátu. Bathursts, að op þetta var í miðjum skógar- runnanum. Eftir að hafa staðið í stiganum og litast um, kom Bathurst niður í göngin og bað doktorinn að standa á verði á meðan hann fengi sér Hindúabúning. í göngunum inn við kjallarann stóð Isa- bel, og tók Bathurst tali. “Eg heyri sagt, að þú ætlir út til óvin- anna aftur, Mr. Bathurst,” sagði hún. “Já, eg ætla að vita, hvort þeir taka eng- um samningum, ef við gefum upp vígi okk- ar." “Það er eins víst að þú komir ekki aft- ur,” sagði hún og rödd hennar titraði. “Vitaskuld getur farið svo,” svaraði hann. “En eg held nú að eg verði ekki í meiri hættu en þið, sem sitjið eftir.” “Eg má til með að tala ögn við þig áður en þú ferð,” sagði hún. “Mig hefir langað til þess svo lengi, en þú hefir aldrei gefið mér tækifæri til. Við sjáumst máske aldrei aftur, og þarf eg þess vegna núna að segja þér, hve sárt eg sakna — hve sárt eg hef saknað að hafa talað eins og eg gerði. Eg talaði þá eins og gálaus og óreyndur unglingur, en nú er reynsian búin að sýna mér annað. Eg hefi ekki getað annað en séð, hvernig þú hefir komið fram síðan raunir okkar byrjuðu, hve góður og ljúfur þú hefir æfinlega verið við okkur kvenfólkið og börnin, hve vongóður þú hefir ávalt verið, og gefið okkur öllum, smáum og stórum, kjark og þor með fram- komu þinni. Eins og hinir hefi eg líka verið sjónarvottur að því þrekvirki, sem þú hefir unnið dag eftir dag, og viðurkenning okkar allra er þetta, að með stilling þinni og þreki hefirðu knúð alla til að líta til þín og þinna ráða, — að treysta á þig öðrum fremur, þég- ar í raunirnar rekur. Segðu þá, Mr. Bathyrst, áðu en þú ferð, að þú fyrirgefir mér, og að ef þú kemur aftur, að við skulum verða vinir á ný, eins og við vorum í fyrstu.” “Sé nokkuð að fyrirgefa, Miss Hannay, þá fyrirgef eg það að sjálfsögöu. “En engin orð þín, eða annara, geta létt af mér þeirri ánauð og þeim þjáningum, sem fylgja þeirri meðvitund, að hér hefi eg ekki getað tekið neinn almennilegan þátt í að verja vígi okkar og að eg hefi neyðst til að vinna verk, sem mörg hver eru sæmri kvenmönnum en karl- mönnum. Og víst iofa eg því, með þakklæti og gleði, að gerast vinur þinn eins og fyrrum, ef eg kem aftur, en hvað það snertir, þá má eg fullvissa þig um, að inst í hjarta mínu hefi eg altaf verið vinur þinn.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.